Arbaejarbladid 2.tbl 2006

Page 9

Hugsum stórt

Framtíðin er björt

Ágætu Árbæingar. Ég þakka þann stuðning sem ég hef ætíð fengið í störfum mínum í borgarstjórn. Ég trúi á aukna samvinnu borgaryfirvalda við íbúa í hverfum, hef stutt að þjónustumiðstöðvar starfi með fólkinu og vil aukið samráð við íbúa og samtök þeirra um mál eins og umferðaröryggi og umhirðu. Ég er stoltur af þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í skólum hverfisins, og þakka þann áhuga sem foreldrar sýna. Nú leggjum við

í enn eitt átakið í skólamálum: Á næstu þremur árum verjum við meira en 300 milljónum króna til skólalóða. Þá viljum við hrinda í framkvæmd hugmyndum um að færa tómstundir barna framar á daginn og tengja við skólastarf. Íþróttamál Árbæinga kalla á úrbætur sem nú eru komnar í áætlanir borgarinnar. Borgin þarf að taka forystu um málefni eldri borgara, þau eiga að vera heildstæð og á einni hendi, bæði heimaþjónusta eimaþjónusta og heimahjúkrun.

Ég á mér hugsjónir fyrir okkur öll: Borgin er skjól, hún er líf okkar og veitir störf, hún er sameign þar sem virða á litróf lífsins og leyfa öllum að njóta sín eins og draumar segja til um. Árbæingar geta treyst því að ég tek leiðsögn um það líf sem þeir vilja lifa. Ég verð borgarstjóri fyrir allt það góða fólk sem býr í Reykjavík og óska eftir stuðningi í fyrsta sæti áfram í prófkjörinu um helgina!

Kjósum borgarstjóra! Kosningaskrifstofa Laugavegi 103 Sími 578-3390 / 824-3390 www.stefanjon.is stefanjon@stefanjon.is Prófkjör fer fram dagana 11. og 12. febrúar. Búið er að opna fyrir utankjörstaðarkosningu á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Opið frá kl. 10 –18. Pantið ókeypis akstur á kjörstað núna eða á kjördag í síma 578-3390 eða 824-3390.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.