
3 minute read
SKÓGRÆKT
GIRÐINGAR
Einn daginn hættum við vinnu fyrr en endranær.
Úti við Hafursá eru menn að lagfæra skógræktargirðinguna og endurnýja nokkurn hluta hennar. Við skulum skreppa þangað. Það á að sýna okkur hvernig verkið er unnið og hvernig svona girðingar eigi að vera. Við eigum sem sé að kynnast flestu sem lýtur að skógrækt.
Girðingar skal vanda vel því að þær eiga að standa lengi. Fyrst þarf að velja besta girðingarstæðið, því næst útvega gott efni og í þriðja lagi setja niður trausta hornstaura og máttarstólpa á réttum stöðum. Þá er net og gaddavír strengt á þessa staura en grennri staurar reknir niður á eftir og girðingin einnig reist á þá. Skógræktargirðingar eru rúmur metri á hæð, sjaldan yfir hundrað metrar milli máttarstólpa og tíu metrar á milli venjulegra staura. En á milli þeirra eru negldar tvær renglur á girðinguna til að treysta hana. Ganga þarf sérstaklega vel frá hlið-, máttar- og hornstólpum.
Jarðýtur eru stundum notaðar til að jafna girðingarstæði svo að auðveldara sé að beita vélknúnum tækjum við verkið og létta flutninga efnis. Ekki þarf að hlaða undir slíkar girðingar.
Okkur þótti gaman að sjá vinnubrögð girðingarmannanna við Hafursá því að svona vinnu höfðum við ekki áður séð. En hitt þótti okkur merkilegt
að þarna voru eingöngu notaðir lerkistaurar úr Hallormsstaðaskógi. Við höfðum einmitt verið að planta lerki og okkur fannst það öðlast meira gildi við þessa sjón.
Hvað gæti þjóðin sparað mikið ef hún ræktaði nógan efnivið í girðingastaura í landinu sjálfu, og hvað gætu margir unglingar fengið sumarvinnu við þessa ræktun?
Samt er hið mikilvægasta enn ótalið. Við hugsuðum til allra litlu plantnanna í skóginum. Þær myndu flestar tortímast og aldrei verða að trjám ef landið væri ógirt.
Við biðjum því alla að taka höndum saman og muna: * að loka alltaf hliði á eftir okkur * að klifra ekki að óþörfu yfir girðingar * að klippa aldrei sundur girðingar til þess að komast leiðar okkar með farartæki
SKÓGRÆKT

Áður en við förum frá Hallormsstað, skulum við biðja skógarvörðinn að koma með okkur út að Ormsstöðum. Þar er margt merkilegt að sjá: Hér er svæði sem nýlega hefur verið ræst fram og hér er nýtt að læra um skóginn og ræktun hans. En svo oft erum við búin að nefna skógrækt að orðið er farið að skýra sig sjálft. Við erum hætt að hugsa um hvað í því felst. Og því leggjum við þessa spurningu fyrir skógarvörðinn að leiðarlokum: „Hvað merkir orðið í raun og veru? Hverju eigum við að Skógur Mynd.: H.G. svara ef við erum spurð?“ Skógrækt merkir ræktun skóga í þeim tilgangi að afla viðar. Er þá ýmist átt við ræktun eldri skóga eða gróðursetningu trjáplantna þar sem ekki var skógur fyrir. Skógræktin mótast aðallega af tvennu, annars vegar fjárhagshliðinni en hins vegar af þvi hvaða trjátegundir skuli rækta án þess að frjómáttur jarðvegsins þverri.

Birkigreinar
Framræsla
Súrefni er nauðsynlegt öllum gróðri. Trén taka til sín súrefni bæði gegnum rætur, barr og blöð. En þegar kyrrstaða er á vatni í jarðvegi verður hann snauður að súrefni. Þar að auki er mjög blautur jarðvegur tyrfinn og kaldur og loftið því svalt sem liggur að honum.
Í slíkum jarðvegi vex trjágróður illa og vöxtur trjánna verður óeðlilegur þar til landið hefur verið ræst fram. Þetta sést mjög greinilega í mýrunum fyrir ofan Ormsstaði. Þær voru skóglausar áður en þær voru ræstar fram.
Sáning
Skógurinn yngir sig upp af sjálfsdáðun þegar trén hafa náð vissum aldri og borið fræ. Einnig er unnt að sá til skóga þar sem nóg er af góðu og ódýru fræi.
Plöntun
Við höfum áður rætt um plöntun trjátegunda. En hér er rétt að minnast á eftirfarandi atriði. Annaðhvort verður að sá trjáfræi eða setja niður plöntur þar sem skóglaust land er tekið til skógræktar. Vilji menn taka upp ræktun trjátegunda sem ekki eru fyrir verður að gera hið sama. Síðari aðferðinni er oftast beitt og liggja til þesss margar ástæður. Meðal annars er trjáfræ mjög dýrt og torfengið en við sáningu þarf margfalt magn.