Grafarvogsblaðið 2.tbl 2020

Page 2

GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 11/02/20 14:45 Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Áfram konur Þegar þessar línur eru skrifaðar er skollið á verkfall hjá Eflingarfólki sem vinnur hjá Reykjavíkurborg. Eftir nokkra daga, 17. febrúar, skellur á ótímabundið verkfall hjá konunum í Eflingu. Þá fara foreldrar leikskólabarna hér í Grafarvogi og víðar fyrst að finna fyrir verkfallinu. Kröfur Eflingar eru vissulega miklar enda núverandi lágmarkslaun langt frá því að vera mannsæmandi. Konur í Eflingu hafa komið fram í fjölmiðlum og opinberað laun sín. Útborguð laun 270 þúund á mánuði og af því fara 250 þúsund í húsaleigu. Getur þetta verið veruleikinn? Hvaða aðili sem er sem ekki getur greitt hærri laun verður að taka sig verulega saman í andlitinu. Mitt mat er að þeir aðilar sem greiða þessi lágmarkslaun eigi að skella í lás á morgun og snúa sér að einhverju allt öðru. Formaður Eflingar virðist vera með bein í nefinu og samstaðan og samheldnin innan félagsins virðist vera mjög mikil. Nú reynir líka fyrst fyrir alvöru á einhug félagsmanna. Ef konurnar í Eflingu tefla þessa skák til sigurs þarf að koma til mikil þolinmæði og samstaða. Það ber mikið í milli deiluaðila og verkfall gæti verið yfirvofandi í margar vikur. Efling hefur mikinn stuðning landsmanna leyfi ég mér að fullyrða. Hvar sem ég kem er fólk sammála um að tími sé kominn til að hækka lægstu launin verulega. Og mér skilst á fólki að það sé ekki áhugasamt um svokallað höfrungahlaup sem oft hefur orðið raunin þegar ein stétt hækkar og allar aðrar vilja það sama. Krafan í deilunni nú er þessi, að hægt sé að lifa og framfleyta sér á útborguðum launum. Það er alls ekki hægt í dag. Og ef að hækkun lágmarkslauna samkvæmt kröfum Eflingar gerir allt vitlaust hjá næsta hóp fyrir ofan verður bara svo að vera í bili. Konur hafa ótrúlegt langlundargeð og þolinmæði kvenna hér á landi gagnvart skammarlega lágum launum og ótrúlegum mun á launum kvenna og karla er hreint ótrúleg. Nú er mál að linni þessu óréttlæti. Fyrirtæki sem ekki treysta sér til að greiða konum sömu laun og körlum fyrir sambærilega vinnu eiga ekki að fá að starfa hér á landi. Mikill launamunur kvenna og karla er svartur blettur á okkar þjóðfélagi og þennan smánarblett þarf að afmá sem allra fyrst. Stefán Kristjánsson Áfram konur!

Vættaskóli Borgir sigurvegarar skólamótsins 2020. Stelpurnar unnu til búningaverðlauna.

Skólamót Fjölnis í handbolta:

300 krakkar slógu í gegn Skólamót Fjölnis í handbolta fór fram nýverið og segja má að það hafi slegið í gegn. Tæplega 300 krakkar úr öllum skólum Grafarvogs komu, skemmtu sér og spiluðu í Fjölnishöllinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Skólamót Fjölnis fer fram í softball formi þar sem skemmtanagildið er haft í hávegum. Það er klárt mál að um árlegan viðburð verður að ræða héðan af. Handknattleiksdeild Fjölnis langar að þakka þessum frábæru krökkum sem komu og voru sér og sínum til mikillar sóma. Enn fremur langar Fjölni að þakka þessum drífandi íþróttakennurum í skólunum sem mættu með liðin úr skólunum. Búningaverðlaun voru afhend í mótslok og voru þau lið leyst út með gjafabréfum í boði Huppuís. Sigurvegari Skólamóts Fjölnis 2020 var Vættaskóli Borgir. Öllum krökkum var boðið að prófa handboltann í Fjölni sér að kostnaðarlausu í janúarmánuði og margir nýttu sér það.

Kelduskóli Vík og Korpa fengu búningaverðlaun.

gv@skrautas.is Hressir krakkar í 4. bekk Kelduskóla Vík á skólamóti.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.