Árbæjarblaðið 4.tbl 2013

Page 30

30

Fréttir

Árbæjarblaðið

110 Reykjavík:

Árbæjarskokk Árbæjarbúar hafu nú um 14 ára skeið veitt athygli hópi manna og kvenna sem hefur skokkað um hverfið og Elliðaárdalinn þrisvar í viku eða svo. Þessi hópur kallar sig Árbæjarskokk. Ekki eru þó allir búandi í Árbæ heldur hinum ýmsu hverfum höfuðborgarasvæðisins, en meirihlutinn er búandi í Árbæ. Þennan hóp stofnuðu þeir hlaupagarpar Pétur

Helgason og Vöggur Magnússon árið 1999 og er nú Pétur foringi hópsins ásamt Bergþóri Ólafssyni, sem talið er að hafi fæðst þindarlaus. Venjulegast skokka þetta 15-20 en hópurinn er um 40 manns og er áhugi fyrir því að bæta í hópinn. Því eru allir velkomnir sem hug hafa á að stunda skokk í góðum félagsskap.

Lagt í fyrstu brekkuna þarna sést að Rúnar er kominn með vísir af bjórvömb svo hann hlýtur að renna þetta 20+ km.

Nítján mætt galvösk við sundlaugina kl.09:00 á laugardagsmorgni.Framundan 10-20 kílómetra skokk í uppsveitum Reykjavíkur.

Friðsamur vegfarandi lætur sér fátt um finnast þegar hópurinn rennir fram úr henni sennilega með Wagner í tækjunum, en þarna er hópurinn við eitt af kennileitum Árbæjarhverfis gömlu brunna.

Boðið upp á persónulega þjálfun hjá B yoga B yoga er jógastöð þar sem boðið er upp á persónulega þjálfun. Þar er boðið upp á fjölbreytt jóga þar sem meðal annars er blandað saman jóga, pilates, dans og ballet.

Á myndinni eru Margrét Arna Arnardóttir og Svavar Þór Guðmundsson eigendur B yoga á opnuninni í mars. ÁB-mynd Tinna Stefánsdóttir

,,Æfingarnar sem við gerum móta líkamann á annan hátt en við þekkjum. Við vinnum með líkamann í mismunandi hreyfiferlum á sama tíma og við erum að spenna, slaka á og teygja á vöðvunum. Við þreytum vöðvana og teygjum síðan á þeim og stuðlum þannig að löngum, fallegum, stinnum líkama. Áhersla er lögð á læri, rass, kvið og hendur og með þessu formi af þjálfun finnum við vöðva sem liggja djúpt og við höfum jafnvel aldrei fundið áður. Við viljum ekki stækka vöðvana og láta þá tútna út því að með lengri, stinnari vöðvum er húðin stinnari og helst lengur ungleg. Æfingarnar eiga að stuðla að endurmótun líkamans og unnið er með eigin líkamsþyngd eða létt lóð. Umhverfið í B yoga er fallegt,

hlýlegt og notalegt og mér finnst mikilvægt að fólki líða vel þegar það gerir æfingar. Við notum jóga til að tengjast líkama okkar og þar af leiðandi fáum við meiri gæði út úr hverri æfingu og betri árangur,” segir Margrét Arna Arnardóttir sem á og rekur stöðina B yoga í Nethyl 2A. Í B yoga er einnig boðið upp á B your best þjálfun sem er hópeinkaþjálfun fyrir 4-6 manna hópa sem koma saman 2-3 sinnum í viku. Unnið er með einstaklings markmiðasetningu í hverjum hóp fyrir sig og er kennslan bland af B yoga og Kundalini yoga sérnsiðið að þörfum hvers hóps. Veittar eru ráðleggingar varðandi mataræði. Í B your best þjálfun er mikið aðhald þar sem þér er veitt aðstoð við að ná þínum markmiðum. Nánari upplýsingar á heimasíðunni Byoga.is

Við hvað erum við hrædd? - eftir Ásu Lind Finnbogadóttur í 3. sæti fyrir Dögun í Reykjavik norður

Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða sér fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður ennþá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið

með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfsstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum af að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan pening-

arnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður

sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í: Jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum, lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja fyrir einnig fyrir. Dögunar vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar!

Ása Lind Finnbogadóttir. Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is Ykkar einlæg, Ása Lind Finnbogadóttir 3. sæti Reykjavík norður kjördæmis


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.