Arbaejarbladid 4.tbl 2010

Page 14

14

Fréttir

Árbæjarblaðið

Waldorfskólinn Sólstafir sem starfað hefur í rúman áratug:

Vel falin og áhugaverð perla í skólaflórunni Waldorfskólinn Sólstafir sem starfað hefur í Efra-Breiðholti í rúman áratug, eða síðan 1999, er til húsa í Hraunbergi 12, rétt við efri mörk Elliðaárdalsins. Nýlega er lokið endurbyggingu tveggja kennslustofa skólans vegna bruna sem varð í skólanum í desember og voru bæði nemendur og kennarar fegnir að geta aftur sameinað skólann, en hluti kennslunnar fór fram í félagsmiðstöðinni Miðbergi frá áramótum fram í febrúar. Waldorfstefnan er heildræn skóla-

stefna sem byggir á 100 ára grunni og var upphafsmaður hennar Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner. Skólinn í Breiðholti er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Æ fleiri nemendur úr Breiðholtinu og nærliggjandi hverfum sækja þó skólann enda er starfið blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram hamingjusama og skapandi nemendur með

frumkvæði og sjálfstæða hugsun. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Að mörgu leyti má segja að skólinn sé vel falin perla í skólaflóru Breiðholtsins og starfshættir skólans eru á margan hátt áhugaverðir. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra . Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á blokkflautu á yngra og miðstigi skólans. Allar námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á listrænan hátt og nemendur vinna úr því á eigin máta. Hefðbundnar skólabækur eru ekki notaðar í skólanum fyrr en á efsta stigi hans og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleyft að nýta sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og stuðla að sjálfstæðri, listrænni og gagnrýnni hugsun. Þrátt fyrir þessar óhefðbundnu aðferðir hefur nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir áhuga á náminu, óvenju sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska. Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið

Málin rædd við eldstæðið.

Áhugasamir nemendur í Waldorfskólanum Sólstafir. og er frábrugðið því sem tíðkast í almenna skólakerfinu er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum einnig aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust. Útikennsla og umhverfissjónarmið Þar sem Elliðaárdalurinn er aðeins steinsnar frá skólanum er það svæði nýtt allt skólaárið um kring til kennslu. Holtið við skólann hefur smám saman tekið stakkaskiptum og er orðið að útikennslustofu og í náttúrufræðikennslu er bæði plöntu og dýralíf í dalnum nýtt til his ýtrasta. Yngstu börnin fara í berjamó á haustin og sulta síðan afraksturinn og tíndar eru jurtir í te og litun. Lagt er uppúr þvi að nemendur skól-

ans gangi vel um náttúruna og séu meðvitaðir um hve viðkvæmt lífríkið er í dalnum. Waldorfskólastefnunni fylgja einnig heildræn umhverfissjónarmið og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum og öll hreinsiefni og hráefni eru eins vistvæn og kostur er. Handverk mikilvæg námsgrein Óvenju mikil áhersla er lögð á handverk í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og gamalt íslenskt handverk eins og stein og torfhleðsla er einnig að tengjast handverkshefð skólans. Nemendur fá að útfæra sínar eigin hugmyndir í handverkinu og er það eitt af grunnstefum kennslunnar að hver og einn læri vinnuferlið frá hugmynd yfir í efni og geti fylgt því eftir.

Húsnæði til leigu Óskum eftir 5 herbergja húsnæði með bílskúr til leigu í Grafarholti, fjölbýli eða einbýli kemur til greina Óskum einnig eftir bílskúr til leigu í Grafarholti og nágrenni.

Upplýsingar í síma 821 1123

TILBOÐ Í APRÍL REDKEN CEMISTRY Við bjóðum upp á meðferðir vegna vandamála í hársverði eða hári af völdum kemískra meðferða, hitatækja eða árstíðabundinna vandamála. Sérsniðin

Fríður og föngulegur hópur kraka í Drekaskátasveitinni Labbakútum sem fékk pakka af morgunkorni.

Drekaskátar Árbúa á ferð Drekaskátasveitin Labbakútar eru yngstu skátarnir í Árbúum, skátafélaginu í Árbænum. Hópurinn samanstendur af 27 hressum krökkum á aldrinum 8-9 ára. 1. mars fengu þau góða heimsókn frá Íslandsmeistara í Wipeout! Jón Andri eða Jón Skáti sem er Árbúi kom og sagði skátunum frá því hvernig var að taka þátt í keppni eins og þessari og

þegar hann fór gaf hann hverjum skáta einn kassa af Honey Nut Cheeriosi! Laugardaginn 20. mars lögð þau svo land undir fót og skelltu sér í göngu frá skátaheimilinu og að Björnslundi sem er í Norðlingaholti. Þessi lundur er alger paradís fyrir skáta til að leika sér í og þökkum við innilega fyrir afnotin. Eftir mikla skemmtun og verkefnavinnu fengu allir sér nesti áður en

meðferð að þínum þörfum, tekur u.m.þ.b. 30 mín. Frábær árangur. Rétt verð 3.300.Tilboðsverð 1.990.-

Háholti 23 Mosfellsbæ

5668500

texture@texture.is

Stund milli stríða og tekið hraustlega til matarins.

haldið var heim aftur og nú með strætisvagni. Hörkuduglegir kakkar þarna á ferð og Árbæingum til sóma. Á sumardaginn fyrsta ætlar þessi hópur svo að leggja sitt af mörkum, ásamt félögum sínum í Árbúum, til að skemmta sér og öðrum Árbæingum og fagna sumarkomunni. Hátíðin verður fyrir utan Árbúaheimilið, Hraunbæ 123 frá kl. 13-16. Sjáumst þá!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.