Árbæjarblaðið 2.tbl 2018

Page 8

Árbæ 9. tbl. okt._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/02/18 11:57 Page 8

8

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Nú er farið að kynna borgarlínuna sem lengri strætisvagna, líkt og þessi á myndinni. Fallið er frá léttlestum að sinni.

Úthverfin fyrir fjölskyldufólkið - eftir Viðar Frey frambjóðanda Miðflokksins Borgarmeirihlutinn hefur dregið lappirnar með að byggja upp úthverfin með þéttingarstefnu sinni. Íbúar í Grafarvogi og Úlfarsárdal bíða enn eftir sundlaug og þurfa börn nú að fara í skólasund í Árbæjarlaug. Á sama tíma var byggt við Sundhöll Reykjavíkur fyrir 1420 milljónir. Dagur B. borgarstjóri svaraði þessu á íbúafundi í Grafarholti og Úlfarsárdal að það væri ekki hægt að líkja þessum framkvæmdum saman, því Sundhöllin þjóni 30.000 manna hverfi. En það er falskur samanburður, því skólarnir sem senda börn í skólasund í Sundhöll Reykjavíkur eru með samtals 1580 nemendur. Meðan nemendafjöldi grunnskóla í Grafarvogi og Úlfarsárdal er 1077 (hvort tveggja tölur frá 2016). Þannig að sá fjöldi barna sem stundar skólasund milli þessara tveggja lauga er nú ekki endilega svo frábrugðinn eins og borgarstjóri gefur til kynna. Svo má gera ráð fyrir að þetta bil minnki all verulega á næstu árum. En það er líka staðreynd að aldursdreifing íbúa í Austurbænum og í kring er töluvert önnur en í úthverfum, þar sem fjölskyldufólk er í miklum meirihluta. Ef við skoðum eingöng þá sem búa í kringum laugina. Skyggða svæðið á línuritunum hér að neðan sýnir þann fjölda einstaklinga sem er yfir miðgildinu. Má þá glöggt sjá hvernig úthverfin eru með mjög hátt hlutfall barna miðað við miðbæinn. Þetta er nokkuð dæmigerður munur þótt önnur hverfi væri skoðuð sem eru í örri þróun. Ætti það svo sem ekki að koma neinum á óvart að barnafólk vill síður búa í miðbænum. Forgangsraðað í rútusæti Það sem verra er að framkvæmdirnar við Sundhöll Reykjavíkur voru á engan hátt til þess að auka við þessa grunnþjónustu sem skólasundið er. En samkvæmt samtali mínu við starfsfólk Sundhallarinnar er uþb. sami fjöldi nemenda sem sækir þar skólasund í dag eins og fyrir framkvæmdirnar. Enda fer skólasundið enn fram í sömu innilauginni. Þannig að hvernig sem borgarstjóri snýr út úr þessu, þá var skólasundið þarna sett aftar í forgangsröðina.

Kannski hefði verið nær að stækka sundhöllina á þann hátt að það kæmust fleiri að í skólasund. En ég hef það eftir starfsfólki Hlíðaskóla að þaðan séu börn

„stóra-strætó“ er skoðað. En sú samgöngubót er að litlu gagni fyrir hverfi eins og Árbæ, Grafarvog, Grafarholt, Norðlingaholt, Úlfarsárdal eða

Viðar Freyr Guðmundsson býður sig fram í efstu sætunum hjá Miðflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. send eingöngu í Laugardalslaug, þar sem fullbókað sé í Sundhöllinni. Börnin í Hlíðaskóla þurfa að taka rútuna niður í Laugardal. Þarna er börnum forgangsraðað í rútusætið. Aðgengi að grunnþjónustu meginhlutverk sveitarstjórna Það skortir á heildstæða hugsun til að tryggja aðgengi að þjónustu með almenningssamgöngum. Nú þurfa börn að taka tvo strætisvagna víða til að komast í íþróttir eða sund. Þetta er reyndar ekki takmarkað við ný hverfi. Heldur eru gamalgróin hverfi eins og Skerjafjörður lengi búnir að biðja um að fá strætisvagn sem gengur út að Vesturbæjarlaug, KR heimili og út á Eiðistorg, til að menn geti sótt þjónustu þar. Í dag þarf að taka tvo vagna til að fara þessa stuttu akstursleið. Strætó og borgin er þarna að bregðast þeim sem hún helst ætti að þjóna. Ekki minnkar skutlið hjá foreldrum við þetta eða vilji til að leggja fjölskyldubílnum. Þessi vanræksla gagnvart úthverfunum sést enda skýrt þegar skipulag fyrir Borgarlínuna

Getraunakaffi á laugardögum í Úlfarsárdal

Alla laugardagsmorgna hittast hressir sparkspekingar yfir rjúkandi kaffibolla í Framheimilinu í Úlfarsárdal og tippa á leiki helgarinnar í enska boltanum. Opið er á milli kl. 10-12 og allir velkomnir. Laugardaginn 20. janúar hófst nýr getraunaleikur. Enn er ekki orðið of seint að skrá sig til leiks. Glæsilegir vinningar í boði m.a. ferð með TransAtlanticSport á leik í enska boltanum fyrir sigurvegarana.

samþættingu þessara hverfa. Þar þurfa farþegar að burðast með rúllurnar af skiptimiðum til að komast á milli staða. Eða leggja bílunum sínum í einu af fyrirhuguðum bílastæðahúsum, til að taka stóra-strætó niður á Hlemm. Sem er nú reyndar orðinn mathöll. Hér þarf að breyta um stefnu í borgarmálum. Það þarf að hlúa að hverfum sem eru í þróun. Það þarf að koma á tengingum við þjónustukjarna í öðrum hverfum strax frá byrjun. Þannig að sómi sé af og flýta framkvæmdum við að færa þjónustuna inn í hverfin. Hverfi án grunnþjónustu er ekki nema hálft hverfi. Hér hefur verið lögð of mikil áhersla á þéttingarstefnu sem gengur út á að styrkja miðbæinn. Þannig að úthverfunum blæðir. Enda er það yfirlýst stefna borgarmeirihlutans að fólk flytji helst ekki frá miðbænum og allar leiðir eigi að liggja þangað. Nú er mál að linni. Við höfum atkvæði í vor. Við getum breytt um stefnu. Viðar Freyr Guðmundsson

Glæra frá Samtökum Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Svæði lituð rauð sem eru utan samgöngu- og þróunaráss.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.