Skinfaxi 4 2009

Page 6

Ný heimasíða UMFÍ tekin í notkun Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við uppfærslu á nýrri heimasíðu Ungmennafélags Íslands. Þeirri vinnu er nú lokið og var síðan tekin í notkun 5. desember sl. Gamla síðan hefur sinnt hlutverki sínu sl. sex ár, en ljóst var að uppfærsla á henni var nauðsynleg þar sem upplýsingatækni á þessum tíma hefur breyst hratt. Heimsóknum inn á síðuna hefur fjölgað jafnt og þétt enda hefur hún mikið upplýsingagildi fyrir hreyfinguna.

Nú hefur heimasíðunni verið komið í nútímalegra horf og allar upplýsingar eru mun aðgengilegri og betri en áður. Vonandi nýta ungmennafélagar sem og aðrir gestir síðunnar sér nýju síðuna. Eins og áður verður kapkostað að koma fréttum og öðru efni til skila. Það voru þær Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og varaformaður hreyfingarinnar, Björg Jakobsdóttir, sem ræstu síðuna og var myndin tekin við það tækifæri.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður.

Úthlutun úr Umhverfissjóði UMFÍ

Önnur úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði UMFÍ, Minningarsjóði Pálma Gíslasonar, formanns UMFÍ 1979– 1993, voru veitt 10. nóvember sl. við hátíðlega athöfn í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands við Laugaveg. Við athöfnina flutti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ávarp og Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, afhenti styrkina. Sjóðsstjórninni bárust 18 umsóknir og var samþykkt að styrkja fimm verkefni að upphæð samtals eina milljón króna. Eftirtaldir fengu styrk að þessu sinni: 1. HSK – Íþróttafélagið Hamar, kr. 400.000, í verkefni sem gengur út á að bæta lýð-

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

heilsu og þekkingu almennings á náttúru og umhverfi í hlíðum Reykjafjalls við Hveragerði. 2. UÍA – Blakdeild Þróttar, kr. 300.000, til að útbúa útivistarsvæði í tengslum við strandblakvöll í Hjallaskógi. 3. UMSB – Golfklúbburinn Glanni, kr. 150.000, til að útbúa göngustíga fyrir almenning í gegnum golfvöllinn sem liggja niður að fossinum Glanna og að Paradísarlaut. 4. HSK – Hestamannafélagið Geysir, kr. 75.000, til að útbúa trjálund á svæði félagsins á Gaddstaðaflötum. 5. UÍA – Blakdeild Hattar, kr. 75.000, til að fegra og bæta aðstöðu félagsins í Bjarnadal á Egilsstöðum til útivistar fyrir félagsmenn.

Frá vinstri: Ómar Diðriksson, Hestamannafélaginu Geysi, Guðjón Guðmundsson, Golfklúbbnum Glanna, Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Valdimar Hafsteinsson, Íþróttafélaginu Hamri, og Sæunn Skúladóttir, Blakdeild Þróttar á Norðfirði.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.