Skinfaxi 3 2015

Page 16

Ungmennavika NSU í Danmörku Ein skemmtilegasta vika sem við höfum upplifað

U

ngmennavika NSU fór fram 3.–8. ágúst í Karpenhøj í Danmörku en staðurinn er um 50 km frá Árósum. Yfirskrift vikunnar var Norden redder Jorden – Play 4 the planet. Fjallað var um náttúruna okkar og loftslag á Norðurlöndum í bland við ævintýri og leiðtogahæfileika ungs fólks. Þátttakendur fengu tækifæri til að reyna sig í ýmsum aðstæðum, s.s. í kajakferð, klifri og því að sofa úti í náttúrunni. Hópurinn lagði af stað mánudaginn 3. ágúst ásamt Hrönn Jónsdóttur fararstjóra. Við hittumst uppi á flugvelli kl. 05:00 og þótt þreyta væri í mönnum voru allir spenntir fyrir ferðinni. Flugferðin var góð og reyndum við krakkarnir að nota flugið til kynnast aðeins betur. Í rútunni á leið til Árósa kynntum við

16

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

okkur almennilega og eftir hana hefði mátt halda að við hefðum þekkst í langan tíma. Í Árósum fengum við þrjá tíma til að versla svo að allir hlupu um til þess að nýta tímann sem best. Svo var haldið áfram í rútu til Karpenhøj. Þar komum við okkur fyrir og hittum krakkana frá hinum löndunum. Á þriðjudeginum vöknuðum við snemma, í 26° hita, vorum sett í hópana og áttum að búa til fána landsins sem við vorum með og einhverja búninga úr efni sem við fengum. Einnig áttum við að kynna landið okkar og segja frá því. Hópurinn okkar stóð sig með prýði. Við bjuggum til klappstýruatriði sem var þannig að ein af okkur öskraði No way! og hinir krakkarnir hrópuðu Norway! Eftir hádegi fórum við í ratleik með fullt af skemmtilegum stöðvum. Til dæmis var ein stöðin kajakboðhlaup. Allar stöðvarnar voru til þess að hrista

hópinn saman, en fyrir hverja stöð fengum við peninga, Nordic dollars, sem við áttum svo að nota á einhverri ráðstefnu, meira vissum við ekki um það. Noregur safnaði samtals 85ND. Því næst áttum við að fara á einhverja ráðstefnu með fyrirtæki sem heitir Fossil Fuels. Flestir héldu að það myndu koma einhverjir sérfræðingar sem héldu yfir okkur fyrirlestur en annað kom í ljós. Við sátum í matsalnum þegar við heyrðum allt í einu einhvern kalla „Global warming doesn‘t exist“, aftur og aftur. Svo sáum við að þetta voru allir starfsmennirnir í hvítum göllum að fleygja í okkur peningum og kölluðu „Global warming doesn‘t exist“ og „Take our money and do as we say“. Noregur ákvað að taka ekki við peningunum því þau héldu að þá yrðum við kannski skikkuð í að gera eitthvað sem við vildum ekki sætta okkur við. Ráðstefnan hélt áfram og ein af okkur ætlaði að fara að sannfæra aðrar þjóðir um að taka ekki peningana. En þá rændu þeir viðkomandi og fóru með inn í annað herbergi og yfirheyrðu. Sem betur fór tókst viðkomandi að komast út um aðrar dyr og aftur inn í hinn salinn.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.