Page 1

2. tbl. 4. árg. 2006 febrúar

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Dreift ókeypis í Ártúnsholti, Árbæ og Grafarholti

Stuð á Herrakvöldi Fylkis

ÁB-mynd EÁ

Pantið tíma í síma 511–1551

Þorsteinn ,,Uxi’’ Jakob Þorsteinsson, Einar Jónsson og Jón Ellert Tryggvason í góðum gír á Herrakvöldi Fylkis sem fram fór á bóndadaginn að venju. Um 700 karlar skemmtu sér vel en maður kvöldsins var Gísli ,,Út og suður’’ Einarsson sem var veislustjóri. Við birtum 30 myndir frá Herrakvöldinu í miðopnu blaðsins.

40% Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

afsláttur af sóttum pizzum

55 44444

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Þetta er gjöfin fyrir veiðimanninn

Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Opið virka daga frá kl. 9-19 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

I oojb•agpbo

q`mfa¹md odg]—\f\pk\

Ë`dia\g_\mdg`d \]—\f\pkph Bm`dngph\o‚i`odip G‚inphn’fi‚i`odip

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Íslenskar flugur - íslensk hönnun

Kíktu á www.krafla.is


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Röng aðferð? Þessa dagana er verið að gefa fólki kost á því að bjóða í lóðir í nýju byggingarlandi við Úlfarsfell. Um er að ræða fyrsta áfanga í hverfi sem fullbyggt mun telja 15-20 þúsund íbúa. Enn og aftur eru borgaryfirvöld við sama heygarðshornið. Áhugasömum er gert að bjóða í lóðirnar. Það tryggir tvennt. Lóðirnar fara á uppsprengdu verði eins og í Grafarholti og þeir sem efnameiri eru hafa mun meiri möguleika á að ná sér í lóð en hinir sem búa við lakari fjárráð. Mörgum hefur reynst erfitt að benda á eina algóða leið við lóðaúthlutun. Hér um árið fengu þeir bestu lóðirnar sem vöknuðu fyrstir að næturlagi og voru mættir niður í Borgartún fyrir sólarupprás. Fyrstur kom og fyrstur fékk. Margir hafa bent á að mun meira réttlæti væri í því fólgið að draga úr umsóknum um lóðir í stað þess að etja fólki í útboð. Allir umsækjendur ættu þá víst sæti við sama borðið. Við Úlfarsfell verður lögð mikil áhersla á þétta byggð. Svo þétta að slíkt hefur ekki sést í úthverfi Reykjavíkur áður. Eflaust fellur þetta einhverjum í geð en þeir eru margir sem mega ekki heyra minnst á þéttingu byggðar. Víst er að fjöldi þeirra sem kjósa að búa í úthverfi vilja búa þar vegna þess næðis sem þar ríkir og hingað til hefur fólk haft möguleika á að hafa góðar lóðir við hús sín. Af þeim skyssum sem sést hafa af væntanlegri byggð við Úlfarsfell má ráða að byggðin verður afar þétt og mun það án efa fæla marga áhugasama húsbyggjendur frá þessu svæði. Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að prófkjör Samfylkingar og óháðra í Reykjavík stendur fyrir dyrum. Áhugasamir Árbæingar geta lagt leið sína í Fylkishöll og greitt sínu fólki atkvæði. Eins og vænta mátti eru frambjóðendur áberandi í þessu blaði enda hafa þeir og margir aðrir áttað sig á því að besta leiðin til að ná til íbúa í Árbæjarhverfi er í gegnum Árbæjarblaðið. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Prófkjör og NFS Það var með nokkrum trega að ég féllst á að skrifa pistla í þetta ágæta blað þegar eftir því var leitað. Tvennt átti þó fremur öðru þátt í því að svarið var jákvætt. Konur hafa oft farið undan í flæmingi þegar til þeirra hefur verið leitað af fjölmiðlum og svo var mér lofað því að það yrðu fleiri fengnir til verksins í framtíðinni en ég. Lét ég því til leiðast og vona að lesendur taki viljann fyrir verkið. Ég mun í skrifum mínum fara vítt yfir sviðið og mér verður fátt óviðkomandi. Að jöfnu mun ég fjalla um það sem er að gerast í okkar hverfi og utan þess. Prófkjör Samfylkingarinnar er að skella á í Reykjavík og ég hef fylgst nokkuð með frammistöðu frambjóðenda síðustu dagana og vikurnar. Verð ég að viðurkenna að mér finnast þeir margir hrokafullir og hreint ekki feimnir við að lofa eigið ágæti. Dæmi: Þrír frambjóðendur voru í umræðuþætti á NFS á dögunum. Annar þeirra iðaði í stólnum og varð að koma því á framfæri að hann hefði einhvern tíman á lífsleiðinni fengið verðlaun í fótbolta. Og meira að segja verið kominn vel yfir miðjan aldur þegar það átti sér stað. Eins gott að vita þetta þegar kemur að því að kjósa. Kona var þarna einnig sem sagðist hafa gert marga mjög góða hluti í velferðarmálum. Þessi sama kona, sem flúði nýverið úr herbúðum VG í Reykjavík, var í viðtali fyrir nokrum vikum

í fréttum og vissi þá ekki af því að til voru konur í Reykjavík sem áttu í engan annan stað að venda í höfuðborginni en hálfgert neyðarskýli fyrir konur sem ekki var opið að degi til. En menn og konur eiga að eiga það sem þeir eiga. Þessi sama kona brást skjótt við og í dag hefur þetta heimili fyrir útigangskonur verið opnað allan sólarhringinn. En það gerðist ekkert í málinu fyrr en fjölmiðlar opnuðu augu borgarfulltrúans. Talandi um fjölmiðla. Það merkilegasta varðandi fjölmiðla hér á landi undanfarið er án efa nýja fréttastofan NFS og andlát DV. Fagna ég hvoru tveggja. Nýir menn í brúnni á DV eiga erfitt verk fyrir höndum.

sér á strik þegar tíminn var búinn. Og fréttayfirlitið varð að komast að. Vona ég að stöðin og þeir sem þar ráða för sjái að sér og taki fréttayfirlitið út á hálfa tímanum sem allra fyrst. Einnig myndi ég vilja sjá fleiri vana fréttamenn að störfum á NFS. Annað sem ég vildi að NFS gerði í framtíðinni er að draga stórlega úr endalausum fréttum frá áflogunum í miðausturlöndum. Ég á mér þann draum að á því verði gerð könnun hér á landi hve margir hafa í raun og veru áhuga á þessum fréttum. Ég held að þeir séu sárafáir en hef vitaskuld ekkert í höndunum fyrr en einhver tekur sig til og lætur spyrja landann að þessu í skoðanakönnun. Vona ég að það gerist sem fyrst. Það er varla hægt að ljúka þessum pistli án þess að minnast á strákana okkar. Mér fannst frammistaða íslenska landsliðsins mjög góð á EM og fylgdist spennt með leikjunum. Auðvitað voru vonbrigðin mikil þegar við lékum gegn Króötum, Dönum og Norðmönnum en við verðum að hafa það hugfast að liðið varð fyrir miklum skakkaföllum vegna meiðsla lykilmanna. Framundan eru tvær spennandi viðureignir við Svía og ef við náum betri útkomu úr tveimur leikjum gegn þeim skilst mér að Ísland verði með á HM í Þýskalandi í ársbyrjun 2007. Það yrði nú aldeilis glæsilegt ef það tækist. Stórhöfði

STÓRhöfði skrifar: Reyndar eru miklir hnökrar á starfsemi NFS að mínu mati en ég ákvað strax í upphafi að gefa þessari stöð tækifæri. Það tækifæri er nú senn liðið og ég vil sjá breytingar á ýmsu sem þar er gert. Til að mynda vil ég afnema með öllu fréttayfirlitið á hálfa tímanum. Landið okkar er lítið og við getum ekki ætlast til þess af nokkrum fjölmiðli hér á landi að hann ausi yfir okkur fréttum á hálftíma fresti. Endurtekningarnar eru enda gríðarlegar á NFS og það atriði sem fer mest í taugarnar á mér á þessari fréttastöð. Það hefur gerst í hreint óteljandi skipti að stjórnendur þátta og viðmælendur hafa verið að ná

Mikið stuð verður á Góugleði Fylkis - sem fram laugardaginn 18. febrúar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður ræðumaður kvöldsins ,,Þar sem Góugleði Fylkis er 10 ára um þessar mundir munum við hjá kvennakvöldsnefnd reyna að gera þetta kvöld eftirminnilegt. En fyrst og fremst er það stemningin hjá okkur kvennfólkinu sem gerir þetta kvöld þannig að við verðum allar sem ein ánægðar,’’ segir Guðrún Ósk Jakobsdóttir í Kvennakvöldsnefnd Fylkis. Hið árlega Konukvöld Fylkis, Góðugleðin, fer að venju fram 18. febrúar í Fylkishöllinni. Fylkiskonur leggja jafnan línuna fyrir Konukvöldið og nú er það glamúr, gull og silfur sem verður í fyrirrúmi sem þema kvöldsins. Konukvöldin hafa jafnan verið mjög vel sótt og búist er við góðri mætingu 18. febrúar. ,,Við kvetjum allar konur til að mæta og skemmta sér vel. Það verður auðvitað erfitt að toppa Herrakvöldið þar sem rúmlega 700 karlar troðfylltu sal Fylkishallar, en við getum styrkt stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna með því að mæta og taka vinkonurnar með.

Við hjá kvennakvöldsnefnd reynum að gera okkar besta til að skemmta kvennfólkinu og það verður margt skemmtilegt í boði. Við hlökkum til að sjá Fylkiskonur í sínu fínasta skarti um leið og við þökkum fyrir öll hin árin,’’ sagði Guðrún Ósk. Ræðumaður kvöldsins verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk. Borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20.00 en 100 fyrstu konurnar sem mæta á staðinn eftir að húsið opnar fá glæsilega gjöf. Veislustjórar verða Helgi og Búbbi. Á matseðlinum er meðal annars einiberjagrafinn lax sinnepssósu, Saltfisksalat með ristuðu grænmeti, innbakað lambalæri með kryddjurtasósu, ítölsk brauð, pestó og ólífur og svona mætti lengi telja. Miðaverð er aðeins kr. 3.700,Hægt er að panta miða í Fylkishöll og í síma 567-6467 til fimmtudagskvölds 16. febrúar. Í næsta blaði birtum við fjölda mynda frá Góugleðinni.

Þessi unga dama skemmti sér vel á Góugleði Fylkis í fyrra.


Árbæjarútibú er flutt

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 30993 01/2006

Höfum opnað nýtt og glæsilegt útibú að Kletthálsi 1.

410 4000 | landsbanki.is


4

Matur

Árbæjarblaðið

Hin Hliðin:

Léttsteikt lifur í brúnni sósu - segir Pétur Helgason, gæðastjóri Vífilfells og langhlaupari

Matgæðingarnir

Sveppasúpa, grænmetisbaka og eplakaka

Hjónin Anna María Helgadóttir og Benedikt Hálfdánarson ásamt börnum sínum.

Hjónin Anna María Helgadóttir og Benedikt Hálfdánarson, Selásbraut 46, eru matgæðingar Árbæjarblaðsins að þessu sinni. Girnilegar uppskriftir þeirra fara hér á eftir: Ljúffeng sveppasúpa (forréttur) Smjör til steikingar. 1 askja ferskir sveppir. 1 matreiðslurjómi. Sveppatengingar frá Knorr. Vatn og smá mjólkursletta. Kjötkraftur. Maizenamjöl. Salt og pipar. Skera sveppi í sneiðar, setja smörklípu í pott, skella sveppum í pottinn og láta krauma í smástund. Salta og pipra eftir smekk. Þegar vökvinn af sveppunum er orðin þónokkur þá skellið 1 til 2 dl. af matreiðslurjóma út í og látið malla í smástund. Setjið síðan 1 tening af sveppakrafti út í og hrærið vel. Þegar þetta er búið að malla í smá tíma þá setjið þið slumb af mjólk og vatni út í, fer eftir hve margir ætla að borða súpuna. Hrærið upp að suðu. Í lokin er síðan sett smá meiri

ÁB-mynd PS

250 gr. hveiti. 1/2 tsk. salt. 1 stk. eggjarauða. 4 msk. vatn. Takið smjörið út með góðum fyrirvara eða létt mýkið það í örbylgjuofni. Hnoðið smjörið við hveitið. Saltið síðan og vinnið deigið vel saman. Bætið eggjarauðu og vatni saman við og gætið þess að vinna deigið ekki of mikið. Látið bökudeigið standa í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur áður en það er flatt út. Til að fá deigið stökkara er smjörmagnið minnkað um 30-40 gr. Fletjið deigið þunnt út og setjið í form, gatið hér og þar með gaffli.

eða þar til þetta er orðið fallega gulbrúnt. Berið fram með pasta, góðu salati og hvítlaukssósu helst ,,úrvals hvítlaukssósa.’’ Gómsæt eplakaka (eftirréttur)

Fylling Smjör. 150 gr. sveppir. 1 stk. rauðlaukur. Útlenskt brokkólí og blómkálsbland frosið, má auðvitað vera ferskt. 3 stk. egg. 125 ml. matreiðslurjómi. Salt og pipar. 1 stk. sveppakraftskubbur.

Hrærið sykurinn og smjörið vel saman. Setjið eitt egg í einu út í. Skafið skálina vel á milli. Blandið saman hveiti og lyftidufti og hrærið saman við. Setjið 1/3 af deiginu í form u.þ.b. 5-7 cm hátt. Afhýðið eplin og fjarlægið kjarnann, skerið í bita og raðið þeim þétt yfir botninn. Stráið kanilsykri og söxuðu súkkulaði yfir eplin. Setjið afganginn af deiginu yfir. Bakið við 170°C í u.þ.b. 30 mínútur. Saxið Síríus suðusúkkulaðið mjög smátt og stráið yfir barm-

Steikið sveppina upp úr smjöri og svissið laukinn með, skellið sveppa-

Pétur Helgason er mikill áhugamaður um langhlaup og hlaupahópa og einn af aðalmönnunum í virkum hlaupahópi í Árbænum. Pétur sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni og fara svör hans hér á eftir: Fullt nafn: Pétur Helgason. Aldur: 48 ára. Maki: Magdalena Lára Gestsdóttir. Börn: Ylfa, Anna, Þóra, Kata og Heiðdís. Bifreið: 3 x Nissan. Starf: Gæðastjóri Vífilfells. Uppáhaldsmatur: Léttsteikt lifur í brúnni sósu. Uppáhaldsdrykkur: Ískalt Coca-Cola. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: London Marathon á Eurosport. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hjálmar Hjálmarsson. Uppáhaldsútvarpsmaður: Friðrik Páll Jónsson. Uppáhaldsblað: Morgunblaðið. Uppáhaldstímarit: Lifandi vísindi. Besta bók sem þú hefur lesið: Glasbruket (Mýrin á sænsku). Uppáhaldsrithöfundur: Arnaldur Indriðason.

Uppáhaldsleikari íslenskur: Sigurður Sigurjónsson. Uppáhaldsleikari erlendur: Jack Nicholson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Geir H. Haarde. Fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni: Yfirleitt fylgjandi. Fallegasti íslenski kvenmaðurinn sem þú hefur séð fyrir utan maka: Dætur mínar fimm. Fallegasti erlendi kvenmaðurinn sem þú hefur séð: Sophia Loren. Uppáhaldssöngvari íslenskur: Stefán Hilmarsson. Uppáhaldssöngvari erlendur: David Bowie. Uppáhaldshljómsveit: Deep Purple. Diskur í mestu uppáhaldi í dag: Diskur með púðursykurtertunni hennar mömmu. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag: Björn Margeirsson hlaupari. Brýnasta málið í Árbæjarhverfi í dag: Bæta aðstöðu Fylkis. Mottó í lífinu: Ekki fresta því til morguns sem ég get gert í dag.

250 gr. sykur. 150 gr. smjör. 3 egg. 230 gr. hveiti. 1/2 tsk. lyftiduft. 2 stór græn epli. 150 gr. Síríus suðusúkkulaði (konsum). Kanilsykur. 50 gr. Síríus suðusúkkulaði (konsum).

Skora á Guðbjörgu og Dadda Anna María og Benedikt, Selásbraut 46, skora á Guðbjörgu Helgu Erlingsdóttur og Dag Björn Marcher Egonsson að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði í mars. matreiðslurjómi, allt eftir smekk hvers og eins. Bragðbætið síðan með kjötkrafti. Maizenamjöl eða hveitiblanda er síðan notuð til að þykkja súpuna. Borið fram með góðu brauði. Grænmetisbaka (aðalréttur) Bökudeig. 150 gr. kalt smjör.

kraftinum út í. Setjið spergilkál og blómkál saman við í restina og blandið vel saman. Hellið mestu af vökvanum af því annars bakast blandan ekki nógu vel. Verðu alltof blaut. Dreifið grænmetisblöndunni yfir útflatt bökudeigið. Pískið eggin með gaffli, setjið rjómann saman við og kryddið með salti og pipar áður en þið hellið yfir bökuna. Bakið við 190° C í um 25 mínútur.

ana á tertunni þegar hún kemur úr ofninum. Berið tertuna fram ylvolga með þeyttum rjóma. Hugmynd: Í staðinn fyrir epli er hægt að nota ferskar perur og það getur líka verið gott að setja svolítið af rúsínum yfir eplin eða perurnar. Verði ykkur að góðu, Anna María og Benedikt

Pétur Helgason gæðastjóri Vífilfells. Mottó hans í lífinu er að fresta ekki því til morguns sem hægt er að gera í dag.


... hrópa›i ég úr brekkunni flegar Pétur bró›ir spila›i fótbolta me› appelsínunum í gamla daga. „Áfram Fram!“ haf›i ég hrópa› me› honum árin á undan og í gegnum alla yngri flokkana í Safam‡rinni. Seinna meir átti ég eftir a› hvetja önnur Reykjavíkurfélög flegar ég var forma›ur ÍTR og vildi, flá sem nú, hag fleirra allra sem mestan. Nú hrópa ég „Áfram firóttur!“ flegar stelpan mín keppir me› sjöunda flokki. Vi› hvetjum flá áfram sem standa okkur næst, hvort heldur fla› eru fjölskyldume›limir e›a íflróttafélagi› í hverfinu e›a hvort tveggja. Eftir flví sem borgin stækkar ver›ur sjálfstæ›i hverfanna mikilvægara og heilbrig› skynsemi segir okkur a› best fari á flví a› fljónustan og umsjón hennar sé sem næst íbúunum. fijónustumi›stö›varnar eru n‡jasta dæmi› um framkvæmd á fleirri stefnu. En hvar í hverfi sem vi› eigum heima skiptir höfu›máli a› búa vi› trygg og sanngjörn lífskjör, gó›a menntun í leik- og grunnskóla og örugga heilbrig›isfljónustu flegar vi› eldumst. Fyrir flví hef ég beitt mér á sí›ustu tólf árum. Fyrir flví mun ég berjast í framtí›inni.


6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Brimborg flytur í glæsilegt húsnæði í Bíldshöfða ,,Brimborg keypti húsnæðið við Bíldshöfða og fékk endanlega afhent 1. okt. 2005. Þá var hafist handa við hönnun og endurgerð húsnæðisins. Húsnæðið hafði ekki hlotið viðhald að ráði svo árum skipti og því var mikið verk fyrir höndum. Einnig hafði aldrei verið gengið frá lóð og bílastæðum,’’ segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar sem hefur nú opnað glæsilega sýningasali við Bíldshöfða 8 en fyrirtækið er með höfuðstöðvarnar í Bíldshöfða 6. ,,Reynsla starfsmanna Brimborgar við rekstur bílaumboðs nýttist gríðarlega vel við endursmíði húsnæðisins og var náið samráð haft við alla þá starfsmenn sem koma til með að vinna á nýja staðnum. Þess má geta að aðeins tók rúma 3 mánuði að flytja Mazda í nýjan sýningarsal, eftir 4 mánuði var Citroën kominn inn og í lok febrúar verður verkstæði tilbúið og þá eru aðeins liðnir 5 mánuðir frá því framkvæmdir hófust. Því má segja að bílaumboð með tvö stór vörumerki hafi verið opnað á aðeins 5 mánuðum og er það líklega heimsmet,’’ segir Egill. Um ástæður þess að Brimborg keypti nýja húsnæðið segir Egill: ,,Meginástæður voru tvær. Í fyrsta lagi var Brimborg að taka við umboði Mazda hér á landi. Mazda er mjög öflugt vörumerki og því var strax lagt upp með að byggja glæsi-

lega aðstöðu fyrir Mazda, þ.e. sýningarsal, verkstæði og varahluti. Önnur ástæðan er gríðarlegur vöxtur Brimborgar undanfarin ár. Það hefur gert það að verkum að fyrirtækið hefur sprengt núverandi húsnæði utan af sér en þangað var flutt árið 1999 eða fyrir 7 árum. Þar hafa verið til húsa Ford, Volvo og Citroën. Mikill vöxtur í Citroën kallaði á stærri sýningarsal fyrir það vörumerki. Því var ákveðið að byggja sýningarsal í nýja húsnæðinu fyrir það merki og að auki verkstæði og varahluti. Það þýðir að Citroën flytur af Bíldshöfða 6 og um leið rýmkar um Ford og Volvo og auðvitað atvinnutækin frá Volvo líka.’’

Það er langt umfram áætlanir og því ljóst að viðskiptavinir okkar taka breytingunum vel.’’

Fjöldi nýrra bíla á leiðinni ,,Á næstunni munum við halda

áfram að bæta þjónustu og koma okkur betur fyrir í nýju húsnæði. Fjöldi nýrra bíla verður kynntur á árinu. Þar má nefna Volvo C70 sportbílin, Citroën C1 smábílinn sem smíðaður er í samvinnu við Toyota,

Ford Focus ST sportbílinn og Ford Sportrack pallbíl. Einnig kemur Mazda 2 til landsins í vor,’’ segir Egill Jóhannsson.

Mikil sala í Mazda og Citroën Fyrir viðskiptavini okkar hefur þetta gjörbreytingu í för með sér. Aukið úrval verður í boði þegar Mazda bætist við og einnig batnar þjónusta við kaup á nýjum Citroën bílum því nýi salurinn er mun stærri og betri. Þjónusta batnar til muna því afköst verkstæða Brimborgar aukast um 50% við þessa breytingu. Fjöldi bilastæða eykst til muna því með þessari breytingu og viðbót á Bíldshöfða 2a þá hafa bæst 200 bílastæði við hjá Brimborg á nokkrum mánuðum. Mikil aukning hefur orðið í sölunni frá því við opnuðum og á fyrsta mánuði hafa selst yfir 80 Mazda bílar og 40 Citroën bílar eða yfir 120 bílar.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, við nýja húsnæðið að Bíldshöfða 8.

Frá vígslu vatnspóstsins sl. sumar.

ÁB-mynd PS

ÁB-mynd PS

Rótarý en ekki Lions

Í greinaskrifum í síðasta Árbæjarblaði um gönguhóp vaskra karlmanna í hverfinu var skrifað um vatnspóst sem tekinn var í notkun sl. sumar í Elliðaárdalnum.

Hið rétta er að það var Rótaræyklúbbur Árbæjar sem hafði forgöngu um uppsetningu vatnspóstsins en ekki Lions og er beðist velvirðingar á missögninni.

Blóðgjöf í Bíldshöfða Rauði Kross Íslands gaf Blóðbankanum fullkominn blóðsöfnunarbíl árið 2002. Blóðsöfnun hefur farið fram í honum tvo daga í viku og er safnað mestmegnis í Reykjavík og nágrannabyggðum. Árið 2005 var þó farið í blóðsöfnum um Snæfellsnesið og norður á Sauðárkrók og Blönduós. Nú stendur til að fjölga ferðum í þrjár á viku og vera alltaf þriðja fimmtudag í mánuði við Húsgagnahöllina Bíldshöfða 20, klukkan 13-17. Starfsfólk Blóðbankans vonast til

að Grafarvogsbúar, Árbæingar og þeir sem vinna á Bíldshöfðanum geti komið og gefið blóð á þessum dögum. Blóðbankinn þarf dag hvern á um 70 blóðgjöfum að halda til að anna þörf heilbrigðisstofnanna um allt land. Brettum upp ermar og gefum blóð. Blóðgjöf er lífgjöf Nánari upplýsingar um Blóðbankann og ferðir bílsins má sjá á www.blodbankinn.is

Snyrtið gróður sem vex út fyrir lóðamörkin Í Reykjavík er víða gróskumikið og Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar mun á næstunni beita sér fyrir því að gróður sem vex út fyrir lóðamörk verði snyrtur. Lóðareigendur og umráðamenn lóða eru hvattir til að snyrta gróður á lóðum sínum sem liggja að götum, gangstéttum og stígum svo hann hindri ekki umferð utan lóðamarka. Með vísan til ákvæða í byggingareglugerð Reykjavíkur nr. 441/1998 (greinar 68.4 og 68.5) geta borgaryfirvöld látið fjarlægja slíkan gróður á kostnað lóðareigenda. Starfsmenn Framkvæmdasviðs vona að til þess þurfi ekki að koma og hafa lóðareigendur tíma til loka mars að sinna þessu verkefni. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir stjórnandi verkefnisins Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur.


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn til starfa hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts:

Sigrún tekur við starfi framkvæmdastjóra Sólveig Reynisdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. Þjónustumiðstöðin hefur verið rekin sem útibú frá Breiðholti frá formlegri opnun síðastliðið haust en verður gerð að sjálfstæðri miðstöð með ráðningu framkvæmdastjóra. Sólveig hefur gegnt starfi félagsmálastjóra og síðar sviðsstjóra fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar frá árinu 1986. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi á Vífilsstöðum, við Barna- og

unglingadeild Landsspítalans og við Útideild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Sólveig lauk starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Lundi árið 1979, framhaldsnámi í félagsráðgjöf við sama skóla árið 1986 og viðbótarnámi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntunarstofnun HÍ árið 2001. Sólveig hefur ennfremur lokið styttri námsleiðir í stjórnun og stofnanaþróun við NOPUS, endurmenntunarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Sólveig hefur setið í fjölmörgum stjórnum á ferli sínum, meðal annars sem formaður Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi, í stjórn Fjöliðjunnar á Akranesi, Ungmennahúss á vegum RKÍ, sem starfsmaður stýrihóps við undirbúning fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar og í stjórn rekstrarfélags knattspyrnudeildar kvenna á vegum ÍA. Þjónustuog rekstrarsvið Reykjavíkurborgar hefur rekið fimm þjónustumiðstöðvar og eitt útibú í hverfum borgarinnar frá því í haust. Á miðstöðvunum er

veitt félagsleg ráðgjöf, sálfræðiog kennsluráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna, frístundaráðgjöf og fleira. Þar er hægt að sækja um ýmiss konar þjónustu, svo sem leikskólapláss, fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur og heimaþjónustu. Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva annast undirbúning og framkvæmd funda hverfisráða og fylgja eftir margskonar stefnumörkun borgarinnar í hverfunum, s.s. forvarnarstefnu og fjölmenningarstefnu. Nánari upplýsingar um starf-

Sólveig Reynisdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. semi þjónustumiðstöðvanna er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Hægt er á fá samband við þjónustumiðstöðvarnar í þjónustusíma Reykjavíkurborgar 411-1111.

Kæru viðskiptavinir! Allan febrúar bjóðum við lita-strípu-permanent viðskiptavinum upp á Parafin handarmeðferð sem er frábært fyrir hendurnar á þessum árstíma.

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir

Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00 Pöntunarsími: 567-6330


Hugsum stórt

Framtíðin er björt

Ágætu Árbæingar. Ég þakka þann stuðning sem ég hef ætíð fengið í störfum mínum í borgarstjórn. Ég trúi á aukna samvinnu borgaryfirvalda við íbúa í hverfum, hef stutt að þjónustumiðstöðvar starfi með fólkinu og vil aukið samráð við íbúa og samtök þeirra um mál eins og umferðaröryggi og umhirðu. Ég er stoltur af þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í skólum hverfisins, og þakka þann áhuga sem foreldrar sýna. Nú leggjum við

í enn eitt átakið í skólamálum: Á næstu þremur árum verjum við meira en 300 milljónum króna til skólalóða. Þá viljum við hrinda í framkvæmd hugmyndum um að færa tómstundir barna framar á daginn og tengja við skólastarf. Íþróttamál Árbæinga kalla á úrbætur sem nú eru komnar í áætlanir borgarinnar. Borgin þarf að taka forystu um málefni eldri borgara, þau eiga að vera heildstæð og á einni hendi, bæði heimaþjónusta eimaþjónusta og heimahjúkrun.

Ég á mér hugsjónir fyrir okkur öll: Borgin er skjól, hún er líf okkar og veitir störf, hún er sameign þar sem virða á litróf lífsins og leyfa öllum að njóta sín eins og draumar segja til um. Árbæingar geta treyst því að ég tek leiðsögn um það líf sem þeir vilja lifa. Ég verð borgarstjóri fyrir allt það góða fólk sem býr í Reykjavík og óska eftir stuðningi í fyrsta sæti áfram í prófkjörinu um helgina!

Kjósum borgarstjóra! Kosningaskrifstofa Laugavegi 103 Sími 578-3390 / 824-3390 www.stefanjon.is stefanjon@stefanjon.is Prófkjör fer fram dagana 11. og 12. febrúar. Búið er að opna fyrir utankjörstaðarkosningu á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Opið frá kl. 10 –18. Pantið ókeypis akstur á kjörstað núna eða á kjördag í síma 578-3390 eða 824-3390.


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi:

Árbæingar - til sigurs! Kæru Árbæingar! Ég sækist eftir stuðningi ykkar til forystu í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 11. og 12. febrúar næst komandi. Kosið verður á fimm stöðum í borginni, þar á meðal Fylkishöllinni í Árbæ. Ástæða er því til að hvetja Árbæinga til að nýta tækifærið til að hafa áhrif. Hin nýja Reykjavík er að mótast; kraftmikil og spennandi. Brýn verkefni bíða úrlausnar. Uppbygging blómlegra íbúahverfa, metnaðarfull þjónusta og fjárfesting í menntun barna og lífsgæðum borgarbúa verður að halda áfram óhindruð á komandi árum. Ég leita eftir ykkar umboði til að vinna áfram að þeim verkum.

50% fækkun slysa á börnum í borginni. Byggt hefur verið við alla skólana í hverfinu og Ingunnarskóli var nýverið vígður í Grafarholti. Grafarholt og nýja hverfið í Norðlingaholti gera Árbæinn reyndar að einhverju mesta uppbyggingarsvæði landsins. Á svæðinu á milli Árbæjarskóla, kirkjunnar og Ársels skipulögðum við torg í samvinnnu við íbúa. Því gáfum við nafnið Árbæjartorg. Það á að vera grunnur að því að hægt sé að þróa og byggja upp í tengslum við stofnanirnar sem þar eru auk þess sem svæðið á að nýtast börnum til útileikja og settar voru upp tvær körfuboltakörfur og leikkastali skammt frá.

Miklar framkvæmdir

Bókasafn og þjónustumiðstöð

Þetta kjörtímabil hefur einkennst af miklum framkvæmdum í Árbæjarhverfi. Við höfum innleitt umferðaröryggisáætlun borgarinnar í hverfið með gerð hraðahindrana og þrenginga. Þessi áætlun hefur skilað

Í aðstöðumálum Fylkis ber það hæst að nýtt gervigras var lagt á gamla malarvöllinn. Að auki var útbúinn minni völlur þar við hliðina fyrir æfingar og leik. Slíkir vellir

sem nefndir hafa verið battavellir eru einnig orðnir að veruleika í Grafarholti og í Ártúnsholti er battavöllur við Ártúnsskóla á fjárhagsáætlun þessa árs. Fylkir hefur einnig sett sér framtíðarsýn um uppbyggingu í Lautinni sem spennandi verður að vinna að á komandi árum. Umtalsverðir fjármunir eru ætlaðir til þessarar framkvæmdar á fjárhagsáætlun Ég er þó ekki síður ánægður með að við fundum loksins lausn í húsnæðismálum bókasafnsins sem hefur verið áratuga draumur í hverfinu. Það fékk nafnið Ársafn og sómir sér vel í nýja þjónustukjarnanum. Þegar til langs tíma er litið munar þó ekki minnstu um nýju þjónustumiðstöðina sem fundin var staður í Orkuveituhúsinu. Dagur B. Eggertsson.

Það skiptir máli hverjir stjórna Aukin þjónusta og framkvæmdirnar í Árbænum endurspegla að á

síðustu árum hafa Reykvíkingar upplifað eitt mesta framfaraskeið í sögu borgarinnar. Atvinnulíf og íþróttir, menntun og menning hafa

blómstrað sem aldrei fyrr. Við höfum tekið þátt í að skapa nýja Reykjavík; borg sem er kraftmikil, skemmtileg og spennandi. Borgin okkar er full af tækifærum og þannig á hún að vera. Leiðarljós okkar á næstu árum er að tryggja íbúum örugg hverfi, heilbrigð uppeldisskilyrði og öfluga þjónustu við fjölskyldur. Heilsuefling, hreyfing og forvarnir eru forgangsmál í nýju Reykjavík og íbúar eiga að geta gert kröfu um sýnilega löggæslu í öllum hverfum. Aldraðrir eiga það skilið að við lyftum grettistaki í þeirra þágu, heilsugæsluna þarf að efla, ekki síst í Árbæ þar sem beðið hefur verið eftir aukinni heilsugæslu í meira en tíu ár. Ég skora á alla Árbæinga að leggja leið sína í Fylkishöllina um næstu helgi og stilla upp sigurliði á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Höfundur er í framboði til 1. sætis í prófkjöri Samfylkingarinnar www.dagur.is

Kjósum Gunnar Hjört Gunnarsson í 4.-5. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Helstu baráttumál Gunnars eru: 1. Flugvöllinn burt 2010 2. Sundabraut í ytri leið 3. Strætisvagnakerfið verði bætt

Ólafur Hilmar Sverrisson, útibússtjóri KB banka í Árbæ, ásamt vinningshafanum úr Árbæ, Ívari Erni Jóhannessyni og Lindu Dagmar Hallfreðsdóttur, starfsmanni KB banka í Árbæ.

Bílprófsstyrkur til KB Námsmanna Árlega veitir KB Banki nokkrum viðskiptavinum í KB Námsmönnum bílprófsstyrki. Að þessu sinnu var einn íbúi í Árbæ, Ívar Örn Jóhannesson, meðal hinna heppnu og var myndin tekin þegar Ólafur Hilmar Sverrisson, útibússtjóri og Linda Dagmar Hallfreðsdóttir afhentu Ívari styrkinn. Allar nánari upplýsingar um bílprófsstyrki og annað sem er í boði fyrir námsmenn hjá KB Banka má finna á slóðinni: www.kbnamsmenn.is

Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkarþjónusta er að Gylfaflöt Árbæingar! Reynið viðskiptin - Frábær og góð3verð

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


12

13

Herrakvöld Fylkis 2006

Veislustjórinn Gísli Einarsson varaði menn við þessum ,,forljótu’’ strákum úr meistaraflokki sem þjónuðu til borðs.

Haraldur í Andra skálar við félaga sinn.

Sigrún Jónsdóttir formaður Knattspyrnudeildar Fylkis ásamt góðum vini.

Sannir Fylkismenn á góðri stundu.

Árbæjarblaðið

700 karlar á Herrakvöldi

Rakari ljósmyndara ÁB, Ragnar Harðarson, ásamt félaga sínum.

Fylkis

Herrakvöld Fylkis, það 16. í röðinni, var haldið á bóndadaginn að venju í Fylkishöllinni og var mikið um dýrðir og fjölmenni mikið en alls mættu 700 karlar á svæðið. Ræðumaður kvöldsins var Sverrir Hermannsson og skemmtikraftur Steinn Ármann. Veislustjóri var Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, sem þekktastur er fyrir þætti sína Út og suður. Er ekki ofsagt að Gísli sló í gegn með vaskri framgöngu sinni og bætti upp frekar dauflegan ræðu-

mann og skemmtikraft. Borð svignuðu undan kræsingum en þorramaturinn kom að venju frá Eldhúsi sælkerans og olli ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Frábær matur. Málverkauppboð gekk vel og margir gestanna hurfu til síns heima með glæsilega happadrættisvinninga meðferðis. Hér á síðunum eru myndir frá Herrakvöldinu og eins og sjá má var fjörið mikið og allir skemmtu sér vel að venju.

Ljósmyndir: Einar Ásgeirsson

Herrakvöld Fylkis 2006

Árbæjarblaðið

Ketill Pálsson, fyrrv. kennari í Árbæjarskóla, Jóhann Þórarisson, fyrrv. smíðakennari í Árbæjarskóla, Ragnar Guðmundsson, fyrrv. yfirkennari Árbæjarskóla og Guðjón Baldursson.

Menn þurfa að ræða hitt og þetta á herrakvöldi.

Gunnar, Jón Þorsteinn og lengst til hægri er Kiddi málari.

Bjarni Óskarsson og Herluf Clausen.

Alvarlegir herrrar á herrakvöldi.

Steinn Halldórsson og Sigurður Haraldsson.

Tóti Dan, Axel Örn, Guðmundur Óli, Kristinn Tómasson og Birgir Helgason.

Tveir úr Old Boys liði Fylkis sem varð Íslandsmeistari 2005.

Gísli ,,Út og suður’’ Einarsson, veislustjóri var maður kvöldsins.

Helgi og Kjartan

Kristján Þórðarson, Sigmundur Kristjánsson og Guðjón Eiríksson skíðamaður.

Svavar stuðningsmaður nr. 1 og Birgir Helgason.

Tveir úr Ártúnsholtinu.

Fjölmenni í frábærri veislu. 700 karlar úðuðu í sig þorramat frá Eldhúsi Sælkerans.

Þessum líkaði vel það sem fram fór.

Marteinn Geirsson og Tómas Kristinsson.

Menn skemmtu sér vel enda mikið um að vera.

Pétur Stefánsson og Jón Árnason skemmtu sér vel á Herrkvöldinu.

Óli Pé og Óli Haffa.

Það var mikið fjör á þessu borði enda óumdeildir töffarar á ferð: Frá vinstri. Gísli Hjálmtýsson, Haraldur Úlfarsson, Guðjón Karl Reynisson, Valur Ragnarsson og Anton Karl Jakobsson.

Kjartan Daníelsson, Jón Magnússon og Björn Ágústsson.

Feðgarnir Helgi Már ,,Hattur’’ og Bjarni Magnússon.

Bjarni Sveinsson, til vinstri, mætti eins og vanalega.

Þrír fræknir feðgar úr Árbænum. Frá vinstri: Guðmundur Gíslason, Gisli Viggóson og Kjartan Gíslason.


14

Fréttir

Árbæjarblaðið

Stefán Jón Hafstein gengur með borgarstjórann í hjartanu!

Fólkið veit hvað það vill Stefán Jón Hafstein vill halda áfram að færa þjónustu út í hverfin til fólksins svo það hafi áhrif á forgangsröð í samfélaginu. Árbærinn er gott dæmi um þroskað samfélag sem stendur vel undir því að hafa áhrif á gang mála, svo sem umferðaröryggi og umhirðu, gegnum samtakamátt íbúa. Hann segir að reynsla sín sem formaður eins hverfisráðanna hafi kennt sér margt. ,,Bygging nýrrar þjónustumiðstöðvar í Árbæjarhverfi er hluti af þeirri stefnumörkun borgaryfirvalda að færa borgarbúum aukin áhrif á það hvernig skattfé þeirra er varið og að bæta þjónustuna við íbúana. Tengsl við íbúa aukast, og sameinginlegur skilningur á markmiðum og leiðum til að bæta hverfisvitund verður dýpri. Því hefur það vakið furðu mína að sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagst gegn þjónustumiðstöðvum í hverfunum, þrátt fyrir að lýsa yfir ánægju með nær áratugs reynslu af Miðgarði í Grafarvogi. Hvers vegna vilja þeir neita t.d. Árbæ um þann góða árangur sem náðst hefur með Miðgarði?’’

Skólalóðir í forgang ,,Dæmi um þjónustu út í hverfin er nýja bókasafnið í Árbæ sem heppnaðist mjög vel og sem formaður menningarmálaráðs veit ég að þjónusta bókasafna er fólki mjög dýrmæt. Hvað varðar annað í hverfinu er viðurkennt að Fylkir er nú kominn efst á blað með nýjar framkvæmdir, fyrir liggur ítarleg úttekt og við munu leggja til aukin framlög til Fylkis í næstu þriggja ára áætlun borgarinnar. Ég hef vissulega samúð með stórum hópi fimleikafólks í hverfinu vegna aðstöðuleysis en að sama skapi er ég, sem formaður menntaráðs, stoltur

af skólunum í hverfinu. Þeim er stjórnað af fítonskrafti og foreldrasamfélagið er vel virkt. Árangurinn í forvarnarmálum er sérlega ánægjulegur í hverfinu. Nýtt húsnæði hefur verið opnað við Selásskóla, Árbæjarskóla og Ártúnsskóla, og nú er komið að lóðunum. Næstu þrjú ár verða settar 330 milljónir aukalega í skólalóðir og veit ég að því átaki verður vel fagnað.’’

Umferðaröryggi í samstarfi við fólkið í hverfinu ,,Í framboði mínu til fyrsta sætis í prófkjöri Samfylkingarinnar hef ég lagt áherslu á að enn beri að auka svokallaða hverfavæðingu. Ég tel að ná megi því markmiði með því að efla hvers konar íbúasamtök sem starfa á lýðræðislegum grunni, og bæta tengsl þeirra við hverfaráðin. Í hverfisráði Grafarvogs héldum við íbúaþing með Miðgarði þar sem kom í ljós að umferðarmál voru fólkinu hugleikin. Hverfisráð skipaði því sérstakan umferðaröryggishóp sem í voru fulltrúar frá lögreglu, íbúasamtökum og ráðinu sjálfu. Fólkið fór um hverfið og skilaði skýrslu um nauðsynlegar úrbætur sem við höfum markvisst fylgt eftir. Nú hefur verið mælt með því að þetta vinnulag verði tekið upp í öllum hverfum borgarinnar á vegum hverfisráðanna. Árbærinn verður því ekki afskiptur. Ég tel að sams konar vinnulag eigi að viðhafa í fleiri grenndarmálum, svo sem við umhirðu á opnum svæðum og umhverfismálum sem tengjast þeim. Það þarf að auka samstarf þjónustumiðstöðvanna og hverfisbækisstöðva garðyrkju og framkvæmda og gera borgarstarfsmenn okkar í hverfunum meðvitaða og ábyrga um óskir og forgangsröðun íbúanna.’’

Styrkari tengsl foreldra og skóla ,,Dæmi um verkefni sem ég hef beitt mér fyrir með stofnun þjónustumiðstöðva er í Breiðholti. Þar hef ég sem formaður menntaráðs komið á laggirnar samstarfi foreldrasamtakanna Samfoks og þjónustumiðstöðvar um að byggja upp

foreldraráðin í skólum hverfisins og bæta samskipti foreldra og skóla. Þetta verkefni á síðan að nýtast í öðrum hverfum, rétt eins og umferðaröryggisstarfið í Grafarvogi. Íbúar Árbæjar munu sannarlega njóta þess að við höfum markvisst stefnt að því að færa þjónustuna út í hverfin og ég vil gjarnan fá að leggja mitt af mörkum á næsta kjörtímabili til að þróa þessi mál enn frekar með íbúum hverfanna.’’ - Hverjar telurðu sigurlíkur þínar vera í prófkjörinu? ,,Það er því mjög mikilvægt að stilla upp sigursælum lista í vor undir öflugri forystu sem hefur breiða skírskotun, bæði innan flokksins og út fyrir flokkinn. Annars er tómt mál að tala um að Samfylkingin vinni sigur í vor. Við Vilhjálmur Vilhjálmsson erum ákaflega ólíkir stjórnmálamenn, ég hef ekkert slæmt um hann að segja, en tel hann af gamla skólanum. Ég boða ný stjórnmál og er ekkert feiminn við að tala um hugsjónir, manngildi, tilfinningar og sameiginlega reynslu þeirra sem byggja þessa borg. Ég finn að fólk þekkir mig af áralöngu starfi í opinberu lífi, veit hvar það hefur mig, og trúnaður ríkir um þá grundvallarstefnu að manngildi sé ofar öðru. Borgin er okkar allra, við eigum að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla.’’ - Hvar staðseturðu þig innan Samfylkingarinnar? ,,Ég sagði í blaðaviðtali að ef við lítum á Samfylkinguna sem líkama þá stæði ég í hjarta Samfylkingarinnar. Ég var í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Samfylkingarinnar. Það var fyrsti stjórnmálaflokkur sem ég gekk í og ég gerði það á stofnfundinum og var síðan kosinn formaður framkvæmdastjórnar. Það var draumur okkar að stofna flokk til þess að fólk eins og Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson og þúsundir annarra gengju til liðs við okkur. Sá draumur hefur ræst. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu frá upphafi. Einhver sagði að ég væri með borg-

arstjórann í maganum, það er rangt, ég er með borgarstjórann í hjartanu. Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður og hef mjög mikinn áhuga á atvinnulífi og sköpun góðra starfa. Menntun og skólamálin eru mér kærust, þau eru kjarninn í efnahagsstefnu nútímans. Ég vil búa til þjóðfélag sem býður upp á jöfn tækifæri og þar er menntunin lykilatriði. Umhverfið og náttúran eru líka málefni sem ég læt mig varða eins og menn vita. Ég er með þessar þrjár stoðir í minni pólitísku sýn: menntun, frjótt atvinnulíf og umhverfið. Almenningur þekkir mig frá fornu fari, ég hef verið lengi í opinberu lífi, ég hef látið til mín taka í svo mörgu að ég held að þegar kemur til þess að Reykvíkingar kjósa borgarstjóra í vor þá hafi ég trúverðugleika gagnvart almenningi sem er nauðsynlegur fyrir oddvita Samfylkingarinnar í þessari miklu baráttu. Það er skrítið að segja þetta um sjálfan sig, en vissulega skiptir persónufylgi máli. Ég finn að fólk metur framgöngu mína í fjölmiðlum, það skilur hvað ég er að tala um þótt ekki séu allir alltaf sammála, fólk vill einlægni og að maður sé samkvæmur sjálfum sér. Fólk veit hvar það hefur mig og veit að ég hleyp ekki eftir hverju sem er. Lykill að sigri í vor er breið skírskotun til borgarbúa.’’ - Hvers vegna er stefnt að gjaldfrjálsum leikskóla á næsta kjörtímabili? Er það ekki dýrt fyrir borgina? ,,Það kostar rúmlega milljarð en ég held að það sé þess virði. Þetta er mikil lífskjarabót fyrir ungt barnafólk sem ég held að sé sá hópur í dag sem eigi erfiðast uppdráttar. Um er að ræða a.m.k. 200 þúsund króna kjarabót fyrir fjölskyldu á ári sem ætti að gagnast mjög vel. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann á að vera stéttlaus eins og grunnskólinn. En það er mjög mikilvægt að samtímis því að gjaldfrjálsir leikskólar verða innleiddir verði innviðir þeirra styrktir. Við

viljum gjaldfrjálsan og góðan leikskóla.’’ - Hvað mótar stjórnmálaskoðanir Stefáns Jóns? ,,Manngildi. Þegar félagar mínir í menntaskóla voru uppteknir af kommúnisma talaði ég um húmanisma, eða manngildishugsjón. Svo kom hin hörmungin, frjálshyggjan. Þá var ég fréttaritari og námsmaður í Bretlandi - þegar Thatcher tók við. Ég var námsmaður í háskóla í Bandaríkjunum þegar Reagan stjórnaði. Þessi tvö gerðu mig endanlega að frjálslyndum jafnaðarmanni með manngildishugsjón. Hörð hægrimennska grefur undan samfélaginu. Núna rekur ríkisstjórnin ójafnaðastefnu og samfélagið er byrjað að liðast í sundur. Fyrstu teiknin voru í haust þegar lágu launin í þessu allsnægtarþjóðfélagi voru orðin óbærileg. Við verðum að leyfa öllum að vera með. Við getum ekki látið lítinn hóp missa fótanna á þann hátt að hann geti ekki verið fullgildur þátttakandi í samfélaginu. Það veldur keðjuverkun sem stuðlar að því að samfélagið liðast í sundur.’’ - Þú hefur reynslu af því að vera við nám austan hafs og vestan, varst lengi í útvarpi og sjónvarpi, hefur ferðast til ótal landa og verið sendifulltrúi Rauða krossins í Afríku, en snýst ekki borgarstjórastarfið um gangstéttir og rusl? ,,Ég fékk dýrmæta reynslu og þekkingu á samfélaginu og stjórnmálum í fjölmiðlum. Hún nýtist mér vel í starfi í dag vegna þess að í raun og veru snúast fjölmiðlastörfin og stjórnmálin um mannleg samskipti. Eftir því sem maður öðlast meiri reynslu því dýpra verður innsæið. Ég held að innsæi og mannleg samskipti séu eiginleikar sem maður reynir að tileinka sér og maður er alltaf að læra. Borgarstjóri þarf að laða fólk til samstarfs en líka vera maður til að segja nei þegar það á við. Forystumenn í stjórnmálum verða að hafa skilning á því að þetta snýst


15

Árbæjarblaðið

Fréttir

um að öllum líði vel og séu öruggir saman í samfélagi. Hagvöxtur er ekki tilgangur lífsins þótt góður sé. Tilgangur lífsins er að okkur líði öllum vel, séum örugg saman og að einstaklingar fái jöfn tækifæri til að blómstra. Stjórnmálamenn spyrja alltof sjaldan um tilgang þess sem við erum að gera. Hvert er hið æðra markmið með því sem við erum að gera? Ég er orðinn lífsreyndur eins og spurningin ber með sér. Það er ekki nauðsynlegt fyrir næsta borgarstjóra í Reykjavík að hafa verið Rauða kross fulltrúi og sofið á moldargólfi í fjallaþorpi í Eþíópíu, en það hjálpar. Alveg eins og það er reynsla sem ekki hverfur að hafa staðið í þorpi í Írak sem sprengjur höfðu sent á steinaldarstig og fólkið með. Allt hjálpar, öll reynsla, líka sú að hafa fylgst með stjórnmálum austan hafs og vestan sem fréttaritari og hér heima sem gagnrýninn spyrill í fjölmiðlum áratugum saman. Og svo þakka ég fyrir þá reynslu að hafa verið fulltrúi Reykvíkinga í borgarstjórn í forystu fyrir málaflokka sem kosta litla 22 milljarða króna árlega. Vegna alls þessa veit ég að stjórnmál snúast um mannleg samskipti og mannleg samskipti snúast um traust.’’ - Kvíðir þú úrslitum í prófkjöri? ,,Nei, hvernig sem fer. Ég hef lýst því yfir að ég tek því sæti sem ég hafna í. Ég hef fengið að reyna svo ótrúlega margt. Ég hef fengið að njóta mín. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hvað ég hef fengið að lifa skemmtilegu lífi. Mér finnst stundum eins og guðirnir hafi gefið mér verðlaun - sem er þetta líf. Ég er mjög hamingjusamur og mjög þakklátur. Ég hef lifað góðu lífi. Það fyllir mann miklum friði. Stjórnmál snúast um traust, og ég treysti því að fólkið kjósi með hjartanu, og kjósi rétt.’’

Hugsum stórt! Hjónin Stefán Jón og Guðrún Kristín Sigurðardóttir saman þegar boltinn fór að rúlla!


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbærinn er úrvalshverfi Það er mikilvægt að rækta garðinn sinn. Á svipaðan hátt gefur það lífinu gildi að leggja rækt við mannlíf og ýmsan aðbúnað í hverfum borgarinnar. Mér sýnist af kynnum mínum af Árbæjarhverfi og Árbæingum að það hafi tekist ágætlega. Hverfið er vel í sveit sett, með góðu aðgengi að útivistarsvæðum og allir fylgja íþróttafélaginu Fylki að málum. Við sem erum áhangendur annarra liða vitum að kappleikurinn verður aldrei auðveldur þegar við mætum Fylki, en það er alltaf tekið vel og hlýlega á móti okkur. Mér finnst að það hafi tekist til með uppbyggingu íþróttamannvirkja í hverfinu, byggðin er fjölbreytt og maður skynjar kraft og sjálfsöryggi meðal íbúanna. En það má alltaf betur gera. Það þarf stöðugt að huga að umferðaröryggi, laga og bæta götur og göngustíga, sem eru margir og góðir í og við hverfið. Prófkjörsmálin Auðvitað er ýmislegt ógert og margt má laga. Að því vil ég vinna. Mig langar að nota tækifærið hér til að greina frá nokkrum áherslumálum sem ég held á lofti í þessari prófkjörsbaráttu. Fyrst vil ég nefna að ég hef á þessu kjörtímabili verið varaborgarfulltrúi og átt sæti í nokkrum nefndum, þar á meðal velferðarráði og umhverfisráði, jafnréttisnefnd, í stjórn hjúkrunarheimilis (Skógarbæ) og ég var formaður Innkaupastofnunar og Vélamiðstöðvar. Ég er hagfræðingur og stjórn-

málafræðingur að mennt og starfa í Seðlabanka Íslands, ásamt því að sinna stundakennslu í Háskóla Íslands. Skólaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg þjónustar íbúana á margvíslegan hátt, en útgjöldin eru ríflega 40 milljarðar króna á ári. Um helmingur fer í skólamálin, og er það vel, enda er með því lagður góður grunnur að lífi unga fólksins. Ég tel að það sé mikilvægt að hlúa vel að hverfisskólunum, sem eru oft mikilvægustu menningarstofnanir í hverju hverfi. Það þarf að tryggja góða fjölbreytni í starfinu þannig að hægt sé að koma sem mest til móts við þarfir hvers og eins nemenda. Þá tel ég að það verði að skoða vel hvort ekki beri að niðurgreiða skólamatinn meira en nú er gert. Ennfremur verður forgangsverkefni á næstu árum að endurbæta skólalóðir. Við þurfum sífellt að huga að þróun námsins, t.d. með því að vera með góðan tölvubúnað, en við megum ekki gleyma því að fá börnin til að hreyfa sig. Leikskólastarfið þarf ennfremur að þróa og efla, en það hefur verið athyglisvert að fræðast um tilraunastarf sem unnið hefur verið í leikskólum í samstarfi við Kennaraháskóla Íslands. Það sýnir að það er margt hægt að gera með börnum strax í leikskóla. Börnin eru framtíðin Í félagsmálum er einna brýnast að bæta stöðu þeirra barna sem búa við erfiðastar aðstæður. Það er gert með ýmsu móti á Velferðarsviði borgarinn-

ar, en betur má ef duga skal. Það er einkum mikilvægt að tryggja að Barnaverndin geti unnið vel og skipulega að þeim erfiðu málum sem hún sinnir. Hún hefur fengið til þess aukinn styrk og ég hef trú á að með því að færa þjónustuna nær íbúunum, m.a. með stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, verði hægt að efla þessa þjónustu. Ég vil auka jafnræði meðal barnanna í borginni. Liður í því er að draga sem mest úr þeim gjöldum sem foreldrar þurfa að greiða fyrir ýmsa tómstundaiðkun barnanna. Við vitum að gjöldin geta verið hindrun, og mér finnst að við eigum að klára sem fyrst þá vinnu sem hafin er við að meta hvernig hægt verði að koma á ókeypis íþrótta- og listiðkun barna upp að vissum aldri. Virðum aldraða Málefni aldraðra þarf að taka fastari tökum. Margt hefur verið gert, en það er líka ýmislegt óklárað. Einna brýnast er að ljúka sem fyrst að byggja nýtt hjúkrunarheimili með 110 hjúkrunarrýmum í Sogamýri þannig að hægt verði að bjóða þeim rými sem eru í brýnni þörf fyrir slíkt. Jafnframt þarf að halda áfram samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu þannig að aldraðir geti haft val um að búa lengur heima. Þá þarf í samstarfi við ríkisvaldið að fara heildstætt yfir málefni aldraðra. Við þurfum að sýna öldruðum meiri virðingu en tilhneig-

ing hefur verið til á síðustu áratugum. Jafnrétti Jafnréttismál eru mikilvægur málaflokkur sem vinna þarf vel í. Það hefur ýmislegt áunnist í jafnréttisbaráttu kvenna á umliðnum áratugum, en samt er enn langt í land með að jafnrétti náist. Einna brýnast er að vinna einarðlega að því áfram að útrýma þeim kynbundna launamun sem enn er til staðar. Þá þarf að láta jafnréttisumræðuna í ríkari mæli ná til fleiri hópa. Við þurfum að bæta stöðu fatlaðra, samkynhneigðra og nýbúa. Þar þurfum að vinna að því að samþykkja sérstaka mannréttindastefnu sem unnið er að. Það þarf að tryggja fötluðum sama aðgengi og öðrum að lífsins gæðum, það þarf að styrkja stöðu samkynhneigðra og koma í veg fyrir aðgreiningu nýbúa. Eitt mikilvægasta tækið til þess að koma í veg fyrir aðgreiningu nýbúa er að efla íslenskukennslu á meðal þeirra, einkum fullorðinna nýbúa - og það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til liðs við okkur í þeim efnum. Nýtum vel land, umhverfi og fé Skipulagsmál og umhverfismál eru stór og mikilvægur málaflokkur. Það þarf að tryggja fjölbreytta uppbyggingu sem þjónar borgarbúunum sem best. Það er brýnt að nýta borgarlandið vel, en nú fer um helmingur þess undir umferðarmannvirki og aðliggjandi svæði. Við þurfum auðvitað að komast leiðar okkar á greiðan hátt, en þegar

Stefán Jóhann Stefánsson. svona er komið verðum við aðeins að staldra við. Það þarf að þétta byggðina betur og við þurfum að huga aðeins betur að því hvernig við keyrum og ferðumst um borgina. Svifryk frá umferðinni er að verða vandamál og við því þarf að bregðast. Það er af mörgu að taka þegar ræða þarf um þá fjölbreyttu þjónustu sem borgin á að sinna. Það verður þó ætíð að hugsa til framtíðar í þessum efnum. Við þurfum ekki aðeins að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðarkynslóðir með góðu skólastarfi, félagsstarfi og skynsamlegri nýtingu lands og umhverfis, heldur þurfum við ætíð að gæta að því að fara vel með það fé sem okkur er trúað fyrir og hér eftir sem hingað til að vera framsýn í þeim efnum. Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti hjá Samfylkingunni í Reykjavík.

Árbæingar og nágrannar fái betri strætisvagnaþjónustu Nú eru boðaðar ýmsar breytingar á leiðakerfi strætisvagnanna (og vonast til að þær taki gildi ca 1.mars n.k.) og var ekki vanþörf á. Ég vil benda á sérlega mikla afturför í þjónustu í Árbæjarhverfinu þar sem sumir farþegar þurfa að ganga miklu lengri leið en áður, milli heimilis og stoppistöðvar og auk þegar oft að fara yfir þunga og hraða umferð á Bæjarhálsinum. Ég mun á næsta kjörtímabili, fái ég til þess nægan stuðning, sjá til þess að þjónusta Strætó b/s verði þegar á heildina er litið, betri en hún hefur verið undanfarin ár, enda mikið réttlætismál fyrir stóran hóp fólks, að hún sé í góðu lagi. Sérstaklega mun ég huga að styttingu gönguleiða og að öryggi strætisvagnafarþeganna sé aukið á gönguleiðum þeirra að og frá stoppistöðvunum. Auðvitað mun ég vinna fyrir Reykvíkinga í heild (t.d. með varðandi bætta strætósvagnaþjónustu), ef ég fæ til þess stuðning, en stundum finnst manni eins og úthverfin vilji gleymast hjá borgarpólítíkusunum. Flugvöllurinn burt 2010 Eitt helsta baráttumál mitt er að

flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, eigi síðar en árið 2010 og þar rísi í staðinn þétt og blönduð miðborgarbyggð. Samkvæmt könnun, sem gerð var af tveimur sænskum verðandi verkfræðingum í Háskóla Íslands árið 2001, er það að minnsta kosti 200 milljarða kr.virði, reiknað til núvirðis, fyrir þjóðarbúið að byggja í Vatnsmýrinni fyrir h.u.b. 25.þús.íbúa og 17.þús.störf. Þessir 200 milljarðar kr. skiptast þannig að 90 milljarðar kr. eru verðmæti byggingarlóðanna, 20 milljarðar kr. vegna tvínýtingar útivistarsvæðanna í nágrenninu (ekki þarf að búa til ný útivistarsvæði) og 90 milljarðar kr., vegna þess að fasteignir og lóðir í borginni vestan Kringlumýrarbrautar munu hækka að meðaltali um 15% . Þar sem ríkið á um það bil þriðjung lóðanna undir flugvellinum (u.þ.b. 30 milljarða kr.virði) er auðvelt fyrir það að fjármagna nýjan flugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins (t.d.á Miðdalsheiði) en eiga samt u.þ.b. 20 milljarða kr. í afgang. Það er ekki einungis þörf á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, hann þarf að fara þaðan fljótt, vegna

þess að það er dýrt fyrir þjóðarbúið að láta svona verðmætt byggingarland liggja ónotað. Góður mælikvarði á kostnað þjóðarbúsins af þessu ráðslagi fæst með því að reikna vexti af bundnu fé. Ef reiknað er með 6% ársvöxtum af 200 milljörðum kr.fást 12 milljarðar kr.á ári eða 1.000.000.000 kr.á mánuði! Að losna við flugvöllinn og byggja í staðinn blómlega byggð mun verða fyrsta skrefið til róttækrar þéttingar byggðar í borginni og efla mjög miðborgina, sem mikil þörf er á, því hún er og verður eina miðborg landsins. Að losna við flugvöllinn er mesta hagsmunamál Reykvíkinga, m.a.vegna þess að það minnkar akstursþörfina, með tilheyrandi peningasparnaði, tímasparnaði, fækkun umferðarslysa og minnkaðri mengun. Brottför flugvallarins mun efla höfuðborgina, sem mun verða til þess að ungir og vel menntaðir Íslendingar yfirgefa landið síður, það er því fyrir miklu að berjast! Önnur baráttumál Af öðrum baráttumálum mínum má nefna: a) Sundabrautin verði lögð í ytri

leið (Leið 1). b) Stofnað verði byggðasamlag á höfuðborgarsvæðinu, sem yfirtaki frá ríkinu stofnbrautargerð innan svæðisins og fái til þess a.m.k. 100% meira framkvæmdafé frá því sem nú er, enda veitir ekki af. c) Haldið verði áfram glæsilegu starfi Reykjavíkurborgar að fækkun umferðarslysa (fækkað hefur um rúmlega 50% á tæpum áratug) og verði þeim fækkað um 25% til viðbótar á fimm árum og yrði borgin þá komin í hóp þeirra borga í heiminum sem eru með fæst umferðarslys miðað við fólksfjölda. d) Ég hef stundað íþróttir frá barnsaldri, aðallega knattspyrnu og lék m.a. í efstu deild með ÍA og KR. Ég þekki því af eigin raun gildi þeirra og vil því að íþróttastarfið í borginni verði eflt á allan hátt ekki síst í þágu barna og almennings. Í því skyni verði æfinga og iðkendagjöld barna í íþróttafélögunum niðurgreidd. Stefnt skal að því að þetta gildi einnig um önnur gjöld vegna tómstundaiðkunar barna. e) Bæta þarf öldrunarþjónustuna fyrir þá, sem kjósa að búa heima t.d.

Gunnar Hjörtur Gunnarsson. með samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og einnig þarf að byggja fleiri hjúkrunarrými fyrir aldraða. Gunnar H.Gunnarsson er umferðaröryggisverkfræðingur hjá borginni og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð og stefnir á 4.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Gerum grunnskólann meira spennandi Nú gefst öllum Reykvíkingum kostur á að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar og raða upp á lista því fólki sem þeir vilja sjá standa vörð um hagsmuni sína á næsta kjörtímabili. Ég hef verið varaborgarfulltrúi undanfarin tvö kjörtímabil, ég hef meðal annars komið að uppbyggingu í bæði grunn og leikskólamálum. Ég var t.d. á þessu kjörtímabili formaður starfshóps sem mótaði stefnu um gjaldfrjálsan leikskóla fyrir fimm ára börn, sem verið er að hrinda í framkvæmd. Ég er þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi að vinna á grunni þess sem við höfum verið að gera innan Reykjavíkurlistans. Reykvíkingar ákváðu ekki sjálfir að þeir treystu ekki Reykjavíkurlistanum

fyrir stjórn borgarinnar, þeir voru ekki spurðir. Það voru félagar okkar í Reykjavíkurlistanum sem ákváðu að slíta sig frá þessu samstarfi. Ég tel að við í Samfylkingunni verðum að bjóða Reykvíkingum skýran valkost við Sjálfstæðisflokkinn í vor. Byggja á þeim góða grunni sem Reykjavíkurlistinn hefur lagt og halda áfram uppbyggingu á mannvænu samfélagi í Reykjavík. Þó margt hafi áunnist eru úrlausnarefnin enn mörg. Menn eru sammála um sum þeirra t.d. nauðsyn þess að að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. En það eru ekki allir sammála um hvernig það skuli gert, oddviti framsóknarmanna í komandi kosningum vill til dæmis taka upp heimgreiðslur til foreldra. Ég tel að

heimgreiðslur séu ekki sú lausn sem foreldrar og atvinnulífið þurfi á að halda. Ég er einnig efins um að það leysi þennan vanda að efla dagmæðrakerfið. Það er ekki nægt öryggi í dagmæðrakerfinu hvorki fyrir foreldra eða börn. Því met ég stöðuna þannig að uppbyggingu í leikskólamálum verði ekki lokið fyrr en við tryggjum öllum börnum vistun á leikskóla við lok fæðingarorlofs. Það að taka börn inn á leikskóla við lok fæðingarorlofs er líka rökrétt framhald af því sem við höfum verið að vinna að. Við þufum að leita leiða til að gera grunnskólann að meira spennandi vinnustað fyrir bæði starfsfólk og nemendur. Auka þar sveigjanleika og fjölbreytni og virkja í enn ríkari mæli sköpunargleði og þró-

unarstarf. Ef þetta kallar á breytingar á því hvernig kjarasamningar kennara eru uppbygðir þá eigum við ekki að skorast undan þeirri vinnu. Ef með þarf verðum við að taka upp sjálfstæðar samningaviðræður við kennarasambandið og freista þess að losa kennara úr viðjum flókinna samninga sem bæði halda aftur af framþróun í skólastarfi og starfsgleði kennara. Ég þarf þinn stuðning í 2. – 4. sæti, til að tryggja að þessi og fleiri áherslumál verði höfð að leiðarljósi í stefnu Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili. Sigrún Elsa Smáradóttir Er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 2. – 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Sigrún Elsa Smáradóttir.


GCI ALMANNATENGSL - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL

Frábær Frábær tilbo› tilbo› íí tilefni tilefni n‡rra n‡rra heimkynna heimkynna Citroën. Citroën. Bíldshöf›a Bíldshöf›a 8. 8. Komdu Komdu íí kaffi. kaffi. Sjá›u Sjá›u Citroën Citroën íí n‡ju n‡ju ljósi. ljósi.

FRANSKT TILBO‹

1.720.000 kr.

Vertu í öruggu formi.Veldu C4. Ber›u saman ver›, gæ›i og græjur. Dæmi um sta›albúna› í C4:

Veldu a›eins fla› besta - sjá›u Citroën C4 - ö›ruvísi hönnun sem á sér enga fyrirmynd a›ra en hef›ir og hugmyndir Frakka um form og gæ›i. Sko›a›u búna› C4, kynntu flér eiginleika hans notagildi› og flú sér› a› miki› af flví gó›a er best. Komdu í Brimborg. Veldu Citroën C4, franskan muna›. Sífellt fleiri Íslendingar kaupa Citroën. Í ljósi fless eykur Brimborg gæ›a fljónustu Citroën enn frekar: Citroën er kominn í bjartari og glæsilegri s‡ningarsal hinum megin götunnar. Einnig byggjum vi› n‡tt fljónustuverkstæ›i og n‡jan lager varahluta. Komdu í Brimborg, Bíldshöf›a 8 í dag. Sko›a›u Citroën í n‡ju ljósi.

• ESP stö›ugleikast‡ring • ASR spólvörn • Hra›astillir • Stillanlegur hra›atakmarkari • Fjarst‡ring helstu stjórnrofa í st‡ri • Stafrænt mælabor› me› birtuskynjun • Loftkæling me› mó›uvörn • fiokuljós í framstu›ara • 6 Öryggispú›ar • Upphitanleg framsæti • Geislaspilari me› fjarst‡ringu í st‡ri

• 6 Hátalarar • Aksturstölva • Útihitamælir • Ilmgjafahólf • Fjölstillanlegt bílstjórasæti • ABS hemlakerfi • EBD hemlajöfnun • EBA ney›arhemlunarbúna›ur • Rafdrifnir útispeglar • Velti- og a›dráttarst‡ri • Fjarst‡r› samlæsing

Citroën C4 SALOON dúxa›i örugglega á prófi hjá árekstraröryggis- Miki› meira er betra. Sko›a›u aukabúna› C4 t.d.: • Xenon beygjuljós • Le›urinnrétting stofnuninni EuroNCAP. Í sínum flokki fékk Citroën C4 SALOON • Bluetooth flrá›laus símabúna›ur • Skygg›ar rú›ur hæstu einkunn. Sjá›u C4 SALOON. Veldu fallegt og kraftmiki› • Bakkskynjari • Sérstyrkt öryggisgler form og öryggi fyrir fjölskylduna. Veldu Citroën C4 SALOON. • Minibar/kælir • Dráttarkrókur • Glerflak • Fjöldiska geislaspilari

Sko›a›u Citroën í n‡jum og glæsilegum s‡ningarsal. Bíldshöf›a 8.

Citroën flytur í n‡tt húsnæ›i

Komdu í Brimborg. Upplif›u franska hönnun. Sjá›u Citroën – ekta franskan muna›. Vi› sta›grei›um gamla bílinn veljir flú bíl frá Brimborg. Sífellt fleiri Íslendingar velja Citroën. Sérstök hönnun, framúrskarandi tækni og mikil eftirspurn á endursölumarka›i tryggja gæ›i og hagkvæmni Citroën. Sko›a›u súlumyndina hér til vinstri og flú sér› a› fleiri og fleiri Íslendingar velja Citroën.

fiú veltir fyrir flér hvernig best er a› losna vi› gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af flér sta›greitt** veljir flú bíl frá Brimborg. fiú fær› peninginn beint í vasann - e›a grei›ir upp láni› á gamla bílnum. fiú losnar vi› allt umstang vi› a› selja og minnkar flinn kostna›. Komdu og sko›a›u Citroën í dag. Komdu í Brimborg - sko›a›u n‡ja hönnun og kynntu flér hvernig flú getur fengi› flér Citroën.

Í tilefni n‡rra heimkynna Citroën, Bíldshöf›a 8, b‡›ur SP fjármögnun vi›skiptavinum Brimborgar enn betri kjör á n‡jum Citroën. N‡ttu flér tilbo›in á Citroën í dag. Veldu bílasamning og a›eins 10 prósent útborgun.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöf›a 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 |

www.citroen.is

*Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til a› breyta ver›i og búna›i án fyrirvara og a› auki er kaupver› há› gengi. Lán er bílasamningur me› 10% útborgun og mána›arlegum grei›slum í 84 mánu›i og eru há›ar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta 50% isk / 50% erl.myntkarfa. Leiga er rekstrarleiga og er mi›u› vi› mána›arlegar grei›slur í 39 mánu›i sem eru há›ar gengi erlendra mynta og vöxtum fleirra. Smur- og fljónustueftirlit samkvæmt ferli framlei›anda og Brimborgar er innifali› í leigugrei›slu og allt a› 20.000 km akstur á ári. Aukabúna›ur á mynd: álfelgur og bakkskynjari. **Sta›greitt 45 dögum eftir afhendingu n‡ja bílsins. Nánari uppl‡singar veita sölurá›gjafar Brimborgar.


18

Fréttir

Árbæjarblaðið

Margir hamrar á lofti - viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra í Reykjavík Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur staðið í ströngu síðustu vikur. Umræður um launamál starfsfólks sveitarfélaganna

ber þar vitaskuld hæst en einnig yfirvofandi málsókn Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum. Síðast en ekki síst stendur hún í próf-

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði nýja viðbyggingu við leikskólann Hálsakot. Með stækkun leikskólans og breytingum á eldra húsnæði verður til ný deild sem rúmar vel á þriðja tug 3-6 ára barna, auk sérkennsluherbergis. Þá fær starfsfólk í Hálsakoti til muna betri vinnuaðstöðu. Við opnunina sungu leikskólabörn og borgarstjóri,

kjörsbaráttu til borgarstjóraefnis Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor. Það hefur heyrst að valdamikið fólk í störfum hjá ríkinu hugsi Steinunni Valdísi þegjandi þörfina eftir að hún hafnaði því að þiggja laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms því hún hafi með því ýtt af stað þeirri skriðu sem síðan varð til þess að Alþingi felldi dóminn úr gildi. ,,Auðvitað verðum við sem stöndum í stafni að hafa kjark til að fylgja sannfæringu okkar,’’ segir borgarstjórinn. Það á hvorttveggja við um hæstu launin en miklu frekar hækkun til þeirra lægst launuðu.’’ - Þessi ráðstöfun að hækka lægstu laun hefur verið vægast sagt umdeild. Mun þetta ganga upp? ,,Þegar undirbúningur kjarasamninga hófst í haust, var á meðal þeirra markmiða sem ég lagði fyrir mína samninganefnd að hækka laun lægst launuðu hópanna, þeirra sem vinna á leikskólunum, í félagslegri heimaþjónustu, inni í skólunum og annarsstaðar. Hins vegar að reyna að hækka launin til útrýmingar kynbundnum launamun. Frá þessu greindi ég í viðtali í Morgunblaðinu 24. október, á Kvennafrídaginn. Ég setti líka fram það markmið að það þyrfti að hækka laun kvennastétta almennt og þar tiltók ég laun leikskólakennara. Þróun mála síðustu vikur á því ekki að koma neinum á óvart. Það er vitaskuld ekki átakalaust að hækka lægstu launin sérstaklega. Það telja víst flestir að þeir séu á of lágum launum, en ég tel að um það þurfi að nást þjóðarsátt, að hækka beri laun segjum undir 150 þúsundum og þeirra sem hugsa um börnin okkar og mennta þau. Það er þjóðarnauðsyn.’’ - En það hefur verið gagnrýnt að þetta sé ekki mögulegt. Að með þessu sé verið að ýta undir óðaverðbólgu.

,,Það segir nú kannski meira um sýn þeirra, sem slíku halda fram, á þjóðfélagið en nokkuð annað að halda slíku fram. Það sér hver maður að hækkun launa úr kannski 120 þúsundum í 150 þúsund á mánuði hleypir ekki af stað einhverri óðaverðbógu. Það eru allt aðrir hlutir í þessu samfélagi sem það gera. Það er launaskrið hjá öðrum hópum sem skiptir meira máli í því samhengi.’’ - Þjónustumiðstöðvar hafa verið áberandi í umræðunni síðustu mánuði og misseri. Hvers vegna var ráðist í það verkefni? ,,Markmiðið er auðvitað fyrst og fremst að gera þjónustuna aðgengilegri fyrir íbúa. Það var gerð tilraun í þessa veru í Grafarvoginum fyrir um átta árum síðan og hún hefur tekist ákaflega vel. Það eru allir sammála um það. Ég held það sé ekki á neinn hallað þó sagt sé að þar hefur samstarf fjölmargra aðila innan hverfisins tekist einna best. Af einhverjum ástæðum hafa minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn haft efasemdir um að aðrir borgarbúar ættu að njóta sömu afbragðsþjónustunnar og Grafarvogsbúar. Við viljum og við þurfum að eiga gott samstarf við íbúa. Rétt eins og í margri þjónustu, þá veit kúnnin best og borgaryfirvöldum ber að haga sér samkvæmt því. Ég tók líka eftir því þegar ég fór að hafa viðtalstíma fyrir íbúa úti í þjónustumiðstöðvunum þá bárust mér allt annarskonar mál en í viðtalstímunum niður í Ráðhúsi. Ábendingar og tillögur sem ég hef komið til réttra aðila og verið er að

vinna í mörgum hverjum eða þau þegar kláruð.’’ - Hvað hefurðu orðið vör við að brenni á íbúum í Árbæjarhverfunum? ,,Í það heila verð ég vör við mikla ánægju íbúa en t.a.m. heilsugæslumálin eru ekki í nægilega góðu standi. Það verkefni er raunar hjá ríkinu og ég hafði orð á því þegar loksins var verið að opna fyrstu heilsugæslustöðina í Heima- og Vogahverfi nú á dögunum, að núna loksins ætti ég kost á því að fá heimilislækni. Ég hef búið í hverfinu nánast alla tíð, en það er ekki fyrr en árið 2006 að ég á kost á þessu. Stöðin hér í Árbænum er nú þegar of lítil og það er mikil uppbygging í Grafarholtinu og Norðlingaholtinu, þannig að hreint vandræðaástand blasir við.’’ - Hver eru helstu verkefnin framundan í hverfinu? ,,Í framkvæmdum þá erum við af eðlilegum ástæðum aðallega að störfum í nýbyggingarhverfunum. Á þessu ári og nokkrum næstu verður t.a.m. unnið að uppbyggingu átta leikskóla í Grafarholti, Norðlingaholti og í Úlfarsárdalnum. Þá eru á áætlunum þrír grunnskólar í þessum hverfum, þannig að þungi framkvæmdanna er í þessari grunnþjónustu borgarinnar. Þá helst í hendur við þetta uppbygging fyrir Fylki á næstu árum og svo hið væntanlega nýja félag Fram í Úlfarsárdalnum. Það verða því margir hamrar á lofti næstu misserin og árin hér allt í kringum þessa grónari byggð í Árbænum og Selásnum.


19

Fréttir

Árbæjarblaðið

,,Leikskólaganga er ekki lengur forréttindamál. Hún er almenn. Þess vegna höfum við nú lagt upp í það að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Það er búið að tala um gjaldfrjálsan leikskóla fjálglega á hátíðarstundum, en við framkvæmum. Miðað við gjaldið áður en lagt var upp í þennan leiðangur spara foreldrar fimm ára barns 128.370 króna útgjöld á ári miðað við átta og hálfs tíma vistun á dag, sem er algengasti dvalartíminn. Af þessum peningum þarf ekki að borga skatt þannig að ráðstöfunartekjur foreldris með algengar tekjur eru að aukast um þrettánda mánuðinn,’’ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Samfylkingin er sameiningaraflið Steinunn Valdís er sextándi borgarstjóri Reykjavíkur. Upphaf stjórnmálaþáttöku hennar má rekja til stúdentapólitíkur en hún var fyrsti formaður Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands árið 1991-1992 eftir sögulegar kosningar. Eftir útskrift hóf hún þáttöku í starfi Kvennalistans, meðal annars var hún fulltrúi Kvennalistans í viðræðunefnd um sameiginlegt framboð vinstri flokkana til borgarstjórnar. ,,Það leiddi til þess að ég fór í framboð 1994 og síðan hef ég verið starfandi í þágu borgarbúa samfleytt,’’ segir Steinunn. ,,Það var mjög rökrétt og yfirveguð ákvörðun hjá Reykjavíkurlistaflokkunum að bjóða fram sameiginlega fyrir tólf árum. Það var hreinlega enginn annar möguleiki á að sigra Sjálfstæðisflokkinn heldur en að bjóða fram saman. Þó mér sjálfri finnist ekki langt síðan, þá eru margir sem muna ekki hvernig hlutirnir voru hér fyrir 1994. Þeir sem eru að kjósa í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum í vor, voru sex til tíu ára þá. Þá var staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafði stýrt borginni nær samfleytt í sextíu ár. Leikskólarnir í borginni voru þá bara fyrir fáa útvalda og það var kvenfjandsamlegt umhverfi sem blasti við fjölskyldum. Við settum fram kröfu um breytingar árið 1994 sem borgarbúar tóku hressilega undir. Góður sigur vannst 1994 og svo aftur 1998 og enn á ný 2002. Nú er landslagið breytt. Ekki bara

með því að Reykjavíkurlistinn býður ekki fram í vor, heldur ekki síður að staða Reykjavíkurlistaflokkanna hefur gerbreyst. Samfylkingin er orðinn trúverðugur og raunverulegur valkostur ein og sér. Við sáum það í síðustu þingkosningum að þegar við bjóðum gott fólk til forystu þá getum við fengið meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Listinn með Össuri og Ingibjörgu Sólrúnu fékk meira fylgi en Davíð Oddsson og hans listi. Það er ákaflega öflugt lið sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og því ekkert því til fyrirstöðu að sá árangur verði endurtekinn í vor.’’

sama dvalartíma á leikskólanum. Hefðu leikskólagjöldin á þessu tímabili þróast með svipuðum hætti og áður, í takti við vísitölu, er ábatinn enn meiri eða 85 til 156 þúsund krónur á ári. Það ræðst svo í kosningunum í vor hvert framhaldið verður. Ég vil halda áfram á markaðri braut en Sjálfstæðisflokkurinn ekki.’’ - Á borgin að taka aukinn þátt í heilbrigðisþjónustunni? ,,Tvímælalaust. Ég hef raunar forgangsraðað því þannig að fyrst ættum við að taka við heilbrigðis-

þjónustu við aldraða. Staðreyndin er að ríkið veitir öldruðum minni þjónustu hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu en annarsstaðar á landinu. Á móti hefur Reykjavíkurborg eflt mjög heimaþjónustu sem að sama skapi er betri hér en í öðrum sveitarfélögum. Biðlistar aldraðra eftir hjúkrunarrýmum í borginni eru hinsvegar með þeim hætti að ekki verður við unað og ég sé satt að segja ekki aðra lausn en að við gerum þetta sjálf.’’ - En kostar þetta ekki stórfé?

,,Auðvitað þyrftu að nást samningar um flutning málaflokksins og tekjustofna með við ríkisvaldið, en við höfum séð t.a.m. í grunnskólunum að það gerðist ekkert meðan ríkið sá um málaflokkinn. Það virtist ónæmt fyrir breyttum þörfum fólks hvað varðar einsetningu skólanna, þróun skólastarfsins, skólamáltíðum og frístundastarfi að loknum skóladegi. Í öllum þessum breytingum hefur Reykjavíkurborg verið í fararbroddi og við viljum einnig vera það í þjónustu við aldraða.’’

Þrettándu mánaðarlaunin - Eru það helst málefni leikskólans sem Reykjavíkurlistans verður minnst fyrir? ,,Já, hugsanlega. Leikskólaganga er ekki lengur forréttindamál. Hún er almenn. Þess vegna höfum við nú lagt upp í það að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Það er búið að tala um gjaldfrjálsan leikskóla fjálglega á hátíðarstundum, en við framkvæmum. Miðað við gjaldið áður en lagt var upp í þennan leiðangur spara foreldrar fimm ára barns 128.370 króna útgjöld á ári miðað við átta og hálfs tíma vistun á dag, sem er algengasti dvalartíminn. Af þessum peningum þarf ekki að borga skatt þannig að ráðstöfunartekjur foreldris með algengar tekjur eru að aukast um þrettánda mánuðinn. Ávinningur foreldra yngri barnanna nemur 57 þúsund krónum á ári, miðað við

Steinunn Valdís Óskarsdóttir á borgarafundi í Árbænum þar sem hún ræddi við íbúana um helstu málin í Árbæjarhverfi.


20

Fréttir

Árbæjarblaðið

Egilshöllinni Sími: 594-9630

www.orkuverid.is Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

Árbæjarblaðið - Auglýsingasíminn er 587-9500


21

W W W S I G R U N E L S A  I S iN]PS]PUUHmNY\UUPรดLZZZLT]PรณOย€M\TNLY[

ยณGHEFMIKLAREYNSLUAFBORGARMร‰LUMยณGร‰SยTIร“MENNTARร‰ยกIOGERVARAFORMAยกUR STJร˜RNAR/RKUVEITU2EYKJAVร“KUR FORMAยกURSAMSTARFSNEFNDARUMLรšGREGLUMร‰LEFNI OGFORMAยกURHVERlSRร‰ยกS(Lร“ยกAยณGGEGNDIFORMENNSKUSTARFSHร˜PSSEMMร˜TAยกI STEFNUUMGJALDFRJร‰LSANLEIKSKร˜LAlMMร‰RABARNA SVOFร‰TTEITTSรNEFNT

ยณGHEFTVISVARTEKIยกยคร‰TTร“KOSNINGASIGRI2EYKJAVร“KURLISTANSGEGN3Jร‰LFSTยยกIS mOKKNUM6IยกEIGUMAยกSETJAMARKIยกร‰SIGURย›AยกERRAUNHยFTOG2EYKVร“KINGAR EIGASKILIยกAยก3AMFYLKINGINTAKIUPPFร‰NANNยคARSEMFรLAGAROKKARร“ 2EYKJAVร“KURLISTANUMVรšRPUยกUHONUMFRร‰SรR

ยญNยSTAKJรšRTร“MABILIVERยกURAยกBRรžABILIยกMILLIFยยกINGARORLOFSOGLEIKSKร˜LAVISTAR OGLAGAGRUNNSKร˜LANNENNFREKARAยกBREYTTUMTร“MUM6IยกEIGUMAยกSTANDAVรšRยก UM/RKUVEITU2EYKJAVร“KUROGAUKAยคARVยGIUMHVERlSVยNNA ร‰HERSLNAVIยก ร‰KVARยกANATรšKU

iN]PS]PUUH:QmSMZ[ยครณPZร…VRRPUUx]VY

iN]PS]PUUHHรณLUUIL[YP9L`RQH]xR

ยณGยคARFSTUยกNINGยคINNร“

Zยค[P ร“OPNUPRร˜FKJรšRI3AMFYLKINGARINNAR

 FEBRรžAR

3)'2ร‚.%,3!3-ยญ2!$ยผ44)2 3-ยญ2!$ยผ44)2 3IGRรžN%LSAERร‰RA ร“SAMBรžยกMEยก6ILHJร‰LMI'OยกA&RIยกRIKSSYNIOGร‰ยคRJรžBรšRN DยTURร‰รšยกRUOGTร˜LFTAALDURSร‰RIOGFJร˜RTร‰Nร‰RASON(รžNERERMATVยLAFRยยก INGUROGHEFURMEISTARAGRร‰ยกUร“VIยกSKIPTASTJร˜RNUN-"! (รžNHEFURSTARFAยกSEM MARKAยกSSTJร˜RIHJร‰EINKAREKNUFYRIRTยKISLTร“Uร‰R

febrรบar sun

mรกn

รพri

fรถs

lau

1

3

4

ร vetur bรฝรฐur Landsbankinn viรฐskiptavinum sรญnum vandaรฐa fjรกrmรกlafrรฆรฐslu รก fimmtudagskvรถldum. Viรฐ hefjum leikinn รก umfjรถllun um efnahagsmรกl og fjรกrfestingatรฆkifรฆri. Auk fyrirlestranna fรก fundargestir tรฆkifรฆri til aรฐ varpa fram spurningum og rรฆรฐa viรฐ sรฉrfrรฆรฐinga bankans.

10

11

Efnahagsmรกl รญ upphafi รกrs

miรฐ

fim

5

6

7

8

12

13

14

15

16

17

18

Hvar liggja fjรกrfestingatรฆkifรฆrin?

19

20

21

22

16

24

25

Sรฉrfrรฆรฐingur รญ eignastรฝringu fer yfir liรฐiรฐ รกr og rรฆรฐir um hvar fjรกrfestingatรฆkifรฆri einstaklinga รก verรฐbrรฉfamarkaรฐi kunna aรฐ liggja รก nรฝju รกri. Fariรฐ verรฐur yfir kosti og galla mismunandi fjรกrfestingakosta og rรฆtt um hvernig landiรฐ liggur fyrir fjรกrfestingar einstaklinga.

26

27

28

Sรฉrfrรฆรฐingur greiningardeildar Landsbankans fer yfir รพrรณun efnahagsmรกla รก nรฝliรฐnu รกri og horfur รก รกrinu 2006.

Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20:00 รก eftirfarandi stรถรฐum: 2. febrรบar โ€“ รštรญbรบ Landsbankans รก Akranesi 9. febrรบar โ€“ Vesturbรฆjarรบtibรบ, Hagatorgi

23. febrรบarโ€“ รrbรฆjarรบtibรบ, Kletthรกlsi Skrรกning fer fram รก www.landsbanki.is og รญ รžjรณnustuveri bankans รญ sรญma 410 4000. Allar nรกnari upplรฝsingar um dagskrรก og fyrirlesara er aรฐ finna รก www.landsbanki.is viku fyrir hvern fyrirlestur. ร boรฐi er kaffi og veitingar. Fundargestir verรฐa leystir รบt meรฐ lรญtilli gjรถf.

Starfsfรณlk Landsbankans

410 4000 | www.landsbanki.is

รSLENSKA AUGLรSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 31257 02/2006

Fimmtudagskvรถld eru fjรกrmรกlakvรถld


22

Þetta er gjöfin fyrir veiðimanninn

Fréttir

Árbæjarblaðið

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Íslenskar flugur - íslensk hönnun

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Kíktu á www.krafla.is

Eitt númer

410 4000

Námsmannaþjónusta SPV SPV býður víðtæka og fjölbreytta þjónustu fyrir alla námsmenn. Á næstu vikum munum við hjá SPV taka sérstaklega vel á móti námsmönnum í hverfinu. Við bjóðum námsmönnum að skrá sig í námsmannaþjónustu okkar og tryggja þar með aðgang sinn að víðtækri og fjölbreyttri þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. SPV býður námsmönnum upp á tölvukaupalán án lántökugjalds, bókastyrki, bílprófsstyrki, námslán, námslokalán, ásamt margvíslegum tilboðum þar á meðal afslátt af tölvukaupum, betri kjörum í ræktina og margt fleira. Gegn námsloforði frá LÍN er hægt að fá framfærslulán sem er í formi yfirdráttar á debetreikningi sem bera lægri vexti en almenn yfirdráttarlán. Námsmenn erlendis með lánsloforð frá LÍN geta nú fengið framfærslulán í erlendri mynt hjá SPV sem nemur allt að 100% af áætlaðri lánveitingu. Ýmis tilboð eru einnig í boði þegar greitt er með Start debetkorti. Heimasíðan www.gottstart.is veitir aðgang að heimabanka, fríum SMS-skilaboðum, lukkupotti, yfirlit yfir reikninga, hleðslu á GSM-frelsi og margt fleira. Við hvetjum námsmenn til að nýta sér þekkingu okkar varðandi hvaðeina sem viðkemur fjármálunum og hafa þannig fullt svigrúm til að einbeita sér að náminu. Sigurbjörg Guðmundsdóttir er okkar sérfræðingur í málefnum námsmanna og hægt er að senda henni tölvupóst á sigurbjorg@spv.is

Bestu kveðjur, starfsfólk SPV


=kZghZb  Zgi°

° {aŽ\jbk^d``jgV †cjb Žg[jb ZgceZgh‹cjaZ\[_{gb{aV _‹cjhiVhZbZgh‚g" hc^^cV †cjb Žg[jbd\ign\\^g ‚g[gVbg" h`VgVcY^ _‹cjhijd\bZ^g^{k^cc^c\#@nccij ‚g b{a^†c¨hiVheVg^h_‹^ZV{lll#hek#^h#

<^aY^g†<jaa"d\:Va _‹cjhij

A{c{c{Wng\VgbVccVd\V[ha{iijgV[a{ciŽ`j\_ŽaYjb ;g†iiYZWZi`dgi '%%[g†VgYZWZi`dgiV[¨ghajg{{g^ 6[ha{iijgV[{g\_VaY^`gZY^i`dgih H‚g`_Žg]_{KZgWg‚[V _‹cjhijHeVg^h_‹h^ch :cYjg\gZ^haVeZgh‹cjign\\^c\V ;g{W¨gi^aWd]_{D\KdYV[dcZ!Eah[Zgjbd\ÖgkVaÖihc

HeVg^h_‹Âjgk‚ahi_‹gV=gVjcW¨&&.H†b^*,*)&%%hek#^h

Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid 2.tbl 2006  

Arbaejarbladid 2.tbl 2006

Arbaejarbladid 2.tbl 2006  

Arbaejarbladid 2.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement