Grafarvogsbladid 7.tbl 2011

Page 10

10

GV

Fréttir

Krakkarnir í Skólahljómsveit Grafarvogs leika fyrir gesti og gangandi í Eschwege í Þýskalandi.

Skólahljómsveit Grafarvogs í Þýskalandi:

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

Ertu í atvinnuleit? Sendu inn almenna umsókn í dag og vertu á skrá - www.hugtak.is

Krakkarnir voru landi og þjóð til mikils sóma Prúður hópur unglinga á aldrinum 10-17 ára í Skólahljómsveit Grafarvogs fór í lista- og menningarferð til Þýskalands 10-20. júní. Lokahnykkurinn í þeirri heimsókn var þátttaka þeirra í veigamikilli skrúðgöngu á bæjarhátíðinni í Eschwege sem sést á myndbandi á netslóðinni http://www.youtube.com/watch?v=9E4vLgCBvsU Einnig tóku krakkarnir þátt í nokkrum tónleikum og skoðuðu söfn, kirkjur, námu og kastala (sjá nánar á heimasíðu skólahljómsveitarinnar í dagbók fararstjóra úr þessari ferð http://grafarvogur.skolahljomsveitir.is/index.php?option=com_content&view=article&id=5 02&Itemid=100035) Nú þegar eru komnar óskir til Skólahljómsveitar Grafarvogs þess efnis að hópurinn komi aftur út að ári og árið þar

á eftir til að spila meira því ánægjan var mikil með tónlistarflutning þeirra. Ekki spillti fyrir að hópurinn stóð sig vel í alla staði, ekki bara hvað varðar tónlistarflutning heldur í allri þátttöku í því sem gert var og var hópurinn rómaður fyrir góða hegðun og framkomu alla hjá þeim sem til sáu. Óhætt er að segja að hópurinn hafi verið Íslenskri þjóð til mikils sóma. Sýndu þau að íslenskir unglingar geta komið vel fram og getum við verið stolt af framkomu þeirra. Vaknað hafa hugmyndir um að gera þetta að árlegum viðburði en það er erfitt fjárhagslega nema að fá stuðning utan frá. Nokkur fyrirtæki gerðu okkur auðveldara að fara í þessa ferð að þessu sinni, en þau eru: Norvik, Ölgerðin, Ellingsen, Gámaþjónustan, Rafport og S.

Guðjónsson. Nú er því komið að því að safna fé fyrir næstu ferð og einnig fyrir nýjum búningum á hljómsveitina, kannski í svipuðum dúr og sést hjá hinum sem spiluðu einnig í skrúðgöngunni. Einnig vantar fjármagn til að geta haldið þessum hópi saman áfram en einhver af þeim eru komin á „aldur“ til að vera í skólalúðrasveit en vilja gjarnan æfa áfram með þessum skemmtilega hópi. Til þess að það sé mögulegt þarf að koma til auka fjármagn. Stofnaður hefur verið hollvinareikningur þar sem þeir sem vilja styrkja sveitina geta gefið frjáls framlög og styrkt þetta skemmtilega starf hennar. Reikningurinn er 0114-05-069078 og kt: 610305-1480.

112an starfandi þriðja árið Sumarhópur Gufunesbæjar, 112an, er nú starfandi þriðja árið í röð. Í sumar höfum við unnið við að ákveða og skipuleggja viðburði fyrir íbúa Grafarvogs á öllum aldri. Við höfum reynt að leggja áherslu á að halda fjölbreytta viðburði svo að þeir höfði til sem flestra aldurshópa og höfum við skipulagt atburði eins og strandíþróttamót fyrir 16-20 ára, sundlaugapartý fyrir 14 ára og nú síðast héldum við kaffihúsadag fyrir eldri borgara þar sem var sungið, spilað og drukkið kaffi og með því. Margir okkar viðburða hefðu verið ómögulegir án hjálpar fyrirtækja í hverfinu sem hafa verið dugleg við að styrkja okkur með vinningum og öðru. Við höfum svo sannarlega haft gaman af því að skemmta Grafarvogsbúum og vonum að 112an haldi störfum sínum áfram um ókomna tíð. Fyrir hönd 112unnar, Einar Lúðvík Ólafsson og Rakel Þorsteinsdóttir

Sandblásum og púðurlökkum felgur - boddíhluti - mótorhjólastell - járnleiðiskrossa og margt fleira

Krakkar á fullu í strandblaki við Gufunesbæ.

Skipt­um­um­bremsuklossa­og­diska


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.