Árbæjarblaðið 6.tbl 2014

Page 17

Árbæ 1. tbl. Jan 2014_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 6/11/14 12:23 AM Page 17

17

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árshátíðarleikrit 5.-7. bekkjar í Norðlingaskóla Vikuna fyrir skólaslit sýndu nemendur úr 5.-7. bekk leikrit í íþróttahúsi skólans, þar sem fjölskyldum og vinum var boðið að koma að sjá herlegheitin. Þemað í leikritinu var sótt í Disney.

Logi Vígþórsson danskennari með meiru átti veg og vanda af þessari stórkostlegu sýningu, hann skrifaði handritið, sá um sviðsmynd og ljósin og fékk nemendurna til liðs við sig. Búningarnir voru frábærir sem

Emilía Sif, Thelma Sif, Kara Sól og Camilla Líf léku í Alladín.

margir nemendur, kennarar og Logi höfðu veg og vanda að. Logi ýtti á samkennara sína Guðbjörgu Ragnarsdóttur og Ingibjörgu Gunnarsdóttur og fékk þá til að stofna stórhljómsveit, sem í voru bæði krakkar sem eru í tónlistarnámi hjá þeim og einnig var öllum boðið sem höfðu bara áhuga á að prófa og vera með. Úr kom þessi fína hljómsveit sem sá um tónlistina í sýningunni enda frábærir tónlistakennarar við stjórnvölin. Krakkarnir höfðu verið í danstíma hjá Loga fyrir áramót og sótt einn leikslistartíma í viku eftir áramótin. Hugmyndin að leikritinu varð ekki til fyrr en þremur vikum fyrir skólalok. Þetta var virkilega vel heppnuð sýning, gífurlegur metnaður var lagður í sýninguna og frammistaða þeirra allra til fyrirmyndar. Umgjörðin var einstaklega falleg og tónlistin stórkostleg. Eftir sýningu var boðið upp á glæsilegar veitingar og ég er viss um að enginn hafi farið svangur heim.

Hermann sjóræningi og Daníel Aron soldán.

Kolfinna Ýr, Harpa, Katrín Svana og Angela Ósk voru með hlutverk í Aríel.

Skellibjöllurnar Elma Hlín og Agnes ásamt Birtu Maríu fyrir miðju sem lék týndu stelpuna í Pétur Pan. Guðbjörg Ragnarsdóttir, Logi Vígþórsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Hafdís Anja lék Jasmín prinsessu og Hafdís Hrönn lék Tígurliljuna í Pétur Pan.

Þrír Fylkismenn i landsliði Þessir uppöldu leikmenn í Fylki tóku allir þátt í síðasta landsleik Íslands í knattspyrnu. Þeir eru Ragnar Sigurðsson sem spilar í Rússlandi, Helgi Valur Daníelsson sem spilar í Portúgal og Guðlaugur Viktor Pálsson sem spilaði í Hollandi í vetur er leið en hann kom inn á í sínum fyrsta landsleik. ÁB-mynd Einar Ásgeirsson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.