Arbaejarbladid 3.tbl 2011

Page 4

4

Matur

Árbæjarblaðið

Rækjur, læri og súkkulaðiterta - að hætti Hörpu og Jónasar

Hjónin Harpa Helgadóttir og Jónas Garðarsson eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Hér á eftir fara uppskriftir þeirra.

Eggjarauðurnar eru þeyttar mjög vel yfir vatnsbaði, bræddu smjöri bætt útí mjög varlega og við vægan hita svo að sósan skilji sig ekki. Eftir það er sósan krydduð.

Forréttur - Fyrir 6 manns 500 gr. rækjur Sítróna Hátíðarsósa: Heinz chili sauce 1 peli rjómi 125 gr. sýrður rjómi Hellið safa úr einni sítrónu yfir rækjurnar og setjið í sex skálar. Rjóminn er þeyttur og tómatsósunni blandað við eftir smekk ásamt sýrða rjómanum (sósan á að vera fallega bleik). Skreytið hverja skál með sítrónusneið.

Meðlæti 3 stórar sætar kartöflur 10 venjulegar kartöflur 1 laukur 3 hvítlauksgeirar Brokkolí Gulrætur Sætar kartöflur og venjulegar skornar í fínar sneiðar ásamt lauknum (setja í grænmetiskvörn í hrærivél, þá verða skífurnar mjög þunnar og smá maukaðar inn í ofninum), settar í eldfast mót. Smá olía sett yfir, hvítlaukur, salt og pipar. Brokkolí og gulrætur skorið í bita, smá olía, salt og pipar sett yfir og sett í annað eldfast mót við mikinn hita.

Aðalréttur - Lambalæri Lambalæri upp á gamla mátann, vel kryddað að eigin smekk. Lærið verður að vera úr frosti 3 dögum áður. Haft í ofni um 1 ½ - 2 klst, jafnvel lengur. Bearnaisessósa 5 eggjarauður (þeyttar vel yfir vatnsbaði). 500 gr. brætt smjör (Halda þeytinguni áfram og setja smjörið varlega út í við vægan hita). Kryddað með Estragon ¼ tsk. salt ½ tsk. Bearnaise Essens (nautakraftur)

Eftirréttur - Súkkulaðiterta

Matgæðingarnir Harpa Helgadóttir og dóttirin Guðlaug Dagmar Jónasdóttir.

Ásthildur og Matthíasnæstu matgæðingar Jónas Garðarsson og Harpa Helgadóttir, Vesturási 25, skora á Ásthildi Lind Sverrisdóttur og Matthías Sveinsson í Kleifarási 11 að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum gómsætar uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í apríl.

ÁB-mynd PS smjörið bráðna í súkkulaðinu. Hræra saman 2 egg, 4 eggjarauður og 75gr. af sykri, blanda hrærunni saman við súkkulaðið. Þeyta 4 eggjahvítur í froðu, rest af sykri (100gr) út í froðuna og þeyta vel. Blanda öllu saman varlega.Nota hringform og bökunarpappír ofaní. Ofninn 180°í 50 mín (jafnvel lengur). Bræða Mars súkkulaðið og blanda rjómanum saman við. Því er síðan hellt yfir kökuna. Gott er að hafa vanilluís frá Emmessís með kökunni. Verði ykkur að góðu, Harpa og Jónas

Botn 300 gr. suðusúkkulaði 130 gr. ósaltað smjör 6 egg 2 heil og 4 sem búið er að skilja 175 gr. sykur Krem yfir 3 Mars súkkulaðistykki ½ dl. rjómi Bræða súkkulaði yfir vatnsbaði og láta

Starfsstúlkurnar hjá Greifynjunni, Heiða, Þórdís, Alla, Cirilla, Jóhanna, Drífa og Hulda.

ÁB-mynd PS

Sprautað í hrukkur

Snyrtistofan Greifynjan verður 24 ára í september og er strax farin að leggja drög að stóra afmælinu á næsta ári. Ein af nýjungum sem tekin hefur verið inn er collagen sprautun í andlit. Um er að ræða náttúrulega hyaluronsýru sem viðheldur vökva og fyllir upp í húðina. Efnið heitir Juvederm ultra og hefur innbyggða deyfingu þannig að afar lítill sársauki finnst. Vinsælt er að fylla upp í línur við munnvik, milli augna og efri vör. Jóhanna Pálsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er komin til starfa hjá Greifynjunni eftir að hafa stundað nám í í London hjá viðurkenndri stofnun og mun hún sjá algerlega um þessa þjónustu. 20% kynning-

arafsláttur býðst viðskiptavinum á næstunni. Afar reyndir starfsmenn eru á stofunni og ber fyrst að nefna meistarana. Heiðu, sem er góð í öllu en hefur yfir að ráða sérþekkingu í ipl háreyðingu og Huldu sem sérhæfir sig einkum í tattoo í andliti. Hulda sér einnig um tattonámskeið hjá snyrtiacademiunni. Cirila klárar sveinspróf í vor en orðspor hennar hefur þegar dregið að sér viðskiptavini alls staðar að af landinu einkum í nuddinu. Drífa er snyrti og naglafræðingur með íslandsmeistaratitil í naglaskreytingum og Alla er naglafræðingur með kennsluréttindi frá professionails. Hún starfar einnig sem

kennari hjá snyrtiacademiunni. Einnig er á myndinni Þórdís förðunarfræðingur en hún býður upp á létta förðun (frítt) á föstudögum í vetur. Úrval meðferða er í boði og hægt er að skoða þær á www.greifynjan.is Greifynjan hefur einnig hafið eigin innflutning á náttúrukremum frá marziaclinic án parabena og jarðolíu og sýrukremum frá neoglis og fást þau á afar góðu verði. Hægt er að koma við og fá fría húðgreiningu og ráðleggingar. Opið er alla daga frá 08-20. Snyrtistofan mun halda veglega upp á afmælið með flutningi í nýtt 200 fm húsnæði og verða fleiri nýjungar og tilboð kynnt eftir því sem nær dregur.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.