
1 minute read
Um mig
ÓLÖF RUT GÍSLADÓTTIR
Ég heiti Ólöf Rut Gísladóttir, fædd í Keflavík þann 8. október 1999 og er því 21 árs gömul. Ég hef alltaf haft áhuga á einhverskonar hönnun og list, þegar ég var yngri var ég alltaf með eitthvað í höndunum á leiðinni að föndra.
Ég útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2018 af listnámsbraut og lauk stúdent á þremur árum. Mér fannst mjög gaman á listabraut vegna þess að þetta var eitthvað sem ég hafði áhuga á og vildi halda áfram að gera í framtíðinni. Ég var mikið að teikna og mála sem mér fannst gaman. Eftir útskrift frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja þá tók ég mér eitt ár í pásu og fór að vinna í vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan var sú að ég vissi ekki hvað ég vildi læra. Á meðan ég var að vinna þá var ég að reyna að finna eitthvað sem mér myndi finnast skemmtilegt. Ég vissi að ég vildi eitthvað sem tengdist hönnun og sköpun. Þegar ég skoðaði grafíska miðlun þá leyst mér mjög vel á það og ákvað í kjölfarið að skrá mig í það nám. Ég sé alls ekki eftir því í dag. Eftir útskrift langar mig að halda áfram í þessu námi og reyna komast erlendis í skóla.
Þegar ég er ekki að stunda námið er ég í ræktinni, með fjölskyldu minni eða horfa á sjónvarpsþætti.