Niðjatal Bergrúnar og Jóhanns frá Ósi.

Page 1

Niðjatal Bergrúnar og Jóhanns frá Ósi


Umsjón og vinnsla: Ólafur Ólafsson, 2023. Kápumynd: Ágúst Ólafsson. Prentvinnsla: Þorgeir Valur Ellertsson


NIÐJATAL BERGRÚNAR OG JÓHANNS FRÁ ÓSI

Fyrsta útgáfa 1988 Önnur útgáfa 1998 Þriðja útgáfa 2003 Fjórða útgáfa 2008 Fimmta útgáfa 2013 Sjötta útgáfa 2018 Sjöunda útgáfa 2023

Samantekt, fyrstu 5 útgáfurnar: Jón Þór Jóhannsson Viðbætur 2018: Arngrímur Viðar Ásgeirsson og ættarmótsnefnd Viðbætur og lagfæringar 2023: Ólafur Ólafsson

Forsíðumynd: Ágúst Ólafsson Óshúsið var byggt 1908 og er því 115 ára í ár 2023


Jóhann og Bergrún ásamt börnum sínum

Efri röð frá vinstri: Sveinn Jóhannsson, Sigursteinn Jóhannsson, Jón Þór Jóhannsson, Anna Guðný Jóhannsdóttir, Ólöf Þóranna Jóhannsdóttir, Þorgeir Stefán Jóhannsson, Magnús Jóhannsson, Hannes Óli Jóhannsson og Guðmundur Jóhannsson. Neðri röð frá vinstri: Árný Ingibjörg Jóhannsdóttir, Bergrún Árnadóttir, Jóhann Helgason og Helga Sesselja Jóhannsdóttir

2


Jóhann og Bergrún ásamt börnum sínum og tengdabörnum

Efri röð frá vinstri: Jón Þór Jóhannsson, Ólafur Þórðarson, Sigursteinn Jóhannsson, Bragi Eggertsson, Þorgeir Stefán Jóhannsson, Áskell Torfi Bjarnason, Magnús Jóhannsson, Björg Þórdís Sigurðardóttir, Hannes Óli Jóhannsson, Erla Sigurðardóttir, Finnur Benediktsson, Anna Guðný Jóhannsdóttir, Lára Árnadóttir, Ólöf Þóranna Jóhannsdóttir, Bryndís Dóra Þorleifsdóttir, Geirlaug Sveinsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Jóhannsson, Árný Ingibjörg Jóhannsdóttir, Bergrún Árnadóttir, Jóhann Helgason, Helga Sesselja Jóhannsdóttir og Sveinn Jóhannsson.

3


Niðjatal Ós-ættar 2023 Niðjatalið sem þið hafið nú fengið í hendur er það sjöunda sem gefið hefur verið út í tilefni af niðjamóti Ós-ættarinnar, en niðjamót hafa verið haldin á 5 ára fresti fyrir niðja Jóhanns Helgasonar og Bergrúnar Árnadóttur og maka þeirra. Ættin hefur stækkað mikið frá árinu 1988. þegar fyrsta samantektin var unnin. Árið 1988 eru skráðir 143 afkomendur Árið 1993 eru skráðir 197 afkomendur Árið 1998 eru skráðir 220 afkomendur Árið 2003 eru skráðir 279 afkomendur Árið 2013 eru skráðir 345 afkomendur Árið 2023 eru skráðir 412 afkomendur Þegar þessi samantekt er unnin er skipting afkomenda eftirfarandi. Börn: 14 Barnabörn: 49 Barna-barnabörn: 133 Barna-barna-barnabörn: 187 Barna-barna-barna-barnabörn: 29 Jón Þór Jóhannsson tók saman fyrstu fimm niðjatölin af miklum myndarbrag og á heiðurinn af því að þessi samantekt fór af stað og er til á einum stað. Síðasta niðjatal var tekið saman af Arngrími Viðari Ásgeirssyni og ættarmótsnefndinni. Ég bauð fram krafta mína og þekkingu til þess að taka saman niðjatalið þetta árið. Þrátt fyrir smá breytingu á uppsetningu vonast ég til þess að allir verði sáttir við þessa útgáfu niðjatalsins sem þið hafið nú fengið í hendur. Fyrir hönd ættarmótsnefndarinnar Ólafur Ólafsson

4


Efnisyfirlit Örstutt lýsing á Njarðvíkinni Staðarlýsing á Njarðvíkinni, ættaróðali njarðvíkurættar hinnar yngri ............................... 5 Upphaf Njarðvíkurættarinnar hinnar yngri ......................................................................... 6 Niðjatal Bergrúnar og Jóhanns frá Ósi.................................................................................... 7 A

Árni Björgvin Jóhannsson............................................................................................. 9

B

Helga Sesselja Jóhannsdóttir ..................................................................................... 10

C

Árný Ingibjörg Jóhannsdóttir ..................................................................................... 23

D

Ólöf Þóranna Jóhannsdóttir ....................................................................................... 25

E

Sigursteinn Jóhannsson ............................................................................................. 27

F

Magnús Jóhannsson .................................................................................................. 32

G

Hannes Óli Jóhannsson .............................................................................................. 38

H

Anna Guðný Jóhannsdóttir ....................................................................................... 47

I

Jón Þór Jóhannsson ................................................................................................... 55

J

Þorgeir Stefán Jóhannsson ........................................................................................ 58

K

Ída Borgfjörð Guðnadóttir (Jóhannsdóttir) ................................................................ 63

L

Gunnar Sigmar Jóhannsson ....................................................................................... 66

M Sveinn Jóhannsson ..................................................................................................... 67 N

Guðmundur Jóhannsson ............................................................................................ 70

5


Örstutt lýsing á Njarðvíkinni, ættaróðali NJARÐVÍKURÆTTAR HINNAR YNGRI Norðvestan við Borgarfjörð á milli Skálaness að norðan og Landsenda að sunnan gengur Njarðvík í suðvestur 2-3 kílómetrar að lengd og allbreið. Breiður fjörusandur fyrir botni. Njarðvík er landnámsjörð Þorkels fullspaks eldri. Hann var langafi Ketils Þryms og konu hans Þorgerðar í Njarðvík. Synir þeirra voru Þorkell og Eyjólfur og fóstursonur þeirra var Þiðrandi Geitisson, sem frægur er úr sögum. Um 1850 bjuggu um 60 manns í Njarðvík á 5 býlum. Þremur bæjum á heimajörðinni, Fremstabæ, Miðbæ og Ystabæ (síðar Frambær og Útbær, þegar einn aflagðist, og að lokum Útbærinn einn), svo á Borg og Stekk (Njarðartún). Í dag er heitið Njarðvík notað bæði um víkina alla og bæina þrjá, sem eru í byggð í dag, Borg neðar og Hlíðartún og Njarðvík ofar, við rætur Kerlingarfjalls. Í Njarðvík var bændakirkja frá fornu fari. Sóknin var annexía frá Desjamýri, sem nú hefur verið sameinuð Desjamýrarsókn. Upp frá botni Njarðvíkur til suðurs gengur all langur dalur allt inn að Súlum. Um dalinn fellur Njarðvíkurá til sjávar skammt frá Borg, landrýmið er allmikið og úrvals sauðland. Landslag er stórskorið og tröllslegt á köflum, er víkin umlukin stórskornum fjöllum og eru þessi helst þeirra: Skriðufjall, Hádegisfjall, Þúfan, Múli, hluti af Dyrfjöllum, Súlur, Geldingafjall, Sönghofsfjall, Grjótfjall, Kerlingarfjall, Tóarfjall og Skjaldarfjall. Öll eru þessi fjöll brött, rismikil og tignarleg. Haldast í hendur og raða sér eins og traustir verðir í kringum þennan forna sögustað, Njarðvíkina, sem á Þorragarðinn, Þiðrandaþúfurnar, Gunnarshjalla og Gunnarssker á miðri víkinni. Kögrið, þar sem ófreskjan Kögurgrímur þurfti ekki nema að rétta krumluna út úr berginu til þess að hremma fiskibátana sem voru þar út með landinu, með öllu saman. Ekki má gleyma Njarðvíkurskriðunum,þar sem óvætturinn NADDI hafðist við í Naddahelli, ferðamönnum hættulegur, en bóndinn á Snotrunesi gat þó yfirunnið hann. Krossinn sem reistur var í Njarðvíkurskriðum 1306 og enn stendur, NADDAKROSS, hefur verið vörður og verndari allra þeirra, sem um skriðurnar hafa farið hátt á sjöundu öld og mun svo verða áfram um ókomin ár.

6


NJARÐVÍKURÆTT HIN YNGRI. Njarðvíkurætt hin yngri er talin frá Sigurði Jónssyni. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurðardóttir, Eyjólfssonar, Guðmundssonar lögréttumanns í Eyvindarmúla á Rangárvöllum. Sigurður, faðir Ingibjargar bjó á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð og síðar í Þykkvabæjarklaustri, bjó síðast á Surtsstöðum og drukknaði í Lagarfljóti. Móðir hennar var Bóel dóttir Jens Wium sýslumanns. Faðir Sigurðar var Jón prestur Brynjólfsson, fæddur um 1735, sonur Brynjólfs Markússonar, sem víða bjó og var af því kallaður “30 býla Brynki”. Móðir Jóns hét Sigurveig Einarsdóttir, prests í Dals- og Holtaþingum undir Eyjafjöllum. Jón er talinn á Hjaltastað 1762, þá 27 ára. Hann varð djákn á Skriðuklaustri 1758, vígðist til Hjaltastaðar 1760, fékk Skeggjastaði 1768. Þaðan flosnaði hann upp í miklum vorharðindum 1774 og flækist síðan á milli nokkurra staða, þar til hann fær Eiða 1785. Jón dó 1791. Sigurður Jónsson, ættfaðir okkar er fæddur um 1766. Ólst upp hjá Bóelu ömmu sinni, bjó með henni fyrst á Surtsstöðum 1793 og þar á eftir. Hann átti þá, um 1794 launson við Guðrúnu Rafnsdóttur frá Syðrivík, var hann nefndur Sigurður. Sigurður Jónsson kvæntist fyrri konu sinni Kristínu Maríu Sigfúsdóttur, prests á Ási Guðmundssonar þann 23. l0. 1800. Þau bjuggu fyrst á Surtsstöðum og áttu á jörð, skiptu síðan á Surtsstöðum og Hólshjáleigu og bjuggu þar þangað til Kristín María dó 1814. Þá hljóp bú þeirra á 460 rd. 41 sk. Þar í voru 10 hundruð í jörðinni Hóli. Börn þeirra voru tíu, en upp komust fimm af þeim, þau Jón, Þorkell, Sigríður, Guðríður og Áslaug. Nú bjó Sigurður í einhver ár ekkjumaður, var Þuríður Hávarðardóttir úr Njarðvík bústýra hans 1816. Þá átti hann annað launbarn við Helgu Halldórsdóttur frá Krossgerði, en það barn dó strax. Síðan kvæntist hann seinni konu sinni, Þorgerði Runólfsdóttir frá Ósi. Hann skipti á Hólshjáleigu og hálfri Njarðvík, flutti þangað og bjó þar síðan Börn Sigurðar og Þorgerðar urðu 15. Upp komust, Steinn, Sigfús, Sigurður, Hallur, Runólfur, Ingibjörg vinnukona ógift og barnlaus, Gestur og Hildur. Alls átti Sigurður 27 börn. Hann dó 1848.

7


NIÐJATAL BERGRÚNAR OG JÓHANNS FRÁ ÓSI Bergrún Árnadóttir var fædd í Brúnavík hinn 3ja. október 1896. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir, Sveinssonar bónda í Litluvík og Árni Steinsson, Sigurðssonar bónda á Borg í Njarðvík. Árni bjó fyrst í Brúnavík, en síðar varð hann hreppsstjóri Borgarfjarðarhrepps og útvegsbóndi og bjó í Bakkakoti, sem var grasbýli í Bakkagerði. Bergrún ólst upp hjá foreldrum sínum og fimm systkinum, þeim Þorgerði, Jóni, Guðna, Sigurði og Gyðu. Bergrún vann á heimili foreldra sinna og var í fiskvinnu á sumrum. Hún réðist í vist til Þorsteins M. Jónssonar, skólastjóra og konu hans Sigurjónu Jakobsdóttur 1909 og var á heimili þeirra þar til hún giftist Jóhanni Helgasyni þann 23. janúar 1918. Þau voru gift í Odda heima hjá Þorsteini og Sigurjónu og héldu þau brúðkaupsveislu þeirra. Var þessa veislufagnaðar lengi minnst fyrir gleði og myndarskap. Í brúðkaupinu héldu þeir ræður, Þorsteinn M. og Ólafur Gíslason verslunarstjóri. Þá talaði Ingi T. Lárusson tónskáld einnig til brúðhjónanna og flutti í fyrsta sinn frumsamið lag við ljóðið „Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit“ og færði brúðhjónunum lagið í brúðkaupsgjöf. Upp frá þessum degi er lífsför Bergrúnar við hlið Jóhanns, eins og verður lauslega rakið hér á eftir. Jóhann Helgason var fæddur í Njarðvík í Borgarfjarðarhreppi þann 30. desember 1891. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Jónsson, bóndi í Njarðvík og kona hans Sesselja Sigurðardóttir frá Heyskálum. Jóhann ólst upp í Njarðvík ásamt fimm systkinum sínum, þeim Sigurlaugu, Magnúsi, Björgu, Jóni og Önnu. Jóhann var snemma efnilegur, hraustur og dugmikill, eins og hann átti kyn til, því faðir hans og föðurbræður voru miklir burðamenn svo af bar um þrek og karlmennsku. Eins og þá var títt, fóru börn að vinna margs konar störf sem tilheyrðu búskapnum strax og þau höfðu þrek til og var Jóhann ekki nema á áttunda árinu, þegar farið var að nota hann sem smala. Þegar Jóhann var þrettán ára gamall fer hann fyrst að heiman og í vist að Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá til Sigfúsar Halldórssonar og Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Höfn, sem þá bjuggu góðu búi á Sandbrekku, þar var hann í fimm ár. Þar varð hann fyrir því áfalli að höggva af sér vísifingur vinstri handar, rétt framan við miðlið. Frá Sandbrekku fór Jóhann að Höfn í Borgarfirði til Magnúsar Þorsteinssonar og var þar í eitt ár. Á því ári dó Helgi faðir hans í Njarðvík. Þá um vorið 1911 fór hann heim í Njarðvík og tók þar við búsforráðum með móður sinni og systkinum. Var hann í Njarðvík næstu sex árin, eða til 1917, þá flutti hann alfarinn frá Njarðvík inn á Bakkagerði. Þann 23. janúar 1918 gekk hann að eiga Bergrúnu Árnadóttur frá Bakkakoti eins og áður var getið. Þeirra fyrsta barn Árni Björgvin fæddist 4. júlí 1918. Hann dó ungur, eða á árinu 1921. Vorið 1919 fóru þau Bergrún og Jóhann í húsmennsku til Friðriks Jónssonar á Víkingsstöðum á Völlum. Þar fæðist Helga Sesselja þann 29. desember. Næsta vor 1920 fluttust þau að Hjarðarhaga á Jökuldal til stórbóndans Þorvaldar Benediktssonar, voru þau þar í vist í eitt ár. Þar fæðist Árný Ingibjörg 2. janúar 1921. Því næst flytja þau til Brúnavíkur og byrja þar búskap með fáar skepnur vorið 1921, þar fæðist Ólöf Þóranna 26. september 1922. Vorið 1923 flytjast þau til Kjólsvíkur og búa þar í rösk tvö ár við mjög lélegan húsakost og erfiðar aðstæður. Þar fæðist Sigursteinn þann 3. september 1924. Árið 1925 flytjast þau frá Kjólsvík í Bakkagerðisþorp. Áttu næstu 6 árin heima á Hrauni, þar fæðist Magnús 6. mars 1926, Hannes Óli 3.mars 1927, Anna Guðný 31. júlí 1928 og Jón Þór 11. ágúst 1930. Þau fluttu síðan í Tungu vorið 1931. Þar fæddist Þorgeir Stefán 25. mars 1932, Ída Borgfjörð 1. júlí 1933 og Gunnar Sigmar 11. júní 1934. Sumarið 1935 keyptu þau grasbýlið Ós sunnan við Bakkagerðisþorp, lítið snoturt býli með litlu timburhúsi byggt 1908. Þar fæðast tvíburarnir Guðmundur og Guðni Sveinn 20. september 1935. Öll árin eftir að þau fluttust í Bakkagerði, var Jóhann á vertíðum í Vestmannaeyjum og mun hafa sótt þangað a.m.k. 30 vertíðir. Á Ósi bjuggu Bergrún og Jóhann til æviloka. Jóhann lést 10. febrúar 1972 og Bergrún 25. júní 1972.

8


A Árni Björgvin Jóhannsson, f, 4.júlí 1918. d, 15. janúar 1921.

9


B Helga Sesselja Jóhannsdóttir, f. 29. desember 1919 á Víkingsstöðum á Völlum. d. 4. ágúst 1982. Húsmóðir og verkakona. Maki: Ólafur Ágústsson, f. 7. september 1912. d. 5. desember 1993. Sjómaður. Gerði út sinn eigin bát. Foreldrar hans: Ágúst Ólafsson, Bergssonar og Guðrún Stefánsdóttir, Jónssonar frá Úraníu. Helga og Ólafur bjuggu fyrst í Tungu, en lengst af í Jörfa. Börn þeirra: Bergrún Jóhanna, Guðrún Ágústa, Stefán Magnús, Árný Ingibjörg, Guðríður, Ágúst og Guðný Sigríður. BA Bergrún Jóhanna Ólafsdóttir, f. 11. ágúst 1939 á Ósi. d. 9. nóvember 2008. Starfaði lengst af sem húsmóðir og bankastarfsmaður í Samvinnubankanum á Egilsstöðum, og síðar hjá Landsbanka Íslands. Maki, 6. júní 1960: Ari Sigurbjörnsson frá Gilsárteigi, f. 13. nóvember 1936 á Brekku í Fljótsdal. d. 11. júní 2004. Búfræðingur frá Hólum. Starfaði til fjölda ára sem svæðisstjóri hjá Samvinnutryggingum og síðar hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. Foreldrar: Sigurbjörn Snjólfsson, f. 22.09. 1893 Björnssonar, bónda á Litla-Steinsvaði og Gunnþóra Guttormsdóttir, f. 14. 10.1895, Pálssonar frá Ketilsstöðum, Bergrún og Ari bjuggu um tíma Í Gilsárteigi, en árið 1965 hættu þau búskap og fluttu á Egilsstaði. Börn þeirra: Helga og Ólafur BAA Helga Berg, f. 21. september 1959 á Egilsstöðum. Sjúkraliðapróf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Hún býr í Noregi Maki, 11. september 1983 (slitu samvistum): Einar Berg, f. 10. ágúst 1959 Matreiðslumeistari og sölumaður í Noregi. Börn þeirra: Ari, Tómas og Jóhann. BAAA Ari Berg, f. 20. maí 1985 á Akranesi. Synir hans og Minu Theresu Bang, f. 13. janúar 1988 eru: Emilian og Noel, BAAAA Emilian Berg, f. 24. desember 2013 í Noregi. BAAAB Noel Berg, f. 26. júní 2015 í Noregi. BAAB Tómas Berg, f. 6. febrúar 1991 í Noregi. Maki, í sambúð: Elsa Navarro, f. 28. ágúst 1990 í Mexico. Þau búa í Noregi BAAC Jóhann Berg, f. 19. febrúar 1995 í Svíþjóð. Hann býr í Þýskalandi

10


BAB Ólafur Arason, f. 16. maí 1962 á Egilsstöðum.

BSc. gráða í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst. Starfaði að tölvumálum mestan sinn starfsferil. Síðustu 15 árin var hann forstöðumaður tölvumála hjá Gildi – lífeyrissjóði.

Maki, (slitu samvistum 2020) 14. október 1995: Sigrún Pálsdóttir, 25. ágúst 1967. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum í Bifröst og BSc nám í rekstrarfræði frá sama skóla. Foreldrar: Páll Þórðarson, lögfræðingur, f. 10. ágúst 1944 á Borgarfirði Eystra, d. 5. maí 2011, og kona hans Þorbjörg Einarsdóttir, f. 17. janúar 1945 í Reykjavík. Börn þeirra: Ýmir og Margrét. BABA Skúli Halldórsson, f. 30. Júlí 1990 (Faðir: Halldór Skúlason. f. 21. nóvember 1969) BA frá H.Í. Aðstoðarfréttaritstjóri hjá mbl.is BABB Ýmir Ólafsson, f. 28. september 1998. Ljósamaður hjá Þjóðleikhúsinu BABC Margrét Ólafsdóttir, f. andvana 26. mars 2000, BB Guðrún Ágústa Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1940 í Tungu. Próf frá Húsmæðraskóla Þingeyinga að Laugum. Vann algeng störf sem unglingur. Síðar við hótel og verslunarstörf og starfaði einnig hjá Laugafiski h.f. Bjó í Hólabrekku í Reykjadal. Árið 2019 fluttu þau hjónin til Dalvíkur og búa í Hringtúni 9c þar í bæ Maki, 8. maí 1960: Ásgeir Stefánsson, f. 2. mars 1939, á Hjalla í Reykjadal. Smíðapróf frá Héraðsskólanum að Laugum. Starfsmaður Ræktunarsambandsins Smára í Reykjadal 1964-1984, Við verslunarstörf 1984-1990. Var starfsmaður hjá Laugafiski h.f. Foreldrar: Stefán Jón Tómasson fv. bóndi í Glaumbæjarseli og síðar að Hjalla í Reykjadal. f. 27. sept. 1903, d. 22. desember 1969 og kona hans Fjóla Hólmgeirsdóttir frá Fremstafelli, Köldukinn. f. 24. mars 1910, húsmóðir í Glaumbæjarseli og á Hjalla, d. 17. október 1992. Börn þeirra: Fjóla, Helga Sesselja og Margrét. BBA Fjóla Ásgeirsdóttir, f. 27. ágúst 1960 á Húsavík. Ólst upp í Hólabrekku í Reykjadal. Vinnur hjá Penninn/Eymundsson á Akranesi. Til heimilis að Dalbraut 27, Akranesi. Maki, 28 desember 1980: Viðar Svavarsson, f. 17. febrúar 1957 á Akranesi. Múrarameistari. Foreldrar: Svavar Karlsson f. 20. mars 1935, d. 4. ágúst 2004 frá Bassastöðum Strandasýslu og Unnur Jónsdóttir f. 4. maí 1936 frá Akranesi. Börn þeirra: Ásgeir Rúnar, Svava Mjöll og Bergþór.

11


BBAA Ásgeir Rúnar Viðarsson, f. 13 apríl 1980 á Akranesi. Rafeindavirki og BSc í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind. Deildarstjóri upplýsingatækni hjá Öryggismiðstöð Íslands. Maki, 1. september 2017: Helena Rós Sigurðardóttir, f. 16. apríl 1986 á Akranesi. M.Acc. í reikningskilum. Löggiltur endurskoðandi. Starfar sem endurskoðandi hjá KPMG. Foreldrar: Íris Gylfadóttir f. 12 maí 1963 á Akranesi og Sigurður Magnús Skúlason f. 19. júlí 1963 á Akranesi. Börn þeirra: Katrín Fjóla, Ágúst Óðinn og Stefán Huginn. BBAAA Katrín Fjóla Ásgeirsdóttir, f. 3. október 2005 á Akranesi BBAAB Ágúst Óðinn Ásgeirsson, f. 13. desember 2007 á Akranesi BBAAC Stefán Huginn Ásgeirsson, f. 21. júlí 2011 á Akranesi BBAB Svava Mjöll Viðarsdóttir , f. 20. mars 1987 í Reykjavík. Grunnskólakennari Maki, 27. júlí 2013: Andri Geir Alexandersson, f. 16. júní 1990 á Akranesi. BA í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá George Washington University, USA. Sölustjóri hjá Norebo Europe Ltd. Foreldrar: Alexander Eiríksson f. 7. janúar 1965 á Akranesi og Anna Júlía Þorgeirsdóttir f. 9. apríl 1969 á Akranesi. Börn þeirra: Alexander Þór, Fjóla og Emilía. BBABA Alexander Þór Andrason, f. 11. júní 2015 á Akranesi BBABB Fjóla Andradóttir, f. 11. nóvember 2017 á Akranesi BBABC Emilía Andradóttir, f. 12. oktober 2021 á Akranesi BBAC Bergþór Viðarsson, f. 8. júní 1989 á Akranesi. Vinnur hjá Elkem á Grundartanga Maki, 02.02.2022: Berglind Bergsdóttir f. 6. október 1985 í Stykkishólmi. Grunnskólakennari. Foreldrar: Bergur Garðarsson f. 15. mars 1957 á Akureyri og Margrét Frímannsdóttir f. 2. júlí 1958 á Siglufirði. Börn þeirra: Viðar Jarl, Eysteinn Uni og Ægir BBACA Viðar Jarl Bergþórsson, f. 28. október 2009 á Akranesi. BBACB Eysteinn Uni Bergþórsson, f. 22. desember 2015 á Akranesi.

12


BBACC Ægir Bergþórsson, f. 9.júlí á Akranesi BBB Helga Sesselja Ásgeirsdóttir, fædd 24. september 1962 á Húsavík. Ólst upp í Hólabrekku í Reykjadal. Próf frá Húsmæðraskólanum á Laugum. Nú kirkjuvörður og meðhjálpari við Akraneskirkju í Garðaprestakalli. Til heimilis að Háholti 19 á Akranesi. Maki, 15. desember 1984: Jón Karl Svavarsson, f. 7. júní 1961 á Akranesi. Verkstjóri hjá Hval hf, Foreldrar: Svavar Karlsson f. 30. mars 1935, d. 4. ágúst 2004 frá Bassastöðum í Strandasýslu og Unnur Jónsdóttir f. 4. maí 1936 frá Akranesi. Börn þeirra: Grétar Njáll, Unnur og Eyrún BBBA Grétar Njáll Jónsson, f. 13. júní 1983 á Akranesi, Vélvirki, Starfsmaður Norðuráls á Grundartanga, Maki, 9. júlí 2016: Harpa Sif Reynisdóttir, f. 9. júlí 1985 á Akranesi. Förðunar- og naglafræðingur Foreldrar; Reynir Sigurbjörnsson f. 13. apríl 1961 á Akranesi og Magndís Bára Guðmundsdóttir f. 27. Júlí 1964 á Akranesi. Börn hans: Arinbjörn Ingi og Björgúlfur Jón. Barn þeirra: Maren Embla BBBAA Arnbjörn Ingi Grétarsson, f. 3. ágúst 2006 á Akranesi (sonur GNJ) BBBAB Björgúlfur Jón Grétarsson, f. 2. október 2009 á Akranesi (sonur GNJ) BBBAC Maren Embla Grétarsdóttir, 4. febrúar 2014 á Akranesi BBBB Unnur Jónsdóttir, f, 24. maí 1985 á Akranesi Grafískur hönnuður. Maki, (slitu samvistum): Sindri Smárason, f. 10. maí 1986 á Akureyri. Grafískur hönnuður. Starfar hjá Prentmet á Akranesi. Foreldrar: Björgvin Smári Jónatansson f. 7. september 1949, d. 14. júlí 2012, frá Akureyri og Svava Halldóra Ásgeirsdóttir f. 16. ágúst 1949 á Hólmavík. Börn þeirra: Steinn og Una BBBBA Steinn Sindrason, f. 30. apríl 2012 á Akranesi. BBBBB Una Sindradóttir, f. 11. 2015 maí á Akranesi.

13


BBBC Eyrún Jónsdóttir, f. 14. mars 1990 á Akranesi. Förðunarfræðingur og BA í ensku. Vinnur á Leikskólanum Akraseli Maki, 28. Júlí 2018: Magnús Geir Guðmundsson, f. 23. júní 1988 á Selfossi. Rafvirki, vinnur hjá Telnet. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson f. 27. ágúst 1956 í Reykjavík og Guðmunda Maríasdóttir f. 4. júlí á Felli í Norðurfirði, Strandasýslu. Börn þeirra: Móeiður Helga og Marey Munda. BBBCA Móeiður Helga Magnúsdóttir, f. 12. janúar 2015 á Akranesi. BBBCB Marey Munda Magnúsdóttir, f. 13. maí 2018 á Akranesi. BBC Margrét Ásgeirsdóttir, fædd 27.desember 1968 á Húsavík. Ólst upp í Hólabrekku í Reykjadal. Próf frá Viðskiptabraut Framhaldsskólans á Laugum. Lauk almennu skrifstofunámi vorið 2000 og skrifstofutækni frá MK árið 2015. Starfar sem þjónustufulltrúi og skjalastjóri hjá Dalvíkurbyggð. Búsett á Dalvík. Maki, 8. júní 1991: Atli Dagsson, f. 1. júní 1966. Vélfræðingur. Lauk námi frá Vélskóla Íslands 1990, og Diplomanámi í iðnfræðum frá HÍ 2007. Starfar sem tæknistjóri hjá Samherja. Foreldrar: Dagur Tryggvason frá Laugabóli í Reykjadal, f. 21. júlí 1937, d. 18. febrúar 2009 og Guðrún Friðriksdóttir, f. 9. mars 1943 frá Sunnuhvoli í Skagafirði. Börn þeirra: Sindri Már, Ída Guðrún og Dagur. BBCA Sindri Már Atlason, f. 1. desember 1988, á Húsavík. BSc í Sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. MSc í Logistics and Supply Chain Management frá Cranfield University. Starfar sem sölustjóri hjá Arnarlaxi. Maki, 19. ágúst 2017: Katrín Björk Þórhallsdóttir, f. 17. júní 1989 á Akureyri. BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. MA í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Starfar sem sérfræðingur hjá Ríkisskattskjóra. Börn þeirra: Ólafur Atli, Sylvía og Ragnar Már. BBCAA Ólafur Atli Sindrason, f. 24. maí 2010 í Reykjavík. BBCAB Sylvía Sindradóttir, 26. júlí 2014 á Akranesi. BBCAC Ragnar Már Sindrason, f. 12 mars 2022

14


BBCC Ída Guðrún Atladóttir, f. 20. maí 1992 á Akureyri. BSc í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein frá H. MSc í business information technology frá Edinburgh Napier University. Stafrar sem BI forritari hjá WiseFish. Maki, í sambúð: Karl Ingi Karlsson, f. 16. febrúar 1981. BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla íslands. BA í Sonology frá the Royal Conservatorie of The Hague. BSc í tölvunarfráði frá Háskólanum í Reykjavík. Starfar sem forritari og hönnuður hjá Púls Media. BBCD Dagur Atlason, f. 11. apríl 1997 á Akureyri. Stúdent frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Burtfararpórf í hljóðtækni frá Tækniskólanum. Tónlistarmaður. BC Stefán Magnús Ólafsson, f. 16. júní 1942 í Tungu. Sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðar meistararéttindi í húsasmíði. Stundaði fyrst húsasmíðar í Reykjavík. Fluttist að Ánabrekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu, Gerðist bóndi þar og stundaði jafnframt byggingaframkvæmdir innan sveitar og utan. Byggði upp, ásamt konu sinni, jörðina Litlu-Brekku í Borgarhreppi og búa þau þar. Maki, 28 október 1966: Ragnheiður Valdís Jóhannesdóttir f. 17. apríl 1946, Húsmóðir og bóndi að Litlu- Brekku. Foreldrar: Jóhannes Guðmundsson bóndi að Ánabrekku f. 28. okt. 1916, d. 11. mars 2010 og kona hans Ása Ólafsdóttir frá Geirakoti, Fróðaárhreppi fædd 13. nóvember 1921. Börn þeirra: Ása Björk, Jóhannes Freyr, Ólafur Ágúst og Hjörleifur Helgi. BCA Ása Björk Stefánsdóttir, f. 22. janúar 1965 í Reykjavík. Kennslufræðingur. Kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar. Maki: Kjartan Broddi Bragason, f. 16. ágúst 1963. Sjálfstætt starfandi hagfræðingur. Foreldrar: Bragi Einarsson, f. 9. október 1934, frá Siglufirði og kona hans Svanhildur Kjartansdóttir f. 3. ágúst 1935 d. 31. mars 2013, einnig frá Siglufirði. Börn Kjartans: Karitas Kjartansdóttir McCrann, f. 22.maí 1986, Sigrún Duurhus Kjartansdóttir, f. 11.nóvember 1992, Tinna Kjartansdóttir, f. 10.febrúar 2005. Börn Ásu Bjargar af fyrra sambandi: Skarphéðinn Án, Stefán Bjartur og Eyvindur Ágúst. BCAA Skarphéðinn Án Runólfsson, f. 20. júní 1987 BCAB Stefán Bjartur Runólfsson, f. 2. desember 1988 Maki, í sambúð: Sara Waage, f, 18. nóvember 1988 BCAC Eyvindur Ágúst Runólfsson, f. 3. oktober 1995

15


BCB Jóhannes Freyr Stefánsson, f. 3. mars 1970 Húsasmiður. Verkefnastjóri hjá ÍAV. Til heimilis að Grænlandsleið 41 í Reykjavík. Maki, 6. apríl 1996: Ásthildur Magnúsdóttir, f. 29. janúar 1966. Lögfræðingur og menntaskólakennari. Foreldrar: Magnús Sigurðsson f. 19. júlí 1941, d.10. júlí 1973 og Vilhelmína Þór f. 6. ágúst 1946. Síðari maður Vilhelmínu er Bjarni Jónsson, endurskoðandi, f. 25. febrúar 1945. Sonur Ásthildar: Magnús Þór Jónsson, f. 1. nóvember 1988. Barn Jóhannesar: Þorvaldur. Börn þeirra: Ragnheiður Guðrún og Auður Vilhelmína. BCBA Þorvaldur Jóhannesson, f. 24. ágúst 1992 (sonur JFS) Verkstjóri hjá Borgarverki. Til heimilis að Böðvarsgötu 10 í Borgarnesi. Maki, í sambúð: Karen Inga Viggósdóttir, fædd 20. mars 1992. Móðir hennar er Hafdís Óskarsdóttir frá Skuggabjörgum í Skagafirði. Barn þeirra: Óskar Páll BCBAA Óskar Páll Þorvaldsson, fæddur 26. ágúst 2022. BCBB Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir, f. 1. desember 2003 BCBC Auður Vilhelmína Jóhannesdóttir, f. 10. júlí 2007 BCC Ólafur Ágúst Stefánsson, f, 18. janúar 1972 á Ánabrekku Ljósahönnuður. Búsettur í Reykjavík. Maki, í sambúð: Theódóra Bjarnadóttir, f. 31. mars 1975 Læknaritari, Börn þeirra: Stefán Óli og Hjördís Ása BCCA Stefán Óli Ólafsson, f. 28. sept. 2000 BCCB Hjördís Ása Kai Ólafsdóttir, f. 6 júní 2010 BCD Hjörleifur Helgi Stefánsson, f. 10. ágúst 1979 á Litlu– Brekku. Ferðaþjónustubóndi að Lambalæk, Eigandi Litla-Skraxa ehf verktakafyrirtækis og stundar einnig sauðyárbúskap og ritstörf. Nú zl heimilis í Kvíaholz í landi Litlu-Brekku Maki, 24. desember 2007: Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, f. 19. ágúst 1982, Skraddari, ferðaþjónustubóndi að Lambalæk, hlaðvarpsstýra og handverkskona Börn þeirra: Jóhannes Þór, Eyjólfur Ágúst og Helga Sigríður Guðfríður. BCDA Jóhannes Þór Hjörleifsson, f. 10. ágúst 2006 Nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

16


BCDB Eyjólfur Ágúst Hjörleifsson, f. 25. júní 2008 Vinnumaður. BCDC Helga Sigríður Guðfríður Hjörleifsdóttir, f. 17. desember 2013 Vargur og lífskúnstner. BD Árný Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1946. Starfaði lengi í leikskólanum í Stykkishólmi. Maki, 14. september 1968: Jónas Sigurðsson, f. 6. október 1944. Skipstjórapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Skipstjóri. Foreldar: Sigurður Þorsteinsson frá Ytri Kóngsbakka f. 2. janúar 1916, d. 23. október 1995 og kona hans Margrét Tómasdóttir frá Grindavík f. 23. ágúst 1913, d. 14. janúar 1995. Börn þeirra: Þorsteinn, Vignir, Dagný Lára og Sigurður Grétar BDA Þorsteinn Jónasson, f. 16. janúar 1966 í Reykjavík. Umsjónarmaður fasteigna hjá Háskóla Íslands. Maki, 27. júní 1992: Sigurborg Sturludóttir, f. 27. júní 1967 í Reykjavík. Stúdent frá FB, B.Ed og M.Ed próf frá KHÍ. Sérkennari í Álftamýrarskóla. Foreldrar: Sturla Jónsson, f. 20. júní 1948 og Bryndís Guðbjartsdóttir, f. 28. júlí 1949. Börn þeirra: Dagný Elísa, Bryndís Inga og Jónas Bjartur. BDAA Dagný Elísa Þorsteinsdóttir, f. 5. maí 1993 í Reykjavík. Viðskiptafræðingur hjá Deloitte Ísland. Maki: Jón Haukur Hilmarsson f. 12. oktober 1992. Yfirþroskaþjálfi, Barn þeirra: Árný Lára BDAAA Árný Lára Jónsdóttir, f. 8. febrúar 2020 í Danmörku BDAB Bryndís Inga Þorsteinsdóttir, f. 14. nóvember 1996 í Reykjavík. Starfsmaður í leikskóla. Maki, í sambúð: Alexander Gabriel Guðfinnsson f. 30. september 1994. Heimilislæknir. BDAC Jónas Bjartur Þorsteinsson, f. 25. október 2008 í Reykjavík

17


BDB Vignir Jónasson, f. 31. maí 1971 í Stykkishólmi. Rekur eigin hestamiðstöð, Sundabakki Islandshastcenter / V Jonasson AB í Svíþjóð. Maki: Rebecca Jonasson, f. 26. maí 1988. Börn þeirra: Viktor, Nellie, Oliver, Milton og Elías Dagur. BDBA Viktor Vignisson Elgholm, f. 1. janúar 2004 BDBB Nellie Benje, f. 24. september 2011. Dóttir Rebeccu BDBC Oliver Vignisson, f. 18. Janúar 2013 BDBD Milton Benje, f. 10. febrúar 2014. Sonur Rebeccu BDBE Elías Dagur Vignisson, f. 19. febrúar 2020 BDC Dagný Lára Jónasdóttir, f. 1.apríl 1975 í Stykkishólmi, d. 25. maí 1987 BDD Sigurður Grétar Jónasson, fæddur 21. júlí 1986 í Stykkishólmi. Rafvirki. Maki, 21. júlí 2013: Klaudia S. Gunnarsdóttir Kaaber, f. 9. febrúar 1990. Stuðningsfulltrúi og túlkur. Foreldrar: Gunnar Pétur Gunnarsson og Izabela Frank. Börn þeirra: Elín Margrét og Kristín Ósk BDDA Elín Margrét Sigurðardóttir, f. 13. ágúst 2014 BDDB Kristín Ósk Sigurðardóttir, f. 5. febrúar 2017

18


BE Guðríður Ólafsdóttir, f. 8. febrúar 1950 í Jörfa Próf frá Alþýðuskólanum á Eiðum og síðar frá Samvinnuskólanum í Bifröst. Vann algeng störf í fiskvinnu o.fl. sem unglingur. Síðar við skrifstofu og bókhaldsstörf hjá Búnaðarbankanum á Egilsstöðum, bókhaldsskrifstofu á Dalvík, Söltunarfélagi Dalvíkur. Bókari hjá Samherja h.f. á Akureyri. Þjónustufulltrúi í Sparisjóði Svarfdæla og Landsbankanum á Dalvík. Nú til heimilis að Goðabraut 12c, Dalvík. Maki, 1. apríl 1972: Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson frá Hóli í Svarfaðardal, f. 27 apríl 1949. Próf frá Samvinnuskólanum í Bifröst. Vann sem unglingur algeng störf til sjós og lands. Síðar verslunarstörf hjá útibúi KEA á Dalvík og sem skrifstofustjóri og útibússtjóri U.K.E. Dalvík. Var bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og síðast fjármálastjóri hjá Tréverki ehf. Foreldrar: Friðbjörn A. Zophoníasson, f. 22.desember 1918. Bóndi á Hóli í Svarfaðardal til 1974, starfaði síðar að verslunarstörfum, d. 27. júní 1986 og kona hans Lilja Rögnvaldsdóttir frá Dæli í Skíðadal, f. 20.janúar 1918 d. 23.febrúar 2015. Börn þeirra: Lilja Berglind og Ólafur Helgi. BEA Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, f. 11. maí 1975 á Akureyri. Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, MS í alþjóðamarkaðsfræði frá University of Strathclyde og MS í ferðamálafræði frá HÍ. Starfar hjá Þekkingarneti Þingeyinga og er til heimilis að Höfðabrekku 15, Húsavík. Maki, 22. júlí 2006: Svavar Pálsson, f. 6. ágúst 1974 á Blönduósi. Lögfræðingur frá Háskóla Íslands og MPA í opinberri stjórnsýslu. Sýslumaður á Norðurlandi eystra. Foreldrar: Páll Svavarsson, mjólkurfræðingur, f. 7. júní 1950 og kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 7. janúar 1949. Börn þeirra: Páll Hlíðar, Lára Hlín og Hildur Gauja BEAA Páll Hlíðar Svavarsson, f. 23. mars 2002 Stúdent frá MA, nemi í Háskólanum í Reykjavík. BEAB Lára Hlín Svavarsdóttir, f. 28. september 2003 Stúdent frá MA, nemi í Háskóla Íslands. Maki, í sambúð: Einar Örn Sigurðsson, f. 10. júní 2002. BEAC Hildur Gauja Svavarsdóttir, f. 7. mars 2008

19


BEB Ólafur Helgi Rögnvaldsson, f. 21. október 1977 á Akureyri. BS próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2002 og M.Sc. próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Árósum 2008. Vinnur nú hjá Þulu á Akureyri við hugbúnaðargerð. Er til heimilis að Heiðarlundi 1c á Akureyri. Maki, 12. maí 2012: Dagný Reykjalín Ragnarsdóttir f. 29. apríl 1978 á Akureyri. BA próf í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2003. Starfar sem grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki sínu, Blek ehf. á Akureyri. Foreldrar: Ragnar Reykjalín Jóhannesson f. 25. september 1948 og Helga Dýrleif Haraldsdóttir f. 27. janúar 1950. Börn þeirra: Daníel Skíði, Emil Ragnar og Rakel Lilja. BEBA Daníel Skíði Reykjalín Ólafsson, f. 22. apríl 2004 Stúdent frá MA. BEBB Emil Ragnar Reykjalín Ólafsson, f. 31. ágúst 2008 BEBC Rakel Lilja Reykjalín Ólafsdóttir, f. 22. júní 2014 BF Ágúst Ólafsson, f. 16. október 1958 í Jörfa. Fréttamaður. Verslunarpróf frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1979. Vann ýmis störf, sem sjómaður, verkamaður, afgreiðslu- og skrifstofumaður. Útibússtjóri Íslenska útvarpsfélagsins og fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni á Austurlandi 1988-1999. Starfaði við upplýsingasjónvarp og þróun á stafrænni upplýsingatækni og rak fyrirtæki í almannatengslum á Egilsstöðum. Forstöðumaður og fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi 2005-2007. Forstöðumaður og fréttamaður Ríkisútvarpsins á Norðurlandi frá 2007. Nú ritstjóri svæðisfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Til heimilis að Hólmatúni 7, Akureyri. Maki, 5. október 1985: Margrét Gísladóttir f. 3. nóvember 1960 á Egilsstöðum. Próf frá Grunnskólanum á Egilsstöðum. Réttindanám sem meðferðarfulltrúi fatlaðra. Vann ýmis störf við fiskvinnslu, afgreiðslu- og skrifstofustörf. Starfaði sem meðferðarfulltrúi á Sambýli fatlaðra á Egilsstöðum, hjá þjónustuveri Símans á Egilsstöðum og á skrifstofu ÍAV á Egilsstöðum. Starfar nú sem bókari hjá Akureyrarbæ. Foreldrar: Gísli Sigurðsson, fyrrum verkstjóri hjá RARIK á Egilsstöðum, f. 16. nóvember 1935 á Reyðarfirði og kona hans Heiða Elín Aðalsteinsdóttir frá Þórshöfn, f. 18. apríl 1937. Börn þeirra: Ólafur, Steinar Pálmi og Bjarki Rafn.

20


BFA Ólafur Ágústsson, f. 25. janúar 1983 á Akureyri. Matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands 2009. Starfar nú sem yfirmatreiðslumaður í höfuðstöðvum Össurar í Reykjavík. Maki, 24. nóvember 2012: Lára Björg Einarsdóttir, fædd 28. nóvember 1984 í Reykjavík. Íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Starfar nú sem kennari í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Foreldrar: Einar S. Björnsson, f. 17. apríl 1960, flugrekstrarstjóri og Guðrún Gunnarsdóttir, f. 22. júní 1960, starfsmaður hjá Íslandsbanka. 15 Sonur Láru Bjargar er Henrik Einar Hjörvarsson f. 25. september 2007. Börn þeirra: Bríet Jökla og Agnes Úa BFAA Bríet Jökla Ólafsdóttir, f. 12. október 2011 BFAB Agnes Úa Ólafsdóttir, f. 11. janúar 2015 BFB Steinar Pálmi Ágústsson, f. 12. maí 1987 á Egilsstöðum. Þjónn frá Hótel- og veitingaskóla Íslands 2013. Starfar nú í öryggis- og viðhaldsteymi hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Maki, 21. maí 2018: Karítas Ósk Agnarsdóttir, fædd 27. júlí 1990 í Reykjavík. Hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2015. Starfar nú sem hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður á Þórshöfn. Foreldrar: Agnar Bóasson, f. 19. ágúst 1963, eigandi Bíleyjar á Reyðarfirði og Svala Sævarsdóttir, f. 26. júlí 1966, skrifstofumaður hjá Langanesbyggð á Þórshöfn. Börn þeirra: Dögun Rós, Björn Jörfi og Steinar Ingi. BFBA Dögun Rós Steinarsdóttir, f. 6. ágúst 2013 BFBB Björn Jörfi Steinarsson, f. 26. apríl 2018 BFBC Steinar Ingi Steinarsson, f. 24. janúar 2022 BFC Bjarki Rafn Ágústsson, f. 22. október 1991 í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Starfar nú sem bifreiðastjóri hjá Flytjanda á Egilsstöðum. Maki, í sambúð: Sandra Ester Jónsdóttir f. 7. febrúar 1993. Leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Starfar nú sem leikskólakennari við leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ. Foreldrar: Jón Steinar Benjamínsson, smiður hjá MVA í Fellabæ og Málfríður Ólafsdóttir, stuðningsfulltrúi í Egilsstaðaskóla. Barn þeirra: Maron Steinar. BFCA Maron Steinar Bjarkason, f. 29. júlí 2021

21


BG Guðný Sigríður Ólafsdóttir, f. 19. nóvember 1960 í Jörfa. Grunnskólakennari. Vann við skrifstofustörf á Dalvík í tvö ár og við kennslu á Borgarfirði Eystra í eitt ár. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1985 og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1988. Lauk diplómunámi frá Kennaraháskóla Íslands 2005 og M.Ed prófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands vorið 2016. Nú til heimilis að Ásvegi 1 á Dalvík. Maki, 3. ágúst 1996: Sigurður Jörgen Óskarsson fæddur 22. janúar 1958 á Fáskrúðsfirði. Starfaði sem togarasjómaður. Var við störf á samyrkjubúi í Ísrael í tvö ár síðan eitt ár í Ástralíu. Var við nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum og lauk prófi frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Vinnur nú sem framleiðslustjóri hjá Samherja hf. Dalvík. Foreldrar: Óskar Sigurðsson vélstjóri, frá Fáskrúðsfirði, f. 4. maí 1931, d. 17. apríl 2021 og kona hans, Sonja Jóhanna Andrésdóttir f. 3. október 1933, d. 2. oktober 2021 í Klakksvík í Færeyjum, húsmóðir og verkakona. Börn þeirra: Óttar Jörgen, Óskar Jökull og Hjörvar Óli BGA Óttar Jörgen Sigurðsson, fæddur 20. maí 1987 í Reykjavík. Starfsmaður hjá Sæplast á Dalvík BGB Óskar Jökull Sigurðsson, fæddur 20. maí 1987 í Reykjavík. Nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík BGC Hjörvar Óli Sigurðsson, fæddur 5. apríl 1994 á Akureyri. Bjórfræðingur, Búsettur í Berlín

22


C Árný Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 2. janúar 1921 í Hjarðarhaga á Jökuldal. d. 10. janúar 2013. Vann við algeng störf til sjávar og sveita, sem unglingur. Vann síðar við hjúkrunarstörf á sjúkrahúsum á Seyðisfirði, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Fluttist til Stykkishólms 1948. Síðan flyst hún með manni sínum að Ökrum í Hraunhreppi 1953, þar sem þau reisa nýbýlið Akra lll. Þar stofnsetur hún sumardvalarheimili fyrir börn 1960 og rekur það fram til ársins 1980. Þau hætta búskap 1985 og selja jörðina með bústofni. Áttu síðan heima um tíma Ökrum I, en bjuggu svo á Akranesi, en fluttu heimili sitt aftur að Ökrum I. Ingibjörg bjó að Borgarbraut 63. Borgarnesi, en hafði áfram nokkra aðstöðu á Ökrum. Maki, 9. júlí 1943: Ólafur Þórðarson fæddur 16. mars 1915 í Laxárholti í Hraunhreppi. d. 28. apríl 2003. Foreldrar: Þórður Benediktsson bóndi að Ökrum, f. 29.september 1886 í Skíðsholtum d. 1978 og kona hans Guðrún Ólafsdóttur. Þau bjuggu lengst af á Ökrum. Ólafur vann framan af við bifreiðaviðgerðir og þann tíma sem þau bjuggu í Stykkishólmi vann hann að viðgerðum og útgerð á áætlunarbifreiðum. Byggði nýbýli á Ökrum lll. og var þar bóndi fram til ársins 1985. Kjörbörn þeirra eru: Gunnar Þór og Dagmar. CA Gunnar Þór Ólafsson, f. 11. júní 1949 í Reykjavík. Skipstjórnarpróf frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Stýrimaður og skipstjóri á ýmsum fiskiskipun og rak útgerð á þeim um árabil. Vann einnig við útgerð og akstur á vörubílum. Maki I: Jóhanna Pálsdóttir. Barn þeirra: Ólafur Ingi Maki II: Ilse Häsler, f. 17. júní 1955 á Ísafirði. Börn þeirra: Karitas Sóley, Dagmar Árný og Sissý Harpa Maki III, í sambúð: Sigrún Bryndís Pétursdóttir fædd 24. nóvember 1959, Stúdentspróf frá MR, búa Skálaheiði 1, Kópavogi CAA Ólafur Ingi Gunnarsson, fæddur 31. desember 1972, á Flateyri. Barn Ólafs og Ágústu Harðardóttir er: Ragnheiður Ingibjörg CAAA Ragnhildur Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 7. september 1993 Börn hennar: Ágúst, Birna, Óliver Blær og Gabríel Máni CAAAA Ágústa, f. 01.10.2016 CAAAB Birna, f.07.10.2020

23


CAAAC Óliver Blær, f.12.08.2005 CAAAD Gabríel Máni, f.15.01.2023 CAB Karitas Sóley Häsler Gunnarsdóttir, f. 24. júlí 1972 í Reykjavík. (dóttir Ilse, ættleidd) Barn hennar: Gabríel Gerald CABB Gabriel Gerald Häsler, f. 18.04.1993 CAC Dagmar Árný Häsler Gunnarsdóttir, f. 13. okt. 1982 í Reykjavík. Börn hennar: Aryan Yakari Úlfur, Noah Reynir Ayven, og Mara Agnes Alrúna CACA Aryan Yakari Úlfur Svenson, f. 08.04.2016 CACB Noah Reynir Ayven Häsler Dagmarsson, f. 29.12.2018 CACC Mara Agnes Alrúna Häsler Dagmarsdóttir, f. 02.12.2022 CAD Sissý Harpa Häsler Gunnarsdóttir, f. 16. febrúar 1984 í Reykjavík. Maki: BélaTress. Börn þeirra: Freyja Doro Villimey og Rúna Matilda Eldmey. CADA Freyja Doro Villimey Häsler Bélasdóttir, f. 23.07.2019 CADB Rúna Matilda Eldmey Häsler Bélasdóttir, f. 21. febrúar 2021 CB Dagmar Ólafsdóttir, f. 10. janúar 1956 í Reykjavík Fósturbörn Ingibjargar og Ólafs eru systkynin: Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása Þorsteinsbörn

24


D Ólöf Þóranna Jóhannsdóttir, f. 26. september 1922 í Brúnavík. d. 15. desember 2012 Próf frá Húsmæðraskólanum á Staðarfelli og Ljósmæðraskóla Íslands. Starfaði sem ljósmóðir í Kirkjubóls-umdæmi í Strandasýslu og á fæðingadeild Landspítalans fram til 1987. Vann síðan á hjúkrunarheimilinu Skjóli til ársins 1996. Bjó síðast að Ljósheimum 6 í Reykjavík. Maki, 25. desember 1954: Finnur Benediktsson frá Hólmavík f. 25. maí 1921 í Innri Fagradal. d. 5. Júní 1997 Próf frá Héraðsskólanum að Laugarvatni. Starfsmaður Kaupfélags Steingrímsfjarðar um langt árabil en starfaði lengst af hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins og Íslenskum sjávarafurðum hf. eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Foreldrar: Benedikt Finnsson frá Kálfanesi, f. 15.ágúst 1885, d. 4. mars 1961 og kona hans Guðrún Ingimundardóttir frá Bæ í Króksfirði f. 14 apríl 1894, d. 30. október 1924. Dóttir Ólafar og Hinriks Eiríkssonar: Þórhildur. DA Þórhildur Hinriksdóttir, f. 30 mars 1947 í Reykjavík. Fyrrum flugfreyja hjá Loftleiðum og Cargolux. Var þáttakandi í hótelrekstri um árabil í Luxemburg. Til heimilis að Skálabrekku í Þingvallasveit. Maki, 19. október 1968: Þórður Sigurjónsson f. 10. október 1946, Fyrrum flugstjóri og um tíma yfirflugstjóri hjá Cargolux. Foreldrar: Sigurjón Þórðarson frá Reyðarfirði, f. 21. október 1921, og Sigrún Sigurðardóttir f. 2. nóvember 1923 frá Reykjavík. Börn þeirra: Sigurjón, Ólöf Dís, Finnur Dór og Harpa Rún. DAA Sigurjón Þórðarson, f. 9. maí 1969 í Reykjavík. Með próf í flugrekstrarfæði frá Florida Institute of Technology. Starfar nú sem flugöryggisog gæðastjóri hjá Air Atlanta Icelandic. Til heimilis í Reykjavík. Maki, 4. desember 2004: Jóhanna Jakobsdóttir, f. 10. júní 1971, Hjúkrunarfræðingur og nuddari. Starfar sem hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Jakob Helgason og Birna Ingunn Guðmundsdóttir, garðyrkjubændur Gufuhlíð, Biskupstungum. Börn þeirra: Þórður Ingi og Daníel Snær. DAAA Þórður Ingi Sigurjónsson, f. 28. október 2003 DAAB Daníel Snær Sigurjónsson, f. 3. ágúst 2006

25


DAB Ólöf Dís Þórðardóttir, f. 24.janúar 1971 í Reykjavík. Starfar sem flugstjóri hjá Luxair í Lúxemborg. Til heimilis í Wincheringen, Þýskalandi. Maki, 17.08 2002: Birgir Örn Björnsson, f. 7. mars 1959, Flugstjóri hjá Cargolux Luxemburg. Foreldarar: Þórunn Jónsdóttir (látin) og Björn Jónatan Emilsson (látinn) byggingatæknifræðingur. Börn Birgis frá fyrra hjónabandi, Birgir Örn f. 29. apríl 1988 og Sóley f. 2. október 1989. Börn þeirra: Ari og Björn Hinrik. DABA Ari Birgisson, f. 30. apríl 2004 DABB Björn Hinrik Birgisson, f. 26. október 2007 DAC Finnur Dór Þórðarson, f. 14. nóvember 1979 í Luxemburg. d. 13. ágúst 2011. Leikari Var í sambúð með Jessicu André f. 5.apríl 1981, grafiskur hönnuður DAD Harpa Rún Þórðardóttir, f. 13. september 1982 í Lúxemborg. Stúdent og Magister í uppeldis-og ráðgjafafræðum. Starfar sem slík í Luxembourg. Til heimilis í Freckeisen, Luxembourg. Maki, 24.05.2109: Romain Buchholtz f. 19. júlí 1975. Flugvirki hjá Cargolux. Sonur Romains: Mathis Buchholz 19. júlí 2006. Börn þeirra: Elín Sól og Milla Lóa. DADA Elín Sól Romsdóttir Buchholtz, f. 23 júní 2018. DADB Milla Lóa Romsdóttir Buchholtz, f. 30 mars 2020.

26


E Sigursteinn Jóhannsson, f. 3. september 1924 í Kjólsvík. d. 11. oktober 2000 Starfaði við öll algeng störf til sjávar og sveita. Sótti ýmis fiskiðnaðarnámskeið. Starfaði sem verkstjóri við frystihús KHB á Borgarfirði til margra ára. Síðustu árin hafði hann ýmis dýr á fóðrum í fjárhúsum sínum í Merki, þar sem hann bjó frá 1960. Maki, 3. október 1956: Björg Þórdís Sigurðardóttir, f. 8. júní 1931 í Merki. d. 2. oktober 2008 Próf frá Ljósmæðraskóla Íslands og starfaði um langt skeið sem heilsugæsluljósmóðir á Borgarfirði. Foreldrar: Sigurður Einarsson frá Höfn. f. 5.júlí 1889 d. 7. desember 1939 og kona hans Una Kristín Árnadóttir frá Fljótsbakka í Eiðaþinghá, f. 4. ágúst 1895, d. 21. apríl 1943. Börn þeirra: Unnar Heimir, Jón Þór, Einar Sigurður og Grétar Smári EA Unnar Heimir Sigursteinsson, f. 26 ágúst 1949 á Seyðisfirði. Próf frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Sveinspróf í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Meistararéttindi í rafvélavirkjun 1974. Hefur rekið eigið verkstæði um árabil. Nú til heimilis að Selási 16, Egilsstöðum. Maki, 27. desember 1975: Sigurborg Sigurðardóttir, f. 17. september 1953 á Egilsstöðum. Próf frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Sjúkraliði frá Sjúkrahúsinu á Akureyri 1974. Vann sem sjúkraliði á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, Heilsugæsluna á Djúpavogi og dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum. Sigurborg starfaði við frístund Grunnskóla Egilsstaða til margra ára. Foreldrar: Sigurður Guttormsson, bóndi í Hleinargarði, f. 29. ágúst 1922, d. 6. nóvember 1997 og kona hans Guðbjörg Jóhannesdóttir frá Hnífsdal, f. 14. maí 1923, d. 8. mars 2005. Börn þeirra: Ída Björg, Einar Sigurberg, Unnar Geir, Hildur Evlalía og Aðalheiður Björt EAA Ída Björg Unnarsdóttir, f. 2.júlí 1976 á Egilsstöðum. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1996. Lauk BA-prófi frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2002 og M.ed prófi frá HÍ, 2016. Starfar sem sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Barnaheillum. Til heimilis að Krókamýri 70, Garðabæ. Börn Ídu og Hjálmars Arnar Arnarssonar f. 6. apríl 1974: Skúli Berg, Sandra Björg og Sæþór Berg. EAAA Skúli Berg Hjálmarsson, f. 15. október 1996 á Egilsstöðum. Sveinspróf í bifvélavirkjun frá Borgarholtsskóla 2016. Meistaraskólinn 2020. Starfar sem bifvélavirki hjá Teslu. Maki: Þórey Kristinsdóttir f. 4. nóvember 1996 Starfar sem afreksstjóri áhaldafimleika hjá Fimleikasambandi Íslands.

EAAB Sandra Björg Hjálmarsdóttir, f. 13. apríl 2004 í Reykjavík Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 2023.

27


EAAC Sæþór Berg Hjálmarsson, f. 24. ágúst 2007 í Reykjavík EAB Einar Sigurberg Unnarsson, f. 14. júní 1978 í Reykjavík, d. 14. júní 1978 EAC Unnar Geir Unnarsson, f. 10.ágúst 1979 á Egilsstöðum. Burtfararpróf í söng frá Tónlistaskólanum í Kópavogi, 2005. BA. í leiklist frá ASAD, 2011. MA. í Menningarstjórnun frá Bifröst, 2016. Safnstjóri Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal og Klébergi. Til heimilis að Eyjarslóð 9, Reykjavík. Maki: Arturs Zorgis, f. 2.júní 1993 Listamaður og leikmyndasmiður hjá Þjóðleikhúsinu. Foreldrar: Ina Selevska f. 11. ágúst 1973 og Pēteris Zorģis f. 30. júní 1973. EAD Hildur Evlalía Unnarsdóttir, f. 28. febrúar 1986, í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2005. Lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010. Húsgagnasmiður frá Tækniskólanum í Reykjavík 2015. Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu Þjóðleikhússins. Til heimilis að Laugarnesvegi 102 Reykjavík. Maki: Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, f. 6. okt. 1984. Viðskiptafræðingur frá HÍ 2017. Starfar hjá Allianz. Foreldrar: Guðjón Markús Árnason f. 26. janúar 1954 og Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir f. 5. nóvember 1952. Börn þeirra: Huginn Bjarki og Melkorka Dröfn. EADA Huginn Bjarki Ragnarsson, f. 26. apríl 2009 á Selfossi. EADB Melkorka Dröfn Ragnarsdóttir, f. 13. október 2012 í Reykjavík EAE Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, f. 28. desember 1994 á Egilsstöðum. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2014, Búfræðingur 2016 frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Starfar sem þjónustufulltrúi í Arion banka. Til heimilis að Ártúni 14, Egilsstöðum. Maki: Steinar Atli Hlynsson f. 29. desember 1995. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2015. Flugvallarsstarfsmaður hjá Isavia á Egilsstöðum. Foreldrar: Sigurrós Sigurðardóttir, f. 10. apríl 1976 og Hlynur Sturla Hrollaugsson, f. 13. febrúar 1968. Börn þeirra: Hafsteinn Fannar og Rúrik Snær. EAEA Hafsteinn Fannar Steinarsson, f, 25. oktober 2018 á Akureyri

28


EAEB Rúrik Snær Steinarsson, f, 29. oktober 2020 í Reykjavík EB Jón Þór Sigursteinsson, fæddur 19 maí 1955 á Ósi. Rak búskap og ferðaþjónustu í Merki um árabil. Nú lyftarastjóri hjá Skinney Þinganes hf. Til heimilis að Bjarnarhóli 6 Höfn. Maki, júní 2003: Svava Herdís Jónsdóttir f. 11. janúar 1967 á Höfn, Starfar nú hjá Nettó. Foreldrar: Jón Stefánsson, f. 12. september 1919, d. 22. júlí 2016 og kona hans Ragna Sigríður Gunnarsdóttir, f. 9. janúar 1931, d. 22. júlí 2016 bændur í Hlíð ll, Lóni. Barn Jóns Þórs og Kristínar Helgu Jörgensdóttir: Þórhildur María. Börn Jóns Þórs og Svövu: Magnús Smári, Stefán Reynir og Sigursteinn Örn EBA Þórhildur María Víbekka Harbo, f. 2. apríl 1992. Barnsfaðir Skúli Jóhannesson, 4 október 1985, Dóttir þeirra: Guðmunda Rós EBAA Guðmunda Rós S. Harbo, fædd 1. júní 2007. EBB Magnús Smári Jónsson, f. 30. janúar 1997 í Reykjavík Starfar við trésmíði hjá Beinlínis Trésmiðju, Höfn EBC Stefán Reynir Jónsson, f. 6. apríl 1998 á Hornafirði Stundar nám í Matreiðslu við MK. Starfar hjá Veitingastaðnum Brasserie Eiríkson. Maki, í sambúð: Jana Mekkin Friðriksdóttir f.28 júní 2003. Stúdent frá MK 2022.starfar hjá Bílaleigu Akureyrar. Foreldrar: Friðrik Jónas Friðriksson f.28 júní 1974. Rafverktaki hjá Rafhorn Höfn. og Ásgerður Kristín Gylfadóttir f.10 desember 1968.Hjúkrunnarfræðingur og bæjarfulltrúi Höfn. EBD Sigursteinn Örn Jónsson, f. 25. ágúst 2001 í Reykjavík Til heimilis á Höfn EC Einar Sigurður Sigursteinsson, f. 18. febrúar 1958 á Ósi. Sveinspróf í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum og stúdentspróf frá Tækniskóla Íslands. Meistararéttindi í rafvirkjun 2001. Raffræðingur 2008 og rekstrariðnfræðingur 2009 frá Háskóla Íslands. Verkefnastjóri og raflagnahönnuður hjá Maris ehf. Nú til heimilis að Fornastekk 2, 109 Reykjavík

29


Maki, í sambúð: Anna Þórðardóttir f. 11.nóvember 1964. Börn Önnu, Erla Ingibjörg Árnadóttir f. 03. mars 1983 og Tyler Þór Vollie Poarch f. 29. október 1991 Maki I: Anna Lísa Wium Hansdóttir fædd 30. desember 1960 í Reykjavík. d. 2. mars 2022. Börn þeirra: Sigursteinn Þór, Svava Hrund og Stefán Helgi Maki II, 11. júní 2005: Sigrún Birna Grímssóttir f. 19 nóvember 1978. d, 16. Júní 2016. Foreldrar Sigrúnar eru Grímur Þóroddsson f. 11.8.1950 og Þórný Sigurjónsdóttir f. 8.10. 1957 Börn þeirra: Grímur Ingi , Haukur Logi og Bergsteinn Mar. ECA Sigursteinn Þór Einarsson, f. 24. nóvember í 1978 í Reykjavík. Lauk Sveinsprófi í trésmíði frá Fjölbrautaskóla Akraness 2008. Húsasmíðameistari og iðnfræðingur frá HR 2017. Starfar sem byggingar- og verkefnastjóri. Til heimils að Stapasel 9 Reykjavík. Maki, 16. ágúst 2003: Erla Lind Þórisdóttir f. 5. janúar 1977. Barn Erlu: Elís Orri Rúnarsson f. 25. maí 1998. Börn þeirra: Einar Bjarki og Kristín Birta. ECAA Einar Bjarki Sigursteinsson, f. 22. apríl 2006 á Akranesi. ECAB Kristín Birta Sigursteinsdóttir, f. 24. apríl 2008 í Snæfellsbæ ECB Svava Hrund Einarsdóttir, f. 1. janúar 1981 á Egilsstöðum. Lauk BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2019. Forstöðumaður búsetuúrræðis Reykjavíkurborgar. Til heimils Álmholt 3, Mosfellsbæ. Maki, í sambúð: Gústaf Guðbrandsson, f. 1. ágúst 1981, Rennismiður hjá Vélvík. Foreldrar: Guðbrandur Gústafsson, rennismiður og Gunnjóna Jónsdóttir, ljósmóðir. Barn þeirra: Silja Dís. Barnsfaðir: Hallgrímur Brynjólfsson f. 28. janúar 1980. Barn þeirra: Guðný Björg. ECBA Guðný Björg Hallgrímsdóttir, f. 6. maí 2000. Lauk Einkaþjálfaraskóla World Class 2020. Förðunarfræðingur frá Reykjavík Make up school 2022 Maki, í sambúð: Daníel Hjálmar Eiríksson f. 20. mai 1993, Bifvélavirki ECBB Silja Dís Gústafsdóttir, f. 16. maí 2016.

30


ECC Stefán Helgi Einarsson, f. 16. janúar 1983 á Akureyri. Húsasmíðameistari, til heimilis að Sólliljugötu 1, Maki: 14 september 2013: Elín Hrund Guðnadóttir, f. 19. mars 1984. Foreldrar: Kristín Guðrún Ólafsdóttir f. 19. Júlí 1961 og Guðni Birgir Svavarsson, bifvélavirki f. 3. Janúar 1960. Börn hennar: Mikael Máni Hilmarsson f. 7. júní 2005 og Kristian Helgi Hilmarsson f. 22. maí 2006 Barnsmóðir: Ásta Sigurðardóttir f. 19. nóvember 1984. Barn þeirra: Selma Björt Barnsmóðir: Eydís Sól Jónsdóttir f. 22. febrúar 1981. Barn þeirra: Bjartmar Elí ECCA Selma Björt Stefánsdóttir, f. 23. september 2002 ECCB Bjartmar Elí Stefánsson, f. 27. mars 2007 ECD Grímur Ingi Einarsson, f. 27. júlí 1999 Til heimilis að Krummahólum 8, Reykjavík. Sölufulltrúi hjá Bauhaus Barnsmóðir: Viktoría Líf Ellenardóttir, f, 14. maí 2002 Barn þeirra: Hrafndís Silva Grímsdóttir ECDA Hrafndís Silva Grímsdóttir, f, 19. júlí 2022 ECE Haukur Logi Einarsson, f. 22. september 2003 ECF Bergsteinn Mar Einarsson, f. 19. mars 2007 ED Grétar Smári Sigursteinsson, f. 6. júní 1967 í Merki. Próf frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Vél og skipstjórnarréttindi frá Tækniskóla Íslands. Starfar sem vélstjóri og stýrimaður hjá Skinney Þinganes hf. Býr að Hagatúni 9 Hornafirði Maki, 20 desember 2014: Gunnhildur Imsland. f. 10.febrúar 1969. Starfar sem Heilbrigðisgagnafræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Foreldrar: Lars Jóhann Imsland f, 11. febrúar 1931 og Margrét Elísabet Fr. Imsland f. 15. júlí 1932 d. 4. nóvember 2021. Sonur Gunnhildar, Agnar Jökull Imsland Arason f. 13. Júlí 1996. Sonur þeirra: Magni Snær. EDA Magni Snær Imsland Grétarsson, f. 24. apríl 2006 á Höfn í Hornafirði. 31


F Magnús Jóhannsson, f. 6. mars 1926 á Hrauni. d. 31. maí 1997. Stundaði ýmis konar atvinnu. Var mikið við fiskverkun bæði í Vestmannaeyjum og á Borgarfirði. Vann við brúarsmíði í mörg sumur og einnig í byggingavinnu. Átti lengst af heima á Ósi. Flutti til Neskaupstaðar og átti síðast heima á Nesvegi 25. Maki, 1. janúar 1957: Lára Árnadóttir, f. 20. júlí 1931 frá Hólalandi. Nú til á dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði. Foreldrar: Árni Einarsson, f. 3. ágúst 1892 í Húsavík, d. 18.júlí 1959 og kona hans Þórdís Hannesdóttir, f. 27. júní 1893 frá Víkingsstöðum á Völlum, d. 13. janúar 1970. Bjuggu lengi í Neshjáleigu í Loðmundarfirði og á Hólalandi í Borgarfirði. Barnsmóðir: Jóhanna Þorsteinsdóttir frá Vestmannaeyjum. Barn þeirra: Helga Börn Magnúsar og Láru: Árnþór, Jóhann Rúnar og Jökull FA Árnþór Magnússon, f. 8. ágúst 1954 á Borgarfirði. Próf í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Var lengi starfandi sem sjómaður á fiskiskipum. Til heimilis Brún, Hvammstanga Maki I: Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir f. 3. mai 1962. Börn þeirra; Guðmundur Daði og Elín Lára. Maki II: Ólöf Inga Sigurðardóttir, f. 19. febrúar 1961, Viðskiptafræðingur. Er nú verkefnisstjóri uppgjörs og samninga hjá Skógræktinni. Dóttir hennar er Hrafnhildur Laufey Hafsteinsdóttir f. 25. ágúst 1984, vefstjóri BL ehf. FAA Guðmundur Daði Árnþórsson, f. 22. mars 1983 í Neskaupstað. Tæknimaður hjá Origo. Maki, í sambúð: Helga Hlín Bjarnadóttir f. 24. febrúar 1983. MA próf í sagnfræði og starfar sem skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Barn þeirra: Árnþór Dagur Barnsmóðir: Hrönn Helga Indriðadóttir f.9. september 1983. Barn Þeirra: Indriði Örn FAAA Indriði Örn Guðmundsson, f. 18. október 2003. FAAB Árnþór Dagur Daðason, f. 13. júlí 2021

32


FAB Elín Lára Árnþórsdóttir, f. 18. september 1985 í Reykjavík, Nemi við HÍ og starfar í Nesskóla, Neskaupstað. Maki, í sambúð: Hávarður Hilmarsson f. 15. mars 1978, Bakarameistari. Starfar sem bakari hjá Sesam brauðhús, Reyðarfirði. Dóttir Hávarðar er Sigurrós, f. 9. júní 2002 á Landspítalanum, nemi við HÍ. Börn þeirra: Dagmar Júlía og Rúnar Leó. FABA Dagmar Júlía Hávarðardóttir, f. 28. júní 2011 á Landspítalanum. FABB Rúnar Leó Hávarðarson, f. 4. desember 2014 á Landspítalanum. FB Jóhann Rúnar Magnússon, f. 25. maí 1956 á Borgarfirði. Próf í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hefur stundað útgerð og rekið bifreiðaverkstæði í Þorlákshöfn. Starfar nú hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Til heimilis að Setbergi 29 í Þorlákshöfn. Maki, 4. desember 1979: Jóhanna Guðný Arngrímsdóttir, fædd 30. júní 1958 á Borgarfirði. Nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Foreldrar: Arngrímur Magnússon frá Másseli, f. 22. mars 1925, d. 14. mars 2007. sem var um langt árabil starfsmaður Kaupfélags Borgarfjarðar og útibússtjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Borgarfirði og konu hans Elsa G. Jónsdóttir frá Borgarfirði, fædd 7. september 1928, d. 4. nóvember 2011. Starfaði lengi við verslunar og skrifstofustörf ásamt húsmóðurstörfum. Börn þeirra: Otto Freyr, Hjörtur Rafn og Arnór Bragi. FBA Ottó Freyr Jóhannsson, f. 1. ágúst 1978 á Egilsstöðum, Rafiðnfræðingur og meistari í rafeindavirkjun. Starfar sem forstöðumaður hjá Origo hf. Maki, 30. desember 2008: Rannveig Hulda Ólafsdóttir, f. 4. september 1978 á Húsavík. MA próf í íslenskum bókmenntum ásamt kennslufræði til kennsluréttinda. Starfar sem íslenskukennari í Menntaskólanum við Sund. Foreldrar: Ólafur Arngrímsson, f. 1957, skólastjóri og Torfhildur G. Sigurðardóttir, f. 1957, leikskólakennari. Börn þeirra: Arngrímur og Arnhildur Barnsmóðir: Kristjana Svava Einarsdóttir f. 8. júní 1978. Barn þeirra: Talía Fönn. FBAA Talía Fönn Ottósdóttir, f. 21. júlí 1998 á Landspítalanum. Stúdent frá Fsu, BS próf í næringarfræði. Maki, í sambúð: Fannar Logi Jónsson f. 26. oktober 1995.

33


FBAB Arngrímur Ottósson, f. 5. mars 2002 á Landspítalanum. FBAC Arnhildur Ottósdóttir, f. 24. september 2008 á Landspítalanum. FBB Hjörtur Rafn Jóhannsson, f. 25. apríl 1983 á Akureyri, Meistari í bifvélavirkjun. Starfar sem vinnsluráðgjafi hjá Micro Ehf. Maki: Laufey G. Vattar Baldursdóttir, f. 22. júlí 1978, Hársnyrtimeistari. Foreldrar: Baldur Rafnsson, f. 1954 og Elínóra Guðjónsdóttir, f. 1955 búsett á Vattarnesi í Fjarðabyggð. Börn Laufeyjar eru Aþena Ösp Vattar Oddsdóttir, f. 8. maí 2002 og Baldur Bent Vattar Oddsson, f. 27. febrúar 2005. Börn þeirra: Rúnar Berg og Esjar Atli. FBBA Rúnar Berg Vattar Hjartarson, f. 18. október 2012 í Reykjavík FBBB Esjar Atli Vattar Hjartarson, f. 28. febrúar 2019 á Akranesi FBC Arnór Bragi Jóhannsson, f. 3. ágúst 1993 í Reykjavík, Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nemi við Hí. Starfar hjá Össuri Hf. FC Jökull Magnússon, f. 22. mars 1965 á Ósi. Próf frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Hefur starfað sem bílstjóri, sjómaður og verkamaður en er bóndi á Hrauni. Nú til heimilis að Geitlandi, Borgarfirði. Maki: Jóna Björg Sveinsdóttir, fædd 5. apríl 1965, á Egilsstöðum. Nám í Fóstruskóla Íslands. Starfar sem leikskólakennari og grunnskólakennari í leikskólanum Skógarbæ, Egilsstöðum og grunn- og leikskóla Borgarfjarðar. Foreldrar: Sveinn Stefánsson, f. 22. október 1934, d. 22. janúar 1999, verkamaður frá Brekkugerði í Fljótsdal og Anna Sigríður Gústafsdóttir, fædd 7. ágúst 1943, fyrrum bóndi á Útnyrðingsstöðum, Múlaþingi. Nú búsett á Egilssöðum. Börn þeirra: Magnús Þorri og Sveinn Hugi. FCA Magnús Þorri Jökulsson, fæddur 8. desember 1991 á Egilsstöðum. Er með sveinspróf í húsasmíði frá Tækniskólanum. Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og er nemi í Byggingafræði við Háskólann í Reykjavík. Maki: Álfgerður Malmquist Baldursdóttir, fædd 27. nóvember 1995. Er með Bakkalár gráðu í kvikmyndagerð frá Catalyst, Berlín. Foreldrar: Baldur Grétarsson, f. 1961 og Katrín Malmquist Karlsdóttir, f. 1961. Þau eru búsett á Skipalæk í Múlaþingi.

34


FCB Sveinn Hugi Jökulsson, fæddur 13. september 1996 á Egilsstöðum. Er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og starfar hjá Blábjörgum á Borgarfirði ásamt því að vera bóndi. FD Kolbrún Þrastardóttir, f. 23. október 1950. Dóttir Láru og Þrastar Sigtryggssonar; Maki, 20. október 1970: Magnús Arnar Pétursson, f. 30. ágúst 1947, frá Eskifirði. Heimili þeirra er að Strandgötu 3c, Eskifirði. Börn þeirra: Sigurður Hannes, Pétur Örn, Davíð Þór og Friðjón FDA Sigurður Hannes Magnússon, f. 20. febrúar 1972, Viðskiptastjóri fasteignasölu á Egilsstöðum. Maki: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, f. 8 nóvember 1973, Fræðslustjóri Múlaþings. Börn þeirra: María og Hrafn FDAA María Sigurðardóttir, f. 13. desember 2003 FDAB Hrafn Sigurðsson, f. 18. apríl 2006 FDB Pétur Örn Magnússon, f. 2. júlí 1975, Rafmagnsverkfræðingur. Maki: Jóhanna María Kristjánsdóttir, f. 24. ágúst 1975, grafískur hönnuður. Börn þeirra: Magnús Arnar, Kristján Þorri, Egill Örn og Katrín Hvönn. FDBA Magnús Arnar Pétursson, f. 20 febrúar 2006 FDBB Kristján Þorri Pétursson, f. 9. maí 2008 FDBC Egill Örn Pétursson, f. 9. maí 2008 FDBD Katrín Hvönn Pétursdóttir, f. 20. september 2010

35


FDC Davíð Þór Magnússon, f. 25. maí 1982, Framleiðsluverkfræðingur. Maki: Birgitta Rúnarsdóttir, f. 22. september 1982, Viðskiptafræðingur. Börn þeirra: Brynjar, Bjarki, Íris og Friðjón FDCA Brynjar Davíðsson, f. 8. febrúar 2008 FDCB Bjarki Davíðsson, f. 4. ágúst 2011 FDCC Íris Davíðsdóttir, f. 24. Mars 2017 FDD Friðjón Magnússon, f. 3. mars 1984. Þroskaþjálfi. Maki, í sambúð: Karólína Andrésdóttir, 4. febrúar 1983, Hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra: Arnar Logi og Elvar Ingi FDDA Arnar Logi Friðjónsson, f. 12. desember 2012 FDDB Elvar Ingi Friðjónsson, f. 14. janúar 2016 FE Helga Magnúsdóttir, f. 14. desember 1950 í Vestmannaeyjum, Stuðningsfulltrúi. Búsett á Stöđvarfirđi. Maki: Glenn Carrougher f. 25. mars 1957. d. 8. sept 2021. Dóttir hennar er: Jóhanna Margrét. FEA Jóhanna Margrét Agnarsdóttir, f. 11. september 1970 í Vestmannaeyjum. Nám við Alþýðuskólann á Eiðum og Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Starfar sem Landpóstur. Maki: Þorsteinn Mýrmann Björnsson, f. 24. maí 1965 í Vestmannaeyjum, Bílstjóri. Foreldrar: Björn Pálsson verkamaður og Guðríður Friðgeirsdóttir, verkakona. Börn þeirra: Leó Örn, Dagur, Rakel og Máni. FEAA Leó Örn Þorsteinsson, f. 18. maí 1995 í Reykjavík.

36


FEAB Dagur Þorsteinsson, f. 8. ágúst 1996 í Reykjavík Maki: María Vest, f. 9 ágúst 1996. FEAC Rakel Mýrmann Þorsteinsdóttir, f. 12. september 2000. FEAD Máni Mýrmann Þorsteinsson, f. 4. mars 2002.

37


G Hannes Óli Jóhannsson, fæddur 3. mars 1927 á Hrauni. d. 26. júlí 2007 Réttindi sem fiskmatsmaður. Var stöðvarstjóri pósts og síma um langan tíma og vann jafnframt sem fiskmatsmaður við fiskverkanir í Borgarfirði. Var í hreppsnefnd um árabil og jafnframt hreppsstjóri. Maki, Í sambúð: Erla Sigurðardóttir fædd 7. júlí 1932 á Bergstað. d. 9. janúar 2014 Verkakona og húsmóðir. Þau bjuggu allan sinn búskap i Bakkagerði og áttu heima í Melgerði. Foreldrar: Sigríður Steinsdóttir fædd 14.september 1914 á Borgarfirði, d. 2007 síðar húsmóðir á Akranesi og Sigurður Guðnason f. 15. nóvember 1909, bóndi í Gagnstöð d. 28. des. 1961. Börn þeirra: Þórhildur, Bergrún Gyða, Hafsteinn, Jóhanna, Kjartan, Erling Óli, Sveinbjörg, Sigríður Þórhalla, Árni, Ólöf Björg og Sigurjón. GA Þórhildur Óladóttir, f. 8. júlí 1952 á Borgarfirði. Samvinnuskólapróf frá Bifröst. Starfar við skrifstofustörf. Nú til heimilis að Gnoðarvogi 34, Reykjavík. Maki, (slitu samvistum): Ágúst Már Grétarsson f. 9. janúar 1953 í Reykjavík. Börn þeirra Sólrún og Hannes Óli GAA Sólrún Ágústsdóttir, f. 30. ágúst 1977 í Reykjavík. Þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands. Starfar sem þroskaþjálfi í Sunnuhlíðarskóla. Nú til heimilis að Laufhaga 13, Selfossi. Maki, í sambúð: Guðmundur Smári Jónsson, f. 11. janúar 1977, Rafvirkjameistari, starfsmaður hjá TRS á Selfossi. Foreldrar: Jón Kr. Guðmundsson, bifreiðastjóri og Sigrún Lilja Smáradóttir, sjúkraliði. Börn þeirra: Sigrún Lilja, Eydís Brta og Bjarki Þór. GAAA Sigrún Lilja Smáradóttir, f. 9. desember 1997, Stúdent frá FSU, starfsmaður í Flóaskóla. Nemi í rafvirkjun í FSu. Maki: Guðrún Lilja Kristensen, f. 19. janúar 1995. GAAB Eydís Birta Smáradóttir, f. 13. febrúar 2002. Stúdent frá Fsu. GAAC Bjarki Þór Smárason f. 5. maí 2009

38


GAB Hannes Óli Ágústsson, f. 2. febrúar 1981. Leikari frá Listaháskóla Íslands. B.A. í almennri bókmenntafræði,. Starfar sem leikari og kennari við Listaháskóla Íslands. Nú til heimilis að Laugalæk 1, Reykjavík. Maki, í sambúð: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir f. 7. febrúar 1980. Leikkona frá Listaháskóla Íslands, starfar sem leikkona. Foreldrar: Þóra Ingibjörg Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur og Árni Pétur Guðjónsson, leikari. Barn þeirra: Saga Sólrún. GABA Saga Sólrún Hannesdóttir, f. 25. júlí 2017 GB Bergrún Gyða Óladóttir, f. 13.ágúst 1953 á Borgarfirði. Útskrifuð sem fóstra frá Fóstruskóla Íslands. Lauk kennsluréttindum. Kennari í Hvolsskóla. Býr í Norðurgarði 2, Hvolsvelli. Maki, 25. apríl 1982: Jón Hermannson, f, 21 apríl 1954 að Forsæti í V-Landeyjum Bifvélavirkjameistari, Foreldrar: Hermann Guðmundsson bóndi f. 7. október 1922, d. og kona hans Guðfinna Jóna Helgadóttir, f. 13.maí 1936 á Forsæti í V-Landeyjum. Barn þeirra: Erla Guðfinna. GBA Erla Guðfinna Jónsdóttir, f. 30. janúar 1977. Leikskólakennari og sérkennari. Kennari í Hvolsskóla. Maki, 10. apríl 2008: Ágúst Jónsson, f. 29. janúar 1974 Rafiðnfræðingur/rafveituvirki,. Foreldrar: Jón Ágústsson og Hrefna Magnúsdóttir, fyrrum bændur . Nú búsett á Hvolsvelli. Börn þeirra: Jón og Bergrún. GBAA Jón Ágústsson, f. 9. september 2003. Maki, í sambúð: Lóa Hlín Aronsdóttir, f. 28. október 2003. Eru bæði við nám við Umeå Universitet, Svíþjóð. GBAB Bergrún Ágústsdóttir, f. 9. apríl 2008 GC Hafsteinn Ólason, f. 9. ágúst 1954 á Borgarfirði. Starfaði lengi sem sjómaður á fiskiskipum og eftir það í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Til heimilis að Kelduskógum 1, Egilsstöðum. Maki, 24. maí 1988: Harpa Vilbergsdóttir frá Egilsstöðum f. 27. febrúar 1956, Starfar sem félagsliði í málefnum fatlaðra. Foreldrar: Vilberg Lárusson f. 23. ágúst 1923 á Eskifirði, starfsmaður Rafmagnsveitu Ríkisins, d, 4. ágúst 1988 og kona hans Soffía Erlendsdóttir frá Eiðum f, 18 janúar 1927, d. 4. febrúar 2007. Börn þeirra: Kormákur Máni og Bergrún.

39


GCA Kormákur Máni Hafsteinsson, f. 4. ágúst 1977 í Reykjavík. Starfar hjá Eimskip á Egilsstöðum. Til heimilis að Eiðum. Maki, í sambúð: Þórunn Stefánsdóttir, f. 11. apríl 1977. Starfar á Dyngju Egilsstöðum. Barn hennar: Ólöf Anna Einarsdóttir, f. 17. júlí 1993. Maki: Logi Arnarson. Barn Ólafar Önnu er Stefán Árni. Börn þeirra: Hrafnkatla, Steinrún Harpa og Gauti Hrafn. GCAA Hrafnkatla Kormáksdóttir, f. 22. júní 2006 GCAB Steinrún Harpa Kormáksdóttir, f.11. febrúar 2009 GCAC Gauti Hrafn Kormáksson f. 30. nóvember 2011 GCB Bergrún Hafsteinsdóttir, f. 28 október 1981 á Egilsstöðum. Sjúkraliði hjá HSA Egilsstöðum. Til heimilis að Dalskógum 4a, Egilsstöðum. Maki, 22. júlí 2017: Hjálmar Jónsson f. 21.sept. 1988. Bílasmiður. Börn þeirra: Jón Vilberg, Hrafntinna Heiður og Sigrún Lóa GCBA Jón Vilberg Hjálmarsson, f. 10. nóvember 2011 GCBB Hrafntinna Heiður Hjálmarsdóttir, f. 8 sept 2015 GCBC Sigrún Lóa Hjálmarsdóttir, f. 6. apríl 2020 GD Jóhanna Óladóttir, f. 26. ágúst 1955 á Sæbóli í Borgarfirði. Er æðarbóndi að Sævarenda, Loðmundarfirði.. Nú til heimilis á Melstað á Borgarfirði. Maki, í sambúð: Ólafur Aðalsteinsson, f. 9. júní 1953 frá Borgarfirði, Verkamaður og æðarbóndi að Sævarenda, Loðmundarfirði. Foreldrar: Aðalsteinn Ólafsson f. 12. desember 1906, frá Borgarfirði, d. 3.júní 1970, og kona hans, Jakobína Björnsdóttir frá Borgarfirði, f. 19. ágúst 1920, d. 8. ágúst 1997. Börn þeirra eru: Aðalsteinn og Erla

40


GDA Aðalsteinn Ólafsson, f. 19. ágúst 1977 í Reykjavík. Rafvirki hjá Alcoa Fjarðaál. Til heimilis að Hjallavegi Reyðarfirði. Maki I: Alma Sigurbjörnsdóttir f. 25 júní 1980. Börn Þeirra: Maron Fannar og Nóel Darri Maki II: Katrín Jóhannsdóttir f. 12. janúar 1990, frá Eskifirði, Starfsmaður hjá Grunnskóla Reyðarfjarðar. Foreldrar: Eygló Sigtryggsdóttir, f. 1. febrúar 1964 og Jóhann Búason, f. 31. Janúar 1965. Búsett í Reykjanesbæ. Börn Þeirra: Ísarr Leví og Lea Hrafney GDAA Maron Fannar Aðalsteinsson, f. 5. febrúar 2003 GDAB Nóel Darri Aðalsteinsson, f. 4. október 2006 GDAC Ísarr Leví Aðalsteinsson, f. 16. maí 2014 GDAD Lea Hrafney Aðalsteinsdóttir, f. 13. febrúar 2017 GDB Erla Ólafsdóttir, f. 6. október 1982 í Reykjavík. Leikskólakennari Neskaupsstað. Nú til heimilis að Melagötu 3, Neskaupstað. Maki, í sambúð: Pálmi Benediktsson f. 17 mars 1982, Verkfræðingur hjá Eskju, Eskifirði. Foreldrar: Benedikt Sigurjónsson f. 14. mars 1949 og Jóna Katrín Aradóttir f. 3. nóv. 1952. Búsett á Neskaupstað. Börn þeirra: Heiðmar Óli og Hafþór Ari GDBA Heiðmar Óli Pálmason, f. 14. apríl 2010 GDBB Hafþór Ari Pálmason, f. 19. maí 2015 GE Kjartan Ólason, f. 3.nóvember 1956 á Borgarfirði. Hefur starfað við öll algeng störf til sjávar og sveita, nú starfsmaður Áhaldahúss Borgarfjarðarhrepps. Býr í Dagsbrún, Borgarfirði Eystra. Maki, í sambúð: Elísabet Sveinsdóttir, fædd 8. maí 1978.

41


GF Erling Óli Ólason, f. 11. mars 1958 á Borgarfirði. Próf frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfiði og Tækniskóla Íslands. Hefur starfað sem verkstjóri og framleiðslustjóri í fiskvinnslu frá 1986. Starfar nú sem rekstrarstjóri í Mesterbakeren AS í Stavanger. Búsettur í Noregi. Maki: Sveinborg Jóhanna Ingvadóttir, f. 8. júní 1971 á Akureyri. Próf frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og Næringsakademiet í Stavanger. Hefur unnið við fiskvinnslu og skrifstofustörf. Starfar nú sem bókari hjá Systemair AS. Foreldrar: Ingvi Eiríksson f. 20. nóvember 1948, bóndi og verkamaður og Sigrún Þorsteinsdóttir, f. 17. júní 1942, bóndi og verkamaður. Nú búsett á Akureyri. Börn Erlings: Hrafnhildur, Þorgils Óttar og Ármann Snær. Börn Erlings og Sveinborgar: Karen Erla og Embla Ýr

GFA Hrafnhildur Erlingsdóttir, f. 7. ágúst 1985 í Neskaupstað. Búsett og starfandi á Akureyri.. Barnsfaðir: Jón Pétur Jóelsson f, 30. mai 1978. Barn þeirra: Krummi Þór. GFAA Krummi Þór Jónsson, f, 6. október 2020 GFB Þorgils Óttarr Erlingsson, f. 11. ágúst 1986 í Reykjavík. BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Búsettur á Ísafirði. Maki: Sandra Borg Bjarnadóttir f. 11. mars 1986. Fatahönnuður, jógakennari og sálfræðingur. Börn þeirra: Adrían Uni og Írena GFBA Adrían Uni Þorgilsson, f. 8. október 2016. GFBB Írena Þorgilsdóttir, f, 16. mai 2023 GFC Ármann Snær Erlingsson, f. 2. maí 1990 í Neskaupstað. Bókbindari frá Tækniskóla Íslands. Búsettur í Reykjavík. Maki, í sambúð: Elín Broddadóttir, f. 2. Júní 1992. Þróunarfræðingur við HÍ. GFD Karen Erla Erlingsdóttir, f. 29 ágúst 1998 í Ålesund. Ferðamálafræðingur og hótelstarfsmaður í Osló.

42


GFE Embla Ýr Erlingsdóttir, f. 7. júní 2001 í Stavanger. Lögfræðinemi við háskóla í Osló. GG Sveinbjörg Óladóttir, f. 19. júní 1959 á Borgarfirði. Starfar við Leikskóla á Egilsstöðum. Nú til heimilis Einbúablá 42a Egilsstöðum. Maki, í sambúð: Pétur Örn Hjaltason frá Snotrunesi, f. 11. desember 1957, Smiður. Foreldrar: Hjalti Pétursson, bóndi á Snotrunesi f. 30. desember 1918, og kona hans Elín Björgheiður Andrésdóttir frá Snotrunesi, f. 16. febrúar 1920, d. 6. apríl 1998. Börn þeirra: Arnar og Olgeir GGA Arnar Pétursson, f. 11 nóvember 1980. B.A í ensku frá HÍ og kennari í Hagaskóla. Búsettur í Reykjavík. Barnsmóðir: Svandís Katla Sveinsdóttir, f, 26. apríl 1990 Barn þeirra: Aron Elí Maki I: Fanney Svansdóttir, f. 22. mai 1990 Barn Þeirra: Rán Arnarsdóttir Maki II, í sambúð: Heiðrún Ósk Jónsdóttir f, 25. júní 1993 Barn þeirra: Ída Marey GGAA Aron Elí Arnarsson, f. 26. maí 2010 GGAB Rán Arnarsdóttir, f. 7. júlí 2013 GGAC Ída Marey Arnarsdóttir, f. 18. september 2022 GGB Olgeir Pétursson, f. 5. febrúar 1984. Markþjálfi. Sölustjóri hjá Glaze. Maki, í sambúð: Guðrún Finnsdóttir f. 1. maí 1990. Forstöðumaður verslana og NOVA skólans, hjá NOVA. Búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra: Aþena Rögn, Rakel Alva og Rafney Arna. GGBA Aþena Rögn Olgeirsdóttir, f. 23. nóvember 2013 GGBB Rakel Alva Olgeirsdóttir, f. 3. mars 2017

43


GGBC Rafney Arna Olgeirsdóttir f, 3. október 2019 GH Sigríður Þórhalla Óladóttir, f. 7. október 1960 á Borgarfirði. Nám við Kvennaskólann á Ísafirði og Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. Búsett í Noregi. Starfar sem framkvæmdarstjóri hjá Janas fiskerökeri í Stavanger. Maki I, (Slitu samvistum) 23 júlí 1983: Jóhannes Jóhannesson f. 13. janúar 1955, frá Ólafsfirði. Maki II, í sambúð: Fritjof Johannesen f. 8. júlí 1963, frá Stavanger. Starfar sem plötusmiður hjá skipasmíðastöðinni Rosenberg í Stavanger. Börn Fritjofs af fyrra hjónabandi: Steffen Johannessen, 10. Júlí 1984, Cathrine Fosse Helgesen fædd 18. mars 1989, Joachim Fosse Johannesen, fæddur 3. Júlí 1990. Börn þeirra: Þórhildur og Ragnhildur GHA Þórhildur Jóhannesdóttir, f. 22. maí 1985 í Stavanger. Starfar sem Verslunarstjóri hjá Hennes & Mauritz Vågen í Sandnes. Barn hennar: Freyja Sigríður GHAA Freyja Sigríður Borgfjörð, f. 22. Maí 2022. GHB Ragnhildur Jóhannesdóttir, f. 28. febrúar 1990, í Stavanger. Starfar við skrifstofustörf í Stavanger. GI Árni Ólason, f. 23. október 1962 í Reykjavík. Próf frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni og íþróttaháskólanum í Osló Noregi. Nú til heimilis að Dynskógum 19, Egilsstöðum. Starfar sem skólameistari í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Maki, 7. júlí 1991: Valgerður Dögg Hreinsdóttir, f. 1. janúar 1963 frá Reyðarfirði Próf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni. Íþróttakennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Foreldrar: Hreinn Pétursson, f. 3. október 1936 og Alda Guðbjörg Pétursdóttir, f. 16.ágúst 1941, hætt störfum, búsett á Egilsstöðum. Þeirra synir eru: Bjartur Óli, Ýmir Steinn, Ástvin Aldar og Hreimur Hreinn. GIA Bjartur Óli Árnason, f. 24. september 1990 í Osló. Stúdent frá ME. Starfar við smíðar, búsettur í Reykjavík.

44


GIB Ýmir Steinn Árnason, f. 24. október 1993 á Egilsstöðum. Stúdent frá ME. Starfar við Alcoa, Reyðarfirði. GIC Ástvin Aldar Árnason, f. 8. maí 1997 í Neskaupstað. Stúdent frá ME. Starfar hjá Frumherja á Egilsstöðum GID Hreimur Hreinn Árnason, f. 12. september 2000 á Egilsstöðum, Stúdent frá ME. GJ Ólöf Björg Óladóttir, f. 10. desember 1964 á Borgarfirði. Almennt verslunarpróf frá Eiðaskóla. Póstafgreiðslumannspróf. Þroskaþjálfi frá KÍ 2005. Starfar nú sem þroskaþjálfi við Egilsstaðaskóla. Nú til heimilis að Einbúablá 19, Egilsstöðum. Maki I: Óðinn Gunnar Óðinsson, f, 2. Nóvember 1958. Börn þeirra: Dagur Skírnir og Dagrún Sóla Maki II, 21. júní 2007: Ingólfur Þórhallsson f. 6. febrúar 1966 , Vélstjóri. Starfsmaður hjá Alcoa. Börn Ingólfs eru Arnar Þór f. 16. febrúar 1991. Maki í sambúð: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og barn þeirra, Salka Gró f. 13. febrúar 2023, og Atli Grétar f. 3. desember 1994, sambýliskona Ingibjörg Hjörleifsdóttir. Foreldrar: Þórhallur Eyjólfsson f. 6. mars 1941 frá Neshjáleigu í Loðmundarfirði og Sigurbjörg Alfreðsdóttir f. 25. apríl 1944, d, 23. febr. 1997 frá Víkingsstöðum á Völlum. Barn Þeirra. Kjartan Óli. GJA Dagur Skírnir Óðinsson, f. 2. febrúar 1987. Kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. GJB Dagrún Sóla Óðinsdóttir, f. 13. febrúar 1989. Starfar sem kokkur hjá Blábjörgum, Borgarfirði eystra. GJC Kjartan Óli Ingólfsson, f. 2. maí 2008 GK Sigurjón Guðni Ólason, f. 11.mars 1969 í Sólgarði. Myndatökumaður hjá Stöð 2. Til heimilis að Grænuhlíð 14, Reykjavík. Maki, 10. ágúst 2002: Andrea Guðnadóttir f. 8. mars 1968 á Eskifirði. Starfar sem aðalbókari hjá Creditinfo. Foreldrar: Guðni Þór Gunnarsson, vélstjóri, f. 19. febrúar 1944, d, 20. desember 2017 og Jóhanna Andrea Ólafsdóttir f. 24. maí 1944. Börn þeirra: Óli Þór og Nói Hrafn. 45


GKA Óli Þór Sigurjónsson, f. 23. mars 1999, Nemi við Garðyrkjuskóla Ríkisins. GKB Nói Hrafn Sigurjónsson, f. 30. desember 2003. Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands.

46


H Anna Guðný Jóhannsdóttir, f. 31.júlí 1928 á Hrauni. d. 23. maí 2018 Hefur starfað sem verkakona. Mikið við fiskvinnslu Maki, 23. maí 1953: Áskell Torfi Bjarnason, f. 14. september 1926 frá Bjarnafirði í Strandasýslu. d. 24. febrúar 2017 Verkamaður og sjómaður. Foreldrar: Bjarni Bjarnason bóndi, f. 23. apríl 1889, d. 29. ágúst 1952 og kona hans Anna Guðrún Áskelsdóttir frá Bassastöðum, f. 7. mars 1896, d. 24. febrúar 1976. Börn þeirra: Bergrún Jóhanna, Árni, Bjarni, Guðmundur Sveinn, Guðni Torfi og Gestur HA Bergrún Jóhanna Borgfjörð, f. 27. júní 1948 á Ósi. d. 4. desember 2012. Rak veitingasöluna Fjarðarborg og farfuglaheimili á Borgarfirði ásamt húsmóðurstörfum og búrekstri. Maki, 25. desember 1970: Ásgeir Arngrímsson, bóndi í Brekkubæ, f. 3. apríl 1949. Foreldrar: Arngrímur Magnússon, f. 22. mars 1925 í Másseli í Jökulsárhlíð, d. 14. mars 2007 f.v. útibússtjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Borgarfirði, og kona hans, Elsa Guðbjörg Jónsdóttir, f. 7. sept. 1928, d. 4. nóvember 2011, frá Svalbarði. Börn Þeirra: Arngrímur Viðar, Áskell Heiðar, Guðmundur Magni og Aldís Fjóla. HAA Arngrímur Viðar Ásgeirsson, f. 15. júlí 1968 í Merki. Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1988. Kennarapróf frá KHÍ 1992. Hefur starfað m.a. sem grunnskólakennari, verkefnastjóri frá 1992 og í ferðaþjónustu. Rekur nú gistiheimilið og ferðaþjónustuna Álfheima á Borgarfirði eystra. Til heimilis að Selbrekku 1, Egilsstöðum. Maki I, 13. ágúst 1994 (slitu samvistum): Sesselja Traustadóttir, f. 12. mars 1965. Grunnskólakennari. Börn þeirra: Ásgeir Bogi og Gréta Sóley Maki II: Þórey Sigurðardóttir f, 10. mai 1972 Snyrtifræðingur. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1950, byggingariðnfræðingur og Kristrún Pálsdóttir frá Aðalbóli, f. 1952. Sonur hennar; Ingi Snær Jónsson, f. 9. apríl 1997. Börn þeirra: Sigursteinn og Vera HAAA Ásgeir Bogi Arngrímsson, f. 16. maí 1992 í Reykjavík. Bifvélavirki og háskólanemi. Nú til heimilis við Mývatn. Maki, í sambúð: Sigríður Anna Jónsdóttir f, 11. mars 1993 Börn þeirra: Bergrún Unnur og Hóffý Gyða. HAAAA Bergrún Unnur Ásgeirsdóttir f, 3. mai 2021

47


HAAAB Hóffý Gyða Ásgeirsdóttir f, 2. apríl 2023 HAAB Gréta Sóley Arngrímsdóttir, f. 7. október 1996 í Reykjavík. Framreiðslumaður og stúdentspróf frá MK, B.A. gráða í tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ. Starfandi yfirþjónn í Gamla Bíói. Til heimilis í Ástúni 4 Kópavogi Maki, í sambúð: Atli Dagur Ólafsson f. 29.11.1994. Með B.S. próf í Fjármálaverkfræði og starfsmaður KONE á Íslandi. HAAC Sigursteinn Arngrímsson, f. 7. júní 2006 á Akureyri HAAD Vera Arngrímsdóttir, f. 23. apríl 2014 á Akureyri HAB Áskell Heiðar Ásgeirsson, f. 29. apríl 1973 á Ósi. Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1993, BSc. próf í Landafræði frá HÍ 1999, MA gráða í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan 2014. Hefur starfað m.a. sem viðburðaskipuleggjandi, sviðsstjóri og í ferðaþjónustu. Starfar nú sem lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Til heimilis að Brekkutúni 10, Sauðárkróki. Maki, 12. apríl 2003: Vala Bára Valsdóttir, f, 29. mars. 1970 á Sauðárkróki Leikskólakennari. Foreldrar: Þráinn Valur Ingólfsson, húsasmíðameistari, f. 9. september 1941 d. 6.október 2016 og Anna Pála Þorsteinsdóttir, bankastarfsmaður f. 19. mars 1947. Börn þeirra: Bergrún Sóla, Malen, Heiðdís Pála og Snæfríður. HABA Bergrún Sóla Áskelsdóttir, f. 6. júní 1997 á Egilsstöðum. BA gráða í ensku og austur-Asíufræði frá HÍ. Starfandi ferðaráðgjafi hjá Kilroy á Íslandi. Til heimilis í Engihjalla 19 Kópavogi Maki, í sambúð: Sigvaldi Helgi Gunnarsson, f. 29 júlí 1995. Með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. HABB Malen Áskelsdóttir, f. 5. febrúar 1999 á Sauðárkróki Starfandi tónlistarkona, ljósmyndari og hjá líkamsræktarstöðinni World Class. Til heimilis í Urriðaholti. Maki, í sambúð: Bjarki Bernardsson, f. 7.apríl 1996. Rafmagnsverkfræðingur, starfsmaður Controlant á Íslandi. HABC Heiðdís Pála Áskelsdóttir, f. 15. apríl 2008 á Akureyri 48


HABD Snæfríður Áskelsdóttir, f. 6.desember 2010 á Akureyri HAC Guðmundur Magni Ásgeirsson, f. 1.des.1978 á Egilsstöðum. Tónlistarmaður. Til heimilis að Goðabyggð 11 Akureyri. Maki: Eyrún Huld Haraldsdóttir, f. 29. mai 1981 Framhaldsskólakennari. Foreldrar: Haraldur Bjarnason og Sigrún Margrét Vilhjálmsdóttir. Til heimilis að Álfabyggð 10, Akureyri. Börn þeirra: Marinó Bjarni, Egill Ásberg, Kári Sæberg og Hrafn Eyberg. HACA Marinó Bjarni Magnason, f. 19. september 2005 HACB Egill Ásberg Magnason, f. 25. nóvember 2011 HACC Kári Sæberg Magnason, f. 16. febrúar 2014 HACD Hrafn Eyberg Magnason, f. 7.desember 2018 HAD Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Borgfjörð, f. 18.april í 1982 í Reykjavík. Tónlistarkona, Raddþjálfi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn, Music Coach, þjóðfræðingur og eigandi Gleymmérei Music.

49


HB Árni Áskelsson, f. 6. febrúar 1953 á Ósi. Tónlistarnám við tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistaskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla F.Í.H. Er hljóðfæraleikari. Lék lengi vel í ýmsum danshljómsveitum. Hefur verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1977. Einnig hefur hann, frá 1978, kennt á slagverk í hinum ýmsu tónlistarskólum. Til heimilis að Norðurbakka 1b, Hafnarfirði. Maki I, (slitu samvistum) 3. september 1976: Helga Björk M. Grétudóttir, f. 14. maí 1955 í Reykjavík. Helga er með próf frá Söngdeild Tónlistaskólans í Reykjavík og einnig með tónmenntakennarapróf frá sama skóla. Börn þeirra: Magnús Grétar og Fáfnir Maki II, 30. Júní 2016: Jóhanna Marín Jónsdóttir, f. 11. júní 1965. Sjúkraþjálfari hjá Sjúkratryggingum Íslands Foreldrar: Jón Már Þorvaldsson prentari, f. 9. desember 1933. d 27. september 2002 og Helga Finnsdóttir, saumakona og kaupmaður f. 17. desember 1930. d. 17. ágúst 1978. Börn Jóhönnu eru; Agnes Helga María Ferro f. 15. október 1988. Sonur Agnesar er Alexander Ferro Ingvason. Arianna Ferro, f. 10. nóvember 1992. Sambýlismaður hennar er Wanis Debongnie f 3. nóvember 1991. Dóttir Ariönnu er Paula Marín Ferro Ferreira. Jón Már Ferro, f. 10. október 1995. Barn hans og Birtu Kristrúnar B. Vilhjálmsdóttur f, 24. mars 1998 er Stella Marín Jónsdóttir f, 7. mai 2023 HBA Magnús Grétar Árnason, f. 20 nóvember 1976 í Reykjavík. Barnsmóðir: Guðný Guðnadóttir f. 30. mars 1977. Barn þeirra er Lúðvík Grétar Maki: Marielle Celevante Rosneto f. 19 júní 1978. Börn hennar: Sigríður Júlía Jóhannesdóttir og Ísak Gabríel Rosento. Barn þeirra er Louísa Björk HBAA Lúðvík Grétar Magnússon, f. 11. apríl 2005 HBAB Louísa Björk Magnúsdóttir, f, 6. nóvember 2018 HBB Fáfnir R. Árnason, f. 28. október 1982 í Reykjavík. Flugstjóri Maki, í sambúð: Karlotta Möller f, 6. september 1993

50


HC Bjarni Áskelsson, f. 25. október 1954 á Ósi. Próf frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Diplóma í fiskeldi frá Háskólanum á Hólum. Starfaði við fiskeldi, þar af 10 ár sem stöðvarstjóri Fiskeldisstöðvar Vesturlands í Borgarfirði. Framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurlands. Starfsmaður Samtaka fiskmarkaða. Starfaði hjá Reiknistofu Fiskmarkaða. Starfar nú við fiskeldi. Nú til heimilis í Grafarvogi í Reykjavík. Maki I, 9. júní 1980: Margrét Bárðardóttir frá Þorlákshöfn, f. 30.apríl 1957. d 17. ágúst 2005. Starfaði síðast sem kennari við Grunnskóla Þorlákshafnar. Foreldrar: Bárður Brynjólfsson, bifreiðastjóri, f. 10. janúar 1928. d. 14. janúar 2010, frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, og kona hans Rósa Magnúsdóttir, f. 13. apríl 1932, frá Lágu-Kotey í Meðallandi. Börn þeirra: Ágúst Elvar og Áskell Fannar Maki II, 06 ágúst 2016: Ingibjörg Helga Sigurðardóttir f. 18.11.1959 Þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Foreldrar: Sigurður Guttormsson, f. 29.08.1922 d. 06.11.1997 og kona hans, Guðbjörg Ó Jóhannesdóttir, f. 14.05.1923 d. 08.03.2005. Þau bjuggu á Hleinargarði í Eiðaþinghá. Börn Ingibjargar eru: Eyrún Huld Harðardóttir, Sambýlismaður hennar er Friðfinnur Sigurðsson. Barn þeirra er Elva María Friðfinnsdóttir Sigurður Helgi Harðarson, Eva Hlín Harðardóttir, sambýlismaður hennar er Gunnar Magnússon. Barn þeirra er Lilja Gunarsdóttir HCA Ágúst Elvar Bjarnason, f. 17. janúar 1979 í Reykjavík. Ferðamálafræðingur Maki: Hildur María Valgarðsdóttir, Ljósmyndari. Foreldrar: Valgarð Stefánsson húsasmiður og Kristín Gísladóttir viðskiptafræðingur. Barn þeirra: Margrét Rós Maki II: Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, f.31. október 1978. Umhverfisfræðingur frá Uppsalaháskóla. Foreldrar: Unnsteinn Hermannsson bóndi og Valdís Magnúsdóttir þroskaþjálfi. Þau búa að Langholtskoti í Hrunamannahrepp. Barn þeirra: Unnsteinn Mói HCAA Margrét Rós Ágústdóttir, f. 6. júní 2007 HCAB Unnsteinn Mói Ágústsson, f. 10.05.2017.

51


HCB Áskell Fannar Bjarnason, f. 5. desember 1986 á Akranesi, Bachelor of Applied Design frá Billy Blue College of Design í Sydney, Ástralíu. Viðmótshönnuður. Maki: Bryndís Eir Kristinsdóttir f. 10. desember 1985, Viðskiptafræðingur. Börn þeirra: Baltasar Bjarni, Benjamín Ari og Bjartur Erik. HCBA Baltasar Bjarni Áskelsson, f. 30. júlí 2015. í Ástralíu HCBB Benjamín Ari Áskelsson, f. 16. ágúst 2019 í Ástralíu HCBC Bjartur Erik Áskelsson, f, 21. nóvember 2021 í Reykjavík HD Guðmundur Sveinn Áskelsson, f. 13. október 1956 í Vestmannaeyjum. Vélstjórapróf frá Vélskóla Íslands. Vélstjóri á ýmsum fiskiskipum. Nú til heimilis að Þurrárhrauni 11, Þorlákshöfn. Maki: Þóra Bjarnadóttir, f. 30. mars 1965 á Selfossi. Stúdentspróf frá Flensborgarskóla. Heilbrigðisgagnafræðingur HSU. Foreldrar: Bjarni Valdimarsson, f. 13. mars 1941 í Hafnarfirði, netagerðamaður, og kona hans Guðfinna Karlsdóttir, f. 1. desember 1945 á Neðri Þverá í Vest.- Hún. Sonur Þóru: Karl Áki. Börn Þeirra Gunnar Torfi og Þórir HDA Karl Áki Auðunsson, f. 21. ágúst 1986 í Reykjavík, Sjómaður. Maki, í sambúð: Harpa Hlín Gunnarsdóttir f. 25.10.1981 í Reykjavík Stjórnmálafræðingur. Foreldrar: Gunnar Örn Guðmundsson, f. 28.10.1960 málari og Sólveig Sigurðardóttir aðstoðarkona tannlæknis, f. 8. maí 1962 Börn Þeirra: Þórdís Manda og Benedikt Þorri. HDAA Þórdís Manda Karlsdóttir, f. 13. október 2013 HDAB Benedikt Þorri Karlsson, f. 14. júní 2017 HDB Gunnar Torfi Guðmundsson, f. 6. ágúst 1988 í Reykjavík, Viðskiptafræðingur, MBA Háskólinn í Amsterdam. Starfsmaður Total Specific Solutions í Utrecht Hollandi. Búsettur í Amsterdam. Maki, í sambúð: Grecia Carolina Zatarain Reyes 52


HDC Þórir Guðmundsson, f. 18. febrúar 1997. Tæknimaður í Öryggismiðstöðinni Maki: Ásgerður Elva Jónsdóttir, f. 23. mai 1998 Barn Þeirra: Guðmundur Garðar. HCDA Guðmundur Garðar Þórisson, f. 23. febrúar 2020 HE Guðni Torfi Áskelsson, f. 6. apríl 1959 í Vestmannaeyjum. Próf í rafvirkjun. Var í bæjarstjórn Sveitafélagsins Árborgar frá 1998-2006 Maki I, (slitu samvistum): Vigdís Brynjólfsdóttir, f 20. desember 1959. Börn þeirra: Ómar Berg, Ingibjörg og Anna Guðný Maki II, (slitu samvistum): Ingibjörg Ársælsdóttir, f. 6. maí 1964. Barn þeirra: Nikulás Guðmundur HEA Ómar Berg Torfson, f. 27. nóvember 1979 í Reykjavík. Rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 2000. B.Sc. í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2008, M.Sc. í Data Mining and Knowledge Management frá Université Pierre et Marie Curie og Universitat Politecnica de Catalunya 2012. Barnsmóðir: Hrafnhildur Jörgensdóttir, f 22. nóvember 1978. Barn þeirra: Kolfinna Ásta Maki, 22. ágúst 2017: Anna Rakel Ólafsdóttir, fædd 27. september 1985 í Lyon, Frakklandi Fatahönnuður. Barn Önnu Rakelar: Clara Hrönn Pálmadóttir, f. 23. mars 2005 í Reykjavík. Börn þeirra: Isabelle Eir og Ingibjörg Dalía HEAA Kolfinna Ásta Ómarsdóttir, f. 25 maí 2010 í Reykjavík HEAB Ísabel Eir Ómarsdóttir, f. 1. febrúar 2013 í París, Frakklandi HEAC Ingibjörg Dalía Ómarsdóttir, f. 4. apríl 2018 HEB Ingibjörg Torfadóttir, f. 19. febrúar 1984 í Reykjavík. Ljósmyndari Maki, í sambúð: Skúli Arason

53


HEC Anna Guðný Torfadóttir, f. 22. febrúar 1993, Heilsumarkþjálfi og bloggari á heilsaogvellidan.com. Maki, (slitu samvistum): Snorri Sigurðarson, f. 22.09.1989 á Selfossi. Barn þeirra: Hinrik Berg. HECA Hinrik Berg Snorrason, f. 25.08.2016 HED Nikulás Guðmundur Torfason, f. 14. mars 2000 Sjómaður. HF Gestur Áskelsson, f. 6.júní 1961 í Vestmannaeyjum. Próf frá Tónlistaskólanum í Reykjavík. Starfar sem tónlistarkennari í Tónlistarskóla Árnesinga. Nú til heimilis að Ísleifsbúð 9, Þorlákshöfn. Maki, 23. maí 1998: Sigríður Kjartansdóttir, f. 18. febrúar 1972 í Varmadal Rangárvöllum. Bókari hjá Rafvör ehf og tónlistarkennari hjá Tónlistarskóla Árnesinga. Foreldrar: Kjartan Óskarsson, f. 17. ágúst 1946 í Selvogi, verkamaður, d. 21.júní 2017 og Sigfríður Óskarsdóttir, f. 7. júní 1948 í Varmadal. Ráku veitingastofuna T-bær í Selvogi. Börn þeirra: Kristjana, andvana f. f. 30. janúar 1994, Kristrún og Bergrún. HFA Kristrún Gestsdóttir, f. 12. janúar 1995. Tannlæknanemi í Debrecen, Ungverjalandi. Maki, í sambúð: Reza Soleimannejad Tabrizi f. 9. júní 1997 í Tehran, Íran. Tannlæknir í Keflavík. HFB Bergrún Gestsdóttir, f. 21. júlí 1999. Sjúkraþjálfari hjá Mætti sjúkraþjálfun ehf Selfossi. Maki, í sambúð: Jökull Hermannsson, f. 23. janúar 1998 í Osló í Noregi. Hagfræðingur, starfar hjá VÍS Selfossi. Þau búa á Selfossi.

54


I Jón Þór Jóhannsson, f. 11. ágúst 1930 á Hrauni Borgarfirði. d. 2. nóvember 2020. Samvinnuskólapróf frá Reykjavík. Námskeið í markaðsfræðum við Harward Business School í USA 1964. Starfaði alfarið hjá Sambandi Ísl. Samvinnufélaga 1952-1993, sem sölumaður og deildarstjóri og síðar sem aðstoðarframkvæmdastjóri í Innflutningsdeild. Framkvæmdastjóri Véladeildar Sambandsins frá 1968 og Búnaðardeildar frá 1984. Fulltrúi forstjóra Sambandsins 1991-1993. Átti sæti í framkv.stjórn Sambandsins 1969-1993. Átti sæti í stjórnum margra dótturfyrirtækja og hlutafélaga Sambandsins. Eftir starfslok sín hjá Sambandinu gerði Jón Þór að fullu starfi það sem áður hafði áður verið hans áhugamál, að vinna fyrir SÍBS og Landsamtök hjartasjúklinga, bæði sem starfsmaður stjórnar samtakanna og í stjórnum margra stofnana sem þeim tengdust s.s. Múlalundar og Reykjalundar. Starfaði hann við þau verkefni vel fram yfir síðustu aldamót. Jón Þór lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Maki, 30. júní 1956: Bryndís Dóra Þorleifsdóttir, f. 20. nóvember 1935, d 20. ágúst 2016. Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Vann skrifstofustörf hjá Sambandinu í Reykjavík ásamt húsmóðurstörfum. Foreldrar: Þorleifur Sigurbrandsson, verkstjóri hjá ESSO, frá Ólafsvík, f. 17. desember 1890, látinn 30. janúar 1971, Brandssonar lóðs og Sesselju Bjarnadóttur, Kúld frá Stykkishólmi og konu hans Höllu Einarsdóttur frá Fossi í Mýrdal, f. 2. febrúar 1903, látin 11. janúar 1998, Einarssonar bónda og Þuríðar Elíasdóttur. Börn þeirra: Þorleifur Þór, Stefanía Gyða, Jóhann Þór og Bergrún Svava. IA Þorleifur Þór Jónsson, f. 24. júlí 1958. Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Með M.Sc. gráðu frá University of Surrey og viðbótardiplómur frá Stjórnmálfræðideild HÍ bæði í alþjóðasamskiptum og norðurslóðafræðum. Starfsmaður Akureyrarbæjar og framkvæmdastjóri Hópferðamiðstöðvarinnar og síðan hagfræðingur Samtaka Ferðaþjónustunnar. Nú forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til heimils að Hjálmholti 8, Reykjavík. Maki, 6. júní 1992: Þórdís Hrönn Pálsdóttir, f. 11. október 1966. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1987. Próf í hótelrekstrarfræði frá Hosta í Sviss 1989. Var hótelstjóri á Hótel Húsavík og Hótel Reykjavík. Starfar nú sem sölustjóri hjá Íslandshótelunum. Foreldrar: Páll Arnór Pálsson, f.v. hæstaréttarlögmaður og ræðismaður. f. 5. júní 1948 og kona hans Ragnheiður Valdimarsdóttir, f.v. starfsmaður RUV, f. 18. júní 1949. Börn þeirra: Bryndís og Arnór. IAA Bryndís Þorleifsdóttir, f. 4. nóvember 1994 í Reykjavík. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Sveinspróf í framreiðslu. Starfar við umönnun fatlaðra. Maki, 27. ágúst 2022: Einar Óli Guðnason f. 13. október 1996. Sveinspróf í matreiðslu. Starfar hjá Kjöt Gallerí. Foreldar: Guðni Már Egilsson kjötiðnaðarmaður, f. 5. janúar 1974 og Þórunn Ýr Elíasdóttir bókari, f. 9. Júlí 1976. Sonur Einars er Kristófer Örn, f. 12. júlí 2014

55


IAB Arnór Þorleifsson, f. 23. nóvember 1996 í Reykjavík. Stúdent og vélfræðingur frá Tækniskólanum. Lauk B.Sc. prófi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2023 og starfar nú sem gæðastjórnunar forritari hjá Controlant. IB Stefanía Gyða Jónsdóttir, f. 9. febrúar 1963 í Reykjavík. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Starfar sem móttökuritari hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi. Til heimilis að Blönduhlíð 10, Reykjavík. Börn hennar: Birna Dís, Bjarki Dór og Dagný Björt. IBA Birna Dís Benjamínsdóttir, f. 13. apríl 1986. Viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og MPM frá Háskólanum í Reykjavík. Starfar sem verkefnastjóri hjá BYKO. Maki: Brimar Aðalsteinsson f. 16. apríl 1978, Lögfræðingur. Starfar sem deildarstjóri hjá Menntasjóði Námsmanna. Börn Þeirra: Bjarki Steinn og Iðunn Sjöfn IBBA Bjarki Steinn Brimarsson, f. 2. október 2020 IBBB Iðunn Sjöfn Brimarsdóttir, f, 23. maí 2023 IBB Bjarki Dór Benjamínsson, f. 17. júlí 1991, Meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands. IBC Dagný Björt Benjamínsdóttir, f. 4. janúar 1995. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. BA gráða 2023 frá IED Barcelona sem innanhúss arkitekt IC Jóhann Þór Jónsson, f. 14. október 1969, Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Starfaði að loknu námi við markaðsrannsóknir hjá Lexmark International í Sydney í Ástralíu, var um árabil forstöðumaður markaðsdeildar Eimskips og hjá Advania, en starfar nú sem forstöðumaður atNorth ehf. Til heimilis að Þrymsölum 7, Kópavogi. Maki, 15. júní 2002: Þórunn Marinósdóttir, f. 25. apríl 1974, Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Starfar sem forstöðumaður hjá Isavia. Foreldrar: Marinó Tryggvason f. 9. sept. 1953 og Margrét Magnúsdóttir f. 9. ágúst 1953 bændur í Hvítanesi, Hvalfjarðarsveit. Börn þeirra: Jón Þór, Margrét Eva og Sóley María.

56


ICA Jón Þór Jóhannsson, f. 7. maí 2003. Nemi í Háskólanum í Reykjavík. ICB Margrét Eva Jóhannsdóttir, f. 16. september 2006. Nemi í Verslunarskóla Íslands. ICC Sóley María Jóhannsdóttir, f. 18. febrúar 2011. Nemi í Salaskóla. ID Bergrún Svava Jónsdóttir, f. 14. október 1969, Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá Háskóla Íslands. Starfar sem ljósmóðir á Heilsugæslunni í Salahverfi. Nú til heimilis að Örvasölum 18, Kópavogi. Maki, 14. nóvember 1992: Ragnar Baldursson, f. 22. mars 1966, Starfandi hæstaréttarlögmaður hjá LXP Legal. Foreldrar: Baldur S. Baldursson, f. 29. ágúst 1944, f.v. brunavörður og Siggerður Þorvaldsdóttir, f. 5. nóvember 1947, f.v. skrifstofumaður. Börn þeirra: Halla Björk, Gerður Hrönn og Brynja Valdís IDA Halla Björk Ragnarsdóttir, f. 27. september 1994. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Starfar hjá Marel hf. Maki: Elvar Ingi Ragnarsson f. 27 febrúar 1994, Nemi í viðskiptum við KU Leuven. IDB Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, f. 5. janúar 1999. Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. B.sc. í sálfræði frá Cameron University í USA. Maki, í sambúð: Andri Snær Sigurjónsson 4. desember 2001, Húsasmiður. Barn þeirra: Aldís Ragna IDBA Aldís Ragna Andradóttir, f, 5. mai 2023 IDC Brynja Valdís Ragnarsdóttir, f. 25. febrúar 2004. Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.

57


J Þorgeir Stefán Jóhannsson, f. 25. mars 1932 í Tungu. d. 13. maí 1979 Samvinnuskólapróf. Starfaði við verslunarstörf hjá Kaupfélaginu í Keflavík og rak Lakkrísgerðina Póló. Síðan starfsmaður Sambands Íslenskra Samvinnufélaga. Síðast verslunarstjóri Rafbúðar SÍS. Maki, 5. mars 1955: Valgerður Magnúsdóttir f. 17. mars 1928 í Reykjavík. Fv. starfsmaður Pósts og Síma. Foreldrar: Magnús Jensson, f. 17. febrúar 1903. d. 18. apríl 1984 og Sveinsína Guðrún Jóramsdóttir, f. 20. júlí 1909, d. 5. febrúar 1992. Sonur Valgerðar er Lárus Berg Sigurbergsson, f. 9. mars 1945 í Reykjavík. Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson, Kona hans er Ásta Eyjólfsdóttir, f. 12. apríl 1945 í Reykjavík. Börn Lárusar og Ástu: Eyjólfur Lárusson, f. 1. febrúar 1968. Þorsteinn Lárusson, f. 20. apríl 1970. Börn hans og Lilju Þorsteinsdóttur: Ísak Þorsteinsson, f. 4. nóvember 2000 og Óttar Þorsteinsson, f. 10. apríl 2005 Ragnhildur Elín Lárusdóttir, f. 30. júní 1978. Börn hennar og Stefáns Ara Gumundssonar: Lárus Orri Stefánsson, f. 15. janúar 2000 og Sindri Svan Stefánsson, f. 29. desember 2004. Barn hennar og Heimis Guðjónssonar: Ásta Lovísa Heimisdóttir, f. 9. mars 2014 Börn þeirra: Ellert Jón, Ragna Rún, Jóhann Berg og Ída Guðrún. JA Ellert Jón Þorgeirsson, f. 1. desember 1956 í Reykjavík. Húsgagnsmíðaameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Starfaði hjá viðhaldsdeild SÍS í 6 ár. Miklagarði sem lagerstjóri 4 ár og verslunarstjóri hjá KASK í 2 ár. Sölustjóri hjá Garðheimum / Gróðurvörum ehf á árunum 1992 til 2016. Starfar nú sem sendibílsstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Nú til heimilis að Kristnibraut 85, Reykjavík. Maki, 6. janúar 1980: Ásta Þóra Schiöth, f. 15. júní 1957 á Akureyri. Hefur unnið að verslunar- og bankastörfum og seinast sem skrifstofustjóri hjá Tónlistaskóla Grafavogs. Foreldrar: Sigurður Björn Brynjólfsson frá Hrísey, f. 9 maí 1918, d. 2002 og kona hans Helga Guðrún Schiöth frá Akureyri, f. 1.ágúst 1918, d. 2012. Börn þeirra: Þorgeir Valur, Hinrik Carl og Sigurður Helgi. JAA Þorgeir Valur Ellertsson, f. 27. september 1979 í Reykjavík. Sveinspróf í prentsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Starfar sem prentsmiður hjá Svansprenti. Til heimilis að Öldutúni 14 í Hafnarfirði. Maki, í sambúð: Særún Björg Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1979 frá Djúpavogi. Starfar hjá Fraktlausnum sem þjónustustjóri. Foreldrar: Jón Sigurðsson sjómaður, f. 4. desember 1953 og Steinunn Jónsdóttir, f. 21. júní 1955. Sonur Særúnar er Ómar Freyr Særúnarson, f. 26. desember 2001 Barn þeirra: Sigurður Ýmir. JAAA Sigurður Ýmir Þorgeirsson, f. 28. júní 2011

58


JAB Hinrik Carl Ellertsson, f. 5. desember 1983 í Reykjavík. Sveinspróf í matreiðslu frá Menntaskólanum í Kópavogi. Meistarapróf í matreiðslu frá sama skóla 2012. Starfar sem matreiðslukennari í Menntaskólanum í Kópavogi Maki: Harpa Flóventsdóttir, f, 6. desember 1982 Vinnur sem rannsakandi hjá Hugverkastofu. Börn þeirra: Benjamín Jón Elías og Karítas Helga Dís JABA Benjamín Jón Elías Hinriksson, f. 23. október 2010. JABB Karítas Helga Dís Hinriksdóttir, f. 19. febrúar 2015 JAC Sigurður Helgi Ellertsson, f. 24. janúar 1987 í Reykjavík. Stúdentspróf frá FB. Viðskiptafræðingur með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri 2018, M.cf. í Fjármál fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2020, ásamt viðbótardiplómu í opinberi stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2023. Starfar sem sérfræðingur á fjármálasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Maki, 5.nóvember 2016: Cecilie Cedet Gaihede, f. 23. apríl 1990. B.A. Listfræði 2017 frá Háskóla Íslands. M.a í Menningarfræði 2019, M.sc í Verkefnastjórnun 2022 ásamt viðbótardiplómu í opinberi stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2023. Starfar sem safneingar- og rannsóknarstjóri í Gerðarsafni- Listasafn Kópavogs. Börn Þeirra: Tindur Blær og Eldar Eir JACA Tindur Blær Sigurðarson Gaihede, f. 21. desember 2014 JACB Eldar Eir Sigurðarson Gaihede, f. 25. júní 2016 JB Ragna Rún Þorgeirsdóttir, f. 16. september 1957 í Reykjavík. Próf frá Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Nú til heimils að Kambsvegi 14 í Reykjavík. Maki, 6. janúar 1980: Ólafur Ólafsson, f. 19. ágúst 1953 á Akranesi Hefur starfað samfleitt sem stoðtækjasmiður frá árinu 1974. Í upphafi hjá Arnóri Halldórssyni, síðan Ortos, Borgarapoteki, Stoðtækni - Gísli Ferdinandsson, Stoðtækjaþjónustu Össurar og síðast hjá Össur Iceland Clinic. Foreldrar: Ólafur Ólafsson, bóndi að Eyri í Svínadal, f. 24. desember 1901, d. 23. febrúar 1985 og kona hans, Erla Guðmundsdóttir, saumakona og húsmóðir, fædd 18. nóvember 1933 á Hellissandi. d. 6. nóvember 2009. Börn þeirra: Erla Dögg og Ólafur Óli

59


JBA Erla Dögg Ólafsdóttir, f. 12. janúar 1982 í Reykjavík. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2002. B.sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Starfar nú hjá Skattinum á Akureyri Maki, 11. júní 2005: Fannar Geir Ásgeirsson, f. 16. des 1980 á Akureyri. Starfar sem sölustjóri hjá VOOT á Akureyri. Foreldrar: Ásgeir S. Jónasson, f. 11. júní 1955. d. 8. mars 1992, og Álfheiður Halla Árnadóttir, f. 7. nóvember 1959. Börn Þeirra: Sandra Rut og Halla Rún. JBAA Sandra Rut Fannarsdóttir, f. 28. júní 2006 JBAB Halla Rún Fannarsdóttir, f. 13. nóvember 2008 JBB Ólafur Óli Ólafsson, f. 23. febrúar 1991 í Reykjavík. Fór sem skiptinemi til Dóminíska Lýðveldisins 2007 með AFS skiptinemasamtökunum. Sat síðar í stjórn AFS Ísland 2016-2018 og Landsambandi Æskulýðsfélaga 2014. Bjó í Portúgal á árunum 2011-2013 og vann sem kokteilbarþjónn í Lisabon. Starfaði á Grand Hótel Reykjavík 2013-2014 sem barþjónn og yfirþjónn. Hóf störf sem sölustjóri hjá Guide to Iceland 2014, sem síðar varð að Travelshift. Starfar nú þar sem rekstrarstjóri og situr í stjórn félagsins. Maki: Katrín Þöll Ingólfsdóttir, f. 31. mars 1993 í Eyjafjarðarsveit. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Lauk viðurkenningu í bókhaldi og er masternemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Starfaði sem sérfræðingur hjá Borgun á árunum 2017-2019. Sérfræðingur á mannauðssviði Samskipa árin 2019-2020 og síðar sem sérfræðingur í greiningum hjá fyrirtækjasviði PWC frá 2020-2022. Starfar í dag sem sérfræðingur á mannauðssviði Bláa Lóninsins. Foreldrar: Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kjarnaskógs, f. 26. nóvember 1967 og Matthildur Ásta Hauksdóttir, garðyrkjufræðingur, f. 24. mars 1965. JC Jóhann Berg Þorgeirson, f. 8. október 1960 í Reykjavík. Hefur starfað við verslunarstörf, Lengst af við bílasölu. Hjá SÍS, sölustjóri hjá IH hf, B&L HF og nú hjá BL. Til heimilis að Galtalind 22 í Kópavogi. Maki, 6. janúar 1985: Stefanía Björk Reynisdóttir f. 4. ágúst 1961. Hefur starfað við ýmis skrifstofustörf frá 2004. Móttökuritari hjá MT stofunni. Foreldrar: Reynir Þorkelsson, f.v. lögregluþjónn, f. 9. janúar 1932, og Ragnheiður Gunnhildur Stefánsdóttir, f. 6. júlí 1938 á Grund á Jökuldal. d. 8 ágúst 2004. Börn þeirra: Óðinn, Ólöf Anna og Þorgeir Stefán.

60


JCA Óðinn Valdimarsson, f. 27. janúar 1980 í Reykjavík. Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2000, B.Sc. í viðskiptafræði frá Tækniháskólanum í Reykjavík. M.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Starfaði hjá Íslandsbanka og Bílgreinasambandinu. Nú rekstrarstjóri Flex ehf. Maki: Elísabet Hilmarsdóttir, f. 16. ágúst 1980 í Reykjavík. Stúdent frá MK, B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Starfaði hjá Arion banka. Nú mannauðsráðgjafi hjá VÍS. Búa í Hveralind 5, Kópavogi. Foreldrar: Hilmar Ólafsson verktaki, f. 25. ágúst 1955 og Jóhanna Egilsdóttir matráðskona, f. 29. jún. 1959. Börn Þeirra: Jóhann Emil og Bjarki Snær. JCAA Jóhann Emil Óðinsson, f. 12. feb. 2008 JCAB Bjarki Snær Óðinsson, f. 28. des. 2012 JCB Ólöf Anna Jóhannsdóttir, f. 17. október 1984. Útskrifaðist sem Grafískur miðlari af upplýsinga-og fjölmiðlafræðibraut Iðnskólans í Reykjavík. Stúdent frá FÁ 2009. BA próf í Ritlist og þjóðfræði frá Háskóla Íslands 2015, Þjóðfræðingur og meistaranemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sjálfstætt starfandi fræðimaður og verkefnastjóri hjá Reykjavíkur Akademíunni. Maki, 19. Júní 2009: Ómar Karlsson, f. 1. okt 1976 í Reykjavík. Stúdent frá MS 1996. Atvinnuflugmaður frá Flugskóla Íslands 2002. Starfar sem flugumsjónamaður hjá Air Atlanta. Heimili þeirra er Goðheimar 23, Rvík. Foreldrar: Karl Sigtryggsson, kvikmyndagerðarm., frá Húsavík f. 14. júlí 1952 og Kristjana Rósmundsdóttir aðalbókari frá Dalvík, f. 23. ág. 1954. Börn þeirra: Valgerður Lilja og Stefán Berg. JCBA Valgerður Lilja Ómarsdóttir, f. 1. nóvember 2011 JCBB Stefán Berg Ómarsson, f. 28. oktober 2019 JCC Þorgeir Stefán Jóhannsson, f. 4. nóvember 1994, Sveinspróf í rafvirkjun frá Tækniskólanum árið 2015. Rafvirkjameistari og rafiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2022. Starfaði sem rafvirki og síðar söluráðgjafi rafbúnaðar hjá S. Guðjónsson. Starfar sem raflagna- og lýsingarhönnuður hjá Raftákn Verkfræðistofu. Nú búsett í Heiðarlundi, Akureyri Maki, í sambúð: Karen Þorsteinsdóttir, f. 21. janúar 1995 á Akranesi. Stúdentspróf frá FVA 2018. Starfaði við umönnunarstörf á dvalar – hjúkrunarheimilinu Höfða ásamt hjúkrunarsambýlinu Roðasölum. Starfar nú á velferðarsviði Akureyrarbæjar. Foreldrar: Þorsteinn Ingason, f. 6. nóvember 1961 og Ólöf Kristín Guðnadóttir, f. 23. mars 1959 d. 13. nóvember 2021. Barn þeirra: Ólöf Stefanía

61


JCCA Ólöf Stefanía Þorgeirsdóttir, f. 29 júlí 2020 JD Ída Guðrún Þorgeirsdóttir, f. 11. desember 1967 í Reykjavík. Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla í Reykjavík. Skrifstofumaður hjá Búseta Maki, 11. desember 2002: Pétur Magni Jóhannsson Andersen, f. 10. júní 1966 Vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík. Vaktstjóri hjá Ölgerðinni frá 2007. Starfar frá árinu 2015 hjá Veitum í viðhaldsþjónustu. Foreldrar: Jóhann Júlíus Andersen, vélstjóri, f. 14. nóvember 1938 í Vestmannaeyjum og Anna Guðjónsdóttir, f. 9. janúar 1933, frá Saurhól í Saurbæ Dalasýslu. Börn þeirra: Jóhann Sindri og Guðlaugur Darri JDA Jóhann Sindri Pétursson, f. 6. ágúst 1986 í Reykjavík. Stúdent frá MS 2006. Lauk BS námi á umhverfisskipulagsbraut við LBHÍ á Hvanneyri 2010. Útskrifaðist sem Landslagsarkitekt frá SLU 2014. Starfar sem landslagshönnuður hjá Landmótun. Maki: Guðrún Birna Sigmarsdóttir, f. 23. mars 1983. Útskrifaðist sem Landslagsarkitekt frá SLU árið 2014 og starfar sem landslagsarkitekt hjá Mannviti. Börn þeirra: Sigmar Magni, Ída Dagný og Hekla Vök JDAA Sigmar Magni Jóhannsson Andersen, f. 9.júlí 2011. JDAB Ída Dagný Jóhannsdóttir, f. 13. júlí 2017 JDAC Hekla Vök Jóhannsdóttir, f, 20. september 2021 JDB Guðlaugur Darri Pétursson, f. 8. maí 2000. Stúdent frá MS 2019. Nú nemi í landslagsarkitektúr við LBHÍ. Maki, í sambúð: Svanfríður Sigrún Björgvinsdóttir, f. 3. mars 1994. Stúdent frá FVA 2014 og starfar í kerskála í álverinu í Straumsvík.

62


K Ída Borgfjörð Guðnadóttir (Jóhannsdóttir), f. 1. júní 1933, í Tungu. d. 7. júní 1966. Kjördóttir Guðna Árnasonar og Rósu Ingimarsdóttir. Maki, 27. desember 1952: Bragi Eggertsson, f. 24. apríl 1932 á Þórshöfn. d. 10. apríl 2019. Foreldrar: Eggert Ólafsson, d. 1998, bóndi í Laxárdal og Soffía Ingimarsdóttir frá Þórshöfn. Börn þeirra: Rósa Guðný og Jón Eggert. KA Rósa Guðný Bragadóttir, f. 19. október 1952 í Reykjavík. Próf frá Ljósmæðraskóla Íslands og próf í hjúkrunarfræðum frá Nýja Hjúkrunarskólanum í Reykjavík. Starfaði sem Ljósmóðir á LHS. Nú til heimils að Hólmvaði 10 í Reykjavík. Maki, 29. desember 1973: Ómar Örn Ingólfsson, f. 27. september 1951. Tæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands, síðan byggingaverkfræðipróf M.Sc. frá LTH í Lundi. Starfaði sem verkfræðingur hjá Mannviti hf. í Reykjavík. Foreldrar: Ingólfur Bjarnason, fyrrverandi bóndi á Hlemmiskeiði I á Skeiðum f. 2. nóvember 1922, dáinn 19. maí 2013 og kona hans Kristín Eiríksdóttir, frá Mástungu, f. 26. júlí 1928 dáin 2. janúar 2013 Börn þeirra: Ída Braga, Kristín Sif og Ingólfur Örn. KAA Ída Braga Ómarsdóttir, f. 24. júlí 1973 í Reykjavík. Sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands. Starfandi sjúkraþjálfari á LHS Grensásdeild. Til heimilis í Hafnarfirði. Maki: Þórður Hjalti Þorvarðarson, f. 14. janúar 1971. Próf í læknisfræði frá Háskóla Íslands, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum í Orkuhúsinu. Foreldrar hans eru Þorvarður Björnsson, f. 16. apríl 1947 og kona hans Guðlaug Þórðardóttir, f. 20. ágúst 1947. Börn þeirra: Klara Rán, Freyja Kristín og Hjalti Freyr. KAAA Klara Rán Þórðardóttir, f. 8 apríl 2002 KAAB Freyja Kristín Þórðardóttir, f. 31. ágúst 2005 KAAC Hjalti Freyi Þórðarson, f. 25. júní 2010

63


KAB Kristín Sif Ómarsdóttir, f. 11. mars 1979 í Lundi. Sjúkraþjálfari frá HÍ. Starfandi sjúkraþjálfari og meðeigandi hjá Sjúkraþjálfun Hafnarfjarðar. Maki: Daníel Scheving Hallgrímsson f. 14. mars 1981. B.Sc. próf í vélaverkfræði frá HÍ og M.Sc í orkuverkfræði frá Edinborgarháskóla. Vinnur hjá Landsnet. Foreldrar: Hallgrímur Scheving Kristinsson, f. 7. júní. 1944 og Elísabet Daníelsdóttir, f. 17.nóvember. 1955 Börn þeirra: Vala, Birna og Hulda KABA Vala Daníelsdóttir, f. 11. ágúst 2010 KABB Birna Daníelsdóttir, f. 1. ágúst 2013 KABC Hulda Daníelsdóttir, f. 14. júlí 2015 KAC Ingólfur Örn Ómarsson, f. 2 apríl 1982 í Reykjavík. Rafmagnsverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Óðinsvé, M.Sc. próf í rafmagnsverkfræði frá DTU. Starfar hjá HS Orku. Maki: Íris Ósk Ólafsdóttir, f. 8 júní 1982, C.Ps. próf í sálfræði vinnur hjá Reykjavíkurborg. Búsett í Reykjavík. Foreldrar: Ólafur Már Stefánsson f. 17. október 1953 og Kristín Pétursdóttir, f. 13.ágúst 1952. Börn þeirra: Nökkvi Örn og Brina Kristín. KACA Nökkvi Örn Ingólfsson, f. 7. júní 2011 KACB Birna Kristín Ingólfsdóttir, f. 8. ágúst 2014 KB Jón Eggert Bragason, f. 27. janúar 1954 í Reykjavík. Sveinspróf í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, Kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og Med. í kennslufræði stærðfæði frá HR. Fyrrverandi skólameistari og húsgagnasmiður Maki, 25. júlí 1985: Ásta Guðnadóttir, f. 27. ágúst 1953 í Reykjavík Kennarapróf frá Kennaraháskóla í Íslands. Fyrrverandi sérkennari. Foreldrar: Guðni Ingimundarson frá Hesti í Önundarfirði, f. 6. júní 1926 og kona hans, Kristín Sigmundsdóttir, f. 9. ágúst 1932 í Reykjavík. Þau eru bæði látin. Börn þeirra: Guðný, Gylfi og Hlynur.

64


KBA Guðný Jónsdóttir, f. 10. september 1980 í Reykjavík. Lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2007. Kvensjúkdómalæknir Maki, (slitu samvistum): Snorri Freyr Donaldson, f. 4. maí 1975. Barn hans er Gunnar Atli Snorrason, f. 2. okt. 1999. Börn þeirra: Egill og Ísak KBAA Egill Snorrason, f. 23.september 2008 KBAB Ísak Jón Snorrason, f. 31.október 2012. KBB Gylfi Jónsson, f. 23. mars 1983 í Reykjavík. Sveinspróf í húsasmíði. Hefur lokið MA prófi í félagsráðgjöf. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Maki, (Slitu samvistum): Kristrún Ólöf Sigurðardóttir, f. 27 júlí 1986, Börn þeirra: Tristan og Mikael KBBA Tristan Máni Gylfason, f. 22. apríl 2006. KBBB Mikael Logi Gylfason, f. 13. apríl 2008. KBC Hlynur Jónsson, f. 13. apríl 1988 í Reykjavík. Stúdent frá Kvennask. í Rvk. B.Sc í sjúkraþjálfun frá HÍ. Sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur Maki, í sambúð: Sandra Bjarnadóttir, f, 2. Júlí 1987 Ljósmóðir . Börn hennar; Birta Bjarnadóttir f, 16. desember 2013 og Freyja Bjarnadóttir f, 7. september 2016. Barn þeirra: Sóley KBCA Sóley Ásta Hlynsdóttir, f, 25. júní 2021

65


L Gunnar Sigmar Jóhannsson, f. 12. ágúst 1934 í Tungu. d. 9. júlí 1935

66


M Sveinn Jóhannsson, f. 20. september 1935 á Ósi. d. 4 oktober 2019. Matsveinapróf frá Matsveinaskólanum í Reykjavík. Starfaði sem matsveinn og kjötiðnaðarmaður. Maki, 2. júní 1963: Geirlaug Sveinsdóttir, f. 11. október 1942 í Geitavík. Frá Hvannstóði. Húsmæðraskólapróf frá Húsmæðraskólanum að Varmalandi. Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hefur unnið ýmis störf, seinustu starfsárin sem tryggingarfulltrúi hjá VÍS á Egilsstöðum. Foreldrar: Sveinn Bjarnason, bóndi í Hvannstóð, f. 3. október 1917, d. 27. maí 2003 og kona hans Anna Björg Jónsdóttir frá Geitavík, f. 13. júlí 1920, d. 30. des. 2002. Börn Þeirra: Jóhann. Anna Björg og Bjarni Ágúst. MA Jóhann Sveinsson, f. 24. febrúar 1963 í Reykjavík. Matreiðslumeistari frá Hótel- og veitingaskóla Íslands. Hefur unnið á ýmsum veitingastöðum hér og í Danmörku. Nú forstöðumaður eldhúss Kjarks endurhæfingar. Til heimilis að Andahvarfi 7a í Kópavogi. Maki: Hafdís Björk Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1968 Hársnyrtir frá Iðnskólanum í Reykjavík. Nám frá Háskóla Íslands í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Foreldrar: Guðmundur Þórir Einarsson, f. 4. september 1932, d. 1. júní 2007 og kona hans, Margrét Sigurðardóttir, f. 1. desember 1931, d. 23. febrúar 2017. Börn þeirra: Sveinn Þorgeir, Guðmundur Gauti og Brynjar Logi. MAA Sveinn Þorgeir Jóhannsson, f. 27. ágúst 1990 í Reykjavík. Matreiðslumaður frá Hótel og veitingaskólanum. Matreiðslumeistari frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hefur unnið við matreiðslu á ýmsum veitingastöðum og við kvikmyndir. Starfar í eldhúsi Hrafnistu. Maki, í sambúð: Helga Björg Ágústsdóttir, f. 30. desember 1989. Hársnyrtir frá Iðnskólanum í Reykjavík og förðunarfræðingur. Foreldrar: Svandís Ásdís Steingrímsdóttir, f. 18. desember 1953 og Ágúst Már Sigurðsson, f. 15. september 1955. Börn þeirra: Viktoría Björg og óskírð stúlka. MAAA Viktoría Björg Sveinsdóttir, f. 25.ágúst 2016 í Reykjavík. MAAB Stúlka Sveinsdóttir, f. 2. Júní 2002 MAB Guðmundur Gauti Jóhannsson f. 21. september 1997 í Reykjavík. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Kópavogi. Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Starfar hjá Vínbúðinni

67


MAC Brynjar Logi Jóhannsson, f. 19 september 2000, Stúdentspróf frá Ármúlaskóla. Stundar stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Starfar sem þingvörður. MB Anna Björg Sveinsdóttir, f. 18. júní 1964 í Reykjavík, d. 13. mars 2015. Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Starfaði við sjúkraþjálfun. Einnig bóndi að Valdastöðum í Kjós. Maki: Ólafur Helgi Ólafsson, f. 5 desember 1960. Bóndi. Foreldrar: Ólafur Þór Ólafsson. f. 10. desember 1936 á Fossá í Kjós, bóndi að Valdastöðum í Kjós og kona hans, Þórdís Ólafsdóttir, f. 20. nóvember 1940 að Hrauni í Ölfusi. Börn þeirra: Þórdís og Ólafur Geir MBA Þórdís Ólafsdóttir, f. 20. nóvember 1992 í Reykjavík, Maki, í sambúð: Ármann Haraldsson f. 1.mars 1989 á Ísafirði. Tæknimaður. Foreldrar: Haraldur Júlíusson verslunarstjóri og Ingibjörg Einarsdóttir. MBB Ólafur Geir Ólafsson, f. 14. febrúar 1996 í Reykjavík, Stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Heimspekingur frá Háskóla Íslands. Maki, í sambúð: Árný Björnsdóttir, f. 3.júní 1992 Starfsmaður NPA, Foreldrar: Björn Sigurðsson sérfræðingur í byggingariðnaði og Sigríður Júlía framhaldsskólakennari. MC Bjarni Ágúst Sveinsson, f. 1. ágúst 1972 í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hefur unnið seinustu ár við hótelrekstur og veitingastörf. Vinnur nú á Matkránni í Hveragerði Reykjavík. Til heimilis í Hveragerði. Maki, (slitu samvistum): Gréta Björk Ómarsdóttir, f. 20. október 1976 í Reykjavík. Foreldrar: Inga Hanna Hannesdóttir, f. 16. Júní 1958, ritari og Ómar Jóhannesson, fósturfaðir, f. 11. desember 1958. Börn þeirra: Elísa Björt og Alexander Ágúst. MCA Elísa Björt Bjarnadóttir, f. 14. apríl 1997 í Reykjavík. Starfsmaður Lyfju Maki: Nikulás Roel Bergljótarson, f. 31. mars 1992 Matreiðslumaður frá Hótel og Matvælaskólanum. Börn Nikulásar eru Rúnar Kristinn f. 19. Apríl 2011 og Heiðar Snorri f. 5. Mars 2013. Foreldrar: Bergljót Kristjánsdóttir, f. 10. apríl 1967 og Heiðar Matthíasson f. 10. mars 1962. Barn þeirra: Ísak Leó.

68


MCAA Ísak Leó Nikulásson, f. 27. ágúst 2019 MCB Alexander Ágúst Bjarnason, f. 5. júní 2000. Starfar sem kokkur á Skál Matbar.

69


N Guðmundur Jóhannsson, f. 20. september 1935 á Ósi. Bóndi og verkamaður, bjó lengst af á Ósi, nú í Árhvammi 1 Egilsstöðum. Maki, í sambúð: Sólveig Þórarinsdóttir, f. 15. nóvember 1936 frá Fljótsbakka, Foreldrar hennar Guðjón Þórarinn Guðmundsson frá Geitavík og Magnea Einarsdóttir Long, frá Seyðisfirði. Dætur Sólveigar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir og Matthildur Erla Þórðardóttir

70



2023


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.