Hús feðra minna I, Frásögn sem gerir andlitið fagurt

Page 18

Það var ekki fyrr en á þriðja áratugnum að áhugi Péturs á löngum sleðaferðum og töfrandi kvennamálum dvínaði. Það kallaði fram táraflóð hjá glaðværum stúlkunum og var slíkt áfall fyrir Odoniars­ suaq að hann fluttist inn á hreindýraslóðirnar og tók á nýjan leik upp flökkulífið með ættflokki sínum. Pétur hafði þegar þetta var eignast vini sem sest höfðu að í húsinu. Trygga vini sem hann gat deilt með margvíslegri gleði hversdaslífsins. Pétur var elstur og fyrir því báru menn enn meiri virðingu. Vinir Péturs voru þeir Gilbert, Jóbald, Samúel og Lilli Johnson. Aðrir eins vinir fundust ekki í þessum hluta heimsins. Auk þess bættist ég við þennan litla sambýlishóp um miðjan þriðja áratuginn og stuttu síðar eskimóakonan Aviaja. Hér á eftir mun ég gera grein fyrir frændum mínum, Gill, Lilla Johnson og Samúel.

16 | Hús feðra minna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hús feðra minna I, Frásögn sem gerir andlitið fagurt by Tækniskólinn - Issuu