Grafarvogsblaðið 9. tbl. 2023

Page 1


Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 8. tbl. 34. árg. 2023 ágúst

Spöngin 11 112 Reykjavík Sími 575 8585

Bifreiðaverkstæði

Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Fréttir

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322.

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Verum á verði

Við íbúarnir í úthverfum borgarinnar verðum jafnan að vera vel á verði gagnvart einstaklingum sem stunda margs konar afbrot. Við þurfum að passa vel upp á eigur okkar og gæta eigna nágranna þegar þeir bregða sér af bæ. Það er alltaf þó nokkuð um innbrot í úthverfunum sem og annars staðar í borginni.

Með samheldni og hjálpsemi er hægt að ná langt í baráttunni við fólk sem kýs að fara ekki eftir settum reglum.

Við þurfum að passa vel upp á börnin okkar gagnvart lúmskum hættum sem leynast víða. Og nú þegar skólarnir eru farnir af stað er mikilvægara en nokkru sinni að ökumenn sem aka bílum sínum í hverfunum gæti fyllsta öryggis og ekki síst þegar farið er að skyggja.

Foreldrar þurfa að sama skapi að gefa sér góðan tíma til að fara yfir hegðun þeirra í umferðinni og æfa, með þeim nemendum sem eru að hefja skólagöngu, bestu leiðina í skólann.

Það hefur oft á þessum vettvangi verið sagt að það eru forréttindi að búa í úthverfum borgarinnar. Hér erum við laus við stressið og lætin í umferðinni í bænum og heilt yfir er það mun rólegra og þægilegra á allan hátt að búa í úthverfunum en í miðbænum til að mynda.

Einhverra hluta vegna þykir það mjög fínt að búa í miðbænum. Þrátt fyrir þrengslin og oft á tíðum erfiðleika við að ala upp börn í þröngum og umferðarmiklum götum er það eftirsótt af mörgum að búa við slíkar aðstæður. Kannski eins gott að ekki hafi allir sama smekkinn þegar kemur að ákvörðun fólks um búsetu.

Kyrrðin og náttúrufegurðin auk mun betri möguleika til útivistar eru helstu kostirnir við búsetu í úthverfunum. Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur og svo Árbærinn eru frábær hverfi. Þar eru möguleikar til útivistar betri en annars staðar í höfuðborginni og dýra- og fuglalíf með hreinum ólíkindum. Hvergi eru betri möguleikar fyrir göngufólk og hjólafólk að eyða góðum tíma í útivist og stígar eru út um allar trissur.

Fuglalífið er einstakt í þessum hverfum. Það eru kannski ekki margir sem átta sig á þeirri staðreynd en um leið og fólk fer að athuga málið og líta í kringum sig blasir við skemmtilegur veruleiki.

Við skulum áfram gleðjast yfir öllu því sem úthverfin hafa upp á að bjóða og njóta þess sem aldrei fyrr. Stefán Kristjánsson gv@skrautas.is

Lífið í Grafarvogi og hlutverk Íbúaráðs

- Fanney Gunnarsdóttir, formaður Íbúaráðs Grafarvogs, skrifar

Enn á ný kveðjum við brátt sumarið og haustið tekur við með sínum hefðbundnu haustverkum. Skólarnir fara á fullt og lífið fellur í sinn hefðbundna farveg. Það sama má segja um Íbúaráðið hér í Grafarvogi en senn blásum við til fyrsta fundar haustsins, þ.e. 4. september.

Ráðið fundar að jafnaði mánaðarlega, síðdegis fyrsta mánudag hvers mánaðar. Við viljum endilega árétta hlutverk íbúaráðs en það á að styrkja tengingar og stytt boðleiðir á milli íbúanna og stjórnsýslunnar. Það er auðveldar að koma ýmsum upplýsingum frá stjórnsýslunni til íbúa og að sama skapi koma hugmyndum og ábendingum frá íbúum til þeirra sem málin varða innan borgarinnar. Þetta er m.a. gerlegt þar sem íbúaráð er skipað fulltrúum ólíkra hópa – foreldra, íbúasamtakanna, almennra íbúa og svo fulltrúum sem eru tilnefndir eftir pólitískum leiðum. Við eru svo heppin að ráðið er að mestu leyti mannað inngrónum Grafarvogsbúum úr ólíkum hverfum. Því á ráðið að hafa tengingar víða í Grafarvogi en það auðveldar okkur öllum að nema hjartsláttinn í hverfinu, vita hvað er að gerast og hvar skóinn kreppir. Við í íbúaráði viljum leggja okkur fram um að taka púlsinn á ólíkum þörfum íbúa, fólks á ólíkum aldri, með ólíkar skoðanir og þarfir. Í raun eru í Grafarvogi nokkur hverfi sem hvert um sig hefur sín einkenni

og sérstöðu og hér er fjölbreytt atvinnulíf og þjónusta. Því er gaman að sjá þá samstöðu og hjálpsemi sem fram kemur í færslum íbúa á fjölmörgum fésbókarsíðum okkar í Grafarvogi. Það er ekki hægt að fjalla um fjölbreytt og gott mannlíf hér í

Grafarvogi án þess að minnast á þá margvíslegu útivistarmöguleika sem hér leynast og hvað íbúar eru einstaklega duglegir að nýta sér og njóta þess sem hver-

fið hefur upp á að bjóða – sem er einstakt. Á nýliðnum vikum þegar veðurguðirnir léku við okkur dag eftir dag iðaði Grafarvogurinn af lífi allt frá morgni og langt fram á kvöld. Hvert sem litið var sást fólk á gangi, að hlaupa, hjóla, spila golf og nýta sér sjóinn til að synda, veiða eða sigla – að ógleymdum börnunum sem flykktust út að leika. Góðir og fjölmargir göngu- hjólastígar og bein aðkoma að fjörunni og sjónum er einstök. Það er okkar að nýta og njóta þessara hlunninda sem hverfið býður upp á, standa vörð um þessa staði, tryggja enn betra aðgengi að völdum stöðum og halda áfram að bæta og byggja upp góða aðstöðu til útivistar allt árið um kring. Að lokum er rétt að benda á síðuna https://reykjavik.is/ibuarad-grafarvogs en á þessu svæði er að finna allt um hlutverk ráðsins, fundi, fundargerðir og tengjast þar og fylgjast beint með fundum ráðsins. Íbúaráð hvetur íbúa Grafarvogs til að kynna sér vel allt sem viðkemur íbúaráðinu og hafa samband í gegnum ábendingavef borgarinnar eða nýta sér netfang ráðsins; ibuarad.grafarvogur@reykjavik.is

Með kærum kveðjum og óskum um góð og virk samskipti. F.h. Íbúaráðs Grafarvogs Fanný Gunnarsdóttir, formaður.

Fanný Gunnarsdóttir formaður Íbúaráðs Grafarvogs.

Fréttir frá Fjölni

Framtíðin er björt í Grafarvoginum hjá Fjölni. Hér eru strákarnir í 3. flokki með verðlaunagripina í Bandaríkjunum.

Tvenn

3. flokkur Fjölnis í knattspyrnu karla hélt til Bandaríkjanna á USA Cup með fjögur lið, tvö 2008 lið og tvö 2007 lið.

2008 A-liðið komst í undanúrslit gegn Rush sem unnu svo mótið að lokum en liðið vann sinn riðill og spilaði frábæran fótbolta gegn sterkustu liðum mótsins í Gold keppni U15 deildarinnar.

2008 B-liðið vann einnig sinn riðill og unnu svo í 16-liða úrslitum og komust í 8-liða úrslit.

Meiðsli settu strik sitt í reikninginn á mótinu hjá drengjunum en þrátt fyrir mikinn hita og að liðið hafði fáa skiptimenn þá var fótboltinn og liðsheildin hjá drengjunum til fyrirmyndar, mikill karakter sem býr í þessum geggjuðu strákum.

Fjölgreina- og sumarnámskeið í sumar hjá Fjölni:

Mikið stuð og mikið gaman

Nú er sumarstarfi Fjölnis lokið og gengu fjölgreina- og sumarnámskeiðin ótrúlega vel. Á námskeiðunum fengu börn fædd á árunum 2014-2017 tækifæri til að kynnast öllum þeim íþróttagreinum sem í boði eru hjá Fjölni.

A-lið 3. flokks vann Gold keppnina í U16 keppninni og töpuðu ekki leik á leið sinni í úrslitin. Í úrslitum mættu þeir Progressive YSA akademíu frá New York sem er ein sú besta á landinu. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Fjölni og unnu þeir keppnina örugglega! Jónatan Guðni Arnarsson endaði

markahæstur í keppninni með 10 mörk í 6 leikjum. Liðið skorað flest mörk og fékk á sig fæst af öllum þeim sem tóku þátt í U16 Gold.

B-lið 3. flokks vann einnig sína keppni en þeir voru í Bronze keppninni í U16. Í úrslitaleiknum mættu þeir

Fusion SC og unnu þann leik 2-0 eftir miklar þrumur og eldingar þar sem hlé þurfti að gera á leiknum vegna þeirra. Aron Ernir endaði markahæstur í sinni keppni með 11 mörk í 6 leikjum.

Frábær árangur hjá 3. flokknum í Fjölni og er framtíðin björt í Grafarvoginum!

Fjölbreytt námskeið voru í boði en á fjölgreinanámskeiðinu prófuðu krakkarnir 8 íþróttagreinar; fimleika, fótbolta, frjálsar, handbolta, íshokkí, körfubolta, skák og listskauta og fengu heita máltíð í hádeginu. Krakkarnir fóru líka í fjöruferð og pizzuveislu á föstudögum.

SKRÁNINGAR FYRIR HAUSTÖNN HJÁ FJÖLNI

ERU HAFNAR

Skráningar eru hafnar fyrir haustönnina hjá Fjölni. Við hlökkum mjög mikið til að taka á móti öllum á nýrri önn! Hægt er að velja um fjölbreytt úrval íþrótta en hjá Fjölni eru 11 íþróttagreinar í boði!

OKTÓBERFEST GRAFARVOGS OG ÁRGANGAMÓT

FJÖLNIS Í KÖRFUBOLTA OG

KNATTSPYRNU

Þann 7. október næstkomandi verður Októberfest Grafarvogs haldið hátíðlegt. Fyrr um daginn fara fram árgangamót bæði í knattspyrnu og körfubolta. Knattspyrnumótið fer fram inni í Egilshöll milli kl. 09:00-13:00 og körfuboltamótið fer fram í Dalhúsum milli kl. 14:00-16:00.

Árgangamótin eru tengd við Októberfest og boðið verður upp á pakkadíla!

Verðlaunaafhending og lokahóf verður á Októberfest um kvöldið. Nánari upplýsingar eru að finna inni á fjolnir.is

Við viljum þakka öllum þeim frábæru krökkum sem komu til okkar í sumar fyrir æðislega samveru og við hlökkum til að sjá þau á æfingum í haust!

Það er fátt betra en ferskur íslenskur fiskur. Steinbítur er þar engin undantekning og dæmi eru um frábæra rétti þar sem Steinbíturinn er í aðalhlutverki. Hér kemur ein slík sem við hvetjum lesendur til að prófa. Steinbítur með kasjúhnetum, hvítlauk, apríkósum og bræddum osti.

• Um 700 gr. Steinbítur eða annar góður hvítur fiskur frá Hafinu.

• 50 gr. chili kryddaðar kasjúhnetur, gróft saxaðar.

• 1 sítróna.

• 100 gr. rifinn laktósafrír ostur.

• Ca 8 apríkósur sem fengið hafa að liggja í vatni í ca. 30 mínútur, saxaðar.

• 2 hvítlauksrif pressuð.

•1 msk Marokkóskt fiskikrydd frá Kryddhúsinu.

• 2 msk. fínhökkuð steinselja.

• Salt og pipar.

• Dash af ólífuolíu.

Stórbrotinn afar gómsætur Steinbítsréttur. Nota má hvaða hvíta fisk sem er frá Hafinu. -

Hitið ofninn í 190 gráður.

Skerið sítrónu í sneiðar. Skerið því næst Steinbítinn í hæfilega bita. Raðið sítrónusneiðunum í botninn á eldföstu móti, leggið svo fiskbitana þar ofan á. Saltið, piprið og hellið smá af góðri ólífuolíu yfir fiskinn. Hrærið saman í skál: kasjúhnetum, rifnum

osti, söxuðum apríkósum, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi og setjið yfir fiskinn. Ég skellti svolítilli ólífuolíu ofan á allt.

Bakað í ca. 20 mínútur, bætið við 2 mínútum þegar þið hækkið hitann upp í 200 gráður til að fá gylltan lit á ostinn í lokin. Dásamlegur fiskréttur sem allir í fjölskyl-

dunni elska. Ég bar fiskréttinn fram með sítrónudressingu, grilluðum sætum kartölubitum með parmesan hjúp og grænu fersku salati.

Verði ykkur að góðu!

Uppskrift: Kristjana Steingrímsdóttir

Kóópavogur

Sporthúsið

Skráning dan er S Ágð

r hafin á

nsskolibb.is

Sveit Fjölnis í 4x400m boðhlaupi þar sem karlarnir enduðu í öðru sæti. Sveitina skipuðu bræðurnir Pétur Óli og Kjartan Óli Ágústssynir ásamt Daða Arnarsyni og Bjarna Antoni Theódórssyni.

Sími 698-2844 / 699-1322

Meistaramót Íslands fór fram í lok júlí og fóru keppendur Fjölnis á kostum.

Veislan hjá Fjölnismönnum hófst með sterkum 800m hlaupum bæði karla- og kvennamegin en það voru Daði Arnarson og Kjartan Óli Ágústsson sem enduðu í öðru og þriðja sæti eftir taktískt hlaup. Hin þindarlausa Guðný Lára Bjarnadóttir sótti sterkt brons í gífurlega sterku hlaupi og uppskar glæsilega bætingu en hún hljóp 800 metrana á 2:18,89. Hinn ungi og efnilegi Grétar Björn Unnsteinsson sýndi frábær tilþrif í stangarstökkinu og vippaði sér yfir 4,12m sem var nýtt persónulegt met hjá honum og tryggði honum brons. Á degi tvö voru 400m hlaupararnir í aðalhlutverki en Bjarni Anton Theódórsson og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir tryggðu sér bæði brons í greininni.

Sólarhringsv 3300 & 565 5892

Mikið fjör var á á lokadeginum. Vilhelmína hljóp glæsilega í 200m, Katrín Tinna Pétursdóttir bætti sinn besta árangur í stangarstökki og endaði í þriðja sæti með stökk upp á 2,82m og Daði kom annar í mark í 400m grindarhlaupi. Það var síðan Helga Þóra Sigurjónsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn í hástökki þegar hún stökk yfir 1,77m í þriðju og síðustu tilraun og jafnaði þar með sinn besta árangur. Mótið endaði síðan á 4x400m boðhlaupi þar sem karlarnir enduðu í öðru sæti. Sveitina skipuðu bræðurnir Pétur Óli og Kjartan Óli Ágústssynir ásamt Daða Arnarsyni og Bjarna Antoni Theódórssyni.

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki og átti Fjölnir keppendur. Grétar Björn kom, sá og sigraði í stangarstökkinu og gerði sér lítið fyrir og bætti 16 ára gamalt íslandsmet í flokki 16-17 ára pilta, áhorfendum til óblandinnar skemmtunar. Hann stökk 4,24 metra og bætti sinn besta árangur um 12 sentímetra. Grétar mætti aftur til leiks ásamt liðsfélögum sínum á Bikarmóti FRÍ þar sem Fjölnir og UMSS sameinuðu krafta sína og mynduðu saman feiknarsterkt lið og kom það því ekki á óvart að liðið hafnaði í þriðja sæti eftir harða baráttu við Breiðablik, Kópavogsbúum til sárrar armæðu.

Óhætt er að segja að framtíðin sé björt hjá frjálsíþróttaliði Fjölnis og ekki er ólíklegt að Grafarvogsbúar munu eignast fleiri Íslandsmeistara á komandi árum.

Guðný Lára Bjarndóttir stórbætti tíma sinn í 800 metra hlaupi og varð þriðja.
Minna á hlaupum.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hátökki kvenna.

dansár að

hefjast hjá

Birnu Björns

Nú styttist í upphaf haustannar hjá

Dansskóla Birnu Björns en hún hefst 11. september. Við skólann starfar öflugt og reynslumikið kennarateymi

sem heldur utan um bæði dansdeild og söngleikjadeild. Dansskólinn hefur ýmislegt upp á að bjóða, fjölbreytta dansstíla, söng, leiklist og framkomu

Við úðum

Vantar þig meindýraeyði?

garðinn

fyrir alla aldursflokka. Kennslustaðir eru í Garðabæ, Kópavogi, Vesturbæ og Grafarholti.

Alltaf er nóg um að vera í dansskólanum og tekur hann þátt í alls kyns verkefnum. Á ári hverju er stór nemendasýning í Borgarleik-húsinu, danssumarbúðir úti á landi, keppnis- og æfingaferðir erlendis og margt fleira.

Sem dæmi um verkefni skólans í gegnum árin má nefna stórar tónleikasýningar í Hörpu og Háskólabíó, Söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision, Fiskidagurinn mikli á Dalvík, árshátíðir, 17. júní skemmtun og margt fleira. Spennandi, fjörug og viðburðarík haustönn er í vændum og er skráning í fullum gangi á dansskolibb.is

þinn

- Snögg og góð þjónusta

- Öll leyfi fyrir hendi

- Hagstætt verð og vönduð vinna

- Hafið samband og við mætum á staðinn

- Ný og viðurkennd efni

- Eyðum líka meindýrum

meindyraeidir@simnet.is

- www.meindyraeydir.is

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur

Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Föngulegur hópur hjá Dansskóla Birnu Björns.
Það er alltaf líf og fjör í starfinu hjá Dansskóla Birnu Björns og kennsla fer meðal annars fram í Grafarholti.
Glæsileg tilþrif.

Regnbogafáninn, Hinsegin dagar og Gleðigangan

Nú á dögunum tókum við okkur til og máluðum regnbogann á kirkjutröppunum. Kominn var tími til að hressa hann við eftir veturinn. Af hverju að hafa regnbogafánann á kirkjutröppunum?

Regnbogafáninn er táknrænt merki þess að við fögnum fjölbreytileikanum og viðurkennum ólíka einstaklinga, að allar manneskjur eiga rétt á að njóta sömu mannréttinda án tillits til uppruna þeirra, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðanna, kynferðis eða kynhneigðar.

Regnboginn er tákn um sáttmála í Biblíunni. Sáttmála milli Guðs og manns um ást og kærleika. Regnboginn er því sáttmáli kærleikans sem hafnar hvers konar fordómum, hatri og lítisvirðingu.

Regnbogafáninn boðar að kirkjan tekur á móti öllum með opinn faðm og mætir fólki af þeirri virðingu og kærleika sem er kjarninn í boðskap Jesú Krists og með því feta þann veg friðar sem Jesús Kristur boðar.

Regbogafáninn var upphaflega tákn í baráttu hinsegin fólks. Í dag er

fáninn tákn allra sem berjast fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum og er boðskapur Jesú Krists í fullu samræmi við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðana sem segir að við öll verðum að standa með mannréttindum og berjast saman gegn hatri og fordómum.

Það er mikilvægt að taka afstöðu og láta í sér heyra, en það þarf átak,hugrekki og djörfung til að standa upp og mótmæla. Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum. Þess vegna eru regnbogafánar og Hinsegin dagar mikilvægir. Þeir vekja athygli á því misrétti og ofbeldi sem viðgengst í heiminum. Þeir rjúfa þögn og vekja til vitundar, ekki aðeins um aðstæður hinsegins fólks, heldur allra mannréttinda.

Regnbogafáninn, Hinsegin dagar og gleðigangan er eitthvert jákvæðasta menningartákn samtímans og ber með sér samfélag sem þorir að fagna lífinu eins og það er, alvöru þjóðlíf þar sem við gerum ráð fyrir fjölbreytileikanum og samfélagi sem lifir í sátt. Gleðigangan er í senn kröfuganga

Kristín Kristjánsdóttir, djákni í Grafarvogskirkju.

hinsegins fólks, sem kallar á jafnrétti, vitundavakningu og útýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Við fögnum öllum framfaraskrefum en megum aldrei gleyma hvað það er auðvelt að taka skref aftur á bak.

Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum á litrófinu.

Grafarvogskirkja tekur skýra aftöðu með hinsegin samfélaginu og öðrum sem mætt hafa fordómum, ofbeldi eða einhverskonar mismunum. Því minnir fallegi regnbogafáninn á kirkjutröppunum okkar í Grafarvogskirkju, á að allar manneskjur eru jafn dýrmætar og mikilvægar.

Fréttir GV

Klassíski listdansskólinn:

Opin vika í grunnnámi í listdansi

Haustönnin er að hefjast hjá okkur í Dansgarðinum - Klassíska listdansskólanum og það er alltaf mikil tilhlökkun að hitta nemendur og að byrja nýtt dansár,” segir Ellen Harpa aðstoðarskólastjóri Klassíska listdanssskólans. ,,Við ætlum að bjóða upp á opna viku dagana 28. ágúst - 1. september þar sem allir krakkar á aldrinum 8-15 ára fá tækifæri til að koma í heimsókn til okkar og prófa danstímana sem eru í boði. Allir eru velkomnir á opnu vikuna og hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans á info@ballet.is til að skrá sig.

Námið sem við bjóðum upp á heitir grunnnám í listdansi og er kennt eftir aðalnámskrá listdansskólana. Grunnnámið samanstendur af klassískum ballet, nútímalistdansi, samtímadansi, spuna, táskótækni og sögulegum dansverkum auk þess sem nemendur taka þátt í sýningum. Við leggjum sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins og að allir fái að þróa hæfileika sína frá upphafi, undir gæða leiðsögn,” segir Ellen.

Skólinn er staðsettur í Álfabakka 14a á 3. hæð, þar sem yngri nemendur skólans stunda dansnám, og á Grensásvegi 14 þar sem unglingastigin æfa.

frá síðustu vorsýningu í Borgarleikhúsinu. Myndataka: Sporthero

GULLNESTI

Mynd

Ballettdansarar framtíðarinnar.

Ballettskóli Eddu Schewing í 25 ár í Grafarvogi:

,,Balletinn er fyrir alla”

Ballettskóli Eddu Scheving býður upp á kennslu í Grafarvogi, í Kópavogi og í Skipholti.

Vetrarönnin hefst 11. september svo nú fer hver að verða síðastur að festa sér pláss en skoða má allar upplýsingar á síðu skólans https://bsch.is

Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður árið 1961 og hefur starfað óslitið síðan. Starfsemi skólans fer aðallega fram í sérhönnuðu húsnæði skólans í Skipholti 50c.

Í 25 ár hefur skólinn einnig haft útibú fyrir forskólaaldur í Grafarvogi en það er fyrir aldurinn 2-6 ára. Í 6 ára hefur skólinn einnig verið með kennslu í Kópavogi.

Ballettskóli Eddu Scheving sérhæfir sig í kennslu í klassískum ballett fyrir alla aldurshópa frá 2ja ára aldri en býður einnig upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur. Ballett-fitness eru tímar fyrir fullorðna og svo eru Silfur-svanir sem er frábært og nýtt prógramm fyrir 65 ára og eldri. Einnig býður skólinn upp á mat-pilates tíma.

„Ballettinn er mjög góður grunnur fyrir svo margt og hvort sem börnin halda áfram að æfa ballett síðar þá er

víst að grunnurinn sem þau fá út úr náminu á eftir að nýtast þeim. Í forskólanum læra börnin grunnstöður og æfingar í klassískum ballett sem hæfa þeirra aldri og þroska en skipt er í hópa eftir aldri. Þau gera æfingar sem liðka og styrkja, læra að standa í röð og fylgja settum reglum. Litlum sporum og æfingum er svo fléttað inn í litla látbragðsdansa eins og blómið, fiðrildi, mýs og kisur sem dæmi. Þetta er mjög þroskandi og afar skemmtilegt prógramm fyrir þennan aldur. Svo eftir því sem þau eldast og þroskast tekur meiri alvara við. Okkur finnst frábært að hafa aukið töluvert starfssvið okkar og boðið upp á fljölbreyttara nám. Við höfum bætt við tímum fyrir 2ja ára. Einstaklega krefjandi tímar en ákaflega skemmtilegt að sjá árangurinn og hvað þessi litli kríli ná að gera og herma eftir okkur. Þau öðlast styrk og öryggi og smátt og smátt geta þau séð af foreldrum sínum og notið sín ein að dansa. Við bjóðum einnig upp á sér jazzballett/söngleikjadans og modern tíma fyrir allan aldur.

Ballett fyrir fullorðna er frábært prógramm sem við höfum boðið upp

á í fleir ár og hefur alltaf verið afar vel sótt hjá okkur. 20-30 advanced eru líka vinsælir.

Silfur svanir eru alltaf mjög vel sóttir hjá okkur þar sem við bjóðum upp á mýkri og léttari tíma sem einkennast þó mest af tignarlegum hreyfingum og glæsileika. Það er einstaklega góður og skemmtilegur andi hjá þessum ballerínum enda allar komnar til að njóta og hafa gaman af um leið og þær fá góða þjálfun og skemmtilegar æfingar. Pilates tímarnir hafa líka verið mjög vinsælir hjá okkur. Þetta er frábært kerfi til að styrkja miðju líkamans. Tímarnir byggjast á styrktaræfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun. Mikil áhersla er lögð á að bæta og laga líkamsstöður. Pilates æfingar halda hryggnum sterkum og sveigjanlegum en það er einmitt hryggurinn sem heldur líkamanum uppi. Mjög góð þjálfum til að styrkja miðju líkamans, algjörlega frábært kerfi.“ sagði Brynja Scheving. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hápunktur vetrarins eru svo glæsilegar nemendasýningar í Borgarleikhúsinu þar sem allir nemendur skólans frá 3ja ári aldri koma fram. En þessar myndir eru teknar á síðustu sýningu skólans. Fréttatilkynning frá Ballettskóla Eddu Schewing

Hér skín einbeytingin úr hverju andliti.
Og fleiri ballettdansarar framtíðarinnar.
Hér eru allir kátir og glaðir.

Íbúð á jarðhæð í grónu og kyrrlátu hverfi

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi við Bakkastaði 75 í Reykjavík, eignin skiptist í 127,4 fm íbúð og 27 fm bílskúr. Eignin er í grónu og kyrrlátu hverfi.

Nánari lýsing

Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu auk bílskúrs.

Forstofa er með góðum skáp og eru flísar á gólfi.

Hol er rúmgott og parket á gólfi.

Stofa er björt, þaðan er gengt út á vestursólpall.

Eldús er mjög rúmgott með góðum innréttingum og flísum á gólfi. Gengt er úr eldhúsi út á austur sólpall.

Herbergin eru rúmgóð með skápum og parket á gólfi.

Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með góðum innréttingum, sturtuklefa og baðkari.

Þvottahús er innan íbúðar. Innan íbúðar er geymsla sem einnig er nýtt sem

Bílskúr ermeð heitu og köldu vatni góður gluggi er á bílskúrnum og geymsluloft er yfir bílskúrnum að hluta. Við hlið bílskúrsins er sameiginleg hjólageymsla.

Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414

BARÐASTAÐIR - 4. HERB.BÍLSKÚR

4ra herb. björt og vel skipulögð endaíbúð á jarðhæð með sér inngangi. Eignin er 145 fm, íbúðin er 115,8 fm og bílskúr 29.2 fm. Fallegar innréttingar og gólfefni. Verið er að ljúka við utanhúss viðgerðir og málun á húsinu. STÓR SUÐVESTUR PALLUR.

SUÐURHÚS - SÉRHÆÐSTÓR BÍLSKÚR Efri sérhæð í tvíbýli. 201,6 fm, þar af 49,7 fm bílskúr. Þrjú svefnherbergi og auðvelt að setja það fjórða upp. Sólskáli, stór sólpallur. Mjög góðar innréttingar og gólfefni.

Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með góðum innréttingum, sturtuklefa og baðkari.

Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

LÓMASALIR - 2. HERB.STÆÐI Í LOKAÐRI

BÍLAGEYMSLU

Mjög góð 73,4 fm 2ja herb. íbúð ásamt 9,7 fm geymslu og stæði í lokaðri bílageymslu. Fallegt útsýni er úr íbúðinni. Mjög góðar innréttingar og gólfefni. Þvottahús innan íbúðar.

BREIÐAVÍK - STÓR 3.HERBERGJA

95,7 fm íbúð á jarðhæð með suður sólpalli og heitum potti. Sér inngangur af opnum svalagangi. Björt og vel útbúin íbúð með nýlegri eldhúsinnréttingu og nýlegum ljósum gólfefnum.

KLUKKUBERG HFJ. - 2 HERB. - STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU

60,2 fm íbúð á 1.hæð með vestur sólpalli og stæði í bílageymslu. Íbúðin var endurnýjuð fyrripart sumars 2023, skipt var um gólfefni, innihurðir, eldhúsinnréttingu og baðherbergi endurnýjað. LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

Stofan er mjög skemmtileg og býður upp á skemmtilega möguleika.
Stofa er björt, þaðan er gengt út á vestursólpall.

Kirkjufréttir

Í vetur verður mikið um að vera í Grafarvogssöfnuði, bæði í kirkjunni og Kirkjuselinu

Guðsþjónustur í kirkjunni

Alla sunnudaga eru guðsþjónustur í kirkjunni kl. 11:00. Guðsþjónustuhald þar er fjölbreytt og messuformið klassískt. Kór Grafarvogskirkju leiðir þar söng.

-Sunnudaginn 3. september kl. 11:00 verður kaffihúsamessa.

-Sunnudaginn 10. september kl. 11:00 er fermingarbörnum í Fold og Rimaskóla ásamt fjölsdkyldum þeirra sérstaklega boðið í guðsþjónustu. Pálínuboð og fundur á eftir um fermingarundirbúninginn.

-Sunnudaginn 17. september kl. 11:00 er fermingarbörnum í Víkurskóla ásamt fjölskyldum þeirra sérstaklega boðið í guðsþjónustu. Pálínuboð og fundur á eftir um fermingarundirbúninginn.

Guðsþjónustur í Kirkjuselinu

Alla sunnudaga yfir vetrartímann eru Vörðumessur í Kirkjuselinu kl. 13:00. Þetta eru einstakar stundir með mikilli tónlist. Vox Populi leiðir þar söng.

-Sunnudaginn 10. september kl. 13:00 verður fyrsta Vörðumessa haustsins.

Sunnudagaskólinn hefst 10. september

Sunnudagaskólinn verður á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, tónlist, sögur, leikir og annað skemmtilegt. Umsjón hafa Ása Kolbrún Sigurvinsdóttir og Hulda Berglind Tamara. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum

Kyrrðarstundir hefjast á ný 5. September Kyrrðarstundirnar eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði.

Barna- og unglingastarfið Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Starfið er bæði í boði í kirkjunni og Kirkjuselinu og hefst fyrstu vikuna í september. Starfið verður auglýst sérstaklega á heimasíðunni, Facebooksíðunni og á Instagram. Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár er að finna á heimasíðu kirkjunnar - www.grafarvogskirkja.is

Félagsstarf fullorðinna hefst 12. september

Opið hús verður í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 fyrir eldri borgara og önnur sem hafa lausa stund á daginn. Stundin hefst á fræðslu eða skemmtiefni og samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall.

Síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði.

Djúpslökun hefst um miðjan september

Djúpslökun verður á fimmtudögum kl. 17:00 í vetur. Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun með kristilegu ívafi. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í yoga og lengra komnum. Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir yogakennari.

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi

Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is

Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is

Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!

Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju

Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu.

Við bjóðum nýja og eldri þátttakendur hjartanlega velkomin og viljum sjá sem allra flest og einmitt þig!

Sjá nánar á Facebooksíðu Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirku.

Dagsetningar næstu vikna eru: 29. ágúst, 12. september og 26. september.

Prestar og djákni safnaðarins:

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is

Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is

Sími: 587 9070

Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is

Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!

Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.