Embla - Harpa Mukta Birgisdóttir

Page 1


ER EITTHVAÐ GLEYMT? ENDURMENNTUN ER svarið

IÐAN sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prenttæknigreinum og matvæla- og veitingagreinum. Fjarnám er í boði á öllum námskeiðum þar sem verklegrar kennslu er ekki krafist og boðið er upp á stöðugt vaxandi úrval vefnámskeiða sem styrkja fólk í starfi.

Ráðgjöf

Markvisss ráðgjöf og stuðningur til fyrirtækja og einstaklinga

Hjá Iðunni starfa náms- og starfsráðgjafar sem sérhæfa sig í að aðstoða einstaklinga við raunfærnimat, náms- og starfsval og framkvæmd áhugasviðskannana. Hægt er að bóka viðtal við náms- og starfsráðgjafa í síma 590-6400 eða með pósti á radgjof@idan.is.

Þjónusta

Margvísleg þjónusta við iðnfyrirtæki og starfsmenn þeirra

Iðan sinnir fjölbreyttum verkefnum eins og mati og viðurkenningu á erlendu námi og greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækja. Einnig sér Iðan um framkvæmd sveinsprófa í fjölmörgum greinum.

Vatnagarðar 20 | 104 Reykjavík | idan.is | idan@idan.is | 590 6400

OLIVIA RODRIGO

SKANDINAVÍSK TÍSKA

LEIÐARI

Það er eiginlega ótrúlegt að vera komin á þennan stað. Þegar ég byrjaði í grafískri miðlun var allt svo nýtt, spennandi og (ef ég á að vera hreinskilin) stundum pínu yfirþyrmandi. En með tímanum lærði ég að treysta ferlinu – prófa mig áfram, gera mistök, laga, breyta og finna minn eigin stíl. Þetta nám hefur ekki bara kennt mér tæknina á bak við góða hönnun, heldur líka að sjá heiminn í öðru ljósi.

Þetta tímarit er einhvers konar spegilmynd af öllu því sem hefur veitt mér innblástur. Ég skoða nostalgíu og hvernig fortíðin mótar okkur, kafa ofan

Umbrot og hönnun: Harpa Birgisdóttir

Hönnun forsíðu: Harpa Birgisdóttir

Mynd á kynningaropnu: Víkingur Óli Magnússon

Útgefandi: Upplýsingatækniskólinn

Letur: Universe 45 light 9/13pt

Universe negatívt 55 roman 9/13pt

Universe 56 bold 9/13pt

Pappír: 130 Digi Finesse silk

í tónlistarheim Oliviu Rodrigo, kíki á skandinavíska tísku, skoða djarfa skókúltúrinn frá MIISTA og síðast en ekki síst, fæ innsýn í verk Unu Torfa, sem er að gera stórkostlega hluti.

Það sem ég elska við grafíska miðlun er að allt snýst um að segja sögu. Þetta tímarit er mín saga verkefni sem ég hef lagt hjarta og sál í. Ég vona að þú njótir þess að fletta í gegnum það eins mikið og ég naut þess að skapa það.

Takk fyrir að lesa!

Ég er stórskemmtileg og frekar fyndin, þó ég segi sjálf frá. Ég er orkumikil, með minnisgetu á við gullfisk í fiskabúri og litla sem enga einbeitingu. ADHD-ið mitt er á yfirsnúningi og ég get ómögulega setið kyrr en það þýðir að ég er alltaf til í spjall! Ég tala mikið, hátt og lengi, og hláturinn minn heyrist örugglega í næsta hverfi. En hey, hlátur lengir lífið. Ég og bækur eigum svipað samband og köttur og baðvatn – einfaldlega ekki að virka saman, en ég elska að hlusta á hljóðbækur. Ég er ótrúlega skapandi og elska að búa til allskonar dót! Helst ekki prjón eða útsaum (ekki mín deild), heldur grafík, texta og ljóð basically allt sem hægt er að skapa með huganum og tölvunni. Ég elska að syngja, en ef ég þyrfti að taka þátt í söngkeppni myndi ég líklega fá taugaáfall. Ég á dálítið erfitt með að vinna undir álagi því þá fer kvíðinn minn í fimmta gír. Það er mjög auðvelt að tala við mig og kynnast mér. Ég hef metnað fyrir hlutum sem mér finnst skemmtilegir, en ef eitthvað er leiðinlegt þarf ég svona smá spark í rassinn til að klára það. Svona, klassískur „á síðustu stundu“-persónuleiki með smá kryddi! XX Harpa

FERÐALAG TIL FORTÍÐARINNAR

FORTÍÐARINNAR

OLIVIA RODRIGO

Olivia Rodrigo

Olivia Rodrigo hefur hratt náð hjörtum ungs fólks um allan heim með einstaka hæfileika sínum, tilfinningalegri tónlist og ótrúlega persónuleika. Hún er táknmynd nýrrar kynslóðar í popp­ og rokktónlist, sem blandar saman hreinleika og sársauka ævintýra ungs fólks við óbilandi hugrekki og sjálfstæði.

Eitt af því sem gerir Oliviu sérstaka er hæfileiki hennar til að segja sögur. Hún tekst á við erfiðar tilfinningar með einlægni og beinum orðum, og býr til lög sem tala beint til sálarinnar. Þetta er ástæða þess að hún hefur náð svona miklum vinsældum á samfélagsmiðlum, þar sem hver deiling (e. repost) og athugasemd undir lögunum hennar endurspeglar sambandið milli hennar og áhorfenda.

SOUR

Olivia er án efa ein af mest spennandi nýjum tónlistarmönnum síðustu ára. Hún varð heimsþekkt með fyrstu smáskífu sinni, „drivers license“, sem varð umsvifalaust heimsmet og setti tóninn fyrir það sem átti eftir að verða stórkostlegt ferðalag fyrir hana. En það var ekki bara smáskífan sem fékk heilmikla athygli þegar hún gaf út fyrsta stúdíóalbúmið sitt, „SOUR“, í maí 2021, var það augljóst að Olivia væri komin til að vera. „SOUR“ er listaverk sem fjallar um sambönd, ástarsorg og sjálfsuppgötvun, allt sett saman í kraftmiklum tónlistarstíl sem blandað er saman af poppi, altrock, indie og jafnvel einhverjum smá hljómum af 90’s grunge. Þessi blanda skapar einstakan hljóðheim sem fer beint í hjartað og nær til allra þeirra sem hafa upplifað mislukkaða ást, sorg eða óöryggi í lífinu.

Tilfinningar á hvert skref

Eitt af því sem gerir „SOUR“ að svona sérstöku albúmi er hvernig Oliviu tekst að sameina djúpa tilfinningalega reynslu við hljóma sem eru bæði nýstárlegir og viðeigandi. Fyrsta lagið á plötunni, „brutal“, setur tóninn fyrir allt verkið. Hún syngur um þann óvænta raunveruleika sem fylgir því að vera ungur og upplifa streitu, vonbrigði og óöryggi, í söng sem hefur djúpstæð áhrif, bæði á líkama og sál. Þetta lag lýsir ekki bara unga fólkinu í dag, heldur mörgum sem líða á sama hátt, óháð aldri. Á móti þeirri melankólíu, þá kemur „good 4 u“, sem er örlítið frábrugðið sem er fjörug popp­perla með hljómi af 90’s alt­rock. Það er magnað hvernig hún getur bæði verið mjúk og öflug á sama tíma. Hún virkar bæði sem fórnarlamb og siguvegari á sama tíma, sem gefur plötunni ákveðna fjölbreytni. En það var ekki bara tónlistin sem færði henni heilmikla athygli, heldur líka hvernig hún náði að segja sögur á einfaldan og mjög persónulegan hátt, sem virðist tala beint til hlustenda.

En það er þó ekki bara þessi fjöruga hlið plötunnar sem heilla – lag eins og „traitor“, þar sem Olivia syngur um hvernig hún er sár vega þess að einhver sem hún treysti hefur svikið hana. Það sem stendur upp úr í þessu lagi er fallegur og þó mjög hógvær hljómur, sem gerir það enn áhrifaríkara.

RODRIGO

Fjölbreytileiki

Platan virkar einnig mjög fjölbreytt þar sem að Olivia hikar ekki við að blandast inn í mismunandi tónlistarstíla. Lag eins og „deja vu“ er popp­perla með það sem getur kallast „nostalgíu­vibe“, en samt örlítið öðruvísi. Þar virðist Olivia takast á við djúpa ást og snúa henni í eitthvað meira, með því að syngja um hvernig það að finna ást aftur, og upplifa sömu tilfinningar með öðru fólki getur virkað skrítið og nánast smá óraunverulegt.

GUTS

Með nýjustu plötu sinni, GUTS, hefur hún tekið stórt skref í nýja átt og bætt við dýpt og fjölbreytni sem gerir hana að enn betri listamanni. Lögin á plötunni, svo sem „vampire“ og „bad idea right?“, bera með sér mun meira magn af sársauka og vonsku, en einnig stærri myndir af því hvernig hún sér sjálfa sig sem listamann og einstakling.

Hvað gerir GUTS að svona sérstakri plötu?

Það sem gerir GUTS að einstakri plötu er hvernig Oliviu tekst að hagræða sínum eigin tónlistarformúlum á einstaklega nýstárlegan og persónulegan hátt. Það er eitthvað bæði einfalt og flókið við hljómana sem hún skapar og við fáum bæði djúpa hljómkjarna og beinskeytt popp.

Það er greinilegt að Olivia Rodrigo hefur þroskast frá útgáfu SOUR og ber GUTS þess vitni. Þetta er platan þar sem hún tekur að sér að tala um heildar upplifun sem á sér stað í huganum og hjartanu. Hún hefur fundið sína eigin rödd og fær okkur öll til að hlusta.

Í stuttu máli

GUTS er mjög persónuleg og áhrifarík plata.

Olivia heldur áfram að skrifa sína eigin sögu og við erum heppin að fá að fylgjast með henni í þessu ferðalagi.

GUTS WORLD TOUR

GUTS World Tour er annað tónleikaferðalagið hennar Oliviu, haldið til að kynna aðra stúdíóplötu hennar, GUTS. Túrinn hófst 23. febrúar 2024 í Palm Springs, Kaliforníu, og náði yfir 102 tónleika í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Ástralíu og Brasilíu. Tónleikaferðinni lýkur 1. júlí 2025 í Manchester, Englandi. Á meðal upphitunarlistamanna eru The Breeders, Chappell Roan, PinkPantheress, Remi Wolf, Benee, Beabadoobee og St. Vincent. Til að gefa aðdáendum innsýn í tónleikaferðalagið var sérstakur tónleikaviðburður, "Olivia Rodrigo: GUTS World Tour", frumsýndur á Netflix 29. október 2024 og er myndin nú aðgengileg þar inni.

MYNDIR: WIKIPEDIA

skandinavísk TÍSKA

Einfaldleiki, gæði og sjálfbærni

Skandinavísk tíska hefur á síðustu áratugum orðið eitt af helstu áhrifasviðum tískuheimsins. Með áherslu á minimalisma, gæði og sjálfbærni hefur hún skapað sér sérstöðu sem laðar að sér bæði tískuvitund hjá fólki og þá sem meta notagildi og tímaleysi í fatnaði. Löndin í Skandinavíu, Danmörk, Svíþjóð og Noregur, hafa öll átt stóran þátt í að móta þessa strauma sem nú hafa náð langt út fyrir landamæri Norðurlanda.

Einkenni skandinavískrar tísku

Eitt af helstu einkennum skandinavískrar tísku er einfaldleiki. Flíkurnar eru oft í hreinum og klassískum línum, lausar við óþarfa skraut og flóknar útfærslur. Litaúrvalið er oft hlutlaust með áherslu á hvítt, grátt, svart og jarðliti, en á síðari árum hefur einnig bæst við litagleði, sérstaklega í dönskum hönnunarmerkjum. Þrátt fyrir einfaldleikann er mikil áhersla lögð á snið og smáatriði sem skapa fágun og fágaða stemningu.

Þekkt skandinavísk tískumerki Nokkur skandinavísk tískumerki hafa skapað sér alþjóðlega sérstöðu og eru nú þekkt um allan heim.

• Acne Studios: Sænska merkið Acne Studios er frægt fyrir minimalíska hönnun, hágæða efni og nútímalega nálgun á klassískum fatnaði.

• Ganni: Danska merkið Ganni hefur vakið mikla athygli fyrir leikandi og litrík föt sem sameina skandinavískan einfaldleika við tískuvitund og frumleika.

• Filippa K: Þetta sænska merki leggur áherslu á klassískar flíkur sem endast lengi og fanga kjarnann í skandinavískum minimalisma.

• By Malene Birger: Danska merkið er þekkt fyrir kvenlega og fágaða hönnun sem sameinar glæsileika og notagildi.

• Holzweiler: Norskt merki sem hefur vakið athygli fyrir sjálfbærar aðferðir í hönnun sinni og lúxusgæði í efnisvali.

Sjálfbærni og siðferðisleg framleiðsla

Sjálfbærni hefur orðið lykilatriði í skandinavískri tísku. Merki frá þessum löndum leggja oft mikla áherslu á að nota umhverfisvæn efni, lágmarka sóun og tryggja siðferðilega framleiðslu. Flest stærstu merkin í Skandinavíu vinna markvisst að því að gera fatnaðinn sinn umhverfisvænni, bæði með betri efnisvali og ábyrgari framleiðsluháttum.

Að auki hefur hugtakið "slow fashion" eða hæg tíska orðið sífellt vinsælli, þar sem fólk kaupir minna og vel valda flíkur sem endast lengur. Þetta er andsvar við hraðtísku (e. fast fashion) sem hefur haft neikvæð áhrif á bæði umhverfið og vinnuaðstæður í þróunarlöndum. Skandinavísk tískumerki hafa tekið forystu í þessari þróun með því að bjóða upp á hágæða, endingargóð föt sem eru framleidd með virðingu fyrir umhverfinu.

Skandinavískur stíll í daglegu lífi

Skandinavískur fatastíll einkennist oft af jafnvægi milli hversdagslegs þæginda og tískumeðvitundar.

Til dæmis eru stórir, rúmir jakkar vinsælir, ásamt einföldum buxum og stílhreinum skóm. Strigaskór og chunky boots hafa einnig orðið fastur hluti af götutísku í Skandinavíu.

Lögð er áhersla á lagaskiptingu (e. layers) í fatnaði, sem er bæði praktísk og stílhrein nálgun á ófyrirsjáanlegt veðurfar svæðisins. Ullarkápur, kasmírpeysur og þykkar peysur eru dæmi um flíkur sem eru ekki aðeins hlýjar heldur einnig

Áhrif skandinavískrar tísku á alþjóðavísu

Þó að skandinavísk tíska hafi byrjað sem staðbundin hreyfing, hefur hún á síðustu árum náð langt út fyrir Norðurlönd. Margir hönnuðir eru nú hluti af stærstu tísku vikunum, þar sem merki eins og Ganni, Acne Studios og Filippa K sýna verk sín í París, London og New York. Einnig hefur samfélagsmiðlanotkun haft mikil áhrif á útbreiðslu skandinavísks stíls. Í gegnum

Instagram, Pinterest og TikTok hefur fólk um allan heim tekið upp skandinavíska nálgun á tísku, sem sameinar minimalisma og klassísk gæði.

Niðurstaða

Skandinavísk tíska snýst ekki eingöngu um útlit heldur líka um lífsstíl og viðhorf til fataframleiðslu. Með áherslu á minimalisma, sjálfbærni og hágæða efni hefur hún skapað sér sess sem ein af mikilvægustu hreyfingum tískuheimsins í dag. Hvort sem fólk sækist eftir klassískum, hlutlausum flíkum eða litríkari, skapandi valkostum, þá hefur skandinavísk tíska eitthvað að bjóða fyrir alla sem vilja blanda saman stíl og meðvitund um umhverfið.

MI I S

MYNDIR: VÍKINGUR ÓLI OG FREEPIK – TEXTI: AI OG HARPA

T A

Una

Torfa

Una Torfadóttir, betur þekkt sem Una Torfa, er íslensk söngkona, lagahöfundur og tónlistarkona fædd árið 2000. Hún hefur vakið athygli fyrir einlæga texta og grípandi laglínur sem fjalla um lífið, ástina og daglegt amstur. Árið 2022 gaf hún út sína fyrstu plötu, Flækt og týnd og einmana, sem hlaut Kraumsverðlaunin

Árið 2024 fylgdi hún eftir með breiðskífunni

Sundurlaus samtöl, sem inniheldur 12 lög, þar á meðal „Ef þú kemur nær“ og „Fyrrverandi“. Til að kynna plötuna hélt Una útgáfutónleika

í Gamla bíó í Reykjavík í september 2024, þar sem hún kom fram með 12 manna hljómsveit, þar á meðal blásturstríó, strengjasveit og bakraddasöngkonum.

Una hefur hlotið viðurkenningar fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar, þar á meðal söng ársins í flokknum popp-, rokk-, hiphop- og raftónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023. Hennar einstaka nálgun hvað varðar lagasmíðar og flutning hefur skapað henni sess sem ein af efnilegustu tónlistarkonum Íslands.

Vertu upplýstur –kynntu þér rétt þinn í dag!

Stétt a r f él a g í p re nto g miðluna rg re inu m GRAFÍA

Grafía er orðin hluti af Rafiðnaðarsambandi Íslands. Ávinningur sameingarinnar er gríðarlegur fyrir félagsmenn Grafíu.

Stórhöfði 31, 3. hæð | 110 Reykjavík | grafia.is | grafia@grafia.is | 540 0100

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.