3 minute read

ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ

Next Article
SKÓGRÆKT

SKÓGRÆKT

ÓVINIR SKÓGARINS

Eftir vikudvöl í Hallormsstaðaskógi getur ekki hjá því farið að við höfum komið í Atlavík. Við skulum skreppa þangað enn einu sinni áður en við höldum burt frá Hallormsstað.

Atlavík er lítil vík innarlega í Hallormsstaðaskógi upp frá Lagarfljóti. Tær lækur liðast niður víkina um sléttar grundir grasi grónar, vaxnar kjarri hér og þar. Til beggja handa eru háir, skógivaxnir ásar. Víða sér í nakta hamraveggi sem teygja sig fram að fljótinu, mynda víkina og veita henni skjól.

Atlavíkur er getið í Landnámu og Droplaugarsonasögu og segir þar að Graut-Atli hafi numið þarna land og búið í Atlavík. Enginn veit nú lengur hvenær byggð lagðist þarna niður.

Síðan Hallormsstaðaskógur var friðaður hefur Atlavík orðið fjölsóttur ferðamannastaður, því að landslagið er fagurt og einkennilegt. Tjaldstæði eru þarna mörg og góð. Á sumrin er Atlavík vinsælasti samkomustaður Austfirðinga.

Í þetta sinn förum við til Atlavíkur til að gerast sjálfboðaliðar og hreinsa til eftir síðustu samkomu. Það er allmikið verk; tölum ekki um í hverju það er fólgið. Hitt er nóg að sjá verksummerki. Getur það verið að til séu svo lítilsigldir Íslendingar að fegurð og helgi landsins komi þeim ekkert við? Því miður virðist svo og þeir eru allt of margir. En við vitum að það er van-

þekking, fáfræði og hugsunarleysi sem á sökina. Leggjumst því á eitt til að opna augu fólks með því að benda því á að spilla ekki fegurð landsins.

En meira að segja þeir sem vilja vel í öllu geta spillt gróðri og fegurð í andartaks gáleysi.

Í skógi og kjarrlendi hefur oft orðið stórtjón vegna þess að ógætilega var farið með eld. Sérstaklega er mikil hætta í þurrkatíð einkum á vorin. Mosinn og sinan eru þá afar eldfim og mikið bál getur kviknað af litlum neista.

Óstöðug veðrátta veldur einnig miklu tjóni öðru hverju.

Þá gera alls konar sveppir og skordýr usla í skóginum. Stundum veldur þetta skemmdum sem illt er við að ráða. En í trjágörðum og smálundum má halda þessum ófögnuði í skefjum.

ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ

Lind í lautu streymir lyng á heiði dreymir þetta land átt þú. Guðmundur Böðvarsson

Svo segir eitt af bestu skáldum Íslands. Satt er það. Þetta land átt þú. Þetta land eigum við.

Skyldur okkar eru að byggja landið, nytja það skynsamlega og skila því betra og auðugra til næstu kynslóðar. Það getum við.

Skógrækt á Íslandi er ekki lengur draumsýn. Skógrækt er í senn staðreynd og þjóðarnauðsyn sem ekki er unnt að sniðganga. Vaxandi þjóð krefst aukinnar ræktunnar.

Hvaða not, bein og óbein eru þá af skógunum?

Áhrif þeirra eru margvísleg. Við getum vart ímyndað okkur þau öll, þar sem við lifum í skóglausu landi og þekkjum varla skóga nema í ævintýrum.

En við skulum staldra við og athuga þetta örlítið nánar.

Arður

Okkur verður ávallt í fersku minni dvölin á Hallormsstað og sú stund er við sáum Guttormslund. Við heyrum margt um ræktun skóga sem okkur kom algerlega á óvart. Okkur var skýrt frá því að tekjur af Guttormslundi um 1960 hafi verið tæpar þrjú þúsund krónur árlega þegar búið var að draga allan kostnað frá. Er þá miðað við einn hektara lands og var þá lundurinn um tuttugu ára. Þessi arður fékkst þó eingöngu með sölu á girðingarstaurum.

Við getum líka skyggnst lengra fram í tímann. Samkvæmt mælingum og útreikningum ætti heildarvöxturinn í Guttormslundi eftir 80 ár að nema um fjögur hundruð og sextíu teningsmetrum viðar á hektara.

Verðmætin aukast þó enn þegar viðnum er flett í bjálka og borð.

Hér er aðeins nefnt dæmi um arð af skógrækt á Austurlandi. En í mörgum öðrum héruðum er að vaxa upp ungskógur sem lofar góðu um framtíðina.

Atvinna

Hvarvetna veita skógar mikla vinnu. Með aukinni skógrækt á Íslandi yrði fjarmagn flutt inn í sveitir landsins þar sem náttúran ávaxtar það.

Mikil vinna er við plöntun, grisjun og hirðingu ungskógar. Hundruð unglinga um allt land starfa við garðyrkju og skógrækt sumarlangt en ættu að skipta þúsundum, því að engin störf eru hollari æskulýðnum.

Skógar sem við gróðursetjum bæta landið, efla sveitirnar, veita niðjum okkar vinnu, gera atvinnulíf þjóðarinnar fjölbreyttara og gera þjóðina færari til sjálfbjargar.

Skjól

Áhrif skjóls á allan gróður sést óvíða betur hér á landi en í Hallormsstaðaskógi. Í skógarjaðrinum eru trén veðurbarin og kræklótt. Þau eru engin

This article is from: