Árbæjarblaðið 8.tbl 2019

Page 23

ÁB 2019_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 18/08/19 00:12 Page 19

19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Upphaf sunnudagaskólans í Árbæjarkirkju

Upphaf sunnudagaskólans

Árbæjarkirkja.

Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 1. september

STN-starf 2.-3. bekkur - þriðjudaga kl. 15:00

kl 11:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Árbæjarkirkja.

Fjölskylduhátíð sunnudagaskólans verður sunnu-

TTT-starf 4.-7. bekkur - Þriðjudaga kl. 16:00

daginn 8. september kl. 11:00. Hoppukastalar, pyls-

Norðlingaholt.

ur og andlitsmálning.

STN-starf 1.-3. bekkur - Mánudaga kl. 14:00

Barnastarfið hefst í september

Norðlingaholt.

Skráning er hafin í STN-starf (6-9 ára) og TTT-

TTT-starf 4.-7. bekkur - Mánudaga kl. 15:00

starf (10- 12 ára) Árbæjarkirkju: Tímasetningar eru sem hér segir:

Allt barnastarf Árbæjarkirkju er ókeypis.

Árbæjarkirkja.

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar er að

STN-starf 1. bekkur - þriðjudaga kl. 14:00

finna á heimasíðu Árbæjarkirkju.

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Heimskur hlær að sjálfs síns fyndni - eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn Ég undirritaður neita því ekki jafnvel eiðsvarinn að við höfðum áhyggjur af viðbrögðum ungmennanna frá Þýskalandi komandi úr þéttbýli borga og bæja með tilheyrandi borgar ys og þys umhverfishljóðum, sem una sér ekki hvíldar dag og nótt. Þar sem við stóðum mitt í þögninni undir kyrrlátum hlíðum Esju fjalls við lágreist hús í annarri viku ágústmánaðar í fjarlægð undir hliðum fjallsins. Hestar voru á beit, léttur andvari að vestan, varla ský á lofti. Kyrrlát myndin var þarna eins og málverk á vegg heima í stofu eftir gömlu meistarana; við Íslendingarnir sem þar voru létum okkur fátt um finnast. Eitt hús eins og það hafi fallið af himni ofan eða dottið af vörubílspalli sem hafði átt leið um á rykugum vegaspottanum sem lá að húsinu. Mosfellsbærinn og hluti Reykjavíkur séð frá verönd hússins virtust sameinuð í bláma fjarlægðar. Rétt fyrir miðnættið 7. ágúst síðastliðinn rann rúta í hlað með 14 ungmenni og tvo fullorðna leiðtoga frá Tübingen í Þýskalandi. Áhyggjur okkar sem tóku á móti hópnum mögnuðuðst því nær sem rútan nálgaðist. Einhver okkar hafði á orði að „kannski hefðum við átt að finna gistingu í borginni handa þýsku borgarbörnunum.“ Rútan nemur staðar, rykið af vegslóðanum sem liggur að húsinu sest allt í kringum okkur. Hurð rútunar opnast með lágværu ískri. Ég held að tilfinning þeirra sem stigu varfærnislega út úr rútunni, hafi verið á pari við Neil Armstrong geimfara þegar hann steig á tunglið fyrstur manna. Af óræðum svip ungmennanna sem voru á aldrinum 14-22 ára mátti greina undrun og eftirvæntingu. Þau horfðu í kringum sig þreytuleg, undarlega þögul þýsku ungmenninn sem eru vön skógivöxnu umhverfi. Ég rauf þögnina landslaginu til varnar á engilssaxnesku og

sagði: „When you get lost in the woods of Iceland you just stand up.“ Á okkar ylhýra „Þegar þú villist í skógum Íslands stendur þú bara upp. Viðbrögðin? Engin! Umhverfið við húsið sem átti að vera þeirra hýbýli næstu vikuna skartaði ekki einni trjáhríslu. Það stóð upp á undirritaðan að hlægja. Með málsháttinn aftarlega í huga að „heimskur hlær að sjálfs síns fyndni.“

sr. Þór Hauksson. Til að gera langa sögu stutta elskuðu þýsku ungmenninn að vera úti í sveitinni fjarri bæ og borg. Sveitinni þar sem enginn var nema eins og áður segir hestar og einstaka refur sem að einskærri forvitni hnusaði við húsið sem fyllt hafði verið af matvælum um morguninn fyrir komu ungmennanna. Þau elskuðu meira að segja vindinn sem af gömlum vana blés þarna undir fjallsrótum og það á stundum hressilega svo vart var

hægt að komast úr og í bílana á hlaðinu. Við gestgjafarnir hér heima það er undirritaður, Ingunn djákni og ungmenninn í SAKÚL, æskulýðsfélagi Árbæjarkirkju, sem fyrr í sumar fóru til Tübingen ásamt sr. Petrínu Mjöll með styrk frá Evrópu Unga fólksins Erasmus+ stóðum hjá og virtum fyrir okkur umhverfið. Glöggt er gestsaugað á við hér. Þýsku ungmenninn opnuðu augu okkar fyrir fegurð kyrrðarinnar og rokinu sem umlykur okkur á alla vegu og það sem meira er að okkur finnst sjálfsagt að hafa aðgang að. Þýsku ungmenninn voru á pari við og eflaust tekið undir texta strákanna í hljómsveitinni Sprenguhöllinni í lagi sínu „Keyrum yfir Ísland“ þar sem segir m.a. „að engin þeirra hafi sofið rótt. „Það var alltof gaman og mikið grín. Ég vil aldrei snúa við. Þar er ekkert fyrir mig.“ Ósnert umhverfi er ekki að finna víða um veröldina í dag. Áhyggjur okkar af að velja gististað utan alfararleiðar voru óþarfar. Óþarfar eins og svo margt sem við ætlum að aðrir vilji, geri og eða veri. Þess vegna er svo mikilvægt að eiga möguleika á því að ungmenni ólikra þjóða Evrópu hittist, ræði málin og ekki síst að eignast vini. Það skiptir engu hvort eins og í þessu tilfelli þau eru lúthersk eða kaþólsk. Þann möguleika hefur skrifstofa Evrópa Unga fólksins hér heima eða Erasmus + gert okkur kleyft að mæta og máta okkur við þetta sumarið. Yfirskrift heimsóknar íslensku ungmennanna frá SAKÚL Árbæjarkirkju til Þýskalands í júní síðastliðnum og Þýsku ungmennannana Jugendkirche frá Tübingen nú í ágúst var: „Ég er sko vinur þinn.“ Það féllu tár og faðmlögin voru sterk og innileg þegar þýsku ungmenninn kvöddu íslensku ungmennin í Æskulýðsfélagi SAKÚL Árbæjarkirkju. Þór Hauksson

Plötur til sölu á hálfvirði Ert þú að stofna fyrirtæki eða byrja með verslun? Hér er tækifæri til að ná í MDF veggjaplötur á hálfvirði. Plöturnar eru 10 talsins og lítið sem ekkert notaðar. Með í kaupunum fylgir mikið magn af járnum (pinnum) í ýmsum stærðum og gerðum. Uppl. í síma 698-2844


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.