
2 minute read
Hreyfum okkur daglega
Ljósmynd: Bruno Nascimento
Heilsa er mikilvæg. Að hreyfa sig reglulega, þótt það sé ekki nema bara 30 mín á hverjum degi, er mjög hollt fyrir líkamann. Það getur minnkað líkur á flestum langvinnum sjúkdómum og eykur líkur á að fólk lifi lengur og við betri lífsgæði. Hreyfing þarf ekki endilega að vera að mæta í ræktina og taka þunga og stóra æfingu heldur er nóg að kíkja út í smá göngutúr og fá ferskt loft í lungun. Regluleg en róleg hreyfing styrkir ónæmiskerfið, minnkar bólgur, lækkar estrógen- og insúlín magn í blóðinu og hjálpar til að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd. Þetta eru allt þættir sem geta veitt vernd gegn krabbamein.
Það hreyfa sig allir eitthvað á hverjum degi. Hreyfing er hugtak sem nær yfir nánast allt sem felur í sér hreyfingu eins og ferðast á milli staða gangandi, hjólandi eða gera ýmis heimilisverk. Heilsa er skilgreind sem líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan.
Næring
Góð næring er líka mikilvæg fyrir heilsuna. Til þess að hafa orku út allan daginn er mikilvægt að næra sig á hollum og næringarríkum mat. Ráðlagður dagskammtur af ávöxtum eru fimm á dag, fiskur tvisvar í viku, fituminni mjólkurvörur. Vatn er besti drykkurinn.
Umhverfi
Umhverfi getur haft áhrif á hreyfingu einstaklings. Þreyta, óöryggi eða áhugaleysi getur spilað inn í. Ef það er óöryggi er alltaf hægt að biðja um aðstoð. Panta tíma hjá einkaþjálfara og fá leiðsögn, fara með einhverjum sem þekkir umhverfið betur og alltaf er best að trúa á sjálfan sig. Ef það er þreyta þá er best að fá nægan svefn yfir nóttina og næringu yfir daginn. Ef það er áhugaleysi er gott að hafa félagsskap með sér til að hvetja sig áfram.
Dagleg hreyfing
Dagleg hreyfing er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hreyfing getur þjálfað hreyfifærni, bætt líkamshreysti og bætt sjálfstraust. Hreyfing ætti að vera eins fjölbreytt og mögulegt er til að efla sem flesta þætti líkamshreysti, þar á meðal afkastagetu lungna, hjarta, vöðvastyrk og liðleika. Kröftug hreyfing, sem reynir á beinin, er mikilvæg á kynþroskaskeiði fyrir beinmyndun og beinþéttni.
Regluleg hreyfing er ekki aðeins mikilvægt til að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum heldur hjálpar hún við andlegan styrk sem getur hjálpað við að takast við verkefni daglegs lífs. Það er gott fyrir fullorðna einstaklinga að stunda erfiða æfingu að minnsta kosti tvisvar í viku til að bæta þol, vöðvastyrk, liðleika og jafnvægi. Það er aldrei of seint að byrja hreyfa sig.
Þegar komið er á efri ár er eðlilegt að smám saman dragi úr líkamlegri og andlegri getu. Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar og hjálpar fólki til að viðhalda getunni til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi. Styrkþjálfun er sérstaklega gott fyrir eldra fólk. Það getur hjálpað að viðhalda hreyfifærni og stuðlað auknu gönguöryggi.
Heimildir sóttar á landlaeknir.is. (Ráðleggingar um hreyfingu). Ólöf Rut tók saman.