Æskan og skógurinn - Kolbrún Kristjánsdóttir

Page 34

en samt sem áður hefur ræktun hennar á Íslandi gengið misjafnlega. Orsökin er sú að skjaldlús sækir á hana og gengur oft svo nærri henni að ungar plöntur deyja. Aðrar eru að veslast upp í mörg ár. Örfáar standa þó af sér lúsina og sumar ná sér aftur eftir langan tíma.

Blikstaðir á Héraði

Ljósmyndari: Hildur Guðmundsdóttir

Elstu skógarfururnar á Hallormsstað voru gróðusettar um 1909 og eru nokkrar þeirra orðnar að fallegum trjám. Fjallafuran er oftast margstofna runni, sem getur orðið allt að því fimm metra hár. Danir höfðu ræktað fjallafuru á jósku heiðunum í tugi ára áður en skógrækt hófst á Íslandi. Þess vegna var hún flutt hingað til lands, jafnskjótt og byrjað var á skógrækt hér. Fjallafura er ennþá nægjusamari en skógarfura og þar sem hún vex bætir hún jarðveginn og eykur frjósemi hans. Stundum ber hún hér fullþroska fræ og hefur sáð sér út af sjálfsdáðun. Heimkynni fjallafurunnar eru í Alpafjöllum.

32 | ÆSKAN OG SKÓGURINN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Æskan og skógurinn - Kolbrún Kristjánsdóttir by Tækniskólinn - Issuu