Page 11

GV 1. tbl. Jan 2014_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 9/17/14 12:53 PM Page 11

11

GV

Fréttir

Bragðaðu réttina á Baskalandi Dagana 23. – 30. september er Baska vika á Tapasbarnum. Baskaland er spænskt sjálfsstjórnarhérað á NorðvesturSpáni. Matagerð í Baskalandi er mikilvægur hluti af menningu Baska og undir sterkum áhrifum frá öllu því frábæra hráefni sem er allt í kring. Höfuðborg héraðsins er Bilbao sem er alveg upp við landamæri Frakklands og Spánar. Baskar hafa sinn eigin sérstæða stíl og þegar kemur að matargerð hafa þeir oft verið taldir með bestu matreiðslumönnum Spánar.

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ásamt prestum og djákna, sem höfðu þjónað í Grafarvogskirkju 1989-2010. Séra Elínborg Gísladóttir; séra Anna Sigríður Pálsdóttir; séra Sigurður Arnarson; séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur; herra Karl Sigurbjörnsson; séra Bjarni Þór Bjarnason; séra Lena Rós Matthíasdóttir; séra Guðrún Karls Helgudóttir og Gunnar Einar Steingrímsson djákni.

Hátíðarmessa á 25 ára afmæli

Kæru Grafarvogsbúar! Eins og ykkur kæru vinir er kunnugt, munum við í Grafarvogssöfnuði í Hátíðarmessu halda upp á 25 ára afmæli safnaðarins sunnudaginn 21. september næstkomandi kl. 14:00. Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir mun prédika. Núverandi prestar ásamt prestum sem hafa gegnt embætti

í Grafarvogsprestakalli síðustu 25 árin, munu þjóna fyrir altari, ásamt leikmönnum. Eftir messu verður hátíðarkaffi. Að því loknu munu kórar kirkjunnar, Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju syngja undir stjórn Hákonar Leifssonar, Hilmars Arnar Agnarssonar

og Margrétar Pálmadóttur. Afmælisbók Grafarvogssafnaðar „Grafavogssöfnuður 25 ára“ verður afhent biskupi Íslands. Höfundur bókarinnar er Sigmundur Ó. Steinarsson rithöfundur. Í næstu viku fer bókin í prentun og nú er verið að ganga frá heillaóskalista „Tabula gratuloria“. Hægt er að skrá sig með því að hringja í Grafar-

vogskirkju. Það verður ánægjulegt að sjá ykkur öll þann 21. september næstkomandi og sem flesta sem hafa lagt hönd á plóginn í safnaðarstarfinu síðustu 25 árin. Með blessunaróskum, Vigfús Þór Árnason sóknarprestur

Karlar syngja í Grafarvogskirkju Karlakór Grafarvogs er nú að hefja sitt fjórða starfsár. Kórinn var stofnaður af stjórnanda hans Írsi Erlignsdóttur 2011, en hún hefur stjórnað kórnum síðan. Kórinn syngur dægurlög í bland við hefðbundin karlakórslög sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Kórinn æfir að jafnaði einu sinnu í viku, á mánudögum kl. 20.00 í Grafarvogskirkju og hefur á að skipa þéttum hópi söngmanna sem flestir hafa verið með frá byrjun. Koma þar saman bæði reyndir söngmenn og aðrir sem hafa minni reynslu af söng í kór. Þétt og spennandi vetrardagskrá Að sögn Alexanders K. Guðmundssonar, formanns kórsins, er dagskrá vetrarins þegar orðin nokkuð þétt og spennandi. Undanfarin ár hefur kórinn haldið eina tónleika að vetri til og aðra að vori auk þess að syngja í messu í Grafarvogskirkju. Þessu til viðbótar þá hefur kórinn farið í tveggja daga söngbúðir utan Reykjavíkur til þess að stilla saman strengi og ekki síður til þess að skemmta sér saman. Alexander segir að dagskrá vetrarins verði með svipuðu sniði og fyrr og hefst með tónleikum í Grafarvogskirkju í lok nóvember. Þá mun kórinn fá til samstarfs skemmtilega söngmenn. Hverjir það verða segir hann að komi fram síðar en hann segir karlakórinn lofa því að þetta verði frábær skemmtun þar sem léttleikinn verði hafður í fyrrirúmi.

Sungið með þekktum tónlistarmönnum „Kórinn hefur notið þeirrar gæfu að tónleikar hans hafa verið vel sóttir og stemmning verið góð. Kórstarfið hefur veitt okkur þá ánægju að fá að syngja með þekktum tónlistarmönnum á borð við Ragga Bjarna og Jóhönnu Guðrúnu auk þess að eiga samstarf við aðra kóra, eins og Karlakór Rangæinga og nýstofnaðan kvennakór sem kallar sig Söngspírurnar. Auk þess hefur kórinn unnið með fjölda mörgu af hæfileikaríku

fólki á tónlistarsviðnu sem hefur komið að undirleik og söng með kórnum, allt undir styrkri móðurlegri handleiðslu okkar frábæra stjórnanda, Írisar Erlingsdóttur. Rétt er að geta þess að kórinn tók þátt í svo kölluðu Íslandslagi þar sem safnað var saman 10% af íslensku þjóðinni til þess að syngja saman frumsamið kórlag, nokkur konar Íslandsbrag,“ segir Alexander. Raddprufur fyrir nýja félaga ,,Ég hafði ekki reynslu af kórsöng áður en ég gekk í kórinn en þátttaka í þessu

starfi hefur verið skemmtileg og gefandi reynsla. Því vil ég hvetja alla sem hafa áhuga á söng að kíkja á okkar góða félagsskap og starf. Kórinn tekur við nýjum söngfélögum nú í upphafi söngárs og verður með raddprufur í Grafarvogskirkju mánudagana 22. og 29. september nk. klukkan 19.00. Ég hvet alla sem áhuga hafa á að taka þátt í skemmtilegu og gefandi kórstarfi að slá til og taka þátt. Þeir verða ekki sviknir af því,” sagði Alexander K. Guðmundsson, formaður Karlakórs Grafarvogs að lokum.

Í tilefni Baskaviku ætlar Tapas barinn að fá í heimsókn gestakokkinn Sergio Rodriguez Fernandez og hefur hann sett saman sérstakan 6 rétta sælkeraseðil um Baskaland. Sergio er frá Bilbao og hefur m.a. starfað á Guggenheim safninu með Martin Berasategui, einum besta matreiðslumanni Spánar. Hann starfaði einnig bæði í Barcelona og Reykjavík og hefur ferðast mikið m.a. til Japans til að kynna sér japanska matargerð. Hann hefur sérstakan áhuga þróun matarmenningu í heiminum og vinnur mikið með heilnæm hráefni. Sælkeraferðin hefst með glasi af Codorníu Cava, 5 spennandi tapas réttir fylgja svo í kjörfarið og að lokum eftiréttur. • Serrano ( hráskinka) með Fava bauna salati • Kolkrabbi með kartöflumús og lime-pistasíu vinaigrette • Gellur og kræklinur í Basque sósu með sveppum og steiktum kartöflum. • Saltfiskur með piquillo papriku alioli • Hægelduð nautakinn með rauðvínsgljáa. • Geitaostakaka með quince hlaupi og karmellusósu. Það er um að gera að láta þetta ekki framhjá sér fara og panta borð á Tapas barnum strax í dag.

GV Ritstjórn og auglýsingar Höfðabakka 3

Karlakór Grafarvogs. Raddprufur nýrra félaga verða 22. og 29. september.

Sími 587-9500

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement