Grafarvogsblaðið 4.tbl 2023

Page 1

Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 4. tbl. 34. árg. 2023 - apríl Ódýri ísinn Spöngin 11 112 Reykjavík Sími 575 8585 Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is Fjölnishlaup OLÍS nálgast óðum og margir Grafarvogsbúar æfa nú stíft fyrir hlaupið sem er jafnan fjölmennt og skemmtilegt og er þegar orðið mjög vinsælt hlaup. Sjá nánar á bls. 12 ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 8:17 PM Page 1

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322.

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi.

Einnig í Bryggjuhverfi.

Illa farið með konur

Knattspyrna er vinsæl íþróttagrein á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af þróun mála innan knattspyrnuhreyfingarinnar ef marka má atburði undanfarin misseri.

Jafnrétti kynjanna er eitthvað hugtak sem fólkið sem ræður ferðinni hjá

Knattspyrnusambandi Íslands skilur ekki eða vill ekki skilja.

Konur sitja alls ekki við sama borð og karlar og háðuleg auglýsing nýverið um Bestu deild karla og kvenna er staðfesting á því. Þar fór langmestur tíminn í að auglýsa deild karlanna og lítið sem ekkert gert úr Bestu deild kvenna. Ekki tók betra við þegar gera átti aðra auglýsingu um kvennaknattspyrnuna. Þá voru konurnar boðaðar í tökur sama daginn og vertíðin hófst hjá konunum og að sjálfsögðu mættu þær ekki í auglýsingagerðina.

Það gildir einu hvort um er að ræða KSÍ eða fyrirbæri sem kallast íslenskur toppfótbolti, en það eru hagsmunasamtök liðanna sem leika í tveimur efstu deildum karla og kvenna. Í stjórn ÍTF sitja sjö aðilar, sex karlar og ein kona!! Ekki skrítið að hagsmunamál kvenna nái ekki fram að ganga á þeim vettvangi.

Íslenskar knattspyrnukonur, fyrirliðar liðanna allra í Bestu deild kvenna, sendu frá sér yfirlýsingu vegna umræddrar auglýsingar og fjarveru þeirra við tökurnar. Í stað þess að ÍTF bæðist afsökunar á framferði sínu gagnvart íslenskum knattspyrnukonum kom fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ og samkvæmt fréttum í einhverjum störfum hjá ÍTF, fram í fjölmiðlum og veittist með þvílíku karlrembuofforsi að konunum að maður hefur sjaldan lesið aðra eins þvælu.

Knattspyrnan á Íslandi er í miklum vanda sem virðist ekki vera hægt að leysa á meðan karlar, uppfullir af karlrembu og vanvirðingu gagnvart konum, eru við stjórnvölinn í miklum meirihluta. Og sú staðreynd að kona tók nýlega við formennsku í KSÍ og framkvæmdastjórinn þar er kona, virðist ekki skipta nokkru einasta máli.

Það væri hægt hér að nefna mun fleiri dæmi um dapurt ástand innan knattspyrnuhreyfingarinnar. HK-málið sem er þyngra en tárum tekur, viðurkenningar fyrir 100 landsleiki og margt fleira.

Það er illa farið með íslenskar knattspyrnukonur og þær þurfa víðtækan stuðning í sinni réttlátu baráttu.

Erfiðleikar hafa verið í rekstri heilsugæslunnar í Grafarvogi:

Bjartir tímar framundan hjá

Heilsugæslu Grafarvogs

- eftir Ingibjörgu Salóme Stefánsdóttur, svæðisstjóra Heilsugæslu Grafarvogs

Myglan stingur sér víða niður þessa dagana. Skólar, leikskólar og ýmis önnur starfsemi er flutt með litlum fyrirvara til að hægt sé að gera við húsnæði, með tilheyrandi raski fyrir alla sem að koma. Í þessu lentum við hjá Heilsugæslunni Grafarvogi, því miður. Seint á síðasta ári var staðfest að mygla væri víða í húsnæði sem heilsugæslan leigir í Spönginni og ekki annað að gera en að hafa hraðar hendur og flytja starfsemina tímabundið. Ekki síst þar sem starfsfólk var farið að veikjast og í verstu tilvikunum farið í veikindaleyfi eða hætt störfum.

Í byrjun júlí á síðasta ári fluttum við hluta starfseminnar í Hraunbæ 115 en hluti fluttist upp á 2. hæð í Spönginni. Fljótlega varð þó ljóst að það húsnæði var líka að valda starfsfólki einkennum vegna myglu og ljóst að við þyrftum að flytja þaðan sem fyrst.

Þrátt fyrir að allt væri reynt til að finna húsnæði í hverfinu gekk það ekki eftir. Heilsugæslustöð er mjög sérhæfð starfsemi sem þarf húsnæði sem fellur að starfseminni. Húsnæðið þurfti að vera í réttri stærð og annað hvort standa autt eða hægt að losa það hratt og taka í notkun án þess að leggja í gríðarlegan kostnað við að aðlaga það starfseminni. Þegar ekkert slíkt húsnæði fannst í Grafarvogi þrátt fyrir mikla leit var leitað út fyrir svæðið. Við enduðum á að finna tímabundið húsnæði fyrir heilsugæslustöðina í Hraunbæ 115 í Árbænum. Það er sama hús og Heilsugæslan Árbæ en stöðvarnar eru að sjálfsögðu reknar aðskilið áfram.

Það voru okkur mikil vonbrigði að þurfa að flytja úr hverfinu en þetta er

einfaldlega tímabundin neyðarráðstöfun vegna aðstæðna sem við réðum ekki við. Starfsfólkið er þó ekki af ba-

Ný heilsugæslustöð í Spönginni mun halda vel utan um þjónustuna og skjólstæðinga okkar og vera nægilega rúmgóð til að við getum fjölgað skjólstæðingum verulega. Við höfum upplifað mikla þolinmæði og jákvæðni frá skjólstæðingum sem sýna okkar stöðu skilning. Fyrir það erum við ótrúlega þakklát. Við munum kappkosta að bæta þjónustuna og leita leiða til að auka aðgengi að henni. Nú þegar er hafin uppbyggingarfasi sem við tökum með okkur yfir í Spöngina. Lögð verður mikil áhersla á að ráða til okkar fleiri lækna og annað starfsfólk sem við getum nú boðið upp á betra starfsumhverfi.

ki dottið og við höfum ákveðið að horfa á björtu hliðarnar og líta á þessar breytingar sem tækifæri. Á meðan leigusali okkar í Spönginni gerir við húsið vinna okkar sérfræðingar að því að endurskipuleggja starfsemina. Við reiknum með að flytja aftur í Spöngina í byrjun næsta árs og þá munu Grafarvogsbúar fá fyrsta flokks heilsugæslustöð í frábæru húsnæði sem er sérhannað fyrir starfsemina.

Þrátt fyrir stórhuga áform í Spönginni er ljóst að þetta ár verður erfitt fyrir Heilsugæsluna Grafarvogi og skjólstæðinga hennar. Þeir þurfa nú að leita út úr hverfinu til að fá þjónustu sem við viljum svo gjarnan veita í nærumhverfinu. Við getum ekki annað gert en að biðjast afsökunar á raskinu og gert okkar allra besta til að veita þeim sem besta þjónustu í tímabundnu húsnæði í Árbænum á meðan við bíðum eftir því að geta opnað aftur í Spönginni í Grafarvoginum snemma á næsta ári. Ingibjörg Salóme Stefánsdóttir, svæðisstjóri Heilsugæslu Grafarvogs

Fréttir GV 2
Ingibjörg Salóme Stefánsdóttir, svæðisstjóri Heilsugæslu Grafarvogs.
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/19/2023 1:21 PM Page 2
FSTÆK Í L JA 21 04 KY N N I NG DRYKKI R KL 20 KYN SING BLUSH ALON Æ T T I B N G D A N PADRÆ NS&GA HAPP K KOONUKVÖÖLD KEILLUHALLA AMAN ARINNAR P EVA RUZA GUÐRÚN ÁRNÝ DJ. DÓRA JÚLÍA DRYKKIR BLUSHKYNLIFSTÆKJAKYNNING HAPPA A DRÆTTI Í A Í Í Á NUKVÖLD KEILUHALLARINNAR keiluhollin.is / 5 11 53 00 KONUKVÖLD
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/17/2023 3:28 PM Page 3
KEILUHALLARINNAR VERÐUR HALDIÐ HÁTTÍÐÐLEGT FÖSTUDAGINN 21. APRÍLLKL. 20
BÓKAÐ
ÐU BORÐ FYRIR ÞIG OG ÞÍNNAR Á KEILUHOLLIN@KEILUHOLLIN.IS

Barnamenningarhátíð

- friður og gleði í Grafarvogi

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 18. - 23. apríl. Á hátíðinni má sjá og upplifa margt af því flottasta sem gerist í barnamenningu á Íslandi. Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa 6 daga sem hátíðin stendur yfir. Í ár er sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi og viðburði sem tengjast friði. Frítt er inn á alla viðburði.

Lag hátíðarinnar í ár, Kæri heimur fjallar um frið og er eftir Vigdísi Hafliðadóttur og Ragnhildi Veigarsdóttur úr hljómsveitinni Flott var frumflutt í Engjaskóla í Grafarvogi fyrir hátíðina. Lagið er samstarfsverkefni barnanna í 4. bekkjum borgarinnar og þessara ástsælu tónlistarkvenna. Nemendur Engjaskóla skrifuðu bréf til heimsins á fallegt bréfsefni þar sem þau tiltóku óskir sínar um frið. Bréfin hófust á orðunum „Kæri heimur“ og þaðan kemur titill lagsins.

Á Barnamenningarhátíð er hægt að njóta ýmissa listforma og eru margar myndlistasýningar á verkum barna á söfnum borgarinnar. Á Kjarvalsstöðum verður sýningin Kjarval, álfar og tröll. Þar hægt að sjá afrakstur vinnu barnanna á Kvistaborg upp úr verkum og áhrifa Kjarvals á íslenskt menningarlíf. Kjarvalskrakkarnir opnuðu vinnustofu Kjarvals í dúkkó, gerðu málverkið Fjallamjólk í þrívídd, Kjarvalsröppuðu, léku sér í Kjarvalsleikjum, máluðu úti í náttúrunni, heimsóttu Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, breyttust í tröll og ræddu um lífið og listina. Þetta ferli bauð þeim að ferðast aftur í tí-

mann og kynnast íslenskri menningu og listum, íslensku landslagi, sögum og ævintýrum. Sýningin stendur frá

18. - 23. apríl.

Miðvikudaginn 19. apríl verður formleg opnun á sýningunni Tjáning

tónlistaviðburða á Barnamenningarhátíð.

Sýningin Opnun! Heimurinn eins og hann er — heimurinn eins og hann birtist þér opnar með pompi og prakt miðvikudaginn 19. apríl kl. 16.00. Fjögur fötluð ungmenni opna dyr að sinni eigin veröld og bjóða þér að ganga inn og upplifa marg-

sem rúmar allt og við eigum öll saman. Sýningin stendur á Ásmundarsafni 20. – 23. apríl alla daga kl. 13 – 17.

Tónlistin á sérstakan stað í hjörtum íslenskra barna og er hægt að njóta margskonar tónlistaviðburða á Barnamenningarhátíð líkt og BIG BANG.

BIG BANG tónlistarhátið fyrir ungt fólk í Hörpu er evrópsk hátíð sem hefur það að markmiði að setja upplifun barna í forgrunn. Sumardaginn fyrsta, eða 20. apríl, fyllist Harpa af tónelskum börnum sem vilja njóta tónlistar í víðum skilningi. Dagskráin er fjölbreytt og afar metnaðarfull og samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist.

M.a. mun slagverks sirkuslistahópurinn Maputo Mozambique sýnir listir sínar, plötusnúðurinn Ívar

Pétur þeytir skífum fyrir börnin á Baby rave, Los Bomboneros flytur ljúfa tóna, Gullplatan - sendum tónlist út í geim - frumsamið lag eftir börn spilað af skólahljómsveit Grafarvogs og sungið af kór barna. Lagið er samið af börnum um allt land fyrir geimverur og verður hreinlega sent út í geim. Allir ættu að finna sér eitthvað að sínum smekk á BIG BANG.

könnunarleiðangur um Grafarvog, þar sem þau túlkuðu frið í umhverfinu sínu. Eins er sýningin Hverfið okkar, Húsahverfi með verkum eftir börn í Húsaskóla og Víkurskóla. Lokahnykkur hátíðarinnar, Ævintýrahöllin, verður svo haldin 22. - 23. apríl í Borgarbókasafninu Spönginni sem býður upp á spennandi menningardagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Dagarnir hefjast á fjölskyldujóga og svo taka við fjölbreyttir dagskrárliðir. Ýmsar föndursmiðjur verða á staðnum og geta börnin m.a. búið til friðararmbönd og japanska hatta. Krakkakarókí verður á sínum stað fyrir þau sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og syngja af hjartans list og mun Æskusirkusinn sýna sirkusatriði fyrir gesti og bjóða öllum að prófa. Dans Brynju P tryllir lýðinn með dásemdar danssporum og örleiksýningin Heimferð verður reglulega yfir daginn í húsbíl fyrir utan bókasafnið. Áhorfendum er boðið inn í húsbílinn til að leggja af stað í ótrúlegt ferðalag, undir leiðsögn þriggja óvenjulegra persóna, í gegnum þúsund örsmá augnablik sem færa okkur aftur heim. Skemmtilegur Ratleikur í Hallsteinsgarði á vegum Listasafns Reykjavíkur verður klukkan 13 - 14:30 laugardaginn 22. apríl.

um kynheilbrigði á Þjóðminjasafni kl. 14:00 og stendur sýningin til 23. apríl. Textílverk eftir nemendur Hagaskóla sem innblásin af verkum listakonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur.

breytileikann. Listahópurinn sýnir eigin verk og sameiginlegt ljósmyndaverk sem varð til í listaflæði hjá Þroskahjálp. Fjórir ungir listamenn, fjölbreytt listform — einn veruleiki

Frábær kaup í Múrbúðinni

Við á Grafarvogsblaðinu hikum ekki við að láta lesendur okkar vita þegar við komum auga á frábær tækifæri í alls kyns innkaupum.

Nú þegar sumarið er innan seilingar eru margir sem þurfa að nota háþrýstidælur. Til dæmis til að þvo hús að utan, glugga, bíla nú eða stéttir utan við hús hjá fólki.

Á dögunum var okkur bent á mjög góða háþrýstidælu sem er til sölu í Múrbúðinni. Hún er mun ódýrari í Múrbúðinni en sambærilegar dælur í

öðrum verslunum þar sem við leituðum fyrir okkur. Munar þar mjög mörgum þúsund köllum. Dælan sem um ræðir, Lavor STM 160 ECO, er með þremur stillingum á þrýstingi eftir notagildi dælunnar hverju sinni. Lavor hefur einkaleyfi á þessum búnaði og hann því ekki fáanlegur annars staðar. Engin hætta er á að dælan sé of kraftmikil til dæmis í bílaþvott. Sérstök stilling er fyrir þannig þvott.

Þessi dæla er mjög þægileg og einföld í notkun og með henni fylgja

margir nytsamlegir aukahlutir sem geta komið sér afar vel, til dæmis við pallaþvott þar sem háþrýstidæla er lykilatriði ef vel á til að takast.

Þessa dagana er þessi tiltekna háþrýstidæla á sérstöku útsöluverði þar sem gefinn er 15% afsláttur.

Við höfum heyrt mjög mörg dæmi um frábær verð í Múrbúðinni og við viljum hvetja lesendur til að kanna málið þar áður en farið er í viðskiptin. Það er hægt að vera á góðu kaupi við að bera saman verð.

Grafarvogur býður borgarbúum heim á Barnamenningarhátíð og eru margskonar viðburðir í gangi í hverfinu. Opnun myndlistarsýningarinnar Friður í freyðibaði eftir börn á fjórum leikskólum í Grafarvogi á Borgarbókasafninu í Spönginni þriðjudaginn 18. apríl. Börn á Engjaborg, Fífuborg, Hulduheimum og Lyngheimum fóru í

Á Barnamenningarhátíð verður borgin skemmtilegri en aðra daga ársins. Börnin munu setja sitt mark á menningarlíf borgarinnar þessa vikuna. Þeim býðst að fara á fjölbreytta viðburði og sýningar en ekki síður tjá sig um ýmis heimsins málefni af hjartans list. Nú er komið að okkur öllum að njóta og upplifa.

Fréttir GV 4
Margs konar viðburðir verða á dagskrá Barnamenningarhátíðar. Viðburðir sem tengjast friði verða áberandi á Barnamenningarhátíðinni. Krakkarnir taka virkan þátt í Barnamenningarhátíðinni. Tónlistin á sérstakan stað í hjörtum íslenskra barna og er hægt að njóta margskonar
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 11:19 PM Page 4
U ÁTTUR T 15% áþrýstidæla Mótor: 2100W rýstingur Max:150 bör Kaliber Silver II 38.242 Áður 44990 kr AFSLÁ 3 Áð 33.1.146 ður 38995 kr. kl f ð fl l 1 ÁTTUR T 20% atnsflæði Max: 510l/klst. 31.992 ðu 39990 kr. AFSLÁ ÁTTUR T 15% LavorHPCFas AFSLÁ AFSL st120háþrýstidæl 20 ÁTTUR T 0% LÁ L h M Þr ÁTTTUR 20% Lavor HPC Fas Kalib 30.515 Áð 35900 AFSLÁ r ferðagasgrill st 120 háþrýstidæl Mótor: 1700W Þrýstingur Max:120 bör Vatnsflæði Max: 330l/kls 11.992 Áður 14990 kr. ber úr potta Grillgri Va 2 Á ast ind atnsflæði Max: 450l/klst. 23.992 Áður 29 29. Ka ga 3 br Gril dur táli ÁTTUR T 15% rennarar aliber asgrill r, , (9 kW) lflötur 54x41,5cm AFSLÁ r. Gr 2 ÁTTUR T 15% fyrir garðinn EV Hnjápúði VA A 895 Áðu 3 r 35.9 AFSLÁ úr pott Grillgr Greinaklippur brennarar (5kW) tas kr. Áður 2 1.1 rind 7 ÁTTUR T 20% AFSLÁ dur stáli Grillflötur: 4 brennara gasgri Silver Kalibe 54 Áður 46 67 m , ( ll er W) ar (12 kW 7x42cm kr. 4.995 .746 Öflugar hjólbörur 90 lítra 10.196 ri 4 í setti Sláttuo Bensín tvígen keðjusög, hek að slá arfa/nj 39.0 Áður 488 92 g sláttuhaus pum,disk til ,4kW með kr ÁTTUR T 20% rf fj ngis, 1, kkklipp óla og 09 865 AFSLÁ R % 1.375 Strákústur 30 cm ÁTTUR T 15% Á Hjólbörur 80 lítra AFSLÁ Weber sta 5 kg a aurasteypa Þyngd: 15k 1. 295 1 1 2.159 ÁTTUR T 10% AFSLÁ 2.199 Graskorn 5kg . 5 9 2.755 3.695 gt sumar f Gleðile fyyrir alla, alltaf! 3.499 Gróðurmold 40 ltr Blákorn 7 kg r. 1.298 ww.murbudin T LT SENDUM U LANDALL LAN www Með fyrirvara um prentvillur T! UM M n.is GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 5:31 PM Page 5

Mataruppskriftir frá Hafinu

Bleikja í appelsínu og chili með tómat pasta

- frábær réttur sem vert er að prófa

Við höldum áfram að kynna fyrir ykkur afar girnilegar og góðar uppskriftir frá Hafinu í Spönginni.

Að þessu sinni er að bleikjan sem sem er í forgangi en í Hafinu er gríðarlegt úrval f frábærum fiskiréttum og girnilegu meðlæti.

Uppskriftin sem hér fylgir er fyrir fjórar manneskjur og lítur svona út:

Innihald

Bleikja 600 gr. bleikja í appelsínu og chili frá Hafinu. 15 ml olía.

Sósa 200 ml hakkaðir tómatar. 30 gr. tómat púrra.

- Gæðin skipta máli -

100 ml vatn.

1 stk. grænmetis teningur.

10 gr. fínt skorið basil.

2 stk. hvítlauks geirar.

1 tsk. chiliflögur.

100 gr. grænn aspas.

10 stk. kirsuberjatómatar.

50 gr. parmesan ostur.

500 gr. spaghetti

Aðferð

STARFSFÓLK ÓSKAST Í PROOPTIK

Við hjá Prooptik leitum að þjónustuglöðum einstaklingi í 70-100% sölustarf með helgarvinnu sem getur hafið störf sem fyrst.

Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 20 ára eða eldri. Prooptik er með tvær verslanir og starfið er í báðum verslunum fyrirtækisins.

Áhugasamir vinsamlegast sendið ferilskrá á kringlan@prooptik.is

Bleikja

Hitið olíu á pönnu og leggið fiskinn á pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður. Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.

Sósa

Setjið vatnið, hakkaða tómata, tómat purée, grænmetis tening, basil, hvítlaukinn og chiliflögur í pottinn. Suðan

fenginn upp og látið malla í 5 mínútur. Spaghetti Fylgið leiðbeiningum á pakka. Aspasinn er létt steiktur á pönnu upp úr smjöri. Kirsuberjatómatar skornir í helming. Allt blandast saman og rífið Parmesan ost yfir. Verði ykkur að góðu!

SÍMI: 5 700 900

6
GV
KRINGLAN - SPÖNGIN Bleikjan frá Hafinu í Spönginni er hreint lostæti að ekki sé nú talað um hollustuna.
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/14/2023 9:16 PM Page 6
WITHOUT CONTROL POWER IS NOTHING B ða 13 Breiðhöf ve landsi erkstæ Stærs ns ði sta Nes n eiðhöfð sdekk Br nágren í næs ða 13. nni sta Tímap hjólbarð pantanir á nesde tæði lan ðaverks omn Eitt fullk ekk.is dsins. nasta í t Bókð fibíli t Bókaðu k þi tíma á netinu ð ð Tímabókun 59902080 ykjavík 110 Re Brreeiðhöfði13 5 Stæ reeiðhö tir ekki máli ðin skip tær dekkjaúrvali ím Bókaðu áBr fðða13. ið á nesdekk. a fyrir bílinn öf .is o s n þinn og 561 420 u a 0 / nesdekk.is GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 5:33 PM Page 7

GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/14/2023 9:29 PM Page 8

GV 8

Opið 13 18 mán fös, 11 14 laugardaga

Endilega kíktu við, sjón er sögu ríkari

GV

Sími 698-2844

Fjölnismenn A sveit til hægri á myndinni tefla við Skákdeild Breiðabliks í lokaumferð Íslandsmótsins. Með góðum sigri tryggðu Fjölnismenn áframhaldandi sæti í Úrvalsdeild.

Best að tefla í Egilshöllinni

Íslandsmóti skákfélaga 2023 lauk helgina 16. - 19. mars. Telft var í Egilshöll annað keppnistímabilið í röð. Þarna þykja aðstæður þær bestu að mati skákmanna. Skákdeild Fjölnis kann vel að skipuleggja svo fjölmennan skákviðburð enda haldið mótið nánast í hvert sinn frá árinu 2007.

Heilsugæsla Grafarvogs

– staðsett tímabundið í Hraunbæ 115, 110 Reykjavík

Opið er á milli kl 8 til 16 en símatími opinn til kl 16:50.

Austurendi 1. hæð - gengið er inn hægra megin út í enda byggingarinnar:

• Ungbarnavernd, mæðravernd, hreyfistjórnun sjúkraþjálfara, sálfræðimeðferð barna, heilsuvernd aldraðra og sykursýkismóttaka.

Vesturendi 1. hæð - gengið inn um sama inngang og HH Árbæ og Lyfju:

• Dagvakt, lækna- og hjúkrunarmóttaka.

Vesturendi 2. hæð:

• Blóðprufur

Alls tóku 48 skáksveitir þátt í Íslandsmótinu og þátttakendur um 350 á öllum aldri, allt frá 8 ára - 90 ára. Teflt var í Úrvalsdeild sem stofnuð var fyrir tveimur árum og í 1. - 4. deild.

da og erlenda stórmeistara á hverju borði. Fjölnismenn tefldu einnig fram B og C skáksveitum þar sem yngstu keppendur Grafarvogs voru 9 ára. Veitingasala á mótinu var í höndum Fjölnisstúlkna og foreldra þeirra. Ágóða af veitingasölunni nýta þær til að sækja alþjóðlegt skákmót Í Svíþjóð í sumar. Liðsstjórar Fjölnis voru þeir Helgi Árnason og Gunnlaugur Egilsson.

D Eiríksdót Dof ttir

Skákdeild Fjölnis hefur frá upphafi átt sæti í sex sveita Úrvalsdeild og hélt sæti sínu eftir harða baráttu við skákdeildir KR og Breiðabliks um að falla. Íslandsmeistarar skákfélaga 2023 urðu Taflfélag Garðabæjar með innlenr ð
Sólarhringsv 3300 & 565 5892
Ritstjórn/Auglýsingar
Fréttir
Garnbúð Þverholti 5, Mosfellsbæ
- Skákdeild Fjölnis bauð Egilshöll undir Íslandsmót skákfélaga 2023

Frístundamolar frá Hvergilandi

Frístundaheimilið Hvergiland er staðsett í Borgaskóla og er hluti af sameinaðri frístundamiðstöð Gufunesbæjar og Ársels sem nefnist núna Brúin.

Hjá okkur er frábær hópur af börnum á aldrinum 6-9 ára. Í vetur höfum við brallað margt skemmtilegt saman. Yngri börnin hafa leikið mikið í frjálsum leik ásamt því að fara í smiðjur eins og C&W gerð, perlu- og spilasmiðjur. Einnig er alltaf vinsælt að fara í íþróttasalinn og bókasafnið í skólanum. Eldri börnin hafa verið meira í smiðjum og þar má nefna t.d. búa til bollakökur, brjóstsykurgerð og búa til listaverk úr leir.

Við í Hvergilandi erum að taka þátt í verkefni ásamt skólanum að verða réttindaskóli/frístund. Þar fá börnin tækifæri til þess að læra um réttindin sín og að hafa áhrif á umhverfi sitt. Við höfum starfað með barnalýðræði hjá okkur með því að hafa barnaráð einu sinni í mánuði. Þar koma börn í 2.-4.bekk saman á stóran fund þar sem við fundum um ýmislegt. Í lok fundar eru dregin 8-10 börn í barnaráð. Þau koma saman á fund og fá að velja hvað þau vilja í síðdegishressingu, ávaxtastund og skipulag á deginum sjálfum. Það er gaman að taka þátt í svona fundi og heyra allar hugmyndirnar þeirra sem þau vilja gera en dæmi um hugmyndir er t.d. tarzan í íþróttasal, hárgreiðslusmiðja, lita, ipada og margt fleira. Þetta hefur tekist mjög vel og eru börnin alltaf spennt að sjá hvort þau verða dregin. Ásamt þessu höldum við afmælishátíð annan hvern mánuð fyrir öll börn þar sem þau koma á fund og fá að hafa áhrif á skipulag dagsins og velja um ís eða köku í síðdegishressingu. Einnig fá öll börn afmælis medalíu sem þau taka með sér heim.

Núna er veðrið alltaf að verða betra og betra og hlakkar okkur mikið til þess að reyna að fara í fleiri ferðir með börnin hvort sem það verða stuttar ferðir og leiksvæði í kringum okkur eða lengri ferðir eins og í Gufunesbæ.

Frétt frá Hvergilandi

Endurvinnslum eropinallad móttakan agahjá

Móttaka Endurvinnslunnar er opin

Við tökum vel á mót

agagjhjá b raunbæ

alla daga vikunnar.

i þér.

Grænir skátar styðja við ungmenna

Munið eftir nýja endurvinn

20kr.

nsluappinu astarf í samfélaginu.

Opnunartíminn okkar er:

Vikrir dagar kl. 9-18

Helgar kl. 12-16:30

Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík

Fréttir GV 9
er opin alla d p káíH skátunum í Hr dreru
fyrir eininguna
eidda Greiddarining eru
in
20 k
Afmælishátíð er haldin annan hvern mánuð. Í Barnaráði er boðið upp á margt skemmtilegt.
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/15/2023 4:34 PM Page 9
Réttindabolir eru vinsælir.

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

Gleðidagar

- eftir sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prest í Grafarvogssókn

Dagarnir 50 frá páskum fram að hvítasunnu eru gjarnan kallaðir gleðidagarnir. Þeir eru andsvar við 50 dögum föstunnar sem eru aðdragandi þessarar stærstu hátíðar kristinna manneskja um allan heim. Í aðdraganda páskanna minnumst við þess þegar Jesús reið inn í Jerúsalem og honum var fagnað sem konungi. Við minnumst síðustu kvöldmáltíðarinnar sem Jesús átti með lærisveinum sínum, veislunnar, þar sem Jesús brá sér í hlutverk þjónsins og þvoði fætur lærisveina sinna. Og við minnumst handtöku hans, þjáningar og dauða á krossinum. En allar þessar minningar, öll þau hughrif sem við upplifum í tengslum við þessa miklu örlagasögu, eru böðuð í ljósi atburðanna sem síðan urðu. Upprisunnar á þriðja degi, þegar Jesús sigraði dauðann og birtist lærisveinum sínum. Upprisunnar sem breytti lífi lærisveina Jesú og lífi óteljandi margra í kjölfarið, já sem breytir lífi okkar, enn þann dag í dag.

Á þessum tíma eru líka miklir gleðidagar í lífi margra fjölskyldna. Unglingarnir okkar hafa nú flest gengið upp að altarinu í kirkjunni sinn og heitið því að hafa Jesú Krist sem leiðtoga lífsins. Upprisa Jesú Krists hefur líka haft áhrif á líf þeirra. Og við notum tækifærið og fögnum. Fögnum saman sem fjölskylda og sem samfélag, þessu unga fólki sem er fullt af fyrirheitum um framtíðina, fullt vonar og trúartrausts. Við höldum þeim veislu, gerum okkur glaðan dag og njótum þess að vera saman.

Því fátt er skemmtilegra og meira gefandi en að sitja til borðs með fjölskyldunni eða góðum vinum og njóta góðrar máltíðar saman, eiga uppbyggilegar samræður sem styrkja tengslin og næra sál og anda. Í kirkjunni förum við líka í veislu. Altarisgangan, sem Jesús stofnaði við síðustu kvöldmáltíðina er veisla. Og þar sitjum við öll við sama borð. Altarisgangan er borðsamfélag þar sem öll eru velkomin, há sem lág, rík og fátæk, stór og smá. Við verðum öll jöfn, við deilum kjörum hvert með öðru. Í altarisgöngunni er það nefnilega ekki eins og í fínum veislum, þar sem sum sitja

við háborðið og svo er öðrum raðað eftir mannvirðingum, við borð Drottins erum við öll jöfn.

Og við þiggjum andlega næringu sem styrkir okkur í trúnni.

Oft hefur verið fárast yfir fermingunum og fermingarveislunum, blessuð börnin eru sökuð um græðgi, og jafnvel litið á þau sem einhvers konar söluvöru. En mín reynsla er að börnin taka af áhuga þátt í fermingarfræðslunni og þegar að fermingunni sjálfri er komið, eru þau einlæg í sínum vilja að vera kristnar manneskjur. Þar að auki er ekkert að því að halda veislu og gefa gjafir. Ég minni fermingarbörn alltaf á að veislan og gjafirnar eru til merkis um hversu dýrmæt þau eru fólkinu sínu og að fólkið þeirra vill fagna þeim og heiðra þau sem hluta af fjölskyldunni. Og fátt er mikilvægara ungu fólki sem er á þeim stað í þroskaferlinu að slíta sig sem mest frá

sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prstur í Grafarvogssókn.

erum við það einnig í veisluhöldum. Ef við bruðlum og erum með óhóf í veisluhöldum, eru allar líkur á að þannig sé lífsstíll okkar yfirleitt. Ef okkur finnst ,,fermingastússið" vera komið út í öfgar, þá þurfum við að skoða það hvernig við

fjölskyldu sinni og öðlast sjálfstæði, en að vera minnt á að fjölskyldan er sá staður þar sem er best að vera, hvergi hafa þau sama sess og í fjölskyldunni, hvergi eru þau jafn dýrmæt.

Og eigum við að hætta að halda veislur, ef okkur finnst of mikið bruðlað og sóað? Það, hvernig við gerum okkur dagamun, endurspeglar einungis það hvernig við lifum lífinu hversdags. Ef við erum hófsöm og gætin dagsdaglega,

lifum lífinu hversdags, skoða gildin okkar og forgangsröð.

Kjarni allra veisluhalda er gleði yfir lífinu. Kærleikur, samvera, það að tilheyra og vera elskuð. Þetta er kjarni veisluhaldanna í kirkjunni, þegar við göngum saman að borði Drottins, og þetta er kjarni þeirrar veislu sem við búum hverju fermingarbarni. Guð gefi okkur gleði til að við megum njóta!

Malbikað fyrir 1,5 milljarða

Malbikað verður fyrir alls fyrir

1.540 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september 2023. Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum á dögunum.

Þessar framkvæmdir verða í forgangi í sumar í Grafarvogi: Borgavegur/Móavegur tengivegur, Borgavegur (Sóleyjarrimi-Spöng), Borgavegur Smárarimatorg, Breiðavík nr. 2-6, Breiðavík nr. 7-9, Dalhús nr. 65-85, Dvergshöfði (Funahöfði-Smiðshöfði), Fannafold nr. 129-139, Fífurimi (Langirimi-Fífurimi nr. 52 ), Fossaleynir (Egilshöll inn í enda), Fróðengi (Gullengi inn í enda), Gagnvegur (Garðhús-Víkurvegi), Gufunesvegur. Grasarimi (Langirimi-Fífurimi nr. 32), Ljósavík (Hamravík-Ljósavík nr. 56-58), Lokinhamrar (GullinbrúLokinhamrar hringur), Melavegur (Móavegur-Strandvegur), Mosarimi (Langirimi-Mosarimi 21), Mosavegur (Skólavegur-Spöng), Spöngin (Mosavegur-Móavegur), Starengi (Mosavegur inn í enda), Strandvegur (Borgavegur-Melavegur), Vallengi (Mosavegur-Vallengi nr. 6), Víkurvegur vestur (Egilshöll-Borgavegur), Víkurvegur hringtorg við Egilshöll, Víkurvegur hringtorg við Vestur-

landsveg, Völundarhús.

Sá fyrirvari er settur að listi yfir götur getur breyst við frekari ástandsskoðun á vormánuðum. Niðurbrot gatna er mjög háð yrti aðstæðum eins og umferðarþunga og veðurfari.

Greinargerð um viðhaldsþörf

Gerð er grein fyrir stöðu og áætlaðri viðhaldsþörf gatnakerfis í Reykjavík í meðfylgjandi minnisblaði Eflu

verkfræðistofu. Þar kemur m.a. fram að áætluð viðhaldsþörf gatna með endurnýjun yfirlaga er um 1.350 m.kr. á ári næstu 5-10 ár.

Miðað við reynslu af endingu slitlaga gatna hefur verið áætlað að endurnýja þurfi slitlög á um 6% af götum borgarinnar til að halda gatnakerfinu í ásættanlegu ástandi.mjög háð yrti aðstæðum eins og umferðarþunga og veðurfari.

Fréttir GV 10
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF
Í YFIR
VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.
Grafarvogskirkja.
120.000.000 MANNS
90 LÖNDUM.
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 5:34 PM Page 10
Malbikað verður í hverfum Reykjavíkur frá maí og fram í september.

ÆVINTÝRAHÖLL BARNAMENNINGARHÁTÍÐAR Borgarbókasafn Spönginni, Grafarvogi

LAUGARDAGUR

22. APRÍL

10:30 - 11:15

Fjölskyldu jóga

11:00 - 12:00

Japönsk origami smiðja

12:00 - 12:30

Tíst, tíst!... Ćwir, ćwir!... Tweet, tweet!

13:00 - 13:30

Felix Bergsson les úr bókum sínum

13:30 - 14:00

Ys og þys í Grafavogi

Danssýning frá Dansgarðinum

14:00 - 15:00

Húllafjör í Ævintýrahöllinni

15:00 - 16:00

Dans Brynju Péturs

Smiðjur

13:00 - 15:00

Friðarbönd á vinarhönd

12:00 - 14:00

Barmmerkjasmiðja

10:30 - 16:00

Lita og klipp smiðja

Utandyra

11:00 / 12:00 / 13:30 / 14:30 / 15:30

Heimferð - örleikhús

SUNNUDAGUR

23. APRÍL

10:30 -1 1:15

Fjölskyldu jóga

11:00 - 12:00

Blaðrarinn (skráning á staðnum áður en viðburður hefst)

12:00 - 13:00

Blaðrarinn (skráning á staðnum áður en viðburður hefst)

13:00 - 13:30

Arndís Þórarinsdóttir - les úr verkum sínum

13:30 - 14:30

Æskusirkusinn sýnir listir sínar

14:00 - 15:00

Dans Afríka Iceland sýning og fjölskylduafró

15.00 - 16.00

Krakkakarókí

Smiðjur

13:00 - 15:00

Friðarbönd á vinarhönd

12:00 - 14:00

Barmmerkjasmiðja

10:30 - 16:00

Lita og klipp smiðja

Utandyra

11:00 / 12:00 / 13:30 / 14:30 / 15:30

Heimferð - örleikhús

13:00

BMX BRÓS

barnamenningarhatid.is

GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/14/2023 9:31 PM Page 11

Til sölu notuð Inogen One G4 súrefnisvél

Lítið notuð - aðeins 478 klst. Framleiðir 90% súrefni.

Taska, tvær stórar auka rafhlöður fylgja og hleðslutæki fyrir bíl.

Ný yfirfarin af Donna ehf.

Upplýsingar í síma 699-7734 eða 699-1322

Fréttir frá Fjölni GV

Glæsilegir fulltrúar Listskautadeildr Fjölnis, bikarmeistarar ÍSS 2023.

Fjölnisliðið bikarmeistari ÍSS 2023

Í lok Vormóts ÍSS varð ljóst að Listskautadeild Fjölnis hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2023. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er

bikarmeistari.

Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2023 með 56 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir fær bikarinn og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Fjölnishlaup Olís haldið í 35. sinn

Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 35. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag, þann 18. maí kl. 11:00. Fjölnishlaupið er einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis. Í boði verða þrjár vegalengdir; 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Margir fremstu hlauparar landsins hverju sinni hafa tekið þátt í fyrri hlaupum og metin bætt ár frá ári. Hlaupin hafa verið hvatning fyrir

margra til að hefja hlaupaferilinn sinn, bæði fyrir unga sem og eldri hlaupara. Vegalengdin 1,4 km er kjörin fyrir yngstu hlauparana og oft hafa foreldrar hlaupið við hlið unganna sinna og með því móti átt sameiginlega reynslu á hlaupabrautinni og búið til góðar minningar. Áhugasamir hafa enn góðan tíma til undirbúnings ef hlaupaformið er ekki til staðar og er öllum velkomið að koma

og taka þátt. Fjölnir rekur öflugt starf í frjálsíþróttadeild, þar sem allir aldurshópar geta fundið æfingar við sitt hæfi. Langhlaup eru góð líkamsrækt og í góðum félagsskap ræktar maður heilbrigða sál í hraustum líkama. Fyrsta skrefið er að taka þátt og síðai skrefin eru að ná framförum.

Allar upplýsingar um hlaupið í ár og skráningu má finna á www.sumarhlaupin.is

Slæm fjárhagsstaða bitnar á íbúum

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Fjármál borgarinnar eru komin í töluvert óefni eins og vart hefur farið fram hjá neinum, en borgarstjórn-armeirihlutinn hefur nú tvívegis hætt við skuldabréfaútboð til að forða borginni frá niðurlægingu, enda engin tilbúinn að lána borginni nema á mjög háum vöxtum. Sú staðreynd segir sína sögu um tiltrú markaðarins á fjármálum borgarinnar, en ekki þarf frekari vitnanna við að mínu mati.

En hvað þýðir þetta raunverulega fyrir okkur íbúana í borginni og hvernig er þessi staða farin að bitna nú þegar á borgarbúum?

Nú þegar er áhrifa þessarar slæmu fjármálastjórnar meirihlutans farið að gæta. Þess sjást t.d. merki þegar litið er til neyðarástandsins í leikskólamálum borgarinnar, en ekki hefur tekist að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla eins og lofað var fyrir síðustu kosningar. Þá hefur snjómoksturinn verið í ólestri, sem hefur bitnað verulega á borgarbúum í vetur. Og nú síðast um páskana, urðu Reykvíkingar, og sérstaklega íbúar efri byggða, varir við það að búið var að skerða afgreiðslutíma sundlauga yfir bænadagana og páskana. En fyrir ári síðan voru allar sundlaugar

opnar alla páskahelgina. Enn fremur hefur þjónusta strætó farið versnandi og fyrirséð að fara þarf í frekari niður-

bitna harkalega á skattgreiðendum í borginni með skertri þjónustu og auknum álögum. Þá er hætt við því að þegar komið er að skuldadögum eins og nú, lendi aðhaldið á þeim sem síst mega við því.

Það er orðið löngu tímabært og raunar aðkallandi að fjárfestingar borgarstjórnarmeirihlutans í gæluverkefni á borð við Braggann og puntstráin í Nauthólsvík, víki fyrir grunnþjónustu borgarinnar.

Ef borgarstjórnarmeirihlutinn viður-kennir ekki vandann nú og tekur hann ekki föstum tökum stefnir í að vandinn verði óviðráðanlegur.

Það gæti þýtt að sveitarstjórnarráðuneytið muni sjá sig knúið til að taka fjármál borgarinnar í gjörgæslu með tilheyrandi niðurlægingu fyrir stærsta sveitarfélag landsins.

skurðaraðgerðir þar. Gæluverkefni víki fyrir grunnþjónustu Verði ekkert aðhafst mun það

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

12
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00
ÞOLDI
VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.
AÐ JEFFREY „THE DUDE“ LEBOWSKI
EKKI EAGLES.
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/19/2023 11:39 AM Page 12
Grillið í Graf ar vogi - Gylfa flöt 1 - Sími: 567-7974 GULLNESTI Grillið í Grafarvogi Ódýri ísinn GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 7:31 PM Page 13

Fréttir GV

Björt og vel skipulögð íbúð í Björtuhlíð

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir bjarta og vel skipulagða fimm herbergja endaíbúð á þriðju og efstu hæð að Björtuhlíð 9 í Mosfellsbæ. Gott útsýni. Eignin er samkvæmt þjóðskrá 159 fermetrar, íbúðin er 131 fermetri og bílskúr 28 fermetrar.

Eignin skiptist í forstofu, skála, stofu/borðstofu og sólstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, sjónvarps- og gestaherbergi, baðherbergi og þvottahús/búr.

Nánari lýsing:

Forstofa er rúmgóð með miklu skápaplássi og flísum á gólfi.

Fyrir innan forstofu er skáli með parket á gólfi.

Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, arinn er í stofu og parket á gólfi.

Sólstofa er við hlið stofu, þar eru flísar á gólfi og útgengt á skjólgóðar suðursvalir með gúmmíhellum.

Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók,

harðparket er á gólfi.

Innaf eldhúsi er þvottahús/búr með flísum á gólfi.

Svefnherbergin eru rúmgóð með góðum skápum og parket á gólfum.

Gestaherbergi/svefnherbergi er rúmgott með parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, baðkar og sturtuklefi.

Eigninni fylgir 28 fermetra bílskúr, lögn er fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Möguleiki er á að leggja tveimur bílum fyrir framan bílskúr.

Stutt er í skóla og leikskóla, matvöruverslun og sundlaug. Golfvöllur er steinsnar frá.

Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

EFTIRSPURN EFTIR GÓÐUM EIGNUM Í GRAFARVOGI

EYRARTRÖÐ - IÐNAÐARBIL

Mjög gott 31,5 fm iðnaðarbil með millilofti. Stórar innkeyrsludyr, mikil lofthæð, skrifstofu og kaffiaðstaða og salerni.

HEIMSENDI - HESTHÚS Sérlega vandað 277 FM 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson löggiltur fasteignasali sími. 898-3459, 5758585 og arni@fmg.is

KLUKKURIMI - 3ja HERBERGJA

Mjög falleg 89 fm 3. herbergja vel skipulögð íbúð á 2. hæð í 3ja hæða húsi. Nýlegt ljóst parket. Fallegar ljósar innréttingar. Suðaustur svalir. Einstaklega vel staðsett eign.

LAUGARNESVEGUR 2ja

HERBERGJA

Mjög vel skipulögð 2.herb. 61,4 fm herbergja íbúð á fyrstu hæð. Nýjar innréttingar, gólfefni og málning. Húsið nýlega tekið í gegn að utan. Rafmagn og lagnir endurnýjaðar. LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

EYRARHOLT HAFNARFJ.4ra HERB. - ÚTSÝNI

Vönduð og falleg 116,5 fm íbúð á 3. og efstu hæð.

Mikið útsýni, parket og flísar á gólfum, vandaðar innréttingar, suðursvalir.

14
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610 Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414 Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteignaog skipasali s: 862-6951 Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, baðkar og sturtuklefi. Sólstofa er við hlið stofu, þar eru flísar á gólfi og útgengt á skjólgóðar suðursvalir. Bílskúrinn er 28 fermetrar.
GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/16/2023 11:13 AM Page 14
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, arinn er í stofu og parket á gólfi.

Kirkjufréttir

Guðsþjónustur í kirkjunni

Alla sunnudaga eru guðsþjónustur í kirkjunni kl. 11:00. Guðsþjónustuhald þar er fjölbreytt og messuformið klassískt yfir veturinn en Kaffihúsamessur á sumrin. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Vörðumessur í Kirkjuselinu í Spöng

Síðasta Vörðumessa vetrarins verður 23. apríl kl. 13.00 í Kirkjuselinu. Þær hefjast aftur í byrjun september. Vörðumessurnar eru afar ólíkar klassísku messunum í Grafarvogskirkju. Í Vörðumessum deilum við sögum og hlöðum úr þeim vörður. Boðið er upp á kertaljósastund og heilaga máltíð. Vox Populi leiðir söng.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, tónlist, sögur, leikir og annað skemmtilegt. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Vorhátíð sunnudagaskólans verður haldin í kirkjunni 21. maí kl. 11.00!

Barnakórinn syngur, skemmtiatriði, grillaðar pylsur og hoppukastali.

Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu

Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum. Helgistundirnar verða í boði í allt sumar.

Kyrrðarstundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni. Kyrrðarstundirnar verða í boði út maí og hefjast svo í september á ný.

Barna- og unglingastarfið

Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsfélag og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan vetur.

6-9 ára starf er á mánudögum kl. 16:30-17:30 í Grafarvogskirkju.

10-12 ára starf er á mánudögum kl. 17:45-18:45 í Grafarvogskirkju.

7-11 ára starf er á þriðjudögum kl 16:00-17:00 í Kirkjuselinu.

Æskulýðsfélagsstarfið er á þriðjudögum kl. 20:00-21:30 í Grafarvogskirkju.

Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár er að finna á heimasíðu kirkjunnar.

Opið hús

Opið hús er í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 fyrir eldri borgara og önnur sem hafa lausa stund á daginn. Stundin hefst á fræðslu, skemmtiefni eða samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall. Síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði. Um miðjan maí verður farið vorferð og messa tileinkuð eldriborgurum verður í Grafarvogskirkju á uppstigningardag kl. 11.00.

Djúpslökun

Djúpslökun er alla fimmtudaga kl. 17:00-18:00. Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í jóga og lengra komnum. Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari. Djúpslökunin verður í boði út maí í það minnsta og hefst á ný í september.

Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju

Við Grafarvogskirkju er starfandi Barna- og unglingakór. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com

1. – 4. bekkur æfir kl. 16:15 – 17:15

5. – 7. bekkur æfir kl. 16:45 – 17:45

8. – 10. bekkur æfir kl. 17:15 – 18:15

Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi

Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is

Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!

Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju

Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu.

Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin!

Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju. Dagsetningar næstu vikna eru: 25. apríl og 9. maí.

Prestar og djákni safnaðarins:

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is

Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is

Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is

Sími: 587 9070

Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is

Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi

Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi

Vekomin í kirkjuna þína!

GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/15/2023 9:45 AM Page 15
Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL K FSM FSSMMA A TAAÐNUM A SAM OG ENDA OG HEFST Ð HÓPEFLI M DJJAMM STAARF LTTA DRYKK ATTUR, KEILA MA UROGALL T R D M ST K NN NNNA A EINUM Á AR VEÐUR T T F GO R A P U ÍK ÍLEI RIRÞI Y ÁOKKURF ÐFR ÐUTILBO FÁ laugardag og ÆIN A Í B RÚTA HOU Y HAPPY tað m s inu r á e t e all em r s a r þ kku á o j a h innandyr eðri u v óð n í g n e ama m s hópnu jappa ð þ a a etr r b r e Hva Ð PY T FÖST Á F OPNUM YRR NNHÓPÁ a östudaga a f all N g m o arnu á b R UDÖGUM L S A UK K AO HOLLINEILU HOLLIN@KEILU K R Þ RI R F KKU Á O R Ð F ILBO U T Ð N.IS P Á Ó N H IN ST E R ANI keiluhollin.is 0 3 0 1 5 . 5 1 s GV 2020_GV- 1. tbl. Januar.qxd 4/18/2023 7:22 PM Page 16
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.