Grafarvogsbladid 1.tbl 2006

Page 18

19

GV

Fréttir

Stjörnumessa - menningarveisla Bílastjörnunnar

Hin árlega menningaveisla Stjörnumessa, var haldin á bílaverkstæðinu Bílastjarnan 16. desember síðastliðinn. Að venju var dagskráin fjölbreytt. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem ásamt fleirum skipa hópinn Grafarvogsskáldin, lásu úr verkum sínum. Kristján Hreinsson var gestaskáld kvöldsins og las hann úr bók sinni

um Pétur heitinn Kristjánsson stórpoppara. Páll Rósinkranz og Óskar Pétursson stigu á stokk og sungu nokkur lög auk þess sem hljómsveitin B2 spilaði nokkur lög undir lok Stjörnumessunnar. Líkt og áður var margt um manninn á Stjörnumessu og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega við lestur og söng þeirra sem fram komu. Kynnir á Stjörnumessu var sr.

Vigfús Þór Árnason. Stjörnumessu lauk síðan með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón ,,Alvöru flugelda’’. Að Stjörnumessunni stóðu bílaverkstæðið Bílastjarnan og þjónustumiðstöðin Miðgarður með dyggri aðstoð frá Bílanaust, sem bauð upp á léttar veitingar, og Íslandsbanka, sem styrkti flugeldasýninguna veglega.

Kristján Hreinsson var gestaskáld á Stjörnumessunni.

Fjöldi manns mætti og hér má sjá hluta gestanna á Stjörnumessunni. Einar Már Guðmundsson messaði yfir gestunum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson las fyrir gesti.

Gestir spjalla saman á Stjörnumessunni.

Þessir skemmtu sér vel. Kristmundur í Bílastjörnunni á heiður skilinn fyrir Stjörnumessuna.

Páll Rósinkranz sló í gegn eins og venjulega með góðum söng.

Þessi kunnu vel að meta það sem í boði var.

Gestir á Stjörnumessunni voru á öllum aldri.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.