
1 minute read
4 Fundur Péturs og Jóbalds á Allensléttunni
hefja ferðina fyrr. Það eru margar dagleiðir til næstu útstöðvar og herrann einn veit hvar hirðingjarnir halda sig á þessum tíma árs. Nú er haust, Sam, eins og þú fékkst að reyna þegar þú faukst niður af Rasskinnum Geltings.“ Pétur teiknaði með vísifingri á borðplötuna. Lilli Johnson sá að hann var í klemmu, að hann átti erfitt með að finna réttu orðin. Loks komu þau. „Það er ekki lengur sérstaklega mikið pláss hér í húsinu og ég get vel skilið að þú skulir vilja komast sem fyrst til að sinna verkefnum þínum. Sjálfsagt erum við ekki mjög vísindalegir í okkur, þótt við vitum ýmislegt um sitt af hverju. En hafir þú löngun til að hvílast um stundarsakir og skoða steingervingana hér í kring í ró og næði, hýsum við þig með ánægju. Síðan getum við flutt þig á fyrstu ísalögum til Ukusik, sem er næsta mannabyggð.“
Sam hristi höfuðið. „Þetta er mjög vingjarnlegt af ykkur, en maður myndi aðeins verða til aukinnar fyrirhafnar. Þið mynduð fljótlega verða þreyttir á að hafa miðaldra ónothæft flón í húsinu. Ég get hvorki veitt né verkað skinn.“ „Þú myndir gera okkur greiða með því að dveljast hjá okkur,“ sagði Pétur nánast biðjandi. Hann var að hugsa um hve skemmti legur ávinningur Sam myndi verða og hve skelfilegt það yrði ef einhver nágrannannan tryggði sér hann til langframa. Hann horfði spenntur á gestinn.
Breitt bros breiddist yfir hrukkótt andlit Samúels. „Það gerist stundum að maður fyllist gleðilegri tilfinningu og situr því bara og skortir orð,“ sagði hann. „Þakka ykkur fyrir. Maður verður þá kyrr.“ Sam komst aldrei á norðurenda Baffíneyjar. Til þess þó að hafa reglu á hlutunum og til að gróa ekki fastur við Ungfrú Mollý, ræddi hann um það á hverju ári að hafa sig af stað. Þó gætti hann þess vandlega að koma fram með þessar fararóskir sínar á þeim árstíma er komandi vetur hafði þegar komið í veg fyrir sérhverja tilraun til
ferðalaga. Samúel eignaðist góða vini, stað þar sem hann gat iðkað fræði sín í ró og næði og loks – þegar ég kom í heiminn – fjölskyldu Hér á eftir ætla ég að segja frá Jóbald og fundum hans og Péturs á Allansléttunni sumarið 1933.