Page 1

HRAFNISTU br éf ið 2. tölublað, 34. árg. Desember 2007
HRAFNISTUBRÉFIÐ

Besta kaffihúsið í bænum


HRAFNISTU br éf ið Forsíðumyndina að þessu sinni tók Hreinn Magnússon af styttu sem stendur í miðbæ Eskifjarðar og er eftir danska listamanninn Aage Nielsen Edwin. Styttan var afhjúpuð árið 1981 og á spjaldi á framanverðum stöpli styttunnar stendur: “Til minningar um drukknaða sjómenn frá Eskifirði.”

Útgefandi: Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði Ábyrgðarmaður: Sveinn H. Skúlason Umsjón: KOM ehf. almannatengsl Umbrot og hönnun: svarthvítt ehf. Ljósmyndir: eittstopp / Hreinn Magnússon Forsíðumynd: Úr myndasafni Hrafnistu Prófarkir: KOM ehf. Prentvinnsla: Svansprent Upplag: 1600 eintök
HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hátíðarkveðja hvílikt bruðl það væri Þetta hefur verið að byggja sundlaug. viðburðaríkt ár, 30 árum síðar stenst árið 2007, í sögu þessi bygging tímans Sjómannadagsráðs og tönn. Að sjálfsögðu hafa Hrafnistuheimilanna; þjónusturými verið bætt Sjómannadagsráð til aðlögunar því mikla 70 ára, Hrafnista félagsstarfi sem þar fer í Reykjavík 50 fram og verður þannig ára og Hrafnista í haldið áfram sem Hafnarfirði 30 ára. nauðsyn ber til. 25. nóvember 1937 Guðmundur Hallvarðsson Frá árinu 1985 hafa var Sjómannadagsráð farið fram umræður stofnað og þykir innan Sjómannadagsráðs varðandi mér ekki ólíklegt að þeir sem herbergjaskipan Hrafnistu í réðu mestu þar um hafi horft til Reykjavík. Einstaklingsherbergin, ártalsins og hinnar helgu tölu 7. 9 fermetrar, og sameiginlegt Leiðarstjarna sjómannadagsráðs baðherbergi á milli tveggja hefur leitt siglinguna í góðum herberja voru litin öðrum augum byr velferðarmála. Og aftur en í upphafi var 1957, kröfur um kemur talan 7 upp þá Hrafnista í Reykjavík er tekin í notkun 1957 og aðbúnað eldri borgara voru að taka á sig aðra mynd í breyttu umhverfi Hrafnista í Hafnarfirði 1977. samfélagsins. Hrafnista í Reykjavík Stjórn Sjómannadagsráðs lét þótti nýstárleg með sjötíu arkitekta vinna frumathugun tilbúnum herbergjum, flest á breytingum innan dyra, þ.e. einstaklingsherbergi, en nokkur herbergjum og þjónusturými. hjónaherbergi. Einnig sagði í Gekk svo fram um nokkur ár en blaðafrétt 1957 að gert væri ráð það sem dró úr hraða verksins fyrir tveimur álmum til viðbótar var hinn langi biðlisti og bágborið með sextíu rúmum í hvorri. ástand margra þeirra sem bönkuðu Þá Hrafnista í Hafnarfirði var upp á. Stjórnvöld vissu af okkar byggð þótti framúrstefnu gæta, áformum og báðu um að ekki einstaklingsherbergi 25 fermetrar yrði ráðist í þessar breytingar með baði. Margir höfðu orð á
HRAFNISTUBRÉFIÐ

sem hefðu í för með sér fækkun um rúmlega 100 heimilismenn. Við þessu var orðið og til að mæta þröngum herbergjakosti og vinna á löngum biðlista var ákveðið að bæta þjónustuþáttinn enn frekar. 1996 var tekin í notkun nýbygging við Hrafnistu í Reykjavík með sundlaug, aðstöðu fyrir endurhæfingu, leikfimisal, bocciasal o.fl. Heimilismenn voru ánægðir með þessa framkvæmd og nutu vel þeir sem gátu. Nú hefur verið hafist handa við breytta húsaskipan þar sem meðal annars tvö herbergi verða gerð að einu og stór setu- og borðstofa á hverri hæð. Þessar framkvæmdir munu hafa í för með sér fækkun heimilismanna og standa yfir í 3-5 ár. Vissulega mun nokkuð ónæði verða á meðan framkvæmdir

standa yfir. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka heimilisfólki einstakt umburðalyndi og þolinmæði vegna þess ónæðis sem á stundum vill verða vegna breytinganna og ekki síður starfsfólki Hrafnistu fyrir skilning á nauðsyn þessara breytinga, sem munu að lokum leiða til þægilegra herbergja og betra starfsumhverfis og aðstöðu. Stjórn Sjómannadagsráðs sendir heimilisfólki og starfsfólki Hrafnistuheimilanna í Reykjavík, Hafnarfirði, Víðinesi og Vífilsstöðum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.

Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs

Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Starfsfólk og stjórnendur Hrafnistuheimilanna
HRAFNISTUBRÉFIÐ

“Lífið varð aldrei eins eftir gos” Hjónin Adolf Óskarsson og Ásta Vigfúsdóttir hafa búið fallega um sig á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ásta þekkir vel til þar, enda vann hún þar um árabil. Hjónin eru heldur ekki fjarri sínu fyrra heimili í Firðinum því þau bjuggu áður á Ölduslóð. Þau fluttu fyrst á fastalandið í gosinu í Heimaey. „Reyndar var ég mest allt gosið úti í Eyjum,” segir Adolf. Hann er pípulagningameistari og var fljótlega kallaður út til Eyja til þess að sjá um vatnsveituna. „Ég var fyrst um borð í Hákvisti og þaðan var dælt á hraunið en síðan lögðu þeir leiðslurnar upp að gosinu sjálfu. Menn sögðu í fyrstu að þetta hefði enga þýðingu en annað átti

eftir að koma í ljós. Ég verð að játa að mér leist ekkert á þetta þegar maður sá tindana koma upp úr sjónum en þetta tókst.” Ásta og Adolf eru fermingarsystkini, bæði fædd í Vestmannaeyjum 1928. Þau rugluðu saman reitum og bjuggu í Eyjum í 50 ár. Þau eignuðust fimm börn en misstu 12 ára son sinn í
HRAFNISTUBRÉFIÐ

dráttarvélaslysi í sveit. „Við áttum fjóra syni og eina dóttur og þau eru okkur mjög náin,” segir Ásta.

Gríðarlegt áfall

Eins og gefur að skilja var Vestmannaeyjagosið gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna. „Það var ekki síst erfitt að þurfa að flytja,” segir Adolf. Heimili þeirra slapp undan hrauninu, en æskuheimili Ástu í austurhluta bæjarins, æskuheimili Adolfs og fyrsta heimili hjónanna fóru öll undir hraun. „Að deginum til höfðum við verið að ná því sem hægt var úr húsunum og koma því á bíla en um kvöldið, eftir messu, urðum við að fara og sækja það sem við vorum búnir að bjarga. Þetta kvöld fóru 40 hús.” Adolf vann alla sína tíð sem pípulagningamaður. Í Eyjum hugsaði Ásta um heimilið. „Ég var óttalegur sérvitringur,” segir hún og hlær. „Ég sá um börnin og heimilið og hann var stundum með marga menn í vinnu og kom oft með þá í kaffi þannig að það var svo sem í mörgu að snúast.”

Alltaf nóg að gera

Eftir að hjónin fluttu fyrst í bæinn hélt Adolf uppteknum hætti sem pípulagningamaður. Það átti síðan

fyrir hjónunum að liggja að flytja aftur til Eyja fljótlega eftir gos og þar bjuggu þau í 6 ár. „Ég tók fyrst að mér að leggja í hundrað íbúðir fyrir verktakafyrirtækið Breiðholt og síðan tók ég aftur til minna fyrri starfa og sá m.a. um þau verk sem ég hafði sinnt fyrir bæinn fyrir gos. Ég hafði alltaf nóg að gera en við ákváðum síðan að flytja upp á land. Það var ekki auðvelt. Við áttum nýtt hús sem fór á tæplega hálfvirði.” Hjónin undirstrika að Vestmannaeyjar hafi aldrei orðið samar eftir gos. „Það voru 1800 manns sem komu aldrei aftur. Það munar um annað eins. Lífið varð aldrei eins eftir gos.” Í gosinu höfðu þau selt hús sitt því þau voru byrjuð að byggja annað. „Það var ágætisfólk sem keypti en það hafði misst sitt hús undir hraun.” Ásta og Adolf hafa búið í Hafnarfirði í samfellt 20 ár. Þau voru um fimmtugt þegar þau fluttu fyrst frá Vestmannaeyjum. „Dóttir okkar er nýflutt til Hafnarfjarðar en hafði búið í Vestmannaeyjum um skeið. Einn sonur okkar er í Hafnarfirði og hinir tveir í Kópavogi.”

Ellefu góð ár á Hrafnistu

Eftir að hjónin voru flutt í Hafnarfjörð og börnin uppkomin
fór Ásta að vinna á Hrafnistu. „Það vildi svo vel til að ég fór hérna inneftir, sótti um vinnu og fékk hana,” segir Ásta og sér ekki eftir því. „Ég byrjaði 1. janúar 1983 og vann hér í 11 ár. Það var gott að vinna á Hrafnistu,” segir hún. „Og það er ennþá gott að vera hérna,” bætir Adolf við. Ásta og Adolf segjast almennt hafa verið heppin með heilsuna. Þau hafa þó bæði fengið hjartakvilla og hafa farið í aðgerð af þeim sökum. Einnig hefur Adolf glímt við exem og þarf reglulega í meðferð við því. Hann vann þó fulla vinnu til 74 ára aldurs. „Ég var alltaf frískur,” segir hann, „enda var ég svo mikið í íþróttum.“ Adolf var í hópi öflugra afreksíþróttamanna í Eyjum. Hann stundaði frjálsar íþróttir, fót- og körfubolta. Hann var m.a. í frægu liði Íslands sem vann Dani og

Gamla húsið á Bakkastíg, æskuheimili Ástu, sem fór undir hraun stóð við hliðina á sundlauginni sem varð einnig hrauninu að bráð.

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Norðmenn á Bislett í Osló 1951. Þá var hann annar spjótkastari liðsins. „Sama dag vann íslenska landsliðið í knattspyrnu frækinn sigur á Svíum á Melavelli þar sem sem Rikki skoraði öll fjögur mörk Íslands,” segir Adolf og brosir.

Afreksmaður í íþróttum

Það er til marks um afrek Adolfs í frjálsum íþróttum að þegar hann var 18 ára bætti hann Íslandsmetið í spjótkasti úr 53 metrum í rúmlega 60 metra. Hann setti einnig met í fimmtarþraut í Vestmannaeyjum. Þá kastaði hann 59 metra og stökk 6,60 metra í langstökki. „Ég keppti eiginlega í öllu sem hægt var og það var uppgangstími hjá okkur í Vestmannaeyjum. Við vorum fimm í landsliðinu sem fór til Oslóar á sínum tíma.” Aðstæður til æfinga voru kannski ekki upp á það besta, að minnsta kosti miðað við kröfurnar í dag. „En við höfðum túnin og brekkurnar,” segir Adolf. Fótboltinn og körfuboltinn voru líka skammt undan. „Við enduðum jafnan æfingarnar á körfunni,” segir hann og kímir. Einhverju sinni fóru frjálsíþróttajaxlarnir úr Eyjum til Reykjavíkur. „Við vorum átta saman. Kepptum fyrst við Háskólann og unnum hann og síðan fórum við upp á Hálogaland og kepptum við nýbakaða
HRAFNISTUBRÉFIÐ

Fjölskyldan frá vinstri: Hörður, Erla, Adolf yngri og Hilmar, ásamt foreldrum sínum. Myndin var tekin í Eyjum þegar fjölskyldan fylgdi móður Ástu til grafar.

Íslandsmeistara ÍR og unnum þá með 10 stiga mun. Það gekk alveg fram af þjálfara ÍR-inga að sjá okkur strákana koma utan af landi og sigra þá,” segir Adolf og hlær. Þarna kom æfingin úr spjótkastinu sér vel. Adolf skoraði 10 stig og hann var betri en enginn að kasta boltanum fram völlinn. „Þótt við lékum okkur venjulega í 12 metra löngum sal gat ég þarna grýtt boltanum þráðbeint fram í fjórum sinnum lengri sal.”

Til stuðnings góðu málefni

Adolf hefur aldrei sagt skilið við íþróttirnar. Hann helgaði sig yngri flokkunum þegar keppnisferli hans lauk og tók reyndar sjálfur upp þráðinn síðar og náði góðum árangri í flokki öldunga. Honum er tíðrætt um knattspyrnumanninn Ásgeir Sigurvinsson sem hann

horfði til með á sínum tíma. „Sonur okkar sem við misstum var jafnaldri hans og þeir voru vinir. Mér var síðan heiður að því fá að setja atvinnumannstreyju Ásgeirs, frá því hann var kosinn besti leikmaður Þýskalands, á uppboð til styrktar krabbameinsveikum börnum en Ásgeir hafði gefið mér treyjuna 18 árum áður,” segir Adolf. „Þetta varð að gerast,” segir Ásta. „Allir í fjölskyldunni vildu eiga treyjuna en þarna kom hún sér virkilega vel og það fengust 120 þúsund krónur fyrir hana til styrktar góðu málefni.” Þegar Ásta og Adolf eru kvödd á fallegu heimili sínu á Hrafnistu í Hafnarfirði geislar af þeim. „Hér þekki ég vel til og hef alltaf kunnað vel við mig,” segir Ásta.


10

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Allt er breytingum undirorpið“ Elín Elísabet Guðmundsdóttir er fædd árið 1919 að Bæ í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum. Hún er dóttir hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur. Elín Elísabet var fimmta stúlkan í átta barna hópi. „Svo komu þrír strákar,“ segir hún brosandi og bætir svo við: „En það var ekkert mál.“

Elín Elísabet segist ánægð á Hrafnistu í Reykjavík. Þar hefur hún búið notalega um sig og segist aðallega dunda sér við hannyrðir og að hlusta á hljóðbækur. „Ég reyni að hekla svolítið og verð eiginlega að hafa sjónina í puttunum,“ segir hún og brosir. „En hér líður mér vel og þetta er ósköp áhyggjulaust,“ bætir hún við. „Þegar ég var sjö ára árið 1926 fluttu foreldrar mínir til Reykjavíkur. Ég varð eftir í Ófeigsfirði og ólst þar upp. Til að byrja með fór ég þangað um stundarsakir en ílentist. Faðir minn dó þegar ég var 10 ára. Ég sá hann

Elín Elísabet Guðmundsdóttir

síðast þegar ég var 7 ára.“ Elín Elísabet segist hafa verið hjá góðu fólki. „Já, en ég hef oft verið spurð af því hvort það hafi ekki verið einangrun þarna í Ófeigsfirði. Ég hafði aldrei heyrt þetta orð og því síður vissi ég hvað það þýddi. Þetta var stórbýli og oft á milli 20 og 30 manns þar á veturna, en þetta var tvíbýli.“

Allt heimafengið

Þarna bjó hún, Strandastúlkan, fram á miðjan sjöunda áratug nýliðinnar aldar. „Ég giftist og bjó í Ófeigsfirði. Maðurinn minn hét Guðmundur Pétursson og var frá Ófeigsfirði. Við byggðum okkur


11

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Rafknúnir hægindastólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval

Let´s Go gönguborðin • Veita góðan stuðning innandyra • Henta einnig vel sem hliðarborð Verslunin er opin virka daga kl. 9-18.

Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is


12

hús og bjuggum þarna til 1965 en þá voru allir farnir. Jarðirnar í kringum okkur voru komnar í eyði og ekki hægt að búa þarna lengur.“ Síldin spilaði stórt hlutverk í Ófeigsfirði. „Þegar hún brást fór að fækka í sveitinni. Síldin var mikil búbót fyrir okkur og hleypti lífi í allt saman. En við höfðum svo sem nóg fyrir stafni. Það var allt heimafengið og ekki farið í búðir til að kaupa eitthvað á börnin.“

Skapandi í hannyrðum

Hannyrðir eru aldrei langt undan hjá Elínu Elísabetu. „Ég er alltaf að reyna að hafa eitthvað á milli

HRAFNISTUBRÉFIÐ

handanna en sjónin er ekki nógu góð.“ Uppi á vegg hjá henni á Hrafnistu er falleg mynd af glæsilegu húsi fjölskyldunnar sem hún óf sjálf. Og hún sýnir einnig listræna tilburði í sínum hannyrðum því mynd hennar Huliðsheimar steinanna skipar öndvegi hjá henni. „Já, ég hef alltaf haft svolítið gaman af þessu en get því miður ekki sinnt því sem skyldi,“ segir hún hógvær. „Ég kom hingað 24. maí og kann vel við mig. Þegar sjónin fór að daprast fann ég að ég þurfti að gera eitthvað í málunum og þetta er góður kostur.“


HRAFNISTUBRÉFIÐ

Það átti fyrir Elínu að liggja að eignast átta börn. Sjálf kom hún úr jafnstórum barnahópi. „Það er svo merkilegt að flest af mínum systkinum eignuðust líka átta börn.“ Öll börn Elínar komust á legg en hún missti son, 15 ára að aldri.

Góð ár í Kópavogi

Eftir hjúskaparárin í Ófeigsfirði flutti fjölskyldan til Bolungarvíkur og bjó þar í sjö ár. Síðan lá leiðin í Kópavog árið 1972 og þar bjó Elín Elísabet þar til hún flutti á Hrafnistu. Guðmundur lést árið 1985 en hann var lengst af á sanddæluskipinu Sandey. „Eftir að Guðmundur lést flutti ég í Hamraborgina í Kópavogi og var þar í 20 ár og þar var gott að vera,“ segir hún. Þegar hjónin fluttu af Ströndum voru flest börnin orðin nokkuð fullorðin. „Þrjú voru innan við fermingu og sá yngsti tveggja ára. Við áttum sannarlega góð ár, bæði á Ströndum og hérna fyrir sunnan,“ segir þessi geðþekka kona

Nýir tímar

Elín Elísabet segir að Strandasýsla eigi

13

vissulega framtíð fyrir sér. „Sums staðar er framtíð, t.d. í Hólmavík og á Drangsnesi. Í Árneshreppi eru bara nokkrir bæir en á sumrin fyllast eyðibýlin af fólki sem á rætur sínar að rekja þangað.“ Elín bætir við að Ófeigsfjörður eigi líka sína framtíð. „Það vantar land fyrir útlendinga,“ segir hún. „Þeir eru byrjaðir að kaupa á þessum slóðum.“ Hún segist eiga erfitt með að draga upp einhverja mynd af stöðunni. „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér dettur eiginlega ekkert í hug. Allt er breytingum undirorpið. Síðast var útlendingur að kaupa næst fyrir norðan okkur. Ef vegirnir lagast hlýtur eitthvað að koma. Og ég tala nú ekki um síldina – ef hún kæmi aftur.“ Þessa sérstöku ofnu mynd kallar Elín Elísabet Huliðsheima steinanna. Myndin talar sínu máli og segir margt um listræna hæfileika hennar.


14

HRAFNISTUBRÉFIÐ

“Ég vissi náttúrlega hvar hún bjó og bankaði upp á,” segir Indriði og gleymir aldei að hrósa Selmu sinni sem hann hefur átt 66 ár með.

“Hún hefur alltaf verið falleg kona” Hjónin Indriði Guðjónsson og Selma Friðgeirsdóttir vita hvað tilviljanir þýða í lífinu. Það voru einmitt skemmtilegar tilviljanir sem leiddu þau saman. Indriði kvartar ekki þrátt fyrir háan aldur og eilítinn krankleika. „Ég er vel göngufær, þótt ég þurfi að styðjast við hækjuna,” segir hann brosandi. „Selma er aftur á móti heilsutæp og hefur verið lengi. Svo bættist Parkinson-veikin við,” segir hann og horfir til sinnar yndislegu konu. „Það var nú meiningin að við færum saman í göngutúra og svoleiðis eftir að

við komum hingað á Hrafnistu í Reykjavík en það hefur orðið minna úr því. Engu að síður höfum við það fínt hérna.” Indriði er fæddur á Ísafirði 2. mars 1916. Selma er fædd á Akureyri 26. nóvember 1922. Það er eins og leiðir þeirra,Vestfirðingsins og Norðlendingsins, hafi átt að liggja saman.


15

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Það er nú saga að segja frá því,” segir Selma og kímir og Indriði tekur orðið. „Ég ólst náttúrlega upp á kreppuárunum á Ísafirði. Þar var sjávarpláss og mikið af bátum og þar lærði maður fljótlega að stokka upp og beita. Síðan kom kreppan. Það urðu bölvuð vandræði á sjónum 1926. Síldarkrakk, eins og kallað var. Síldin seldist ekki. Menn voru að bítast um að tunnan færi í 100 krónur en hún fór ekki í nema 96. Svo kom áfallið og síldin seldist ekki.”

Góður stjóri og góð áhöfn

Upp úr því voru bátarnir seldir frá Ísafirði. „Þetta voru hrein vandræði. Seinna var stofnað samvinnufélag sem var fyrst með fimm báta og síðan bættust tveir við. Þar á eftir komu þrír bátar sem hétu Hugar, fyrsti, annar og þriðji.” Tvítugur réði Indriði sig til þeirrar útgerðar. „Þetta voru nýir og góðir bátar og útgerð sem var með góða báta fékk góða skipstjóra og áhöfn. Því fylgdi gott fiskerí með öllu tilheyrandi.” Indriði og Selma hittust á Siglufirði. Þar lágu leiðir þeirra saman. Hún hafði farið 14 ára ásamt móður sinni að vinna í síldinni. Indriði var um tvítugt

og í góðu plássi á aflaskipi. „Við fórum að kíkja hvort á annað. Þetta byrjaði fyrst í glettni. Einn af strákunum sagði að þessi unga, laglega vildi ekkert við mig tala. Þannig að ég fór og lét á það reyna. Hún leit til móður sinnar, hvort hún mætti svara þessum pilti þarna.” Orðstír Indriða dró ekki úr. Báturinn sem hann var á aflaði vel og gott orð fór af áhöfninni. „Já, kannski var það frægðin yfir því hvað við fiskuðum mikið. Við stóðum okkur vissulega vel. Þegar loksins komu skip með 600 tunnur og ekki var búið að ganga frá þeirri síld sem söltuð var síðast þegar komið var aftur inn með fullt skip tóku menn vitanlega eftir því.”

Sú gamla tók af skarið

Selma segir að ekki hafi dregið úr að Indriði hafi bæði verið laglegur og skemmtilegur og komið vel fyrir. Hann lét til skarar skríða um haustið. „Við vorum aldrei lengi inni. En þar sem ég var á göngu niður að skipinu voru þær þrjár staddar, þessi unga fallega stúlka, móðir hennar og systir. Gamla konan tók af skarið og bauð mér upp í kaffi með þeim. Ég hef líklega sagt hvar ég ætti heima því Selma skrifaði mér um veturinn og lét mig vita að hún ætlaði að


16

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Börnin eru þeim allt. Stórfjölskyldan nýtur samverunnar í hvívetna.

dveljast í Reykjavík um veturinn hjá kunnugu fólki.” Það varð úr að Indriði og tveir félagar hans tóku sig saman og brugðu sér til Reykjavíkur, „svona í skemmtiferð”, eins og hann orðar það. „Ég vissi náttúrlega hvar hún bjó og ég bankaði upp á. Þá bjó ég hjá frænku minni á Laugavegi 78. Ári áður hafði ég komið á Hringbraut 144 og vissi að það var vestur í bæ. Ég vissi því að það væri líklega best að labba á Hreyfil niðri í bæ og þar tók ég bíl. Þá áttaði ég mig á, þegar bíllinn

brunaði upp Hverfisgötuna, að ég var að fara nánast sömu leið til baka. Það var svona stutt á milli okkar.” Þau Selma og Indriði hittust rétt aðeins. Hann nýtti hins vegar ferðina í höfuðstaðinn til þess að fara í myndatöku hjá hinum rómaða ljósmyndara, Lofti Guðmundssyni. „Ég gaf henni henni myndina áður en ég fór heim og þá hafði ég aðeins séð Selmu tvisvar eða þrisvar sinnum. Á jólunum sendi hún mér síðan mynd af sjálfri sér.”


17

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Saman í 66 ár

Þegar þarna er komið sögu var Selma 15 ára og Indriði 21 árs. Ári síðar hittust þau aftur á síldinni á Siglufirði. „Maður rétt kom inn og fór út aftur að veiða. Þá spurði gamla konan mig hvort ég vildi ekki bara koma inn á Akureyri í heimsókn. Ég gerði það og ég held að þá hafi þetta bara ráðist.” Indriði bendir á mynd af elskunni sinni þar sem hún var 17 ára á Kvennaskólanum á Laugalandi. „Við settum þá upp hringana. Ég hef stundum sagt að hún hafi verið falleg stúlka en hún hefur alltaf verið falleg kona. Já, svo eru barnabörnin orðin níu og langömmu- og langafabörn orðin 12.” Þau giftust 1941 og hafa því verið saman í 66 ár. Fyrsta árið voru þau saman á Ísafirði en þá bauðst Indriða að gerast aðstoðarvélstjóri á Esjunni. Þau fluttu til Reykjavíkur upp frá því og voru stríðsárin í borginni. „Það gekk ýmislegt á þá en strax eftir stríðið brugðu foreldrar Selmu búi norður á Akureyri og úr varð að við keyptum saman Hrísateig 35. Þar fæddust flest börnin okkar. Við áttum sex en við misstum tvo drengjanna okkar. Annar dó á fyrsta sólarhring sem hann lifði en hinn dó í flugslysi þegar hann var ásamt félögum sínum að fara

á JC-þing norður á Akureyri og flugvélin var lengi týnd. Það var mjög sárt.”

Langur ferill hjá Skipaútgerðinni

Sjómennska Indriða hélt áfram á hjúskaparárum hans og Selmu í Reykjavík. „Ég var í hartnær 40 ár hjá Skipaútgerð ríkisins. Fyrst á Esjunni sem aðstoðarvélstjóri og síðan sem vélstjóri á öðrum strandferðaskipum. Síðast var ég á strandferðaskipunum Esju og Heklu sem smíðuð voru á Akureyri. Hjá Skipaútgerðinni eignaðist ég góða félaga sem urðu ævilangir vinir mínir.” Eftir góð ár á Hrísateig byggðu Indriði og Selma sér fallegt heimili í Langagerði 80 og þar bjuggu þau þar til þau voru orðin ein í kotinu og keyptu sér íbúð að Vogatungu 3 í Kópavogi. „Þetta var snotur tveggja herbergja íbúð sem hentaði vel og síðan byggðum við sjálf 10 fermetra sólfstofu. Það var gaman að því með góðri hjálp, ekki síst sonar okkar, Friðgeirs, sem er tæknifræðingur. Þarna leið okkur vel með góðum nágrönnum og vorum þarna í 15 ár. Okkur líður vel hérna á Hrafnistu en það er verst að njóta ekki útsýnisins nógu vel yfir Sundin því sjónin er farin að stríða okkur,” segir Indriði.


18

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Okkur var ætlað að vera saman” Kristín Sveinbjörnsdóttir er fædd í Viðvík í Stykkishólmi þann 4. mars 1921. „Það er nú hús sem enginn þekkir núna,“ segir Kristín og bendir á myndina af fallegum bænum og bæjarstæðinu. Hún er heldur ekki ósátt við staðsetningu sína á Hrafnistu í Reykjavík þar sem útsýnið minnir um margt á þá fallegu sýn sem blasti við frá Viðvík. Fjölskylda Kristínar var ekki stór, miðað við það sem tíðkaðist í þá tíð. „Við vorum þrjú systkinin og svo var drengur sem kom til afa sem hvítvoðungur og ólst upp í Helgafellssveit hjá honum til fullorðinsára.“ Foreldrar Kristínar voru Sveinbjörn Guðmundsson og Jóhanna Jónsdóttir. Móðirin var ættuð af Mýrunum. Þau voru náskyld, bræðrabörn. „En þetta gekk allt vel,“ segir Kristín. „Ætli ég hafi ekki verið 14 ára þegar ég fór að vinna fyrir mér. Þannig var þetta í þá daga. Kreppan hafði sitt

„Þetta vildi ég og þetta tókst,“ segir Kristín alsæl á Hrafnistu í Reykjavík.

að segja og ég kom til Reykjavíkur 1935 og fór í vist. Ég var hjá indælu fólki. Þau voru Snæfellingar eins og ég og ég var hjá þeim í tæplega eitt ár.“

Gaman í matsölunni

Vinnan er Kristínu ofarlega í huga. „Ég var svo sniðug að fara að vinna á matsölu í Ingólfsstræti 6 hjá ágætri vestfirskri konu. Þar var fleira fólk á ýmsum aldri og margt um að vera. Þaðan fór ég yfir á Ingólfsstræti 9, í gamla Amtmannshúsið, það mikla timburhús sem margt eldra fólk


19

HRAFNISTUBRÉFIÐ

kannast við. Ætli þar hafi ekki verið 8 til 9 herbergi fyrir utan eldhús og tilheyrandi og þar var matstofa sem austfirsk kona rak. Þarna var ég í hálft annað ár. Það var mjög gaman og þarna voru ungir skólapiltar,“ segir Kristín og brosir.

Heppnin var með honum

Eins og verða vill kynntist Kristín ungum og gjörvilegum manni. Þó ekki á matstofunni. Frænka hennar hafði auglýst herbergi til leigu og á Eiginmaðurinn, Pétur Kristján Sveinsson. „.Hann var gjörvilegur maður og þægilegur á heimili,“ segir Kristín um sinn góða eiginmann.

dyrnar bankaði ungur maður. Þar sá Kristín mannsefni sitt í fyrsta sinn, Pétur Kristján Sveinsson. „Hann gerði nú margt,” segir Kristín og brosir þegar hún er spurð um eiginmanninn sinn heitinn. „Hann sigldi m.a. í stríðinu, enda vélstjóri. Hann var á þremur skipum sem ekki komu aftur en slapp í land. Það var einhver heppni með honum, eitthvað sem sagði honum að fara í land en skipin fórust öll. Heklan var seinasta skipið. Líklega gripu örlögin inn í og okkur var ætlað að vera saman. Hann var gjörvilegur og hagur maður í handverki og góður á heimili. Hann endaði reyndar sína starfsævi sem skrifstofumaður á Verðlagsstofnun. Hann var alls staðar eftirsóttur til starfa og það lék allt í höndunum á honum.“

Minnir á heimahaga

Hjónaband Kristínar og Péturs stóð í 60 ár eða þar til hann lést. Þeim varð fjögurra barna auðið en sonur þeirra lést 1990. „Við bjuggum allan tímann í Reykjavík og leið vel. Seinast bjuggum við hér í grenndinni í litlu húsi á vegum Sjómannadagsráðs. Eftir minn feril á sjúkrahúsi var stefnan að fara hingað á Hrafnistu.“ Kristín horfir út á Sundin blá út


20

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Fagurt útsýni frá Viðvík og fallegt bæjarstæði.

um gluggann á Hrafnistu. „Þetta minnir mig svolítið á heimahagana. Ég er ánægð með þetta og mér líður vel. Þetta vildi ég og þetta tókst og ég er einstaklega heppin með nágranna,” segir þessi sátta og elskulega kona sem flutti inn á Hrafnistu þann 2. júní 2006.

Áhyggjulaust og hjótt

Hjónabandið er Kristínu ofarlega í huga. „Okkar samband var ágætt og við áttum langa samleið. Mitt líf hefur liðið áfram áhyggjulaust og hljótt. Ég er á Hrafnistu og ég vona að ég verði þar sem lengst. Framtíðin er alltaf lokuð bók en ég ætla mér ekki að flytja héðan fyrr en ég fer alveg.“ Kristín er ánægð með sína stöðu.

„Ég er svo heppin að geta lesið. Núna er ég að lesa bók eftir Sigurð Haralds. Auðvitað hefði ég viljað stunda mína handavinnu en ég get það ekki alveg. Svo er ég svolítið að kíkja í tölvuna og leggja kapal og svoleiðis. Einnig hitti maður fólk og talar við það um lífið og tilveruna. Þá er líka lesið fyrir mann og ýmislegt sem er reynt að gera. Reyndar allt sem hægt er. Fyrir mestu er að mér líður ekki illa og ég þarf ekki að kvarta. Þegar maður er andlega heill á maður ekki að væla yfir neinu. Ég sætti mig við það sem orðið er og kýs ekkert annað,“ segir Kristín og brosir sínu snæfellska sólskinsbrosi.


21

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum Áltak

Kaupfélag Skagfirðinga

Blikksmiðjan Vík ehf.

Lýsi hf.

Distica

PricewaterhouseCoopers ehf.

Eggert Kristjánsson ehf.

Ræstivörur ehf.

E. R .F. hjálpartæki ehf.

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Eggja- og kjúklingabúið Hvammur ehf.

Skinney-Þinganes

Farmanna- og fiskimannas. Íslands

Slippfélagið – Málningarverksmiðja

Fiskifélag Íslands

Smith og Norland

Gólf og vegglist

Vestmannaeyjahöfn

Hafnir Ísafjarðarbæjar


22

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Í huga föður míns voru menn ekki lasnir heldur latir,” segir Óskar sem þekkir ekki annað en vinnusemi.

„Ég varð að komast á sjó” Óskar Valdimarsson er hafsjór af fróðleik um fyrri tíð og það er af endalausu að taka þegar hann byrjar. Hann er fæddur á Norðurstíg 3 í Reykjavík þann 1. ágúst árið 1912. „Minnið er gott en láttu mig ekki fara að segja einhverja fjandans vitleysu,” segir hann og gerir létt grín að sjálfum sér. Óskar unir hag sínum vel á Hrafnistu í Hafnarfirði og lítur sáttur um öxl. Honum er tíðrætt um forfeður sína langt aftur í ættir og kann margar sögur að segja af þeim. „Karlinn hann afi,

hann Guðjón gamli, er einn af þessum mönnum sem alveg hafa týnst. Hann var hár og grannur maður og ljós yfirlitum, ættaður af Suðurnesjum og varð 83 ára. Pabbi karlinn, Valdimar Guðjónsson,


HRAFNISTUBRÉFIÐ

varð 86 ára og ég er orðinn 95,” segir Óskar og hlær. Móðir Óskars, Þóra Ólafsdóttir, var úr Borgarfirðinum. Hann minnist á hennar ætt. „Ég var með í fórum mínum ættartöflu frá Bjarna Hermannssyni og hafði gaman af að rýna í hana. Hann átti þrjár konur og var einn stórbændanna í Svarfaðardalnum. Börnin urðu 24.” Fjölskylda Óskars bjó við gott atlæti á Norðurstíg. „Þegar pabbi var orðinn fullorðinn maður hafði hann farið til Kanada til þess að ná sér í aura. Áður en hann fór hafði hann hitt unnustuna. Þau sömdu um að hann kæmi aftur sem hann og gerði fjórum árum seinna. Þá fór hann í það ásamt föður sínum að byggja steinhúsið á Norðurstíg 3. Þetta var mikil vinna hjá þeim og þeir báru allt grjótið og byggingarefnið upp úr fjörunni. Árið 1909 var húsið tilbúið og síðan fæddist ég 1. ágúst 1912.”

Dapur morgunn í Vesturbænum

Móðir Óskars eignaðist dreng, Harald, meðan faðir hans var úti í Kanada. „Ég reikna með að karlinn hafi nú kynnst einhverjum dömum þarna úti líka en þetta jafnaði sig allt hjá þeim eftir að hann kom heim.” Auk Óskars eignuðust þau

23

dótturina, Láru. Vinnusemi var Óskari í blóð borin. „Karlinn var óskaplegur dugnaðarmaður og ekki var óreglunni fyrir að fara. Ég minnist þess ekki að hann hafi lagt sig nokkurn tímann, eins og tíðkaðist.“ Eins og aðrir strákar í Vesturbænum kynntist Óskar snemma fiskvinnu. „Ég var aðallega hjá Íslandsfélaginu niðri við Elíasarbryggjuna og Loftsbryggjuna. Þarna var mikil umferð, umsöltun og fleira. Svo óx ég upp við þetta og var alltaf hraustur. Í huga föður míns voru menn ekki lasnir heldur latir,” segir Óskar og brosir. Bóklegt uppeldi var ekki mikið á þessum árum. „En minni mitt er efni í margar bækur, enda gerðist svo margt á þessum árum,” útskýrir Óskar. Minningarnir eru bæði bjartar og daprar. Óskar minnist einmitt dapurs morguns. „Maður hét Gústi og hafði „slefbát“ á höfninni því ekki var hægt að leggja upp alls staðar og því þurfti að draga uppskipunarbáta á milli skipa og lands. Í þessu sambandi minnist ég líka á Aðalstein nokkurn og Gvend Sollu, sem allir þekktu á þessum árum. Þessir menn voru drjúgir við áfengi. Þegar fólk kom niður á bryggju þennan morgun lágu tveir


24

af þeim félögum í flæðarmálinu og víst var að sá þriðji myndi finnast fljótlega og fannst hann undir bryggjunni. Þeir höfðu verið á fylleríi og farið út á skemmtibát sem Gústi í Kol og salt átti. Það var þögn í Vesturbænum við þennan atburð.”

Að vera nýtur til vinnu

Þegar Óskar var orðinn 13 ára hafði hann verið mikið á trillu með föður sínum og um borð í bátunum, ekki síst þeim ísfirsku sem lögðu þarna upp. Sjómennskan var því innan seilingar. „Ég varð að komast á sjó. Ég kynntist skipstjóra sem þekkti mann sem leigði í kjallaranum á Norðurstíg. Þessi skipstjóri dvaldi þar um hríð og ég kynntist honum. Hann var að taka við bát frá Vestmannaeyjum og var á leið á reknet um sumarið. Mér líkaði vel við manninn og honum líkaði sömuleiðis við mig. Á endanum náði ég að tala föður minn inn á mitt mál. Hann átti há og mikil gúmmistígvél sem hann afhenti mér og ég fór með skipstjóranum til Vestmannaeyja að sækja bátinn sem hét Gunnar Hámundarson.” Óskar þekkti ekki sjóveiki. „En „lækningaaðferðirnar“ við

HRAFNISTUBRÉFIÐ

sjóveikinni voru svakalegar. Eitt sinn þegar við sigldum frá Reykjavík var kona farþegi með okkur. Konugreyið var bullandi sjóveik og var sett upp í koju. Hún var æpandi og veinandi í kojunni og þeir „læknuðu” hana með því að reyra hana niður með öllu sem tiltækt var uns hún var nánast orðin eins og múmía. „Lækningaaðferðin“ var að herða nógu mikið að henni.” Eftir sumarið á reknetunum var Óskar orðinn 14 ára og það var ýmislegt að brjótast um í kollinum á honum. „Það sem var í boði var að vera nýtur til vinnu.” Nóg var að gera í fiskinum en það var einnig stutt í Hamarshúsið. Því kviknaði sú hugmynd hvort Óskar gæti ekki komist þar að í smiðjunni og jafnvel orðið vélstjóri síðar meir en til þess að komast í skólann þurfti þrjú ár í smiðju.

Björguðu 353 Bretum

Óskar komst að og það átti síðan fyrir honum að liggja að verða vélstjóri. Hann komst strax að sem annar vélstjóri á togara og var þar í eitt ár. Síðan tóku sex ár við hjá honum sem annar vélstjóri á togaranum Gylli hjá Kveldúlfi. Síðan fór hann að leysa af sem fyrsti vélstjóri og öll stríðsárin sigldi Óskar sem vélstjóri. „Á


HRAFNISTUBRÉFIÐ

25

þessum árum kynntist ég minni konu, Þorbjörgu Jónsdóttur, og við stofnuðum okkar heimili. Konan mín var yndisleg og gáfuð og gerði ekki veður út af því þótt ég væri að sigla á þessum árum. Við eignuðumst þrjú góð börn sem öll hafa staðið sig vel í lífinu.” Eins og gefur að skilja voru viðsjárverðir tímar. Minninngargjöfin, áletrað vindlingahulstur, frá áhöfn Íslenskir sjómenn enska skipsins. lögðu sig í hættu okkar, Guðmundur Sveinsson, í siglingum á stríðsárunum og var kominn út á brúarvæng og margir þeirra sneru ekki til baka. skipstjórinn á hinu skipinu bað „Það er hins vegar minna minnst hann að fara og bjarga áhöfn á á það þegar við björguðum 353 svipuðu skipi sem væri við það Englendingum frá því að fara í að sökkva. Það átti því fyrir okkur hafið. Þá var ég fyrsti vélstjóri liggja að vera svo lánsamir að á Skallagrími hjá Kveldúlfi. Við bjarga öllum þessum mönnum,” lögðum upp með skipið fullt af segir Óskar um þessa ótrúlegu fiski og áttum að selja í Hull. reynslu sína, sem hann hefur Veður var ágætt og við vorum m.a. lýst ítarlega í viðtali við komnir eitthvað austur fyrir útvarpsmanninn góðkunna, Jónas Vestmannaeyjar þegar hringt var Jónasson. Minningin um þennan niður í vélarrúm og kallað á hæga merka atburð lifir og Óskari þykir ferð. Þegar ég leit út um kýraugað afar vænt um þakklætisgjöfina stjórnborðsmegin blasti bara við frá áhöfninni; áletrað mér kolsvarta myrkur, óskaplega vindlingahulstur sem hann geymir stór skipsskrokkur var alveg upp á góðum stað á skrifborðinu sínu á við síðuna á okkur. Skipstjórinn Hrafnistu í Hafnarfirði.


26

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Alltaf gott á Holtinu” Sigríður Sigurðardóttir lítur sátt um farinn veg og unir hag sínum vel á Hrafnistu í Reykjavík. Hún fæddist og ólst upp á Grímstaðarholti. „Hvert ætti hugurinn að reika annað en til æskunnar. Þarna sérðu höllina,“ segir hún brosandi og bendir á mynd af æskuheimili sínu, Litlu-Brekku, þar sem hún situr í notalegu herbergi sínu á Hrafnistu í Reykjavík. Sigríður er sátt við sig á Hrafnistu. „Hér er notalegt að vera,“ segir hún. Hún hreyfir sig á hverjum degi og leggur mikla áherslu á að komast út í göngutúra á morgnana. „Ég hef gott af því og ég held að allir hafi gott af því að hreyfa sig svolítið.“ „Við vorum sjö systkinin sem komumst á legg,“ rifjar Sigríður upp. „Elsti bróðir minn ólst upp suður í Garði hjá afa og ömmu og ein systir ólst einnig upp í Garðinum hjá móðursystur minni. Við vorum því aldrei nema fimm heima en það var gott að eiga heima í Litlu-Brekku.“ Sigríður fæddist þann 26. ágúst 1921. Faðir hennar, Sigurður Eyjólfsson frá Nýjabæ í Landbroti,

lést í mars sama ár. „Hann dó úr lungnabólgu sem var algengur dauðdagi þá. Ég veit því ekki hvað það er að eiga pabba en ég átti góða bræður og móðir mín stóð sig vel.“ Móðir hennar, Ingibjörg Sólveig Jónsdóttir, var frá Nýjabæ í Garði. Það er skemmtileg tilviljun að bæði hjónin eru frá Nýjabæ, hvorum í sínum landshlutanum.

Góðir grannar Eins og gefur að skilja var ekki auðvelt að draga björg í bú á atvinnuleysisárunum en með dugnaði tókst það hjá fjölskyldunni í Litlu-Brekku. „Ég var heima á veturna og gekk í Miðbæjarskólann en á sumrin var ég suður í Garði. Eftir fermingu fór ég í vistir.


27

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Ég hef bara átt góða ævi,“ segir Sigríður sátt við allt og alla.


28

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Litla-Brekka var gott heimili og allir í fjölskyldunni stóðu saman þrátt fyrir erfiðleika kreppuáranna og að faðirinn hefði fallið frá fyrir aldur fram.

Líklega byrjaði ég daginn eftir ferminguna í Hólabrekku, næsta húsi við Litlu-Brekku. Þar hefur alltaf verið gott fólk, Ögmundur Hansson Steinsen og Ingibjörg Þorsteinsdóttir kona hans en hún var rúmliggjandi þá. Sigríður dóttir hennar fór fyrir heimilinu. Það var alltaf gott samkomulag á milli Hólabrekku og Litlu-Brekku.” Svo tók hver vistin við af annarri og önnur tilfallandi störf. „En það síðasta sem ég vann við úti var í skógerð á Laugavegi 18. Þar var ég í fimm til sex ár og hafði gaman af því að vera þar. Ég naut hvers dags.“

Hamingjusamt líf Sigríður kynntist verðandi eiginmanni sínum, Eiríki Þorleifssyni rafvirkja frá Karlskála í Reyðarfirði, í Reykjavík. Þau giftu sig 1948 og stofnuðu heimili. Þau eignuðust fimm börn. „Þau hafa öll bjargað sér. Annar sona minna er fatlaður en hefur unnið hjá Tryggingastofnun í fjölda ára. Elsta dóttir mín fór út til Noregs að læra og kynntist þar Norðmanni og hefur búið þar síðan. Þá er annar sonur minn á Sauðárkróki og dóttir á Egilsstöðum. Þau eru tvö hér í borginni en það er fyrir mestu að


HRAFNISTUBRÉFIÐ

þeim gengur öllum vel.“ Þegar Sigríður er spurð hvað standi upp úr í ævi hennar segist hún ekki nefna eitt umfram annað í þeim efnum. „Ég hef bara átt góða ævi. Öll mín börn eru reglufólk og hvað er ákjósanlegra? Líf mitt hefur verið hamingjusamt og því ekki yfir neinu að kvarta.“

29

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

Sátt við æsku landsins „Það er svo sem ýmislegt sem á daga manns hefur drifið,“ segir þessi sátt kona. „Það var alltaf góður félagsskapur á Holtinu þegar ég var krakki og góð samskipti unglinga og líka fullorðins fólks. Reyndar var alltaf gott á Holtinu. Við lékum okkur allt öðruvísi en börn gera í dag. Það er vissulega ýmislegt sem hefur breyst en ég ætla ekki að gera lítið úr því.“ Sigríður segist vera bjartsýn og sátt við æsku landsins. „Ég þekki ekki þá hlið á ungu fólki að ég geti verið óánægð. Börnin mín eignuðust góða félaga og mér líkaði vel við þá. Ég hef ekki kynnst neinu nema góðu hjá æsku landsins.“ TRÉSMIÐJA VERKTAKAR

IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI: 421 4700 - Fax: 421 3320


30

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum


HRAFNISTUBRÉFIÐ

31


32

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Man enn þegar hlaðan fauk” Það var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja að Dufþaksholti í Hvolhreppi árið 1930 þegar hjónunum Bárði Bergssyni og Guðlaugu Jónsdóttur fæddist fimmta barnið þann 18. júní það ár. Sumarliði var drengurinn skírður og litla kotið var heimili hans næstu tíu árin. Bústofninn að Dufþaksholti var ekki stór. Sjö kýr, um 100 ær og á að giska 15 hestar að sögn Sumarliða. Samhliða bústörfunum vann Bárður faðir hans við smíðar.


33

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Systkinin voru orðin sjö áður en faðir hans lést árið 1939 af völdum magakrabbameins. Sumarliði segist enn ekki skilja hvernig móðir hans fór að því að halda heimili með öllum börnunum eftir að faðir hans féll frá. Elsta systirin var þá réttra 18 ára og því ekkert áhlaupaverk að sjá allri fjölskyldunni farborða. Sumarliði er ákaflega ern og stálminnugur. Hann segist vel muna eftir því er hlaðan á bænum fauk sumarið 1933 er hann var aðeins þriggja ára. „Það gerði skyndilega hvell af suðaustri og skipti engum togum að hlaðan gaf sig undan vindstrengnum,” segir hann.

heima að Dufþaksholti var hann í ágætu sambandi við móður sína og systkini. Hann var fastráðinn vinnumaður á Efra-Hvoli árið 1945 og dvaldi þar í hálft annað ár uns hann réð sig til Guðmundar á Stóra-Hofi til jafn langs tíma. Hugur Sumarliða stóð til iðnnáms og 18 ára gamall flutti hann til Selfoss og hóf þarf störf hjá hitaveitunni. Hann leitaði fyrir sér með iðnnám en möguleikarnir voru takmarkaðir, hvort heldur var á Selfossi eða í höfuðborginni. Þrátt fyrir að vélbúnaður hvers konar heillaði varð hann að endingu að sætta sig við að komast í nám í húsamálun.

Í óttablandinni skelfingu

Undi sér vel í vélarrúminu

Síðari heimsstyrjöldin fór ekki framhjá Sumarliða fremur en flestum Íslendingum. „Við horfðum í óttablandinni skelfingu á þýsku herflugvélarnar koma inn yfir landið en sem betur fer stóð okkur aldrei nein ógn af þeim. Skotmarkið þeirra var bækistöð bandamanna í Kaldaðarnesi í Flóanum.” Sumarliði var ekki nema 10 ára er hann hleypti heimdraganum og þrátt fyrir ungan aldur fór hann sem vinnumaður að Efra-Hvoli, þaðan sem hann gekk í skóla. Þrátt fyrir að búa ekki lengur

„Ég vann við málun fram til 1960 en hafði enga ánægju af því starfi, hundleiddist það satt að segja,” segir Sumarliði. En árið 1960 hljóp á snærið hjá honum er honum bauðst vinna við vélar á sjó. „Ég var með sama yfirvélstjórann í tólf ár og svo vel líkaði okkur samvinnan að hann tók mig með sér þótt hann skipti um skipsrúm. Þessi tólf ár liðu eins og leiftur, svo mikið yndi hafði ég af starfinu.” Vistin í vélarrúminu tók enda fyrr en Sumarliði hefði kosið og þá var ekki annað en að dusta rykið af penslum og rúllum að


34

nýju. Sem fyrr veitti málarastarfið honum litla gleði þannig að hann leitaði að annarri vinnu. Hana fékk hann sem verkstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og starfaði þar uns hann hætti að vinna 1998. Sumarliði er ekkert sérlega ræðinn um fjölskylduhagi en þegar á hann er gengið kemur í ljós að hann er þríkvæntur sex barna faðir. Með fyrstu konu sinni átti hann tvö börn áður en leiðir skildu og með annarri konu sinni fjögur. Leiðir þeirra skildu einnig. Núlifandi eiginkona Sumarliða liggur heilsuveil á hjúkrunarheimilinu Skjóli.

Skrifar á tölvuna

Til að stytta sér stundir horfir Sumarliði á sjónvarp eða hlustar á útvarp. Hann er fylgist vel með tíðarandanum og er með forláta fartölvu og prentara hjá sér. Á tölvuna hefur hann dundað sér við að setja inn minningabrot og á orðið drjúgt safn styttri og lengri greina. Þegar kemur að dvölinni á Hrafnistu lætur Sumarliði afar vel af sér. Hann er ánægður með allan aðbúnað sem og matinn, sem hann segir bæði bragðgóðan og fjölbreyttan. Það leynir sér ekki að starfsfólkið í sjúkraþjálfuninni er honum sérstaklega hugleikið.

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Og skal engan undra. Sumarliði hafði brotnað á báðum fótum við heimilisstörfin er ryksugan þvældist einhvern veginn fyrir honum svo hann missti jafnvægið og skall í gólfið. Á Hrafnistu kom hann með annan fótinn styttri en hinn og til að bæta gráu ofan á svart var sá allur snúinn.

Ræktar skrokkinn vel

„Ég var ekki upp á marga fiska er ég kom hingað og átti erfitt með að komast um. En eftir að hafa farið í heilmikið prógramm í sjúkraþjálfuninni fann ég að ég var allur annar. Og mikið varð ég glaður þegar mér var tjáð að mér væri meira en velkomið að halda áfram að heimsækja þau og halda mér við,” segir Sumarliði. Hann segist hafa verið duglegur við að rækta skrokkinn og finnur greinilega hversu gott það gerir honum. „Satt best að segja er ég alveg undrandi á því að heimilisfólkið hér skuli ekki nota þessa frábæru þjónustu meira en raun ber vitni. Ég er sannfærður um að mörgum liði miklu betur með því að ástunda hóflega hreyfingu undir leiðsögn þessa afbragðsfólks í sjúkraþjálfuninni.”


3

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

BETRIBÞNA¡UR

TRÖLLALAGNIR


36

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnista_2-34  

HRAFNISTU HRAFNISTU HRAFNISTU bré fið 2. tölublað, 34. árg. Desember 2007 HRAFNISTUBRÉFIÐ Prentvinnsla: Svansprent Ljósmyndir: eittstopp /...