Grafarvogsblaðið 8. tbl. 2025

Page 1


Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Símar 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Katrín J. Björgvinsdóttir.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Heilagt stríð gegn einkabílnum

Nýlegar fréttir af húsnæðismarkaðnum segja að nýjar íbúðir í Reykjavík seljast illa og eru margir byggingaaðilar komnir í mikil vandræði þess vegna. Aðalástæðan er þó ekki háir vextir eða verðbólga. Skortur á bílastæðum er megin orsökin. Það er nefnilega komið í tísku hjá borgaryfirvöldum að skipuleggja ný íbúðahverfi þannig að nánast ekki er gert ráð fyrir að fólk eigi bíla. Í bestu tilfellunum er gert ráð fyrir bílastæðum í sérstökum bílastæðahúsum en þá verður stór hluti íbúanna að ganga langar leiðir frá bílnum til síns heima. Fólk þarf sem sagt að burðast með 2-3 matarpoka þó nokkrar vegaengdir, með lítil börn að auki og gestir sem ákveða að heimsækja sitt fólk þurfa að ganga langar leiðir til að hitta sitt fólk. Flestir ættu að geta skilið að þetta er galin hugmyndafræði sem gengur ekki upp. Fólk lætur ekki bjóða sér þennan fjanda og íbúðirnar seljast ekki. Í dag eru þeir aðilar sem reyna að selja nýjar íbúðir að taka það sérstaklega fram í auglýsingum að bílastæði fylgi íbúðunum sem þeir auglýsa til sölu. Svo fáránleg er þessi staða orðin. Eðlilega segja þeir hugsanlegu viðskiptavinir sem eru að leita sér að húsnæði nei takk og því fyrr sem meirihlutinn í Reykjavík áttar sig á þessum staðreyndum því betra. Það er á allra vitorði að borgaryfirvöld í Reykjavík eru í heilögu stríði gegn einkabílnum. Að honum er sótt úr öllum áttum og allur þorri almennings sem vill nota einkabílinn til sinna ferða veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Og svo er það fyrirbærið Borgarlína sem ku eiga að vera tilbúin 2031. Í dag er því þannig farið að það veit enginn hvað þetta fyrirbæri mun kosta að loknum framkvæmdum. Og það sem meira er, það veit enginn ennþá hver á að borga fyrirbærið.

Varðandi kostnaðinn þá hefur verið rætt um 140 milljarða. Ef marka má árangur og frammistöðu Íslendinga í áætlanagerð þá mun sú upphæð aldrei standast. Borgarlínan mun örugglega kosta nær 250 milljörðum fullkláruð ef hún verður þá einhvern tíman kláruð. Og þá verður nú fyrst sótt að einkabílunum. Fjölmargar götur í höfuðborginni eru í dag þétt setnar bílaumferð en með tilkomu Borgarlínunnar verða teknar í burtu heilu akreinarnar og hvernig mun umferðin þá ganga fyrir sig í höfuðborginni?

Þessi mál eru sem sagt öll í uppnámi. Hvaða einkunn myndi sú fjölskylda fá sem væri að leita sér að húsnæði og fyndi það eina sanna og kaupin frágengin en fjölskyldan hefði ekki hugmynd um hvað húsnæðið ætti að kosta og hvernig hún ætlaði sér að fjármagna kaupin.

Einhver myndi segja að þessi umrædda fjölskylda væri ekki sterk á svellinu varðandi skynsemi og fjármál. Stefán Kristjánsson gv@skrautas.is

Úthverfin sitja á hakanum

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks

Það er ljóst að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur skapað ójafnvægi milli borgarhluta í Reykjavík. Í miðbæ Reykjavíkur hafa verið miklar framkvæmdir við endurnýjun gatnakerfa, torga og gangstétta, sem er vissulega jákvætt þar sem þess gerist þörf. Svo virðist sem úthverfin í austurhluta borgarinnar hafi fengið mun minna fjármagn til sambærilegra framkvæmda.

Þétting byggðar hefur nánast verið einkunnarorð meirihlutans sem bitnar á grænum svæðum borgarinnar. Skýrasta dæmið er þessi þétting byggðar sem hugmyndir eru um að framkvæma í Grafarvogi. Í Höfðahverfi (Ártúnshöfði) er áætluð byggð fyrir u.þ.b. 20.000 íbúa. Hverfið verður gríðarlega þétt byggt og gert ráð fyrir 0,7 bílastæðum á íbúð sem þýðir að stórum hluta íbúða fylgir ekki bílastæði. Þetta þýðir jafnframt að gestkomandi er gert erfitt fyrir að koma í heimsókn á bíl. Í nýlegri frétt, þar sem viðtal var tekið við formann Félags eldri borgara, kom fram að hafi eldra fólk ekki aðgang að bílastæði í bílakjallara í eign sinni komi það til með að skerða ferðafrelsi þeirra. Þá hefur einnig komið fram í viðtölum við verktaka að þeir hafi áhyggjur af því að illa gangi að selja íbúðir sem ekki fylgir bílastæði. Eins hefur verið tíðrætt af umhverfissálfræðingi og íbúum um skuggamyndun hluta ársins sem fylgir sumum þéttingarsvæðum og hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa. Mistök geta verið dýrkeypt eins og

Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

dæmin hér á undan sýna. Þetta er að gerast á vakt vinstri meirihlutans í Reykjavík. Eitt nýlegasta og sennilega frægasta dæmið er hið svokallaða ,,græna gímald” í Breiðholti sem er eitt ótrúlegasta skipulagsslys sem sést hefur í langan tíma og bitnar fyrst og fremst á íbúum við Árskóga. Það virðist vera sem núverandi meirihluti borgarstjórnar sé hættur að hlusta á vilja íbúa sem kristallast m.a. í þeirri ákvörðun meirihlutans að leggja niður íbúaráð í hverfum borgarinnar.

Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að fólk noti strætó, hjóli eða gangi til og frá vinnu eða í skóla. Það er auðvitað mikið lýðheilsumál í hraða nútímasamfélags að hjóla eða ganga og/eða stunda reglulega hreyfingu. En við búum á norðlægum slóðum þar sem má segja að hálft árið er ekki fýsilegt fyrir marga vegna veðurs að fara lengri vegalengdir hjólandi eða gangandi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum töluvert norðar á hnettinum en bæði París og Kaupmannahöfn. Því er það áhyggjuefni hversu mikið er þrengt að einkabílnum í borginni sem langflestir borgarbúar vilja nota í ferðum sínum til og frá vinnu og skóla. Undanfarið hefur verið mikið þrengt að mörgum gatnamótum t.d. með því að fjarlægja beygjuvasa á gatnamótum þó svo í sumum tilfellum hafi engin slys átt sér stað. Hafa þessar framkvæmdir aukið umferðartafir til mikilla muna og má segja að hér sé um að ræða heimatilbúinn vanda.

Það er ljóst að núverandi stefna meirihlutans í borgarstjórn kallar á endurskoðun í mörgum málum. Jafnframt þarf að tryggja að jafnræðis sé gætt milli hverfa í Reykjavík og að gæðin verði sambærileg bæði hvað varðar þjónustu, fjárfestingar og samgöngur sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigt og farsælt borgarlíf.

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Að minnsta kosti

þrjár flugur í sama högginu

- frábær réttur sem vert er að prófa

Núna þegar sumarfríum er að mestu lokið er gott að smella sér aftur í rútínuna. Flest okkar hafa gert vel við sig í mat og drykk og því gott að leyfa hollustunni að njóta vafans eftir góða tíð í sumarfríinu.

Fátt er þá betra en að byrja morguninn vel og slá í það minnsta þrjár flugur í einu og sama högginu með kaffi, trefjum og próteini.

Tiramisu Chia

Þetta er morgunútgáfan af Tiramisu, fullur af próteini, trefjum og andoxunarefnum til að styðja við blóðsykursjafnvægi, heilbrigði meltingarvegarins og stöðuga orku yfir morguninn.

- 1 bolli laktósafrí grískri jógúrt.

- 2 msk. chia fræ.

- 1-2 msk. akasíuhunang eða sæta

að eigin vali -1/2 tsk. vanilla.

- 1 espresso kaffi. - 2 msk. haframjöl.

- 1 tsk. af kakódufti (til að strá yfir)

Leiðbeiningar: Blandið grískri jógúrt saman við chia fræin, sætuna, vanillu, kaffið og hafrana.

- Hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman.

- Lokið og geymið í ísskáp yfir nótt (eða í að minnsta kosti 2 klukkustundir).

- Áður en borið er fram, stráið kakódufti yfir.

Verði ykkur að góðu.

Kristjana Steingrímsdóttir (Jana) jana.is www.instagram.com/janast

G r G

Tiramisu er frábær byrjun á morgninum.
Kristjana Steingrímsdóttir (Jana).

Þrenging gatnamóta Höfðabakka og Bæjarháls er óþurftarverk

- eftir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum lagt til að hætt verði við að fjarlægja tvær beygjuakreinar við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Nú þegar hefur komið í ljós að framkvæmdin mun draga úr umferðarflæði og valda verulegum töfum á umferð, ekki síst til og frá Árbæjarhverfi og Grafarvogi.

Samþykkt var á fundi umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur 26. marz sl. að ráðast í framkvæmdir vegna endurhönnunar fimm gatnamóta við Höfðabakka. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu heils hugar þann hluta verksins, sem fól í sér almennar úrbætur á umferð. Þar á

meðal endurnýjun umferðaljósabúnaðar og bætta lýsingu á gatnamótunum.

Mikið óþurftarverk Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust hins vegar eindregið gegn því að tvær beygjuakreinar (hægribeygju-framhjáhlaup) yrðu fjarlægðar við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Bentum við á að slík breyting myndi að öllum líkindum draga úr umferðarflæði og valda óþarfa töfum á umferð.

Framkvæmdir standa nú yfir við að fjarlægja umræddar beygjuakreinar og þrengja þannig gatnamótin. Þegar

á framkvæmdatímanum hefur lokun akreinanna aukið umferðartafir gífurlega á gatnamótunum og leitt til umferðaröngþveitis á annatímum. Umrædd gatnamót og Höfðabakkinn í heild sinni gegna mikilvægu hlutverki fyrir Árbæjarhverfi og Ártúnsholt en einnig fyrir Breiðholt, Grafarvog, Grafarholt, Úlfarsárdal og fleiri hverfi.

Tillaga Sjálfstæðisflokksins Í ljósi aukinna tafa höfum við óskað eftir því að horfið verði frá þrengingunni og umræddar beygjuakreinar látnar halda sér. Flutti ég tillögu þar að lútandi á fundi umhverfis- og skip-

ulagsráðs Reykjavíkur 13. ágúst sl. Óheillavænlegt er að raska núverandi umferðarskipulagi á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls þegar augljóst er að það mun hafa umferðartafir í för með sér Ákjósanlegt er því að hverfa frá þrengingu gatnamótanna og láta umræddar beygjuakreinar halda sér.

Breytingin getur einnig haft neikvæð áhrif á viðbragðstíma sjúkraog slökkvibifreiða. Slökkvistöð er við Tunguháls og bílar í neyðarakstri þaðan fara oft um gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls, sem nú er verið að þrengja og stífla.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisfloksins.

Tafirnar kosta tugi milljarða Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist mjög undanfarin ár vegna aðgerða vinstri meirihluta undir stjórn Samfylkingarinnar. Talið er að kostnaður einstaklinga vegna slíkra tafa sé ekki undir sextíu milljörðum króna árlega en þjóðhagslegur kostnaður er mun hærri. Með tafaaðgerð meirihlutans á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls er enn aukið á þennan kostnað.

Dr. Football gæðavottar

Sportbarinn í Keiluhöllinni

Sportbarinn í Keiluhöllinni hefur í áraraðir verið samanstaður ástríðufullra áhugamanna um knattspyrnu og aðrar

íþróttir og heimili Dr. Football þar sem heldur þar mánaðarlega sín vinsælu Pub Quiz. Doktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason, er jafnframt brand ambassador Keiluhallarinnar þegar kemur að knattspyrnu.

Stærsti led skjár landsins

- bylting í boltaglápi

Fyrir skemmstu vígði Sportbarinn í

Keiluhöllinni nýjan og stórglæsilegan risaskjá sem beðið hefur verið með nokkurri óþreyju um allnokkuð skeið. Skjárinn er engin smásmíði, heilir 7 metrar að lengd og tæpir 2 metrar á breidd og er þeim eiginleikum gæddur að geta sýnt frá mörgum viðburðum samtímis.

Fyrsti gæðavottaði Sportbar landsins Í tilefni af komu nýja risaskjásins hefur

Dr. Football ákveðið að veita Sportbarnum sérstaka gæðavottun sem gerir hann að fyrsta Dr. Football gæðavottaða Sportbar landsins. ,,Ég hef lengi haft ambisjónir um að færa mig meira yfir í eftirlits- og gæðavottunariðnaðinn enda gef ég engan afslátt þegar kemur að knattspyrnuáhorfi. Nú er það orðið að veruleika. Þegar Jói og félagar í Keiluhöllinni vígðu nýja risaskjáinn þá var ljóst að þeir höfðu uppfyllt öll skilyrði til þess að hljóta, fyrstir Sportbara, hina virtu gæðavottun Dr. Football. Gæðavottunin byggir á nokkrum lykilbreytum og má þar nefna urrandi stemningu, breidd í drykkjaúrvali, lifandi og skemmtilega þjónustu, glatt starfsfólk og framúrskarandi bílastæðaaðgengi. En það er vissulega nýi skjárinn sem að ýtir þeim yfir marklínuna og siglir þessu heim”, segir Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.

Mikið um dýrðir á vottunarathöfninni Sérstök gæðavottunarathöfn fór fram í Keiluhöllinni í 7 ára afmæli Dr. Football og var að vonum húsfyllir og mikið um dýrðir. ,,Við í Keiluhöllinni tökum stolt og auðmjúk við þessari gæðavottun. Við höfum lagt mikinn metnað í að skapa framúrskarandi aðstöðu fyrir okkar viðskiptavini og knattspyrnuáhugamenn og þessi vottun frá Doktornum er einfaldlega rós í okkar hnappagat og staðfesting á því að við erum á réttri leið með Sportbarinn”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar.

Engin vottun á athugasemda Eins og rekstraraðilar veitingastaða og sportbara þekkja þá er engin miskunn í eftirlitsiðnaðinum og er gæðavottunarferli Dr. Football þar engin undantekning. ,,Þó að gæðavottunin sé orðin staðreynd í Keiluhöllinni þá er vissulega rými til bætingar”, segir Hjörvar. ,,Ég veitti vottunina með einni athugasemd. Það færi betur á því ef að útfært og byggt yrði stórt karlasalerni með flugumerktum pissuskálum þar sem fótboltaáhangendur gætu rætt málin stuttlega á meðan búið er til pláss fyrir næsta Ölsen. Þetta er ekki alvarleg athugasemd en ég geri ráð fyrir að bætt verði úr þessu hratt og vel”, segir Hjörvar að lokum

Enski boltinn er Keiluhöllinni

Nú þegar enski boltinn rúllar af stað eftir sumarfrí er rakið að skella sér í Keiluhöllina og fylgjast með á nýja skjánum. Ekki spillir fyrir að á barnum eru 20 ískaldar dælur og frábær tilboð á mat og drykk. Best er að bóka borð fyrirfram á Sportbarnum með tölvupósti á keiluhollin@keiluhollin.is

Hjorvar Hafliða og Joi Asbjorns með gæðavottunarstimpilinn.
Húsfyllir á DocZone.
Gæðavottun á glasamottu.

Ballettskóli Eddu Scheving nú á þremur stöðum

Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður árið 1961 og í rúm 20 ár hefur skólinn haft útibú fyrir forskólaaldur í Grafarvogi en það er fyrir aldurinn 2-6 ára. Lengst af hefur skólinn verið með aðsetur í íþróttahúsi Hamrakóla. Kennsla fer þar fram á föstudögum en alla aðra daga vikunnar fer kennsla fram í glæsilegu húsnæði skólans í Skipholti 50c en þar eru tveir salir. Skólinn einnig með starfsemi í Kópavogi.

Veturinn skiptist í tvær 12 vikna annir og endar haustönnin með foreldrasýningu í kennslusal en á vorin er skólinn með glæsilegar nemendasýningar í Borgarleikhúsinu.

Skólinn sérhæfir sig í kennslu í klassískum ballett en býður nú einnig upp á

jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur. Hörku þjálfum fyrir ballerínur sem geta ekki hætt að dansa á aldrinum 20-30 ára. Pilates tímar verða í boði. Ballett-fitness fyrir fullorðna og svo eru Silfur-svanir sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri.

Vetrarstarfið hefst 11. september en innritun er hafin og skoða má allar upplýsingar á síðu skólans https://bsch.is/ og betra er að hafa hraðann á áður en hóparnir fyllast. Brynja Scheving er skólastjóri Ballettskólans hefur kennt öll árin sem skólinn hefur verið í Grafarvogi og ásamt henni er alltaf einn til tveir aðstoðarkennarar.

“Ballettinn er góður grunnur fyrir svo margt og hvort sem börnin halda áfram að æfa ballett síðar þá er víst að grunnurinn sem þau fá er mjög góður. Í forskólanum læra börnin grunnstöður og æfingar í klassískum ballett sem hæfa þeirra aldri og þroska en skipt er í hópana eftir aldri. Þau gera æfingar sem liðka og styrkja, læra að standa í röð og fylgja settum reglum. Litlum sporum og æfingum er svo fléttað inn í litla látbragðsdansa og leiki eins og blómið, fiðrildi, mýs og kisur sem dæmi. Þetta er mjög þroskandi og afar skemmtilegt prógramm sérhannað fyrir þennan aldur. Svo eftir því sem þau eldast og þroskast tekur meira alvara við.” segir Brynja.

Myndin sýnir nemendur skólans á glæsilegri nemendasýningu skólans í Borgarleikhúsinu. En á nemendasýningunum sem er án efa hápunktur vetrarins koma allir nemendur fram frá 3ja ára aldri.

Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar

Laxaflugur

Krafla blá

Krafla gul

Krafla græn

Grænfriðungur Elsa

Krafla rauð Krafla orange

Iða

Gríma blá

Skröggur

Gríma gul

Kolskeggur

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

Tungsten keilutúpur ,,Íslenska landsliðið’’í

Beygla

SilungaKrafla bleik

Beykir

SilungaKrafla orange

Kíktu á Krafla.is

- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun

Krókurinn

Mýsla

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Uppl. í síma 698-2844 og 699-1322

Iða

Reykvíkingur ársins 2025:

Ingi Garðar Erlendsson

Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.

Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag.

Vinnur í þágu tónlistar og barna í borginni

Ingi Garðar hefur stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019. Ingi Garðar er básúnuleikari og tónlistarkennari með BA próf og MA próf í tónsmíðum og diplóma í hljóðfræði. Hann er tónskáld og hefur meðal annars un-

nið útsetningar fyrir hljómsveitir. Óskað var eftir tilnefningum um Reykvíking ársins í byrjun maí, og um miðjan júní var farið yfir tilnefningarnar og tekin ákvörðun um að veita Inga Garðari titilinn. Í tilnefningum kom meðal annars fram að hann haldi úti stórkostlegu starfi og sé sannkölluð fyrirmynd fyrir börnin og þau sem að starfi hljómsveitarinnar koma. Ennfremur segir að Ingi Garðar hafi ávallt mætt nemendum sínum með skilningi og hann skapi umhverfi þar sem börnin eru metin að verðleikum og geti blómstrað sem tónlistarfólk. Undir stjórn Inga Garðars hafa nemendur fengið margskonar tækifæri til þess að koma fram og spila. Þau spiluðu á sviði í Borgarleikhúsinu í leikritinu Fía Sól gefst aldri upp og einnig í dansverkinu Hringir Orfeausar og annað slúður eftir Ernu Ómarsdóttur, sömdu tónverk og fluttu

við opnun tónlistarhátíðarinnar Myrkir Músíkdagar og komu fram með hljómsveitinni Sigur Rós í Laugardalshöll svo eitthvað sé nefnt. Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, og það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram. En þetta er líka gefandi starf og ég vil þakka frábæru krökkunum í skólahljómsveitinni, þau eiga stóran hlut í þessari viðurkenningu ásamt samstarfsfólkinu mínu auðvitað, öllum hljóðfærakennurunum og þá sérstaklega Svanhildi Lóu Bergsveinsdóttur sem er með mér í hljómsveitarstarfinu og mín hægri hönd.“ segir Ingi Garðar. Reykvíkingur ársins renndi svo fyrir laxi í Elliðaánum í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 85 ár.

Reykvíkingur ársins rennir flugu fyrir lax í Elliðaánum.

Grafarvogsblaðið

Ritstjórn/Auglýsingar - Sími 698-2844

hluta Skemmtileg

81 fólki hæfu og góðu eftir ska

Meginmarkm lýkur. þeirra ladegi

skipulagt g ik o le gegnum í arna

ábyrgð og rkefni u ve elst

S ,ólaksFolda í nda Hv ,kólangjasE í g Brosbær Regnbogal ó skó b H H

íslenskukunnátta Góð samskiptum í Færni sjálfstæði og Frumkvæði börnum með vinna á að Áhugi ný sem reynsla eða Menntun urniskröfæf bö a við samvinn og Samráð st og leik í börnum Leiðbeina framkvæma a og Skipuleggj

starfi í tist

Í V eyk

gæti viðkomandi að væri best og ágúst 25 hefst etrarstarfið 17 og n 13 klukka milli störf 20-50% eru boði

kjjavík R reglur og m g se ð lö vi samræmi í sakavottorð Hreint

L di i iðb l d t í f rgar fyyrst sem byrjjað r f urbo ki í

252 unaflokki afi la frístundaráðgj háskólamenntaður 4 og 23 aunaflokki er einand ei stunda r ameykis, og kurborgar eykjav samning samkvæm eru Laun l N M Á E H A Á

starfsfólk. og n arfi börn ára 6-9 fyrir frístundastarf aglegt rf. samskiptafærni og félags- efla að er starfsins ið að eftir börnum ára 6-9 með starfa að til ldrie og ra ólaksRima iðv bærgrisíT og ólaksHamra í ða ,ólaskaHús í taliKas óla,ksBorga í ndrgila farvogi um í frístundaheimilun í astörf Gra e imb á arkm sta f t r ý k S b ík kj R i i t k

kjjavik.isbrosbaer@reyk 695-5191 / 411-7770 s. Brosbæ í aría :af ð ge starfi um ngarýsiuppl ánari

is avikland@reykjhvergi 695-5198 / 411-7789 s. Hvergilandi í sgerður

í a Bára rl

avik.issimbad@reykj 695-5193 / 587-9050 s. Simbað í Bragi rnar is avikbogaland@reykjregn 695-5192 / 411-7231 s Regnbogalandi í elga is avikkastali@reykj 695-5194 / 411-5622 a s Kastal

kjjavik.is atigrisb er@reyk 695-5196 / 411-7736 s Tígrisbæ í srún

Hægteraðsækjaumá eyk vef R kjjavíkurborgar: S Gra

hlutastörf kemmtileg

Reykjavik i | farvog

r í vetu næsta

g lti o Grafarho Árbæ í frístundaheimilum

Haustið fer að koma og ný önn hjá Fjölni

Haustið fer að koma og með því hefst ný önn í fjölbreyttu starfi Fjölnis. Við hlökkum til að taka á móti bæði nýjum og eldri iðkendum í vetur, í fjölmörgum íþróttagreinum. Hjá Fjölni er hreyfing fyrir alla, frá leikskólabörnum upp í eldri borgara, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Við leggjum áherslu á að skapa faglegt, uppbyggilegt og jákvætt umhverfi þar sem þátttakendur geta notið hreyfingar, eflt hæfni sína og tekið þátt í öflugu félagsstarfi. Haustönnin er kjörið tækifæri til að setja sér ný markmið, prófa eitthvað nýtt eða halda áfram að byggja á fyrri árangri.

Allt skipulag, skráningar og tilkynningar fara fram í gegnum Abler. Þar má finna upplýsingar um æfingatíma, æfingagjöld, viðburði og allt sem tengist starfi félagsins. Við hvetjum iðkendur og forráðamenn til að fylgjast vel með þar svo enginn missi af mikilvægum upplýsingum eða skemmtilegum viðburðum á haustönninni.

Nú er rétti tíminn til að hefja þátttöku í starfi Fjölnis. Hvort sem þú hefur áður verið hluti af félaginu eða ert að stíga þín fyrstu skref, þá er haustið kjörið tækifæri til að byrja. Við tökum á móti þér opnum örmum.

Við erum spennt fyrir komandi mánuðum og vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í starfi Fjölnis í vetur – saman byggjum við sterkt og lifandi íþróttasamfélag í Grafarvogi. (Frétt frá Fjölni)

Áhorfendastæðin í íþróttahúsi Fjölnis bíða spennt eftir komandi áhorfendum sem verða vonandi margir í haust og vetur.

698-2844

Dansskóli

Metnaður og gleði

Danssóli BB var stofnaður 1997 og hefur starfað víða um höfuðborarsvæðið síðan þá eða í 28 ár. Skólinn býður upp á marvisst og mjög vandað dansnám í fjölmörgum stílum.

Þar má nefna Commercial jazz – lyrical – musical theatre shhowdansa ofl.

Styrkleikar skólans eru margir og hér mætti nefna nokkra þeirra.

Sérhæfðar deildir eru einkennandi fyrir Dansskóla BB.

Sýningar skólans hér heima og erlendis eru mjög skemmtilegar og mikið í þær lagt.

Tæifæri sem nemendum skólans bjóðast eru mjög mörg og spennandi.

Gleði, vinátta og samheldni eru einkennandi hjá nemendum og kennurum skólans og nemendur fá mikið út úr náminu.

Framfarir nemenda eru miklar í kjölfar mikilla æfinga hjá mjög góðum kennurum.

Metnaður nemenda í skólanum er jafnan mikill og þá ekki síður hjá öflugum kennurum skólans.

Kepnnir hér heima og erlendis eru mjög gefandi og skemmtilegar.

Sýningar skólans eru umtalaðar hér heima og erlendis og nemendur fá mjög mikið út úr sýningunum og læra mjög mikið af þeim.

Dansferðir. Ár hvert fer dansskólinn á heimsmeistaramót í dansi og núna í ár komu keppendur heim með fjögur bronsverðlaun.

NÝR KENNSLUSTAÐUR

Dansskóli BB er kominn í glæsilegt húsnæði í Bíldshöfða 10. Vefsíða skólans er www.dansskolibb.is Instagram dbb

Drengirnir gefa stúlkunum ekkert eftir.
Áhugasamir ungir nemendur.

Endurvinnslum eropinallad móttakan agahjá

Móttaka Endurvinnslunnar er opin er opin alla d p káíH skátunum í Hr nsluappinu astarf í samfélaginu. i þér. alla daga vikunnar. agagjhjá b raunbæ

Grænir skátar styðja við ungmenna Við tökum vel á mót

Munið eftir nýja endurvinn

Opnunartíminn ok Vikrir dagar kl. 9 Helgar kl. 12-16 kkar er: 123 . 110 Reykjavík 9-18 :30

Frábær tilþrif hjá dönsurum í Dansskóla BB.
Dansarar framtíðarinnar.
Dansarar framtíðarinnar.

72 fermetra íbúð við

Rósarima

með bílskúr

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs s. 575-8585 kynnir í einkasölu íbúð með bílskúr við Rósarima 6 í Reykjavík. Um er að ræða 94,4 fm eign sem skiptist í 3ja herbergja 72,2 fm íbúð, 16,8 fm bílskúr og 5,4 fm sér geymslu. Matshluti 01-0106, fastanr. 222-1817.

Húsið var málað að utan fyrir tveimur árum síðan og þá var einnig skipt um glugga. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur M.Sc. löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari, í síma 8983459, tölvupóstur arni@fmg.is og Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali í síma 824-0610,

netfang: stella@fmg.is

Nánari lýsing

Um er að ræða afar snyrtilega og bjarta íbúð. Komið er inn í hol með flísum á gólfi og stórum skáp. Þaðan er komið inn í stofu/borð-stofu með parketi á gólfi. Eldhúsið er opið og þar er góð inn rétting með góðu skápaplássi, tengt er fyrir uppþvottavél, flísar eru á milli skápa og korkur á gólfi. Útgengt er á suðaustursvalir úr eldhúsi, á svalagólfi eru flísar og gler skjólveggur er við handrið og á sitt hvorri hlið á svölum.

Baðherbergi er með flísum á gólfi, sturtuklefa og innréttingu við vask. Á baði er

tengt fyrir þvottavél og þurrkara og þar er góð innrétting þannig að vélarnar eru upphækkaðar.

Á herbergisgangi er parket á gólfi og einnig er parket á hjónaherbergi og barnaherbergi. Í báðum svefnherbergjum eru góðir fataskápar. Vegg-skápar í barnaherbergi fylgja ekki með.

Íbúðinni fylgir fullgerður 16,8 fm bílskúr með hita og rafmagni, flísum á gólfi, vaski og vaskaborði. Sjálf-virkur hurðaopnari og inngönguhurð. Innréttingar í bílskúr fylgja ekki með í kaupunum.

Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er á jarðhæð og einnig 5,4 fm sér geymsla. Sameign er snyrtileg.

Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610

Ingunn Þorsteinsdóttir. Nemi í löggildingu fasteignasala s. 612-0906

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414

Anna Friðrikka Gunnarsdóttir löggiltur fasteigna og skipasali, anna@fmg.is s: 892-8778

er á suðaustursvalir úr eldhúsi,

Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá, mikil eftirspurn

GLÓSALIR 3-4ra HERB. - STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU

121,1 fm mjög falleg íbúð með miklu útsýni á 4. hæð í lyftuhúsi. Tvö svefnherbergi og möguleiki á því þriðja með einföldum hætti. Fallegar innréttingar og gólfefni. Suður svalir.

HRAUNBÆR - 4ra HERB

95.4 fm íbúð. Fallega skipulögð íbúð með góðum innréttingum á eldhúsi og baði. Parket og flísar á gólfum. Skipt var um alla glugga og húsið klætt á þrjá vegu fyrir tveimur árum. Þak var endurnýjað fyrir um 10 árum. Stórar svalir í suðvestur. Húsið stendur við Rofabæ.

FLÉTTURIMI - 3ja HERB.STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU

95.6 fm íbúð á annari hæð auk stæðis í lokuðu bílahúsi með bílarafmagni. Virkilega falleg og björt íbúð með góðum innréttingum og gólfefnum. Stórar suðaustur svalir.

BÁSBRYGGJA - 5 HERBERGJA ÍBÚÐ 147,4 FM 5 herb. endaíbúð á 2. hæð. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús og stofu/borðstofu í sameiginlegu rými, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Nýleg mjög falleg innrétting í eldhúsi. Fallegt parket og flísar á íbúðinni. Vestur svalir.

ÚUGATA MOSFELLSBÆLÓÐIR FYRIR EINBÝLISHÚS Til sölu er byggingaréttur á 7 einbýlishúsalóðum við Úugötu í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Lóðirnar eru frá 535,4 fm til 652,1 fm og eru tilbúnar með óhreyfðu landi. Nánari upplýsingar veita Árni og Sigrún Stella í síma 575-8585.

Útgengt
á svalagólfi eru flísar og gler skjólveggur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, sturtuklefa og innréttingu við vask.
Eldhúsið er opið og þar er góð innrétting með góðu skápaplássi.
Stofan og borðstofan eru með parketi á gólfi.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.