Skinfaxi 3 2011

Page 22

Birna Steingrímsdóttir göngugarpur:

Hefur gengið á hátt í 200 fjöll á þessu ári „Ég setti mér það markmið 5. júní að ég skyldi ganga á eitt fjall á dag í þessa 103 daga sem verkefnið stæði formlega yfir. Ég var reyndar eina viku í Slóvakíu í sumar og þar gekk ég á fjöll en ég tel þau ekki með. Ég gekk stundum á 3–4 fjöll á dag vítt og breitt. Ég labba mikið með Útivist og þá sérstaklega alla sunnudaga. Svo geng ég á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og á Suðvesturlandi,“ sagði Birna Steingrímsdóttir, 57 ára gömul, í samtali við Skinfaxa. Birna sagði að þessi hreyfing gerði sér mjög gott og henni finnist lífsnauðsynlegt að fara út og ganga eitthvað á hverjum degi. „Ég fer líka í láglendisgöngur eins og t.d. í Elliðaárdalnum eða í kringum Vífilstaði,“ sagði Birna sem tók einnig þátt í verkefninu í fyrra og sigraði þá reyndar, þegar hún gekk á 66 fjöll. Aðspurð hvort hún hefði verið mikið í íþróttum áður sagði Birna að hún hefði á yngri árum verið mikið í handbolta á Húsavík. Hún hefði alla tíð hreyft sig mikið og þá aðallega með því að ganga en á fullorðinsárum hefði hún ekki stundað neinar keppnisíþróttir. „Maður sér það bara á göngunum að fólki, sem hreyfir sig, fer fjölgandi. Á göngum mín-

Birna í góðu veðri í einni af gönguferðum sínum. Á myndinni sjást Smjörhnúkar og Tröllakirkja.

um hjá Útivist eru alltaf fleiri að bætast við. Mér finnst þetta lofsvert framtak hjá UMFÍ og mjög hvetjandi. Fólk í kringum mig hefur verið að taka þátt í verkefninu og vinnufélagar mínir voru sérstaklega duglegir í fyrra en voru eitthvað færri núna í sumar. Það er enginn eins geðveikur og ég,“ sagði Birna og hlær. Birna sagði að hún væri eins og gefur að skilja í mjög góðu formi og hleypur upp Esjuna eins og ekkert sé. Hún segist fara Esjuna á 42 mínútum og það finnst henni bara gott.

„Hreyfingin er ekki síður holl andlega en eftir stressaðan og erfiðan dag er ofsalega gott að fara út. Ég nýt mín einnig þó að ég sé ein á ferð, það er gott að vera einn með sjálfum sér,“ segir Birna. Hún sagði að fjöllin, sem hún hefði gengið á til þessa á árinu, væru að nálgast 200. „Það er ofsalega gefandi og hollt að hreyfa sig svona og ég stefni að því að halda áfram á þessari braut,“ sagði Birna Steingrímsdóttir.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

22

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.