Æskan og skógurinn - Kolbrún Kristjánsdóttir

Page 44

enn í tuttugu mínútur og aftur er tíu mínútna hvíld. Þannig koll af kolli. Hér hafa snúrur verið strengdar og ætlast er til að plantað sé meðfram þeim svo að bil milli plönturaða sé jafnt. Þá er lerki og greni sett í plöntupokana og vinnan hefst skipulega. Plantað er í brekku og við byrjum neðst. Þegar lokið er við að planta með hverri snúru er hún færð til. Bil milli þeirra er haft um 1,50 m og á milli plantnanna er haft svipað bil. Þó verður að gæta þess að velja bestu staðina fyrir plönturnar þótt gert sé ráð fyrir þessu millibili og planta hvorki á þúfnakolla né í dældir milli þúfna, þar sem hætta er á að vatn safnist fyrir. Ekki má heldur setja í flög eða melfláka. Unglingarnir planta af krafti og stinga fyrst fyrir með bjúgskóflu eða haka. Þeir gæta þess að taka plönturnar ekki úr pokunum fyrr en holan er fullgerð. Annars þorna ræturnar. Þeir varast einnig að sólin nái nokkuð að skína á ræturnar. Í fyrstu eru þeim mislagðar hendur en æfast fljótt. Sumir eiga erfitt með að festa plönturnar nægilega, nokkrir böggla ræturnar og aðrir setja plöntuna of djúpt en það verður hverjum að list sem hann leikur. Þannig líður dagurinn og brátt er vel unnu dagsverki lokið. Við göngum frá plöntum og áhöldum og hver hreinsar mold af sínu verkfæri.

Séð til Fljótshlíðar á Héraði

42 | ÆSKAN OG SKÓGURINN

Ljosmyndari: Hildur Guðmundsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.