Skinfaxi 4 2009

Page 1



Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Lýsir upp himin og jörð Síðustu tvö ár hafa verið samfelld afmælisveisla hjá UMFÍ. Við höfum haldið upp á aldarafmæli hreyfingarinnar og Landsmótanna og nú er komið að Skinfaxa. Frá því að fyrsta blaðið var gefið út í október 1909 hefur það komið út óslitið, ekki fallið út einn árgangur, sem að öllum líkindum er einsdæmi í tímaritaútgáfu á Íslandi. Nafn Skinfaxa er sótt í norræna goðafræði og dregur blaðið nafn sitt af hestinum Skinfaxa sem dró vagn goðsagnaverunnar Dags. Hesturinn Skinfaxi var fagur og með skínandi fax sem lýsti upp himinhvolfið og jörðina. Segja má að nafngiftin sé tignarleg og hæfi blaðinu vel því hróður Skinfaxa hefur borist víða og hann skín og hefur skinið skært. Frá upphafi hefur Skinfaxi verið öflugur málsvari ungmennafélagshreyfingarinnar, sambandsaðilanna og heildarsamtakanna. Markmiðið með útgáfu hans hefur verið óbreytt í hundrað ár: Að segja fréttir og vera með frásagnir úr starfi ungmennafélaga og af þeim verkefnum sem heildarsamtökin hafa haft forystu um eða unnið í samstarfi við aðra. Að tengja félögin saman þannig að þau myndi eina sterka heild og styrkja og hvetja sambandsaðila til dáða. Að vera með leiðbeiningar um starfið, vekja samhug og opna augu lesenda fyrir öllu því sem skiptir máli hverju sinni og því sem er fagurt og gott.

Þessum markmiðum hafa þeir sem stýrt hafa blaðinu hverju sinni verið tryggir og stjórnendur UMFÍ hafa lagt áherslu á að halda blaðinu lifandi. Þannig hefur blaðið oft tekið stakkaskiptum hvað útlit og efnisinnihald varðar og hin síðari ár hefur blaðið einnig verið aðgengilegt á heimasíðu UMFÍ. Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að í tilefni af afmælinu verði farið í samstarf við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn um að skanna inn öll tölublöð Skin-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

faxa og í framtíðinni verða safninu send öll tölublöð blaðsins á pdf-formi. Þannig varðveitum við þennan sögulega fjársjóð ungmennafélagshreyfingarinnar um leið og við bætum aðgang fólks að þeim fróðleik sem þetta málgagn hreyfingarinnar flytur hverju sinni og gildi hans fyrir land og lýð. Þetta er afmælisgjöf hreyfingarinnar til blaðsins og um leið þakklætisvottur og yfirlýsing um hve stolt við erum af blaðinu OKKAR. Ég tel að Skinfaxi sé eitt besta tímaritið sem fjallar um íþrótta- og æskulýðsmál á Íslandi í dag. Ritstjórinn, Jón Kristján Sigurðsson, vinnur mjög gott starf sem sýnir sig í góðu blaði, bæði hvað útlit og innihald varðar. Hefur honum, ásamt ritnefndum undanfarinna ára, tekist að gera blaðið áhugavert aflestrar og því er dreift víða þannig að margir njóta. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka ritstjóra, ritnefnd og öðrum sem koma að blaðinu kærlega fyrir frábært blað um leið og ég óska okkur öllum til hamingju með 100 ára afmæli þess með óskum um að Skinfaxi haldi áfram að lýsa upp himin og jörð. Íslandi allt!

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ

Viljayfirlýsing um samstarf undirrituð

Kynningarfundur um KOMPÁS – handbók í mannréttindafræðslu – var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 9. desember sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsgagnastofnun hafa látið þýða og gefa út á íslensku bókina KOMPÁS, en hún kom fyrst út hjá

Evrópuráðinu árið 2002. Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð herra ásamt fulltrúum sem koma að samstarfinu um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og félags- og æskulýðsstarfi.

handbókinni er að finna raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi. Áhersla er á markmið sem snúa að þekkingu og skilningi, færni, viðhorfum og gildum. Kompás er nú til á 28 tungumálum og eru flestar útgáfurnar aðgengilegar á vefnum, sem þýðir að þegar unnið er í fjölþjóðlegu samhengi á íslenskum vettvangi, getur hver þátttakandi fengið verkefnin á sínu tungumáli. Hér er því á ferðinni verkfæri sem nýtist öllum þeim sem vilja efla vitund um mannréttindi og er fólk hvatt til að kynna sér efni bókarinnar frekar. Við þetta sama tækifæri undirritaði menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða Kross Íslands og Ungmennafélag Íslands, um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Blaðið haldi áfram að vaxa og dafna um ókomna framtíð Þegar Skinfaxi, málgagn Ungmennafélags Íslands, kom fyrst fyrir augu lesenda fyrir öld síðan voru líklega ekki margir sem leiddu hugann að því að 100 árum síðar yrði blaðið enn að koma út. Það voru stórhuga menn sem ýttu blaðinu úr vör í upphafi, líklega á bjartsýninni og kraftinum einum saman. Á þessum tímum má ætla að ekki hafi verið auðvelt að koma blaði út og dreifa því um bæi og sveitir landsins. Markmiðin gengu eftir og með tímanum varð Skinfaxi æ öflugra málgagn hreyfingarinnar. Blaðið var vettvangur þjóðfélagsumræðu og sagði frá atburðum úr hreyfingunni eins og kostur var. Að hafa blað sem miðlaði þessum fróðleik og upplýsingum hlýtur að hafa haft ómetanlegt gildi fyrir landsmenn á þessum tíma. Blaðið sigldi ekki alltaf lygnan sjó, heldur barðist

á móti uns það skilaði sér alltaf í örugga höfn. Stjórnendur hreyfingarinnar á hverjum tíma hafa lagt mikla áherslu á að blaðið kæmi út. Það hefur verið metnaður þeirra að hlúa að blaðinu og styðja vel við bakið á þeim sem starfað hafa við það. Þessi stuðningur á eflaust stærstan þátt í því að blaðið hefur

komið út í heila öld. Skinfaxi er rödd hreyfingarinnar úti í þjóðfélaginu og því er nauðsynlegt að hann sjáist sem víðast. Hreyfingin fæst við mikilvægt útbreiðslustarf á mörgum sviðum og þá er gott að grípa til málgagnsins sem segir frá verkefnum og því sem hreyfingin stendur fyrir, í máli og myndum. Ég ber þá von í brjósti að Skinfaxi haldi áfram að vaxa og dafna um ókomna framtíð. Það er hagur hreyfingarinnar að málgagn hennar sé sterkt og blaðið haldi áfram að miðla fréttum af starfinu til félagsmanna og almennings í landinu. Sterkur og öflugur Skinfaxi gerir hreyfinguna enn sýnilegri og eflir hana á allan veg.

Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

Spennandi verkefni bíða mín

Kristín Sigurðardóttir við vinnu sína í þjónustumiðstöð UMFÍ.

Kristín Sigurðardóttir hefur hafið störf í þjónustumiðstöð UMFÍ. Kristín mun vinna með verkefnið Göngum um Ísland og vefsíðuna www.ganga.is sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um gönguleiðir á Íslandi. Ætlunin er að efla vefinn frekar og færa inn enn meiri upplýsingar sem nýtast munu ferðamönnum og útivistarfólki. Fyrir um ári var Kristín nýfarin að vinna í álverinu á Reyðarfirði þegar hún lenti í alvarlegu bílslysi. Hún hlaut mænuskaða og lamaðist fyrir neðan mitti en hefur samt mátt í hnjánum og framan í lærum. Kristín lætur ekki deigan síga og er bjartsýn á lífið og tilveruna. „Ég læt mig komast allt í hjólastólnum, geri flest það sem ég vil og svo ek ég um á bílnum mínum. Það er gaman að vera komin aftur í vinnu og spennandi verkefni sem bíða mín,“ segir Kristín Sigurðardóttir.

www.ganga.is 4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 4. tbl. 2009 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson, Heiðar Sigurðsson o.fl. Efnistök: Jón M. Ívarsson tók saman sögu Skinfaxa í þessu afmælisblaði Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, formaður, Óskar Þór Halldórsson, Kristín Harpa Hálfdánardóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Laugavegi 170–172, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Á forsíðunni er brot af forsíðum Skinfaxa í gegnum tíðina, ásamt myndum af nokkrum ritstjórum.


Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Afmæliskveðja frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni:

Ávallt boðberi nýrra tíma Í sjálfstæðisvakningu og framfarasókn Íslendinga reyndust tímaritin öflugt tæki, kveiktu hugsjónaelda, efldu áræðni og nýja sýn. Ungir lærdómsmenn beittu í árdaga Fjölni og Nýjum félagsritum og með heimastjórn gerði æskulýðshreyfing Skinfaxa að tákni fyrir baráttuandann sem birtist í kjörorðinu Íslandi allt. Það sýnir styrk ungmennafélaganna og úthald að í heila öld hefur Skinfaxi verið í senn gunnfáni og vettvangur fyrir boðskap og fréttir, frásagnir af öflugu starfi, umfjöllun um áform og glæstar vonir.

Þegar önnur rit enduðu sinn feril var Skinfaxi ætíð gæddur nýju fjöri, hélt áfram að þjóna kröfum sérhvers skeiðs. UMFÍ hefur á okkar tímum orðið sífellt öflugra, landsmótin glæsilegri, í senn hátíðir íþróttafólks og byggðarlaga. Unglingalandsmótin hafa svo rutt nýjar brautir, gefið ungu fólki og fjölskyldum þess tækifæri til að njóta heilbrigðrar samveru um helgi sem áður var blandin kvíða og áhyggjum. Það er í senn ævintýri og leiðsögn í því fólgin að UMFÍ skuli í upphafi annarrar

aldar á ferli sínum vera mikilvægara í íslensku samfélagi en nokkru sinni. Skinfaxi hefur verið eins konar árbók og fjölmiðill þessarar merku sögu, ávallt boðberi nýrra tíma, vísbending um breytingar en um leið skrásetjari þess sem vel var gert. Margir hafa lagt Skinfaxa lið á langri leið; sönnun þess að hugsjónirnar eru góður förunautur, afl sem yfirvinnur allar þrautir. Ég óska Skinfaxa til hamingju með tímamótin og færi öllum aðstandendum hans, fyrr og síðar, einlægar þakkir Íslendinga.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Ný heimasíða UMFÍ tekin í notkun Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við uppfærslu á nýrri heimasíðu Ungmennafélags Íslands. Þeirri vinnu er nú lokið og var síðan tekin í notkun 5. desember sl. Gamla síðan hefur sinnt hlutverki sínu sl. sex ár, en ljóst var að uppfærsla á henni var nauðsynleg þar sem upplýsingatækni á þessum tíma hefur breyst hratt. Heimsóknum inn á síðuna hefur fjölgað jafnt og þétt enda hefur hún mikið upplýsingagildi fyrir hreyfinguna.

Nú hefur heimasíðunni verið komið í nútímalegra horf og allar upplýsingar eru mun aðgengilegri og betri en áður. Vonandi nýta ungmennafélagar sem og aðrir gestir síðunnar sér nýju síðuna. Eins og áður verður kapkostað að koma fréttum og öðru efni til skila. Það voru þær Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og varaformaður hreyfingarinnar, Björg Jakobsdóttir, sem ræstu síðuna og var myndin tekin við það tækifæri.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður.

Úthlutun úr Umhverfissjóði UMFÍ

Önnur úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði UMFÍ, Minningarsjóði Pálma Gíslasonar, formanns UMFÍ 1979– 1993, voru veitt 10. nóvember sl. við hátíðlega athöfn í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands við Laugaveg. Við athöfnina flutti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ávarp og Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, afhenti styrkina. Sjóðsstjórninni bárust 18 umsóknir og var samþykkt að styrkja fimm verkefni að upphæð samtals eina milljón króna. Eftirtaldir fengu styrk að þessu sinni: 1. HSK – Íþróttafélagið Hamar, kr. 400.000, í verkefni sem gengur út á að bæta lýð-

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

heilsu og þekkingu almennings á náttúru og umhverfi í hlíðum Reykjafjalls við Hveragerði. 2. UÍA – Blakdeild Þróttar, kr. 300.000, til að útbúa útivistarsvæði í tengslum við strandblakvöll í Hjallaskógi. 3. UMSB – Golfklúbburinn Glanni, kr. 150.000, til að útbúa göngustíga fyrir almenning í gegnum golfvöllinn sem liggja niður að fossinum Glanna og að Paradísarlaut. 4. HSK – Hestamannafélagið Geysir, kr. 75.000, til að útbúa trjálund á svæði félagsins á Gaddstaðaflötum. 5. UÍA – Blakdeild Hattar, kr. 75.000, til að fegra og bæta aðstöðu félagsins í Bjarnadal á Egilsstöðum til útivistar fyrir félagsmenn.

Frá vinstri: Ómar Diðriksson, Hestamannafélaginu Geysi, Guðjón Guðmundsson, Golfklúbbnum Glanna, Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Valdimar Hafsteinsson, Íþróttafélaginu Hamri, og Sæunn Skúladóttir, Blakdeild Þróttar á Norðfirði.


Berum ábyrgð á eigin heilsu

Markmið okkar hjá Heilsustofnun NLFÍ er að efla heilbrigði, auka andlega og líkamlega vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu. Dvöl í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er ákjósanleg fyrir þá sem þurfa að bæta heilsufar sitt í friðsælu umhverfi fjarri amstri hversdagslífsins. Áhersla er lögð á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld. Jafnframt er í boði fræðsla og fagleg ráðgjöf hvernig bæta megi lífshætti, forvarnir og heilsuvernd einstaklinga. Í boði er margvísleg heilsuefling, heilsuvernd, nudd, nálarstungur, leirböð og heilsuböð.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is

Berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun NLFÍ - Grænumörk 10 - 810 Hveragerði - Sími 483 0300 - www.hnlfi.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

7


Skinfaxi 100 ára Kveðja frá menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur:

Ungmennafélagshreyfingin kann að meta metnaðarfulla útgáfu UMFÍ lét sig þjóðfélagsmál varða. Samtökin hvöttu til þess að byggðar væru sundlaugar og samkomuhús, fylltu síðan þær byggingar lífi og fjöri sem náði langt út fyrir eiginlegar íþróttir því ungmennafélögin voru einnig menningar- og þjóðmálafélög. Fyrir samtök sem sinna jafn fjölbreyttu starfi og UMFÍ er nauðsyn að eiga sér öflugt málgagn. Skinfaxi, tímarit UMFÍ, hóf göngu sína árið 1909 og hefur komið út óslitið síðan. Það er ánægjulegt að á tímum mikilla framfara í hvers konar rafrænni upplýsingamiðlun skuli Skinfaxi hafa staðið af sér alla storma sem farið hafa um samfélagið. Það ber vott um að vel sé staðið að verki og að félagar Ungmennafélagshreyfingarinnar kunni að meta þessa metnaðarfullu útgáfu. Ég vil þakka UMFÍ fyrir glæsilegt starf í þágu barna og ungmenna á þessu ári og Skinfaxa óska ég til hamingju með eitt hundrað ára útgáfuafmæli.

Frá því segir í Gylfaginningu að sonur Nætur hafi verið Dagur. Alfaðir hafi gefið þeim mæðginum tvo hesta og tvær kerrur „og setti þau upp á himin, að þau skulu ríða á hverjum tveim dægrum umhverfis jörðina. Ríður Nótt fyrri þeim hesti er kallaður er Hrímfaxi, og að morgni hverjum döggvir hann jörðina með méldropum sínum. Sá hestur er Dagur á heitir Skinfaxi og lýsir allt loft og jörðina af faxi hans.“ Það er vel viðeigandi að málgagn Ungmennafélags Íslands í 100 ár beri heiti þessa hests sem lýsir allt loft og jörð. Í rúma eina öld hefur ungmennafélagshreyfingin haft mikil áhrif á sögu Íslands. UMFÍ var stofnað á árum mikils umróts og breytinga í íslensku samfélagi. Mikil félagsmálavakning var í landinu á þessum árum og áhugi á þessum nýju samtökum mikill, þau báru ferskan blæ inn í samfélagið. UMFÍ stóð fyrir málfundum þar sem ungir og aldnir tjáðu sig um þau mál er efst voru á baugi. Strax varð mikil þátttaka í starfi samtakanna.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent og frjálsíþróttamaður:

Blaðið hefur ákveðið útbreiðslugildi „Tímarit á borð við Skinfaxa er nauðsynlegt hreyfingunni. Blaðið hefur ákveðið útbreiðslugildi og segir vel frá starfinu sem þar er innt af hendi. Blaðið sem slíkt er fínt að mínu mati,“ sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent við Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands að Laugarvatni. Sigurbjörn þarf vart að kynna, hann er ungmennafélagi frá blautu barnsbeini og hefur getið sér gott orð á hlaupabrautinni og ekki síst fyrir líflegar lýsingar frá frjálsíþróttamótum í ríkissjónvarpinu.

Sigurbjörn Árni hefur keppt undir merkjum HSÞ síðan 2006 en hann er fæddur og uppalinn í félaginu. Á árunum 1997–2001 fyrir HSK og frá 2002 til 2005 fyrir UMSS. Sigurbjörn Árni sagði ekki mörg 100 ára gömul blöð á Íslandi. Hann sagði það aðeins segja eitt, að vel hafi verið staðið að hlutunum við útgáfuna og hreyfingin lagt áherslu á að koma blaðinu út. „Það er talvert þrekvirki að hafa haldið blaðinu úti í allan þennan tíma. Það hef-

Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

ur verið metnaður hreyfingarinnar að hlúa að útgáfunni og má segja að henni hafi tekist vel til í þeim efnum. Ég hef lesið Skinfaxa í mörg ár og þar get ég fylgst með því hvað er að gerast í hreyfingunni á hverjum tíma. Ég óska blaðinu velfarnaðar um ókomin ár sem og ungmennafélagshreyfingunni allri. Ég vil veg Skinfaxa sem mestan,“ sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson í spjalli við Skinfaxa.

Kristján Yngvason, fyrrum stjórnarmaður UMFÍ:

Skinfaxi rekur sögu UMFÍ Kristján Yngvason, sem sat í stjórn UMFÍ 1987–2001, þekkir vel sögu Skinfaxa. Kristján segir blaðið hafa mikið gildi fyrir hreyfinguna. Að hans mati rekur blaðið sögu UMFÍ sem er stórt atriði í hans huga. „Blaðið er á allan hátt nauðsynlegt og Skinfaxi hefur líka mikið tilfinningalegt gildi. Það er yrði skarð fyrir skildi ef hans nyti ekki við. Ég byrjaði að lesa blaðið

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

reglulega um 1970, þegar ég varð formaður í ungmennafélagi,“ sagði Kristján Yngvason. „Það er í raun alveg stórkostlegt að Skinfaxi hafi náð að halda velli allan þennan tíma. Það hafa stundum komið erfið tímabil og ég minnist sérstaklega áranna 1989 til 1990. Þau voru strembin en það tókst að rétta úr kútnum og

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

blaðið hélt sjó. Það er mikilvægt fyrir svona stóra hreyfingu, á borð við UMFÍ, að halda úti málgagni. Mér finnst blaðið tengja höfuðstöðvarnar við grasrótina. Ég óska blaðinu alls hins besta í framtíðinni en í dag kemur að blaðinu gott fólk sem er að vinna gott starf,“ sagði Kristján Ingvason.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 47646 11.2009

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? •

Hjá Icelandair býðst farþegum að innrita sig á netinu 22 klukkustundum fyrir brottför hér heima og erlendis.

Við netinnritun prentar farþegi út brottfararspjald og ef hann er ekki með annað en handfarangur getur hann farið beint í öryggisskoðun þegar komið er í flugstöðina.

Farþegum Icelandair býðst einnig sjálfsinnritun í brottfararsalnum í Leifsstöð.

BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR


Skinfaxi 100 ára Jón M. Ívarsson:

Skinfaxi 1909–2009 Skinfaxi flýgur af stað

Þegar Ungmennafélag Íslands tók til starfa í ágúst 1907 voru ungmennafélög landsins aðeins 16 talsins. Þeim fjölgaði hratt og voru orðin 88 haustið 1909. Af þeim voru þó ekki nema 33 með 1250 félagsmenn innan vébanda UMFÍ. Lélegar samgöngur og lítið samband félaganna innbyrðis átti hér stærstan hlut að máli. Stjórnarmenn UMFÍ fóru ekki í grafgötur með að mikil þörf væri á málgagni til að styrkja hreyfinguna og kynna hana fyrir landsmönnum. Fæstir vissu mikið um ungmennafélagsskapinn, jafnvel ekki ungmennafélagar sjálfir. Þetta tókst haustið 1909 og þá leit dagsins ljós fyrsta tölublað Skinfaxa, málgagns UMFÍ. Allar götur síðan hefur blaðið verið öflugur málsvari ungmennafélagshreyfingarinnar, fréttablað hennar, kynningarrit og vettvangur baráttumála. Síðast en ekki síst ómetanleg heimild um starf UMFÍ á hverjum tíma. Skinfaxi dró nafn af hinum fljúgandi hesti sem dró vagninn sem goðsagnaveran Dagur ók um himinhvolfið og sagt er frá í norrænum sagnaheimi. Skinfaxi var prýddur skínandi faxi sem lýsti upp bæði himin og jörð og skóp birtu dagsins. Fyrsti ritstjóri Skinfaxa var þáverandi formaður UMFÍ, Helgi Valtýsson, og honum til aðstoðar alþýðufræðarinn Guðmundur Hjaltason sem árum saman ferðaðist um landið og flutti fyrirlestra á vegum UMFÍ. Ritstjórnin kom að mestu í hlut Helga þar sem Guðmundur var mikið fjarverandi við fyrirlestrana sem voru geysivinsælir og vel sóttir. Helgi Valtýsson var mikill eldhugi og hugsjónamaður og þegar hann lét af ritstjórastörfum sagði Guðbrandur Magnússon, formaður UMFÍ, meðal annars í þakkarorðum sínum: „Skinfaxi væri líklega ekki til ef Helga hefði ekki notið við og allt sem hann hefur fyrir hann unnið hefur hann gert endurgjaldslaust.“ Helgi skrifaði kröftuga hugvekju í fyrsta tölublaðið og benti á að áhugi ungmennafélaga væri heitur og viljinn góður en mátturinn lítill og samtökin erfið. Hann lýsti hlutverki Skinfaxa á þessa leið:

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Nú vill „Skinfaxi“ lyfta undir bagga með ungmennafélögunum og reyna af öllum mætti að bæta úr því sem mest er ábótavant í starfi þeirra. Tengja saman félögin í sterka starfandi heild. Hvetja og stæla dug og afl til dáða. Vekja samúð og samhug og opna augun fyrir öllu því sem er gott og fagurt. Glæða sumarhug æskunnar. ... Merki ungmennafélaganna vill hann bera hátt svo þau gleymi eigi takmarki sínu né missi sjónar á því: Að vekja og göfga íslenskan æskulýð, styrkja hann og stæla.“ Fyrstu árin var Skinfaxi fjórblöðungur og kom út mánaðarlega. Hann flutti fræðandi greinar og sagði frá stofnun og starfi ungmennafélaga sem voru þá sem óðast að spretta upp víðs vegar um landið. Hvatningargreinar og hvatningarljóð birtust í hverju tölublaði og félagsmenn víða um land sendu fréttir af starfi sinna félaga. Þar lýstu þeir ánægju sinni með tilkomu Skinfaxa. Margir skrifuðu í blaðið undir dulnefni því þeir voru óvanir að láta ljós sitt skína og sjálfstraust þeirra takmörkuð auðlind. Þetta breyttist þó smám saman og ungmennafélagar fóru að tjá sig undir fullu nafni.

Ritstjórn Jónasar frá Hriflu vekur athygli Helgi Valtýsson ritstýrði Skinfaxa í tvö ár en haustið 1911 tók Jónas Jónsson frá Hriflu við ritstjórninni. Jónas var þá ungur kennari við Kennaraskólann og hafði brennandi áhuga á þjóðmálum. Hann var fjölmenntaður og hafði numið í skólum í Þýskalandi, Danmörku og Englandi. Skrif Jónasar um þjóðfélagsmál í Skinfaxa vöktu mikla athygli og von bráðar var þetta litla málgagn ungmennafélaganna á allra vörum. Líklega hefur Skinfaxi aldrei notið meiri frægðar meðal þjóðarinnar. Jónas var ritsnjall maður og birti í Skinfaxa óvægnar ádeilugreinar á hendur bröskurum og fjárglæframönnum þess tíma sem hann nefndi Filistea. Hann sýndi fram á löglegar en siðlausar gerðir þessara forvera fjármála-

Fyrsta forsíða Skinfaxa árið 1909.

Helgi Valtýsson, fyrsti ritstjóri Skinfaxa,1909–1911.

Jónas Jónsson frá Hriflu, ritstjóri Skinfaxa 1911–1917.

víkinga nútímans en mannlegt eðli hefur löngum verið samt við sitt. Skinfaxi var þó fyrst og fremst málgagn hreyfingarinnar og þar birtust ótal greinar um málefni dagsins eins og skipulag UMFÍ, íþróttir, skógrækt, fánann, þegnskylduvinnu, móðurmál, heimilisiðnað og fyrirlestra að ógleymdum fréttapistlum frá félögunum sjálfum. Jónas hóf upp það nýmæli að birta útdrátt úr skýrslum félaganna og sást þar margt fróðlegt sem annars hefði glatast því fátt hefur varðveist af skýrslum fyrstu áranna í fórum UMFÍ. Fyrsta myndin birtist í Skinfaxa 1910 en næst komu myndir af frumkvöðlum UMFÍ, þeim Jóhannesi Jósefssyni og Þórhalli Björnssyni, í fyrsta tölublaði ársins 1914. Eftir það birtust myndir í blaðinu stöku sinnum en langt í frá í hverju tölublaði. Á þessum árum hóf UMFÍ bókaútgáfu og gaf út vönduð rit um skógrækt, ungmennafélög og þjóðfélagsfræði. Skilvísir kaupendur Skinfaxa fengu þessi rit í kaupbæti en fljótlega var útgáfunni hætt vegna mikils kostnaðar. Á árum fyrri heimsstyrjaldar stórhækkaði pappírsverð og prentkostnaður og hallarekstur blaðsins var staðreynd. Reynt var að gera sem flesta ungmennafélaga að áskrifendum Skinfaxa og takmarkið var að allir ungmenna-


félagar keyptu blaðið. Þegar Jónas tók við ritstjórninni 1911 voru áskrifendur um 600 talsins og 1914 hafði þeim fjölgað í 1017 en aðeins 755 þeirra stóðu í skilum. Þá voru félagar innan UMFÍ um 2000 talsins. Sum ungmennafélög sýndu þá sérplægni að kaupa eitt eintak af blaðinu og láta lesa það upp á fundum. Þetta varð til þess að áskrifendum fækkaði og Jónas ritstjóri var harðorður um þá félagsmenn sem vildu „hafa ungmennafélagsblað, njóta hagnaðar þess sem því fylgir en losna við byrðina“. Þau félög voru ekki mörg sem betur fór en réttilega þótti ritstjóranum þetta lítill félagsþroski.

Slær í harðbakkann Árið 1918 varð Jónas Jónsson skólastjóri Samvinnuskólans og lét af ritstjórn Skinfaxa. Hann var þá formaður UMFÍ og skrifaði í blaðið öðru hverju. Meðal annars gerði hann tilraunir til enskukennslu þar sem birtust íslenskir gullaldartextar og ensk þýðing við hlið þeirra. Jónas lét brátt til sín taka á stjórnmálasviðinu og þjóðfélagsádeila hans færðist á þann vettvang. Jón Kjartansson, kennari og ritari UMFÍ, varð þá ritstjóri blaðsins næstu tvö árin. Yfirbragð Skinfaxa mýktist en samtímis fækkaði áskrifendum. Í blaðinu birtust meðal annars fræðandi greinar um frjálsíþróttir sem þá voru að ryðja sér til rúmsundir nafninu úti-íþróttir og ágætar frásagnir af íþróttamótum og -námskeiðum. Haustið 1919 hélt Jón Kjartansson utan til náms en í hans stað kom annar kennari, Ólafur Kjartansson, sem var ritstjóri næstu 19 mánuði. Nú fór að harðna á dalnum. Í kjölfar stríðsins geisaði verðbólga og útflutningsvörur Íslendinga hríðféllu í verði. Þetta hafði sín áhrif á gengi Skinfaxa og eftir áramótin 1920 kom hann aðeins út annan hvern mánuð. Stóð svo til hausts 1921 en þá lét Ólafur af ritstjórastörfum. Í stað hans kom að nýju fyrsti ritstjórinn, Helgi Valtýsson. Sökum fátæktar UMFÍ neyddist Helgi til að minnka blaðið niður í fjórar blaðsíður en það kom þá reyndar út í hverjum mánuði. Helgi bauðst til að taka að sér ritstjórnina áfram fyrir lítil laun en stjórn UMFÍ varð að afþakka boðið sökum bágrar fjárhagsstöðu. Þess í stað tók stjórnin sjálf að sér ritstjórnina launalaust allt árið 1922. Þetta tímabil var stanslaus lífróður fyrir tilvist Skinfaxa. Stjórnarfundir UMFÍ voru fyrst og fremst ritstjórnarfundir blaðsins og lítill tími gafst til stjórnarstarfa. Fátæktin var svo mikil að

Stórtæk útbreiðsluáform

Titilmynd Skinfaxa sem Guðmundur Jónsson frá Mosdal gerði og birtist fyrst í blaðinu 1926.

Jón Kjartansson, ritstjóri Skinfaxa 1918–1919.

Gunnlaugur Björnsson, ritstjóri Skinfaxa 1923–1928.

Björn Guðmundsson, ritstjóri Skinfaxa 1928–1929.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

ekki voru efni til að senda út prentuð eyðublöð fyrir ársskýrslur félaganna heldur voru þau handskrifuð. Stjórnarmenn UMFÍ, þau Magnús Stefánsson formaður, Guðrún Björnsdóttir ritari, Jón Kjartansson gjaldkeri og meðstjórnendur Guðmundur Jónsson frá Brennu og Guðmundur Davíðsson unnu þrekvirki við að halda Skinfaxa á lífi. Áskriftargjöldin innheimtust illa í kreppunni og margir voru skuldugir. Lítið ákall á baksíðu blaðsins haustið 1922 segir sína sögu um ástandið: „Ungmennafélagar! Skinfaxi er blaðið ykkar. Borgið hann og útvegið honum skilvísa kaupendur. Blaðið hefur engar auglýsingatekjur eins og mörg önnur blöð, tilvera þess er því bundin við skilvísa borgun áskrifendanna.“ Á þessum erfiðu tímum var Skinfaxi líftaug ungmennafélagshreyfingarinnar. Tilvera hans tengdi félögin saman en mestur hluti hins nauma styrks til UMFÍ úr landssjóði fór til þess að halda honum gangandi. Í maí 1923 hafði stjórn UMFÍ fengið sig fullsadda á sjálfboðastarfinu við Skinfaxa enda hafði útgáfan fallið niður frá áramótum. Þá var Gunnlaugur Björnsson ráðinn ritstjóri blaðsins næstu fimm árin. Gunnlaugur var kennari að mennt eins og fyrri ritstjórar, mikill hugsjónamaður og ritaði margar skeleggar hvatningargreinar til ungmennafélaganna. Í höndum Gunnlaugs var Skinfaxi menningarlega sinnað blað sem vegsamaði dásemdir sveitanna en amaðist heldur við solli þéttbýlisins. Þetta hélst í hendur við að flestallir ungmennafélagar bjuggu þá í dreifbýli. Í blaðinu birtust fallega þenkjandi kvæði, framtíðaróskir ungmennafélaga og heimspekilegar vangaveltur ritstjórans. Hinn samviskusami ritari UMFÍ, Ísfirðingurinn Guðmundur Jónsson frá Mosdal, sá um að koma boðskap stjórnar UMFÍ á framfæri í blaðinu.

Á þingi UMFÍ árið 1924 var ákveðið að gera róttækar breytingar á umfangi og útbreiðslu blaðsins. Þá var samþykkt að hverju félagi innan UMFÍ bæri skylda til að kaupa eitt eintak af Skinfaxa fyrir hvern félagsmann. Ákveðið var að innheimta skatt af hverjum ungmennafélaga sem árgjald fyrir blaðið. Þetta var djarfleg tilraun til að bæta fjárhag UMFÍ en fram að þessu hafði bróðurpartur teknanna gengið til Skinfaxa og varla dugað til. Félagsmenn UMFÍ voru um það bil 3000 og þar með fjölgaði áskrifendum blaðsins upp í þá tölu. Fram að þessu hafði Skinfaxi verið mánaðarrit en í ársbyrjun 1925 var hann gerður að ársfjórðungsriti og blaðsíðum fjölgað töluvert. Samtímis var brot blaðsins minnkað niður í svokallað „Eimreiðarbrot“ sem var fremur smágert, 22×14 sentimetrar að ummáli. Árið 1926 birtist í fyrsta sinn titilmynd sem hinn drátthagi Guðmundur Jónsson frá Mosdal hafði teiknað og sýndi hestinn Skinfaxa þar sem hann í geislahafi frá hinu skínandi faxi hrekur nóttina á brott. Árið 1927, þegar þetta fyrirkomulag hafði staðið á þriðja ár, skrifaði Gunnlaugur ritstjóri um reynsluna af því og taldi að sæmilega vel hefði til tekist. Undantekning var þau félög sem brugðist höfðu skyldu sinni um að greiða árgjaldið fyrir félagsmenn sína eins og til stóð. Nokkur þeirra höfðu ekkert greitt í tvö til þrjú ár sem var „óþolandi trassaskapur af öllum, ekki síst ungmennafélögum“, að mati Gunnlaugs. Þing UMFÍ 1927 lagði blessun sína yfir fyrirkomulagið. Tillögur Umf. Velvakanda í Reykjavík á þinginu þess efnis að Skinfaxi yrði sendur ókeypis í hvert hús á landinu þóttu ekki raunhæfar.

Til Ísafjarðar Í september árið 1928 lét Gunnlaugur Björnsson af ritstjórninni og þá tók við henni Björn Guðmundsson, kennari og síðar skólastjóri á Núpi í Dýrafirði. Prentun blaðsins fluttist þá til Ísafjarðar en Guðmundur Jónsson frá Mosdal hafði hönd í bagga með afgreiðslunni auk þess að skrifa töluvert í blaðið. Í fréttatilkynningu, sem hann ritaði af þessu tilefni, kvaðst hann vona „að Skinfaxi megi jafnan verða góðum málefnum og þjóðþörfum til styrktar og verndunar en illum háttum og skemmilegum til útrýmingar.“

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Skinfaxi 100 ára Guðmundur gekk sjálfur á undan með góðu fordæmi og skrifaði margar fróðlegar greinar í blaðið auk þess að tíunda fréttir af félögum og frá stjórn UMFÍ. Guðmundur var ekki fjölskyldumaður og lagði allan sinn frítíma og félagskrafta fram í þágu ungmennafélaganna. Láta mun nærri að hann hafi ritað helming þess efnis sem birtist í Skinfaxa á þessum árum.

Aðalsteinn bjargar lífi UMFÍ og Skinfaxa Fremur var óhentugt að hafa blaðið á Ísafirði vegna erfiðari samgangna þar en á höfuðborgarsvæðinu. Í ársbyrjun 1930 slepptu þeir Björn og Guðmundur hendinni af Skinfaxa og hann fór aftur til Reykjavíkur. Til ritstjóra valdist Aðalsteinn Sigmundsson, fyrrverandi skólastjóri á Eyrarbakka, sem þá fluttist til Reykjavíkur og gerðist kennari við Austurbæjarskóla. Aðalsteinn varð formaður UMFÍ sama ár og stýrði samtökunum gegnum kreppuna miklu á fjórða áratugnum jafnframt því að ritstýra Skinfaxa. Líklega er fáum mönnum meira að þakka en honum að samtökin héldu velli á þessum erfiðu tímum því fórnfýsi hans og ósérplægni var dæmalaus. Undir hans stjórn varð blaðið líflegra og myndbirtingar urðu algengari. Aðalsteinn hét á ungmennafélaga að senda greinar til blaðsins og margir vel ritfærir félagar urðu við þessum tilmælum. Fjölbreyttar fréttir innan hreyfingarinnar settu svip sinn á efnið ásamt bókakynn-

ingum og sögulegum frásögnum frá nágrannalöndunum. Ekki var ofsagt að telja Skinfaxa menningarrit á þessum árum. Árið 1933 var útgáfunni breytt og eftir það kom Skinfaxi út aðeins tvisvar á ári en blaðsíðufjöldi var svipaður, um 160–170 árlega. Sú hugmynd að innheimta skatt fyrir Skinfaxa af hverjum ungmennafélaga mæltist ekki vel fyrir og hann var fljótlega lækkaður. Þá sótti í sama farið með fjárhagsvandræði hreyfingarinnar og árið 1936 var svo komið að mestallar tekjur UMFÍ fóru í að fjármagna blaðið. Kreppan var ungmennafélögum erfið og mörg þeirra týndu tölunni. Fyrir starf sitt sem ritstjóri Skinfaxa fékk Aðalsteinn lítilfjörleg árslaun sem UMFÍ tókst þó ekki að standa í skilum með. Þá lækkaði Aðalsteinn laun sín einhliða um þriðjung en þrátt fyrir það skuldaði UMFÍ honum tveggja ára laun árið 1936 sem hann innheimti aldrei og var þó ekki fjáður maður. Í skýrslu Aðalsteins í Skinfaxa þetta ár gætir nokkurrar kaldhæðni þegar hann getur þess að UMFÍ mundi ekkert skulda og það hefði ekki þurft að starfa að nokkru leyti á kostnað eins fátæks einstaklings ef ungmennafélögin hefðu gert skyldu sína og greitt því lögboðinn skatt! Líklega hefur þessi ádrepa haft einhver áhrif og svo mikið er víst að eftir þetta fóru skattaskilin batnandi. Þetta framlag Aðalsteins bjargaði UMFÍ og blaðinu yfir erfiðasta hjallann og eftir þetta fór að rætast úr. Árið 1943 var ákveðið að hætta að senda hverjum félagsmanni blaðið og hafa það eftirleiðis

í frjálsri áskrift í innheimtu félaganna. Þessi tilraun til að reyna þegnskap ungmennafélaga hafði ekki tekist eins og til var ætlast.

Eiríkur J. kallaður til Aðalsteinn Sigmundsson, ritstjóri Skinfaxa 1930– 1940.

Eiríkur J. Eiríksson, ritstjóri Skinfaxa 1941–1944 og 1961–1963.

Skinfaxi

100 ára

Forsíða Skinfaxa frá 1927.

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Forsíða Skinfaxa frá 1938.

1909–2009

Aðalsteinn Sigmundsson lét af formennsku UMFÍ árið 1938 en ritstýrði Skinfaxa til ársins 1941. Eftirmaður hans á formannsstóli var séra Eiríkur J. Eiríksson, skólastjóri á Núpi í Dýrafirði. Fram að þessu höfðu formenn UMFÍ oftar en ekki verið lágt launaðir starfsmenn samtakanna eins og raunin var með Aðalstein. Þar sem Eiríkur starfaði á öðru landshorni kom það ekki til greina og þá var í fyrsta sinn ráðinn starfsmaður sem ekki var ritstjóri Skinfaxa. Rannveig Þorsteinsdóttir, síðar alþingismaður, var í hlutastarfi hjá UMFÍ árin 1938– 1940 en hún var þá gjaldkeri samtakanna. Við af Rannveigu tók Daníel Ágústínusson, ritari UMFÍ, og var framkvæmdastjóri samtakanna til 1954. Vinnuskylda hans var tveir dagar í viku en Daníel var dugnaðarforkur og hafði brennandi áhuga á málefnum samtakanna svo oft var viðveran mun meiri. Í raun má segja að Daníel hafi stjórnað UMFÍ þessi ár ekki síður en formaðurinn sem stundum kom ekki til Reykjavíkur nema einu sinni á ári. Þegar Aðalsteinn hætti var ekki hlaupið að því að fá mann í ritstjórasætið en niðurstaðan varð sú að formaðurinn, séra Eiríkur, tók það að sér næstu fjögur árin. Það var auðvitað umhendis fyrir hann að ritstýra blaðinu frá Núpi og hans helsta framlag til þess var langar og fræðandi greinar um ýmis efni auk þess að bundið mál fór mjög vaxandi. Daníel Ágústínusson tók saman pistla um félagsstarfið í hreyfingunni og sagði einnig frá íþróttastarfinu. Hann var því nokkurs konar meðritstjóri séra Eiríks þennan tíma. Þetta fyrirkomulag gekk heldur stirðlega og blaðsíðum fækkaði niður fyrir 100 árlega. Árið 1943 kom aðeins út eitt hefti af Skinfaxa og þá fóru menn að hugleiða nýjan ritstjóra enda hafði Eiríkur nóg að starfa við umfangsmikla skólastjórn á Núpi þótt hann af þegnskap sínum hefði bætt við sig ritstjórastarfinu.

Á lygnum sjó Í ársbyrjun 1945 tók Stefán Júlíusson, kennari og rithöfundur, við ritstjórn Skinfaxa. Undir hans stjórn var útgáfan traust og stöðug næstu tólf árin. Út komu


Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR

www.fi.is

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Skinfaxi 100 ára

Forsíða Skinfaxa frá1947.

íþróttafulltrúa um hinar ýmsu greinar frjálsíþrótta. Þeir voru vinsælir enda fátt um tilsögn fyrir áhugasama íþróttamenn á þeim árum. Veturinn 1951 til 1952 var Stefán við nám í Ameríku og Daníel ritstjóri á meðan. Blaðið var fjölbreytt en fjárhagurinn erfiður sem fyrr. Árið 1946 var útsent upplag Skinfaxa 3500 eintök en ekki fengust greidd nema 2500 af þeim og verulegur halli var á útgáfunni. Árið eftir voru 30 af hundraði af útgjöldum UMFÍ vegna Skinfaxa en tekjurnar ekki nema 19 af hundraði. Það kostaði greinilega sitt að halda úti málgagninu. Á sambandsráðsfundi UMFÍ árið 1950 komu fram tilmæli til stjórnar um að blaðið kæmi út þrisvar á ári. Þetta ár var hagur Skinfaxa góður því hagnaður varð af útgáfunni í fyrsta sinn um árabil. Stefán ritstjóri varð við tilmælunum og gaf út þrjú blöð árlega en fjölgaði ekki blaðsíðum. Samtímis var farið út í áskrifendasöfnun meðal ungmennafélaga sem gaf góða raun.

Brotið stækkar en blöðum fækkar

Forsíða Skinfaxa frá 1958.

tvö hefti árlega og umfangið 156 blaðsíður. Efnisyfirlitið mátti sjá á forsíðu blaðsins en forsíðumyndir þekktust ekki. Myndum hafði fjölgað og gæði þeirra sæmileg. Nýi ritstjórinn var menningarlegur og margar greinar um skáld og rithöfunda og verk þeirra birtust frá hans hendi næstu árin. Talsvert var fjallað um sjálfstæðis- og þjóðernismál á þessum tíma enda gerðust þá stóratburðir, innganga Íslands í Nato og Keflavíkursamningurinn um hersetu Íslands var undirritaður. Þar lét formaður UMFÍ, Eiríkur J. Eiríksson, einarðlega til sín heyra og mótmælti þessum gerningum. Sem fyrr var það Daníel Ágústínusson sem sá um fréttir af hreyfingunni og þar á meðal voru ítarlegar frásagnir af héraðsmótum allmargra héraðssambanda. Nýmæli voru myndskreyttir kennsluþættir Þorsteins Einarssonar

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Í ársbyrjun 1957 lét Stefán Júlíusson af ritstjórn Skinfaxa en við tók Stefán M. Gunnarsson bókari, fyrsti ritstjórinn sem ekki var kennaramenntaður. Stefán var einungis ritstjóri um eins árs skeið en hann gerði heilmiklar breytingar á blaðinu. Brotið var stækkað og gert efnismeira og forsíðumyndir teknar upp í fyrsta sinn. Blaðið var nú mun líflegra og meðal nýs efnis var skákþáttur sem birtist í hverju tölublaði. Stefán hætti störfum eftir eitt ár og þá var hinn kunni rithöfundur Guðmundur G. Hagalín fenginn sem ritstjóri. Guðmundur stýrði blaðinu árin 1958 til 1960, að báðum árum meðtöldum, og fjölgaði heftum upp í fjögur á ári. Efnistök hans voru traust en höfðuðu lítið til yngri kynslóðarinnar enda var Guðmundur kominn á sjötugsaldur. Þessi árin fór bæði ungmennafélögum og félagsmönnum þeirra fækkandi og það endurspeglaðist í áskrifendafjölda Skinfaxa. Árið 1958 var upplag blaðsins skorið niður úr 2400 eintökum niður í 1500 eintök svo þeir voru orðnir næsta fáir sem litu augum málgagn samtakanna. Þá töldust félagsmenn UMFÍ um tíu þúsund. Ritstjóranum var nóg boðið og eggjaði ungmennafélaga lögeggjan í 3. hefti blaðsins árið 1959. Stórhneykslaður upplýsti hann að innan eins héraðssambandsins væri aðeins einn kaupandi Skinfaxa og spurði svo:

Stefán Júlíusson, ritstjóri Skinfaxa 1945–1956.

Stefán Már Gunnarsson, ritstjóri Skinfaxa 1957.

„Væri nú ekki manndómsbragur að því að félagar um land allt kepptu að því marki að um næstu áramót verði kaupendatala Skinfaxa komin upp í ekki lægri tölu en ómerkustu ritanna sem flytja erlendar frásagnir um morð og aðra glæpi og alls konar upptíning sem engu máli skiptir og ekki getur einu sinni til tíðinda talist?“ Ekki bar þessi skelegga hvatning ritstjórans meiri árangur en það að kaupendur Skinfaxa voru skráðir 1000 talsins þetta ár þegar óskilvísir höfðu verið strikaðir út og í ársbyrjun 1960 voru þeir orðnir um 900. Í árslok 1960 hætti Guðmundur með Skinfaxa og þá varð aftur ritstjórakreppa. Enn á ný var það Eiríkur J. Eiríksson, formaður UMFÍ, sem tók að sér að leysa hana enda var hann nú fluttur að Þingvöllum og átti hægara um vik með ritstjórnina.

Skinfaxi í lágflugi Guðmundur G. Hagalín, ritstjóri Skinfaxa 1958– 1960.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

Ekki var það ætlun séra Eiríks að dvelja lengi við ritstjórnina en tilraunir til að fá nýja menn í ritstjórastólinn báru ekki árangur. Stór hluti af efni Skinfaxa þessi árin var ávörp og ræður fyrirmanna á samkomum ungmennafélaga. Þetta var hið merkasta efni en höfðaði lítt til yngri kynslóðarinnar. Árin 1961 til 1963 var risið lágt á útgáfu blaðsins. Ýmist komu út eitt eða tvö hefti árlega og reyndar var eitt heftið tileinkað 50 ára afmæli USAH og unnið af heimamönnum. Brotið var minnkað í það horf sem verið hafði fyrir 1957 og var hálfgert vasabókarbrot. Þegar séra Eiríkur tók við ritstjórninni lagði hann niður forsíðumyndir blaðsins en tók í staðinn upp staðlaða forsíðu sem minnti helst á rimla fyrir gluggum Litla-Hrauns. Þetta ljóta

Forsíða Skinfaxa frá 1962.


listaverk var ekki fjarlægt af forsíðu Skinfaxa fyrr en í ársbyrjun 1969. Ekkert blað kom út árið 1964 og Skinfaxi virtist vera að gefa upp öndina í höndum formannsins. Þá var Hafsteinn Þorvaldsson orðinn ritari samtakanna og hann leitaði til Eysteins bróður síns um að taka að sér ritstjórnina í ársbyrjun 1965. Eysteinn brást vel við og næstu fjögur árin voru þeir Eiríkur báðir skráðir ritstjórar blaðsins. Það var þó fremur í orði en verki því Eysteinn var einn um hituna og Eiríkur kom hvergi nærri. Fyrsta verk Eysteins var að koma út blaði fyrir árið 1964 og fyrsta hefti ársins 1965. Þannig tókst honum að koma í veg fyrir að útgáfa Skinfaxa félli niður eitt einasta ár. Lengst af hafði Skinfaxi verið prentaður í Félagsprentsmiðjunni en nú tók prentsmiðja Þjóðviljans að sér verkið. Prentgæðin minnkuðu tímabundið en efnið varð frísklegra. Eysteinn var áhugamaður um íþróttir og þær fengu meiri umfjöllun en ræðuhöldin voru skorin við trog. Þættir um íþróttir, skák, leiki og skemmtan fengu aukið rými og yngri kynslóðin fékk meira við sitt hæfi.

Meira líf í tuskunum

Eysteinn Þorvaldsson, ritstjóri Skinfaxa 1964–1976.

Gunnar Kristjánsson, ritstjóri Skinfaxa 1977–1979.

Strax árið 1966 fjölgaði Eysteinn tölublöðum Skinfaxa upp í fjögur á ári og árið 1969 voru þau orðin sex. Þá henti Eysteinn Litla-Hraunsforsíðunni fyrir róða og hóf að birta líflegar forsíðumyndir. Hann beitti sér fyrir verulegu átaki í útbreiðslumálum blaðsins með þeim árangri að árið 1970 var tekjuafgangur af rekstri Skinfaxa í fyrsta sinn um langa hríð. Með tilkomu Eysteins breytti blaðið um svip og varð líflegra í útliti og efnistökum. Störf hans voru nánast ólaunuð enda var það forsenda fyrir rekstri blaðsins að ritstjórinn væri ekki dýr á fóðrum. Það var því af hugsjón en ekki með hagnaðarvon sem Eysteinn starfaði svo lengi við Skinfaxa og enginn veit hvort saga blaðsins hefði orðið lengri hefði hann ekki komið til liðs við það árið 1965. Í ársbyrjun 1977 tók Gunnar Kristjánsson, kennari og síðar skólastjóri á Grundarfirði, við ritstjórn Skinfaxa í hlutastarfi. Í ritstjórnartíð hans var innheimtukerfinu breytt. Umboðsmannakerfi ungmennafélaganna var aflétt enda hafði það gefist misvel en tekin upp inn-

Forsíða Skinfaxa frá 1971.

heimta með gíróseðlum. Ekki var mikið borið í útlit blaðsins á þessum árum og forsíðumyndin var hin sama í tvö ár. Það voru útlínur Íslandskorts með merki UMFÍ í miðju. Þetta breyttist ekki fyrir en í ársbyrjun 1979 og síðan hafa forsíðumyndir prýtt Skinfaxa. Gunnar lagði áherslu á stutta en fjölbreytta efnisþætti og myndskreytingar jukust svo heita

Spennandi

b¾kur fyrir b rn og unglinga

Tv¾r nàjar G¾sah Ýir! Drekar og ¾vintàri. Kiddi er engum l kur! SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Skinfaxi 100 ára mátti að mynd væri á hverri blaðsíðu. Hann lét af ritstjórastörfum þegar hann fluttist á Selfoss í ársbyrjun 1980 og gerðist kennari við Gagnfræðaskóla Selfoss. Þá tók við ritstjórninni starfshópur UMFÍ undir forystu stjórnarmannsins Diðriks Haraldssonar frá Selfossi. Diðrik var prentari og hafði gott auga fyrir uppsetningu blaðsins. Hann réði því að blaðið var stækkað til muna og gert læsilegra. Brotið var aukið upp í svokallaða Crown-stærð sem er millivegur milli stærðanna A4 og A5 sem flestir munu kannast við. Diðrik hafði einnig forgöngu um að nú var farið að offsetprenta blaðið svo myndgæðin jukust og útlitið batnaði enn. Vísnaþáttur hóf göngu sína undir stjórn Pálma Gíslasonar formanns en meginefni blaðsins var fréttir og frásagnir innan hreyfingarinnar. Þessi efnistök mæltust vel fyrir og útbreiðslan jókst. Diðrik stýrði blaðinu um eins árs skeið en í ársbyrjun 1981 tók Steinþór Pálsson við ritstjórninni í eitt ár. Við af honum tók Ingólfur A. Steindórsson sem á sínum tíma var framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á Akranesi 1975. Fyrsta verk Ingólfs var að fríska upp á forsíðuna. Forsíðumyndin var látin ná yfir alla forsíðuna og letrið fellt inn í hana. Ári síðar var forsíðan höfð litprentuð og hefur svo verið síðan. Nú fóru að birtast viðtöl við forystumenn hreyfingarinnar vítt og breitt um landið og efni blaðsins var fyrst og fremst frá starfi hennar. Frásagnir af samkomum, mótum og þingum voru drjúgur hluti efnisins og blaðið hið líflegasta.

Vænghafið stækkar Ritstjórastarf Skinfaxa var ekki hálaunastarf fremur en fyrri daginn og eftir þrjú ár stóð Ingólfur upp úr ritstjórastólnum, í ársbyrjun 1985. Þá kom til skjalanna Guðmundur Gíslason, íþróttakennari frá Eskifirði. Guðmundi var margt til lista lagt og hann var meðal annars laginn að fást við tölvur sem þá voru að koma til skjalanna. Í ársbyrjun 1986 stækkaði hann brot blaðsins upp í A4 og tók upp nýja tækni við vinnsluna. Keypt var öflug tölva og ritstjórinn tók sjálfur að sér uppsetningu og umbrot fyrir prentsmiðjuna. Guðmundur fór ótroðnar slóðir og birti mörg viðtöl við þekkta einstaklinga. Margir þeirra voru utan ungmennafélagshreyfingarinnar og höfðu frá ýmsu að segja. Skák-, bridds- og vísnaþáttur höfðu þá verið um sinn í blaðinu og nú bættust við poppþáttur og einnig þáttur um fugla í umsjón Þorsteins Einarssonar. Sem fyrr voru fréttir af vettvangi hreyf-

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Diðrik Haraldsson, ritstjóri Skinfaxa 1980.

Steinþór Pálsson, ritstjóri Skinfaxa 1981.

Ingólfur A. Steindórsson, ritstjóri Skinfaxa 1982–1984.

Guðmundur Gíslason, ritstjóri Skinfaxa 1985–1987.

Ingólfur Hjörleifsson, ritstjóri Skinfaxa 1987–1989.

Una María Óskarsdóttir, ritstjóri Skinfaxa 1990–1992.

Forsíða Skinfaxa frá 1978.

Forsíða Skinfaxa frá 1987.

ingarinnar fyrirferðarmiklar en efnistök voru fjölbreytt í höndum Guðmundar. Fram að þessu hafði auglýsingasöfnun blaðsins verið unnin af starfsmönnum UMFÍ og ritstjórar lagt þar sitt af mörkum. Stundum voru stjórnarmenn meira að segja virkjaðir til að safna styrktarlínum og heillaóskum við sérstök tækifæri. Þetta gafst misjafnlega vel og stundum illa og þegar söfnunin var ítrekað farin að tefja útgáfuna var ákveðið að bjóða hana út gegn hundraðshluta af greiddum auglýsingum. Þegar auglýsingasafnari tók til starfa sumarið 1987 fjórfölduðust auglýsingatekjur svo hér var greinilega verið á réttri leið. Samtímis voru óskilvísir áskrifendur strikaðir út. Eftir þá hausthreingerningu hafði áskrifendum fækkað úr 2200 í 1300. UMFÍ hafði úr litlu að spila og í ársbyrjun 1987 hafði Guðmundur Gíslason fengið nóg af láglaunastefnu samtakanna og sagði upp störfum. Til starfa í stað hans kom Ingólfur Hjörleifsson blaðamaður og ritstýrði Skinfaxa til ársins 1990. Ingólfur hélt fyrri ritstjórnarstefnu og tók mörg viðtöl við fólk utan og innan UMFÍ. Hann tók upp það nýmæli frá blaðamennskunni að birta athyglisverðar fyrirsagnir á forsíðu og einnig komu til sögunnar litlir fréttadálkar héðan og þaðan án fyrirsagna sem hlutu nafnið „Molar“ og þóttu vel heppnaðir. Þegar fram í sótti lagði Ingólfur niður föstu þættina en tileinkaði gjarnan hluta hvers blaðs afmörkuðu málefni hverju sinni. Þar má nefna íþróttir kvenna, unglingastarf og afreksfólk svo eitthvað sé nefnt. Þetta mæltist vel fyrir og með batnandi prentvinnslu var Skinfaxi orðinn hið læsilegasta blað.

Konur taka völdin Skinfaxi var stöðugt til umræðu á þingum UMFÍ og oftast var umræðuefnið léleg afkoma blaðsins og minni útbreiðsla en vonir stóðu til. Eftir miklar umræður um útgáfumál á þinginu 1989 varð niðurstaðan sú að fækka tölublöðum Skinfaxa í fjögur en ritstjóranum jafnframt falið að koma út Fréttabréfi UMFÍ. Þá var skipuð þriggja manna ritnefnd blaðsins, ritstjóranum til halds og trausts. Hugmyndin var sú að Fréttabréfið flytti tilkynningar frá stjórn til félaganna en Skinfaxi sæi um viðtölin, úrvinnslu frétta og hugmyndafræðina. Í stað leiðara ritstjórans skyldu stjórnarmenn UMFÍ skipta þeim á milli sín. Nú kom til þess að ráða nýjan ritstjóra og fyrir valinu varð fyrsta konan, Una María Óskarsdóttir frá Laugum í Þingeyjarsýslu. Hún hafði þá starfað um tíma

Sérrit Skinfaxa frá 1995.


Náttúrulega góði safinn

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Skinfaxi 100 ára sem ritari á skrifstofu UMFÍ. Una María innleiddi nýja þætti, Raddir lesenda og barnaþátt og endurvakti vísnaþáttinn. Hún setti upp skipulegt efnisyfirlit þar sem efnið var flokkað eftir innihaldi þess. Hún hélt áfram þemastefnu fyrri ritstjóra og fjallaði meðal annars um almenningsíþróttir, hreyfiþroska barna og umhverfisátak ungmennafélaganna. Stærð blaðsins var fastákveðin 40 blaðsíður hverju sinni og nú fóru litmyndir að ryðja sér til rúms. Haustið 1992 fór Una María í barnsburðarleyfi og kom ekki aftur til starfa. Þá var ritstjórn Skinfaxa boðin út og ekki færri en 32 aðilar lýstu áhuga sínum á starfinu. Að lokum var Jóhanna Sigþórsdóttir, blaðamaður frá Einarsnesi í Mýrasýslu, valin úr hópnum. Blað Jóhönnu var líflegt og hún lagði áherslu á margar og stuttar frásagnir úr starfi ungmennafélaga. Þegar hún kom til starfa þekkti hún lítt til starfa hreyfingarinnar og óraði ekki fyrir að það væri svo víðtækt sem raun bar vitni. Allan tímann sem Jóhanna stjórnaði Skinfaxa var hún í fullu starfi sem blaðamaður á DV. Sumarið 1995 þótti henni nóg komið af tvöföldu starfi og lét af ritstjórn Skinfaxa reynslunni ríkari.

Skinfaxi verður íþróttablað Sumarið 1995 var Jóhann Ingi Árnason, fjölmiðlafræðingur frá Vestmannaeyjum, ráðinn ritstjóri Skinfaxa. Hann tók einnig að sér áskriftarmálin og tókst að fjölga áskrifendum þó nokkuð. Samtímis tók Edda Sigurðardóttir að sér auglýsingamálin og náði þar góðum árangri. Ritstjórn blaðsins kom á merkilegu nýmæli um þessar mundir sem var sérrit Skinfaxa um forvarnir fíkniefna sem sent var ókeypis til um það bil 17 þúsund unglinga á aldrinum 12 til 17 ára. Forvarnablaðið sló í gegn og varð beinlínis til þess að ungum áskrifendum fjölgaði. UMFÍ haslaði sér völl sem sterkur forvarnaaðili og þetta virkaði vel á auglýsendur. Hinn nýi ritstjóri breytti ásýnd blaðsins heilmikið og lagði mesta áherslu á ungt fólk og íþróttir. Viðtöl við þekkta íþróttamenn voru í hverju blaði og viðkomandi garpar prýddu forsíðuna. Áhugamenn um íþróttir létu sér vel líka en þeim sem voru ekki eins hugfangnir fannst nóg um og töldu að Skinfaxi hefði breyst í hreinræktað íþróttablað á kostnað annars efnis. Nú hafði útgáfa Íþróttablaðs ÍSÍ lagst niður og Jóhann Ingi taldi pláss á markaðnum fyrir sérstakt íþróttablað við hlið Skinfaxa. Hann fór þess á leit við stjórn UMFÍ að hún

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Jóhanna Sigþórsdóttir, ritstjóri Skinfaxa 1992–1995.

Jóhann Ingi Árnason, ritstjóri Skinfaxa 1995–2000.

Valdimar Tryggvi Kristófersson, ritstjóri Skinfaxa 2001–2004.

Páll Guðmundsson, ritstjóri Skinfaxa 2004.

Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa 2005–.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

Forsíða Skinfaxa frá 2000.

Forsíða Skinfaxa frá 2004.

tæki að sér útgáfu á slíku blaði en bauðst sjálfur til að vera ritstjóri. Stjórnarmenn játtu þessu og árið 1998 kom út íþróttablaðið Sportlíf á vegum UMFÍ. Þar með var UMFÍ farið að gefa út tvö íþróttablöð samtímis að margra áliti. Forvarnablað Skinfaxa kom út árlega og mæltist vel fyrir meðal þjóðarinnar. Forvarnablaðið 1999 var einkennilegur bastarður því það var aðeins hálft. Hinn helmingur þess tilheyrði Sportlífi og sneri öfugt við Skinfaxa. Mörgum ungmennafélögum þótti þá botninum vera náð og hinu virðulega blaði sýnt heldur mikið virðingarleysi. Það er af Sportlífi að segja að útgáfu þess var hætt eftir tveggja ára líftíma þegar ekki tókst lengur að fá auglýsingar til þess.

Þetta varð góð auglýsing fyrir mótið og síðan hafa slík unglingalandsmótsblöð verið árviss. Skömmu eftir áramótin 2004 lét Valdimar Tryggvi af störfum en Páll Guðmundsson, þáverandi kynningarfulltrúi UMFÍ, tók að sér ritstjórnina til næstu áramóta. Þar mátti greina nýjan tón útivistar og gönguferða enda leið ekki á löngu þar til Páll gerðist framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Við ritstjórastarfinu tók Jón Kristján Sigurðsson blaðamaður sem hefur haldið merki Skinfaxa hátt á loft frá ársbyrjun 2005. Að meðtöldu afmælisblaðinu 2009 hafa komið út 502 tölublöð Skinfaxa frá upphafi sem eru samtals um 15.200 blaðsíður. Á þeim er skrásettur mikilsverður hluti af sögu ungmennafélagshreyfingarinnar. Þrátt fyrir peningaleysi og erfiðleika bæði fyrr og síðar hafa menn lagt mikið á sig við að halda Skinfaxa á flugi og nú á 100 ára afmælinu hefur sjaldan gengið betur. Blaðinu er dreift í sex til sjö þúsund eintökum og útgáfan skilar hagnaði. Jón Kristján ritstjóri hefur haldið úti fjölbreyttu blaði sem höfðar til ungs fólks og ungmennafélaga. Forvarnablaðið kemur út árlega og ritstjórinn sjálfur dreifir því í grunnskóla landsins af miklum dugnaði til að spara útsendingarkostnað. Árlega koma út fjögur tölublöð af Skinfaxa, ákaflega litrík og með miklu myndavali. Fjörlegar frásagnir hvaðanæva af landinu, frá félögum, samböndum og stjórn UMFÍ, þekja síðurnar og meira að segja auglýsingar fjalla um jákvæð málefni. Vel myndskreyttar greinar og pistlar síðasta tölublaðs voru heldur fleiri en blaðsíðurnar sem gefur góða hugmynd um fjölbreytnina. Hinn síungi Skinfaxi er í góðum höndum og flýgur hátt til móts við framtíðina.

Hinn síungi Skinfaxi Þessu íþróttablaðstímabili Skinfaxa lauk þegar Jóhann Ingi stóð upp úr ritstjórastólnum í lok ársins 2000 og Valdimar Tryggvi Kristófersson sagnfræðingur settist í sæti hans. Brátt kvað við annan tón og blaðið varð stórum fjölbreyttara. Viðtöl voru áfram sterkur þáttur í efni blaðsins en nú voru fleiri teknir tali en íþróttamenn. Stjórnendur sambanda og stórmóta og ýmsir starfsmenn hreyfingarinnar höfðu frá mörgu að segja og íþróttirnar gleymdust ekki en voru áfram einn af helstu efnisþáttum. Ritstjórinn skrifaði sjálfur leiðarana en stjórnarmenn UMFÍ áttu lokaorðin á öftustu síðum blaðsins þar sem þeir vöktu athygli á málefnum dagsins. Forvarnablaðið var á sínum stað og nú var farið að prenta það á vandaðan myndapappír. Þessi breyting á blaðinu mæltist vel fyrir og margir hrósuðu efni þess. Árið 2002 var 2. tölublað Skinfaxa helgað væntanlegu unglingalandsmóti.


6G<JH $ %-"%'*+

<A¡H>A:< HJC9A6J< =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj Z^ch# = c Zg W ^c cÅ_jhij i¨`c^ d\ gn\\^h`Zg[^ Zg ÄV WZhiV hZb k a Zg {# Ï HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg g c \j V kZa_V! _V[ci [ng^g jc\V hZb VaYcV/ ;g{W¨gVg i^" d\ ^cc^aVj\Vg! ]j\\jaZ\^g ]Z^i^g ediiVg! Ĩ\^aZ\ kVÂaVj\! heZccVcY^ gZcc^WgVji^g d\ ]kZgh `nch ccjg VÂhiVÂV i^a \ ÂgVg ]gZn[^c\Vg! ha `jcVg d\ h`ZbbijcVg# :g ]¨\i V ]j\hV h g ÄV Y{hVbaZ\gV4

@DB9J Ï HJC9 HJC9A6J< @ÓE6KD<H k$ 7dg\Vg]daihWgVji h# *,% %),% De^Â k^g`V YV\V `a# +/(%"''/(% d\ jb ]Za\Vg `a# -/%%"''/%%

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Fyrrverandi formenn UMFÍ Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ 2001–2007:

Við erum stolt af blaðinu okkar Þegar ákveðnum áfanga er náð í lífinu er hollt að setjast niður og líta yfir farinn veg. Ungmennafélagshreyfingin er orðin hundrað ára og gott betur. Það er ánægjulegt að landshreyfing á borð við Ungmennafélag Íslands skuli hafa náð svo háum aldri. Á Íslandi hafa átt sér stað á þessu tímabili ýmsar uppákomur sem ætla má að hefðu dugað einar og sér til að slá ungmennafélaga út af laginu svo að þeir gæfust upp. Má þar nefna kreppuna (hina fyrri), erfið ár vegna kulda, fyrri og seinni heimsstyrjöldina og fólksflótta úr sveitum. Líka er hægt að telja upp tækifærin sem við Íslendingar höfum fengið og fljótt á litið hefðu líka getað slegið okkur út af laginu. Þar er ég að tala um tæknibyltingu fyrri aldar og síðan tímabil ofsagróða og stórra tækifæra.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

Nei, hvorki uppsveiflur eða samdráttur í þjóðfélaginu hafa komið í veg fyrir blómlegt starf ungmennafélaga. En þá spyr maður sig hvað hreyfingin hafi haft fram yfir fyrirtæki, stofnanir og önnur félög og samtök sem hafa komið og farið. Einhver kjölfesta hlýtur að hafa verið til staðar hjá okkur sem hefur gert ungmennafélagshreyfinguna 100 ára. Er ekki hugsanlegt að stöðug blaðaútgáfa í hundrað ár hafi fært okkur gæfu til langlífis? Það er mat þess sem ritar þessa grein að Skinfaxi hafi fært okkur þá festu og trú á okkur sjálf sem hafi dugað til að halda ungmennafélagshreyfingunni gangandi í öll þessi ár. Skinfaxi hefur fært ungmennafélögum fréttir úr starfinu, blásið okkur sóknarhug í brjóst eftir lestur greina sem eldhugar hvers tíma hafa skrifað, aukið stolt okkar með umfjöllun blaðsins um

afreksfólkið, fært okkur nær hvert öðru með upplýsingum um almennt starf í hreyfingunni og svo mætti lengi telja. Það má öllum ljóst vera að það afl sem Skinfaxi hefur borið með sér, ekki síst á erfiðum tímum, hefur fært aukinn kraft í ungmennafélagsstarfið. Við erum stolt af blaðinu okkar. Þegar flett er hundrað árgöngum af Skinfaxa er verið að fletta sögu UMFÍ um leið. Þar er sagan skráð frá ári til árs sem enginn getur skráð betur en þar stendur. Ég vil nota þetta tækifæri og óska okkur til hamingju með 100 ára afmæli Skinfaxa. Hamingjuóskir mínar eru ekki síst til þeirra sem standa að útgáfu blaðsins í dag. Ég sé ekki hvernig hægt væri að gera betur. Íslandi allt! Björn Bjarndal Jónsson

Þórir Jónsson, formaður UMFÍ 1993–2001:

Minnist Skinfaxa frá barnæsku Skammt er stórra högga á milli hjá Ungmennafélagi Íslands. Minnst var aldarafmælis samtakanna árið 2007 með ýmsum hætti og í sumar voru liðin 100 ár frá fyrsta Landsmóti UMFÍ og þess minnst með glæsilegum hætti á Akureyri. Ekki er hægt annað en að vera stoltur af því hve vel tókst til þar á allan hátt og verður þessa móts minnst um ókomna tíð fyrir glæsileika og gott skipulag. Nú er komið að Skinfaxa, tímariti Ungmennafélags Íslands, en í ár er liðin öld frá því að blaðið hóf göngu sína. Ég minnist Skinfaxa frá barnæsku, en faðir minn keypti að sjálfsögðu blaðið því hann var alla sína ævi dyggur og trúr ungmennafélagshreyfingunni. Hann ól okkur upp í þeirri hugsjón og Skinfaxi var hluti af ungmennafélagsuppeldinu. Það var mikill áfangi í lífi okkar krakkanna í sveitinni þegar við höfðum aldur til að ganga í ungmennafélagið og vera orðin virkir félagar en þá þurftum við að

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

vera orðin 10 ára að aldri svo við gætum gengið í ungmennafélagið. Eins og ég gat um hér að framan kom Skinfaxi inn á æskuheimili mitt, en síðan þá hefur hann tekið miklum breytingum til betri vegar, enda tæknin önnur og blaðið mun líflegra og höfðar betur til ungu kynslóðarinnar en áður og er það vel. Blaðið hefur verið í stöðugri þróun til betri vegar á umliðnum árum og það er trú mín að svo muni verða áfram því það hefur sýnt sig að metnaðarfullt starf er unnið við útgáfu Skinfaxa. Á þeim árum sem ég sat í stjórn UMFÍ held ég að ekki hafi verið haldinn stjórnarfundur án þess að eytt hafi verið löngum tíma í umræður um útgáfu og rekstur Skinfaxa. Víst er að oft var reksturinn þungur og mikið kapp lagt í að bæta hann, en oft þurfti að leggja einhverjar krónur með og aldrei sá ég eftir þeim krónum. Þeim var vel varið því blaðið á að vera rödd hreyfingarinnar.

Ég geri ráð fyrir að enn þurfi að leggja nokkuð á sig til að ná endum saman í rekstrinum. En við skulum ekki hafa áhyggjur því vel er unnið að útgáfunni. Í dag er blaðið glæsilegt, vel unnið og vandað á allan hátt, vel læsilegt fyrir jafnt unga sem aldna, allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í því. Ég er stoltur af blaðinu og hvet ritstjóra og ritstjórn Skinfaxa ásamt stjórn UMFÍ til að halda áfram á sömu braut, að bæta blaðið og styrkja það á allan hátt. Að lokum vil ég óska Ungmennafélagi Íslands til hamingju með þann árangur að ná því að gefa tímarit sitt út í 100 ár samfellt og það er von mín að hið síunga blað fylgi ungmennafélagshreyfingunni og kynni málstað hennar um ókomna tíð og vinni æskunni til heilla. Íslandi allt! Þórir Jónsson

TRADE

MARK

Lindi ehf. Ketilsbraut 13 640 Húsavík

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Fyrrverandi formenn UMFÍ á sambandsþingi í Keflavík. Frá vinstri: Hafsteinn Þorvaldsson, Þórir Jónsson og Björn Bjarndal Jónsson.

Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ 1969–1979:

Eitt af glæsilegustu blöðum landsins Á þessum síðustu árum í lífi lands og þjóðar, þegar Íslendingar, ein hamingjusamasta þjóð í heimi, má horfa upp á það, að reisn hennar í samfélagi þjóða og efnahags- og félagslegu sjálfstæði hennar sé jafnvel ógnað af ástæðum sem enn hafa ekki verið skilgreindar til fulls, fagnar ungmennafélagshreyfingin á Íslandi eitt hundrað ára farsælu starfi í öllum byggðum landsins. Hreyfingin sem í öndverðu valdi sér það verkefni að vinna að ræktun lýðs og lands og alla tíð hefur unnið undir kjörorðinu „Íslandi allt”. Ég þori að fullyrða, að margt væri með öðrum hætti í lífi þessarar þjóðar hefði ungmennafélagshreyfingarinnar ekki notið við. Á þessum eitt hundrað árum má segja að þjóðin hafi vaxið frá örbirgð til allsnægta og víða má finna þess vott að þar hafi ungmennafélögin og samtök þeirra, héraðssamböndin og heildarsamtökin UMFÍ, komið að verki. Þess vegna ber að fagna því, að á árinu 2007 kom út myndarlegt afmælisrit heildarsamtakanna, sem miðlar þessari merku sögu til komandi kynslóða. Og nú í ár minnumst við eitt hundrað ára sögu málgagns UMFÍ, Skinfaxa. Það var í októbermánuði 1909, sem

fyrsta tölublað Skinfaxa kom út. Fyrsti ritstjóri Skinfaxa var Helgi Valtýsson, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, og var blaðið fyrst í stað prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. „Skinfaxi heitir hann, og sól og sumaryl vill hann breiða yfir land allt. Bera kveðjur milli ungmennafélaganna. Og færa þeim fréttir af starfi voru víðsvegar um land.” Þennan boðskap færði ritstjórinn, Helgi Valtýsson, landi og lýð í fyrsta tölublaði málgagns ungmennafélagshreyfingarinnar fyrir 100 árum. Segja má að þessi hvatningarorð frumherjanna hafi fylgt blaðinu okkar alla tíð. Útgáfa Skinfaxa hefur samt ekki alltaf verið dans á rósum. Lengi vel var útgáfa blaðsins ofviða samtökunum fjárhagslega og oft hafa komið tímabil, þar sem ritstjóraskipti voru tíð og svo á stundum hefur hreyfingin notið þess að fá til starfa við blaðið landskunna ritsnillinga og hugsjónamenn sem rifið hafa blaðið upp, þegar við lá að útgáfan væri að lognast út af. Ég mun ekki í þessu stutta spjalli nefna nein fleiri nöfn, þessu greinir afmælisrit okkar ítarlega frá. Heldur vil ég árétta gildi þess fyrir samtök okkar að hafa átt þetta málgagn til þess að vekja athygli á málefnum hreyfingarinnar í

Skinfaxi

100 ára

áranna rás og gildi þeirra fyrir land og þjóð. Flytja fréttir af öflugu starfi, einstakra félaga og héraðssambanda, og sívaxandi málefnum sem heildarsamtökin UMFÍ hafa tekið forystu í eða unnið í samstarfi við aðra. Í áranna rás hefur blaðið oft breytt um útlit og fjöldi tölublaða á ári hefur verið mjög mismunandi, en með stóraukinni prenttækni á síðustu árum er blaðið orðið eitt af glæsilegustu blöðum landsins, ef ekki það glæsilegasta. Alla tíð hefur kaupendafjöldi að blaðinu verið óviðunandi, miðað við félagafjölda í samtökunum, og finnst mér að við ættum að nota þessi merku tímamót í sögu þess til þess að fá fleiri áskrifendur að blaðinu okkar. Skinfaxi er örugglega glæsilegasta ungmenna- og íþróttablað landsins í dag. Og vil ég að lokum þakka forystu samtakanna, ritnefnd og frábærum ritstjóra fyrir það, um leið og ég óska okkur öllum innilega til hamingju með eitt hundrað ára útgáfuafmæli Skinfaxa. Íslandi allt! Hafsteinn Þorvaldsson

1909–2009

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Fyrrverandi ritstjórar Skinfaxa Ingólfur Hjörleifsson, ritstjóri Skinfaxa 1987–1989:

Blaðið er grunntónn hreyfingarinnar Ingólfur Hjörleifsson, sem var ritstjóri Skinfaxa 1987–1989, segir það grunntón í hreyfingunni að ráða yfir tímariti á borð við Skinfaxa sem hefur góða dreifingu í félögunum. Skinfaxi er málgagn, umræðuvettvangur og flytur fréttir. Ingólfur segir að þótt Netið sé orðið útbreitt þá verði prentútgáfa alltaf nauðsynleg fyrir hreyfingu á borð við Ungmennafélag Íslands. – Þú ritstýrðir Skinfaxa um tíma. Hvernig minnist þú þess? „Það var svolítið sérstakt fyrir mig að koma að þessu, en ég kom úr íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu og inn í ungmennafélagshreyfinguna. Þetta var breyting því að ég hafði ekki alveg áttað mig á því hvað munurinn var skýr og sterkur á

íþróttafélagi í þéttbýli og ungmennafélögum úti á landi. Maður hreifst af því hve starfsemin var fjölbreytt. Það var mjög skemmtilegt að vinna við þetta blað og starfið var mjög fjölbreytt. Þegar maður var að tala við fólk úti á landi var ekkert frekar verið að tala um íþróttir heldur var sviðið bara miklu breiðara,“ sagði Ingólfur. – Finnst þér ekki merkilegt að hreyfingunni skuli hafa tekist að halda blaði út samfleytt í 100 ár? „Ef þú þekkir innviði samtakanna vel á það alls ekki að koma á óvart. Hreyfingin á bak við blaðið er það öflug að annað hefði aldrei komið til greina. Fólk í hreyfingunni er það mikið félagsmálafólk að

Ingólfur Hjörleifsson, ritstjóri Skinfaxa 1987-1990.

ég sé ekki fyrir mér að blaðið væri ekki gangandi. Skinfaxi er það mikilsverður hluti innan UMFÍ og nauðsynlegur og sjálfgefið að hann komi út. Auðvitað hafa komið erfiðir tímar, en við því hefur verið brugðist af skynsemi. Það er því afar brýnt í mínum huga að hreyfingin gefi út sterkt og gott blað.“ Ingólfur segist í gegnum tíðina hafa fylgst með blaðinu og beri hlýjan hug til þess. „Nú er ég kominn á kaf í starfið hjá Breiðabliki í Kópavogi, en þar sit ég í stjórn sunddeildarinnar. Við vorum á landsmóti í sumar sem var afskaplega skemmtilegt,“ sagði Ingólfur Hjörleifsson, fyrrum ritstjóri Skinfaxa.

Eysteinn Þorvaldsson ritstýrði Skinfaxa um 12 ára skeið:

Mikils virði fyrir stóra hreyfingu að eiga sitt málgagn „Ég minnist tímanna, þegar ég ritstýrði Skinfaxa, með hlýjum hug. Ég hafði alist upp í ungmennafélagshreyfingunni að miklu leyti og þóttist þekkja hana nokkuð vel. Það var hins vegar algjör tilviljun að ég fór að vinna við blaðið og hafði reyndar alls ekki stefnt að því. Það kom hins vegar upp einhvers konar kreppuástand og blaðið var í vandræðum. Bróðir minn var formaður á þessum tíma og lagði mikla áherslu á það að þessi þráður slitnaði ekki. Það tókst svo reyndar að koma einhverjum blöðum út á hverju ári. Ég ætlaði bara að vera til bráðabirgða og var í fullu starfi, en það teygðist á þessu,“ sagði Eysteinn Þorvaldsson, fyrrum ritstjóri Skinfaxa. – Hvað finnst þér standa upp úr á þínum ritstjóraferli? „Það er starfið í hreyfingunni í heild sinni sem kemur fyrst upp í hugann. Ég man vel eftir Landsmótinu á Laugarvatni 1965 sem var fjölmennt og veðrið lék við gesti og keppendur allan tímann. Við gerðum síðan þessu móti góð skil í blaðinu. Þetta Landsmót sýndi, svo ekki varð um villst, hið þróttmikla starf ungmennafélaganna og almenningi var gert það ljóst,“ sagði Eysteinn. Hann sagði að í sínum huga hefði Skinfaxi mikið gildi fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Blaðið ætti sér mikla og langa sögu og það

væri mikils virði fyrir svona fjölmenna hreyfingu að eiga sitt málgagn. „Skinfaxi rekur starfið svolítið en í blaðinu eru birtar stefnumótandi greinar sem skiptir miklu máli. Með sögu sinni hefur það sannað að sínu leyti gildi hreyfingarinnar sem hefur verið ákaflega mikið úti um allt land í gegnum tíðina. Það má teljast nokkuð afrek að það hafi tekist að halda blaðinu úti allan þennan tíma en sýnir um leið þrótt hreyfingarinnar að geta það. Ekki er auðvelt að halda tímariti svona lengi úti en Skinfaxi er þáttur í sögu ungmennafélagshreyfingarinnar og samofið sögu hennar. Ég held að það sé mikilvægt að hreyfingin hafi alið með sér þetta málgagn alla tíð og haft það sem vettvang fyrir lýsingar á starfinu. Í blaðinu hefur starfið verið vel rakið og það er mikils virði að eiga eins konar annál til að gera grein fyrir því hvað hefur verið að gerast í hreyfingunni á hverjum tíma,“ sagði Eysteinn. Eysteinn segist minnast ferilsins við Skinfaxa með hlýjum huga en á þessum tíma hafi verið uppgangstímar hjá Ungmennafélagi Íslands. „Það varð mikil breyting á starfinu þegar Hafsteinn tók við formennskunni. Þá var Sigurður Geirdal þarna starfsmaður og þeir unnu mjög vel saman. Mér fannst starfið allt breytast og eflast á

Skaftárhreppur

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Eysteinn Þorvaldsson, ritstjóri Skinfaxa 1965–1976.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

þessum tíma. Þeir félagar voru í góðu sambandi við hreyfinguna og stundum var ég í för með þeim úti á landi. Eins og ég sagði að framan var ég lengur við störf en ég ætlaði mér í upphafi. Þeir fengu mig til starfans svo þráðurinn slitnaði ekki, þannig að útgáfa blaðsins félli ekki niður. Ég hafði mjög gaman af þessu starfi. Ég hafði áður starfað að blaðamennsku og þóttist geta gert þetta þó ég hafði margt annað að gera. Ég reyndi þó mitt besta.“ – Hvernig var að gefa út blað á þessum tímum hvað varðaði rekstur og auglýsingaöflun? „Það var á stundum mikill barningur. Það var enginn sérstakur auglýsingastjóri og við Sigurður Geirdal stóðum eitthvað í því að fá auglýsingar. Vinnan í kringum svona blað er mikil hvert sem litið er. Þetta hafðist samt allt að lokum og þá sérstaklega í góðri samvinnu við stjórnina sem var að taka við um það leyti sem ég hóf störf,“ sagði Eysteinn. Eysteinn sagðist eiga þá von í brjósti að blaðið ætti góða framtíð fyrir sér. Það væri mikilvægt að halda þessu merki á loft. „Skinfaxi er eitt af elstu tímaritum landsins og á fullt erindi að koma út áfram og ég vil óska hreyfingunni til hamingju með blaðið á þessum tímamótum,“ sagði Eysteinn Þorvaldsson.


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Gleðilega hátíð!

Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár

www.rarik.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Fyrrverandi ritstjórar Skinfaxa Gunnar Kristjánsson, ritstjóri Skinfaxa 1977–1979:

Blaðið hefur aðlagast breyttum tímum „Þessi tími á ritstjórnarstóli Skinfaxa er mér afar minnisstæður. Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími fyrir mig en þarna var ég 27 ára gamall. Ég hafði svo sem ekki komið nálægt svona útgáfumálum fyrr, var reyndar að skrifa áður, en samt sem áður var þetta nýtt fyrir mér,“ sagði Gunnar Kristjánsson sem var ritstjóri Skinfaxa á árunum 1977–1979. Gunnar býr á Grundarfirði í dag og rekur þar verslun ásamt eiginkonu sinni. Gunnar sagði að á þessum árum hefði blaðið verið prentað í prentsmiðjunni Eddu. Þá hefði allt verið í blýi og setjarar að setja hvern staf fyrir sig. Gunnar sagði að það hefði verið gaman að upplifa

þennan tíma í prentverki með svo ólíkum vinnubrögðum þeim sem nú tíðkast. „Það kom upp í huga minn að brotið á blaðinu var óhentugt fyrir myndstærðir, en þá var að aukast að hafa góðar myndir í blaðinu. Þegar á reyndi var við ramman reip að draga því að menn voru mjög íhaldssamir að breyta brotinu, sérstaklega safnarar sem voru að binda blaðið inn. Í þeirra huga var af og frá að breyta neinu en það gerðist hins vegar síðar.“ Aðspurður hvort blaðið hefði ekki haft mikla þýðingu fyrir hreyfinguna sagði Gunnar svo hafa verið. „Maður fann það að blaðið var lesið víða og blaðið var sameiningartákn fyrir

Gunnar Kristjánsson, ritstjóri Skinfaxa 1977–1979.

Skinfaxi

100 ára

1909–2009

hreyfinguna. Það má með sanni segja að blaðið hafi haft mikið upplýsingargildi, en í því var getið helstu viðburða, móta og funda. Á þessum tíma var ekki eins mikið um viðtöl eins og er í blöðum í dag,“ sagði Gunnar. Gunnari finnst blaðið eiga fullt erindi til fólks í dag. „Ég verð var við að unga fólkið les blaðið og því verður það að höfða meira til þess en áður. Það eru breyttar forsendur í fjölmiðlun og öðru og umhverfið allt annað en þegar ég var á blaðinu. En mér hefur fundist það takast vel að aðlaga Skinfaxa breyttum tímum og ég vona að hann eigi bjarta tíma fram undan,“ sagði Gunnar Kristjánsson.

Pálmi Gíslason, fyrrverandi formaður UMFÍ, skrifaði eftirfarandi grein í 4. tbl. Skinfaxa 1992:

Skinfaxi á tímamótum Ritstjórar Skinfaxa 1909–2009 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25.

24

Helgi Valtýsson Jónas Jónsson Jón Kjartansson Ólafur Kjartansson Helgi Valtýsson Guðmundur Davíðsson Gunnlaugur Björnsson Björn Guðmundsson Aðalsteinn Sigmundsson Eiríkur J. Eiríksson Stefán Júlíusson Stefán M. Gunnarsson Guðmundur G. Hagalín Eiríkur J. Eiríksson Eysteinn Þorvaldsson Gunnar Kristjánsson Diðrik Haraldsson Steinþór Pálsson Ingólfur A. Steindórsson Guðmundur Gíslason Ingólfur Hjörleifsson Una María Óskarsdóttir Jóhanna Sigþórsdóttir Jóhann Ingi Árnason Valdimar T. Kristófersson Páll Guðmundsson Jón Kristján Sigurðsson

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

1909 – 1911 1911 – 1917 1918 – 1919 1919 – 1921 1921 – 1921 1922 – 1922 1923 – 1928 1928 – 1929 1930 – 1940 1941 – 1944 1945 – 1956 1957 – 1957 1958 – 1960 1961 – 1963 1964 – 1976 1977 – 1979 1980 – 1980 1981 – 1981 1982 – 1984 1985 – 1987 1987 – 1989 1990 – 1992 1992 – 1995 1995 – 2000 2001 – 2004 2004 – 2004 2005 –

Hér verður stiklað á því helsta í grein Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, sem hann skrifaði í 4. tbl. Skinfaxa 1992. Enn á ný stendur Skinfaxi á tímamótum. Fyrir skömmu var útgáfa tveggja næstu blaða boðin út. Samið var við Jóhönnu S. Sigþórsdóttur blaðamann um ritstjórn þessara blaða. Að undanförnu hafa verið verulegir erfiðleikar í útgáfunni og sýnt að ekki var hægt að halda áfram á sömu braut. Til að standa undir útgáfunni þarf miklu fleiri áskrifendur. Að undanförnu hefur starfað öflug ritstjórn og áhugasamur ritstjóri. Blaðið hefur verið vandað með mörgum áhugaverðum greinum og mikilsverðum upplýsingum og þeir sem hafa tjáð sig um útgáfuna hafa verið ánægðir. En þrátt fyrir þetta hefur áskrifendum lítið fjölgað. Fyrir tveimur árum var útgáfunni breytt úr sex blöðum í fjögur og var það eingöngu gert í sparnaðarskyni. Raddir hafa verið uppi um að gera blaðið að ársriti eða jafnvel leggja það niður. Það væri slæmt fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Þótt Skinfaxi verði aldrei það sem hann var í byrjun þessarar aldar þá er hann mikilsverður hlekkur í upplýsingastreymi til forystumanna hreyfingarinnar. Því má segja, að eðlilegra hefði

verið að umræðan stæði um fjölgun blaða. Svo mikilsvert er talið að blaðið komist til forystumanna hreyfingarinnar að á Sambandsráðsfundi nú fyrir skömmu var samþykkt tillaga þess efnis að öllum félögum og héraðssamböndum verði sent blaðið og þau hvött til að gerast áskrifendur. Á sama máta hefur forystumönnum félaga verið sent blaðið á undanförnum árum. Sem betur fer hafa margir brugðist vel við og eru tryggir lesendur og áskrifendur. En því miður hafa margir forystumenn hafnað þessum mikilvæga miðli og reyndar allt of margir fengið blaðið en ekki greitt. Auðvitað hefði átt að strika þá strax af áskrifendaskrám sem ekki greiða blaðið. En með því að leggja metnað í að bæta blaðið höfum við vonast til að fleiri myndu greiða. Ritstjórn hefur ákveðið að senda blaðið framvegis aðeins til skilvísra greiðenda. Áskorun mín til ykkar sem nú eiga ógreiddan seðil er sú að bregðast vel við og til ykkar allra að vinna að eflingu blaðsins með nýjum áskrifendum þannig að umræðan í framtíðinni verði um að auka útgáfuna í stað þess að draga hana saman. Skinfaxi er vettvangur fyrir samstöðu ungmennafélaga. Öflugur og útbreiddur Skinfaxi yrði hreyfingunni mikill styrkur.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Héraðsprent

Breiðdalur

…brosir við þér

Verið velkomin austur! Welcome to east Iceland! Willkommen in Ostisland! Bienvenue dans l’est d’Islande!

www.breiddalur.is

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Formenn sambanda Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH:

Skinfaxi höfðar til breiðari hóps en áður „Ég er sjálfsagt búinn að lesa Skinfaxa í kringum 40 ár. Mér finnst alveg bráðnauðsynlegt að fá þetta blað og hafa þannig yfirsýn á það hvað er að gerast í hreyfingunni á hverjum tíma. Ég er ánægður með blaðið í dag, finnst það líflegt, skemmtilegt, uppsetning þess og efnistökin,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Ungmennasambands Vestur–Húnvetninga, í spjalli við Skinfaxa. Guðmundi Hauki finnst nauðsynlegt að hreyfingin gefi út blað til að vekja

athygli á sér. Hreyfingin sem slík væri snauðari ef ekkert blað væri gefið út. „Skinfaxi hefur farið í gegnum ýmsar þrengingar en alltaf staðist þær. Mér finnst blaðið á góðu róli um þessar mundir og blaðið höfðar til breiðari hóps en það hefur oft gert. Blaðið höfðar meira til unga fólksins og það er góð þróun að þessi hópur lesi blaðið og fylgist með okkur. Ég óska blaðinu annarra hundrað ára og að því megi vegna sem best í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH.

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, ásamt Guðbjörgu Guðmundsdóttur og Önnu Maríu Einarsdóttur á sambandsþingi UMFÍ.

Gísli Páll Pálsson, formaður HSK:

Kemur okkar góða málstað á framfæri „Ég fór ekki að lesa Skinfaxa fyrr en ég varð formaður HSK fyrir sex árum síðan. Í starfi mínu sem formaður HSK og sem ungmennafélagi fæ ég fréttir og annað efni innan hreyfingarinnar með lestri á blaðinu. Skinfaxi hefur mikið gildi fyrir hreyfinguna og blaðið hefur unnið mikið á,“ sagði Gísli Páll Pálsson, formaður HSK. „Mér finnst nauðsynlegt að blað á borð við Skinfaxa komi út og komi okkar góða málstað vel á framfæri. Það er afar brýnt og þar stendur hann vel undir merkjum.

Ég vona að blaðið eigi góða framtíð fyrir sér og komi áfram út næstu 100 árin. Það er afar brýnt í mínum huga að sjá fréttir í hreyfingunni í gegnum Skinfaxa og ekki síður út á við, gagnvart opinberum aðilum, þingmönnum, sveitarstjórnarmönnum og fyrirtækjum, hvað UMFÍ er að gera,“ ára sagði Gísli Páll Páls1909–2009 son, formaður HSK.

Skinfaxi

100

Gísli Páll Pálsson (lengst til hægri), ásamt nokkrum fulltrúum HSK á sambandsþingi UMFÍ.

Skinfaxi með elstu blöðum á Norðurlöndunum Í 5. tbl. Skinfaxa frá 1985 má finna þessa grein: Á haustmánuðum 1985 sóttu Sigurður Geirdal og Guðmundur Gíslason námskeið í blaðaútgáfu í borginni Karis í Finnlandi. Námskeiðið var haldið á vegum NSU. Á námskeiðinu í Finnlandi

lágu frammi félagsblöð frá mjög mörgum félögum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Skinfaxi frá Íslandi. Er þessi blöð voru skoðuð, en þau hafa verið um 20–25 talsins, kom í ljós að Skinfaxi hafði nokkra sérstöðu miðað við hin blöðin öll. Var sú sérstaða aðallega fólgin í tvennu,

þ.e. Skinfaxi var elsta blaðið í hópnum og það eina er fjallaði um íþróttir. Hin blöðin fjölluðu ekkert um íþróttir heldur um ýmislegt félagsstarf, t.d. fundi, félagsheimili, viðtöl, ferðalög, mataruppskriftir og einnig fugla, svo Skinfaxi er ekki eina blaðið sem fjallar um þá.

Fjöldi tölublaða á ári var líka mjög mismunandi, allt frá fjórum upp til 52, þ.e. einu sinni í viku. Einnig var mismunandi mikið lagt í blöðin, þ.e. myndir, pappír og prentun, og verður að segja að Skinfaxi telst til þeirra vandaðri miðað við þetta.

Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi stjórnarmaður UMFÍ, skrifaði eftirfarandi í 4. tbl. Skinfaxa 1992:

Frumkvöðlarnir hvöttu menn til dáða Ingimundur Ingimundarson, sem sat í stjórn UMFÍ um átta ára skeið og fyrrum framkvæmdastjóri UMSB, skrifaði eftirfarandi grein í 4. tbl. Skinfaxa 1992: Strax í upphafi sáu frumkvöðlar ungmennafélagshreyfingarinnar fram á að erfitt yrði að vinna hugsjónum UMFÍ fylgi án þess

að eiga sitt eigið málgagn. Þessir stórhuga menn létu ekki sitja við orðin tóm heldur hrundu hugmynd sinni í framkvæmd. Skinfaxi kom fyrst út í október 1909 og útgáfa blaðsins hefur aldrei fallið niður. Hann er eitt elsta tímaritið hér á landi. Skinfaxi hefur flutt fréttir úr starfi ungmennafélaganna og

ýmislegt sem þar hefur birst hefur hvergi komið fram annars staðar í prentuðu máli. Frumkvöðlarnir hvöttu menn til dáða og blaðið á trúlega stóran þátt í einarðri framgöngu ungmennafélaganna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Rekstur Skinfaxa hefur oft verið erfiður. Trúlega hefur það fyrst

og fremst verið fyrir þrautseigju ritstjóra og helstu velunnara blaðsins að útgáfan féll ekki niður. Skinfaxi á erindi til allra ungmennafélaga. Markmiðið ætti að vera að blaðið komi inn á öll heimili þar sem ungmennafélagi er fyrir. Því markmiði þyrfti að ná fyrir 90 ára afmæli blaðsins 1999.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Haraldur Konráðsson, formaður Ungmennafélagsins Dagsbrúnar, flytur ávarp á 100 ára afmælishátíð félagsins.

Umf. Dagsbrún 100 ára Um 200 manns mættu á afmælishátíðina Umf. Dagsbrún, í Austur–Landeyjum í Rangárþingi eystra, fagnaði 100 ára afmæli sínu 24. október sl. Félagið var stofnað fyrsta vetrardag, 23. október 1909, að Krossi í Landeyjum. 100 ára afmælisfagnaður félagsins var haldinn í Gunnarshólma. Fjölmenni var í afmælisfagnaðinum, en öllum Austur– Landeyingum, heimamönnum og burtfluttum, var boðið á hátíðina. Vikuna áður var börnum og unglingum í félaginu boðið á skauta og í keilu í Reykjavík. Mikil ánægja var með þá ferð. Á meðal gesta á afmælisfagnaðinum voru Örn Guðnason, ritari stjórnar UMFÍ, og Gísli Páll Pálsson, formaður HSK. Fluttu þeir félaginu heillaóskir og færðu formanni félagsins, Haraldi Konráðssyni, gjafir í tilefni afmælisins. Tvöfaldur kvartett, Dagsbrúnarkvartettinn, flutti nokkur lög og sýnd voru glímubrögð. Einnig voru fluttar eftirhermur úr sveitinni eins og Austur–Landeyingum einum er lagið.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Miðað við félög hér á svæðinu er starfsemi innan félagsins bara nokkuð lífleg. Við erum aðilar að hinu sameinaða íþróttafélagi, Dímoni í Rangárvallasýslu, og þar fer íþróttastarfsemin fram að mestu. Við erum með nokkra fasta punkta í starfi okkar. Má í því sambandi nefna jólatrésskemmtun fyrir krakkana, skötuveislu á Þorláksmessu, þorrablót fyrsta laugardag í þorra og svo tökum við þátt í töðugjöldum með nokkrum aðilum sem haldin eru árlega á haustin,“ sagði Haraldur Konráðsson, formaður Ungmennafélagsins Dagsbrúnar, í samtali við Skinfaxa. Haraldur sagði að afmælishátíðin hefði tekist gríðarlega vel, en um 200 manns mættu. Hann sagði þetta hefði verið frábær samkoma. „Ég er bara bjartsýnn á framhaldið hjá Dagsbrún. Á meðan einhverjir fást til að draga vagninn eins og maður segir og einhver fæst til að taka við af mér þá er ég frekar bjartsýnn. Við erum heppin með


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8 Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Bakarameistarinn ehf., Stigahlíð 45-47 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Bóksala kennaranema, Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð BSRB, Grettisgötu 89 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 G.S. varahlutir ehf., Bíldshöfða 14 Gissur og Pálmi ehf., byggingafélag, Álfabakka 14a Gjögur hf., Kringlunni 7 GlaxoSmithKline, Þverholti 14 Henson hf., Brautarholti 24 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4 Móa ehf., moa@moa.is, box 9119 Nýi ökuskólinn ehf., Klettagörðum 11 Rimaskóli, Rósarima 11 Seljakirkja, Hagaseli 40 SÍBS, Síðumúla 6 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 T. ark Teiknistofan ehf., Brautarholti 6 Tryggingamiðlun Íslands ehf., Síðumúla 21 Túnþökuþjónustan ehf., s. 897 6651, Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Veigur ehf., Langagerði 26 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15

Seltjarnarnes Falleg gólf - parketþjónusta frá 1984, Nesbala 25

Kópavogur

það í Austur–Landeyjum að hér hefur verið töluverð nýliðun í búskap og það þýðir ekkert annað en að horfa björtum augum fram á veginn,“ sagði Haraldur Konráðsson.

Bílhúsið ehf., Smiðjuvegi 60 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Smurstöðin Stórahjalla ehf., Dalvegi 16a Snælandsskóli, Víðigrund Suðurverk hf., Hlíðarsmára 11 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

Garðabær AH Pípulagnir ehf., Suðurhrauni 12c Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Hafnarfjörður

Svipmyndir frá afmælishátíð Umf. Dagsbrúnar í Austur–Landeyjum.

Hagtak hf., Fjarðargötu 13-15 Fínpússning ehf., Rauðhellu 13 Hlaðbær – Colas hf., malbikunarstöð, Gullhellu 1 PON – Pétur O Nikulásson ehf., Melabraut 23 Rafal ehf., Hringhellu 9 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

Álftanes GP–arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Úr hreyfingunni

Félagsmálafræðsla:

Vel heppnað námskeið á Hvanneyri Þann 28. október sl. var haldið félagsmálanámskeið á Hvanneyri í Borgarfirði sem Ungmennafélag Íslands stóð fyrir. Námskeiðið sóttu 18 nemendur Landbúnaðarháskólans á staðnum og gekk það vel í alla staði. Þátttakendur sýndu mikinn áhuga og stóðu sig með prýði. Leiðbeinandi á námskeiðinu eins og áður var Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi hjá UMFÍ. Á námskeiðum þessum er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s.

að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundarsköpum, m.a. fundarreglur, boðun funda, fundarskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl. Frá októberbyrjun 2008 til maíloka 2009 voru haldin námskeið á þrjátíu stöð-

Þátttakendur á félagsmálanámskeiðinu á Hvanneyri.

um víðs vegar um landið og þátttakendur á öllum aldri voru um 700 talsins. Þeir sem hafa áhuga á að fá námskeið í sitt hérað geta haft samband við Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa. Guðrún mun nú kenna á námskeiðunum þar sem Sigurður tekur að sér önnur verkefni hjá UMFÍ. Skráningar eru á gudrun@umfi.is.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Gönguverkefni UMFÍ – Fjölskyldan á fjallið

Guðrún Sveinsdóttir, 92 ára, gekk 44 sinnum á Hvolsfjall í sumar Gönguverkefni Ungmennafélags Íslands og sambandsaðila, Fjölskyldan á fjallið, tókst með afbrigðum vel í ár. Eins og undanfarin ár tilnefndi Héraðssambandið Skarphéðinn tvö fjöll til að ganga á í sumar. Annars vegar var það Mosfell í Grímsnesi og hins vegar Hvolsfjall við Hvolsvöll. Alls gengu tæplega eitt þúsund manns á þessi fjöll og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Bæði eru fjöllin frekar auðveld uppgöngu og má vafalaust þakka því þessa góðu þáttöku að einhverju leyti. Í gestabækur, sem komið er fyrir á tindum fjallanna, rita göngugarpar nafn sitt og margir hverjir símanúmer. Á haustin er síðan dregið út eitt nafn í hvorri gestabók og hlýtur sá heppni viðurkenningu frá HSK og UMFÍ. Í ár voru dregin út þau Nathan Freyr Morthens frá Sauðárkróki og Guðrún Sveinsdóttir sem dvelur á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Nathan Freyr er 10 ára og Guðrún er 92 ára. Það er ekkert kynslóðabil í þessu verkefni. Guðrún gekk ekki einu sinni á Hvolsfjall heldur hvorki í fleiri né færri en í 44 skipti. Hér er örugglega um að ræða nýtt HSK-met í fjölda gönguferða, auk þess að ekki er líklegt að margir yfir níræðu hafi tekið þátt í þessu góða verkefni. Guðrún er góð fyrirmynd annarra eldri borgara og ættu sem flestir að nota gott veður yfir sumartímann og að hausti til að njóta íslenskrar náttúru. Guðrúnu var afhent viðurkenning fyrir skemmstu og var hún hin hressasta. „Ég hef frá því að ég var krakki alltaf verið dugleg að ganga. Það þekktist ekkert annað í þá daga en að ganga á milli staða því þá var ekki mikið um farartæki. Þessi hreyfing hefur gert mér gott og mér finnst sjálfsagt fyrir alla að hreyfa sig meira en gert er í dag,“ sagði Guðrún Sveinsdóttir hress í bragði í samtali við Skinfaxa.

Hún vill ekki gera mikið úr afrekum sínum en Guðrún var svo óheppin nú á haustdögum að detta á heimili sínu. Hún segist bjartsýn á að komast á kreik á nýjan leik. „Ég sakna þess að geta ekki hreyft mig núna, en um leið og ég hef náð mér fer ég af stað aftur. Ég ætla að halda ótrauð áfram, annað kemur ekki til greina í mínum huga. Mér finnst fólk almennt ekki hreyfa sig nóg í dag. Ég skil bara ekki þegar verið að keyra krakka í skóla sem er næstum því við bæjardyrnar. Ég þurfti alltaf að ganga í þrjú korter í skóla þegar ég var yngri og skipti þá engu hvernig veðrið var. Það eru breyttir tímar í dag,“ sagði Guðrún. Guðrún segist aldrei hafa stundað neinar íþróttir en á yngri árum var kennari hennar stundum með Müllersæfingar. „Ég hef bara gengið um ævina, en ég er ekki synd einu sinni. Það hefur hjálpað mér mikið að ég hef alltaf verið heilsuhraust og það hefur ekki haft lítið að segja,“ sagði Guðrún Sveinsdóttir. Efsta mynd: Guðrún Sveinsdóttir á göngu niður Hvolsfjall. Til hægri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, en þau færðu Guðrúnu viðurkenningu og blómvönd.

Natan Freyr Morthens var dreginn út af HSK og hlaut að launum, bol og jakka frá HSK, ásamt bókargjöf frá UMFÍ. Hér er hann ásamt bekknum sínum og Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjanesbær Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 ÍAV þjónusta ehf., Klettatröð bygging 2314 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóum 4 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Mosfellsbær Álafossbúðin, Álafossvegi 23 Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Rögn ehf., Súluhöfða 29

Akranes Byggðasafnið að Görðum, Akranesi Ehf., Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes Golfklúbbur Borgarness, Hamri Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstöðum Laugaland hf., Laugalandi Skorradalshreppur, Grund

Úr hreyfingunni Norðurlandamót ungmenna í frjálsum íþróttum:

UMSE og UFA sjá um rekstur og framkvæmd mótsins á Akureyri Norðurlandamót ungmenna U20 var síðast haldið á Íslandi árið 2000 og þá í Borgarnesi. Síðan þá hefur reglum mótsins verið breytt og er það einungis haldið á 8 brauta völlum, líkt og er á Akureyri og í Laugardalnum. Frjálsíþróttasambandið gegnir forystuhlutverki í samstarfi Norðurlandanna á árinu 2010. Norðurlandaþing frjálsíþróttasambanda verður haldið þann 19. mars nk. á Íslandi, sem og fundur framkvæmdastjóra frjálsíþróttasambanda Norðurlandanna, en hann fer fram næsta haust.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skrifað undir samstarfssamning við UMSE og UFA um rekstur og framkvæmd á Norðurlandamóti ungmenna U20. Mótið mun fara fram á Frjálsíþróttavelli Akureyrar, þar sem Landsmót UMFÍ fór fram sl. sumar, dagana 28. – 29. ágúst á næsta ári. Mót þessa árs var haldið í borginni Vasaa í Finnlandi og voru keppendur um 270 talsins. Það má því búast við 250 erlendum gestum á Frjálsíþróttavöll Akureyrar á næsta ári.

Safnað fyrir ferð í Ungmennabúðirnar

Stykkishólmur Dekk og smur ehf., Nesvegi 5 Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Rauði kross Íslands Stykkishólmsdeild, Sundabakka 1 Tindur ehf., Hjallatanga 10

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ísblikk ehf., Árnagötu 1

Bolungarvík Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf., Hafnargötu 12 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund

Patreksfjörður Albína, verslun, Aðalstræti 89 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu Vesturbyggð, Aðalstræti 63

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Nemendur og foreldrar víða í skólum hafa nú tekið höndum saman um að fjármagna ferðir nemenda í Ungmennaog tómstundabúðirnar að Laugum í Sælingsdal. Ákveðið var að vinna með þessum hætti á meðan skólar hafa minna úr að spila en áður vegna efnahagskreppunnar. Í vikunni var haldið jólabingó sem nemendur í 9. bekk og foreldrar stóðu fyrir í Salaskóla í Kópavogi. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð til að komast í ungmennabúðirnar að Laugum. Fjölmenni var í jólabingóinu og mikil stemning. Eitt hundrað jólapakkar voru í vinning sem voru gjafir frá fyrirtækjum og verslunum í nágrenni skólans.

Frá jólabingóinu í Salaskóla í Kópavogi.


Íslensk knattspyrna Íslensk knattspyrna 2009 er 29. bókin frá upphafi en sú fyrsta kom út árið 1981. Það var Sigurður Sverrisson, þáverandi íþróttafréttamaður, sem skrifaði hana. Víðir Sigurðsson kom honum til aðstoðar og þeir skrifuðu bókina árið 1982 í sameiningu en Víðir hefur skrifað bækurnar samfleytt frá árinu 1983. Í bókunum er að finna nánast allt sem gerist í íslenskum fótbolta á hverju ári. Þar er fjallað ítarlega um efstu deildir karla og kvenna, hvern leik fyrir sig, upplýsingar er að finna um alla leikmenn og alls kyns fróðleik um keppnina, liðin og leikmennina. Neðri deildunum eru líka gerð góð skil, meira að segja utandeildakeppninni. Svo eru lifandi frásagnir af öllum landsleikjum allra aldursflokka, farið yfir alla íslensku atvinnumennina erlendis og hvað þeir hafa gert á viðkomandi ári, fjallað um Evrópuleiki félagsliða, og svo öll hin mótin, Bikarkeppnina, deildabikarinn og annað sem gerist utan hins hefðbundna keppnistímabils. Umfjöllun um yngri flokka er mikil í bókunum. Fjallað er um úrslitaleiki í öllum flokkum á Íslandsmótinu, úrslit allra leikja eru til staðar og mikið af myndum

frá hinum ýmsu drengja- og stúlknamótum sem haldin eru víða um land. Það hefur komið á daginn í seinni tíð hve dýrmætar heimildir eru t.d. fólgnar í myndunum af meistaraliðum yngri flokkanna sem hafa frá fyrstu tíð verið í bókinni. Fólk skoðar mikið þessar myndir í eldri bókunum og skemmtir sér við að finna þar fjölmarga fyrrum fótboltamenn og konur sem hafa haslað sér völl á ýmsum sviðum þjóðlífsins, 10, 15, 20 eða 25 árum síðar. Bók ársins 1984 hafði verið uppseld árum saman þegar bókaútgáfan Tindur ákvað að endurprenta hana fyrr á þessu ári. Það er fyrsta bókin í flokknum sem er endurprentuð. Myndirnar frá íslenskri knattspyrnu, sem birst hafa í bókunum frá upphafi, eru í kringum 7.000 og þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu gífurlegt heimildargildi þær hafa um allt það sem hefur gerst í fótboltanum hér á landi síðustu þrjá áratugina. Í nýju bókinni eru viðtöl við Atla Guðnason, Sif Atladóttur, Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót

Borgarflöt 15 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Ungmennaráð UMFÍ

25 ungmenni komu saman að Laugum í Þingeyjarsýslu Ungmennaráð UMFÍ hélt skemmtihelgi fyrir ungmenni 16–20 ára, sem vilja skemmta sér án áfengis, að Laugum í Þingeyjarsýslu dagana 13.–15. nóvember sl. Komið var saman að Laugum í Reykjadal að kvöldi föstudags og dvalið við leik, spil og spjall fram yfir hádegi á sunnudag. Fullskipað var en fjöldi takmarkaðist við 25 ungmenni.

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Saman komu ungmenni frá sex framhaldsskólum og náði hópurinn einstaklega vel saman. Fulltrúar ungmennaráðsins eru sammála um að vel hafi tekist til og áfram verði haldið að standa fyrir svipuðum helgum. Í þremur af þessum skólum eru skipulagðir bindindisklúbbar, Fjölbrautaskólanum Garðabæ, Verkmenntaskólanum á

Akureyri og Menntaskólanum við Hamrahlíð en einnig voru nemendur frá Framhaldsskólanum að Laugum, Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum við Sund.


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Úr hreyfingunni

Auglýst eftir nýjum mótshaldara fyrir Unglingalandsmót 2010 Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var þann 5. desember síðastliðinn, var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2010. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2010. Grundarfjarðarbær og Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu (HSH) áttu upphaflega að hýsa mótið 2009,

en fengu frest til 2010 vegna efnahagskreppunnar. Grundarfjarðarbær er ekki tilbúinn til að standa undir þeim kröfum UMFÍ sem gerðar eru til mótsins og því ákvað stjórn UMFÍ að auglýsa eftir nýjum mótshaldara 2010.

Ungmennafélags Íslands: Kjörvogur Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal K-Tak ehf., Borgartúni 1 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 31 Verkfræðistofan Stoð ehf., Aðalgötu 21 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Vörumiðlun ehf., Eyrarvegur 21

Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði

Fljót Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf., Bjarnargili

Siglufjörður Fjallabyggð, Gránugötu 24

Akureyri

Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum.

Haukur og Bessi tannlæknar Blikkrás ehf., Óseyri 16 Ísgát ehf., Lónsbakka Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Pólýhúðun Akureyri ehf., Draupnisgötu 7m Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Steypusögun Norðurlands ehf., Víðivöllum 22 Teikn á lofti ehf., teiknistofa, Skipagötu 12 Þelamerkurskóli, Laugalandi Stuðlaberg útgerð ehf., Ægissíðu 11

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel

Laugar

Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum.

Litlulaugaskóli, Laugum Norðurpóll ehf., Laugabrekku Reykjadal Sparisjóður Suður–Þingeyinga, Kjarna, Laugum

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í

Mývatn

síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is

Jarðböðin við Mývatn

Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf., Bakkagötu 6

Þórshöfn Geir ehf., Sunnuvegi 3 Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3

Egilsstaðir Héraðs- og Austurlandsskógar, Miðvangi 2 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Skógar ehf., Dynskógum 4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Úr hreyfingunni

Ungmennafélagið Austri 70 ára Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ (til hægri), færði Benedikt Jóhannssyni, formanni Austra, skjöld frá UMFÍ.

Ungmennafélagið Austri á Eskifirði hélt upp á 70 ára afmæli sitt með kaffisamsæti í félagsheimilinu Valhöll þann 1. desember sl. Austramenn hafa miðað við að stofnár félagsins sé 1939. Töluverð virkni var í íþróttastarfi á Eskifirði þar áður og elsta félag þar á staðnum sem heimildir eru um, Fimleikafélag Eskifjarðar, var við lýði þegar árið 1876. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Ungmennafélags Íslands, flutti ávarp í afmælishófinu og færði félaginu skjöld að gjöf frá hreyfingunni. Austri hefur staðið fyrir gagnmerku starfi öll þessi ár og skilað af sér mörgum afbragsgóðum íþróttamönnum og ungmennafélagsforkólfum.

Alltaf verið mjög öflug starfsemi Benedikt Jóhannsson, formaður Austra, sagði m.a. eftirfarandi í ræðu sinni í afmælishófinu: „Félagið var með rekstur félagsheimilis og bíóhúss og gekk það mjög vel. Því var svo hætt og bíóvélar og verðmæti hússins lagt inn í nýtt félagsheimili. Alltaf hefur verið mjög öflug starfsemi í félaginu, í mörgum íþróttum, og má þar nefna knattspyrnu, skíðaiðkun, sund, frjálsar íþróttir, körfubolta og handbolta. Einnig sá félagið um ýmsar skemmtanir, svo sem bingó og tombólur og dansleikjahald, sem átti stóran þátt í því að fjármagna félagið. Og þá var íþróttahúsið mikilvægur staður fyrir bæinn þegar þetta var eina húsið á Austurlandi og þá voru mörg skemmtileg mótin hér og Austrafólk stóð sig mjög vel. Þegar farið er í gegnum þær fundargerðabækur sem finnast er mikið talað um athafnasvæði til íþróttaiðkunar. Það var svo árið 1992 að bærinn og Austri fóru saman í að þökuleggja knattspyrnuvöllinn og var mikil sjálfboðavinna lögð í það verk. Það er nauðsynlegt að Austri sé öflugur í samfélagi okkar þó svo að samvinna á milli byggðarlaga sé af hinu góða og

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Benedikt ásamt Helga Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Hattar á Egilsstöðum. Neðri mynd: Benedikt ásamt Friðriki Þorvaldssyni sem átti sæti í afmælisnefnd Austra.

verða samgöngur að lagast mikið svo sú samvinna geti haldið áfram. Það sem hefur breyst frá því í gamla daga er að það er alltaf erfiðara og erfiðara að fá fólk til starfa. Það vill fá allt fyrir lítið og bærinn á að skaffa allt, en þetta verður að breytast. Það hafa margir frægir íþróttamenn komið frá félaginu og þeir verið félaginu til sóma. Of langt mál að telja þá alla upp, en þeir eru margir og í mörgum íþróttagreinum. Það verður myndasýning frá því í gamla daga og ef einhverjir eiga gamlar myndir væri gaman að fá að skanna þær og koma upp myndasafni. En einhvers staðar liggja gamlar fundargerðabækur og gott væri að fá þær ef einhver er með þær,“ sagði Benedikt Jóhannsson að lokum í ræðu sinni.


Úr hreyfingunni � lok dagskrårinnar var boðið upp å dýrindis afmÌlistertu. Hinar fjÜlmÜrgu deildir sem starfa innan vÊbanda Sindra kynntu starfsemi sína í íÞróttahúsinu.

Albert Eymundsson, kennari og ritstjĂłri Eystrahorns, (til vinstri), afhendir Ă sgrĂ­mi IngĂłlfssyni, formanni Sindra, gjafir Ă­ tilefni 75 ĂĄra afmĂŚlis Sindra.

UngmennafĂŠlagiĂ° Sindri 75 ĂĄra UngmennafĂŠlagiĂ° Sindri ĂĄ HĂśfn Ă­ HornafirĂ°i varĂ° 75 ĂĄra 1. desember sl. Ăžessum merka ĂĄfanga Ă­ sĂśgu fĂŠlagsins var fagnaĂ° meĂ° Ă˝msum hĂŚtti laugardaginn 5. desember. SĂ˝ning, Ăžar sem gerĂ° er grein fyrir sĂśgu fĂŠlagsins, var opnuĂ° ĂĄ afmĂŚlisdaginn Ă­ MenningarmiĂ°stÜð HornafjarĂ°ar Ă­ NĂ˝heimum.

SannkĂślluĂ° afmĂŚlishĂĄtĂ­Ă° var haldin Ă­ Ă­ĂžrĂłttahĂşsinu og flutt voru ĂĄvĂśrp. ViĂ°urkenningar fyrir vel unnin stĂśrf fyrir Sindra ĂĄ undangengnum ĂĄrum voru afhentar og sĂ­Ă°an reyndu starfsmenn rĂĄĂ°hĂşss og bĂŚjarstjĂłrn meĂ° sĂŠr Ă­ knattspyrnu gegn Ă?slandsmeisturum Sindra Ă­ 3. flokki kvenna.

9HLèLNRUWLè 9HLGGX t YDWQDVY èXP YtWW RJ EUHLWW XP ODQGLè I\ULU DèHLQV

NU

9HJOHJ KDQGEyN I\OJLU KYHUMX VHOGX NRUWL

0000 1iQDUL XSSOĂŞVLQJDU i

ZZZ YHLGLNRUWLG LV

) VW KMi 1 YHLèLE~èXP ZZZ YHLGLNRUWLG LV RJ YtèDU

)Ut KHLPVHQGLQJ ĂŹHJDU NH\SW HU i ZZZ YHLGLNRUWLG LV

UngmennafĂŠlagiĂ° Sindri var stofnaĂ° af um 15 ungmennum ĂĄ HĂśfn Ă­ HornafirĂ°i 1. desember 1934. Þå voru Ă­bĂşar Hafnarhrepps 204 talsins. ĂžaĂ° var um 1965 sem Sindri tĂłk fyrst Þått Ă­ Ă?slandsmĂłti Ă­ knattspyrnu og sĂ­Ă°an Þå hefur liĂ°iĂ° veriĂ° meĂ° Ă­ mĂłtinu, meĂ° smĂĄhlĂŠum Þó fyrstu ĂĄrin. StarfiĂ° hefur smĂĄm saman eflst um leiĂ° og fĂŠlaginu hefur vaxiĂ° fiskur um hrygg. Ă Ă°ur hĂśfĂ°u ungmennin ĂĄ HĂśfn veriĂ° Ă­ MĂĄna Ă­ Nesjum en ÞÊttbĂ˝liĂ° Ăłx og meĂ° ĂžvĂ­ ÞÜrfin fyrir fĂŠlagsskap Ă­bĂşanna. Sem venjan var ĂĄ Ăžeim tĂ­ma Þå tĂłku fĂŠlagsmenn upp ĂĄ Ă˝msu og var Ăžetta aĂ°alfĂŠlagsskapur yngra fĂłlks Ă­ Ăžorpinu frĂĄ stofnun. MĂĄ nefna rekstur SindrabĂ­Ăłs, blĂłmlegt leiklistarlĂ­f uns LeikfĂŠlag HornafjarĂ°ar var stofnaĂ° af SindrafĂłlki sem ĂĄĂ°ur hafĂ°i leikiĂ° undir nafni Sindra. Ă fyrstu ĂĄrunum handskrifuĂ°u nokkrir fĂŠlagsmanna Leiftur, sem var mĂĄlgagn fĂŠlagsins, og var ĂžaĂ° lesiĂ° upp ĂĄ fundum fĂŠlagsins. Eftir strĂ­Ă° voru tveir herliĂ°sbraggar fluttir af SuĂ°urfjĂśrunum og komiĂ° fyrir ĂĄ Heppunni og varĂ° Sindrabragginn aĂ°alsamkomustaĂ°ur og kvikmyndahĂşs HafnarbĂşa Ă­ ein 20 ĂĄr eftir strĂ­Ă°. FĂłlk lagĂ°i vinnu Ă­ gerĂ° Ă­ĂžrĂłttavallar nokkuĂ° innan viĂ° Ăžorp, Ă­ garĂ°lĂśndum HafnarbĂşa, gegnt aflagĂ°ri mjĂłlkurstÜð nĂş. Þå mĂĄ nefna skĂłlahald, kartĂśflurĂŚktun, revĂ­usamningu og flutning, sumarferĂ°alĂśg innan hĂŠraĂ°s, sem voru mikiĂ° ĂĄtak Ă­ vatnahĂŠraĂ°inu HornafirĂ°i Ăžegar flestar ĂĄr voru ĂłbrĂşaĂ°ar og vegagerĂ° skammt ĂĄ veg komin, hvaĂ° Þå aĂ° bifreiĂ°aeign vĂŚri almenn. Ă Ă°urnefndur vĂśllur var notaĂ°ur meira og minna fram undir 1970 eĂ°a svo. FĂŠlagsmenn fengu Þå aĂ° rĂĄĂ°ast Ă­ gerĂ° malarvallar Ăžar sem nĂş stendur Ă sgarĂ°ur. SĂĄ vĂśllur var frekar lĂ­till og ekki mjĂśg spennandi en var eiginlega strax tekinn af bĂŚjarfĂŠlaginu undir lóðir. Um 1965 taka ungir menn viĂ° fĂŠlaginu og eftir ĂžaĂ° er fĂŠlagiĂ° nĂŚr eingĂśngu Ă­ĂžrĂłttafĂŠlag. Ă? fyrstu notuĂ°u Sindramenn blĂĄan keppnisbĂşning en rautt varĂ° fljĂłtt eĂ°a um 1970 aĂ°allitur fĂŠlagsins. Ăžannig var knattspyrna eiginlega eina greinin sem stunduĂ° var framan af, allavega meĂ° keppni Ă­ huga. NĂşna er reynt aĂ° bjóða upp ĂĄ eins fjĂślbreytt Ă­ĂžrĂłttalĂ­f og hĂŚgt er. Mestu rĂŚĂ°ur um framboĂ°iĂ° hvernig gengur aĂ° fĂĄ leiĂ°beinendur til starfa og er ĂžaĂ° upp og ofan. Um nokkurt skeiĂ° hefur veriĂ° unniĂ° aĂ° ritun sĂśgu fĂŠlagsins og er ĂžaĂ° starf Ă­ hĂśndum ArnÞórs Gunnarssonar sagnfrĂŚĂ°ings. Vonast er til aĂ° sagan geti komiĂ° Ăşt innan skamms.

SKINFAXI – tímarit UngmennafÊlags �slands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Úr hreyfingunni

Ungmennafélags Íslands: Bakkafjörður Skeggjastaðakirkja

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Reyðarfjörður Skólaskrifstofa Austurlands, Búðareyri 4

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Neskaupstaður Haki ehf., Þiljuvöllum 10 Rafgeisli Tómas R. Zöega ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6

Selfoss AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Hraunsós ehf., Hrauni 1b Jeppasmiðjan ehf., Ljónsstöðum Kvenfélag Hraungerðishrepps Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8

Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðisprestakall, Bröttuhlíð 5 Sport-Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Þorláks- og Hjallakirkja, Reykjabraut 11

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Upplýsingamiðstöðin Hvolsvelli, Hlíðarvegi 14 Jón Guðmundsson, Berjanesi Vestur–Landeyjum Kvenfélagið Freyja, Skíðbakka 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri–Torfastöðum I

Vík Dyrhólaeyjarferðir, www.dyrholaey.com Vatnsskarðshólum

Kirkjubæjarklaustur Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Vestmannaeyjar Hamarskóli Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Keppnislið HSK á Landsmótinu á Akureyri.

Félagsmönnum HSK fjölgar umtalsvert:

Í takt við íbúafjölgunina á svæðinu Öll félög innan íþróttahreyfingarinnar verða að skila starfsskýrslu árlega, með upplýsingum um félagsmenn, iðkendur, stjórn og lykiltölur úr reikningum og þarf að skila skýrslunni fyrir 15. apríl ár hvert. Samkvæmt innsendum starfsskýrslum á þessu ári fjölgaði félagsmönnum innan Héraðssambandsins Skarphéðins um 847 á milli ára eða um 6,03% og eru nú 14.889. Árið áður voru þeir 14.042 og árið 2006 voru þeir 13.481. Íbúum á sambandssvæðinu fjölgaði um 646 á milli ára, frá 1. desember 2007 til 1. desember 2008, sem er 3,5% fjölgun og eru nú 19.130 talsins í sveitarfélögunum 11 í Árnes- og Rangárvallasýslum. „Þetta er bara í takt við íbúafjölgunina á svæðinu og eins er félögum að fjölga. Starfið eykst við þessa þróun og við getum ekki annað en litið björtum augum til framtíðarinnar,“ sagði Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK. Tölurnar hér á síðunni eru samkvæmt innsendum starfsskýrslum árið 2009. Tíu stærstu aðildarfélög HSK voru á síðasta ári eftirtalin. Tölur greina fjölda félagsmanna: Ungmennafélag Selfoss .................... 2.572 Íþróttafélagið Hamar .............................. 988 Hestamannafélagið Geysir ................... 653 Íþróttafélagið Dímon .............................. 602 Ungmennafélagið Þór ........................... 529 Knattspyrnufélagið Ægir ....................... 483 Golfklúbbur Öndverðarness ................ 417 Ungmennafélag Hrunamanna ........... 417 Golfklúbbur Þorlákshafnar ................... 409 Knattspyrnufélag Rangæinga ............. 390

Flestir iðkendur samkvæmt innsendum starfsskýrslum: Ungmennafélag Selfoss .....................1.627 Íþróttafélagið Dímon .............................. 802 Hestamannafélagið Geysir ................... 653 Íþróttafélagið Hamar .............................. 640 Ungmennafélag Hrunamanna ........... 533 Golfklúbbur Þorlákshafnar ................... 409 Hestamannafélagið Sleipnir ................ 349 Ungmennafélagið Þór ........................... 306 Hestamannafélagið Smári .................... 283 Golfklúbbur Öndverðarness ................ 264

Eins og sést á þessari upptalningu geta iðkendur verið fleiri en félagsmenn. Í þeim tilfellum stunda margir félagsmenn fleiri en eina grein innan félagsins og telja því tvöfalt og jafnvel oftar ef viðkomandi stundar margar greinar.


Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn:

Ungt fólk átti stefnumót við ráðamenn þjóðarinnar Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn efndu þann 23. nóvember sl. til fjölmenns fundar um málefni ungs fólks í þeim efnahagsþrengingum sem við búum við um þessar mundir. Fundurinn var haldinn á Hótel Borg og spunnust fróðlegar og gagnlegar umræður um málefnið. Ungmennafélag Íslands er aðili að Æskulýðsvettvanginum ásamt Bandalagi íslenskra skáta og KFUM og K. Stefnumótið hófst á stuttu innleggi Sindra Snæs Einarssonar, varaformanns Landssambands æskulýðsfélaga, og í kjölfarið héldu Hreiðar Már Árnason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, og Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, stutt erindi. Í máli Þórólfs kom fram mikilvægi þess að læra af öðrum þjóðum, en einnig okkur sjálfum og nefndi hann í því samhengi þann kraft sem var lagður í félög ungs fólks um aldamótin 1900. Þá spruttu upp grasrótarhreyfingar ungs fólks sem enn eru starfandi, t.d. UMFÍ og skátar. Með þessu lagði hann áherslu á hversu mikill virðisauki fæst með framlögum til félagasamtaka. Menntamálaráðherra hélt stutt ávarp og við lok þess hófust umræður. Mikið var rætt um hugmyndir félagsmálaráðherra um skertar atvinnuleysisbætur til ungs fólks sem býr í foreldrahúsum og stöðu framhaldsskólanna hér á landi. Auk þess var rætt um gildi óformlegrar menntunar, heildarstefnu í æskulýðsmálum, lausnir fyrir ungt fólk sem vill ekki sækja skóla og mikilvægi þess að ungt fólk fái að vera með í umræðu um eigin málefni og að ungt fólk sé sett í forgang. Umræðan var málefnaleg og gafst öllum tækifæri á að koma sínum skoðunum

á framfæri, hvort sem var ungt fólk eða stjórnmálamenn. Af umræðunum má draga þær niðurstöður að málefni ungs fólks þurfi að komast á dagskrá stjórnmálamanna og fara í forgang þar. Auk þess þarf samráð og samvinnu í málefnum ungs fólks, bæði milli ráðuneyta og í samfélaginu almennt til að vinna að lausnum. Leita á til ungs fólks um málefni þess og gefa ungmennum tækifæri til að vera með þegar ákvarðanir eru teknar í málum þeirra. Ná þarf betur til ungs fólks og bjóða upp á fjölbreytt úrræði. Í ungu fólki býr kraftur sem þarf að nýta og líta á ástandið sem tækifæri en ekki vandamál. Mikil ánægja var með þetta framtak meðal þátttakenda og var von þeirra að blásið yrði til fleiri stefnumóta af þessu tagi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Súkkulaðitilfinningar

F í t o n / S Í A

Margir hafa sterkar tilfinningar gagnvart súkkulaði enda hefur gæðasúkkulaði góð áhrif á sál og líkama. Nói Síríus hefur áratugum saman framleitt súkkulaði úr besta fáanlega hráefni, súkkulaði sem er jafngott hvort sem þú hitar það, bræðir, hjúpar með því, bakar úr því eða borðar það bara beint. Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar súkkulaði er annars vegar, veldu Síríus súkkulaði – svo allt verði gott.

www.noi.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.