Æskan og skógurinn - Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir

Page 49

SKÓGRÆKT Áður en við förum frá Hallormsstað, skulum við biðja skógar­ vörðinn að koma með okkur út að Ormsstöðum. Þar er margt merkilegt að sjá: Hér er svæði sem nýlega hefur verið ræst fram og hér er nýtt að læra um skóginn og ræktun hans. En svo oft erum við búin að nefna skógrækt að orðið er farið að skýra sig sjálft. Við erum hætt að hugsa um hvað í því felst. Og því leggjum við þessa spurningu fyrir skógarvörðinn að leiðarlokum: „Hvað merkir orðið í raun og veru? Hverju eigum við að svara ef við erum spurð?“ Skógrækt merkir ræktun skóga í þeim tilgangi að afla viðar. Er þá ýmist átt við ræktun eldri skóga eða gróðursetningu trjáplantna þar sem ekki var skógur fyrir. Skógræktin mótast aðallega af tvennu, annars vegar fjárhagshliðinni en hins vegar af þvi hvaða trjátegundir skuli rækta án þess að frjómáttur jarðvegsins þverri.

Framræsla

Súrefni er nauðsynlegt öllum gróðri. Trén taka til sín súrefnibæði gegnum rætur, barr og blöð. En þegar kyrrstaða er á vatni í jarðvegi verður hann snauður að súrefni. Þar að auki er mjög blautur jarðvegur tyrfinn og kaldur og loftið því svalt sem liggur að honum. Í slíkum jarðvegi vex trjágróður illa og vöxtur trjánna verður óeðlilegur þar til landið hefur verið ræst fram. Þetta sést mjög

Æskan og skógurinn

47


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.