sveipir fara yfir falla þau í hrönnum. Sumarið hefur kvatt, önnur árstíð tekið við en samt er engu lokið. Upphafið getur alveg eins verið hér. Við höfum búið trjábeðinn undir vetur og hlúð að fjölæru blómunum. Í Hallormsstaðaskógi áttum við í sumar dvöl við leiki, nám og störf. Nú er veturinn einnig einráður þar. Ilmurinn frá björkinni er ekki hinn sami og þyturinn í laufi hennar heyrist ekki lengur. En grenitrén bera sitt barr, þótt vetur steypi yfir þau hvítri mjöll. Lengi sér í grænar greinar sem minna á sumarið. Þótt vetur ríki leynist líf um allan skóg, líf sem bíður nýs sumars, nýs vaxtar. Bókinni lýkur hér en starfinu og sögunni um skóginn er ekki lokið.
Fjallaþöll
56 | ÆSKAN OG SKÓGURINN
Mynd: H.G.