Framræsla Súrefni er nauðsynlegt öllum gróðri. Trén taka til sín súrefni bæði gegnum rætur, barr og blöð. En þegar kyrrstaða er á vatni í jarðvegi verður hann snauður að súrefni. Þar að auki er mjög blautur jarðvegur tyrfinn og kaldur og loftið því svalt sem liggur að honum. Í slíkum jarðvegi vex trjágróður illa og vöxtur trjánna verður óeðlilegur þar til landið hefur verið ræst fram. Þetta sést mjög greinilega í mýrunum fyrir ofan Ormsstaði. Þær voru skóglausar áður en þær voru ræstar fram.
Sáning Skógurinn yngir sig upp af sjálfsdáðun þegar trén hafa náð vissum aldri og borið fræ. Einnig er unnt að sá til skóga þar sem nóg er af góðu og ódýru fræi.
Plöntun Við höfum áður rætt um plöntun trjátegunda. En hér er rétt að minnast á eftirfarandi atriði. Annaðhvort verður að sá trjáfræi eða setja niður plöntur þar sem skóglaust land er tekið til skógræktar. Vilji menn taka upp ræktun trjátegunda sem ekki eru fyrir verður að gera hið sama. Síðari aðferðinni er oftast beitt og liggja til þesss margar ástæður. Meðal annars er trjáfræ mjög dýrt og torfengið en við sáningu þarf margfalt magn.
48 | ÆSKAN OG SKÓGURINN