Grafarvogsblaðið 2.tbl 2023

Page 1

Grafarvogsblaðið

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is

Spöngin 11 112 Reykjavík Sími 575 8585

Þjónustuaðili

Þorrablót Fjölnis fór fram nýverið og fólk í góðu skapi fjölmennti á blótið sem þótti takast afar vel að venju. Gestir gæddu sér á dýrindis þorramat og skemmtiatriði voru i boði. Sjá nánar á bls. 12 og 13. GV-mynd Ólafur Þórisson

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 2. tbl. 34. árg. 2023 - febrúar
Ódýri ísinn
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15.2.2023 10:26 Page 1

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322.

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Setjist niður og semjið

Verkföll eru framundan og að byrja þegar þetta er skrifað. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að um 2000 félagar í Eflingu leggi niður vinnu og lami þjóðfélagið.

Hvernig má þetta eiginega gerast? Mörg stærstu fyrirtæki

landsins hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarið og lýst því yfir að ef Eflingarfólk fer í verkfall þá lamist þjóðfélagið.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að lágmarkslaun Eflingarfólks séu í nágrenninu við 400 þúsund. Og líklega aðeins undir þeirri tölu. Hvernig getur það verið mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins ofviða að greiða þessu fólki þessi skammarlegu laun?

Og þetta eru ekki fjölmennar stéttir. Nokkur hundruð manns setja hótelin á hausinn. 70 bifreiðastjórar setja allt þjóðfélagið á annan endann og stöðva meira að segja flug til og frá landinu, farþegarflug og flug til og frá landinu með verðmætar afurðir til og frá Íslandi á erlenda markaði.

Kjaradeilan sem nú stendur yfir er fyrir margra hluta sakir merkileg. Hún er óvenju harkaleg og eftir að samið var við meginþorra launafólks, meira að segja sjómenn, þá stóð Efling ein eftir. Vildi ekki fylgja fjöldanum.

Í framhaldinu fór Eflingarfólk fram í sinni baráttu með fádæma dónaskap og siðleysi. Formaður felagsins kann sér oftast ekki læti og fer fram með offorsi. Og undir framkomu formannsins dansa öfgafullir félagar sem opinbera siðleysi sitt í fréttum. Nýjasta dæmið var þegar ráðist var á ráðherra í ríkisstjórn Íslands utan við ráðherrabúðstaðinn eftir fund ríkisstjórnar og sumir þeirrar úthrópaðir rasistar.

Kostnaður við Borgarlínu að tvöfaldast?

Glórulaus kostnaðaráætlun

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Nú hefur kostnaður Samgöngusáttmálans verið uppfærður af Betri samgöngum. Við það hækkaði kostnaðurinn úr 120 milljörðum í 170 milljarða á þremur og hálfu ári.

Mislæg gatnamót verða að stokk

Mestu munar um framkvæmdir við Sæbraut þar sem gert var ráð fyrir mislægum gatnamótum í sáttmálauum, upp á 2,2 milljaðra. Öfáum vikum eftir að skrifað var undir sáttmálann breyttust þessi mislægu gatnamót í stokk upp á 17.7 milljarða.

Það var borgarstjórinn sem stóð fyrir þessum breytingum og fékk Alþingi til að samþykkja þær. Hann virðist hins vegar ekki hafa séð ástæðu til að greina borgarfulltrúum sérstaklega frá þessum breytingum, né bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu sem þó eru aðilar að sáttmálanum. Í Morgunblaðsvitali við Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, sl. föstudag, kemur fram sð hann hafi ekki hugmynd um þessa breytingu. Hér er ekki verið að gagnrýna þessa tilteknu skipulagshugmynd, svo fremi sem hún þrengi ekki að fyrirhugaðri Sundabraut. En svona

VISSIR ÞÚ?

vinna ekki heiðarlegir stjórnmálamenn með 15.5. milljarða kostnaðarhækkun fyrir skattgreiðendur.

Mun kostnaður við Borgarlínuu tvöfaldast?

Í hækkun á kostnaðaráætlun Sam-

göngusáttmálans, munar næst mest um hækkun á kostnaði við fyrstu áfanga Borgarlínu. Fram kemur að hann hefur hækkað um 65% á þremur og hálfu ári, án þess að tekin hafi verið fyrsta skóflustungan af honum, En annar og þriðji áfangi Borgarlínu hafa enn ekki hækkað nema um 24 %, enda er töluvert lengra í þær framkvæmdir.

Þetta eru hrollvekjandi staðreyndir. Hafi kostnaður við fyrsta áfangann hækkað um 65%, án þess að framkvæmdir séu svo mikið sem hafnar, má vel gera ráð fyrir að heildarkostnaður áfangans eigi eftir að tvöfaldast frá fyrstu áætlun. Sömu sögu verður svo hægt að segja um hina fimm áfangana og þar með alla Borgarlínuna.

Vindum ofan af vitleysunni Svona fjárhagsáætlun um tröllauknar opinberar framkvæmdir er ekki boðleg skattgreiðendum og þarfnast því gagngerrar endurskoðunar við. Brýnt er að vinda ofan af vitleysunni sem allra fyrst.

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST.

Framkoma sem þessi eyðileggur fyrir annars sterkum óróðri og sanngjörnum sem á sér sterkan stuðning meðal íslensku þjóðarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við jöfnuð og réttlæti á meðal þjóðar okkar og við viljum ekki að lægstu laun í þjóðfélaginu séu svo lág að ekki verði á þeim lifað. Þetta þarf að laga. Og af verju í ósköpunum er ekki hægt að ná samkomulagi um að íslenskir launþegar fái greidd þannig laun fyrir sína vinnu að hægt sé að lifa á þeim sómasamlegu lífi? Landsmenn krefjast þess að deiluaðilar setjist niður og semji.

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00

Fréttir GV 2
gv@skrautas.is
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15.2.2023 10:18 Page 2
JÁ H & H Ð ME ÖBBP ARI MÁL AG HEL QUIZ Hörður o Bandmönnu stuði og s sinn eins ÐA I FL A H RS JÖRVA H QUIZOLTA- B T ÓFÖ Ö T EG ÓÓRSKEMMTIL T S og Pétur úr um halda uppi stemningu á staka hátt. LV A NÚ Æ H NEI AGL N ILLI V Q PÖBB A ÚLÍA A Í ÓR Ú DJ. VEG U T T UR T LB UIZ Í –T AL ALL L ÐI– NU Á JUMM ÐIRÍHVER ÐBUR NDIVI A SPENN VEÐ T GOT AF O GAMAN AFTA M –ÐUR OG PN – O TUDÖGUM ÖS R Á F R Y M F U V A R. 0 K .00 R Á 1 ÖNNU VO G S A O IZZ N P EI IZZUNA U P DÝÝRUST R Ó YRI I F K R EK ORGA – B SÆKIR ÞÚ EF PIZZA RÍ G F R O Æ VÆ , T EIN V D AKE-UM M SH FENGU F Á I A K R EK ILDI – G SÆKIR ÞÚ EF SHAKE R RÍR G F R O VEI , T EINN Í A ZKE&PIZ A SH Ð ILBO EIMTÖKUT Ö H a z z i p d ean ak sh # A ZUN IZ I P R A R Ý IR D R Y R F A ORG – B R. 0 K .00 Ð Á 1 I I V NNARR R A BÆÆTI G I O ATTSEÐL F M U A IZZ R P KAUPI A B is . a z z i p e k ha s ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 16:46 Page 3

Þorgils Garðar Gunnþórsson. Laufey Jörgensdóttir. Trausti

Fimm fengu gullmerki Fjölnis

Fimm aðilar fengu afhent gullmerki Fjölnis á uppskeruhátíð fégsins um síðustu áramót.

Eins og allir þeir aðilar sem fengu silfurmerki félagsins og greint er frá hér

að ofan, hafa þessir aðilar unnið frábært starf fyrir Fjölni á liðnum árum. Allir hafa þessir aðilar lagt á sig mikla og óeigingjarna vinnu í sjálfboðastarfi fyrir Fjölni og fær

félagið þeim seint fullþakkað allt þetta öfluga framlag til starfsemi félagsins. Þeir sem fengu gullmerkið afhent voru:

Þorgrímur H. Guðmundsson. Þorgils Garðar Gunnþórsson. Laufey Jörgensdóttir. Trausti Harðarson. Anna Podolskaia.

Við óskum þessum aðilum til hamingju með gullmerkið. Á uppskeruhátíðinni fengu 22 aðilar afhent silfurmerki Fjölnis. Við birtum myndir af þeim í næsta blaði í mars.

Fjölmenni á fyrsta mótinu í Fjölnishöllinni

Helgina 3.-5. febrúar hélt fimleikadeild Fjölnis GK-mót yngri flokka í hópfimleikum og stökkfimi.

Rúmlega 700 iðkendur voru skráðir til keppni og var því mikið fjör alla helgina í Fjölnishöllinni.

Það var yndislegt að sjá mikinn fjölda áhorfenda í stúkunni en þetta er í fyrsta sinn sem fimleikadeildin heldur fim-

leikamót í Fjölnishöllinni.

Takk kærlega allir fyrir komuna iðkendur, þjálfarar og áhorfendur. Við viljum líka þakka öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir alla hjálpina.

Úrslit allra flokka má sjá inni á fjolnir.is

ÞREPAMÓT Í 4. OG 5. ÞREPI Helgina 3.-5. febrúar fór einnig fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.

Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu sem stóðu sig vel. Öll úrslit má skoða inni á fjolnir.is (Frétt frá Fjölni)

Fréttir frá Fjölni GV 4
Anna Podolskaia. Þessi aðili tók við gullmerkinu fyrir hönd Þorgríms H. Guðmundssonar. Harðarson. Stelpurnar í Fjölni á Þrepamótinu ásamt þjálfara sínum. Strákarnir í Fjölni stóðu sig vel á Þrepamótinu. Þessar stelpur tóku þátt í GK móti yngri flokka og stóðu sig allar mjög vel. Og þessar stelpur stóðu sig líka mjög vel.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15.2.2023 12:17 Page 4
Framtíðar afreksstelpur á GK mótinu.
M Ö MÁLNNING 205 GARD 50% DAAGGA DA AR 20 AF % Öll málnin 0 ng & spre Ð U SVOTT A S V N ey afs 40AF sláttur % 6 kr. 9995 Áður 7..996 ing sem þolir umgan Hagkvæm og sterk m Málarahvítt 10 lítrar ojekt 10 ex Pr Color 7 g ng m r 0 xV k og áferðarfalleg málning 9 lítrar 797 .995 995 kr. Pro7 Vaagans 6.297 frá ljósum arp/spe ert endurv Ekk Mött loftamálning 1 ex Eminent P Color M Co eglun 0 lítrar Pro % 30 AF %40 12.597 þvottahús og eldhús sem hentar á baðher Þvott- og rakaheld m 25 agans a Colorex V 7 9 lítrar rbergi, málning 30 AF Sterktlakksemhentar ey Maston Color spr AF % kri (50 a á jörði e EON spr í myrkri birtu t.d. il að spreyja T Maston NEO 00ml) Endurvarpar ina. ey kr. 995 Áður 597 (400ml) al lita Úrv flest plastefni. Ú á stein, málm gler og a! 13 1 g tré, málma, Lætur hluti lít Maston Con 37 plast og margt fleira (400 , , Hæ ta út fyrir að þeir séu steyptir ay ete effect spr ncr gler leir 0ml ægt að ml) að nota á 397 kr. 1995 Áður 1. 3 AF % 30 3 kr. 1.895 Áður . AF % 0 ara um prentvillur Með fyrirv Á 9 g H H M kr. 1395 Áður 977 runnur og yfirborðsmálning (250 Er allt í senn ryð Hentar inni og úti. Gefur hamra Hentar á alla málma. Maston Hammer lakk ml) ðvörn, aða áferð. AF % 40 ww.murbudin LAND ALLT SENDUM UM LAN www.murbudin ! M n.is Blönd alla li dum iti! ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 16:47 Page 5

Mataruppskriftir frá Hafinu GV

Fiskibollur Hafsins

með karrísósu

Það þarf ekki alltaf að bjóða upp á dýran og flókinn mat þegar gert er vel við sig í mat. Til að mynda eru fiskibollurnar frá Hafinu afar góður matur sem hægt er að elda með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.

Við birtum hér afar girnilega uppskrift af fiskibollum karrísósu og blöndu af góðu salati.

Uppskrift fyrir 4. Innihald Fiskibollur 800 gr. Fiskibollur Hafsins Sósa 3 msk. smjör.

1 tsk. karrí. 3 msk. hveiti. 4.5 dl. mjólk. 1 tsk. eða 1 stk. teningur - hænsnakraftur.

Grjón

2 pokar.

Salat blanda

Aðferð Fiskibollur Eldað í ofni við 180 gráður í 18-25 mínútur.

Athugið! Ofnar eru mismunandi og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.

- Gæðin

skipta máli

-

Sósa

Smjörið brætt og karrí bætt út í og það steikt í smjörinu í stutta stund. Hveitinu bætt út í og blandan pískuð á fremur háum hita þar til hún verður þykk.

2 FYRIR 1 af margskiptum glerjum

Ný sending af umgjörðum Sjónmælingar á staðnum

Þá er vökvanum bætt út í og á meðan er hrært stöðugt í sósunni með písk.

Þá er hænsnakraftinum bætt út í.

Sósan látin malla í 3-5 mínútur og smaökkuð til með salti og pipar.

Grjón.

Fylgið leiðbeiningum á pakka. Berið framm með salati. Verði ykkur að góðu.

6
SKOÐAÐU
SJÓNMÆLING VIÐ KAUP
GLERJUM
SÍMI: 5 700 900 PROOPTIK - SPÖNGINNI KÍKTU VIÐ OG
ÚRVALIÐ! FRÍ
Á
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14.2.2023 11:32 Page 6
Fiskibollurnar frá Hafinu eru girnilegar og gómsætar með karrísósunni og salatblöndunni.

r á kilu u s rk i o reinniíslenskr é h k s ök Þ

. F eimi r í h olefnisspo ta k inns t m it g e si

rku i o slenskr l ú t á Hrein rí

ta a ei ð l m a u r ð e Vi

Norðurálleggu m í f ynju m k llu f ö a

f tör ð s aunu l l e g v t o t fjölbrey

heimsvísu hrif g á ule unver - fram mun r n e Framtíði tir f r e kka ð o áli í ku eykjaví i R ágrenn fi í n mhver

hópinn! Velkomin fsu tar t s ánægjuleg h r á

g t o ugg r , ö susamlegt eil u á h ersl

lki u fó ugleg g d u o full tnaðar ð me a r a á h tegund t róðurhúsalof r g tblástu á ú a fa r a u h lframleiðsl r á rænna n g þróu og Íslandi á álframleiðslu í spennandi

.is nordural á upplýsingar Nánari

GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13.2.2023 16:51 Page 7

Skólahljómsveit Grafarvogs: 30 ára afmælistónleikar

Í tilefni af 30 ára afmæli Skólahljómsveitar Grafarvogs blæs sveitin til stórtónleika í Norðurljósasal Hörpu, þriðjudaginn 21. mars, kl. 19:30. Ókeypis er á tónleikana.

Í Skólahljómsveit Grafarvogs fer fram metnaðarfullt og öflugt starf og hefur sveitin verið í fremstu röð íslenskra skólalúðrasveita um árabil. Á tónleikunum í Norðurljósum koma á annað hundrað börn fram í fjórum hljómsveitum leika skemmtilega og hressandi tónlist úr ýmsum áttum.

Skólahljómsveit Grafarvogs var formlega stofnuð 21. mars 1993 en hófst sem tilraunaverkefni haustið 1992. Sveitin fagnar því 30 árum þetta árið með tónleikum þriðjudaginn 21.mars 2023 í Norðurljósasal Hörpu. Stjórnandi og stofnandi var Jón E. Hjaltason. Hann stjórnaði sveitunum til 2007 þegar Einar Jónsson tók við. Skólahljómsveitir eru starfræktar víða um land og má líkja þeim bæði við tónlistarskóla og tónlistarfélagsmiðstöðvar. Þær gegna mikilvægu hlutverki í sínu hverfi eða bæ með tónlistarflutningi á hátíðum og öðrum viðburðum.

Á sjötta hundrað nemenda stunda nám í fjórum skólahljómsveitunum í Reykjavík og koma þær fram á hverjum vetri við fjölmörg tækifæri sem tengjast skólastarfinu og viðburðum í þeirra hverfum.

Í skólahljómsveitum er kennt á öll

helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Einnig eru dæmi um að kennt sé á rafbassa. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Skólahljómsveit Grafarvogs sér um hljóðfærakennslu í 10 grunnskólum á svæðinu en hefur bakistöð í Húsaskóla

þar sem hljómsveitirnar fjórar æfa. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Tónlist af ýmsum toga, bæði gömul og ný verður á boðstólnum. Stjórnandi A1, A2 og C sveitar er Einar Jónsson Stjórnandi B sveitar er Øyvind Lapin Larsen. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kæru skjólstæðingar

Heilsugæslu Grafarvogs

Fimmtudaginn 23. febrúar mun öll starfsemi Heilsugæslu Grafarvogs færast tímabundið úr Spönginni yfir í Hraunbæ 115 í Árbæ. Lokað verður fyrir móttöku á dagvakt þann daginn en síminn verður opinn og hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf í síma.

Áformað er að gera upp húsnæði heilsugæslunnar í Spönginni og standa vonir til þess að það verði tilbúið snemma á næsta ári. Vegna rasks sem fylgja mun framkvæmdunum þarf að flytja alla starfsemi heilsugæslustöðvarinnar. Tímabundin staðsetning stöðvarinnar verður í Hraunbæ 115, 110 Árbæ. Það er sama hús og Heilsugæsla Árbæjar er staðsett en Heilsugæsla Grafarvogs verður á 1. hæð hússins.

- Ungbarnavernd, mæðravernd, hreyfistjórnun sjúkraþjálfara, sálfræðimeðferð barna, heilsuvernd aldraðra og sykursýkismóttaka verða staðsett í austurenda á 1. hæð. Gengið er inn hægra megin út í enda byggingarinnar.

- Dagvakt, læknamóttaka og hjúkrunarmóttaka verður staðsett í vesturenda á 1. hæð. Gengið inn um sama inngang og HH Árbæ og Lyfju.

Við biðjum skjólstæðinga okkar afsökunar á óþægindum sem þessu fylgir og hlökkum til að taka á móti ykkur í endurbættu húsnæði í Spönginni um leið og framkvæmdum er lokið.

r ð Sólarhringsv 3300 & 565 5892 D Eiríksdót Dof ttir a Fréttir GV 8 ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ JEFFREY „THE DUDE“ LEBOWSKI ÞOLDI EKKI EAGLES. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15.2.2023 11:39 Page 8
Skólahljómsveit Grafarvogs.

Rimaskólastelpurnar

og lentu í þremur efstu sætunum. Víst ekki hægt að gera betur.

Einstakur árangur

Rimaskólastúlkna

Íslandsmót grunnskóla í stúlknaflokki var haldið 28 janúar með þátttöku um 100 skákstúlkna. Teflt var í þremur aldursflokkum og í hverri skáksveit voru 4 stúlkur auk varamanna.

Frá Rimaskóla komu sex skáksveitir að þessu sinni en skólinn hefur nánast undantekningarlaust unnið mótið allt frá árinu 2003. Núna 20 árum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sýndu Rimaskólastelpur hversu öflugur skólinn er miðað við alla aðra grunnskóla landsins.

Í flokki 6. - 10. bekkjar tefldu tvær sveitir frá Rimaskóla og lentu í 1. og 2. sæti. Í flokki 3. - 5. bekkjar átti Rimaskóli þrjár sveitir sem röðuðu sér örugglega í efstu þrjú sætin. Í yngsta flokknum, 1. - 2. bekkjar, náðu okkar efnilegu Rimaskólastelpur 2. sæti.

Þessi árangur skólans er einstakur. Miðað við mikla breidd og ungan aldur stelpnanna ætti skólinn að halda sigurgöngunni áfram.

Allar þessar 25 stúlkur fá kennslu og æfingu í skólanum og hjá Skákdeild Fjölnis. Þau Björn Ívar Karlsson skákkennari Rimaskóla, Helgi Ólafsson stórmeistari og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliðskona frá Skákskóla Íslands hafa séð um skákkennsluna en umsjón með skákstarfinu hafa þeir Helgi Árnason og Jóhann Arnar Finnsson frá Skákdeild Fjölnis.

Við höfum aukið afköstin í Endurvinnslumóttökunni Hraunbæ 123 með fleiri talningavélum, rúmbetri móttöku og lengri opnunartíma.

Greiddar eru 18 kr. fyrir eininguna

Nær ósigrandi. Þær bekkjarsysturnar Emilía Embla,

Opnunartíminn okkar er:

Virkir dagar 9-18

Helgar 12-16.30

Í elsta flokki á Íslandsmóti grunnskóla í skák, stúlknaflokki, lentu þessar tvær skáksveitir Rimaskóla í 1. og 2. sæti.

Fréttir GV 9
– gefðu okkur tækifæri! Enn betri
í Hraunbænum
þjónusta
Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík
í 3. - 5. bekk sendu þrjár skáksveitir á Íslandsmótið Sigrún Tara, Tara Líf og Elma Karen unnu örugglega Íslandsmeistaratitilinn í flokki 3. - 5. bekkjar. Fengu 23 vinninga af 24 mögulegum.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14.2.2023 18:09 Page 9
Strax í 1. bekk byrjuðu þessar stúlkur að æfa skák og unnu til verðlauna um daginn á Íslandsmóti grunnskóla í stúlknaflokki. Þær heita: Þóra Kristín, Hildur Freyja, Elín Birta og Lea , allar í 1. og 2. bekk Rimaskóla.

Hvenær verður maður gamall?

- eftir Kristínu Kristjánsdóttur, djákna í Grafarvogskirkju

Það eru mörg svör við þessari spurningu.

Aldur er afar afstætt hugtak. Barni finnst hálfþrítugur maður vera kall meðan gamalmenninu finnst sá sami hálfgerður krakki. Fyrir örfáum árum fannst mér sextugt fólk vera komið með annan fótinn í gröfina en núna þegar ég sjálf nálgast þann heiðurs aldur finnst mér sextugt enginn aldur.

Ég var alltaf jafn hissa þegar pabbi minn talaði um sig og strákana! Þeir voru þá allir komnir yfir miðjan aldur og í mínum huga voru þeir gamlir karlar. Ég man líka svo vel eftir því þegar pabbi minn varð 30 ára og hélt afmælispartý, ég var þá 6 ára og átti ekki orð yfir allt þettagamla fólk sem dansaði og söng í afmæli pabba.

Það þykir eftirsóknavert að ná háum aldri en fáir vilja vera gamlir. Þrátt fyrir að í mörgum menningarsamfélögum séu aldraðir virtir og dáðir þá virðist samtíminn vilja ýta ellinni til hliðar og sigrast á henni í formi hrukkubana og æskudýrkunar. Neikvæð viðhorf, fordómar og mismunun gagnvart öldrun viðgengst og kaldhæðnislegt að bætt lífskjör og framfarir hafi skapað slíka skilyrði. Þegar leitað er á netinu eftir aldursfordómum koma margar greinar fram. Á vísindavefnum er eftirfarandi skrifað:

,,Robert Butler geðlæknir og öldrunarfræðingur kynnti hugtakið ,,ageism” eða aldursfordóma árið 1967. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir.”

,,Samkvæmt íslenskum lögum eru þeir sem eru 67 ára og eldri skilgreindir aldraðir. Í okkar samfélagi þar sem æskudýrkun virðist mikil, geta fordómar og mismunun tengd aldri samt byrjað miklu fyrr. Aldursfordóma má til dæmis sjá á vinnumarkaði þar sem eldri borgarar fá ekki sömu tækifæri og þeir sem yngri eru vegna aldurs síns.

Aldraðir verða einnig fyrir því að þeim er ekki treyst á sama hátt og yngra fólki, eru taldir lélegri vinnukraftur þó svo að engar sannanir séu fyrir því að svo sé. Vissulega eru aldraðir ekki eins snöggir í viðbrögðum og yngra fólk en þeir vinna verkið oft betur og eru tryggari starfskraftur. Aldursfordóma má einnig greina í viðhorfi sumra starfsmanna öldrunarþjónustu sem tala niður til aldraðra og telja sig vita betur hverjar séu þarfir þeirra og óskir.

Fordómafullt viðhorf getur beinst bæði gegn eldra fólki og ellinni sem er síðasta

tímabil ævinnar. Aldraðir geta sjálfir haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafi til þeirra. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og fallegir. Þetta á sérstaklega við um konur og því verða aldraðar konur oftar fyrir fordómum en eldri karlmenn.

Í rannsókn sem gerð var á umfjöllun fjölmiðla um málefni aldraðra í Evrópu kom fram að einkum var fjallað um aldraða sem vandamálahóp sem krefjist útgjalda.

Umræða um að þjónusta við aldraða sé of kostnaðarsöm fyrir samfélagið og að ekki séu efni til að veita þeim viðeigandi þjónustu getur skapað vanlíðan og óöryggi hjá þessum aldurshópi.

Fordómar eru oft og tíðum byggðir á þekkingarleysi. Til að vinna gegn aldursfordómum er mikilvægt að gera ungu fólki grein fyrir því hvernig slík viðhorf mótast og kenna því að bera virðingu fyrir eldra fólki. Þarna geta fjölmiðlar sýnt fordæmi með því að efla jákvæða umræðu og kynningu á málefnum aldraðra.

Fjölskyldufræðsla í skólum um öll æviskeið skapar líka skilning á að hvert aldursskeið hefur sína veikleika og styrkleika. Samt verður að hafa í huga að setja ekki alla aldraða undir einn hatt; aldraðir eru ólíkir, með misjafnar þarfir og væntingar, en allt að 30 ár geta verið milli þess elsta og yngsta í hópnum sem við skilgreinum aldraða. Æskilegt er að kynslóðirnar umgangist hver aðra sem mest, því minni hætta er á að fólk hafi fordóma gagnvart þeim sem það hefur kynnst af eigin raun.” https://www.visindavefur.is/svar.

Breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar eru ein af stóru áskorunum íslensks

samfélags. Fjöldi eldra fólks eykst og hlutfall aldraðra fer ört hækkandi og kröfur eldra fólks til þjónustu hafa af sama skapi breyst verulega frá því sem áður var. Öldrun er margþætt ferli og æviárafjöldinn einn og sér segir takmarkaða sögu og er afar grófur mælikvarði á hana. Áhugi fræðimanna um öldrunarferlið og ellina hefur farið hratt vaxandi undanfarin ár. Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur heldur ótrúlega litríkur og orkumikill hópur.

Nú er talað um þriðja æviskeiðið sem má kalla ,,hin gullnu fullorðinsár.” Þriðja æviskeiðið getur varað í mörg ár og jafnvel áratugi og í dag á eldra fólk margra kosta völ þegar kemur að því að leita lífsfullnægju og finna sér áhugaverð viðfangsefni.

Eitt sinn var það þannig, að fólk var álitið gamalt um leið og það fór á eftirlaun. En nú líta menn öðruvísi á, enda er fólk farið að lifa heilbrigðu og virku lífi langt fram á áttræðisaldur. Fyrir marga er eftirlaunaaldurinn upphafið að nýju og spennandi lífi.

Eftirlaunafólk ferðast um allan heim, fer að stunda ný áhugamál og þess eru jafnvel dæmi að fólk lifi virkara og skemmtilegra lífi en það gerði þegar það var yngra.

Aldur er bara tala á blaði, einfalt reiknisdæmi, núverandi ártal að frádregnu fæðingarári. Þetta reikningsdæmi segir mér sem sagt hversu gömul ég er og hvað með það? Það er að öllu jöfnu mun betra að eldast en að gera það ekki.

Svona gerir fólk ekki

Grafarvogurinn hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera þrifalegt og hreinlegt hverfi þó alltaf sé að finna einhverjar leiðinlegar undantekningar þar á.

Ein þeirra blasti við fólki á dögunum við Spöngina. Á ruslagámasvæði nálægt verslanamiðstöðinni var búið að fleygja miklu magni af drasli við hlið gáma sem voru orðnir fullir eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Sá eða þeir sem voru hér á ferð höfðu greinilega ekki manndóm í sér að fara eitthvað annað með ruslið. Það er alveg með hreinum ólíkindum að fólk skuli haga sér með þessum hætti.

Með svona framferði er íbúum og gestum í hverfinu sýnd óvirðing svo ekki sé minnst á umhverfið. Við þurfum að útrýma svona sóðaskap úr hverfinu. Nýleg

Fréttir GV 10
Kristín Kristjánsdóttir, djákni í Grafarvogskirkju.
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.
Grafarvogskirkja.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14.2.2023 18:42 Page 10
mynd frá gámasvæðinu við Spöngina. Ótrúleg umgengni.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14.2.2023 11:08 Page 11

Fjör hjá Fjölni

- Skemmtilegasta Þorrablótið!

Þorrablót Grafarvogs var haldið hátíðlegt nýverið. Blótið er haldið af Ungmennafélaginu Fjölni í Fjölnishöllinni í Egilshöll. Í boði var alvöru þorramatur frá Múlakaffi, hákarl, brennivín og með því.

Skemmtiatriði á heimsmælikvarða voru í boði fyrir gesti. Regína Ósk stýrði kvöldinu og Nýju Fötin Keisarans var hljómsveit kvöldsins. Svenni Þór sá um að skemmta lýðnum með

brekkusöng. Ragga Gísla, Stebbi Hilmars, Friðrik Ómar, Kristmundur Axel og Margrét Eir sáu einnig um að halda uppi stuðinu.

Tveir leynigestir stigu á stokk og voru það engir aðrir en Bjartmar Guðlaugsson og Blaz Roca allra landsmanna.

Grafarvogur er stórt hverfi með enn stærra hjarta.

Þorrablótið - Happdrætti

Sala á happdrættismiðum fór vonum framar á þorrablótinu en hægt er að skoða öll vinningsnúmerin á fjolnir.is Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll til 29. apríl gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Að venju látum við myndirnar tala enda segja þær meira en mörg orð. Það var Ólafur Þórisson ljósmyndari sem tók myndirnar.

Fréttir GV 12
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12.2.2023 13:37 Page 12
Fréttir GV 13 GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12.2.2023 13:38 Page 13

Fréttir GV

Björt og vel skipulögð íbúð í Björtuhlíð

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir bjarta og vel skipulagða fimm herbergja endaíbúð á þriðju og efstu hæð að Björtuhlíð 9 í Mosfellsbæ. Gott útsýni. Eignin er samkvæmt þjóðskrá 159 fermetrar, íbúðin er 131 fermetri og bílskúr 28 fermetrar.

Eignin skiptist í forstofu, skála, stofu/borðstofu og sólstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, sjónvarps- og gestaherbergi, baðherbergi og þvottahús/búr.

Nánari lýsing:

Forstofa er rúmgóð með miklu skápaplássi og flísum á gólfi.

Fyrir innan forstofu er skáli með parket á gólfi.

Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, arinn er í stofu og parket á gólfi.

Sólstofa er við hlið stofu, þar eru flísar á gólfi og útgengt á skjólgóðar suðursvalir með gúmmíhellum.

Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók,

harðparket er á gólfi.

Innaf eldhúsi er þvottahús/búr með flísum á gólfi.

Svefnherbergin eru rúmgóð með góðum skápum og parket á gólfum.

Gestaherbergi/svefnherbergi er rúmgott með parket á gólfi.

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, baðkar og sturtuklefi.

Eigninni fylgir 28 fermetra bílskúr, lögn er fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Möguleiki er á að leggja tveimur bílum fyrir framan bílskúr.

Stutt er í skóla og leikskóla, matvöruverslun og sundlaug. Golfvöllur er steinsnar frá.

Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

EFTIRSPURN EFTIR GÓÐUM EIGNUM Í GRAFARVOGI

EYRARTRÖÐ - IÐNAÐARBIL

Mjög gott 31,5 fm iðnaðarbil með millilofti. Stórar innkeyrsludyr, mikil lofthæð, skrifstofu og kaffiaðstaða og salerni.

HEIMSENDI - HESTHÚS Sérlega vandað 277 FM 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson löggiltur fasteignasali sími. 898-3459, 5758585 og arni@fmg.is

DOFRABORGIR - EINBÝLI Á

EINNI HÆÐ - BÍLSKÚR 201 fm. einbýli með aukaíbúð og miklu útsýni frá suðvestur til norðurs. Mjög góðar innréttingar og gólfefni. Þrjú svefnherbergi og litil 2ja herbergja aukaíbúð. Nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 786-1414.

GRASARIMI - EINBÝLIAUKAÍBÚÐIR Alls 260 fermetra hús með bílskúr. Húsið skiptist í glæsilega efri sérhæð og á neðri hæð eru stúdíóíbúð, tveggja herbergja íbúð og bílskúr. Nánari upplýsingar veitir Árni í síma 898-3459.

EYRARHOLT HAFNARFJ.4ra HERB. - ÚTSÝNI

Vönduð og falleg 116,5 fm íbúð á 3. og efstu hæð.

Mikið útsýni, parket og flísar á gólfum, vandaðar innréttingar, suðursvalir.

14
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610 Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414 Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteignaog skipasali s: 862-6951 Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, baðkar og sturtuklefi. Sólstofa er við hlið stofu, þar eru flísar á gólfi og útgengt á skjólgóðar suðursvalir. Bílskúrinn er 28 fermetrar.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12.2.2023 13:04 Page 14
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, arinn er í stofu og parket á gólfi.

Kirkjufréttir

Guðsþjónustur í kirkjunni

Alla sunnudaga eru guðsþjónustur í kirkjunni kl. 11:00. Guðsþjónustuhald þar er fjölbreytt og messuformið klassískt. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Vörðumessur í Kirkjuselinu í Spöng

Vörðumessur eru í Kirkjuselinu alla sunnudaga kl. 13:00. Þær eru mjög ólíkar klassísku messunum í Grafarvogskirkju. Í Vörðumessum deilum við sögum og hlöðum úr þeim vörður. Í þeim er kertaljósastund og heilög máltíð. Vox Populi leiðir söng.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, tónlist, sögur, leikir og annað skemmtilegt. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu

Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum.

Kyrrðarstundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni.

Barna- og unglingastarfið

Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsfélag og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan vetur.

6-9 ára starf er á mánudögum kl. 16:30-17:30 í Grafarvogskirkju.

10-12 ára starf er á mánudögum kl. 17:45-18:45 í Grafarvogskirkju.

7-11 ára starf er á þriðjudögum kl 16:00-17:00 í Kirkjuselinu. Æskulýðsfélagsstarfið er á þriðjudögum kl. 20:00-21:30 í Grafarvogskirkju. Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár er að finna á heimasíðu kirkjunnar.

Opið hús

Opið hús er í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 fyrir eldri borgara og önnur sem hafa lausa stund á daginn. Stundin hefst á fræðslu, skemmtiefni eða samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall. Síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði.

Djúpslökun

Djúpslökun er alla fimmtudaga kl. 17:00-18:00. Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann

fyrir djúpa og góða slökun. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í jóga og lengra komnum.

Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari.

Mannréttindakvöld

Fimmtudaginn 2. mars kl. 19:30 verður mannréttindakvöld marsmánaðar. Málefni flóttafólks verða umræðuefni kvöldsins. Góðir gestir koma í heimsókn og flytja erindi. Mannréttindakvöld eru haldin fyrsta fimmtudag í mars, apríl og maí.

Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju

Við Grafarvogskirkju er starfandi Barna- og unglingakór. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com

1. – 4. bekkur æfir kl. 16:15 – 17:15

5. – 7. bekkur æfir kl. 16:45 – 17:45

8. – 10. bekkur æfir kl. 17:15 – 18:15

Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi

Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!

Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju

Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin! Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirku. Dagsetningar næstu vikna eru: 14. og 28. febrúar; 14. og 28. mars.

Prestar og djákni safnaðarins

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is

Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is

Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is

Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is

Sími: 587 9070

Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is

Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi

Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi

Vekomin í kirkjuna þína!

GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15.2.2023 14:06 Page 15

Nýj Jöfur ýjar íb

búðir r

V Viilt þú náttúru

ú búa í uparadís?

ViðEiðíkíG

Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spenna íbúðabyggð í gömlu iðnaðarhverfi sem n kvikmyndaver og fyrirtæki í skapandi gr Landslagið er einstakt; vogskornir kletta með svörtum og gylltum sandi með útsý Geldinganes, Viðey, sjju og miðborgina

Gf i ðí di , Es y

andi nú hýsir einum. r, , strendur ýni yfir a.

ar

• Einstök sjávarlóð

• F lestar íbúðir me

• Aukin lofthæð

• Allar íbúðir afhen

• i í f Gólfhit fllestum

• K Kvvartssteinn á bo

• Sér bílastæði í bíl

með stórbrotnu útsýni ð sjávar sýn

ntar með gólfefnum íbúðum orðplötum í eldhúsi og böðum lakjallara fylgir f fllestum íbúðum

• Fjölbreyttar íbúðir 51-138 m2

Fyrir allar nánari upplýsingar skannaðu

QR kóðann hér til hliðar eða farðu beint inn á vefsíðuna gufunesid.is

Fasteignaþróunarfélag

stýrir uppbyggingu á n íbúðum í Gufunesi.

gið Spilda nýjum

Sími 527 1717 – domusnova@domusnova.

.is – domusnova.is

Fáðu allar upplý s id.i s

gufune

TU ÍB S FYR AR ÚÐIR AFHENT B S R Í MAR
sbás 7 r
ýn
ýj S kom k um sam mnar mdægu r í sö s ur lu
g ingar á s
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13.2.2023 17:05 Page 16
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.