SMELLPASSAR í nestisboxið
Góða skemmtun og gangi ykkur vel
á Unglingalandsmótinu!
Verið velkomin
EFNISYFIRLIT
Ungmennafélagskveðja
Velkomin í Skagafjörð
Aðalstyrktaraðilar mótsins
Framkvæmdanefnd
Dagskrá
Kort af Sauðárkróki
Keppnisgreinar
Biathlon (hlaupaskotfimi)
Bogfimi – Frisbígolf
Frjálsar íþróttir – Golf
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
ENDURHEIMTU ORKUNA MEÐ POWERADE
KÆRU GESTIR
Velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót er í mínum huga ein af þeim bestu upplifunum sem við í fjölskyldunni getum hugsað okkur. Þar höfum við á hverju ári notið þess að vera saman um verslunarmannahelgina, börnin að skemmta sér í íþróttum með vinum sínum og við foreldrarnir hitt kunningjafólk. Þetta eru dýrmætar stundir sem skapa eftirminnilegar minningar fyrir fjölskylduna.
Unglingalandsmótið var fyrst haldið á Dalvík árið 1992. Þetta var nokkuð hefðbundið íþróttamót og þangað mættu íþróttahópar með þjálfurum sínum. Fyrstu árin var mótið ekki haldið um verslunarmannahelgi. Í kringum aldamótin var svo samþykkt á sambandsþingi UMFÍ að halda mótið um verslunarmannahelgi.
Þetta þótti nokkuð djörf hugmynd enda mótið sett inn á mestu ferða- og skemmtunarhelgi ársins, oft tengt neyslu áfengis.
Unglingalandsmót UMFÍ er mótvægi við það, mót án neyslu áfengis og annarra vímuefna. En áhyggjur fólks fuku
fljótt út í veður og vind.
Margt hefur vissulega breyst frá
því fyrsta mótið var haldið fyrir
meira en þrjátíu árum. Unglingalandsmótið er nú orðið að íþróttahátíð fyrir alla fjölskylduna, sem getur fengið að njóta alls þess sem í boði er á mótinu.
Unglingalandsmót UMFÍ
er í mínum huga á meðal bestu verkefna UMFÍ, enda hittist þar gríðarlegur fjöldi fólks, sem skemmtir sér saman í keppni og leik, nýtur góðrar tónlistar, útivistar og samveru.
Í mínum huga endurspeglar Unglingalandsmót UMFÍ mjög vel hið gamla og klassíska kjörorð UMFÍ: „Ræktun lýðs og lands“. Það umfaðmar þátttakendur, fangar lýðheilsuna og heilbrigða samveru. Það nær líka til kolefnisjöfnunar mótshaldara. Kolefnisjöfnunin felst í gróðursetningu trjáa og verður gaman að fylgjast með vexti þeirra í framtíðinni. Ég er fullviss um að trjáreitir ungmennafélagsmótanna muni dafna vel í góðri umsjón heimamanna á hverjum mótsstað.
Mikil vinna liggur á bak við hvert Unglingalandsmót og koma margar hendur að því verki. Flestir þeirra eru sjálfboðaliðar og vil ég þakka þeim sérstaklega sem koma að undirbúningi og standa vaktina alla helgina. Án ómetanlegs framlags sjálfboðaliða værum við ekki hér á Sauðárkróki að njóta þessarar veislu sem í boði er. Njótið helgarinnar og góða skemmtun.
Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ.
Við erum öll í þessu saman
VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Í SKAGAFJÖRÐ
Nú í ár fer fram 24. Unglingalandsmót UMFÍ og er þetta í fjórða sinn sem mótið er haldið hér á Sauðárkróki. Unglingalandsmótin hafa fyrir löngu skipað sér sérstakan sess í huga fjölskyldufólks enda um afar skemmtilegan en vímulausan viðburð að ræða þar sem fjölskyldur koma saman og eiga ánægjulegar stundir um verslunarmannahelgina ár hvert. Ungmenni geta tekið þátt í mótinu á eigin forsendum og valið sér bæði hefðbundnar keppnisgreinar eða kynnst og prófað að taka þátt í nýjum og óhefðbundnari greinum.
Íþróttaiðkun er rótgróin í Skagafirði og Ungmennasamband Skagafjarðar, sem er mótshaldari í ár, er á meðal elstu héraðssambanda landsins. Skagafjörður er jafnframt heilsueflandi samfélag og er sveitarfélagið mjög stolt af því að styðja við íþrótta- og frístundaiðkun allra aldurshópa. Þessi áhersla hefur meðal annars skilað sér í afreksíþróttafólki í fremstu röð hér á landi frá þessu ríflega 4.300 íbúa samfélagi. Þar á meðal má
nefna nýkrýnda Íslandsmeistara
Tindastóls í körfubolta karla, glæsilegt lið Tindastóls í efstu
deild kvenna í knattspyrnu, frjálsíþrótta- og hestaíþróttafólk í
fremstu röð og svo má lengi telja.
Íþróttaiðkun og góð hreyfing snýst þó ekki eingöngu um afreksíþróttir. Almenningsíþróttir og regluleg hreyfing hafa sannað gildi sitt fyrir lýðheilsu Íslendinga, bæði líkamlega og andlega. Unglingalandsmót UMFÍ styður einkar vel við þessa áherslu enda miðast mótin ekki við toppárangur í einstökum greinum heldur er þar leitast við að blandaða saman keppni og kvöldvökum, skemmtun, samveru og útivist.
Á Sauðárkróki er frábær íþróttaaðstaða og nær allar keppnisgreinar á sama svæðinu, glæsileg afþreyinga- og skemmtidagskrá þar sem boðið er upp á frábæra viðburði og greinar til að prófa.
Við í Skagafirði erum afar stolt af aðstöðunni og munum taka vel á móti gestum Unglingalandsmótsins. Heimafólk mun líka leggja sig fram um að tryggja ánægjulega samveru og gleði mótsgesta frá morgni til kvölds um verslunarmannahelgina. Þar munu allir sem leggja af mörkum, finna verkefni við sitt hæfi og á sínum forsendum. Ég óska ykkur öllum ánægjulegrar samveru á Unglingalandsmóti UMFÍ 2023 í Skagafirði.
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar
GÓÐA SKEMMTUN Á
UNGLINGALANDSMÓTI! GÓÐA SKEMMTUN Á
UNGLINGALANDSMÓTI!
AÐALSTYRKTARAÐILAR UNGLINGALANDSMÓTS UMFÍ
UM MÓTSBLAÐIÐ
Útgefandi og mótshaldari: Ungmennafélag Íslands – UMFÍ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík, s. 568 2929
Ábyrgðarmaður: Jóhann Steinar Ingimundarson
Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Umbrot/útlit: Indígó. UMFÍ útlit: Jónas Þorbergsson
Ljósmyndir: Gunnar Gunnarsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Hulda Margrét, Tjörvi Týr Gíslason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson o.fl.
Prentun: Litróf
UMFÍ Í HNOTSKURN
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum í ágúst árið 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 27 talsins sem skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ, að stærstum hluta íþrótta- og ungmennafélög um allt land, með rúmlega 290.000 félagsmenn.
YFIRLAGSPLATA
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök þar sem einangrun er hulin með þakdúk eða pappa.
UNDIRLAGSPLATA
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök undir yfirlagsplötu þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.
LOFTSTOKKAPLATA
Bruna- og hljóðeinangrun á loftstokka.
STOKKAEINANGRUN
Steinullareinangrun með álímdri netstyrktri álfilmu. Einangrun ætluð til notkunar utan á sívala loftræstistokka sem bruna-, hita- og hljóðeinangrun.
ÍMÚR
Steinullareinangrun sem ætluð er fyrir íslenska múrkerfið ÍMÚR. Til notkunar á steypta eða hlaðna veggi utanhúss eða að innanverðu.
ÞAKULL / ÞÉTTULL M/VINDPAPPA
Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er á þök.
ÞÉTTULL
Steinullareinangrun í veggi og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi.
VEGGPLATA
Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar, utan á þétt burðarvirki.
ÞÉTTULL ÞÉTTULL PLÚS
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í milliveggi eða grindur útveggja að innan úr tré eða stáli.
SÖKKULPLATA
Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu á fyllingu.
MÓTSHALDARAR
FRAMKVÆMDANEFND
Aldís Hilmarsdóttir (formaður), Reimar Marteinsson, Þorvaldur Gröndal, Freyja Rut Emilsdóttir, Sigurður Hauksson, Jóhann Sigmarsson, Heba Guðmundsdóttir, Magnea Rúnarsdóttir, Markús Máni Gröndal, Sigurður Bjarni Rafnsson, Friðrik Hreinsson, Gunnar Þór Gestsson, Guðlaugur Skúlason, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Ingvar Páll Ingvarsson, Jón Daníel Jónsson og Málfríður Sigurhansdóttir.
Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins og Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri.
DAGSKRÁ MÓTSINS
Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Alls eru 18 keppnisgreinar í boði auk ýmis konar afþreyingar og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Keppendur verða látnir vita tímanlega eftir öllum mögulegum leiðum ef breyting verður á dagskrá.*
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST
TÍMI VIÐBURÐUR
FYRIR HVERJA STAÐSETNING
15:00–23:00 Þjónustumiðstöð opin Fyrir alla Árskóli
17:00–22:00 Golf Keppni Hlíðarendavöllur
20:00–21:00 Skemmtiskokk - engin tímataka Fyrir alla Skógarhlíð
21:00–23:00 Tónleikar/DJ Heisi Fyrir alla Stóra tjaldið
* Breytingar verða tilkynntar á viðburðasíðu mótsins
á Facebook, í fréttabréfi, á heimasíðu og víðar.
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST
TÍMI VIÐBURÐUR
FYRIR HVERJA STAÐSETNING
08:00–18:00 Þjónustumiðstöð opin Fyrir alla Árskóli
09:00–12:00 Körfubolti 15–16 /17–18 ára Keppni Íþróttahúsið
09:00–12:00 Grasblak 13–14 ára Keppni Íþróttasvæðið
09:00–13:00 Frjálsar íþróttir, yngri hópur Keppni Íþróttasvæðið
10:00–11:30 Fótboltafjör 8–10 ára Sauðárkróksvöllur
11:00–12:00 Bandýkynning 11–12 ára Sparkvöllur við Ársk.
11:00–23:00 Veitingasala Fyrir alla Matartjald
12:00–13:00 Bandýkynning 13–14 ára Sparkvöllur við Ársk.
12:00–15:00 Körfubolti 11–12 ára Keppni Íþróttahúsið
12:00–15:00 Grasblak 15–16/17–18 ára Keppni Sauðárkróksvöllur
12:00–16:00 Bogfimi Keppni Við íþróttahúsið
12:00–18:00 Pílukast Keppni Árskóli
13:00–14:00 Bandýkynning
13:00–17:00 Leikjagarður
15–18 ára Sparkvöllur við Ársk.
Alls konar leiktæki Íþróttasvæðið
13:00–18:00 Frjálsar íþróttir, eldri hópur Keppni Íþróttasvæðið
14:00–16:00 Bandýkynning
Fyrir alla Sparkvöllur við íþróttahúsið
15:00–18:00 Grasblak 11–12 ára Keppni Íþróttahúsið
15:00–16:00 Sönggleði með börnum Fyrir alla Stóra tjaldið
15:00–18:00 Körfubolti 13–14 ára Keppni Íþróttahúsið
16:00–18:00 Bogfimikynning Prófaðu Við íþróttahúsið
16:00–18:00 Upplestur Keppni Árskóli
18:00–19:00 Sandkastalagerð Fyrir alla Sandfjaran
20:00–21:00 Mótssetning Fyrir alla Íþróttasvæðið
21:00–22:00 Fimleikafjör Fyrir alla Íþróttahús
21:00–23:00 Tónleikar/Danssveit Dósa Fyrir alla Stóra tjaldið
* Breytingar verða tilkynntar á viðburðasíðu mótsins
á Facebook, í fréttabréfi, á heimasíðu og víðar.
Settu myndavél símans yfir
kóðann og fylgstu með UMFÍ
á Facebook.
Settu myndavél símans yfir
kóðannog fylgstu með UMFÍ
á Instagram.
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST
TÍMI VIÐBURÐUR FYRIR HVERJA STAÐSETNING
08:00–18:00 Þjónustumiðstöð opin Fyrir alla Árskóli
09:00–12:00 Sund Keppni Sundlaug Sauðárk.
09:00–12:00 Grashandbolti 15–16/17–18 Keppni Íþróttasvæðið
09:00–12:00 Júdó Keppni Íþróttahús
09:00–13:00 Glímukynning Fyrir alla Íþróttahús
09:00–13:00 Frjálsar íþróttir, yngri hópur Keppni Íþróttasvæðið
10:00–11:30 Fótboltafjör 5–7 ára Íþróttasvæðið
10:00–12:00 Football Fresstyle, vinnubúðir Fyrir alla Íþróttasvæðið
10:00–14:00 Hestaíþróttir Keppni Flæðigerði
11:00–23:00 Veitingasala Fyrir alla Matartjald
12:00–13:00 Sundleikar barna 10 ára og yngri Sundlaug Sauðárk.
12:00–13:00 Júdókynning Fyrir alla Íþróttahús
12:00–15:00 Grashandbolti 13–14 ára Keppni Íþróttasvæðið
13:00–14:00 Bæjarganga með leiðsögn Fyrir alla Frá Ráðhúsinu
13:00–15:00 Halda bolta á lofti, tímataka Keppni fyrir alla Íþróttasvæðið
13:00–17:00 Leikjagarður Alls konar leiktæki Íþróttasvæði og íþróttahús
13:00–17:00 Badminton Fyrir alla Íþróttahús
13:00–17:00 Frisbígolf Keppni Frisbígolfvöllur
13:00–17:00 Borðtenniskynning Fyrir alla Íþróttahús
13:00–17:00 Motocross – sýning 6–18 ára Mótocrossbraut á Gránumóum
13:00–18:00 Frjálsar íþróttir, eldri hópur Keppni Íþróttasvæðið
15:00–16:00 Sönggleði með börnum Fyrir alla Stóra tjaldið
15:00–17:00 Football Freestyle, vinnubúðir Fyrir alla Íþróttasvæðið
15:00–18:00 Grashandbolti 11–12 ára Keppni Íþróttasvæðið
16:00–18:00 Stafsetning Keppni Íþróttasvæðið
17:00–18:00 Zumba Fyrir alla Stóra tjaldið
* Breytingar verða tilkynntar á viðburðasíðu mótsins
á Facebook, í fréttabréfi, á heimasíðu og víðar.
TÍMI VIÐBURÐUR FYRIR HVERJA STAÐSETNING
17:00–18:00 Sjósund Fyrir alla Við smábátahöfnina
18:00–19:00 Frjálsíþróttaleikar barna 10 ára og yngri Íþróttasvæðið
18:00–19:30 Sundlaugarpartý með tónlist Fyrir alla Sundlaug Sauðárkr.
19:30–21:00 Hæfileikasvið 10 ára og yngri Stóra tjaldið
20:00–21:30 BMX Brós Fyrir alla Íþróttasvæðið
21:00–23:00 Badminton (led ljós) Fyrir alla Íþróttahús
21:00–22:30 Körfuboltafjör Fyrir alla Útikörfuboltavöllur
21:00–23:00 Tónleikar/Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti og Valdís. Fyrir alla Stóra tjaldið
SAUÐÁRKRÓKUR
SKAGFIRÐINGABRAUT
SAUÐÁRMÝRI VÍÐIMÝRI
SMÁRAGRUNDHÓLAVEGURHÓLMAGRUNDFORNÓSÖLDUSTÍGURBÁRUSTÍGUR
SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST
TÍMI VIÐBURÐUR FYRIR HVERJA STAÐSETNING
09:00–18:00 Þjónustumiðstöð opin Fyrir alla Árskóli
09:00–10:00 Jóga og slökun Fyrir alla Íþróttahús
09:00–12:00 Fótbolti 11–12 ára Keppni Íþróttasvæðið
10:00–11:00 Blindrabolti 13–14 ára Sparkvöllur við Ársk.
10:00–11:00 Hjólreiðar Keppni Íþróttasvæðið
10:00–12:00 Football Freestyle: vinnubúðir Fyrir alla Íþróttasvæðið
10:00–13:00 Skák Keppni Árskóli
11:00–12:00 Blindrabolti 15–18 ára Sparkvöllur við Ársk.
11:00–23:00 Veitingasala Fyrir alla Matartjald
12:00–13:00 Blindrabolti 11–12 ára 11–12 ára Sparkvöllur við Ársk.
12:00–15:00 Fótbolti 13–14 ára Keppni Íþróttasvæðið
13:00–15:00 Listasmiðja Öll börn Stóra tjaldið
13:00–17:00 Leikjagarður Alls konar leiktæki Íþróttasvæðið
13:00–17:00 Biathlon Keppni Við Árskóla
15:00–16:00 Sönggleði með börnum Öll börn Stóra tjaldið
15:00–17:00 Football Freestyle: vinnubúðir Fyrir alla Íþróttasvæðið
15:00–18:00 Fótbolti 15–16/17–18 ára Keppni Íþróttasvæðið
17:00–19:00 Kökuskreytingar Keppni Íþróttahús
19:30–21:00 Hæfileikasvið
11 ára og eldri Stóra tjaldið
20:00–21:00 Fjöruhlaup/sandhlaup - engin tímataka Fyrir alla Sandfjaran
21:00–23:00 Brekkusöngur/Magni, Guðrún Árný, Jón Arnór og Baldur Fyrir alla Grænaklauf/ Íþróttasvæði
23:30–00:00 Mótsslit og flugeldasýning Fyrir alla Íþróttasvæðið
* Breytingar verða tilkynntar á viðburðasíðu mótsins á Facebook, í fréttabréfi, á heimasíðu og víðar.
GLÆNÝR 100% RAFKNÚINN JEEP® AVENGER
SÝNINGARBÍLLINN ER KOMINN
KEYRÐU INN Í FRAMTÍÐINA Á FYRSTA 100% RAFKNÚNA JEEP® SÖGUNNAR
Ný kynslóð Jeep® er tilbúin að takast á við hvaða krefjandi aðstæður sem er. Komdu í heimsókn og upplifðu rafmagnað frelsi í 100% rafknúnum Jeep® Avenger. Sjón er sögu ríkari. Við tökum vel á móti þér í sýningarsal okkar í Mosfellsbæ.
KEPPNISGREINAR
Á Unglingalandsmóti UMFÍ er boðið upp á 18 keppnisgreinar af ýmsum toga. Gott er að kynna sér reglurnar og smávegis um greinarnar áður en farið er af stað. Slóðin inn á heimasíðuna er:
https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
BIATHLON (HLAUPASKOTFIMI)
Í hlaupaskotfimi hlaupa þátttakendur 400 metra hring og stoppa síðan á skotsvæði til að skjóta liggjandi fimm skotum í mark með rafriffli. Ef þátttakandi hittir ekki hleypur hann 40 m refsihring fyrir hvert skot sem geigar áður en hann fer af stað. Þátttakendur hlaupa tvo hringi.
Gefendur verðlauna:
Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni:
https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
FRISBÍGOLF
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í keppni í frisbígolfi. Nóg er að mæta og taka þátt. Spilaðar eru 1 x 9 holur og ráðast úrslit að því loknu. Hægt verður að fá lánaða diska á staðnum en keppendur geta líka komið með sína eigin diska.
Gefendur verðlauna:
BOGFIMI
Keppt er í opnum flokki þeirra sem eiga ekki boga og lokuðum flokki þeirra sem koma með sína eigin boga. Bogaflokkum er skipt upp í sveigboga, trissuboga og berboga. Í opna flokknum er skotið úr 12 m fjarlægð en í þeim lokaða er skotið úr 18 m fjarlægð.
Gefendur verðlauna:
Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni:
https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
Verkur, eymsli, þroti?
Diclofenac Teva 23,2 mg/g hlaup
díklófenaktvíetýlamín
Til staðbundinnar meðferðar útvortis á vöðvum og liðum.
Diclofenac Teva inniheldur virka efnið díklófenak, sem tilheyrir flokki bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID-lyf).
Diclofenac Teva er notað við verkjum, eymslum og þrota í liðum og vöðvum vegna bólgu. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri til skammtímameðferðar. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi Teva B.V. Umboðsaðili er Teva Pharma Iceland ehf.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR
Á Unglingalandsmóti UMFÍ er ætíð boðið upp á fjölbreytta keppni í frjálsum
íþróttum í öllum aldursflokkum. Mælt er með að þátttakendur kynni sér greinarnar vel og keppnisfyrirkomulag inn á heimasíðu mótsins.
Gefendur verðlauna:
GOLF
Spilaðar eru 9 og 18 holur í golfi, með og án forgjafar. Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér reglur leiksins vel fyrir
leik í stað þess að láta kylfu ráða kasti.
Mæting er í golfskála a.m.k. hálftíma
fyrir auglýstan rástíma (sem ætti að koma á netið um kl. 21:00 kvöldið fyrir keppni).
Gefendur verðlauna:
Blak er leikið á grasi og er hver leikur 10 mínútur. Lengd leikja getur þó verið endurskoðuð út frá þátttöku. Ef liðin eru jöfn eftir 10 mínútur er spilað upp
á úrslitastig. Hvert lið má vera skipað fjórum leikmönnum en aðeins tveir eru
GRASHANDBOLTI
Grashandbolti er einfölduð útgáfa af venjulegum handbolta. Fjórir eru saman í liði en varamenn mega vera fjórir. Hver leikur er 10 mínútur. Í upphafi leiks eru fjórir leikmenn inn á í hvoru liði og er skylda að hafa einn merktan markmann. Í grashandbolta getur markmaður skorað hjá andstæðinum og skilar það liði hans tveimur stigum í stað eins. Falleg mörk geta líka skilað stigum. Til þess þarf að sýna frumleika og fimlega tilburði.
Gefendur
verðlauna:
Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
M o s k í t ó - o g m ý fl u g n a fæ l a n e r
L ú s m ý f æ l a
Evrópsk framleiðsla
F æ s t í ö l l u m b e t r i l a n d b ú n a ð a ro g b y g g i n g a v ö r u v e r s l u n u m
HESTAÍÞRÓTTIR
Keppt í einum kynjaflokki í tölti T7, fjórgangi V5, tölti T3, fjórgangi V2 og fimmgangi F2. Keppt er eftir reglum Landssambands hestamanna.
Gefendur verðlauna:
HJÓLREIÐAR
Stúlkur og drengir 11-14 ára hjóla 10 km en eldri þátttakendur 20 km. Keppendur þurfa að mæta eigi síðar en hálftíma fyrir ræsingu og fá þá öryggisvesti. Allir keppendur verða ræstir á sama tíma. Öll venjuleg reiðhjól (án rafmagns) eru leyfileg í keppninni
Gefendur verðlauna:
Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni:
https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
JÚDÓ
Þátttakendur þurfa að hafa einhvern tíma æft júdó eða kunna grunnatriði íþróttarinnar. Mikil kunnátta er þó ekki aðalatriði, reynt verður að raða niður eftir getu. Raðað verður í flokka eftir því hvernig þátttaka verður.
Gefendur verðlauna:
KNATTSPYRNA
Átta geta verið saman í hverju liði. Sex eru inn á vellinum í keppni 11–12 ára og fimm í aldursflokki 13–18 ára. Hver leikmaður má aðeins spila með einu liði. Hver leikur er 16 mínútur.
Gefendur verðlauna:
KÖKUSKREYTINGAR
Einstaklingar og lið geta keppt í kökuskreytingum. Kynjaflokkur er einn. Þemað er fjölbreytileiki. Þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar. Þátttakendur mega koma með áhöld að heiman en ekkert annað. Dæmt verður eftir útliti, frumleika og góðum hugmyndum og tekið tillit til frágangs og umgengni á vinnusvæði ásamt nýtingu á hráefni. Keppendur þurfa að koma með áhöld til skreytinga, svo sem stúta, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífa, skæri, gaffla og skreytingatól.
Gefendur verðlauna:
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
KÖRFUBOLTI
Allir leikir eru spilaðir á eina körfu (3:3) og tekur hver leikur 12 mínútur. Innáskiptingar eru frjálsar. Heildarfjöldi leikmanna í hverju liði er ótakmarkaður og eru frjálsar innáskiptingar.
Gefendur verðlauna:
PÍLUKAST
Keppendur í pílukasti fá að kasta þrisvar þremur pílum, í heildina níu pílum. Markmiðið er að skora sem flest stig og má reyna eins oft og hver vill.
Gefendur verðlauna:
Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni:
https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
SKÁK
Við skráningu í skák þurfa skákstig keppenda að koma fram ef þau eru til og hvort tefla eigi í aðalflokki eða opnum flokki. Í opnum flokki eru ekki notaðar klukkur, en í aðalflokki er teflt með skákklukkum. Í báðum flokkum tekur hver skák um 20 mínútur.
Gefendur verðlauna:
STAFSETNING
Í keppninni er einn kynjaflokkur. Lesinn er texti með eyðufyllingum og skrifaður texti.
Gefendur verðlauna:
SUND
Í sundi er keppt í bringusundi, skriðsundi, baksundi, flugsundi, fjórsundi og skriðsundi.
Gefendur
verðlauna:
Keppendur í upplestri velja sér texta sjálfir, annars vegar óbundinn texta úr bók eftir íslenskan höfund eigi lengri en 300 orð og hins vegar ljóð eftir íslenskan höfund sem skal vera 8–16 línur. Keppendur lesa ljóðið í kjölfar óbundna textans. Dómarar meta hvort lesturinn er áheyrilegur og horfa til blæbrigða, skýrmælgi, viðeigandi þagna, áherslna, tjáningar eftir efni og sambands við áhorfendur. Einnig er horft til líkamsstöðu og framkomu.
Gefendur
verðlauna:
Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf.
Alark ehf.
Auðhumla svf.
ÁTVR
Bíliðjan ehf.
Bláskógabyggð
Blikksmiðjan Vík
Brunahönnun ehf.
Colas
Egersund Ísland
Gróðrastöðin Mörk
Hafnarsjóður Þorlákshafnar
Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf.
Hvalfjarðarsveit
KOM ehf.
Landhönnun slf.
Landslag ehf.
Malbikunarstöðin Höfði
Máni verktakar
Síldarvinnslan hf. Skrifstofuþjónusta
Austurlands
Strendingur ehf.
Súðavíkurhreppur
Sveitarfélagið Múlaþing
Tern Systems ehf.
Thorship
Vélsmiðja Suðurlands
Vélvík ehf.
Viðhald og nýsmíði ehf.
Páll elskar endurgreiðslur.
Þess vegna er hann hjá Sjóvá.
ALGENGAR SPURNINGAR
Við hjá UMFÍ vonum að þið eigið ánægjulega upplifun á Unglingalandsmóti UMFÍ. En alltaf getur komið upp sú staða að spurningar vakna um eitt og annað. Hér höfum við tekið saman svör við algengum spurningum sem tengjast mótinu þegar þið eruð komin á mótið. Ef þið finnið ekki svar við ykkar spurningu er lítið mál að senda okkur spurningu á Facebook eða Instagram eða banka upp á hjá okkur í þjónustumiðstöð mótsins í Árskóla.
ARMBANDIÐ
Allir þátttakendur 11–18 ára á Unglingalandsmóti fá armband sem þeir nota alla mótsdagana. Það veitir þeim aðgang að öllum keppnisgreinum sem þau hafa skráð sig í og að allri dagskrá mótsins. Yngri systkini, 10 ára og yngri, geta einnig fengið armband og kostar það ekkert. Ef armbandið slitnar á meðan mótinu stendur þá kemur þú með það í þjónustumiðstöðina og færð nýtt armband afhent.
YNGRI SYSTKINI
Börn yngri en 11 ára hafa úr mörgu að velja á Unglingalandsmótinu. Þar á meðal er fótboltafjör, fótboltapanna, frjálsíþróttaleikar, sundleikar, hæfileikasvið, kvöldvökur, tónleikar og margt fleira. Öll afþreying er opin og kostar ekkert. Börn í fylgd fullorðinna á mótinu greiða ekkert þátttökugjald. Ekki er gert ráð fyrir því að börn og ungmenni yngri en 18 ára séu á eigin vegum á mótinu.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins er í Árskóla sem er við íþróttasvæðið á
Sauðárkróki. Mótsstjórnin er opin alla mótsdaga. Hjá mótsstjórn fá keppendur afhent armbönd sem er forsenda fyrir þátttöku í keppninni.
TJALDSVÆÐI
Tjaldsvæði mótsins er á Nöfunum ofan við íþróttasvæðið á Sauðárkróki. Þar gilda sérstakar tjaldbúðareglur. Tjaldsvæðið opnar um hádegi fimmtudaginn
3. ágúst. Tjaldsvæðið er gjaldfrjálst fyrir gesti mótsins. Snyrtingar og rennandi vatn eru á tjaldsvæðinu. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á tjaldsvæðinu allan sólarhringinn. Auk þess bendum við á almennt tjaldsvæði sem er við hlið íþróttasvæðisins og svo eru önnur frábær tjaldsvæði víða í Skagafirði. Öll umferð ökutækja á og við tjaldsvæði er bönnuð á tímabilinu kl. 24:00–07:00 nema með sérstakri heimild eftirlitsfólks. Öðrum en tjaldbúðagestum er ekki hleypt inn í tjaldbúðirnar eftir kl. 24:00. Kyrrð skal vera komin á í tjaldbúðum kl. 00:30.
AÐGANGUR AÐ RAFMAGNI
Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti, en notkun rafmagns kostar 5.000 kr. fyrir alla helgina. Þeir mótsgestir sem greiða fyrir rafmagn fá tvo límmiða. Annan skal líma á framrúðu bifreiðar en hinn á snúruenda við rafmagnskassa. Mótshaldarar minna tjaldsvæðagesti á að vera með breyti- og millistykki til að tengjast rafmagninu. Óheimilt er að hlaða rafmagnsbíla í rafmagnskerfi tjaldsvæðisins. Sá eða sú sem slíkt gerir og slær kerfinu út þarf að greiða fyrir aðkomu viðgerðarfólks og allt tjón. Mælt er með því að sérstakar hleðslustöðvar fyrir rafbíla verði fremur notaðar.
BÍLAR OG BÍLASTÆÐI
Tjaldsvæði mótsins er á Nöfunum ofan við íþróttasvæðið. Við skulum reyna að lágmarka notkun bíla meðan á mótinu stendur.
DÝR
Sumir geta ekki verið án dýranna sinna. Við hvetjum hins vegar ekki bændur til að taka með bústofna sína með, en minni spámenn eru velkomnir. Hundar skulu
ætíð vera í bandi. Dýr eru almennt ekki leyfð á íþróttasvæðinu.
HRAÐBANKI
Ef þú þarft að hafa lausafé eru hraðbankar í Arion banka og í Landsbankanum sem eru ekki langt frá íþróttasvæðinu.
ÍÞRÓTTAHÉRUÐ
Það getur verið ruglingslegt og flókið að skilja allt þetta tal um íþróttahéruð, sambandsaðila og aðildarfélög. UMFÍ er landssamband íþrótta- og ungmennafélaga um allt land. Þau geta átt aðild að UMFÍ
í gegnum sitt íþróttahérað eða með beinni aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ
í gegnum 22 íþróttahéruð og fimm félög með beina aðild.
Dæmi: Jón býr í Reykjavík og æfir körfubolta með Val. Íþróttafélagið Valur er félag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem er sambandsaðili UMFÍ. Jón tilheyrir því ÍBR á Unglingalandsmótinu. Gunna æfir frjálsar með Tindastóli. Tindastóll er aðildarfélag Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem er sambandsaðili UMFÍ. Gunna tilheyrir því UMSS á mótinu.
Hvaða sambandsaðila tilheyrir þú? Hér er að finna lista yfir landshluta, íþróttahéruð og félög með beina aðild.
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
Höfuðborgarsvæðið
• ÍBH - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
• ÍBR – Íþróttabandalag Reykjavíkur
• UMSK – Ungmennasamband
Kjalarnesþings
• V – Ungmennafélagið Vesturhlíð
Vesturland
• HSH – Héraðssamband Snæfellsnesog Hnappadalssýslu
• ÍA – Íþróttabandalag Akraness
• UDN – Ungmennasamband
Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga
• UMSB – Ungmennasamband
Borgarfjarðar
• USAH – Ungmennasamband
Austur-Húnvetninga
• USVH – Ungmennasamband
Vestur-Húnvetninga
Vestfirðir
• HHF – Héraðssambandið
Hrafna-Flóki
• HSB – Héraðssamband Bolungarvíkur
• HSS – Héraðssamband Strandamanna
• HSV – Héraðssamband Vestfirðinga
Norðurland
• HSÞ – Héraðssamband Þingeyinga
• ÍBA – Íþróttabandalag Akureyrar
• UÍF – Ungmenna- og íþróttasamband
Fjallabyggðar
• UMSE – Ungmennasamband
Eyjafjarðar
• UMSS – Ungmennasamband
Skagafjarðar
Austurland
• UÍA – Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Suðurland
• HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
• USÚ – Ungmennasambandið Úlfljótur
• USVS – Ungmennasamband VesturSkaftafellssýslu
Suðurnes
• Keflavík Íþrótta og ungmennafélag
• UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur
• UMFN – Ungmennafélag Njarðvíkur
• UMFÞ – Ungmennafélagið Þróttur
GETA ALLIR TEKIÐ ÞÁTT
Í ÖLLUM GREINUM?
Nei, sumar greinar eru fyrir ákveðna aldursflokka. Mikilvægt er að skoða aldursflokka viðkomandi greinar. Að þessu sögðu þá er bara eitt keppnisgjald og þeir sem það greiða geta valið sér keppnisgreinar að vild í samræmi við aldursflokka viðkomandi greinar.
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
MATUR OG VEITINGAR
Í stóru tjaldi á íþróttasvæðinu verður veitingasala sem er opin frá morgni til kvölds. Ef þið viljið eitthvað annað þá eru allskonar veitingastaðir á Sauðárkróki og góðar matvöruverslanir þar sem má finna ýmis gott til að skella á grillið.
ÓSKILAMUNIR
Óskilamunum verður safnað saman í þjónustumiðstöð mótsins. Að loknu móti verður farið með þá í þjónustumiðstöð
UMSS og UMFÍ á Sauðárkróki
RUSLAFÖTUR
Hjálpaðu okkur að halda mótssvæðinu snyrtilegu og hendu rusli í flokkunartunnur sem eru víða.
SALERNI
Salerni eru á tjaldsvæðinu, í íþróttamannvirkjum og á keppnisstöðum.
STURTUAÐSTAÐA
Í Skagafirði eru góðar sundlaugar. Þær eru á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Þátttakendur Unglingalandsmótsins fá frítt í sund og þurfa aðeins að framvísa armbandi mótsins.
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
SJÁLFBOÐALIÐAR
Um 450 sjálfboðaliðar koma að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Sendu sjálfboðaliðum bros og þakklæti fyrir að leggja sitt af mörkum.
SLYS OG MEIÐSLI
Fyrir minni meiðsli er hægt að finna sjúkrakassa með plástrum og þess háttar í þjónustumiðstöð mótsins. Á tjaldsvæðinu er björgunarsveitarfólk með sólarhringsvakt og þangað er alltaf hægt að
leita. Fyrir alvarlegri meiðsli skal hringja í 112. Annars er Lyfja líka í húsnæði Skagfirðingabúðar.
OPNUNARTÍMI LYFJU
• Föstudagur kl. 10:00–18:00
• Laugardagur kl. 11:00–13:00
TRYGGINGAR
Vakin er athygli á því að allir þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ eru á eigin ábyrgð.
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
AFÞREYING OG SKEMMTUN
Á Unglingalandsmótinu verður heilmikið um að vera fyrir utan keppnisgreinar. Boðið er upp á kynningar á mörgum greinum. Þátttakendur geta fengið að prófa alls konar og t.d. farið í vinnubúðir hjá
Andrew Henderson, margföldum snillingi í að halda bolta á lofti.
BADMINTON FYRIR ALLA
Nokkrir badmintonvellir settir upp í íþróttahúsinu. Helgi Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, leiðbeinir. Allir velkomnir. Ekki þarf að skrá þátttöku.
BADMINTON LED
Við slökkvum ljósin nær alveg í íþróttahúsinu og spilum badminton og blöstum tónlist í botn. Kúlurnar eru með LED ljósi svo þetta verður eitthvað. Tónlist og badminton og frábær stemning. Allir velkomnir, börn og fullorðnir og engin skráning nauðsynleg.
KYNNING: BANDÝ
Laufey Harðardóttir landsliðskona leiðbeinir þeim sem vilja kynnast bandý. Skráning er ekki nauðsynleg.
BLINDRABOLTI
Sum okkar hafa góða sjón, aðrir minni eða enga. Í blindrabolta er bundið fyrir augu þátttakenda. Tvö lið keppa á litlum sparkvelli í fótbolta. Boltinn er með bjöllum innan í og þarf aðstoðarmaður að styðja við öxl keppanda. Engin skráning.
BMX BRÓS
Þessir meistarar verða með hressilega sýningu á tartan-hlaupabrautinni á íþróttasvæðinu. Það er hreint ótrúlegar kúnstir sem þeir gera. Allir velkomnir að taka þátt og vera með í gleðinni.
KYNNING: BOGFIMI
Eftir keppni í bogfimi geta gestir fengið að prófa greinina. Indriði Grétarsson leiðbeinir þátttakendum. Allir mega prófa.
KYNNING: BORÐTENNIS
Fulltrúar frá Borðtennissambandinu mæta á svæðið og aðstoða alla þá sem vilja prófa borðtennis. Engin skráning og allir velkomnir.
BÆJARGANGA MEÐ LEIÐSÖGN
Hvar átti Guðrún frá Lundi heima? Boðið er upp á göngu um miðbæ Sauðárkróks með leiðsögn, þar sem sagðar eru sögur af fólki og húsum. Allir velkomnir og engin skráning.
FIMLEIKAFJÖR
Hópur landsliðsfólks í fimleikum mætir á svæðið og verður með sýningu. Að henni lokinni fá ungmenni að taka þátt og prófa undir styrkri og öruggri leiðsögn landsliðsfólksins. Engin skráning nauðsynleg og allir hjartnalega velkomnir.
STRANDHLAUP
Opið hlaup fyrir unglinga og fullorðna á
Borgarsandi sem er falleg strandlengja við Sauðárkrók. Hægt er að hlaupa eftir svartri ströndinni alla leið niður að ósum Héraðsvatna. Engin ein vegalengd í boði. Hver og einn getur valið sér hlaupalengd. Engin skráning og allir velkomnir.
VINNUBÚÐIR: FREESTYLE FOOTBALL
Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari í Football Freestyle, verður með fjórar, tveggja tíma vinnubúðir fyrir þátttakendur. Andrew hefur farið um allan heim til að sýna og kenna listir sínar og nú er tækifæri til að læra af honum. Engin
skráning er nauðsynleg en best er að hafa bolta með sér.
FÓTBOLTAFJÖR 5–10 ÁRA
Fótbolti og fjör fyrir börn 8–10 ára á föstudegi og 5–7 ára á laugardegi. Við tökum vel á móti börnunum og þau leika sér í fótbolta með okkur. Ekki þarf að skrá á viðburðinn heldur bara mæta.
FRJÁLSÍÞRÓTTALEIKAR BARNA 10 ÁRA OG YNGRI
Að lokinni keppni í frjálsum íþróttum verður boðið upp á frjálsíþróttaleika fyrir börn 10 ára og yngri. Engin skráning, bara að mæta í góða skapinu.
KYNNING: GLÍMA
Glíman er þjóðaríþrótt Íslendinga og hefur lifað með þjóðinni frá landnámi. Við bjóðum gestum okkar að prófa þessa
íþróttagrein undir styrkri leiðsögn Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur. Engin skráning, nóg er að mæta og prófa.
HÆFILEIKASVIÐ
Hæfileikasviðið vinsæla er á sínum stað. Nóg er að mæta í spariskapinu. Hér er sungið, leikið og skemmt sér eins og
krökkum einum er lagið. Karaoke er á staðnum. Engin skráning bara að mæta í góðu skapi.
HALDA BOLTA Á LOFTI
Það er gaman að halda bolta á lofti. Við setjum klukkuna af stað og svo detta þátttakendur út einn af öðrum þar til einn stendur eftir. Við setjum nokkur holl af stað svo það má koma aftur og aftur. Engin skráning, bara að mæta í góða skapinu.
JÓGA OG SLÖKUN
Sigþrúður Jóna Harðardóttir jógakennari sem tekur á móti gestum í sunnudagsjóga. Engin skráning, bara að mæta og njóta.
KYNNING: JÚDÓ
Keppni í júdó fer fram á laugardagsmorgni og á eftir er þátttakendum boðið að prófa greinina. Engin skráning.
KÖRFUBOLTAFJÖR
Körfuboltafjör verður við Árskóla. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta verða
á svæðinu og halda uppi fjörinu. Engin skráning, bara að mæta og taka þátt í gleðinni.
LISTASMIÐJA
Listasmiðjur verða í skemmtitjaldi mótsins. Þar geta allir krakkar komið og málað listaverk sem verða sett upp til sýnis. Allir velkomnir.
LEIKJAGARÐUR
Leikjagarður með ringóvelli, crossneti, stultum, frisbígolfi og ýmsu fleiru skemmtilegu.
LEIKJAGARÐUR FYRIR
YNGSTU BÖRNIN
Við setjum upp einföld leiktæki inni í íþróttahúsinu fyrir yngstu börnin.
SÝNING: MOTOCROSS
Motocrosssýning fyrir 6–18 ára á motocrossbrautinni á Gránumóum. Skráning á staðnum. Þátttakendur nota sín eigin hjól og eigin öryggisbúnað. Mæting kl. 13:00, æfing kl. 13:30 og sýning kl. 14:00
MÓTSSETNING
Mótssetning verður á föstudagskvöldinu og hefst kl. 20:00. Allir gestir mótsins eru hvattir til að koma á mótssetninguna sem verður fjörug í ár. Allir þátttakendur eru beðnir um að mæta í skrúðgöngu kl. 19:30 á gervigrasvöllinn en þaðan verður gengið inn á völlinn. Fjölmennum á mótssetninguna!
MÓTSSLIT OG FLUGELDASÝNING
Mótsslit verða kl. 23:30 sunnudaginn 6. ágúst og fara þau fram í kjölfar brekkusöngs. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu sem sést best frá gervigrasvellinum. Til að tryggja öryggis allra er fólk beðið um að fara út á gervigrasvöllinn þegar sýningin hefst.
SANDKASTALAGERÐ
Við bjóðum krökkum að koma og taka þátt í sandkastalagerð á sandströndinni við Sauðárkrók. Þar verða skóflur, fötur og alls konar áhöld. Allir velkomnir.
SUNDLAUGARPARTÝ
Við skellum í gott partý í Sundlaug Sauðárkróks. Tónlist og mikið fjör. En það þurfa allir að fara varlega að sjálfsögðu. Allir með armband fá frítt í sundlaugina.
SUNDLEIKAR BARNA 10 ÁRA OG YNGRI
Að lokinni keppni í sundi er boðið upp á sundleika fyrir börn 10 ára og yngri þar sem allir sigra. Engin skráning, bara að mæta og vera með í gleðinni.
SÖNGGLEÐI MEÐ BÖRNUM
Það er gaman að syngja saman. Öll börn hjartanlega velkomin.
TÓNLIST
Flottir listamenn halda uppi stuðinu öll kvöldin á Unglingalandsmótinu. Á
íþróttasvæðinu verður stórt samkomutjald þar sem flottir listamenn koma fram. Á sunnudagskvöldið verður skellt
í brekkusöng í Grænuklaufinni ofan við gervigrasvöllinn.
• Fimmtudagur:
DJ Heisi. Heisi er einn þekktasti klúbba dj Norðurlands og ætlar að sjá til þess að allir fari dansandi inn í helgina.
• Föstudagur:
Danssveit Dósa
• Laugardagur:
Herra Hnetusmjör, Valdís og Emmsjé Gauti.
• Sunnudagur:
Brekkusöngur: Magni, Jón Arnór & Baldur og Guðrún Árný
Allir tónlistarviðburðirnir eru öllum opnir.
VÍÐAVANGSHLAUP
Hlaupið um Skógarhlíðina sem er falin útivistarparadís. Hlaupið er upp með Sauðánni og skemmtilega leið. Allir velkomnir og velja sér hlaupalengd, engin tímataka. Allir á sínum forsendum og engrar skráningar krafist.
ZUMBA
Raggý býður upp á hressan Zumbatíma þar sem allir eru velkomnir, börn og fullorðnir. Engin skráning bara að mæta og taka á því.
Staðsetningu og tímasetningar má sjá
í dagskrá mótsins hér að framan og á umfi.is
Settu myndavél símans yfir kóðann og fylgstu með UMFÍ
á Facebook.
Settu myndavél símans yfir kóðannog fylgstu með UMFÍ
á Instagram.
UNGMENNASAMBAND
SKAGAFJARÐAR
Upphaf Ungmennasambands Skagafjarðar má rekja til þess er fjögur ungmennafélög í firðinum stofnuðu samband 17. apríl árið 1910. Þetta voru Umf. Framför, Umf. Fram, Umf Hegri og Umf. Æskan. Þar sem í sýslunni voru fleiri félög en ungmennafélög, svo sem málfundafélög, þótti rétt að sameiginlegt félög tækju upp heitið Samband málfundafélaga Skagafjarðar. Síðar var nafninu breytt í Samband Ungmennafélaga Skagafjarðar (SUFS). Þegar Sauðárkrókur og Skagafjarðarsýsla höfðu verið felld inn í íþróttahéraðið Skagafjörð á árunum 1942–1944 var gengið frá myndun Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Þetta var árið 1945. Stofndagur UMSS er engu að síður ætíð miðaður við 17. apríl 1910. UMSS varð sambandsaðili UMFÍ árið 1943 og
ÍSÍ ári síðar.
Aðildarfélög UMSS:
Bílaklúbbur Skagafjarðar
Golfklúbbur Skagafjarðar
Hestamannafélagið Skagfirðingur
Íþróttafélagið Gróska
Siglingaklúbburinn Drangey
Ungmenna- og íþróttafélaggið Smári, Varmahlíð
Ungmennafélagið Hjalti, Hjaltadal
Ungmennafélagið Neisti, Hofsósi
Ungmennafélagið Tindastóll, Sauðárkróki
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS HÉRAÐSSAMBANDIÐ HRAFNA FLÓKI
UMFÍ