5 minute read

1 Skýring Samúels frænda

I Skýring Samúels frænda

Ég á tvo feður. Til að fullnægja kröfum sannleikans ætti ég vissulega að eiga fimm, en félagarnir urðu sammála um að útnefna Pétur og Jóbald hina raunsönnu feður og gera þá…Samúel, Gilbert og Lilla Johnson að eins konar frændum.Ég var getinn og fæddur í ósköp venjulegu heimskautasambandi. Móðir mín var hviklyndstúlka af Tununerkiut ættbálkinum, eða eins og Samúel frændi útskýrði það fyrir mér síðar; hún hafði stórt hjarta og mjög heitt hjarta, sem svo auðveldlega hafði rúmað alla fjölskylduna. Ég fæddist sumardag einn á þriðja áratugnum. Móðir mín annaðist mig í sjö vikur en þá safnaði hún saman sínu stóra og gjafmilda hjarta og skenkti það skinnakaupmanni,

Moisise að nafni, sem einmitt þá átti leið um svæði félaganna. Kamíkupósturinn sagði að parið hefði leitað til norðvestursvæðanna til að ferðast með Netsilik-eskimóunum, sem var hreint ekki ósennilegt, þar sem Moisise var getinn netsilik-konu af nokkrum valinkunnum mönnum í verslunarstöðinni við Warwickflóa. Móður mína bar aldrei á góma í húsi Péturs og ég, sem skildi ekki nauðsyn slíkrar veru, saknaði hennar ekki. Mér nægði fósturmóðir mín, Aviaja; elskuleg gömul eskimóakona sem mennirnir tóku í húsið skömmu eftir að ég fæddist. Það var fyrst þegar ég var tíu ára og hafði um langt skeið fundið fyrir einhverju nýju og sætljúfu

sunnan buxnastrengsins, að ég fór að velta fyrir mér leyndardómum tilurðarinnar. Kvöld nokkurt leitaði ég Sam frænda uppi til að fá forvitni minni fullnægt.

Þetta var fagurt vorkvöld og Sam sat við ána og þvoði. Hann hafði, Aviöju til sárrar armæðu, ávallt verið mikill áhugamaður um fataþvott. Og af sinni venjulegu hugkvæmni hafði hann smíðað úbúnað, dráttarbúnað, sem að minnsta kosti veitti fötunum ákveðinn ferskleika, þótt hann þvægi þau ekki tandurhrein. Úti í miðri ánni var komið fyrir gömlu skipsankeri. Frá ankerinu lá tvöfaldur koparþráður að árbakkanum. Á þræðinum var komið fyrir lykkjum með hálfs meters millibili og í þær var fest skyrtum, buxum, sokkum og hverju því öðru sem þarfnaðist þvottar. Síðan var allt togað út í ána þar sem vatnið freyddi um það yfir nóttina, eða lengur, eftir því sem Sam frænda þótti hæfilegt. Eftir þennan þvott var dreift úr plöggunum rennblautum á lyngið að húsabaki, þar sem þau þornuðu fljótt í miðnætursólinni. Á veturna fékk þvotturinn að frjósa í lengd sinni og var síðan stillt upp við húsgaflinn til hægfara vindþerris.

Sam frændi notaði aldrei annað en vatn til þvotta. „Sápa,“ sagði hann, „er viðurstyggð sem eyðileggur bæði húð og föt.“ Sam frændi er lærður. Hann hafði farið í háskólann, var dr. phil. og notaði hálfgleraugu með mjög þykku gleri.

Ég settist við dráttarbúnaðinn, lét bakhlutann hvíla á hælunum og vafði handleggjunum utan um hnén. „Sam frændi,“ sagði ég. „Hvaðan koma yrðlingar tófunnar?“ „Að aftan, drengur minn. Ævinlega að aftan.“

Ég taldi þetta fullnægjandi svar, þar sem ég hafði oft séð tófu gjóta. „En Pétur og Jóbald?“ hélt ég áfram. „Hvernig gátu þeir eignast mig? Hvernig gátu þeir það, Sam frændi?“Sam togaði síðustu lykkjuna út í strauminn með skelfingarrykk. Hann festi

Situr og hlustar á Sam Teiknari: BB

línuna vandlega áður en hann sneri sér við og leit á mig fölbláum augum yfir hálfgleraugun. „Þú áttir móður, drengur.“ „Hvað þá?“ „Móður. Þú komst úr einni svoleiðis.“ „Hvernig þá, Sam frændi?“ „Tja, það er nú ekki svo auðvelt að útskýra það.“ Hann hallaði undir flatt og sat um stund eins og hann væri að hrista vatn úr eyrunum. „Heyrðu, þú ættir heldur að spyrja feður þína. Reyndu Jóbald; hann getur áreiðanlega útskýrt þess háttar miklu betur en ég.“ „Ég er búinn að spyrja hann,“ sagði ég. „Hann vildi ekkert segja. Hann bara teygði handleggina í áttina að Ungfrú Mollý og hrópaði: „Herra, gef mér einnig styrk í þetta“ og svo þaut hann upp í fjall að kasta steinum í höfuðið á sér. Hann veit áreiðanlega ekkert um þetta, heldurðu það, Sam frændi?“ Ég færði mig nær honum. „Þegar ég spurði Pétur, sagði hann að þú værir einn af þeim sem allt vissu. Hann sagði að þú gætir útskýrt jómfrúarfæðingu fyrir mér, ef um slíkt væri að ræða. Hvað er eiginlega móðir?“

Sam stundi þungan „Jæja, sagði Pétur það? Sagði hann það í raun og veru? Þá verð ég víst að reyna“ Hann lagði handlegg um axlir mér og þrýsti mér að sér. „Sjáðu til, pjakkur litli. Við mannfólkið erum ekki eins frábrugðnir öðrum spendýrum og við sjálfir viljum vera láta. Ef út í það er farið, erum við heldur ekki nema tvö skref frá trjám frumskógarins. Þú hefur áreiðanlega séð hvernig Angut stekkur stundum á Qaqataq, ekki satt?“ Angut og Qaqataq voru tveir af sleðahundunum okkar og voru oft leidd saman vegna gæða afkvæma þeirra. „Þau eru bara að leika sér,“ sagði ég, „það segir Pétur. Aviaja segir að þau séu að hlæja saman. Það er sennilega eins og þegar ég stekk höfrung yfir Lilla Johnson.“

Sam frændi tók handlegginn af öxlum mér og tók að fægja gleraugun sín. Ég settist á hækjur fyrir framan hann og hélt áfram sigri hrósandi. „En ég er bara miklu duglegri en Angut. Hann bara stendur bakvið Qaqataq og kemst ekki yfir hana. Ég kemst yfir Lilla Johnson í hvert sinn, líka þegar hann er með bein hné.“

Sam frændi hristi höfuðið. „Það getur vissulega líkst höfrungahlaupinu þínu, en þó er það ekki fullkomlega það sama. Sjáðu til, hundarnir hafa ekki áhuga á að komast yfir og það hefur fullorðna fólkið reyndar ekki heldur, ef út í það er farið. Ef þú fylgist vel með Angut og Qaqataq næst þegar þau stökkva hvort á annað, tekur vandlega eftir því sem gerist og hvað það er í raun og veru sem þau eru að gera og ef þú telur svo dagana þar til Qaqataq gýtur hvolpum, þá skilur þú hvernig á því stóð að Pétur og Jóbald eignuðust þig með móður þinni.“„Nú, þannig,“ sagði ég lítið eitt vonsvikinn. „Það vissi ég vel. Þá hafa Pétur og Jóbald stokkið höfrung yfir sömu tíkina á þennan sérstaka hátt og stuttu síðar kom ég út úr henni þar sem hún pissar líka.“ „Á vissan hátt, drengur minn, var það einhvern veginn þannig.“

„Hvar er þá tíkin núna; þessi sem varð móðir mín?“ spurði ég. Tja, það var þannig að hún fór í burtu með ungum manni, náunga sem hún vildi heldur stökkva höfrung með.“ „En Sam frændi, heldurðu að hún eignist enn hvolpa?“ „Örugglega, vinur minn,örugglega. Hún er ennþá ung kona.“ Sam frændi svitnaði þótt kvöldið væri fremur svalt. „Hefur þú stokkið höfrung, Sam frændi?“ „Tja, já, það hef ég vissulega. En nú eru mörg ár síðan.“ „Ég gæti líka vel hugsað mér að prófa það,“ sagði ég. Við sátum og horfðum út á ána. Fötin börðust um í straumnum og línan var svo strekkt að ég gat náð fram tónum með því að slá á hana með fingrunum. Kvöldsólin skreið eftir fjallstoppunum og frá firðinum heyrðust snarpir hvellir frá ís sem brotnaði á flóðinu. „Sam frændi,“ hvíslaði ég. „Gat móðir mín spýtt langspýting?“ „Hún tuggði ekki skro, að mig minnir.“ „En gat hún það?“ „Það held ég ekki.“ „Það getur Aviaja,“ fullvissaði ég hann um, hamingjusamur.

Sam frændi

Ljósmyndari : NN

This article is from: