
3 minute read
Drag menning
Dragmenning
Orðið drag var fyrst notað í leikhúsum yfir karlmenn sem klæða sig upp í kvenmanns klæðnað og öfugt. Dragmenningin er því ótrúlegt en satt margra alda gömul. Þegar Shakespeare tímabilið var að ná sínum hápunkti, seint á 16. öld og byrjun 17. aldar, þá var sviðið ekki bara staður fyrir skemmtun. Þau höfðu sterk tengsl við kirkjuna og reglur um að karlmenn mættu bara ráða. Ef að leikrit var með kvenkyns hlutverk þá voru það karlmennirnir sem áttu að taka að sér þessi hlutverk svo sagan myndi ekki raskast. Orðið drag dregur merkingu sína frá því að þegar karlmenn voru í kvenkyns hlutverki þá drógu þeir kjólana eftir gólfunum.
Leikarar sem leika kvenmann í hlutverki er ekki það sem við köllum drag í dag en það var byrjunin. Fljótlega byrjaði drag að vera leið fyrir karlmenn, oftast samkynhneigða, til að tjá sig og aðra hlið af sjálfum sér.
Hægt og rólega með tímanum fór dragmenningin frekar að snúast um einstaklinginn og dragdrottningarnar byggðu fljótlega upp aðdáendahópa. Ein af stærstu drag stjörnunum snemma á 20. öld var Julian Eltinge. Hann var ein frægasta kvenna eftirherma síns tíma. Margir aðdáendur hans héldu að hann væri leikkona en ekki leikari að leika kvenmann. Julian byrjaði ungur að leika kvenmenn og þegar hann var 24 ára lék hann í fyrsta skipti á Broadway. Honum gekk vel þangað til að kreppan skall á árið 1930 en hann hélt samt áfram að koma fram á næturklúbbum. Sama ár og kreppan var í gangi var mikið af kynferðisofbeldi í gangi og það hafði neikvæð áhrif á dragmenninguna.
Neðanjarðarklúbbar
Neðanjarðarklúbbar spiluðu stórt hlutverk í að halda dragmenningunni uppi. Þar gátu t.d. samkynhneigðir farið að skemmta sér, klætt sig upp sem kvenmenn og drukkið áfengi. Þetta magnaðist allt upp þegar áfengisbannið tók gildi árið 1920 og jókst þá eftirspurn eftir neðanjarðarklúbbum. Að vera samkynhneigður var ekki samþykkt á þessum tíma þannig að neðanjarðarklúbbarnir hjálpuðu einnig í því samhengi. Dragmenningin fór stækkandi á neðanjarðarklúbbunum og fékk sú menning viðurnefnið „The Pansy Craze‘‘. Þessi tími stóð frá 1950–1960 þangað lögreglan fór að handtaka fólk fyrir slík athæfi. Þetta stoppaði hins vegar ekki dragdrottningarnar, þær fóru að mótmæla og 6 árum seinna, árið 1966, voru margar opinberar dragdrottningar í Ameríku.
Frægar dragdrottningar
Fyrsta þekkta dragdrottningin í Ameríku var
Mother Flawles Sabrina. Hún var formaður LGBT samtakanna. LGBT stendur fyrir lesbian, gay, bisexual og transgender. Hún sá um margar keppnir tengdar drag og var oft handtekin fyrir mótmæli. Dragdrottningin Devine varð fræg árið 1972 fyrir aðalhlutverk í myndinni Pink Flamingos. Árið 1988 lék Devine í leikritinu Hairspray þar sem hún lék móðir Tracy. Nú er hefð að hafa karlmann í þessu hlutverki. John Travolta fór með hlutverkið í kvikmyndinni sem kom út árið 2007. Tim Curry lék fræga hlutverkið Dr. Frank n Furter í myndinni Rocky Horror árið 1975.
Ein frægasta dragdrottningin í dag er Rupaul. Hann var án efa frægasta dragdrottningin í byrjun 21. aldar. Hann er söngvari, leikari, rithöfundur og einnig er hann með frægasta dragdrottninga keppnisþáttinn, Rupaul‘s Drag Race. Rupaul sameinaði dragmenninguna og poppmenninguna og árið 2017 var hann nefndur einn af hundrað áhrifamestu manneskjum heims hjá tímaritinu The Time.
Fjölskyldur
Böll hjá dragdrottningum urðu vinsæl í kringum 1970. Þar komu allir saman til að skemmta sér en einnig voru dómarar sem dæmdu flottasta drag-ið og fólk gat unnið verðlaun fyrir. Fyrirbærið „dragmóðirin” kom út frá þessu, þar sem eldri drottningar taka að sér yngri dragdrottningar til að leiðbeina þeim. Eftir það getur móðirin ættleitt hana til sín og hjálpað henni og þar af leiðandi tekið upp sama eftirnafn. Dragmæður eru efstar í „húsinu‘‘ þeirra og sjá þá um alla fjölskylduna. Dragfjölskyldur urðu þekktar út frá myndinni Paris is Burning sem kom út árið 1990.
Heimildir sóttar á bbc. co.uk. (The fabulous history of drag). Þýðing: Ólöf Rut.
Trixie Mattel
