Hrafnista_2-34

Page 15

15

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Það er nú saga að segja frá því,” segir Selma og kímir og Indriði tekur orðið. „Ég ólst náttúrlega upp á kreppuárunum á Ísafirði. Þar var sjávarpláss og mikið af bátum og þar lærði maður fljótlega að stokka upp og beita. Síðan kom kreppan. Það urðu bölvuð vandræði á sjónum 1926. Síldarkrakk, eins og kallað var. Síldin seldist ekki. Menn voru að bítast um að tunnan færi í 100 krónur en hún fór ekki í nema 96. Svo kom áfallið og síldin seldist ekki.”

Góður stjóri og góð áhöfn

Upp úr því voru bátarnir seldir frá Ísafirði. „Þetta voru hrein vandræði. Seinna var stofnað samvinnufélag sem var fyrst með fimm báta og síðan bættust tveir við. Þar á eftir komu þrír bátar sem hétu Hugar, fyrsti, annar og þriðji.” Tvítugur réði Indriði sig til þeirrar útgerðar. „Þetta voru nýir og góðir bátar og útgerð sem var með góða báta fékk góða skipstjóra og áhöfn. Því fylgdi gott fiskerí með öllu tilheyrandi.” Indriði og Selma hittust á Siglufirði. Þar lágu leiðir þeirra saman. Hún hafði farið 14 ára ásamt móður sinni að vinna í síldinni. Indriði var um tvítugt

og í góðu plássi á aflaskipi. „Við fórum að kíkja hvort á annað. Þetta byrjaði fyrst í glettni. Einn af strákunum sagði að þessi unga, laglega vildi ekkert við mig tala. Þannig að ég fór og lét á það reyna. Hún leit til móður sinnar, hvort hún mætti svara þessum pilti þarna.” Orðstír Indriða dró ekki úr. Báturinn sem hann var á aflaði vel og gott orð fór af áhöfninni. „Já, kannski var það frægðin yfir því hvað við fiskuðum mikið. Við stóðum okkur vissulega vel. Þegar loksins komu skip með 600 tunnur og ekki var búið að ganga frá þeirri síld sem söltuð var síðast þegar komið var aftur inn með fullt skip tóku menn vitanlega eftir því.”

Sú gamla tók af skarið

Selma segir að ekki hafi dregið úr að Indriði hafi bæði verið laglegur og skemmtilegur og komið vel fyrir. Hann lét til skarar skríða um haustið. „Við vorum aldrei lengi inni. En þar sem ég var á göngu niður að skipinu voru þær þrjár staddar, þessi unga fallega stúlka, móðir hennar og systir. Gamla konan tók af skarið og bauð mér upp í kaffi með þeim. Ég hef líklega sagt hvar ég ætti heima því Selma skrifaði mér um veturinn og lét mig vita að hún ætlaði að


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.