Page 1

1. tbl. 17. ĂĄrg. 2006 - janĂşar

Ă?SLENSKA AUGLĂ?SINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

GrafarvogsblaĂ°iĂ°

Eitt nĂşmer

410 4000

Dreift Ăłkeypis Ă­ Ăśll hĂşs Ă­ Grafarvogi

Grafarvogsskåld og góðir gestir settu mark sitt å hina årlega StjÜrnumessu sem fór að venju fram í húsnÌði BílastjÜrnunnar skÜmmu fyrir jólin. FjÜldi fólks mÌtti til messunnar. Kristjån Hreinsson var gestaskåld messunnar en einnig skemmtu sÜngvararnir Påll Rósinkranz og Óskar PÊtursson. à myndinni messar Grafarvogsskåldið Ari Trausti Guðmundsson yfir viðstÜddum.

$KHTGKÆCUMQÆWP )TCHCTXQIK 1RKÆQI  ÔÉÂąHĂŒU

)[NHCHNĂŒV 5ĂƒOK Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

SjĂĄ nĂĄnar um StjĂśrnumessuna ĂĄ bls. 19

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli ÞÊr að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. ¡ BÌjarflÜt 10 ¡ 112 Reykjavík ¡ Sími 567 8686

ViĂ° erum alltaf Ă­ leiĂ°inni

I oojb•agpbo

q`mfašmd odg�]—\f\pk\

Landsbankinn leggur ĂĄherslu ĂĄ faglega fjĂĄrmĂĄlaĂžjĂłnustu fyrir fyrirtĂŚki og einstaklinga Ă­ Grafarvogi.

Ë`dia\g_\mdg`d \�]—\f\pkph Bm`dngph\o‚i`odip G‚inphn’fi‚i`odip

Við tÜkum vel å móti ÞÊr í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og HÜfðabakka 9.

Landsbankinn Banki allra landsmanna

410 4000

landsbanki.is


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Dofri og DV Nýleg samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem samþykkt var að slá af virkjunarframkvæmdir við Norðlingaölduveitu hljóta að ver mörgum fagnaðarefni. Einnig yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Nú er svo komið að Íslendingum finnst nóg komið af virkjanaframkvæmdum og krafan er að viðkvæmustu og fallegustu landssvæði Íslands verði látin í friði. Afar líklegt er að aðferðir náttúruverndarsinna í baráttu sinni undanfarin misseri hafi ekki aukið stuðninginn við málstaðinn. Að sletta skyri á fólk, klifra upp í krana og ryðjast inn í ráðuneyti eru ekki baráttuaðferðir sem skila árangri. Fólk fyrirlítur slíkar aðferðir. Í Grafarvogsblaðinu að þessu sinni er afar merkileg grein eftir Dofra Hermannsson. Dofri hefur vakið mikla athygli í umræðuþáttum um stóriðjustefnu stjórnvalda upp á síðkastið. Þar er dæmi um mann sem talar mannamál svo allir skilja og hvet ég alla til að lesa þessa grein í blaðinu. Í upphafi greinar sinnar segir Dofri: ,, Með stóriðjustefnu sinni hefur hún (ríkisstjórnin) hrakið hátæknifyrirtæki úr landi og orðið til þess að ríki og sveitarfélög hafa á síðustu 4 árum misst af skatttekjum upp á tæpa 14 milljarða króna.’’ Svo mörg voru þau orð. Dofri, eins og svo margir aðrir, hvetur til þess að við Íslendingar virkjum hausinn og verndum náttúruna. Sannarlega orð í tíma töluð. Að öðru. Menn hafa velt því fyrir sér undanfarna daga hvort einhver þörf sé fyrir fjölmiðil á borð við DV. 32 þúsund Íslendingar hafa sagt að þeir vilji ekki fjölmiðil eins og ,,gamla DV’’. Eigendur DV höfðu tækifæri til að stokka upp spilin á DV og hefja útgáfu á alvöru blaði. Rétta leiðin var að segja öllum starfsmönnum DV upp störfum og ráða nýtt fólk að blaðinu. Hætta útgáfu blaðsins í nokkra daga og byrja síðan aftur með hreint borð og nýtt fólk. Þetta tækifæri var ekki notað. Það verður því mjög erfitt fyrir nýja ritstjóra DV að byggja upp traust lesenda og ef það tekst mun það taka mörg ár. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Landsbanki Íslands og Fjölnir gera samstarfssamning til þriggja ára:

Samningur sem skiptir Fjölni afar miklu máli Landsbankinn og Ungmennafélagið Fjölnir hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára um víðtækan stuðning bankans við ungmenna- og íþróttastarf á vegum Fjölnis. Landsbankinn verður aðalstyrktaraðili Fjölnis utan vallar sem innan. Samningurinn felur meðal annars í sér að á hverju ári verður skipulagt sérstakt Landsbankamót í knattspyrnu fyrir yngri aldurshópa. Landsbankinn mun einnig í samvinnu við Fjölni gefa út sérstakt greiðslukort með merki Fjölnis, sem jafnframt mun gilda sem félagskort. Skráðir félagsmenn Fjölnis geta sótt

um slík kort. ,,Samstarfssamningur við Fjölni er Landsbankanum mikils virði og við hlökkum til að standa þétt að baki fjölmennasta íþróttafélagi landsins,’’ sagði Hjalti G. Karlsson, útibússtjóri Landsbankans í Grafarvogi. ,,Við erum afar þakklát fyrir stuðning Landsbankans. Það er þýðingarmikið að hafa traustan bakhjarl og hvetjum við félagsmenn okkar og stuðningsmenn að láta bankann njóta þess,’’ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis. Landsbankinn hefur frá fyrstu tíð

unnið dyggilega með ungu fólki og íþróttafélögum um land allt. Með stuðningi sínum gerir bankinn íþróttafólki kleift að leggja stund á íþrótt sína af kappi. Það er að auki hluti af heildarstefnu Landsbankans að að vinna með ungu fólki og efla íþróttahreyfinguna á landsvísu. Það voru Birgir Gunnlaugsson, varaformaður Fjölnis, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Landsbankans og Hjalti G. Karlsson, útibússtjóri í Grafarvogi sem undirrituðu samstarfssamninginn.

Skrifað undir samninginn. Frá vinstri: Birgir Gunnlaugsson, varaformaður Fjölnis, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Landsbankans og Hjalti G. Karlsson, útibússtjóri í Grafarvogi.

350 mættu á nýársballið Það var mikið fjör í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldaskóla á dögunum en þá fór þar fram hið árlega og víðfræga Nýársball allra félagsmiðstöðvanna í Grafarvogi. ,,Þetta var afar vel heppnað ball. Það eru alls um 1000 unglingar í Grafarvoginum öllum á þessum aldri og það er frábært að 350 þeirra skuli mæta á svona ball. Það skemmtu allir sér mjög vel og krakkarnir voru til mikillar fyrirmyndar,’’ sagði Sigurgeir Birgisson, tomstundaráðgjafi hjá Gufunesbæ, í samtali við Grafarvogsblaðið. Það var hin sívinsæla hljómsveit Á móti sól sem lék fyrir dansi á Nýársballinu og voru unglingarnir mjög ánægðir með hennar frammistöðu á ballinu enda var dansgólfið þéttskipað allt ballið. Að loknu ballinu var þeim unglingum sem það vildu ekið í sín hverfi. Er þetta framtak afar lofsvert og ljóst að Gufunesbær er að halda mjög vel utan um afar öflugt og fjölbreytt unglingastarf í hverfinu. Í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út 9. febrúar birtum við fleiri myndir frá þessari miklu skemmtun.

Unglingarnir troðfylltu dansgólfið í Fjörgyn og oft komust færri að en vildu. Hljómsveitin Á móti sól fór á kostum.

GV-mynd SB


ëHWWDHUìDé )/277$67$ VHPpJKHIVpé

heZccVcY^ iZ\jcY^g BZÂVaVccVgh/

)%

"@_`a^c\jg "=jbbjh "@_`a^c\VWdaajg ";Zgh`VgbZa‹cjg "BdooVgZaaVhVaVi "GdbV^chVaVi "@_ŽiWdaajg†gVWWVWVgVh‹hj "@h`hiVcYdgg^ "IdgiZa^c^b$Zc\^[Zg "6jhijgaZch`Vgg¨`_jg "He†cVi "6aVWVbVhVaVi "A‚ii[Zi^b$`gnYY^ "ÌkVmiVhVaVi†`‹`‹hh`ngh‹hj "@gnYY[Zi^†da†j "H‹aÄjg`VÂ^gi‹bViVg "¡i^Ä^hi^aa    ###d\bVg\i Z^gV


4

GV

Matgoggurinn

Kjúlli, bátar og Kókosbolludúndur - að hætti Sigrúnar og Björns Hjónin Sigrún Sæmundsdóttir og Björn G. Sigurðsson eru matgoggar Grafarvogsblaðsins að þessu sinni. Uppskriftir þeirra fara hér á eftir:

Karrý eða kókos kjúklingaréttur (fyrir 4) 4-5 kjúklingabringur. 1 dós rautt pestó. 1 stór paprikka. 1 bakki sveppir (250 gr.). 2-3 gulrætur. 1 dós kókosmjólk. 1 dós Thai masaman curry-sósa. Sigrún Sæmundsdóttir og Björn G. Sigurðsson ásamt börnum sínum.

GV-mynd PS

Kjúklingabringurnar eru skornar í strimla, þeim velt upp úr pestóinu og steiktar vel á pönnu. Grænmetið

mót. Slatta af ólivuolíu hellt yfir bátana, kryddað með sítrónupipar og hvítlauksdufti og hrært í svo olían og kryddið dreifist jafnt á bátana. Rósmarin af einni grein stráð yfir. Paprikkuosturinn er skorinn í litla bita og honum blandað saman við. Furuhneturnar léttbrúnaðar á pönnu og settar saman við. Mótið sett í ofn í um 30 mínútur (fer eftir stærð kartöflubátanna). Gott að snúa kartöflunum í mótinu þegar eldunartíminn er u.þ.b. hálfnaður, til að fá jafnari eldun.

Kókosbolludúndur 1 poki makkarónukökur (u.þ.b. 250 gr.). 1 lítil dós niðursoðin jarðaber.

Sólveig og Benedikt næstu matgoggar Sigrún Sæmundsdóttir og Björn G. Sigurðsson, Brúnastöðum 30, skora á Sólveigu Sveinsdóttir og Benedikt Þorbjörn Ólafsson, Fannafold 91, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta blaði í febrúar.

Höfum opnað veitingastað með hollustufæði að Stórhöfða 17, 2. hæð, (fyrir ofan Íslandsbanka). Höfum á boðstólum í hádeginu alla virka daga: - Súpu, salatbar, lífrænt gerlaust speltbrauð. - Réttur dagsins (grænmetisréttur). - Crépes (þ.e. speltpönnukökur m/hýðishrísgrjónum, grænmeti og dressingu. - Sykurlausar lífrænar kökur og tertur úr spelti. - Hvetigras. - Grænmetissafar. - Lífrænt te og kaffi. Við leggjum áherslu á að hafa sem mest af lífrænni fæðu, og ekkert á matseðlinum hjá okkur inniheldur hvítan sykur, ger og hvítt hveiti.

Aftur til náttúru

Stórhöfða 17 (2. hæð) Sími: 587-1093 - 587-1003

skorið í strimla og sett á pönnuna með kjúklingnum. Þegar grænmetið er orðið léttsteikt er kókosmjólkinni og Thai masaman curry-sósunni hellt saman við og rétturinn látinn malla í u.þ.b. 20 mínútur. Borið fram með kartöflubátum, brúnum hrísgrjónum eða brauði og fersku grænmeti.

Kartöflubátar (fyrir 4) 1 kg. kartöflur. Slatti ólivuolía. Sítrónupipar. Hvítlaukssalt. 1 grein rósmarin. ½ paprikkuostur (steyptur). 1 poki (70 gr.) furuhnetur. Kartöflurnar eru þvegnar, skornar í þunna báta og settar í eldfast

4 kókosbollur. ½ l rjómi. Ávextir að smekk. Makkarónukökurnar eru settar í eldfast mót og safanum af jarðaberjunum hellt yfir þær. Rjóminn er þeyttur, jarðaberin stöppuð og umframsafi settur á makkarónukökurnar. Kókosbollunum hrært saman við rjómann ásamt jarðaberjastöppunni. Rjómablöndunni smurt yfir makkarónukökurnar, plast sett yfir mótið og það látið í frysti. Tekið út u.þ.b. 2 klst. áður en er borið fram. Eftirlætis ávextirnir skornir niður (gul melóna, jarðaber, vínber og perur eru mjög góð blanda) og þeir settir yfir áður en dúndrið er borið fram. Verði ykkur að góðu, Sigrún og Björn

GV - 587-9500

Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


Frá Hverfisráði Grafarvogs:

Stefán Jón Hafstein, formaður Hverfisráðs Grafarvogs, undirritar viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri, fyrir hönd Lögreglunnar í Reykjavík, og Bjarni Grímsson, formaður sóknarnefndar, fyrir hönd Grafarvogskirkju.

Þjónustu- og menningarmiðstöð í Spönginni

2. desember síðastliðinn var á fundi borgarráðs lögð fram greinargerð frá starfshópi um málefni nýrrar þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni. Á fundinum samþykkti borgarráð að fara að meginatriðum að skýrslu starfshópsins. Hugmyndin sem liggur að baki byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar er sú að Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Grafarvogskirkja, Lögreglan í Reykjavík auk fleiri aðila sameinist og vinni saman í miðstöðinni. Hin nýja þjónustu- og menningarmiðstöð mun rísa á svokallaðri "Bókasafnslóð" við Spönginga. Til að fagna þessari samþykkt borgarráðs ákváðu þeir aðilar sem að starfsemi þjónustu- og menningarmiðstöðvar-

innar munu standa að bjóða til hátíðarhalda sunnudaginn 18. desember síðastliðinn kl. 12:12 á fyrirhugaðri byggingarlóð þjónustu- og menningarmiðstöðvarinnar. Hátíðarhöldin hófust með því að þeir aðilar sem að þjónustunni munu standa auk annarra gesta mörkuðu sér land með því að ganga hringínn í kringum lóðina sem fyrirhuguð þjónustuog menningarmiðstöð mun rísa á (en ekki þótti ráðlagt að marka sér land með kyndlum eins og ráðgert hafði verið vegna veðurs) undir forystu sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar. Að göngunni lokinnu voru undirritaðar viljayfirlýsinar þeirra sem að þjónustunni munu standa. Stefán Jón Hafstein, formaður Hverfisráðs Grafarvogs, undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Ingimundur Einarsson,

varalögreglustjóri, fyrir hönd Lögreglunnar í Reykjavík, og Bjarni Grímsson, formaður sóknarnefndar, fyrir hönd Grafarvogskirkju. Þá söng unglingakór Grafarvogskirkju undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur við undirleik Gróu Hreinsdóttur nokkur lög. Nemendur við tónskóla Hörpunnar léku nokkur jólalög og nemendur við tónlistarskóla Grafarvogs undir stjórn Wilmu Young léku einnig nokkur jólalög. Jólasveinar litu við. Boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur sem félagar í Korpúlfunum sáu um að útbúa. Þrátt fyrir óblítt veðurfar mætti þónokkur fjöldi fólks til að taka þátt í hátíðarhöldunum og var stemningin í hópnum mjög góð.

Korpúlfar fá nýtt húsnæði

Unglingakór Grafarvogskirkju söng undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur.

Fjölmenni mætti á aðventufund Korpúlfa í nýja húsnæðinu.

Korpúlfar samtök eldri borgara Grafarvogi héldu sinn árlega aðventufund 14. desember síðastliðinn. Fundurinn var haldinn á Korpúlfsstöðum, og var jafnframt vígslufundur á nýrri félagsaðstöðu fyrir Korpúlfa, sem framkvæmdastjóri Miðgarðs, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, afhenti formlega til afnota fyrir samtökin. Stefán Jón Hafstein, formaður Hverfisráðs Grafarvogs, ávarpaði fundarmenn og óskaði samtökunum til hamingju með aðstöðuna. Einnig ávörpuðu samkomuna borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Alfreð Þorssteinsson. Snjalla vígsluræðu flutti sr. Tómas Guðmundsson í tilefni dagsins. Tónlist var flutt af Jónasi Dagbjartssyni og Árna Ísleifs. af þeirra alkunnu snilld. Við þetta tækifæri var tekið í notkun nýtt píanó sem fjármagnað var að mestu með Máttarstólpa viðurkenningu frá Hverfisráði Grafarvogs, sem Korpúlfar hlutu á Grafarvogsdaginn 2003. Veitingar voru bornar fram í boði Miðgarðs. Fjöldi fundarmanna var um 130 manns og voru ekki sæti fyrir alla. Húsnæðið er um 90 fermetrar og var öll vinna við innréttingar unnin af Korpúlfum sjálfum í sjálfboðavinnu. Hér eftir fer öll starfsemin fram á Korpúlfsstöðum nema sundleikfimi sem er í Grafarvogslaug og keila er í Mjódd. Vegna bættrar aðstöðu fyrir félgsstarfið vonast stjórn Korpúlfa til þess að hægt verði að bæta starfsemina og auka við hana í famtíðinni. Athygli skal vakin á því að 9.febrúar n.k kl.13.30 verður opið hús á Korpúlfsstöðum fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Korpúlfa. Ingvi Á. Hjörleifsson form. Korpúlfa.

Yngvi formaður Korpúlfa, Stefán Jón Hafstein, formaður Hverfisráðs Grafarvogs og Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkæmdastjóri Miðgarðs.


Björn Ingi í 1. sætið


8

GV

Fréttir

Gullnesti við Gullinbrú hættir starfsemi eftir dygga þjónustu við Grafarvogsbúa:

Hent út eftir 14 ár - íbúar öskureiðir - eigandinn situr eftir með verðlaust fyrirtæki

eftir viðtali. Það eina sem hann vildi segja var þetta: ,,Við í Gullnesti viljum þakka Grafarvogsbúum fyrir viðskiptin í öll þessi 14 ár.’’ Öskureiðir íbúar létu hins vegar skoðanir sínar í ljós við starfsfólk Gullnestis eftir að þeir sáu umrædda auglýsingu í Grafarvogsblaðinu og áttu ekki orð yfir framgöngu OLÍS í málinu. Fjölmargir íbúar höfðu samband við Grafarvogsblaðið og vildu láta sína skoðun í ljós en ekki undir nafni. Skiptu símtölin til okkar mörgum tugum og ljóst að margir íbúanna líta þetta mál mjög alvarlegum augum. ,,Ég get með engu móti skilið svona framkomu. Gullnesti hefur verið fastur punktur í minni tilveru í 14 ár og nú þegar þessi staður er örugglega farinn að sína ágætan hagnað og eigandinn er búinn að byggja upp reksturinn og staðinn kemur OLÍS og hendir honum út. Nú megum við. Mér finnst þetta alveg ólíðandi framkoma hjá OLÍS og það er alveg klárt mál að ég mun ekki versla oftar við þetta fyrirtæki. Og ég hef heyrt í mjög mörgum sem eru sömu skoðunar og ég,’’ sagði einn af fjölLokað vegna breytinga segir OLÍS á hurð- mörgum íbúum í Grafarinni þar sem Gullnesti var áður. vogi sem hafði við okkur

Sjaldan eða aldrei höfum við á Grafarvogsblaðinu fengið eins sterk viðbrögð við auglýsingu og frétt í blaðinu og eftir útkomu síðasta blaðs fyrir jólin. Í Grafarvogsblaðinu birtist heilsíðu auglýsing frá Gullnesti þar sem viðskiptavinum er tilkynnt um uppsögn á leigusamningi. Klukkan fjögur á síðasta degi nýliðins árs var hurðinni læst á Gullnesti í síðasta skipti. OLÍS, sem er eigandi húsnæðisins, sagði upp samningi við eiganda Gullnestis eftir 14 ár og hyggst nú stækka verslun sína við Gullinbrú. Daði Arngrímsson, eigandi Gullnestis, vildi ekki tjá sig um málið þegar Grafarvogsblaðið falaðist

samband og var mikið niðri fyrir. Við höfum fyrir því öruggar heimildir að starfsmenn OLÍS við Gullinbrú hafi ekki farið varhluta af gagnrýni íbúanna og viðskiptavina Gullnestis en við þá er vitaskuld ekki að sakast.

Auglýsingin í Grafarvogsblaðinu sem kom mörgum mjög á óvart. Viðbrögð íbúa við því að OLÍS sagði upp leigusamningi sínum við Gullnesti hafa verið sterkari en dæmi eru um í fjöldamörg ár.

Mörg hundruð viðskiptavinir Gullnestis þurfa nú að leita annað eftir gómsætum skyndibita og góðri þjónustu sem Gullnesti var þekkt fyrir. Fjöldi íbúa er öskureiður egna framgöngu OLÍS í málinu.

Aukin þjónusta - betri borg - eftir Gest Kr. Gestsson Ég legg áherslu á þjónustulundað stjórnkerfi, sem aðlagar sig að þörfum borgarbúa. Íslenskri þjóð hefur aldrei vegnað eins vel efnahagslega og nú og Reykjavík, okkar fallega borg ber þess vitni. Við þurfum ekki að muna langt aftur í tímann til að sjá hvernig umhverfi okkar hefur breyst til batnaðar með árunum. Samgöngur hafa t.d. stórlega batnað þó enn sé mikil vinna eftir, ekki síst til að bæta aðgengi og umferð í stórum hverfum eins og Grafarvogi. Borgin okkar er nú líka fallegri, grænni og gróðursælli en nokkru sinni fyrr.

Aukin þjónusta og alúð Þó svo vöxtur og velgengni feli nánast alltaf í sér byggingu ýmiss konar mannvirkja, þá tel ég að við megum ekki gleyma okkur í steinsteypunni, heldur verðum við að hlúa sérstaklega að uppbyggingunni inn á við. Stóru verkefnin framundan snúa að blómlegra mannlífi með þjónustulundað stjórnkerfi sem aðlagar sig að þörfum borgarbúa.

Alúð og þjónusta við aldraða verður að vera til sóma í alla staði, það á að vera gott að eldast í Reykjavík. Þessar áherslur vil ég að verði í öndvegi í næstu borgarstjórn Reykjavíkur. Ég vil að enginn efist um að Reykjavík er borg þar sem við tökum ábyrgð á velferð allra, eldri sem yngri, ríkra og fátækra og gleymum aldrei hinum minnstu á meðal okkar. Á tímum almennrar velmegunar og velsældar er ástæðulaust að til sé í borginni fólk sem er bæði heimilislaust og hungrað. Ég vil á næsta kjörtímabili: - Stórauka heimaþjónustu. - Stórauka heimahjúkrun. - Stórauka aðstoð við þá sem hafa orðið undir í borginni og efla tækifæri þeirra til betra lífs. Ég vil að á næsta kjörtímabili heyri það sögunni til að: - Fólk í borginni sé án heimilis eða næturstaðar. - Fólk í borginni eigi ekki fyrir

mat. - Sjúklingar hafi ekki efni á að leysa út lyfin sín.

Öflug gæsla - örugg borg Á meðal okkar í borginni er allt of stór hópur fólks sem hefur lent í klóm áfengis eða fíkniefna, hefur dottið milli skips og bryggju í samfélagi okkar mannanna ef svo má segja. Við megum aldrei afskrifa neinn úr þessum hópi og ég tel að með markvissri félagslegri aðstoð megi tryggja að þetta fólk finni sitt annað tækifæri í lífinu.

anlátssemi í baráttunni við eiturlyfjabölið kemur ekki til greina. Ég vil auka hverfalöggæsluna í Grafarvogi í samvinnu við íbúa og auka fjölda gangandi lögregluþjóna í borginni. Auk aukinna forvarna og kennslu getum við með þessu eflt baráttuna, ekki síst gegn öllu því ofbeldi sem fylgir eiturlyfjunum. Við eigum ekki að líða ofbeldi

Gestur Kr. Gestsson, sem býður sig fram í 2. sæti Framsóknarflokksins, skrifar:

Það er þó ekki nóg að hjálpa þeim sem hafa lent undir í lífinu. Eiturlyfin fella nú fleiri á Íslandi en nokkurn tíma fyrr og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur og berjast gegn þessum vágesti. Ég vil leggja á það ríka áherslu að und-

svokallaðra handrukkara sem halda veikum einstaklingum í klóm óttans og þvinga þá til glæpaverka borgi þeir ekki skuldir sem þeir hafa stofnað til vegna eyturlyfjaneyslu. Ég ætla ekki að láta mér

nægja að setja fram þessar hugmyndir, ég vil taka ábyrgð á því að hrinda þeim í framkvæmd. Þess vegna sækist ég eftir 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Nái ég kjöri mun ég berjast af krafti fyrir áherslum framsóknarmanna í borgarmálum, með sérstakri áherslu á þau velferðarmál sem ég fjallaði um hér að framan. Ég mun einbeita mér að málefnum lítilmagnans með það fyrir augum að leiða sem flesta til virkrar og uppbyggilegrar þátttöku í samfélaginu. Ég heiti á stuðning borgarbúa. Það munar um þinn stuðning. Höfundur er sölumaður og flutningaráðgjafi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík þann 28. janúar næstkomandi. Prófkjörið er opið öllum Reykvíkingum án inngöngu í Framsóknarflokkinn. www.gesturINN.is- tölvupóstur gesturinn@visir.is Símar - 8458742-5878742


10

GV

Fréttir

Atlantasolía opnar nýja bensínstöð við Húsgagnahöllina

,,Við erum vitanlega mjög stoltir og ánægðir yfir því að geta nú boðið íbúum í Grafarvogi og Árbæ eldsneyti á nýrri stöð í Bíldshöfðanum,’’ segir Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri hjá Atlantsolíu. Á dögunum opnaði Atlantsolía nýja bensínstöð á planinu framan við Húsgagnahöllina við Bíldshöfða. Verða eflaust margir fegnir því að fá slíka þjónustu í nágrenni við Grafarvoginn enda hefur Atlantsolía jafnan verið með hagstæðasta verðið á eldsneyti og skapað nýtt andrúmsloft í samkeppni á þessu sviði.

inn valkost sem fjölmargir hafa nýtt sér. ,,Við fullyrðum að bensín og dísel væri um 4-5 krónum dýrara í sjálfsafgreiðslu nyti okkar ekki við. Að sjálfsögðu fáum við ekki að búa einir með lækkað verð. Slíkt gefa samkeppnisaðilar ekki eftir.” Ljóst er að

ef eldsneyti er keypt á stöðvum Atlantsolíu geta bifreiðaeigendur sparað sér stórar upphæðir á ári hverju auk þess að efla samkeppnina. Og hinn nýi dælulykill frá Atlantsolíu gerir viðskiptavinum fyrirtækisins kleift að

Dælulykill frábær nýjung Atlantsolía kynnti um áramótin afar snjalla nýung hér á landi. Um er að ræða Dælulykil í formi örflögu. Hægt er að sækja um slíkan lykil á heimasíðu Atlantsolíu, atlantsolia.is og segir Hugi að fjölmargir af föstum viðskiptavinum fyrirtækisins hafi sótt um hann. Segir hann meðal annars lægra verð sem lykilinn bjóði hjálpa þar til. Notkun Dælulykilsins er afar einföld og hentugt að geyma hann á lyklakippunni. Þannig er lyklinn borinn að bensíndælunni sem á örskotsstundu finnur út hver er eigandi lykilsins, sækir um heimild og setur síðan dæluna í gang. Þegar dælingu er lokið getur viðskiptavinurinn fengið kvittun og upphæðin sem keypt er fyrir skráist á greiðslukort viðkomandi. Engin pin-númer og einfaldara getur þetta varla verið.

Eldsneyti væri 4-5 krónum dýrara ,,Við erum mjög ánægðir með virkni lykilsins. Notkun hans er mjög einföld og ekki þarf að muna nein númer og ekkert að stimpla inn þegar keypt er eldsneyti, eða bíða í röð á meðan maðurinn á undan verslar,’’ segir Hugi enn fremur. Með tilkomu Atlantsolíu á eldsneytismarkaðinn hér á landi á sínum tíma fékk almenningur kærkom-

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, opnaði stöðina formlega með tölvuúri, áþekkum hinum svokallaða Dælulykli. Með henni á myndinni eru Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri, og Geir Sæmundsson, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Á innfelldu myndinni er Dælulykillinn borinn upp að dælunni sem fer í gang.

Líkbrennslan í Grafarvoginn - nýtt líkbrennsluhús sem þjónar öllu landinu verður byggt skammt frá íbúabyggð

Gleðilegt ár og þökkum viðskiptin á liðnu ári! Kær kveðja, Sóley, Helena, Guðrún, Lilja og Helena E. Janúartilboð: Litaglansskol með 10% afslætti með klippingu Litur á augabrunir fylgir með lit og klippingu Okkar rómaða Stelpukvöld nánar auglýst í febrúar! Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðarstöðum 1-5 Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! www.stubbalubbar.is Opnunartími mán-mið 10-18 fim 10-20 föst 10-19 laugard 10-16

Samkvæmt heimildum GV er búið að taka ákvörðun um að flytja alla líkbrennslu í landinu úr Fossvogi í Grafarvog við kirkjugarðinn þar. Líkbrennslan verður í nágrenni við Hallsveginn, spölkorn frá húsum þeirra íbúa sem barist hafa í skipulagsmálum síðustu 10 árin. Mál Þetta kom ekki til kynningar í Hverfisráði Grafarvogs og fór því framhjá mörgum hér í hverfinu Samkvæmt okkar heimildum verður reynt að finna besta ,,hreinsibúnað’’ sem völ er á en það er engin trygging fyrir því að íbúar verði ekki fyrir ónæði vegna líkbrennslunnar sem staðsett hefur verið í Fossvogi. Svo vill til að íbúar og starfsfólk leikskólans Sólborgar, sem er staðsettur við Fossvogskirkju, hafa ítrekað kvartað undan skelfilegri lykt og mengun frá líkbrennslunni gömlu. Börnin hafa gjarnan spurt fóstrur sínar um lyktina og hvað sé

að brenna. Samkvæmt okkar heimildum verður fjarlægðin frá nýju líkbrennslunni að byggðinni við Hallsveginn mun nær en fjarlægðin frá gömlu líkbrennslunni í Fossvogi að nærliggjandi íbúðabyggð þar. Reynt hefur verið að takmarka líkbrennsluna við næturnar til að reyna að verða íbúum til minni ama í Fossvogi. Þessi nýja líkbrennsla kemur til með að þjóna öllu landinu og rétt er að minna á að líkbrennsla hefur verið að aukast mjög síðustu árin. Það virðist því borin von að líkbrennslan fari einungis fram að næturlagi í Grafarvoginum. Rétt er að taka fram að ekkert samband eða samráð var haft við íbúa eða Íbúasamtök Grafarvogs vegna þessa máls. Er það ekki í fyrsta skipti og íbúar hér og félagasamtök fyrir margt löngu orðin vön slikum vinnubrögðum.


12

13

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson býður sig fram í 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík:

Reykjavík í fyrsta flokk ,,Ég er í raun blanda úr öllum landshornum. Við það bætist að ég hef átt heima víða og hefði ekki viljað vera án þeirrar lífsreynslu að alast upp úti á landi. Ég var fimm ára þegar við fjölskyldan fluttum úr Hveragerði til Flateyrar þar sem foreldrar mínir settu upp bátasmiðju, þaðan lá leiðin til Akraness árið 1986 og ríflega einu ári síðar fluttum við til Reykjavíkur og áttum fyrst heima í Safamýri en fluttum svo á Seilugranda og síðar í Skipholtið,’’ segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem er áberandi í þjóðfélagsumræðunni þessa dagana, enda býður hann sig fram í 1. sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Sveinn Elías Sveinsson í Fjölni er eitt mesta efnið í frjálsum íþróttum á Íslandi í dag.

Sveinn sló 16 ára met í 200 m hlaupi

Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, bætti 16 ára gamalt Íslandsmet í 200 m hlaupi karla á Reykjavíkurleikunum, sem fram fóru í Laugardalshöllinni helgina 14. - 15, janúar, þegar hann hljóp á 22.15 sekúndum. Gamla metið átti Gunnar V. Guðmundsson, 22.38 sek., sett í Glasgow árið 1990. Sveinn sem er aðeins 16 ára (verður 17 ára síðar á þessu ári) bætti með þessum árangri metin í fjórum aldursflokkum. Hann bætti eigið drengjamet (17-18 ára), sem hann setti milli jóla og nýárs, sem var 22.70 sek. og einnig met Sigurkarls Gústavssonar í flokkum unglinga (1920 ára og 21-22 ára), sem var 22.59 sek. frá árinu 2004. Sveinn bætti sinn eigin árangur innanhúss því um 55/100 úr sek. og hann hljóp einnig 20/100 úr sek. hraðar en hann gerði utanhúss á sl. ári, en hann hljóp best á 22.45 sek. utanhúss, sem var besti árangur Íslendings í greininni í fyrra. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum efnilega frjálsíþróttamanni. Sveinn fékk góða keppni frá Ruben Tabares frá Bretlandi, sem keppti sem gestur á mótinu, en Rubin hjóp á 22.34 sek. og komu þeir nær jafnir út úr beygjunni, en Sveinn sýndi mikla baráttu á síðustu 50 metrunum og hafði sigur. Það verður spennandi að fylgjast með Sveini Elíasi, Írisi Önnu og öðrum keppendum frá Fjölni, á Vígslumóti nýju Laugardalshallarinnar en þar verða þau meðal keppenda á alþjóðlegu móti. Þetta mót verður sýnt í beinni útsendingu laugardaginn 28.janúar á RÚV.

Foreldrar Björns Inga eru þau Hrafn Björnsson húsasmíðameistari og rekstrarstjóri og Björk Gunnarsdóttir fulltrúi. Hann á þrjú systkyni og eina hálfsystur. ,,Ég lauk grunnskólaprófi frá þeim frábæra Álftamýrarskóla og eignaðist þar mína bestu vini og höldum við allir hópinn enn í dag.’’

Ungur blaðamaður á Morgunblaðinu

,,Undarleg ráðstöfun’’ Björn Ingi þekkir vel til mála í Grafarvogi. Hann nefnir að fyrra bragði þá ráðstöfun að loka flokkunarstöð Sorpu í námunda við Gylfaflöt. ,,Þetta var undarleg ráðstöfun og kom flatt upp á íbúa. Ég efast um að þessi ráðstöfun hafi verið skynsamleg fjárhagslega. Þetta leiddi til þess að miklum fjármunum þurfti að verja í uppbyggingu stöðvarinnar á Sævarhöfða. Ég hef líka heyrt á fólki að það sé orðið leitt á miklum biðröðum við nýju stöðina. Svona á ekki að reka borg. Það þarf að hugsa til lengri tíma. Ég er sannfærður um það að mjög mörgum Grafarvogsbúum mislíkaði þessi ráðstöfun gróflega. Ég tel og mun beita mér fyrir því að finna betri lausn á þessu máli en nú er í boði. En til þess þarf fólk náttúrulega að vera tilbúið að mæta og kjósa mig. En ég tel að við getum gert betur á mörgum sviðum og því er ég að bjóða fram krafta mína til að gera þessa yndislegu borg okkar betri – koma henni í fyrsta flokk.’’

Björn Ingi Hrafnsson býður sig fram í 1. sæti framsóknarmanna í Reykjavík. Prófkjörið er opið öllum og fer fram 28. janúar.

,,Ég fékk snemma mikinn áhuga á blaðamennsku. Ég fór á Morgunblaðið í starfskynningu aðeins ellefu ára. Ritstjórar blaðsins, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen, sýndu þessum litla dreng frá Flateyri ótrúlega þolinmæði og skilning og sama má segja um allt starfsfólk blaðsins. Ég varð fréttaritari Morgunblaðsins á Flateyri og átti þar í harðvítugri en þó skemmtilegri samkeppni við fréttaritara DV, skipstjórann á Gylli, Reyni Traustason, sem síðar sneri sér alfarið að blaðamennsku og ritstörfum. Morgunblaðið var ógleymanlegur vinnustaður, ekki síst þegar það var í Aðalstrætinu. Ég fór í ferðir með ljósmyndurunum og kynntist þá mönnum á borð við Ólaf K. Magnússon. Ég man enn þegar Óli K. stormaði eitt sinn inn á ljósmyndadeild með litla einnota Kodak-myndavél í hendinni - þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi - og lýsti því yfir að venjulegar myndavélar væru nú úreltar!’’ Björn Ingi sem í dag starfar sem aðstoðarmaður forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem fram fer 28. janúar. En fyrir hvað stendur þú í borgarmálum? ,,Ég á mér draum um að Reykjavík verði í fremstu röðu í Evrópu. Saman getum við breytt borginni okkar og búið til fyrsta flokks Reykjavík, nútímalega heimsborg þar sem fólkið er í fyrirrúmi. Ég vil sjá öruggari Reykjavík, með því að efla löggæslu í miðborginni, sérstaklega um helgar. Við þurfum að gera lögregluna sýnilegri og gera átak í baráttunni gegn eiturlyfjum, t.d. með eflingu hverfalöggæslu eins og Grafarvogsbúar þekkja af ágætum. Reykjavík á að vera örugg borg og við eigum ekki að þurfa að óttast um börnin okkar. Ég hef rætt þessi mál talsvert við lögreglumenn og ég veit að þeir hafa margar góðar hugmyndir sem þyrftu að komast í framkvæmd.’’

Alvöru samráð við íbúa Lóðamál eða öllu heldur lóðaskortur er eitt af kosningamálunum. Hver er þín stefna þar? ,,Fjölga lóðum fyrir Reykvíkinga og gera ný byggingasvæði tilbúin til uppbyggingar, t.d. í hlíðum Úlfarsfells. Ég vil að íbúðalóðum verði úthlutað til íbúa en ekki eingöngu fjármálafyrirtækja. Skortur á lóðum má ekki leiða af sér hækkun húsnæðisverðs.’’ Eitt af því sem stjórnmálamenn lofa gjarnan fyrir kosningar er að samráð verði haft við borgarbúa. Við Grafarvogsbúar þekkjum þetta af eigin raun og vanefndum þegar á reynir. Hver er þín sýn á samráð við

borgara þegar er um að ræða stórmál? ,,Grafarvogsbúar eiga að þekkja til mín í þessu samhengi. Þegar deilurnar risu sem hæst í tengslum við Landssímalóðina, kom til minna kasta og ég beitti mér fyrir sáttaleið í því sambandi í samráði við samtök íbúa á svæðinu. Ég vil að raunverulegt samráð verði haft við Reykvíkinga og að það verði stundað af heilindum þegar um stór og mikilvæg mál er að ræða svo sem samgöngumál og skipulagsmál. Ég tel til dæmis að nú þegar eigi að kalla til fulltrúa íbúasamtaka vegna undirbúningsvinnu við Sundabraut.’’

Íþróttakort fyrir alla og greiðslur til foreldra Grafarvogur er eitt barnmesta hverfi borgarinnar. Hér brenna leikskóla- og skólamál mjög á fólki. Þarf að taka til hendinni þar? Björn Ingi hlær við. ,,Trúir þú því virkilega að þessari spurningu sé hægt að svara með nei-i?’’ Svo heldur hann áfram. ,,Það ríkir óviðunandi ástand í þessum málum. Margt gott hefur verið gert en það er líka margt óunnið. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar neyðist til að hætta að vinna þar sem engin úrræði eru í boði. Mitt svar við þessu er valkvætt kerfi þar sem möguleikunum er fjölgað og foreldrum gefinn raunverulegur valkostur. Við þurfum að koma á gjaldfrjálsum leikskóla þar sem tekið er tillit til þess að leikskólinn er fyrsta skólastigið og gegnir mikilvægu hlutverki að því er varðar menntun og þroska barnanna okkar. Ég vil líka taka upp greiðslur til foreldra barna 9 til 18 mánaða. Frá því fæðingarorlofi foreldra lýkur við 9 mánaða aldur og þar til dvöl á leikskóla hefst, við 18 til 24 mánaða aldur, búa foreldrar og börn þeirra við takmörkuð úrræði. Mikill skortur er á dagforeldrum og foreldrar á vinnumarkaði verða oft að bjarga vistun barna sinna frá degi til dags, sem er vitaskuld óásættanlegt. Með því að greiða þessum foreldrum 50 þúsund krónur á mánuði er unnt að koma til móts við þessar þarfir og brúa bilið þar til leikskólavist fæst. Þetta er að mínu mati réttlætismál. Greiðslurnar yrðu valkvæðar. Þegar út í hið eiginlega skólakerfi er komið er vinnudagur barnanna okkar of langur. Við þurfum að koma íþrótta- og tómstundastarfi inn í skóladag barna þannig að vinnudegi sé lokið þegar heim er komið. Þetta verði gert með þjónustusamningum við íþróttafélög og önnur félagasamtök þannig að allir geti tekið þátt í þróttmiklu og skapandi félagsstarfi án tillits til efnahags. Öll börn og unglingar í borginni, 5 til 18 ára, fái íþróttakort að upphæð 40 þúsund krónur á ári sem renni til íþrótta- og tómstundaiðkunar á vegum viðurkenndra aðila.’’

að þessi ráðstöfun hafi verið skynsamleg fjárhagslega. Þetta leiddi til þess að miklum fjármunum þurfti að verja í uppbyggingu stöðvarinnar á Sævarhöfða. Ég hef líka heyrt á fólki að það sé orðið leitt á miklum biðröðum við nýju stöðina. Svona á ekki að reka borg. Það þarf að hugsa til lengri tíma. Ég er sannfærður um það að mjög mörgum Grafarvogsbúum mislíkaði þessi ráðstöfun gróflega. Ég tel og mun beita mér fyrir því að finna betri lausn á þessu máli en nú er í boði. En til þess þarf fólk náttúrulega að vera tilbúið að mæta og kjósa mig. En ég tel að við getum gert betur á mörgum sviðum og því er ég að bjóða fram krafta mína til að gera þessa yndislegu borg okkar betri – koma henni í fyrsta flokk.’’

Ókeypis í strætó og jarðgöng Umferða- og skipulagsmál varða allar borgir miklu. Grafarvogsbúar þurftu lengi að berjast fyrir því að fá öruggar og afkastamiklar umferðaæðar inn í hverfið. En hvernig horfa þessi mál við Birni Inga? ,,Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægt að vinna að bættum samgöngumálum á mörgum vígstöðvum í einu. Ég vil efla almenningssamgöngur. Fyrsta skrefið í þá átt á að vera að hafa ókeypis í strætó fyrir börn og unglinga, námsmenn, öryrkja og aldraða. Mín framtíðarsýn í þessum málum er að ókeypis verði strætó fyrir alla. En það getur verið skynsamlegt að láta það gerast í áföngum. Við þurfum líka að endurskilgreina það kerfi sem notað er í dag með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Það þarf að kanna allar leiðir í því sambandi. Bíla-

flota, leiðir og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég vil á sama tíma leggja út í samgöngubætur þar sem við horfum til framtíðar og greiðum úr þeim umferðarflækjum sem eru að myndast í borginni. Þar vil ég horfa til nýrra valkosta með lagningu stokka og jarðganga.’’

Stjórnendaskipti og MSN Björn Ingi hefur kynnst áþreifanlega útrás íslenskra fyrirtækja og vill nýta sér þá þekkingu sem þar hefur orðið til. ,,Ég vil að Reykjavík verði aðlaðandi kostur fyrir íslensk fyrirtæki sem og alþjóðleg stórfyrirtæki í tengslum við áform um Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Á þessu sviði á borgin að taka forystu og ber blátt áfram skylda til þess. Af sama meiði eru mínar hugmyndir um hlutverkaskipti og gestastjórnendur í borgarkerfinu. Ég vil taka upp stjórnendaskipti við vel reknar borgir í Evrópu. Þetta gæti verið mikil og góð hugmyndaveita fyrir okkar fólk sem er í fremstu víglínu við að þjóna íbúum og passa upp á að kerfið okkar gangi snurðulaust fyrir sig. Ég held að liður í því að auka þjónustu felist einnig í stórátaki við að koma þjónustu borgarinnar á Netið og taka upp MSN-aðgang að sumum þjónustuþáttum.’’ Björn Ingi hefur pólitískan sjarma. Það er eitthvað við brosið, eitthvað við lítilætið en þó ánægjuna sem gerir það að verkum að maður treystir honum. Hann á erindi og það er aldrei að vita nema þetta sé einmitt maðurinn sem getur komið borginni í fyrsta flokk. Hann er í það minnsta í þeim flokki sjálfur.

Undarleg ráðstöfun Björn Ingi þekkir vel til mála í Grafarvogi. Hann nefnir að fyrra bragði þá ráðstöfun að loka flokkunarstöð Sorpu í námunda við Gylfaflöt. ,,Þetta var undarleg ráðstöfun og kom flatt upp á íbúa. Ég efast um

Slagorð Björns Inga er: Fyrsta flokks Reykjavík.


14

GV

Fréttir

Skóli í heimahverfi - Grafarvogur í fremstu röð

Sem formaður hverfisráðs Grafarvogs og formaður menntaráðs borgarinnar hef ég lært mikið af samstarfi við Grafarvogsbúa. Eitt af því sem ég met mikils er mikill áhugi fólksins í hverfinu á skólanum sínum. Þá skiptir ekki máli hvort við samfögnum á góðum dögum eins og þegar teknar eru í notkun nýjar skólabyggingar eða setjumst á

rökstóla um eitthvað sem á bjátar. Ég vil beita mér fyrir því að lifandi skóli í heimahverfi með mikilli þátttöku granndarsamfélagsins verði áfram mikilvægur liður í menntastefnu borgarinnar og óska eftir stuðningi við þá stefnu. Hvers vegna áherlsa á skóla í heimahverfi? Ég vil að allir í hverfinu geti

sagt: skólinn minn. Opinn og lifandi skóli í heimahverfi gefur ekki aðeins nemendum og stafsfólki færi á að taka þér þessi orð í munn, heldur öllum sem í hverfinu búa. Skólinn er þar með hluti af grenndarsamfélagi sem allir eiga, hver sem íbúi hverfisins er. Þessi hlutdeild í skólanum er honum sjálfum mikilvæg, til að afla stuðnings og

samvinnu sem víðast. Hún er líka holl nemendum í hverfinu, því skólinn má ekki vera einangruð stofnun utan ,,raunveruleikans” sem úti hamast. Nemendur eiga að finna að skólalíf er hluti af lífinu sjálfu, því það ræktar með þeim tilfinningu fyrir því að vaxa úr grasi sem ábyrgir borgarar. Borgaraleg vitund og þroskuð ábyrgðartilfinning fyrir sjálfum sér og nánasta umhverfi er mikilvægur þáttur í þeirri sjálfsmynd nemenda sem við viljum byggja upp og styrkja. Ég á góðar minningar úr skólum Grafarvogs þar sem einmitt þessi tilfinning er rík. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Áherslan á rétt barna í hverju hverfi til að ganga í heimaskóla er því ekki út í bláinn. Hún vísar í þá gömlu afrísku speki að ,,það þurfi heilt þorp til að ala upp barn” og má alveg nota með skírskotun til skólans og nánasta umhverfi hans, þar sem fólk af öllum stigum og stéttum mætist í þeirri viðleitni að gera gott skólastarf enn betra. Í raun má segja að grunnskólinn í heimahverfinu sé síðasta stéttlausa stofnunin á Íslandi, þar sem allir eiga sama

rétt og jöfn tækifæri. Samstarf – meira samráð Dæmi um verkefni sem ég hef beitt mér fyrir sem formaður menntaráðs er í Breiðholti. Þar hef ég sem komið á laggir samstarfi foreldrasamtakanna Samfoks og þjónustumiðstöðvar um að byggja upp foreldraráðin í skólum hverfisins og bæta samskipti foreldra og skóla. Bergþóra ,,okkar” Valsdóttir framkvæmdastjóri Samfoks hefur lagt líf og sál í þetta samstarf sem við trúum bæði að verði að fyrirmynd í öðrum hverfum innan tíðar, líka í Grafarvogi, þar sem mikið hefur þó unnist. Fólk veit vel að leitast hefur verið við að koma á margs konar samskiptum og tengslum út fyrir veggi skól-

Stefán Jón Hafstein oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn skrifar:

Korpuskóli í Grafarvogi.

ans, með námi úti í náttúrunni eða með félagasamtökum og fyrirtækjum. Til dæmis stofnuðum við Náttúruskólann til að efla þennan þátt og auka verkefni barna úti í lifandi umhverfi. Grafarvogur í fremstu röð Við viljum að skólarnir þróist og þroskist hver með sínum hætti þótt grunngildin haldi sér. Í Reykjavík eru á fjórða tug almennra grunnskóla, sem eru með ýmsu móti að stærð og gerð, þótt þeir fylgi í meginatriðum sömu stefnu í fræðslumálum. Þessi fjölbreytni styður líka þá stefnu að vilji nemandi ekki nýta sér forgangsrétt í heimahverfi, hver svo sem ástæðan er, eigi hann val um annan skóla. Það er ætlan okkar að hvar sem nemandi býr í borginni eigi hann góðan kost í heimahverfi, en líka fleiri góða ef vilji er til. Þær alþjóðlegu kannanir sem sýna að hvergi í heiminum sé meiri jöfnuður milli skóla en á Íslandi sanna að vel er að verki staðið, því þær sýna líka að Reykvískir skólar standa vel í alþjóðlegum samanburði nemenda. Í Grafarvogi höfum við vitnisburð um að skólarnir séu í fremstu röð í einstaklingsmiðuðu námi. Aukið samstarf leikskóla og grunnskóla Á vegum menntaráðs er nú unnið að því að auka samvinnu og samráð skólastiganna, frá leikskóla til grunnskóla. Ég tel að á næstu árum eigi að vinna að því að framhaldsskólarnir verði á vegum borgarinnar, og þar með skapist samfella frá leikskóla allt til útskriftar í framhaldsskóla. Þetta eykur sveigjanleika í skólakerfinu og gerir nemendum fært að leggja eigin námsbraut, ef svo má segja, en styrkir líka samfellt forvarnastarf, en sannað er að mikil hætta er á ferðum þegar grunnskóla sleppir og framhaldsskólinn tekur við. Að þessu vil ég vinna á næsta kjörtímabili með Grafarvogsbúum því ég trúi því staðfastlega að sá sé vilji íbúa.


15

GV

Fréttir

Höfuðlausnir 15 ára

Jónína S. Snorradóttir, eigandi Höfuðlausna, á stofu sinni eftir miklar og glæsilegar breytingar. Höfuðlausnir fagna 15 ára afmæli um þessar mundir og líklega er hér um elsta fyrirtækið í Grafarvogi að ræða. GV-mynd PS

Drengir safna jólatrjám

Nokkrir strákar í 4. bekk í Víkurhverfinu tóku sig til eftir að jólin voru afstaðin og söfnuðu saman jólatrjám í eina hrúgu til að létta borgarstafsmönnunum vinnuna sína. Strákarnir á myndinni sýndu mikinn dugnað og gott framtak. Grafarvogsbúi sem fylgdist með drengjunum sagði þá afar eljusama. Þeir heita Arnór Orri, Andri Geir, Þorbjörn, Atli og Hilmar Örn og eru allir í 4. bekk í Víkurskóla.

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir varð 15 ára 1. desember síðastliðinn. Höfuðlausnir er eitt af elstu ef ekki elsta fyrirtækið í Grafarvogi. Í lok nóvember var farið út í miklar breytingar og stofunni umbylt! Má segja að öllu hafi verið hent út nema starfsfólkinu. En breytingin er vissulega spor í rétta átt, þó útlit stofunnar fyrir breytingu hafi ekki verið nema 5 ára en þá kom fyrsti svokallaði vaska- nuddstóll til Íslands sem fær að halda velli þar sem viðskiptavinirnir eru mjög ánægðir með hann. ,,Það er nauðsynlegt að staðna ekki því útlit fyrirtækisins verður að fylgja straumum framtíðarinnar. Það sama má segja um innviði fyrirsækisins,’’ segir Jónína S. Snorradóttir, eigandi Höfuðlausna. Starfsfólk Höfuðlausna fylgist vel með því sem er að gerast í tískustraumum með því að sækja sýningar og námskeið bæði hérlendis og erlendis. Á undanförnum árum hafa starfsmenn stofunnar farið saman á sýningar erlendis og verður sú stefna á stofunni áfram. ,,Íslendingar eru fljótir að tileinka sér það nýjasta í hártísku og endurmenntun af þessu tagi því nauðsynleg,’’ segir Jónína og bætir við: ,,Eins höfum við hjá Höfuðlausnum komið með ferskar nýjungar svo sem fléttunámskeið fyrir foreldra sem hafa verið mjög vinsæl og svo höfum við boðið viðskiptavinum öðru hvoru upp á Parafin handarmeðferð þeim að kostnaðarlausu með ákveðnum þjónustuliðum. Á nýju ári er allt eins víst að okkur detti eitthvað nýtt í hug til að bæta enn betur þjónustu okkar því það má alltaf gera aðeins betur,’’ segir Jónína að lokum.

L 


16

GV

Fréttir

Dagur B. Eggertsson býður sig fram til forystu í prófkjöri Samfylkingarinnar:

Grafarvogurinn er fyrirmyndarhverfi ,,Ég vona að það náist lending um það að lega Sundabrautar verði ákveðin í samráði við íbúa,’’ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sem nú hefur lýst yfir framboði í fyrsta sæti hjá Samfylkingunni. Prófkjör flokksins fer fram 11. -12. febrúar. ,,Ég vona að í Sundabrautarmálinu verði borin gæfa til að leggja öll rök á vogarskálarnar, að stjórnvöld láti af þrjósku og hætti að stilla íbúunum upp við vegg gagnvart einum kosti. Við erum að vinna í þessu máli af fullum krafti og ég vona að við fáum niðurstöðu sem fyrst til að framkvæmdir geti hafist,’’ segir Dagur. ,,Sundabraut á eftir að verða gríðarleg lyftistöng fyrir Grafarvogsbúa, þjónustuæð sem á eftir að létta á umferðinni um Gullinbrú og Miklubraut og auðvelda allar samgöngur.’’

Geldinganesið glapræði fyrir Grafarvog Hann segir ekki nóg með að Sundabraut stytti leið fyrir íbúa í Grafarvogi að helstu atvinnusvæðunum heldur geti hún styrkt önnur hverfi um leið: ,,Brautin á líka eftir að leiða til þess að við getum hleypt nýju lífi í hverfi eins og Voga- og Höfðahverfi, þar sem nú er alls kon-

ar iðnaðarstarfsemi. Ég held að Reykvíkingar geti eignast nýja Ægisíðu við Elliðavoginn ef við höldum rétt á spilunum. Þar er ein helsta nátturu- og útivistarperla höfuðborgarsvæðiðins og þó víðar væri leitað.’’ Skipulagsmálin brenna á Degi en hann hefur verið formaður Skipulagsráðs í rúmt ár, á tíma sem þessi málaflokkur hefur hlotið mikla athygli. Hafa margir tekið eftir röggsemi hans í starfi. Hann er ekki hrifinn af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur nálgast málin: ,,Að leggja þessa eilífðaráherslu á Geldinganesið er hreinlega glapræði áður en Sundabraut hefur orðið að veruleika,’’ segir hann. ,,Það myndi stífla allt umferðarkerfið í Grafarvogi, þetta væri ávísun á öngþveiti. Lóðir í Geldingarnesi eru ekki annað en ódýrt kosningaloforð á kostnað Grafarvogs.’’

Þarf skýra kosti í vor Dagur segist hvergi banginn við að taka slaginn um borgina í vor, fjölmargir hafi skorað á sig að fara fram og hann finnur mikinn stuðning við framboðið. ,,Mér finnst eins og ég væri að hlaupa frá hálfnuðu verki ef ég hætti núna,’’ segir Dagur. ,,Ég lít alls ekki á pólitík sem ævistarf heldur tímabundið átaksverk-

efni sem maður sækir umboð kjósenda til að vinna. Það á hins vegar ekki við mig að hætta þegar stefnir í óverðskuldaðan stórsigur Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin þarf að vera afgerandi valkostur fyrir breiðan hóp borgarbúa til að stöðva þá sókn. Þegar ég fann að fjöldi fólks sem ég tek mikið mark á taldi mig geta haft jákvæð áhrif í þá veru vildi ég ekki láta mitt eftir liggja og bauð

frá mánuði til mánaðar því við Gauti bróðir dreifðum bæklingum þar í fjáröflun fyrir Fylki. ,,Við fórum í hvert hús þar sem fólk var flutt inn og þeim fjölgaði ört á þessum árum. Engum dytti í hug að það dygði að senda tvo stráka til að dreifa í þetta hverfi í dag. Í störfum mínum í borgarstjórn hef ég hins vegar fengið tækifæri til að endurnýja kynnin af hverfinu og raunar höfum við sótt

leyst úr þeirra málum. Næstu skref hljóta að felast í því að flytja þjónustu við aldraða og heilsugæslu frá ríki til sveitarfélaga til að gera löngu tímabært átak í þeim efnum.’’

Örugg hverfi og öflug þjónusta ,,Við höfum sýnt síðustu árin hvernig hægt er að byggja þjónustuna við grunnskólanema með því að einsetja skóla og tryggja börnum

Degi eru forvarnamálin hugleikin enda leiðir hann verkefni á því sviði í 10 borgum Evrópu. ,,Við höfum séð mikinn árangur hér í Grafarvogi sem hefur verið nokkurs konar fyrirmyndarhverfi. Í stað stóryrða og hryllingsfrétta sem voru daglegt brauð fyrir nokkrum árum er forvarnarstefnan Gróska í Grafarvogi orðin fyrirmynd að forvarnarstefnu fyrir alla borgina. Árangurinn í Grafarvogi held ég þó að sé jafnframt því að þakka að hvergi er nánara samstarf við hverfislöggæsluna, sem fylgist vel með. mig fram til forystu. Ég tel brýnustu verkefni næstu ára lúta að því að þróa hina nýju Reykjavík, borg sem er kraftmikil, skemmtileg, örugg og heilbrigð í senn.’’

Miðgarður fyrirmynd Dagur er alinn upp í Árbænum og ef hann velst til forystu Samfylkingarinnar yrði það í fyrsta skipti sem einstaklingur alinn upp fyrir austan Elliðaár yrði á oddinum í borgarstjórnarkosningum. ,,Ég fylgdist með Grafarvoginum byggjast nánst

margt í sjóði Grafarvogs sem hefur verið fyrirmyndarhverfi á mörgum sviðum.’’ ,,Við byggðum fyrirkomulag þjónustumiðstöðva sem við höfum nú stofnað um alla borg á Miðgarði og því góða starfi sem hefur verið unnið þar. Einsog Grafarvogsbúar þekkja byggjum við á þeirri hugmynd að fólk geti sótt sér alla nauðsynlegasta þjónustu á einn stað en þurfi ekki að vera að þvælast endalaust á milli staða til að finna einhvern sem getur

leikskólapláss frá 18 mánaða aldri, nú er tíminn kominn til að taka næstu skref. Ég held að við hljótum að verða að axla ábyrgð gagnvart ungu fólki allt til 18 ára aldurs. Þar held ég að skóinn kreppi ekki síst í framhaldsskólanum. Mikið brottfall þar er þjóðarmein.’’ Degi eru forvarnamálin hugleikin enda leiðir hann verkefni á því sviði í 10 borgum Evrópu. ,,Við höfum séð mikinn árangur hér í Grafarvogi sem hefur verið nokkurs konar fyrirmyndarhverfi. Í stað stóryrða og hryllingsfrétta sem voru daglegt brauð fyrir nokkrum árum er forvarnarstefnan Gróska í Grafarvogi orðin fyrirmynd að forvarnarstefnu fyrir alla borgina. Árangurinn í Grafarvogi held ég þó að sé jafnframt því að þakka að hvergi er nánara samstarf við hverfislöggæsluna, sem fylgist vel með. Það er hægt að deila endalaust um skipulag lögreglunnar en það sem skiptir öllu máli er að borgararnir séu öruggir og unnið sé markvisst gegn innbrotum og skemmdarfýsn. Til þess þurfum við öfluga og sýnilega hverfislögreglu.’’

Verður að spara tíma foreldra

Dagur B. Eggertsson sinnir málefnum Reykjavíkurborgar frá ýmsum hliðum. Hann er formaður Hverfisráðs Árbæjar og Grafarholts og að auki formaður skipulagsnefndar borgarinnar. Hér fylgist hann grannt með gangi mála á hverfafundi með íbúum.

,,Ég vil líka opna skólana fyrir íþróttafélögum,’’ segir Dagur. ,,Við verðum að láta íþróttir og tónlist ná til allra barna sem áhuga hafa. Þar tala ég ekkert síður sem læknir en borgarfulltrúi því við verðum að vera mjög vakandi yfir því að krakkar hreyfi sig og borði hollan mat. Eftir að börnin eru farin að vinna fullan vinnudag í skólanum þá skiptir gríðarlegu máli að þau hafi aðgang að góðum mat og tækifæri til þess að hreyfa sig því annars verður offita og hreyfingarleysi óyfirstíganlegt heilbrigðisvandamál. Við leysum líka annað vandamál með því að opna skólana fyrir tómstundastarfi. Með því drögum við úr hinum gífurlega akstri foreldra með börnin til og frá íþróttahúsum og tónlistarskólum eftir hefðbundin skóla- og vinnutíma. Þessi akstur tekur ótrúlegan tíma og kraft frá mörgum fjölskyldum sem þær gætu annars notað til samveru sem hefur mikið gildi, meðal annars forvarnargildi. Hvers konar forvarnir eru forgangsmál í mínum huga og þar eru foreldrar í lykilhlutverki auk íþrótta- og æskulýðsfélaga sem skipta gríðarlega miklu máli.’’


17

GV

Fréttir

,,Hlutverk okkar kjörinna fulltrúa borgarbúa hlýtur meðal annars að felast í því að sækja rétt íbúanna og knýja á um brýn úrlausnarefni. Þar vonast ég til að ná samvinnu við íbúa Grafarvogs ekki síður en í prófkjörinu og kosningunum sem framundan eru. Ég held að stjórnmálastarf sé rétt einsog hverfastarfið. Ef það á að skila árangri þurfi að virkja alla til þátttöku og samvinnu sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig til að bæta umhverfi sitt,’’ segir Dagur B. Eggertsson.

Grafarvogur í sókn Læknirinn sem var kallaður til starfa í borgarmálum á tíma þegar honum bauðst að nema smitsjúkdómalækiningar við eina fremstu stofnun í þeim fræðum í heiminum, er ánægður með að sjá hvernig Grafarvogurinn hefur slitið barnsskónum. ,,Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Duran Duran og Metallica myndu halda risatónleika í Grafarvogi? Nú erum við að sjá enn frekari uppbyggingu á sviði afþreyingar og þjónustu. Það er að koma bíó við Egilshöll og gervigrasvöllur sem á eftir að verða lyftistöng fyrir hið merkilega starf sem er unnið hjá Fjölni. Golfvöllurinn er að stækka og við höfum ákveðið að byggja yfir Miðgarð þar sem bókasafnið og kirkjustarfið fær jafnframt rými til að vaxa og dafna. Ég held það skipti líka miklu máli fyrir nýtt hverfi að framhaldsskólinn blómstrar og sigur Borgarholtsskóla í Gettu betur fór ekki fram hjá neinum. Það er ekki lítið afrek fyrir ungan skóla. Gróskan er greinilega mikil og vaxandi!’’ Dagur segir að borgaryfirvöld hafi áhuga á að halda áfram að vinna spennandi tilraunaverkefni í Grafar-

vogi og nefnir sem dæmi verkefni um geðheilbrigði barna og Hringinn, sáttaverkefni sem unnið sé með lögreglu og dómsmálayfirvöldum. ,,Einsog reynslan sýnir hafa þessi tilraunaverkefni leitt af sér allsherjar

nýjan verkefnalista fyrir næsta kjörtímabil,’’ segir Dagur sem kveðst sannfærður um að Samfylkingunni takist að búa til sigursveit í borginni. ,,Þótt við höfum komið ýmsu því í verk eru ekki síður mörg brýn

umferðina. ,,Ég er ekki viss um að margir átti sig á því að með þeim breytingum sem gerðar hafa verið í hverfunum, t.d. með 30 kílómetra hámarkshraða og hraðahindrunum, sem ekki voru alltaf vinsælar, hefur

,,Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Duran Duran og Metallica myndu halda risatónleika í Grafarvogi? Nú erum við að sjá enn frekari uppbyggingu á sviði afþreyingar og þjónustu. Það er að koma bíó við Egilshöll og gervigrasvöllur sem á eftir að verða lyftistöng fyrir hið merkilega starf sem er unnið hjá Fjölni. Golfvöllurinn er að stækka og við höfum ákveðið að byggja yfir Miðgarð þar sem bókasafnið og kirkjustarfið fær jafnframt rými til að vaxa og dafna. Ég held það skipti líka miklu máli fyrir nýtt hverfi að framhaldsskólinn blómstrar og sigur Borgarholtsskóla í Gettu betur fór ekki fram hjá neinum. Það er ekki lítið afrek fyrir ungan skóla. Gróskan er greinilega mikil og vaxandi!’’ umbætur þar sem öðrum hverfum og sveitarfélagann er leyft að njóta ávaxtanna.’’

Nýja Reykjavík er kraftmikil og skemmtileg

,,Fyrir síðustu kosningar var ég kominn með lista yfir 16 atriði sem mér fannst brýnt að hrinda í framkvæmd í borgarmálunum og nú fjórum árum síðar er þessi listi næstum uppurinn. Ég verð því að búa mér til

verkefni framundan. Hornsteinn nýju Reykjavíkur hefur alltaf falist í þjónustunni við fjölskyldur. Mér finnst einmitt mikilvægt að nálgast viðfangsefnin út frá því daglega lífi sem fólk lifir í borgarhverfunum. Þar liggja því einnig brýnustu viðfangsefni næstu ára.’’

Slysum fækkar í betra skipulagi Dagur segir öryggi og heilbrigði íbúðahverfanna einnig snúast um

slysum á börnum fækkað um allt að 50% og slysum almennt um 33%. Þessu verkefni þarf að halda áfram vegna þess að mikil og þung umferð er farin að skerða lífsgæði víða í borginni.’’ Þarna erum við komin í hring í viðtalinu, aftur til Sundabrautarinnar sem brennur á Grafarvogsbúum. En heldur Dagur að farsæl lausn eigi eftir að finnast? ,,Ég hef enga trú á öðru. Samgönguyfir-

völd verða að átta sig á því að það er komið að því að Reykvíkingar fái nauðsynlegar vegabætur og að slíkar bætur verði að hugsa til langs tíma með vilja íbúanna sjálfra að leiðarljósi.’’

Stjórnmál snúast um að bæta umhverfið ,,Hlutverk okkar kjörinna fulltrúa borgarbúa hlýtur meðal annars að felast í því að sækja rétt íbúanna og knýja á um brýn úrlausnarefni. Þar vonast ég til að ná samvinnu við íbúa Grafarvogs ekki síður en í prófkjörinu og kosningunum sem framundan eru. Ég held að stjórnmálastarf sé rétt einsog hverfastarfið. Ef það á að skila árangri þurfi að virkja alla til þátttöku og samvinnu sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig til að bæta umhverfi sitt. Ég er búinn að opna kosningamiðstöð í Austurstræti 17 og heimasíðuna www.dagur.is þar sem allir sem áhuga hafa geta gefið sig fram. Við verðum án efa sýnileg í hverfunum næsta mánuðinn og ég vona að sem flestir hverfisbúar taki þátt í að velja forystu fyrir framtíðina. Þannig geta allir haft áhrif.’’


18

GV

Fréttir

Nýsköpun í Foldaskóla

- markaðsdagur Nemendur í 6. bekkjum Foldaskóla í Grafarvogi héldu markað laust fyrir jól. Það merkilega við markaðinn var að krakkarnir voru þar að selja eigin framleiðslu, allt frá hugmyndastigi til lokastigs. Stofnuð höfðu verið fjölmörg fyrirtæki í bekkjunum, sem öll áttu það sameiginlega markmið að skapa nýung og fylgja henni eftir í gegnum undirbúning, framleiðslu og sölu. Á stundatöflu nemenda heitir þessi vinna nýsköpun en Foldaskóli var móðurskóli í nýsköpun til margra ára. Í Foldaskóla er starfandi umhverfisteymi, skipað fulltrúum nemenda og starfsmanna, og undir for-

merkjum umhverfisstefnu og þeirrar vissu að við höfum aðeins eina jörð fyrir okkur öll, var ákveðið að verja afrakstri sölunnar, ef einhver yrði, til hjálparstarfa. Til enn frekari stuðnings héldu svo nokkrir krakkar hlutaveltu og lögðu afraksturinn í söfnunina og skólinn bætti um betur og hækkaði fjárhæðina sem nam hluta af efniskostnaði. Samtals tókst því að safna nú fyrir jólin rúmlega fimmtíu þúsund krónum. Krakkarnir voru sammála um að þetta hafi verið skemmtilegt og þótti merkilegt að geta látið svo gott af sér leiða. 6. HR og 6. JA við sölubása.

Leó, Jón og Gunnar smíðuðu klukkur.

Viktoría, Sigríður, Bryndís og Gabriela. Linda, Karen, Helena og Anna bjuggu til leðurarmbönd.

Hallgrímur, Aron Ingi og Ingvi hönnuðu hálsmen.

Guðmundur, Aron Mímir og Arnar bjuggu til kertastjaka úr leir.

Hugrún og hennar hópur bjuggu til speglamyndir.

Jeppadekk Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


19

GV

Fréttir

Stjörnumessa - menningarveisla Bílastjörnunnar

Hin árlega menningaveisla Stjörnumessa, var haldin á bílaverkstæðinu Bílastjarnan 16. desember síðastliðinn. Að venju var dagskráin fjölbreytt. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem ásamt fleirum skipa hópinn Grafarvogsskáldin, lásu úr verkum sínum. Kristján Hreinsson var gestaskáld kvöldsins og las hann úr bók sinni

um Pétur heitinn Kristjánsson stórpoppara. Páll Rósinkranz og Óskar Pétursson stigu á stokk og sungu nokkur lög auk þess sem hljómsveitin B2 spilaði nokkur lög undir lok Stjörnumessunnar. Líkt og áður var margt um manninn á Stjörnumessu og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega við lestur og söng þeirra sem fram komu. Kynnir á Stjörnumessu var sr.

Vigfús Þór Árnason. Stjörnumessu lauk síðan með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón ,,Alvöru flugelda’’. Að Stjörnumessunni stóðu bílaverkstæðið Bílastjarnan og þjónustumiðstöðin Miðgarður með dyggri aðstoð frá Bílanaust, sem bauð upp á léttar veitingar, og Íslandsbanka, sem styrkti flugeldasýninguna veglega.

Kristján Hreinsson var gestaskáld á Stjörnumessunni.

Fjöldi manns mætti og hér má sjá hluta gestanna á Stjörnumessunni. Einar Már Guðmundsson messaði yfir gestunum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson las fyrir gesti.

Gestir spjalla saman á Stjörnumessunni.

Þessir skemmtu sér vel. Kristmundur í Bílastjörnunni á heiður skilinn fyrir Stjörnumessuna.

Páll Rósinkranz sló í gegn eins og venjulega með góðum söng.

Þessi kunnu vel að meta það sem í boði var.

Gestir á Stjörnumessunni voru á öllum aldri.


20

GV

Fréttir Merk nýung hjá Hróa Hetti:

Kjúklingur á pizzuna - grænmetispizzur slá í gegn Nú eftir hátíðarnar eru margir í heilsuátaki og huga meira að því sem látið er ofan í sig en oft áður. ,,Við hjá Hróa Hetti höfum ekki farið varhluta af þessu og bjóðum nú nýungr sem passar vel inn í heilsuátakið hjá fólki. Við bjóðum nú meðal annars upp á pizzur með kjúklingi og hafa þær runnið út hjá okkur frá því þetta byrjaði,’’ sagði Högni Jökull Gunnarsson hjá Hróa Hetti í samtali við Grafarvogsblaðið. ,,Þá eru grænmetispizzurnar mjög vinsælar hjá okkur og hafa algjörlega slegið í gegn. Miðað við söluna í þessum pizzum undanfarið er ljóst að þær eru komnar til að vera. Fólki líkar það mjög vel að geta fengið holt og gott grænmeti á pizzuna. Við höfðum svo sem grun

um að þetta myndi hitta í mark en viðtökur okkar viðskiptavina hafa verið frábærar,’’ sagði Högni. Hrói Höttur hefur lengi verið á pizzumarkaðnum og Högni segir það ekkert leyndarmál að þeir séu bestir í pizzum. ,,Við fullyrðum þetta án þess að hika. Verðin hjá okkur eru líka best. Við bjóðum alltaf 40% afslátt af sóttum pizzum og betra verður það ekki. Við erum stolt af því að geta boðið Grafarvogsbúum upp á bestu pizzurnar og munum gera það áfram,’’ segir Högni Jökull Gunnarsson. Hrói Höttur auglýsir auðvitað alltaf í Grafarvogsblaðinu og þar er að finna nánari upplýsingar um pizzurnar og tilboðin. Pöntunarsíminn er 55 44444.

Högni Jökull Gunnarsson hjá Hróa Hetti sem nú býður upp á frábæra pizzu með kjúklingi og grænmetispizzurnar hafa lengi verið vinsælar algjörlega slegið í gegn. GV-mynd PS

Þuríður vann ferð fyrir 2 til Evrópu

Glæsileg stofa eftir miklar breytingar

Kæru viðskiptavinir!

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir viðskiptin á liðnum árum! Núna í janúarlok og allan febrúar bjóðum við þeim lita-strípu-permanent viðskiptavinum upp á Parafin handarmeðferð sem er frábært fyrir hendurnar á þessum árstíma.

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir

Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00 Pöntunarsími: 567-6330

Smurstöð Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Blómabúðin Í húsi blóma í Spönginni efndi til skemmtilegs leiks í desember. Dregið var um þrjá vinninga á Þorláksmessu og höfðu þrír Grafarvogsbúar heppnina með sér að þessu sinni. Það var íbúi í Logafold 87, Þuríður Pálsdóttir, sem vann fyrstu verðlaun en þau voru ekkert slor. Þuríður vann flugferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair. Önnur verðlaunin höfnuðu í Rimahverfinu, nánar tiltekið hjá Heiðrúnu Hafnýju Helgadóttur sem býr að Flétturima 34. Heiðrún Hafný vann sér inn forláta Santos kaffikönnu frá Húsgagnahöllinni. Björg Jóhannsdóttir, sem býr í Veghúsum, nældi sér í þriðju verðlaunin sem í boði voru. Vann hún glæsilega blómaskreytingu frá snillingunum Elínu og Valgerði í Í húsi blóma. Leikurinn var einfaldur. Viðskiptavinir Í húsi blóma fylltu út þátttökuseðil og skiluðu honum í versluninni í Spönginni. Þátttaka var mjög mikil enda auglýstu þær Elín og Valgerður leikinn í Grafarvogsblaðinu í desember. ,,Segja má að þátttakan hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum sko ekkert smá ánægðar með þessa frábæru þátttöku og óskum vinningshöfunum til hamingju,’’ sögðu þær stöllur í Í húsi blóma og sögðust svo sannarlega ekki sjá eftir því að hafa auglýst í Grafarvogsblaðinu.

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


=kZghZb  Zgi°

° {aŽ\jbk^d``jgV †cjb Žg[jb ZgceZgh‹cjaZ\[_{gb{aV _‹cjhiVhZbZgh‚g" hc^^cV †cjb Žg[jbd\ign\\^g ‚g[gVbg" h`VgVcY^ _‹cjhijd\bZ^g^{k^cc^c\#@nccij ‚g b{a^†c¨hiVheVg^h_‹^ZV{lll#hek#^h#

<^aY^g†<jaa"d\:Va _‹cjhij

A{c{c{Wng\VgbVccVd\V[ha{iijgV[a{ciŽ`j\_ŽaYjb ;g†iiYZWZi`dgi '%%[g†VgYZWZi`dgiV[¨ghajg{{g^ 6[ha{iijgV[{g\_VaY^`gZY^i`dgih H‚g`_Žg]_{KZgWg‚[V _‹cjhijHeVg^h_‹h^ch :cYjg\gZ^haVeZgh‹cjign\\^c\V ;g{W¨gi^aWd]_{D\KdYV[dcZ!Eah[Zgjbd\ÖgkVaÖihc

HeVg^h_‹Âjgk‚ahi_‹gV=gVjcW¨&&.H†b^*,*)&%%hek#^h


22

20% afsláttur af öllum meðferðum til 5. febrúar

Snyrtistofan Fegurð Langarima 21 - Sími 567-6677 www.fegurd.is fegurd@fegurd.is

Fagfólk Texture hárstofa í Mosfellsbæ óskar eftir sveinum eða meisturum í heils- og hálfsdagsstörf á nýjum og líflegum vinnustað. Vertu með okkur! Vinsamlegast hafið samband í síma: 5668500 eða texture@texture.is

TEXTURE www.texture.is

Egilshöllinni Sími: 594-9630 www.orkuverid.is Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

GV

Fréttir

Virkjum hausinn - verndum náttúruna Með einstrengingslegri ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju hafa stjórnvöld ekki einasta grandað um alla framtíð náttúruverðmætum fyrir mjög svo vafasaman hagnað. Með stóriðjustefnunni hefur hún hrakið hátæknifyrirtæki úr landi og orðið til þess að ríki og sveitarfélög hafa á síðustu 4 árum misst af skatttekjum upp á tæpa 14 milljarða króna.

Hvað er hátæknifyrirtæki? Svarið er einfalt. Það er fyrirtæki sem notar 4% eða meira af veltu sinni í rannsóknir og þróunarstarf. Fyrirtæki sem notar meira fjármagn en almenn framleiðslufyrirtæki í að finna upp á nýjum hlutum til að framleiða. Í þessum fyrirtækjum er stærstur hluti starfsmanna með háskólamenntun en um þriðjungur er með iðnmenntun. Skapandi fólk sem notar þekkingu sína til að finna upp á nýjungum til að framleiða og setja á markað. Allt í kringum okkur leggja þjóðir sérstaka áherslu á að efla fyrirtæki af þessari gerð. Ástæðan er sú að það er eina raunhæfa leiðin til að viðhalda þeim lífskjörum sem við erum orðin vön á Vesturlöndum. Heimsvæðingin færir okkur ekki bara ódýrar vörur frá Asíu, Afríku og Suður Ameríku - hún færir líka störfin okkar til Asíu, Afríku og Suður Ameríku. Þar er fólk tilbúið að vinna mun lengri vinnudag fyrir aðeins brot af því kaupi sem við sættum okkur við. Það sem Vesturlandabúar geta gert til að viðhalda góðum lífskjörum er að viðhalda forystu sinni í nýsköpun, í þróun nýrra vörutegunda og tækninýjunga. Þessu hafa þjóðir í kringum okkur áttað sig á og þess vegna hafa þær lagt sérstakt kapp á að styðja við þennan geira atvinnulífsins t.d. með skattfríðindum og endurgreiðslu rannsóknarkostnaðar. Þessum þjóðum gengur vel og hátæknigeirinn er víðast hvar helsti vaxtarbroddur hagkerfisins.

Vöxtur hátæknigeirans á Íslandi Á síðustu 15 árum hefur íslenski hátæknigeirinn vaxið úr því að vera nánast ekki neitt upp í að velta yfir 82 milljörðum króna. Um 4% af verðmætasköpun þjóðarbúsins kemur frá hátækniiðnaði, um 1% verðmætasköpunar kemur frá stóriðju. Varfærnar áætlanir 2004 gerðu ráð fyrir að 2010 yrði þáttur hátækni í verðmætasköpun orðinn 8% eða jafn sjávarútvegi. Ef allar stóriðjuframkvæmdir sem áformaðar eru ná fram að ganga mun framlag stóriðjunnar til verðmæta-

sköpunar verða komið upp í 3% árið 2010. Sömu áætlanir gerðu ráð fyrir 800 nýjum störfum í stóriðju en 2.600 nýjum störfum í hátækniiðnaði. Það er ljóst að af hinu síðarnefnda mun ekki verða. Hinn mikli vöxtur sem verið hefur í hátæknigeiranum hefur stöðvast - hér á landi. Óhagstætt gengi sem orsakast af þensluhvetjandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerir hagnað fyrirtækjanna að engu þar sem kostnaður þeirra er að langmestu leyti í íslenskum krónum en tekjur í erlendri mynt. Auk þess gera stjórnvöld ekkert í því að jafna þau tilboð sem streyma til íslenskra hátæknifyrirtækja erlendis frá, s.s. endurgreiðslu rannsóknarkostnaðar.

Sækjast sér um líkir Hvort heldur er í jólaboðum, fermingarveislum eða öðrum að-

Dofri Hermannsson, íbúi í Grafarvogi og náttúruverndarsinni skrifar: stæðum er það þekkt að þegar maður lendir í hópi þar sem umræðuefnið takmarkast bara við eitthvað eitt og það er ekki sérstakt áhugamál manns dregur maður sig út úr hópnum og leitar annað. Þetta á jafnt við í stærri málum. Þegar stjórnvöld einhvers lands leggja ofuráherslu á uppbyggingu eins atvinnuvegar hefur það fælandi áhrif á aðrar greinar. Hér á landi miðast allt við hagsmuni stóriðjunnar, þar liggur áherslan. Ofuráhersla stjórnvalda á að koma álveri í hverja sveit hefur kostað þjóðina stórfé. Svo haldið sé áfram að ræða hátæknigeirann er ljóst að hann hefur síðustu misseri beint vexti sínum til útlanda. Þetta er að verða æ meira áberandi og nú á örfáum vikum fyrir jól var um 100 manns í hátæknifyrirtækjum sagt upp störfum. Sum lögðu niður starfsemi sína hér heima og fluttu út. Fleiri fyrirtæki eru að pakka niður og sum þeirra taka starfsfólkið með sér. Erlendis er áhugi fyrir skapandi og vel menntuðu starfsfólki sem vinnur við að finna upp á nýjungum til að framleiða. Sækjast sér um líkir.

Tap ríkis og Reykjavíkurborgar Hefði vöxtur hátækifyrirtækjanna haldið áfram eftir árið 2001 eins og hann gerði fram að því frá

1997 væri velta geirans orðin um 172 milljarðar á ári. Líklegt er að samdráttur hafi orðið á síðasta ári. Þetta þýðir að frá 2001 höfum við misst af aukningu upp á um 183 milljarða samtals. Af veltu hátæknifyrirtækjanna fara um 70% í laun og af þeim um 40% í skatta til ríkis og sveitarfélaga. Ríki og sveitarfélög, einkum Reykjavík, hafa m.ö.o. misst af skatttekjum upp á rúmlega 51 milljarð á síðustu fjórum árum. Það munar um minna.

Náttúrunni fórnað að ástæðulausu Það er slæmt að ofuráhersla stjórnvalda á stóriðju sem litlu skilar skuli hrekja úr landi þá starfsemi sem skilar miklu meiri verðmætum. Þetta eru samt ekki alvarlegustu afleiðingar þessarar einstrengingslegu stefnu - alvarlegustu afleiðingarnar eru óafturkræfar fórnir á náttúruverðmætum okkar Íslendinga. Náttúruperlum er hiklaust fórnað án þess að farið sé vandlega yfir það hvort verið er að fá meiri verðmæti í staðinn. Norðlingaölduveita er gott dæmi um þetta, en mörg önnur sambærileg mætti finna. Þar á að skerða hin eiginlegu Þjórsárver með veitustarfsemi sem myndi spara Landsvirkjun um 6 milljarða. Það hefur verið reiknað út að tækju Íslendingar sig til og borguðu Landsvirkjun þessa upphæð væru það um 20.000 á mann. Tæki maður lán til 40 ára á 4% vöxtum væri afborgunin um 1000 krónur á ári. Ef við snúum þessu við má segja að með því að skaða Þjórsárver um alla framtíð græðir hver Íslendingur um 1000 krónur á ári í 40 ár. Eftir það er hagnaðurinn búinn og í hinu stórfenglega útsýni frá Arnarfelli skera veitur Landsvirkjunar í augun. Hvað segja börnin okkar og barnabörn við því (þegar þau koma heim frá því að vinna við hátæknistörf í útlöndum?). Höfundur sækist eftir 5.-7. sæti á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann er meistaranemi í hagfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst og starfandi sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð þess skóla.

G rafarvogsbúar hjólbarðaverkstæðið ykkar er að

Gylfaflöt 3 Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 1.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 1.tbl 2006

Grafarvogsbladid 1.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 1.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement