
2 minute read
Viðtal
Nafn og aldur:
Guðmundur Eggert Gíslason, 32 ára.
Á hvaða líkamsræktarstöð vinnur þú á?
World Class.
Hvenær byrjaði áhugi þinn á líkamsrækt?
Áhugi minn á líkamsrækt byrjaði árið 2006 þegar ég skráði mig fyrst í þjálfun hjá einkaþjálfara.
Af hverju skiptir hreyfing miklu máli?
Hreyfing skiptir máli því manni liður svo vel eftir á.
Hvaða ráð ertu með til þeirra sem vilja að byrja hreyfa sig en vita ekki hvar á að byrja eða þora ekki?
Það er gott að byrja á að afla sér upplýsinga t.d. á netinu og svo er gott að setja sig í samband við einkaþjálfara ef fólk vill fá nánari leiðsögn.
Af hverju er svefn mikilvægur?
Það er mikilvægt að hvílast vel til þess að líkaminn nái að hlaða batterýin eftir daginn.
Hvað er lágmarks tími fyrir góðan svefn?
Ég myndi segja að ná 7–8 klukkutíma svefn væri góð regla.
Hvort er mikilvægara – mataræði eða hreyfing?
Mataræði og hreyfing skipta jafn miklu máli. Það skiptir jafn miklu máli að borða hollan mat og hreyfa sig. Það helst oft í hendur að hreyfa sig og borða hollan mat.
Ertu með góðar byrjendaæfingar?
Góðar byrjenda æfingar eru t.d. æfingar með eigin líkamsþyngd eins og armbeygjur, hnébeygjur, framstig og afturstig svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig var á Covid tímunum þegar líkamsræktastöðvarnar voru lokaðar?
Þá þurfti maður að passa að missa ekki niður æfingarútínuna og hugsa út fyrir kassann og sjá hvernig æfingar maður gæti gert heima eða úti.
Ef líkamsræktarstöðvarnar loka aftur ertu með eitthvað ráð fyrir þá sem vilja halda áfram að hreyfa sig heima.
Það er gott að halda rútínu og gera það að reglu og hreyfa sig heima alveg eins og maður væri að fara að hreyfa sig í líkamsræktarstöð.
Viðtalið tók Ólöf Rut Gísladóttir
Guðmundur Eggert
Guðmundur Eggert Gíslason er einkaþjálfari hjá World Class. Hann er 32 ára og er fæddur og uppalinn í Keflavík. Í dag býr hann í Reykjavík með fjölskyldu sinni, unnustu og tveimur börnum.
Guðmundur byrjaði að stunda líkamsrækt árið 2004 og hefur síðan stundað líkamsrækt reglulega sér til heilsubótar. Hann útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari í júní árið 2016 og sem ÍAK styrktarþjálfari ári seinna. Hann hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og er sífellt að leita leiða til þess að auka þekkingu sína í þeim efnum.
Guðmundur tekur að sér einkaþjálfun, paraþjálfun og fjarþjálfun. Áherslan er lögð á almenn hreysti og bætta líðan. Hann leggur áherslu á persónulega þjáflun fyrir byrjendur og lengra komna.
Guðmundur Eggert – ÍAK einkaþjálfari/ÍAK styrktarþjáflari.