1 minute read

RuPaul

Next Article
Viðtal

Viðtal

Rupaul Andre Charles er ein frægasta drag drottning í heimi. Hann er fæddur og uppalinn í San Diego en flutti svo til Atlanta til að læra list. Eftir námið fór hann til New York þar sem hann fór að láta til sín taka. Rupaul varð þekktur eftir að hann gaf út lagið Supermodel árið 1993. Í dag hefur hann gefið út ótal mörg lög og plötur. Einnig hefur hann leikið í myndum og gefið út bækur. Það mætti því segja að Rupaul hafi komið dragmenningu á hærri stall með áhrifum sínum í gegnum þættina sem hann stýrir, Rupaul‘s Drag Race. Spjallþátturinn hans The Rupaul Show er einnig fyrsti þátturinn til að hafa dragdrottningu sem þáttastjórnanda.

Rupaul er giftur Georges Lebar og hafa þeir verið saman í 27 ár.

Rupaul‘s Drag Race

Rupaul‘s Drag Race er raunveruleikaþáttur þar sem dragdrottningar koma saman og keppast um titilinn „Dragdrottning Ameríku‘‘ eða „Americas next drag superstar‘‘. Rupaul er framleiðandi, kynnir, dómari og leiðbeinandi þáttarins. Ásamt Rupaul eru þau Michelle Visage, Ross Matthews og Carson Kressly dómarar. Fyrsta serían kom út árið 2009 og eru seríurnar í dag 13 talsins. Þessi keppni er góður stökkpallur fyrir ungar dragdrottningar til að koma sér á framfæri. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda um allan heim. Árið 2016 vann Rupaul Emmy verðlaun fyrir frábæra frammistöðu sem kynnir.

Heimildir sóttar á wikipedia.com. (Rupaul). Þýðing: Ólöf Rut

RuPaul

Ljósmynd:Tony Kelly

Veldu umhverfisvæna prentun hjá okkur

Veldu umhverfisvænarleiðir. Prentsmiðjan okkar er með Svansvottun á öllu prentferlinu.

Við getum tekið að okkur hvaða prentverk sem er. Hafðu samband og við sjáum um rest.

Þekktu réttindi þín

Kjaramál skipta miklu máli fyrir launþega og þá er best að vera í góðu stéttarfélagi eins og Grafía. Kíktu til okkar og við sjáum um þín réttindi.

This article is from: