Skinfaxi 3 2011

Page 1


HV E R E R EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Le

F í t o n / S Í A

yfðu þér smá Lottó!


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Allt sem þarf til er jákvætt viðhorf „Andinn mikli setti mig hér niður ... til að sjá vel um jörðina og til að við gerum hvert öðru ekkert illt.“ Þannig mælti ungur frumbyggi í Ameríku fyrir árhundruðum. Þessi orð unga frumbyggjans mættu margir taka sér til fyrirmyndar í þeim heimi sem við lifum nú í. Það er vert að staldra aðeins við þessi orð því að þau eiga fullt erindi til okkar í dag og ef til vill eiga þau enn frekar við í dag en þá. Dagur íslenskrar náttúru var 16. september sl. og var hans minnst með margvíslegum hætti. Ungmennafélag Íslands er einn af þeim aðilum sem lögðu hönd á plóg í tilefni dagsins. Farið var í átak með útvarpsstöðinni Bylgjunni þar sem heyra mátti allan daginn áróður sem hafði það að markmiði að vekja umhverfisvitund þjóðarinnar frá því smáa til hins stóra undir slagorðinu „Hreint land, fagurt land“. Þetta framtak hreyfingarinnar kemur til vegna þess að umhverfismál eru og hafa verið hreyfingunni hugleikin. Allt frá uppgræðslu lands, heftun foks, skógrækt, hreinsun stranda, árbakka og nærumhverfis hefur ungmennafélagshreyfingin tekið til hendinni.

En betur má ef duga skal. Við sem þjóð þurfum að taka saman höndum og breyta hugarfari okkar því að við erum á góðri leið með að verða umhverfissóðar. Það er ömurlegt að segja þetta og enn verra að þurfa að viðurkenna það. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur. Hvarvetna getur að líta rusl sem á heima í ruslafötum en ekki á gangstéttum, göngustígum, á skólalóðum, íbúðarlóðum, meðfram þjóðvegum, á girðingum, í gjótum í hrauninu, í kvikmyndasölum, útihátíðum, íþróttamótum svo að eitthvað sé upptalið. Við þurfum hugarfarsbreytingu. Við skulum sameinast um að hugsa og framkvæma í þeim anda að „eitt rusl á dag kemur skapinu í lag“. Einsetjum okkur að þegar við göngum fram á óþarfa rusl, hvort heldur er innan eða utan dyra, þá tökum það upp og setjum í næsta rusladall. Því að við megum ekki, þegar við hugsum um hvernig við getum komið einhverju stórkostlegu til leiðar, líta fram hjá því smáa sem við getum gert dag hvern og sem í áranna rás verður að einhverju stórkostlegu sem við sjáum oft alls ekki fyrir. Munum að hver langferð hefst á litlu skrefi. Markmiðið á alltaf að vera hreint land, fagurt land.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

„Andinn setti mig líka niður til að við gerum hvert öðru ekkert illt.“ Það er enginn fullkominn en hverjum og einum er hollt að hugsa um aðra en bara sjálfan sig. Umræðan í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri hefur verið full af neikvæðum fréttum af mönnum og málefnum og svo sannarlega er ekki alltaf tekið mið af því gamalkunna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessi skaðlega umfjöllun hefur áhrif út um allt þjóðfélagið sem aftur veldur því að vanlíðan fólks eykst. Við þurfum hugarfarsbreytingu hvað þetta varðar, alveg eins og varðandi umhverfisvitundina. Hleypa meiri birtu og yl inn í lífið og tilveruna og spyrja okkur: „Hvað get ég gert til að bæta mannlífið,“ en ekki: „Hvað geta allir hinir gert fyrir mig.“ Enn og aftur er það samheldnin sem skiptir máli, ekki sundrungin. „Gerðu allt það góða sem þú getur, með öllum þeim ráðum sem þú hefur tök á, alls staðar þar sem þú getur komið því við og gagnvart öllu því fólki er þú getur nærð til, eins lengi og þú framast getur.“ (John Wesley, 1703–1791.) Með óskum um að komandi vetur verði okkur öllum góður.

Björn B. Jónsson gerður að heiðursfélaga UMFÍ Björn B. Jónsson var gerður heiðursfélagi Ungmennafélags Íslands á nýliðnu 47. sambandsþingi hreyfingarinnar. Heiðursfélaganafnbót UMFÍ er æðsta viðurkenning sem hreyfingin veitir. Björn, sem er búfræðingur, garðyrkjufræðingur og skógarverkfræðingur að mennt, hefur alla tíð verið áhugasamur um ungmennafélagsmál en hann gekk í Ungmennafélag Biskupstungna 14 ára gamall. Hann varð síðar formaður félagsins og og einnig formaður Héraðssambandsins Skarphéðins um tíma. Árið 1995 var Björn kjörinn í stjórn UMFÍ og tók að sér starf varaformanns. Því starfi gegndi hann í sex ár eða þar til hann var kjörinn formaður hreyfingarinnar 2001 og gegndi starfinu til ársins 2007.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ásamt Birni B. Jónssyni, nýkjörnum heiðursfélaga, á 47. sambandsþingi UMFÍ.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ:

Hlökkum til næsta sumars Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í fjórða sinn í sumar en skólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi og skólanum lýkur síðan á hádegi á föstudegi í sömu viku. Eins og endranær var lögð áhersla á kennslu í frjálsum íþróttum en auk þess var farið í sund, óvissuferðir og leiki ýmiss konar og kvöldvökur voru haldnar.

Í sumar fór skólinn fram á Egilsstöðum, Selfossi, Borgarnesi og á Sauðárkróki. „Aðsóknin að skólanum í sumar var góð og áhuginn mikill hjá þátttakendum. Við erum mjög ánægð með hvernig þetta verkefnið gengur og við hlökkum til næsta sumars þegar skólinn verður starfrætur í fimmta sinn,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi hjá UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


47. sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið á Akureyri 47. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 15.–16. október sl. Samtals áttu 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu, frá 18 héraðssamböndum og 10 félögum með beina aðild. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti þingið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp við þingsetninguna. Einnig fluttu ávörp Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Mogens Kirkeby, forseti ISCA. Þingið var starfsamt og málefnalegt og sjaldan hafa jafnmargar tillögur verið á samþykktar ásambandsþingi.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir endurkjörin formaður UMFÍ „Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, gleði, tilhlökkun, eftirvænting og vinna. Ég er mjög ánægð með þá góðu umræðu sem fram fór á þessu þingi. Fólk hefur skipst á skoðunum en náð lendingu og við förum sátt af þinginu. Ég er þakklát fyrir það að hreyfingin treystir mér fyrir því að vera áfram í þessu starfi. Ég hef ekki farið dult með það að mér finnst þessi hreyfing frábær og skipta samfélag okkar miklu máli. Hún er ein af grunnstoðunum og það á að leggja rækt við hana og gera henni hátt undir höfði. Til þess þarf hún fjármagn og skilning stjórnvalda og annarra sem við getum leitað til,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir í viðtali skömmu eftir endurkjörið. Hún sagðist hlakka til næstu tveggja ára en margar tillögur, sem samþykktar voru á þinginu, munu marka starfið næstu tvö árin. Mikil vinna liggur í að fylgja þeim öllum eftir þannig að vel takist til og skila þeim árangri sem þingið hefur kallað eftir. „Ég vona að okkur takist þetta allt saman og lít björtum augum á framhaldið. Ég sagði það í ávarpi mínu á þinginu að framtíð hreyfingarinnar væri björt og framtíðarsýnin væri skýr. Við höfum mikinn meðbyr í samfélaginu, okkur er treyst og það er leitað til okkar til að vera í forystu í ýmsum málum. Framtíðin er að vinna áfram með þessi göfugu markmið, Ræktun lýðs og lands, og byggja á ungmennafélagsandanum og gildum hans. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýn,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setur 47. sambandsþing UMFÍ.

Sex einstaklingar voru kosnir í stjórn. Nýir í aðalstjórn eru Stefán Skafti Steinólfsson, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Haukur Valtýsson, Ungmennafélagi Akureyrar, Jón Pálsson, Ungmennasambandi Kjalarnesþings, og Bolli Gunnarsson, Héraðssambandinu Skarphéðni. Björg Jakobsdóttir og Eyrún Harpa Hlynsdóttir voru endurkjörnar. Í varastjórn komu inn ný þau

Baldur Daníelsson, Héraðssambandi Þingeyinga, Matthildur Ásmundardóttir, Ungmennasambandinu Úlfljóti, og Anna María Elíasdóttir, Ungmennasambandi VesturHúnvetninga. Einar Kristján Jónsson, Ungmennafélaginu Vesturhlíð, var endurkjörinn í varastjórn. Á öðrum stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum. Haukur er varaformaður, Jón gjaldkeri og Eyrún ritari.

HSV fékk hvatningarverðlaun UMFÍ 2011 Á sambandsþinginu var tilkynnt hvaða héraðssamband hefði hlotið hvatningarverðlaun UMFÍ 2011. Verðlaunin féllu í skaut Héraðssambandi Vestfirðinga, HSV, fyrir nýjungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið.

Stefán Bogi matmaður þingsins

Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, tekur við hvatningarverðlaunum UMFÍ úr hendi Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur, formanns UMFÍ.

Stefán Bogi Sveinsson, UÍA, var valinn matmaður þingsins.

Áralöng hefð er fyrir því á sambandsþingum UMFÍ að velja matmann þingsins. Það var austfirðingurinn Stefán Bogi Sveinsson sem naut þess heiðurs að vera valinn matmaður þingsins. Stefán Bogi var fulltrúi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á þinginu. Hann tók við viðurkenningunni sem er forkunnarfagur og glæsilegur útskorinn askur.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 56562 09/11

Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Viðburðaríkt sumar og góð þátttaka í verkefnum UMFÍ Viðburðaríkt sumar er að baki hjá Ungmennafélagi Íslands. Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina heppnaðist einstaklega vel, skipulagning og stjórn á mótinu var til fyrirmyndar og fjöldi keppenda og gesta lagði leið sína á mótið og naut einskærrar veðurblíðu. Skráningar voru um 1300 talsins, en talið er að á bilinu 10–12 þúsund gestir hafi verið á mótinu. Það krefst tíma og góðrar skipulagningar að halda mót á borð við Unglingalandsmót en stærð og umgjörð þeirra er mikil. Framkvæmdaaðila mótsins, UÍA, fórst þetta verkefni vel úr hendi, uppskeran var frábært mót og allir skemmtu sér hið besta. Aðstaðan öll á Egilsstöðum til íþróttaiðkana er einstaklega góð og keppendur nutu góðs af henni. Mótinu var slitið með glæsilegri flugeldasýningu. UÍA-félagar geta borið höfuðið hátt en öll framkvæmdin var til sóma. Unglingalandsmótin hafa skapað sér mikilvægan sess í hugum landsmanna og mun svo verða um ókomin ár. Við getum farið að hlakka til næsta móts sem verður haldið á Selfossi 2012.

Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga í sumar og eru menn sammála um að vel hafi tekist til. Það tekur alltaf tíma fyrir mót að festa rætur en fjöldi þátttakenda á mótinu gefur góð fyrirheit. Þetta mót á sannarlega framtíðina fyrir sér enda var tími til kominn að þessi aldursflokkur fengi vettvang til að spreyta sig og eiga stund saman. Framkvæmd mótsins tókst einstaklega vel og var heimamönnum til sóma. Ákveðið hefur verið að 2. Landsmót UMFÍ 50 + verði haldið í Mosfellsbæ næsta sumar.

Önnur verkefni UMFÍ gengu vel í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í fjórða sinn og gekk eins og áður vel. Skólinn var haldinn á fimm stöðum víðs vegar um landið og þátttakan var með ágætum. Ljóst er að þetta verkefni hefur sannað gildi sitt. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í annað sinn og var þátttakan mjög góð. Mikil vakning er meðal almennings um hreyfingu og náðu margir þátttakendur einstökum árangri. Dæmi er um einstakling sem gengið hefur á um 200 fjöll á þessu ári. Ungmennafélög náðu frábærum árangri í knattspyrnunni í sumar. Ungmennafélagið Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaknattspyrnu í fyrsta sinn. Tindastóll/ Hvöt sigraði í 2. deild karla og tryggði sér sæti í 1. deild. Höttur frá Egilsstöðum hafnaði í öðru sæti og fylgir Tindastóli/Hvöt upp í 1. deild. Ungmennafélag Selfoss endurheimti sæti sitt í úrvalsdeild karla, en liðið lenti í öðru sæti á eftir Skagamönnum. Kvennalið Selfyssinga gerði sömuleiðis góða hluti og tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna.

Skjöl UMFÍ sett á Þjóðskjalasafnið Þegar lokið var ritun 100 ára sögu UMFÍ fóru menn að huga að því að koma sögulegum skjölum hreyfingarinnar til Þjóðskjalasafns Íslands en þangað eiga þau að fara lögum samkvæmt. Jón M. Ívarsson, söguritari UMFÍ, afhenti stóran hluta þeirra á Þjóðskjalasafni í september og þangað geta áhugamenn um söguna leitað að upplýsingum sem tengjast UMFÍ eða einstökum ungmennafélögum. Meðal merkra skjala má nefna gjörðabækur UMFÍ í 100 ár, skjöl fjórðungssambanda, lög allmargra félaga, leikritasafn, gögn um Landsmótin og síðast en ekki síst allar þær ársskýrslur sem ungmennafélög hafa sent UMFÍ í gegnum tíðina en þær skipta þúsundum. Skrá um afhendinguna er til hjá UMFÍ. Alls voru þetta 78 kassar sem fóru en annað eins bíður betri tíma.

Frá flutningnum í Þjóðskjalasafnið. Jón M. Ívarsson og Sófus bílstjóri með nokkra kassa á leið á safnið.

Skinfaxi 3. tbl. 2011 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Eva Björk Ægisdótir, Garðar Eðvaldsson, Mgnús Hlynur Hreiðarsson, Gunnar Gunnarsson, Páll Friðriksson, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Harpa Hlynsdóttir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumyndir: Birna Steingrímsdóttir hefur gengið á hátt í 200 fjöll á þessu ári. Á myndinni er Birna við Tröllakirkju á Kolbeinsstaðafjalli í sumar. Neðri mynd til vinstri: Frá Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum í sumar. Neðri mynd til hægri: Stjörnustúlkur fagna fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


r i d n y m g óðar hu

g a. m u iðskiptavin ð v i m u e k s ó l ir svörur eft Fram og markað ? uglýsinga a m u teikningu ið a le ð e m n ra r ika. f o h ið V nd, sýnis a að verule y n a m h g u ra h e a g góð r að Ertu með jálpum þé h ið v g o r a á okku Sendu han javík 110 Reyk , 4 1 t u ra ðlingab s.is ver I Nor a f ja I sala@bro G 0 s 0 0 Bro 9 9 6 Sími 5


8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


VEL HEPPNAÐ 1. LANDSMÓT UMFÍ 50+ Á HVAMMSTANGA

Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var sett við Hvammsá á Hvammstanga að kvöldi 24. júní sl. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, voru meðal þeirra sem fluttu stutt ávörp við setninguna. Á þriðja hundrað keppendur tóku þátt í mótinu sem stóð frá föstudegi til sunnudags. Eftir setningu mótsins fór fram keppni í búfjárdómum. Var keppnin mjög skemmtileg og vakti mikla kátínu á meðal áhorfenda. Svo fór að heimamanneskjan Elín Ása Ólafsdóttir hreppti fyrsta sætið, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, varð í öðru sæti og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, í þriðja sæti.

1. Landsmót UMFÍ 50+ SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


1. Landsmót UMFÍ 50+ Fjallaskokkið þreytt á Landsmótinu Fjallaskokkið 2011, sem fer fram árlega, var einn af dagskrárliðum Landsmóts UMFÍ 50+. Hlaupið var frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Vegalengdin er um 12 km. Gangan/skokkið/ hlaupið er keppni þar sem það gildir að verða fyrstur yfir fjallið en að sjálfsögðu getur hver og einn farið að eftir sínu höfði, keppt við aðra, sjálfan sig eða farið leiðina án þess að vera keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af þessu. Í hlaupinu kom Reimar Marteinsson fyrstur í mark á 1:15,40 klst. Annar var Trausti Valdimarsson á 1:16,15 klst. og Ari Hermann Oddsson kom þriðji í mark á 1:23,17 klst. Fyrst kvenna í mark kom Sigrún Barkardóttir en alls tóku 30 manns þátt í hlaupinu.

Jóna Halldóra Tryggvadóttir frá Hvammstanga á kafi í keppni í pönnukökubakstri.

Frá vinstri: Trausti Valdimarsson, Reimar Marteinsson og Ari Hermann Oddsson.

Pönnukökubaksturinn vekur alltaf athygli Pönnukökubakstur og kökuskreyting fór fram í Grunnskólanum á Hvammstanga en þessar greinar hafa ávallt vakið mikla athygli á Landsmótum í gegnum tíðina. Svo var einnig að þessu sinni og fjöldi manns fylgdist af áhuga með glæsilegum tilþrifum við baksturinn. Að sögn Jónínu Sigurðardóttur, greinastjóra í starfsíþróttum, hafa dómarar til hliðsjónar í einkunnagjöf frágang við uppskrift, fagmennsku, útlit og bragð, svo að eitthvað sé nefnt. Keppendur í pönnukökubakstrinum voru sjö, þar af einn karlmaður.

Trausti Valdimarsson, læknir af Akranesi, tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+:

Þeir sem halda í æskublómann þurfa síður á læknum að halda „Þetta mót er frábært til að örva þá sem virkilega þurfa á hreyfingu að halda því að viðhaldið verður mikilvægara með árunum,“ sagði Trausti Valdimarsson, lyflæknir og meltingarsérfræðingur á Akranesi, sem tók þátt í öllum hlaupa- og sundgreinum, að undanskildu fjórsundi, á Landsmóti UMFÍ 50+ á Hvammstanga. Trausti tók ennfremur þátt í fjallaskokkinu og lauk síðan keppni með þríþrautinni á lokadegi mótsins. Þegar Trausti var spurður hvort hann væri ofvirkur svaraði hann því til að eiginkonan héldi það. „Hún er samt sátt því að hún segir að ég fái þarna mína

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

útrás. Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi, synda, hjóla og hlaupa, en það er gott að hafa fjölbreytnina sem mesta. Þetta er allt skemmtilegt og hollt og þess vegna er maður í þessu. Fyrir utan það heldur maður betur í heilsuna og kynnist fólki eins og á mótinu hér á Hvammstanga,“ sagði Trausti. Trausti sagði ennfremur að þeir sem hreyfa sig og halda í æskublómann þurfi síður á læknunum að halda. Trausti Valdimarsson hreyfir sig eitthvað á hverjum degi með því að hlaupa, synda eða hjóla.

Hilmar Hjartarson USVH og Markús Ívarsson HSK tóku þátt Fjallaskokkinu á Landsmótinu.


Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH:

Mótið öllum þeim sem að því komu til framdráttar

Guðmundur Haukar Sigurðsson, formaður USVH.

„Mér fannst þetta fyrsta mót takast ljómandi vel og við vorum öll mjög ánægð þegar upp var staðið. Þeir sem heimsóttu okkur þessa helgi virtust kátir og við vorum að sama skapi ánægð með gestina. Vissulega var þetta í fyrsta skipti sem mót af þessu tagi er haldið og kannski hefði maður vonast eftir að fá heldur fleiri gesti en þetta var samt fín byrjun. Þeir sem komu voru ánægðir og það skiptir miklu máli,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, í samtali við Skinfaxa en sambandið var framkvæmdaaðili að fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga sl. sumar. Aðspurður um hvort eitthvað hefði komið sérstaklega á óvart í mótshaldinu sagði Guðmundur Haukur öðruvísi hóp keppenda sækja þetta mót en Unglinga-

landsmót. Fólk gistir síður á tjaldsvæðum og vill heldur gistingu í rúmum. Það myndast því öðruvísi stemning og fólk kemur ekki endilega til að dvelja alla helgina heldur sigtar út greinar sem það er að keppa í. „Það sem stendur upp úr er að við erum ánægð og sambandið er reynsluríkara eftir. Við komum fjárhagslega þokkalega vel frá þessu þannig að við erum sátt. Ég hef ekki heyrt annað en að allir séu ánægðir, sveitarfélagið og ferðaþjónustuaðilar. Svæðið fékk mikla kynningu sem við munum njóta góðs af í framtíðinni. Þegar upp er staðið er þetta mót öllum þeim sem komu að því til framdráttar. Mörgum finnst það líka spennandi og áhugavert að taka þetta mót að sér en mun fleiri sóttu um að halda næsta mót en það síðasta. Þetta mót er tvímælalaust komið til að vera. Það á bara eftir að þróast og menn að læra af reynslunni,“ sagði Guðmundur Haukur. Hann sagði að tími hefði verið kominn til að halda mót fyrir þennan aldurshóp en mjög mikil vakning er hvað varðar alls konar hreyfingu hjá almenningi í landinu. „Þessi mót eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Keppnisskapið er fyrir hendi hjá þessum aldurshópi en það skiptir heldur ekki minna máli að taka þátt og vera með. Heimafólk er ánægt með hvernig til tókst og við tökum aftur að okkur svona mót eftir nokkur ár,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson í spjallinu við Skinfaxa.

Frá setningu Landsmóts 50+ á Hvammstanga.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Var löngu orðið tímabært að halda mót fyrir þennan aldursflokk Um þrjú hundruð keppendur þreyttu keppni í fjórtán keppnisgreinum á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga dagana 24.–26. júní sl. Framkvæmdaaðilar mótsins voru mjög ánægðir með hvernig til tókst og líta

björtum augum til framtíðar hvað þetta mót áhrærir. „Ég er í heildina mjög ánægð með mótið og þá alveg sérstaklega með hvað keppendur voru sáttir. Það kom mér ekki á óvart því að þetta er þakklátt fólk. Við renndum

Húnaþing vestra

svolítið blint í sjóinn með þetta mót en ákvörðunin um að hrinda því af stað reyndist rétt þegar upp var staðið. Upplifun keppenda var skemmtileg og þetta er mót sem verður að halda áfram,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, í mótslok. Helga Guðrún sagði að það hefði komið sér á óvart hve mikill keppnisandi hefði ríkt á mótinu og gleði yfir fá að keppa á þessum vettvangi. Andrúmsloftið var afslappað en samt voru keppendur með ákveðin markmið. Framkvæmdaaðilar og íbúar lögðu sitt af mörkum við að gera þetta mót einstaklega skemmtilegt og vel heppnað. „Að okkar mati var löngu orðið tímabært að halda mót fyrir þennan aldurshóp. Þetta er mót sem komið er til að vera og vonandi stækka þau með tíð og tíma. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem er að æfa ýmsar íþróttir en fyrirvarinn fyrir þetta mót var nokkuð stuttur. Við auglýsum næsta mót með góðum fyrirvara og þá getur fólk notað veturinn og vorið til undirbúnings. Ég er mjög ánægð og stolt yfir hvernig til tókst með fyrsta mótið,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


14. Unglingalandsmót UMFÍ

UNGMENNAFÉLAGSANDINN SVEIF YFIR VÖTNUM Forsvarsmenn Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum voru mjög ánægðir með hve allt gekk vel á mótinu. Allt gekk samkvæmt óskum, mótið sjálft og veðrið lék við keppendur og gesti. Glæsilegu og vel heppnuðu Unglingalandsmóti lauk með tilkomumikilli flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. „Ég er mjög ánægður með hvað allt tókst vel. Margar hendur komu að þessu

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

móti og allir eiga miklar þakkir skilið. Við áttum alltaf von á því að við fengjum gott veður og það gekk eftir,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar. Björn Ármann sagðist vera mjög ánægður með þátttökuna en skráningar fóru upp í 1240. Sagði hann að á svæðinu hefðu gestir verið nærri 10.000. Fólkið naut þess

að vera saman í góðu veðri á Egilsstöðum. „Það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Allt var vel skipulagt og gott fólk sem kom að undirbúningnum. Mótið gekk vel fyrir sig og hér sveif ungmennafélagsandinn yfir vötnum. Þetta var bara skemmtilegt og gaman,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum.


Breiðdalur

= gVÂhegZci

°Wgdh^g k^Â Ä g

6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira! Kannaðu málið! www.breiddalur.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Stolt fyrir hönd okkar allra með mótið 14. Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið með pompi og prakt á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum sunnudagskvöldið 31. júlí sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Talið er að um fimm þúsund áhorfendur hafi verið við mótslokin en umgjörðin um þau var einstaklega góð. Það er mál manna að mótið hafi tekist mjög vel og hafi verið mótshöldurum til mikils sóma og ekki skemmdi veðrið fyrir sem lék við kepp-

endur og mótsgesti nánast alla mótsdagana. Keppendur á mótinu voru um 1300 talsins. Með gestum er talið að um tíu þúsund manns hafi sótt Unglingalandsmótið að þessu sinni. Árangur á mótinu var góður í mörgum greinum en sjö unglingalandsmótsmet voru sett í frjálsum íþróttum. Næsta Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi 2012 í umsjón Héraðssambandsins Skarphéðins.

„Þegar upp er staðið erum við rosalega sátt og þetta var stórkostlegt mót í heild sinni. Hvar sem maður hefur komið er mikil gleði og hamingja vegna þess hvernig til tókst. Mér er efst í huga þessi mikla sjálfboðavinna sem lögð var að mörkum við þetta mót en það er ótrúlegt að sex hundruð manns séu tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu. Það ríkir sérstakur andi á mótinu en allir geta verið með, óháð því hvort þeir séu afreksmenn í íþróttum. Mótið er þannig uppsett að allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Við getum því farið mjög sátt frá mótinu en reynt var í hvívetna að mæta öllum aldursflokkum,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í mótslok. Helga Guðrún sagði að þessi mót væru búin að festa sig rækilega í sessi. Þátttakan á þessu móti undirstrikar það en umræða síðustu vikurnar fyrir mótið um dýrt eldsneytisverð var talið að myndi koma niður á aðsókn. Það varð ekki reyndin sem sýnir að fjölskyldan lítur ekki á mótið sem valkost heldur er það það sett í forgang að fara á mótið með börnum sínum. „Við erum búin að ná þeim markmiðum sem við settum okkur, að bjóða fjölskyldunni upp á viðburð um verslunarmannahelgina þar sem hún getur átt samverustund án þess að nota vímuefni. Ég er farin að hlakka til næsta móts og ég er stolt fyrir hönd okkar allra vegna mótsins hér á Egilsstöðum,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Starfsfólk Landsbankans við störf í upplýsingamiðstöðinni.

Um 200 krakkar tóku þátt í Litlu-Vilhjálmsleikunum Um 200 krakkar, 10 ára og yngri, tóku þátt í Litlu-Vilhjálmsleikunum sem haldnir voru á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum. Krakkarnir tóku þátt í ýmsum þrautum sem lagðar voru fyrir þau og skemmtu sér vel. Það voru synir Vilhjálms Einarssonar sem sáu um keppnina en þarna fékk yngsta kynslóðin tækifæri til að láta ljós sitt skína. Í Tjarnargarðinum var jafnframt dagskrá fyrir þau yngstu. Þar var leiktækjum komið fyrir og allt iðaði af lífi frá morgni til kvölds.

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Krakkarnir skemmtu sér hið besta á LitluVilhjálmsleikunum sem haldnir voru á Vilhjálmsvelli í tengslum við Unglingalandsmótið sá Egilsstöðum.

Starfsmenn Landsbankans lögðu lið Allir lögðust á eitt til að Unglingalandsmótið á Egilsstöðum gengi vel. Starfsfólk Landsbankans á Egilsstöðum vann í sjálfboðavinnu í upplýsingamiðstöðinni í grunnskólanum. Þar var geysilega mikið að gera en þangað mættu allir þeir sem skráðu sig til þátttöku í mótinu og fengu afhent keppnisgögn þar. „Við fréttum af því í fyrra að Landsbankinn í Borgarnesi hefði rétt hjálparhönd við að taka á móti gestum á Unglingalandsmótinu. Það gekk svona ljómandi vel fyrir sig þannig að við snerum okkur beint til

útibússtjórans á Egilsstöðum og óskuðum eftir því að Landsbankinn kæmi og hjálpaði okkur við að taka móti gestum. Því var tekið fagnandi og við spurð hvað við þyrftum marga. Það varð úr að hingað komu fjórir starfsmenn bankans og voru með okkur fram eftir kvöldi skráningardaginn. Það er frábært að fá svona hjálp og sýnir svo að ekki verður um villst að fólk hér á Egilsstöðum er reiðubúið til að leggja góðu máli lið þegar þess er óskað,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmennaog íþróttasambands Austurlands.


14. Unglingalandsmót UMFÍ

Bautasteinn afhjúpaður á Unglingalandsmótinu Á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum var afhjúpaður bautasteinn til minningar um mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Unglingalandsmót fer fram á Egilsstöðum en hins vegar hafa tvö Landsmót UMFÍ verið haldin þar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði af þessu tilefni að það væri heiður að fá að afhenda sveitarfélaginu, fyrir hönd hreyfingarinnar, þennan minnisvarða til minningar um hið dugmikla og kröftuga starf á Fljótsdalshéraði. Steinninn yrði komandi kynslóðum hvatning til að halda keflinu áfram á lofti.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs, afhjúpa bautasteininn við sérstaka athöfn á Unglingalandsmótinu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


UMSE fyrirmyndarfélagið Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, var valið fyrirmyndarfélagið á 14. Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem tilkynnti þessa niðurstöðu á lokaathöfn mótsins á Vilhjálmsvelli. Innganga UMSE vakti mikla athygli og var mikill metnaður lagður í hana af hálfu héraðssambandsins. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis til fyrirmyndar á mótinu. Þess má geta að HSÞ var valið fyrirmyndarfélagið í fyrra á mótinu sem haldið var í Borgarnesi.

Sigurðarbikarinn afhentur í mótslok Í mótslok á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum afhenti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Elínu Rán Björnsdóttur, formanni UÍA, Sigurðarbikarinn. Þetta var í fjórða sinn sem bikarinn er afhentur en hann er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Gefendur eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn, sem var stofnað 1960. Bikarinn er afhentur í mótslok því héraðssambandi sem heldur Unglingalandsmót hverju sinni. Bikarinn er því í varðveislu UÍA fram að næsta móti sem haldið verður á Selfossi. Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, tekur við Sigurðarbikarnum.

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Félagar í UMSE fagna innilega við afhendingu fyrirmyndarbikarsins á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum.

Unglingalandsmót á Hornafirði 2013 og á Sauðárkróki 2014

Höfn í Hornafirði

Sauðárkróki

Þegar Unglingalandsmótið var sett á Egilsstöðum tilkynnti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, hvar Unglingalandsmótin 2013 og 2014 yrðu haldin. Stjórn UMFÍ ákvað að mótið 2013 færi fram á Hornafirði og 2014 yrði mótið á Sauðárkróki. Eins og áður hefur komið fram verður Unglingalandsmót UMFÍ 2012 haldið á Selfossi.


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Góð þátttaka í almenningsíþróttaverkefnum sumarsins

Stefnir í tólf þúsund skráningar á þessu ári „Það var gaman að sjá hve margir tóku þátt í almenningsíþróttaverkefninu í sumar og nýttu sér skráningarkerfið á ganga.is til að halda utan um hreyfingu sína í Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Í fyrra skráðu sig um 12 þúsund einstaklingar í gestabækur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið og ég held að það stefni í svipaðan fjölda í ár. Það kemur endanlega í ljós síðar í haust hver fjöldinn er þegar við tökum gestabækurnar saman,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa um verkefnin sem standa almenningi til boða. Sigurður sagði ennfremur greinilegt að

fjallgöngur séu mjög vinsælar og margir gangi á fjöll nú um stundir. Dæmi eru um einstakling sem hafi skráð að hann hafi gengið á yfir 100 fjöll. Margir hafi líka gengið á 30–40 sem væri líka frábær árangur. Sigurður sagði æ fleiri nýta sér efni sem væri að finna á ganga.is en þar er greint frá fjölmörgum gönguleiðum um allt land. Einnig má finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð. Verkefnið Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í annað sinn í sumar og sagði Sigurður að það yrði með óbreyttu sniði á næsta ári. Verkefnið stóð formlega yfir til 15. september en áfram er hægt að skrá hreyfingu inn á ganga.is.

Fjórar göngur á vegum UMSB í sumar Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, stóð fyrir fjórum göngum í sumar. Fyrsta gangan var farin á Strút en í framhaldi af henni voru skipulagðar þrjár kvöldgöngur sem tileinkaðar voru skógum á svæðinu. Þann 14. júlí var gengið um Fannahlíð undir leiðsögn Björns Þóroddssonar. Þann 21. júlí var gengið um Skorradal undir leiðsögn Friðriks Aspelund og Birgis Haukssonar og þann 28. júlí var gengið um skógarreitinn á Lundi í Lundarreykjadal auk skógarreits við gamla félagsheimili Ungmennafélagsins Dagrenningar undir leiðsögn Jóns Gíslasonar.

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Göngum um Ísland Í byrjun sumars kom út bókin Göngum um Ísland. Bókin er alls 128 blaðsíður og þar er að finna útlistun á 300 stuttum gönguleiðum víðs vegar um landið og lýsingu á þeim 24 fjöllum sem sambandsaðilar UMFÍ tilnefndu í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er einnig að finna ýmsan fróðleik, t.d. um hvað þurfi að hafa í huga þegar lagt er af stað í gönguferð. Bókinni var dreift á allar N1-stöðvar sem og á sundstaði, upplýsingamiðstöðvar og víðar.

ganga.is Vefsíðan www.ganga.is hefur frá upphafi fallið vel í kramið meðal landsmanna en síðan er aldrei vinsælli en yfir sumartímann. Vefsíðan hefur að geyma fjöldann allan af gönguleiðum um allt land sem og fréttir og ýmsa fróðleiksmola sem tengjast hreyfingu. Á vefsíðunni er þátttakendum gert kleift að halda utan um og fylgjast grannt með þeirri hreyfingu sem þeir hafa stundað og margir nýta sér þennan valkost allan ársins hring.

Fjölskyldan á fjallið Fjölskyldan á fjallið hefur slegið í gegn hjá UMFÍ. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í verkefninu frá vori og fram á haust. Tuttugu sambandsaðilar hafa tilnefnt fjöll í verkefnið og skipulagt göngur á þau. Árlega skrá um 12.000 manns nöfn sín í gestabækur sem komið hefur verið fyrir á tindum þessara tilgreindu fjalla. Flest fjallanna eru auðveld uppgöngu og því kjörin fyrir fjölskylduna að ganga á. Markmiðið með verkefninu er að fá fjölskyldur í léttar fjallgönguferðir og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.


Gönguferð á Keili Keflavík íþrótta- og ungmennafélag bauð félagsmönnum sínum og öllum áhugasömum í gönguferð á Keili 4. júlí í sumar. Tilefni ferðarinnar var að fara með póstkassa með gestabók upp á tind fjallsins og fékk göngufólk tækifæri til að skrifa nöfn sín í gestabókina. Þess má geta að 20 gestabókum var komið fyrir á fjöllum víðs vegar um landið í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið sem UMFÍ stendur fyrir. Gönguferðin á Keili var farin undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. Góð þátttaka var í göngunni en ekið var í samfloti að Höskuldarvöllum og þaðan var gengið á fjallið sem er um 378 metra hátt. Tók ferðin um þrjár klukkustundir.

Frá göngu Keflavíkur á Keili. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, heldur á fána félagsins.

Skarphéðinsmenn tilnefndu Gíslholtsfjall og Bjarnarfell Fjöllin Gíslholtsfjall í Holtum og Bjarnarfell í Ölfusi eru meðal þeirra fjalla sem valin voru í verkefnið Fjölskyldan á fjallið í ár hjá HSK en héraðssambandið hefur tilnefnt ný fjöll á hverju ári í þetta verkefni allt frá upphafi verkefnisins árið 2002. Sunnlendingar voru hvattir til að ganga á fjöllin og taka þátt í verkefninu með því að skrifa nafn sitt og símanúmer í gestabækur sem staðsettar höfðu verið uppi á fjöllunum. Í HSK-göngu á Bjarnarfell í sumar fór Guðni Guðmundsson á Þverlæk með eftirfarandi vísu: Á fjöllin rölti svona eitt og eitt upp á Bjarnarfellið skunda. Að fjallgöngum oft hef hugann leitt og hvet sem flesta til að stunda.

Þátttakendur í HSK-göngu á Bjarnarfell.

Fjallgönguleikur hjá HSV

FM

HSV stóð fyrir fjallagönguleiknum Fjallapassinn í sumar. Markmið Fjallapassans var að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til að nýta sér þær leiðir til heilsueflingar sem felast í náttúrunni í kringum okkur. Með þátttöku í skemmtilegum leik gat hver og einn fundið fjall við sitt hæfi til að klífa og eflt um leið líkamlegt og andlegt þrek sitt svo ekki sé talað um þá mikilvægu samverustund sem fjölskyldur og vinir gátu átt með þátttökunni. Í stuttu máli gekk leikurinn út á það að

Best er að ganga á Gíslholtsfjall skammt frá bæjarhlaðinu í Gíslholti en bærinn stendur við fjallið. Best er að leggja bílnum innan klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með stimplum sem var að finna á fjöllunum. Því næst var passanum skilað inn og voru nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum. Þær gönguleiðir sem voru í Fjallapassanum í ár voru Naustahvilft, náman í Syðridal, Miðfell, Kaldbakur, Þjófaskar og Sauratindar. Áttu þátttakendur að fara að minnsta kosti 4 af þessum 6 gönguleiðum áður en þeir skiluðu passanum sínum inn. Rúmlega 70 einstaklingar skiluðu inn pössum og má gera ráð fyrir því, miðað við útprentaða fjallapassa, að mun fleiri hafi gengið en tókst að ljúka við allar fjórar göngurnar. Ef bara er tekið mið af þeim

túngirðingar, vegna hættu á lakkskemmdum (hross) og ganga þaðan á fjallið. Til að komast að Gíslholtsfjalli er farið upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Hagaveg nr. 286, rétt áður en komið er að Laugalandi. Svo er beygt inn á Heiðarveg nr. 284 við Gíslholtsvatn. Einnig er hægt að fara inn á Heiðarveg nr. 284 af þjóðvegi 1, rétt austan við Þjórsárbrú. Til að komast að Bjarnarfelli er ekið eftir þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss og beygt upp Hvammsveg nr. 374. Stoppað við garðyrkjubýlið Nátthaga eða farið að sumarhúsabyggð sem er merkt Gljúfurbústaðir. Þar er bílum lagt og gengið upp með Æðargili upp á Bjarnarfell. Byrjunarhæð er í um 80 m yfir sjó og lengd göngunnar er um 6 km. sem skiluðu inn pössum eru það vel á fjórða hundrað fjallgöngur sem farnar voru fyrir tilstuðlan leiksins.

BS

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Dagur íslenskrar náttúru Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur víða um land 16. september sl. Efnt var til margra viðburða víða um land í tilefni dagsins, þar sem almenningur, skólabörn, náttúrufræðingar, fjölmiðlar, háskólafólk, ráðamenn, sendiherrar, sveitarstjórnarfólk og fjöldi annarra hafa komið við sögu. Ungmennafélag Íslands efndi til herferðar með útvarpsstöðinni Bylgjunni þar sem brýnt var fyrir landsmönnum að ganga vel um landið. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, var í viðtali á Bylgjunni í morgunþætti stöðvarinnar. Umhverfisráðherra veitti fjölmiðlaverðlaun í tilefni dagsins en ætlunin er að veita slík verðlaun árlega hér eftir. Verðlaunin í ár hlaut Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu. Í rökstuðningi dómnefndar segir: Sá sem hlýtur Jarðarberið hefur verið óþreytandi við að sýna okkur náttúru

Ný háskólastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, tók formlega til starfa við Háskóla Íslands. Í framhaldi af setningarathöfn stofnunarinnar var efnt til málþings um gildi íslenskrar náttúru í Öskju. Erlendir sendiherrar létu ekki sitt eftir liggja því að þeir unnu að endurbótum á gönguleið að Leiðarenda við Bláfjallaafleggjara. Almenningi gafst kostur á að taka til hendinni við náttúruvernd, nánar tiltekið við viðhald göngustíga á leiðinni upp Esjuna.

Íslands á myndrænan hátt. Ragnar Axelsson ljósmyndari eða Rax, hefur sérstaklega beint sjónum að samspili manns og náttúru á langri starfsævi. Rax hefur bent á að náttúran er voldug en um leið viðkvæm. Og örlög manns og náttúru eru óaðskiljanleg. Það er því mikilvægt fyrir manninn að stíga varlega til jarðar, með auðmýkt, ábyrgð og virðingu. Þessi sjónarmið Rax, nálgun hans við myndefnið og listræn framsetning hafa skipað honum í fremstu röð ljósmyndara á heimsvísu, gert náttúru Íslands sýnilega í fjölmiðlum og fengið tækifæri til að tala sínu eigin máli.

Metþátttaka á púttmóti hjá FÁÍA

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, hélt árlega púttkeppni sína fyrir 60 ára og eldri á púttvellinum við Gullsmára í Kópavogi. Þátttakan í mótinu hefur aldrei verið meiri en um 70 keppendur skráðu sig til leiks. Mótið var keppni á milli einstaklinga og liða. Hver félagsmiðstöð eða aðrir staðir þar sem

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

aldraðir æfa pútt gátu sent lið til keppni. Í hverju liði voru fjórir leikmenn og leyfilegt er að vera með einn varamann. Einstaklingar án liðs gátu einnig skráð sig til leiks. Í einstaklingskeppninni háðu Karl Loftsson, Mosfellsbæ, og Hilmar N. Þorleifsson, Gullsmára, bráðabana en báðir léku þeir á 66 höggum. Að lokum fór svo að Karl stóð

Frá keppninni í Gullsmáranum í Kópavogi og verðlaunaafhendingunni.

uppi sem sigurvegari. Hilmar hlaut annað sæti og í þriðja sæti hafnaði Hreinn Bergsveinsson, Golfklúbbi Ness, á 67 höggum. Í sveitakeppninni sigraði Gullsmári á 278 höggum, Mosfellsbær lék á 283 höggum og Golfklúbbur Ness á 287 höggum.


UÍA stóð fyrir göngu á Grænafell UÍA stóð í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Náttúrustofu Austurlands fyrir göngu á Grænafell í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Um 30 Fjarðamenn gengu frá Grænafellsvelli og sóttist leiðin á tindinn nokkuð greiðlega. Þóroddur Helgason fór fyrir göngumönnum og fræddi um það sem fyrir augu bar. Gengið var upp með hinu ægifagra Geitarhúsagili og var þar margt að sjá framan af en þegar ofar dró í fjallið skall á með þoku og útsýni af tindinum var því ekkert. Þar var engu að síður glaðst saman, nesti snætt og ungmennafélagsandinn dreginn, en allir göngumenn drógu spjald með útskýringu á hugtakinu ungmennafélagsandi. Um 30 Héraðsmenn gengu einnig á fjallið úr Fagradal. Þar fór Guðrún Sóley Guðmundsdóttir í broddi fylkingar og naut fulltingis Skarphéðins Þórissonar frá Náttúrustofu Austurlands, sem fræddi göngufólk um grös og steina. Þokan lagðist ekki síður yfir Héraðsmenn sem fetuðu upp hlíðar fjallsins hinum megin og sáu göngugarpar vart handa sinna skil á tímabili. Það varð því úr að þeir gengu á nyrðri tind Grænafells en fellið skartar tveim tindum og fóru Fjarðamenn á þann syðri. Þar sem þeim síðarnefndu lá nokkuð á að komast niður til að sjá sína menn sigra í Útsvari varð út að hluti hóps-

Á efri myndinni má sjá hópinn sem fór frá Grænafellsvelli en á neðri myndinni þann sem lagði á stað úr Fagradal.

ins fór niður sömu leið og þeir komu en aðrir héldu áfram í gegnum hnausþykka þokuna til móts við Héraðsmenn. Hóparnir tveir höfðu kallast á dágóða stund í gegnum þokuna áður en þeir náðu saman og var þá haft á orði að viðlíka gleði hefði vart sést í fundum þessara nágrannasveitar-

félaga. Hóparnir gengu síðan niður saman og drógu Héraðsmenn ungmennafélagsandann að sér þegar niður var komið. Gönguhátíðin Á Víknaslóðum var haldin á Borgarfirði eystri um hvítasunnuhelgina. Inn á milli gangna var boðið upp á létta afþreyingardagskrá.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Birna Steingrímsdóttir göngugarpur:

Hefur gengið á hátt í 200 fjöll á þessu ári „Ég setti mér það markmið 5. júní að ég skyldi ganga á eitt fjall á dag í þessa 103 daga sem verkefnið stæði formlega yfir. Ég var reyndar eina viku í Slóvakíu í sumar og þar gekk ég á fjöll en ég tel þau ekki með. Ég gekk stundum á 3–4 fjöll á dag vítt og breitt. Ég labba mikið með Útivist og þá sérstaklega alla sunnudaga. Svo geng ég á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og á Suðvesturlandi,“ sagði Birna Steingrímsdóttir, 57 ára gömul, í samtali við Skinfaxa. Birna sagði að þessi hreyfing gerði sér mjög gott og henni finnist lífsnauðsynlegt að fara út og ganga eitthvað á hverjum degi. „Ég fer líka í láglendisgöngur eins og t.d. í Elliðaárdalnum eða í kringum Vífilstaði,“ sagði Birna sem tók einnig þátt í verkefninu í fyrra og sigraði þá reyndar, þegar hún gekk á 66 fjöll. Aðspurð hvort hún hefði verið mikið í íþróttum áður sagði Birna að hún hefði á yngri árum verið mikið í handbolta á Húsavík. Hún hefði alla tíð hreyft sig mikið og þá aðallega með því að ganga en á fullorðinsárum hefði hún ekki stundað neinar keppnisíþróttir. „Maður sér það bara á göngunum að fólki, sem hreyfir sig, fer fjölgandi. Á göngum mín-

Birna í góðu veðri í einni af gönguferðum sínum. Á myndinni sjást Smjörhnúkar og Tröllakirkja.

um hjá Útivist eru alltaf fleiri að bætast við. Mér finnst þetta lofsvert framtak hjá UMFÍ og mjög hvetjandi. Fólk í kringum mig hefur verið að taka þátt í verkefninu og vinnufélagar mínir voru sérstaklega duglegir í fyrra en voru eitthvað færri núna í sumar. Það er enginn eins geðveikur og ég,“ sagði Birna og hlær. Birna sagði að hún væri eins og gefur að skilja í mjög góðu formi og hleypur upp Esjuna eins og ekkert sé. Hún segist fara Esjuna á 42 mínútum og það finnst henni bara gott.

„Hreyfingin er ekki síður holl andlega en eftir stressaðan og erfiðan dag er ofsalega gott að fara út. Ég nýt mín einnig þó að ég sé ein á ferð, það er gott að vera einn með sjálfum sér,“ segir Birna. Hún sagði að fjöllin, sem hún hefði gengið á til þessa á árinu, væru að nálgast 200. „Það er ofsalega gefandi og hollt að hreyfa sig svona og ég stefni að því að halda áfram á þessari braut,“ sagði Birna Steingrímsdóttir.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

22

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Guðbjartur Guðbjartsson hefur gengið á 100 fjöll á þessu ári:

Nýt þess að hreyfa mig og kynnast góðu fólki Guðbjartur Guðbjartsson tók þátt í almenningsíþróttaverkefninu hjá UMFÍ í fyrsta sinn í sumar. Guðbjartur hafði gengið áður á eigin spýtur en var að hugsa um að ganga með Ferðafélagi Íslands og taka þá fyrir eitt fjall á viku. Hann gaf sér samt ekki tíma til að gera þetta því að hann tók þátt í öðru verkefni sem fólst í því að ganga þvert yfir landið með Útivist, frá Reykjanestá á Langanes. „Ég hugsaði með mér að ég skyldi gera þetta sjálfur, á eigin forsendum, fór að labba og tók yfir 50 fjöll í fyrra. Mér tókst hins vegar að tvöfalda þann árangur á þessu ári, fjöllin eru orðin alls um 100 talsins. Ég geng reyndar á hverjum degi, að lágmarki hálftíma í hvert sinn. Það eru svona um þrjú ár síðan að ég fór byrjaði að labba að einhverju ráði. Um leið og ég sá verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga ákvað ég að skrá mig inn það fyrst ég var að skrá allt hvort eð var. Ég skrái sjálfur í Excel hverja einustu hreyfingu, allt sem ég syndi, labba eða hjóla,“ sagði Guðbjartur Guðbjartsson í samtali við Skinfaxa. – Hvað kom til þess að þú fórst að hreyfa þig svona mikið? „Ég hafði bara gaman af hreyfingu og fjallaferðum og maður er aldeilis búinn að kynnast landinu á þessu labbi,“ sagði Guðbjartur. Aðspurður hvort hann hefði verið mikið í íþróttum á yngri árum svaraði Guðbjartur að hann hafði aldrei stundað neinar íþróttir. „Ég var aldrei í íþróttum. Ég byrjaði að hreyfa mig af einhverri alvöru í enduðum apríl 2008, um svipað leyti og ég missti konuna mína. Þetta blundaði í mér en við vorum að dunda í öðru, hjónin, fórum mikið í útilegur en ekki mikið í göngur. Ég fór aftur á móti sjálfur í smala-

Velkomin á Selfoss

Að ofan: Guðbjartur veður yfir á í einni af gönguferðum sínu. Til vinstri: Guðbjartur á Hvannadalshnjúki.

mennsku á haustin sem stóðu yfir í svona viku og það var eina hreyfingin,“ sagði Guðbjartur. Guðbjarti finnst verkefnið frábært framtak hjá UMFÍ. Hann sagði þetta ýta sér áfram og vafalaust mörgum öðrum. „Ég sé fyrir mér að taka þátt í þessu áfram og bara hreyfa mig almennt. Á þessu ári er ég búinn að ganga á 100 fjöll og þar að auki er ég búinn að ganga á 8–9 fjöll tvisvar þannig að ég er alltaf að ganga á nýtt fjall. Næsta fjallið, sem ég ætla að ganga á, verður Hekla, með Útivist. Ég hef einu sinni gengið á Esjuna á þessu ári þannig að hún er ekki að trufla mig. Í hvert sinn sem ég legg í hann reyni ég að ganga á nýtt fjall. Hreyfingin hjá mér felst aðallega í göngu en samt hjóla ég aðeins og fer í vikuhjólaferð með Útivist alla vega einu sinni á ári. Ég er í góðu formi, maður fer nú aðeins á slaka á þegar haustar en ég var mjög duglegur í sumar. Ég nýt þess að hreyfa, maður kynnist mörgu góðu fólki og þetta er bara gaman í alla staði,“ sagði Guðbjartur Guðbjartsson.

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


KNATTSPYRNA:

Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn Stjarnan í Garðabæ varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2011. Stelpurnar höfðu tryggt sér titilinn eftir 3:0 sigur á Aftureldingu þegar tvær umferðir voru eftir af Pepsi-deildinni. Stjarnan vann svo sannfærandi 5:0 sigur á Breiðabliki í lokaumferðinni í Garðabænum. Að leik loknum lyftu þær síðan bikarnum á loft við frábærar undirtektir þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sem mættu til að fagna áfanganum með liðinu. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill knattspyrnudeildar Stjörnunnar í meistaraflokki og því mikill áfangi fyrir félagið. Stjarnan vann alla leiki sína í ár nema einn og þar af 15 í röð á tímabilinu, sem er met í efstu deild kvenna. Liðið vann sannfærandi sigur í deildinni og endaði níu stigum á undan Val sem varð í öðru sæti. Þjálfari liðsins er Þorlákur Már Árnason. Stjarnan átti þrjá leikmenn í liði ársins, þær Önnu Björk Kristjánsdóttur, Ashley Bares og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, sem jafnframt var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna. Karlalið Stjörnunnar náði einnig sínum besta árangri frá upphafi en liðið endaði í fjórða sæti Pepsi-deildar karla. Þrír Stjörnustrákar voru í liði ársins, þeir Daníel Laxdal, Garðar Jóhannsson og Halldór Orri Björnsson.

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhendir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, fyrirliða Stjörnunnar, Íslandsbikarinn.

Stjörnustúlkur fagna fyrsta Íslandsmeistaratitili félagsins í meistaraflokki kvenna.


KNATTSPYRNA:

Karla- og kvennalið Selfoss tryggðu sér sæti í efstu deild Selfyssingar tryggðu sér sæti í efstu deild karla á nýjan leik eftir öruggan 1:3 sigur á ÍR í næstsíðustu umferð 1. deildar. Þetta er mikið afrek hjá Selfyssingum en eftir fallið úr efsta deild í fyrra missti liðið tíu leikmenn í kjölfarið. Einhugur var hjá stjórn, leikmönnum og þeim er starfa í kringum liðið um að gefa í og koma liðinu í efstu deild á nýjan leik. Það markmið náðist og vel það því liðið endaði með 47 stig, 11 stigum á undan Haukum sem voru í 3. sæti. Það voru Skagamenn sem báru sigur úr býtum í 1. deildinni með 51 stig.

Mynd til vinstri: Selfoss-strákar tollera Loga ólafsson þjálfara sinn. Til hægri: Selfossstelpur fagna sæti í Pepsi deildinni.

Kvennalið Selfyssinga var enginn eftirbátur karlanna en stelpurnar tryggðu sér sæti í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir frækilegan 6:1 sigur á Keflvíkingum á heimavelli sínum á Selfossi. Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna um laust sæti í efstu deild 2:3 áttu flestir von á hörkuleik á Selfossvelli. Selfoss-stúlkur voru ekki á því að gefa eftir og unnu glæstan sigur og sæti í deild á meðal þeirra bestu. FH-stúlkur fylgja Selfyssingum upp í efstu deild, en þær urðu jafnframt Íslandsmeistarar í 1. deild.

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Selfyssingum í knattspyrnunni. Gott uppbyggingarstarf er að skila þessum frábæra árangri og getur bæjarfélagið verið stolt að því að eiga karla- og kvennalið í efstu deild. Markviss uppbygging íþróttamannvirkja hefur líka skilað sínu. Á Selfossi er nú nýr gervigrasvöllur sem tekinn var í notkun fyrir um fimm árum og nýr aðalvöllur sem er að verða einn besti grasvöllur landsins. Áhorfendastúka með sætum fyrir 750 manns var tekin í notkun 2010.

Tindastóll leikur í 1. deild næsta sumar:

Ævintýrið heldur bara áfram

Leikmenn Tindastóls/Hvatar fagna sigrinum í 2. deild og sæti í 1. deild á næsta tímabili.

Lið Tindastóls/Hvatar sigraði í 2. deild karla í knattspyrnu og vann sér þar með réttinn til að leika í 1. deild á næsta tímabili. Höttur frá Egilsstöðum, sem lenti í öðru sæti, fer einnig upp í 1. deild. Í lokaumferðinni sigraði Tindastóll lið Völsungs, 4:2, og varð í efsta sæti með 42 stig, en Höttur hlaut 41 stig. Árangur Tindastóls/Hvatar er frábær, liðið fór illa af stað en hrökk heldur betur í gang og stóð að lokum uppi sem sigurvegari í deildinni.

Halldór Jón Sigurðsson, sem stýrði liðinu upp í 1. deild, skrifaði á dögunum undir nýjan samning. Sú breyting verður að liðið mun keppa undir merkjum Tindastóls en samstarfinu við Hvöt hefur verið slitið. „Ég var svo sem ekki með neinar væntingar þegar ég tók við liðinu en fljótlega, þegar leið á tímabilið, sá ég að það var raunhæfur möguleiki. Við stefndum að því að vinna alla leiki og uppskeran var góð. Næsta tímabil verður töluvert erfiðara en

það síðasta en ævintýrið heldur bara áfram. Það bíður okkar erfitt verkefni og við verðum að vera fljótir að aðlagast nýrri og sterkari deild. Við munum nota undirbúningstímabilið vel til að leika gegn liðum sem eru sterkari en við, aðlagast þar með meiri hraða og verða betri,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson eftir undirskrift á nýjum samningi á blaðamannafundi sem haldinn var í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Halldór Jón sagðist hafa fulla trú á liði sínu og að það mundi standa sig vel í 1. deildinni. Þegar Halldór Jón var spurður hvort þeir myndu styrkja liðið fyrir átökin í 1. deild svaraði hann því til að staðan yrði skoðuð. „Við missum tvo reynslubolta og eðlilega þyrftum við að fá reynslubolta í staðinn. En við byrjum á því að gefa þessum strákum séns og sjáum hvernig þeir standa sig,“ sagði Halldór Jón. Halldór Jón sagðist hafa mikinn áhuga á þjálfun og hafa töluverðan metnað á því sviði. Eins og hann kemst sjálfur að orði, hann hefur mikinn áhuga og mikla ástríðu og ætlar sér að þjálfa áfram. Hann segist vera glaður og spenntur yfir að fá þetta tækifæri með liðið í 1. deild. „Við spilum undir merkjum Tindastóls næsta sumar og erum stoltir af. Það er gríðarlega mikil stemning á Króknum, hún var góð á liðnu sumri og ég hef trú á því að hún verði enn meiri á sumri komanda. Bærinn styður vel við bakið á okkur,“ sagði Halldór Jón í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Ungmennavika NSU:

Ein skemmtilegasta vika sem Íslendingar hafa upplifað Þann 31. júlí 2011 lagði af stað 14 manna hópur sem í voru 12 stelpur og einn strákur á aldrinum 16–18 ára frá öllum landshlutum upp í ævintýraferð á vegum Ungmennasamtaka Norðurlandanna. Ferðinni var heitið til Svíþjóðar, þaðan var haldið til Álandseyja þar sem eyjarnar voru þræddar hver af annarri og hópurinn endaði ferðina í Helsinki áður en haldið var heim á leið.

Hópurinn hittist allur í fyrsta skipti á Umferðarmiðstöðinni BSÍ. Sumir úr hópnum þekktust fyrir en aðrir höfðu aldrei hist. Fararstjóri ferðarinnar, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, sá strax við fyrstu kynni að hópurinn ætti eftir að ná vel saman enda allir þátttakendur virkir þátttakendur í héraðssamböndum sínum. Það er nú einu sinni þannig að ungmennafélagar ná fljótt og auðveldlega saman og það er forskrift fyrir því að allt sem

18 ára ábyrgð á börnum okkar eru ekki innantóm orð, nærgætni, virðing og handleiðsla foreldra skiptir máli

ppp'lZfZgahinkbgg'bl

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íslensku þátttakendurnir þrettán á ungmennaviku NSU 2010.

á eftir komi verði gaman. Auk Guðjóns Bjarna tóku þátt í ferðinni Jóhannes Páll Lárusson, Rakel Brá Siggeirsdóttir, Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir, Erna Sigrún Valgeirsdóttir, Aldís Eir Sveinsdóttir, Rannvá Björg Þorleifsdóttir, Kolfinna Rún Gunnarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Margrét Lúðvígsdóttir og Sveinborg Katla Daníelsdóttir. Þegar komið var á Leifsstöð voru strax myndaðir litlir hópar innan hópsins. Fóru þeir eins og stormsveipur um fríhöfnina og keyptu allt sem hönd á festi. Það átti ekki einungis að nýta ferðina til að kynnast nýju fólki heldur einnig til að versla. Flugferðin til Svíþjóðar gekk mjög vel en þegar flugvélin lenti byrjaði óvissan fyrir alvöru. Á flugvellinum hittum við fararstjóra norska hópsins sem fylgdi okkur á farfuglaheimilið sem við gistum á, Stockholms Hostel. Íslenski hópurinn var fyrstur á farfuglaheimilið, þremur klukkutímum áður en skipulögð dagskrá átti að hefjast. Íslensku þátttakendurnir voru fljótir að átta sig á því hvað ætti að gera við þann tíma, verslanir í Stokkhólmi voru þræddar fram á síðustu mínútu frítímans. Upp úr 18:00 þann 31. júlí voru síðustu þátttakendurnir að mæta á farfuglaheimilið. Þeir komu sér þægilega fyrir og hittu fyrir herbergisfélaga sína. Sofið var í 4–6 manna herbergjum og þátttakendum frá mismunandi löndum blandað saman. Um kvöldið var haldið af stað í almenningsgarð í Stokkhólmi þar sem Ungmennavikan var formlega sett ásamt því að farið var í leiki til þess að brjóta ísinn á milli þátttakendanna. Íslensku þátttakendurnir héldu sig nokkuð til hlés í leikjunum í þetta skiptið en það átti heldur betur eftir að breytast þegar lengra leið á. Mánudaginn 1. ágúst voru þátttakendur vaktir kl. 05:30 og þeim smalað út í rútu sem keyrði þá í ferjuna Isabella er sigldi með hópinn til Mariehamn, lítils bæjar á Álandseyjum. Um borð í ferjunni var öllum þátttakendum skipt niður í ákveðin lið sem kepptu í ýmsum leikjum í gegnum alla ferðina. Fyrsti leikurinn var um borð í ferjunni en þar þurftu þátttakendurnir að leysa ýmsar þrautir og safna stigum, þrautir á borð við t.d. naglalakka ferju-


gesti, fá börn til að syngja og safna hlutum tengdum ferjunni. Þegar til Mariehamn var komið tók annar leikur við. Þátttakendur áttu að halda af stað í hópunum í gönguferð um bæinn, finna helstu kennileiti bæjarins og taka myndir af öllum hópnum þar. Það eina sem hóparnir fengu voru myndir af kennileitunum og áttu þeir að finna leiðina að þeim sjálf. Sumir hópar keyptu kort á meðan aðrir notuðu íbúa bæjarins til að leiðbeina sér á rétta staði. Upp úr þessu komu hinar skemmtilegustu myndir og þekking á bænum Mariehamn. Hópnum var síðan smalað upp í rútu og haldið af stað til Godby þar sem dvalið var í þrjá daga. Í Godby fór fram Ungmennavikan fram að mestu leyti. Þar var þátttakendum skipt upp í nýja hópa og unnið var að hugmyndum um hvernig hægt væri að nýta ungmennafélögin til að hjálpa innflytjendum að aðlagast menningu þess lands sem þau voru komin til ásamt því að reyna að kynna þátttakendur fyrir þeim möguleikum sem ungmennastarf á Norðurlöndunum hefur upp á að bjóða, t.d. Nordjobb. Hóparnir fengu eitt verkefni og áttu að búa til leikrit í kringum verkefni sitt sem átti síðan að sýna síðasta dag ungmennavikunnar í götuleikhúsi NSU í Åbo. Einnig voru gerð veggspjöld um hvert og eitt verkefni sem átti að hengja upp í bókasafninu í Godby, til fræðslu fyrir aðra um það starf sem ungmennafélögin á Norðurlöndunum geta boðið upp á. Þrátt fyrir mikla vinnu þátttakenda hvað þetta varðaði var gleðinni ekki gleymt. Boðið var upp á fjölbreytileg námskeið fyrir þátttakendur, t.d. leiklistarnámskeið, ljósmyndanámskeið, dansnámskeið, námskeið í línudansi og hipphopp. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og höfðu gaman af. Þar sem veðrið lék við okkur í Godby var ákveðið að fara með alla þátttakendur, sem vildu, niður á strönd. Íslensku þátttakendurnir létu sig ekki vanta í þá ferð. Sumir lágu í sólbaði á ströndinni á meðan aðrir syntu og léku sér í sjónum. Þegar upp á farfuglaheimili var aftur komið tók við kvölddagskráin sem fól í sér alls konar leiki ásamt einu skemmtilegasta partýi sem þátttakendurnir höfðu upplifað. Hljómflutningsgræjum var komið fyrir úti á bílastæði kl 23:00. Létu þátttakendurnir sig ekki vanta á þetta risadansgólf og dönsuðu fram eftir nóttu. Það þarf ekki að taka fram að íslensku þátttakendurnir voru þeir síðustu til að koma sér í háttinn. Partýið var það skemmtilegt að krakkar úr nágrenninu létu sig ekki vanta á dansgólfið. Godby var því kvatt á skemmtilegan hátt og eiga allir þátttakendur góðar minningar frá þessum litla sæta bæ á Álandseyjum. Á fimmtudagsmorguninn, 4. ágúst, var haldið af stað í 30 km hjólreiðatúr um Álandseyjarnar, frá Godby til Vardö. Á leiðinni var stoppað á stöðum sem höfðu haft mikil áhrif í sögu Álandseyja, t.d. við Kastelholm-kastalann. Í Vardö var gist í bjálkakofum í skóginum ásamt því að þátttakendur voru kynntir fyrir finnskri gufubaðsmenningu. Gufubaðið var á flekum úti á stöðuvatni og var hitanum hleypt vel upp þar til enginn gat verið þar inni lengur. Síðan hlupu allir út og stungu sér í ískalt vatnið. Þetta var síðan endurtekið í um klukkustund, þátttakendum til mikillar ánægju. Föstudagurinn, 5 ágúst, var ferðadagurinn mikli. Þennan dag ferðuðust þátttakendur frá Vardö til Hummelvik og frá Hummelvik var

Laugardagsmorguninn voru þátttakendur vaktir og byrjuðu allir að undirbúa sig fyrir leiksýninguna miklu sem átti að halda í götuleikhúsinu. Veðurguðirnir léku ekki við okkur þennan daginn og var því ákveðið að færa götuleikhúsið inn í eina verslunarkringluna. Þar léku þátttakendur við hvern sinn fingur og skemmtu gestum og gangandi. Umsjónarmenn leikhússins voru ekki frá því að þarna hefðu framtíðarleikarar stigið sín fyrstu skref í áttina að glæstum leiklistarferli. Eftir sýninguna var þátttakendum gefinn frjáls tími frá 12:00 til 18:00. Íslendingarnir voru fljótir að sækja kortin sín og byrja að renna þeim í gegnum posana í hinum ýmsu verslunum. Þegar farangur allra þátttakenda var skoðaður í lokin var farangur íslensku þátttakendanna þyngri en allra hinna þátttakendanna samanlagt, þrátt fyrir að hafa mætt með minnst út. Ungmennavikunni var síðan slitið með glæsilegri máltíð á veitingastað í Åbo og eftirpartýi í menningarmiðstöð ungmennasamtakanna í Åbo. Þegar horft er til baka, á allt það sem gert var í þessari ferð, er það sem stendur upp úr hvað íslensku þátttakendurnir voru ótrúlega tilbúnir í að taka þátt í ævintýri sem þessu. Í upphafi var mikil feimni í gangi og ekki mikið verið að blanda geði við hina þátttakendurna. Þegar leið á ferðina óx þeim ásmegin og þeir urðu hrókar alls fagnaðar síðasta dag ferðarinnar. Einn íslenskur þátttakandi orðaði mjög vel það sem þau gengu í gegnum í þessari viku en það var: „I was a bit shy but when I got to know people more it almost all came and then everything got much funnier.“ Ungmennavikur sem þessar snúast einmitt um að kasta sér út í djúpu laugina, kynnast fólki og njóta þess að eiga skemmtilega viku með því. Allir íslensku þátttakendurnir áttuðu sig á þessu, sem betur fór, nógu fljótt til þess að ná að njóta og upplifa félagsskap og snefil af menningu annarra Norðurlandaþjóða. Allir voru sammála um að þessi helgi hefði verið ein sú skemmtilegasta sem þau höfðu upplifað og allir þátttakendurnir ætluðu að sækja um að komast með í þessa ferð á næsta ári. Frá ungmennaviku NSU sem haldin var á Álandseyjum dagana 31. júlí til 7. ágúst 2010.

tekin ferja til Torsholma og frá Torsholma var síðan keyrt í rútu til Åbo. Eftir þetta mikla ferðalag voru þátttakendur frekar þreyttir og var föstudagskvöldið því frekar rólegt þar sem þátttakendur þurftu á allri orku sinni að halda til að takast á við laugardaginn.

Takk fyrir okkur, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, fararstjóri.

Hópurinn notaði tækifæri og skellti sér í verslunarleiðangur.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Leiðtogaskóli NSU á Laugum: Leiðtogahlutverkið Þetta reyndi auðvitað á heilasellurnar sem og samskipti okkar í hverjum hópi. Við urðum að reyna að finna út bestu lausnina á þessu og vinna saman. Við höfðum jú takmarkaðan tíma. Þá var líka áhugavert að fylgjast með því hver féll í „Leiðtogahlutverkið” og hverjir urðu fylgjendur. Þetta heitir nú einu sinni Leiðtogaskólinn og snýst aðallega um það að hjálpa fólki að verða góðir leiðtogar og leiðbeinendur. Við lærðum mikið um það hvað er það er að vera góður leiðtogi, hvaða eiginleika hann þarf að tileinka sér sem og hegðun og viðmót.

Djöflaprik og geglboltar

Fjörugt og einstaklega lærdómsríkt námskeið Leiðtogaskóli NSU var haldinn 8–13. september sl. á vegum UMFÍ, á Laugum í Sælingsdal. Skólinn er árlegur viðburður og flakkar hann á milli Norðurlandanna á hverju ári en ávallt er töluð skandinavíska. Fimmtudagskvöldið þann 8. september hittist allur hópurinn í höfuðstöðvum UMFÍ, borðaði pizzu og skrafaði saman á skandinavísku áður en haldið var af stað.

Ströndin dökka Á sunnudeginum var svo haldið af stað í dagsferð um Snæfellsnesið þar sem margt og mikið var skoðað. Farið var út að sjó og gengið um dökka ströndina, hellar skoðaðir, farið í fleiri leiki og útlendingarnir fengu að upplifa íslenska náttúru upp á sitt besta. Um kvöldið var snætt í Stykkishólmi.

Íslensk náttúra Á leiðinni til Lauga tók ég sérstaklega eftir því að allir þátttakendurnir voru að taka myndir af náttúrunni, allan tímann sem við vorum á leiðinni. Mér fannst það skondið en ætli það sé ekki bara af því að ég er svo vön náttúrunni á Íslandi. Við komum seint og fengum örlitla kynningu á svæðinu og því sem við mættum búast við á næstu dögum. Svo byrjaði þetta hálfníu á föstudagsmorgun.

Harpa Hlynsdóttir var einn af íslensku þátttakendunum á leiðtogaskóla NSU á Laugum í Sælingsdal.

Í okkar fínasta pússi á galakvöldi Seinasta kvöldið okkar saman á Laugum var haldið „Galakvöld“. Þar mættum við öll í okkar fínasta pússi og við tók hin mesta skemmtun og dýrindis matur. Setið var við tvö borð og um kvöldið var keppni á milli borða. Hún snerist um það að vinna ákveðinn kertastjaka á sitt borð. Ef annað borðið var með kertastjakann gat hitt liðið framkvæmt eitthvað sem gerði það að verkum að þau unnu kertastjakann á sitt borð. Og það var sungið, og dansað og leikið fram eftir kvöldi!

Út fyrir kassann! Næstu dagar voru einstaklega skemmtilegir, með mörgum mismunandi, fræðandi en jafnframt skemmtilegum fyrirlestrum. Þeir innihéldu oft frumlega leiki eða þrautir sem reyndu oftar en ekki á skapandi hliðina og aldrei máttum við gleyma að hafa ávallt opinn huga. Alltaf að hugsa út fyrir kassann! var sú setning sem við heyrðum ábyggilega oftast á þessu námskeiði.

Kartöflur og grillspjót Eitt af verkefnum, sem okkur féllu í hendur, var til dæmis að búa til turn. Hann átti að vera hærri en 160 cm, geta staðið þegar blásið var á hann og við máttum einungis að nota þríhyrninga í hönnuninni. Hrá-

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Fyrsta eftirmiðdaginn eyddum við tímanum inni í íþróttasal þar sem við fórum í marga skemmtilega og hópeflandi leiki sem hafa alltaf þessi frábæru áhrif á samstöðu og tengsl fólks sem saman er komið. Eftir leikina fengum við að prófa hinar og þessar sirkuskúnstir. Þar á meðal voru djöflaprik, geglboltar og margt annað framandi. Þar var líka að finna ákveðna diska sem manneskjan leggur á prik og reynir að snúa disknum þannig hann snúist ofan á prikinu. Stórfurðulegt allt saman! Nei, nei, þetta var mjög krefjandi og einstaklega gaman þegar hinar og þessar sirkustilraunir gengu upp.

efnið sem við fengum til þess að búa til þennan turn: Kartöflur og grillspjót. Við fengum ákveðinn tímaramma og þegar honum var lokið áttum við svo að búa til fullkomna eftirlíkingu úr tannstönglum og kennaratyggjói.

Glatt á hjalla á leiðtogaskóla NSU á Laugum í Sælingsdal.

Þannig mun ég líka muna eftir þessum dögum sem fjörugu og einstaklega lærdómsríku námskeiði. Svo má ekki gleyma öllum vinunum sem ég eignaðist! Harpa Hlynsdóttir


Skynsamur kostur á ferðalögum um Ísland

Kópasker

Ísafjörður

Ytra Lón

Siglufjörður Þórshöfn

Korpudalur Húsavík

Berg Ásbyrgi Árbót

Dalvík Bíldudalur

Sauðárkrókur

Broddanes

Mývatn

Ósar

Reykhólar

Húsey

Akureyri

Blönduós

Brjánslækur

Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður

Sæberg

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Búðardalur

Grundarfjörður

Berunes

Djúpivogur

Langjökull

Borgarnes Akranes Reykjavík

Vagnsstaðir

Keflavík airport

Selfoss

Eyrarbakki

Höfn

Árnes

Downtown Hostel

Njarðvík

Vatnajökull

Gullfoss/Geysir

Laugarvatn City Hostel

Hekla

Skaftafell

Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Þórsmörk

Hvoll Kirkjubæjarklaustur

Mýrdalsjökull

Skógar Vestmannaeyjar

Vík

37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds. Kynntu þér málin á Farfuglar vefsíðu okkar www.hostel.is

Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan

Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Forvarnadagurinn haldinn í sjötta sinn Forvarnadagurinn 2011 heppnaðist með ágætum en þetta var í sjötta skipti sem hann er haldinn. Um 120 skólar víðs vegar um land tóku þátt í atburðum sem sneru að vímuefnaforvörnum ungmenna. Margir skólar tóku dagskrána skrefinu lengra en gert hefur verið og bættu hana, sem er lofsvert framtak. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu grunnskóla og framhaldsskóla á Akureyri í tilefni dagsins. Heimsóttir voru Giljaskóli og Lundarskóli og framhaldsskólarnir Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn, en framhaldsskólar landsins tóku í fyrsta skiptið þátt í Forvarnadeginum. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg og Actavis. Sú nýjung var í ár að samstarf náðist við framhaldsskóla landsins og var því í fyrsta sinn efnt til myndbandasamkeppni á meðal framhaldsskólanema. Aðkoma Forvarnadagsins að framhaldsskólum byggðist m.a. á því að rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining vann skýrslu þar sem fram kom að fyrsta ölvunin er oft í byrjun framhaldskólans. Hver og einn framhaldsskóli fékk nú greiningu á stöðu áfengisog vímuefnaneyslu sem er byggð á spurningum um fyrstu ölvunina, þ.e. við hvaða aðstæður, hvaðan kom áfengið/vímuefnin, með hverjum var viðkomandi og aðrir þættir sem snerta fyrstu ölvun ungmenna.

Forsetahjónin ásamt nokkrum stúlkum úr Giljaskóla á Akureyri á Forvarnadeginum.

Niðurstöður sýndu að í efstu bekkjum grunnskóla höfðu 9% nemenda orðið ölvuð síðustu 30 daga en 43% 16 og 17 ára nemenda í framhaldsskóla. Því þótti Forvarnadagurinn eiga fullt erindi til framhaldsskóla. Hugsjónin byggir á því að einstaklingur, sem hefur ákveðið að hefja ekki drykkju, fái stuðning í umhverfi sínu til að standa við þá ákvörðun. Myndbandasamkeppnin miðaðist við að nemendur búi til myndbönd þar sem þau lýsa því hvað haldi þeim frá drykkju og hvers vegna, á sinn eigin hátt.

Æskulýðshátíð í Rússlandi:

Þroskandi ferð í alla staði Sjö íslensk ungmenni tóku þátt í verkefn inu Börn á norðurslóðum sem haldið var í Moskvu í Rússlandi dagana 20. ágúst til 2. september sl. Æskulýðsvettvangurinn stóð fyrir þessari ferð en tuttugu liðum frá tíu löndum var boðið á þennan viðburð. Í hverju liði voru fimm einstaklingar á aldrinum 14–16 ára ásamt fararstjóra. UMFÍ þáði boð um að taka þátt í þessari æskulýðshátíð en þátttakendurnir voru Gerður Kolbrá Unnarsdóttir, Magnús Valur Wilhelmsson Verheul, Kristján Örn Kristjánsson, Ásgrímur Ari Einarsson, Tryggvi Þór Árnason, Benjamín Þór Sverrisson og Andrea Björg Ómarsdóttir. Fararstjóri var Kristján Gaukur Kristjánsson. Á hátíðinni kynntu íslensku þátttakendurnir m.a. Ísland í máli og myndum en ferðin í heild sinni heppnaðist vel og var þroskandi í alla staði.

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íslensku þátttakendurnir, sem tóku þátt í verkefninu í Rússlandi, ásamt fararstjóra.


Niðurstöður mennta- og menningarmálaráðuneytisins:

Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár

Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðaði þann 27. september síðastliðinn til kynningarfundar þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2011 í 5., 6., og 7. bekk grunnskóla“ voru kynntar hvað varðar líðan, menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Rannsóknin, sem unnin var fyrir menntaog menningarmálaráðuneytið, var lögð fyrir nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar 2011. Það var starfsfólk Rannsóknar og greiningar, þau Hrefna Pálsdóttir, lýðheilsufræðingur, Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor, Margrét Lilja Guðmunds-

Til vinstri: Frá fundinum þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Til hægri: Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

dóttir, félagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, Birna Björnsdóttir, lýðheilsufræðingur, dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við HR, og Jón Sigfússon sem kynntu niðurstöðurnar. Fundurinn var vel sóttur en hann var haldinn í húsakynnum KFUM og KFUK við Holtaveg. Að lokinni kynningu fóru fram umræður og spurningum úr sal var svarað.

Nokkrar niðurstöður úr rannsókninni eru m.a. þessar: • Meirihluti barna í 5., 6. og 7. bekk hefur sterka sjálfsmynd og líður almennt vel. • Börn, sem stunda íþróttir reglulega, eru síður einmana en önnur börn.

• Mikill meirihluti nemenda í 5., 6. og 7. bekk fær hjálp frá pabba sínum, mömmu eða systkinum við heimanámið. Stelpur eru fjölmennari í þeim hópi. • Miklum meirihluta nemenda líður vel heima hjá sér og hann ver drjúgum tíma með foreldrum sínum. • Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár, en hlutfall þeirra sem hreyfa sig lítið sem ekkert hefur líka hækkað. • Um og yfir 70 prósent nemenda segjast eiga marga vini. Nær enginn munur er á kynjum í þessu tilliti. 7–10 af hundraði nemenda í 5.–7. bekk segjast fáa eða enga vini eiga. • Mikill meirihluti nemenda segist aldrei hafa tekið þátt í stríðni/einelti í skóla. Stelpur eru fjölmennari í þeim hópi. • Tæplega 11 af hundraði nemenda finnst námið of erfitt. Næstum jafnmörgum finnst námið of létt. • Hátt í fjórðungur nemanda segist engan tíma nota í lestur annarra bóka en skólabóka. Strákar eru fleiri en stelpur í þessum hópi. • Um 92 af hverjum hundrað nemendum eiga gsm-síma. • Um og yfir 20% nemenda í 5.–7. bekk segjast eiga erfitt með að sofna á kvöldin. • Á um 17% heimila er talað annað tungumál ásamt íslensku. • Um 20% nemenda búa ekki með föður sínum en um 5% ekki með móður. • Hátt í 10% nemenda finnast þeir ekki öruggir á skólalóðinni.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


100 ár liðin síðan Tryggvi Gunnarsson gaf UMFÍ Þrastaskóg:

Um 200 manns tók þátt í Þrastaskógargöngum Á þessu ári eru 100 ár liðin síðan Tryggvi Gunnarsson athafnamaður gaf Ungmennafélagi Íslands spildu úr landi Öndverðarness í Grímsnesi til eignar sem síðar hlaut nafnið Þrastaskógur. Stjórn UMFÍ skipaði 100 ára afmælisnefnd Þrastaskógar. Í henni sátu Björn B. Jónsson formaður, Einar Kr. Jónsson og Jón Sævar Þórðarson. Í tilefni af afmæli skógarins var sett upp veglegt upplýsingaskilti um skóginn við Þrastalund. Á skiltinu eru kort af skóginum með gönguleiðum og örnefnum, upplýsingar um gefandann og saga skógarins sett fram í stuttu máli. Einnig var hliðið fræga, sem Ríkarður Jónsson hannaði fyrir 80 árum, lagfært og sett í upprunalegt horf. Hópur ungmenna frá Selfossi gekk alla göngustíga skógarins í sumar og tíndi rusl og klippti slútandi greinar. Fyrr á árinu voru tré og runnar fjarlægð frá göngustígum þar sem þrengdi að gangandi fólki. Þrastaskógur skartaði því sínu fegursta á aldarafmæli skógarins.

Afmælisskógargöngur Í júlímánuði sl. var boðið upp á afmælisskógargöngur öll þriðjudagskvöld kl. átta. Nær tvö hundruð manns mættu í þessar göngur. Hver ganga hafði ákveðið þema þar sem nokkrir einstaklingar skiptu á milli sín leiðsögn. Fyrst var saga skógarins sem Björn B. Jónsson og Einar Kr. Jónsson leiddu, þar næst lífið í skóginum sem var undir leiðsögn dr. Bjarna Diðriks Sigurðssonar, síðan fuglar í skóginum sem Örn Óskarsson líffræðingur sá um og síðast var tekin fyrir almenn skógrækt þar sem Böðvar Guðmundsson var í leiðsögn.

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Í skógargöngu í Þrastaskógi í sumar. Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, segir frá sögu Þrastaskógar.

Árvissar skógargöngur „Við vorum mjög ánægð með viðtökur almennings í skógargöngunum í sumar og þær fóru reyndar fram úr okkar björtustu vonum. Það hafa margir sett sig í samband og spurt hvort göngurnar verði ekki árviss viðburður hér eftir. Þetta sýnir að göngurnar hittu svo sannarlega í mark,“ sagði Björn B. Jónsson, formaður afmælisnefndar Þrastaskógar, í samtali við Skinfaxa. Björn sagði að tímamótanna hefði verið minnst með ýmsum hætti.

Bjarni Dagur Sigurðsson, skógfræðingur, segir frá lífinu í skóginum. Alls voru haldnar fjórar skógargöngur í tilefni 100 ára afmælis Þrastaskógar.

Upplýsingaskilti og hlið Ríkarðs Jónssonar „Við vorum með hópa af ungu fólki sem hreinsaði skóginn vel. Við gerðum ennfremur aðgengið að skóginum betra þannig að búið er að klippa greinar sem voru farnar að vaxa inn í göngustíga. Það eru ákveðin minnismerki í skóginum sem ber að varðveita, eins og hliðið sem Ríkarður Jónsson hannaði og teiknaði á sínum tíma. Hliðið er orðið 80 ára gamalt og var ákveðið taka það í gegn og koma því í upprunalega mynd. Þessu er lokið og við settum meira að segja réttan lit á hliðið. Hliðið á því nú að vera nákvæmlega eins og það var upphaflega. Við höfum einnig komið upp veglegu upplýsingaskilti sem er sex metrar á breidd og tveir metrar á hæðina. Skiltið á vonandi eftir að nýtast mörgum sem eiga eftir að koma í skóginn í framtíðinni. Við gerðum því mikið að því að minnast afmælisins með því opna skóginn betur og gera hann aðgengilegri fyrir almenning,“ sagði Björn B. Jónsson.


NÁÐU ÞÉR Í NÝJA N1 APPIÐ ÞETTA GERIR ÞÚ MEÐ N1 APPINU · Finnur næstu N1 stöð á korti · Skoðar eldsneytisverðið · Finnur rétt dekk eftir bílnúmeri

Fylgstu vel með, það eru fleiri nýjungar í N1 appinu handan við hornið!

F í t o n / S Í A

· Kaupir eldsneyti á N1 stöðvum · Skoða Skoðar færslur og punktastöðu · Skoða Skoðar N1 kortatilboð

DEKK D

LÍFIÐ

TILBOÐ

MITT N1

ELDSNEYTI

STAÐIR

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Úr hreyfingunni

2. Landsmót UMFÍ 50+ verður í Mosfellsbæ Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var 26. september sl., var ákveðið að 2. Landsmót UMFÍ 50+ verði í umsjón Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK, með mótsstað í Mosfellsbæ. Fimm sambandsaðilar sóttu um að halda mótið. Auk UMSK voru það USAH með Blönduós sem mótsstað, UMSB með Borgarnes, UÍA með Norðfjörð og UMSE með Dalvík sem mótsstað. Mat stjórnar var að allir umsækjendur væru vel í stakk búnir til að taka að sér framkvæmd mótsins en þetta varð niðurstaðan að þessu sinni. Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og UMSK í samstarfi við Mosfellsbæ. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga sl. sumar.

Stefnum á fjölbreytni „Þetta er mjög athyglisvert og spennandi verkefni og þá alveg sérstaklega að fá að

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

halda annað mótið þar sem þarf að sanna tilvist þess. Við treystum okkur í það á þessu stóra markaðssvæði og stórt héraðssamband á bak við okkur. Við stefnum á fjölbreytni og höfum þegar fengið fyrir-spurnir eins frá kraftlyftingafélögum og strandblaki en þessir aðilar vilja koma og vera með sínar greinar. Það stefnir í fjölbreytni en að sjálfsögðu verður grunngreinunum haldið inni. Aðstaðan hjá okkur býður upp á það að við getum keppt í hverju sem er,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, í samtali við Skinfaxa.

Valdimar Leó sagði samvinna yrði höfð við heilsuklasann Heilsuvin. Nokkrir tugir fyrirtækja og félagasamtaka í Mosfellsbæ munu kynna starfsemi sína í leiðinni og vekja athygli á heilsurækt almennt. „Það verða jákvæð samhliðaáhrif á milli keppnisgreina, Landsmóts og heilsueflingar í gegnum Heilsuvin og ég hef trú á því að við getum tvöfaldað mótið. Aðalatriðið er samt að festa mótið í sessi en við erum mjög ánægð með að þetta mót skuli verða haldið,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson.


Kári Steinn Karlsson náði frábærum árangri í Berlínarmaraþoninu:

Sló 26 ára gamalt met og vann sér keppnisrétt á Ólympíuleikum

Kári Steinn Karlsson, hlaupari úr Breiðabliki, setti 25. september sl. glæsilegt Íslandsmet í Berlínarmaraþoninu en hann hljóp vegalengdina á 2:17,12 klukkustundum. Þessi tími tryggir honum jafnframt keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London á næsta ári. Kári Steinn kom 17. í mark og 6. í sínum aldursflokki. Um 40.000 hlauparar tóku þátt í hlaupinu sem er eitt það stærsta sem haldið er í heiminum ár hvert. Kári Steinn sló 26 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar en það setti hann einmitt í Berlínarmaraþoninu árið 1985.

Jafnt og gott hlaup Kári Steinn er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum. Martha Ernstsdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum þegar hún tók þátt í leikunum í Sydney fyrir 11 árum. Fyrstur í mark í hlaupinu á nýju heimsmeti var Patrik Makua frá Kenýa en hann rann skeiðið á 2:03:38 klst. Hlaupið hjá Kára Steini var nokkuð jafnt en millitímar hans voru sem hér segir: • 5 km 16:08 mín. • 10 km 32:20 mín. • 15 km 48:25 mín. • 20 km 1:04:28 klst. • 25 km 1:20:31 klst. • 30 km 1:26:43 klst. • 25 km 1:53:03 klst. • 40 km 2:10:02 klst. Fyrri hluta hlaupsins fór hann á 1:07:58 klst. en þann síðari á 1:09:15 klst. Meðalhraði Kára Steins var um 18,45 km á klst. og að jafnaði fór hann hvern km á 3:15 mín.

Kári Steinn Karlsson sló 26 ára gamalt Íslandsmet í maraþonhlaupi í Berlínarmaraþoninu. Efri myndi: Kári Steinn fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlin. Neðri mynd: Kári Steinn ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni, en hann er einn af þekktari langhlaupurum Íslendinga.

Hlakka til komandi verkefna „Ég er nýbyrjaður að æfa aftur en ég tók mér þriggja vikna hvíld eftir Berlínarmaraþonið. Ég hvíldi mig vel líkamlega og ekki síst andlega áður en stífar æfingar tóku við að nýju. Stefnan núna er hlaupa götuhlaup hér heima en í kringum áramótin er meiningin að fara til Suður-Afríku í æfingabúðir. Í lok janúar er stefnan að taka þátt í Miamimaraþoninu. Síðan taka við æfingar áfram og 10 km og hálfmaraþonhlaup í vor. Ég er með þessu að vinna í hraða og styrk sem skilar sér vel í sjálfu maraþoninu. Ég ætla síðan í aðrar æfingabúðir rétt fyrir Ólympíuleikana. Þetta leggst vel í mig, ég er í góðu standi og hlakka til komandi verkefna,“ sagði Kári Steinn Karlsson í spjalli við Skinfaxa.

Velkomin á Selfoss

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 BSRB, Grettisgötu 89 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Eyrir fjárfestingafélag ehf., Skólavörðustíg 13 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Faxaflóahafnir sf., Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 Félag skipstjórnarmanna, Grensársvegi 13 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1 Gáski sjúkraþjálfun ehf. - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7 Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi hf., Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf., Bíldshöfða 12 Jakosport.is, Skútuvogi 11 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Mirage slf., Lyngrima 3 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins,+ Kringlunni 7, 3. hæð Pétursbúð, Ránargötu 15 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Rimaskóli, Rósarima 11 Seljakirkja, Hagaseli 40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs Skógarhlíð 14 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen Borgartúni 33 Tannlæknastofa Helga Magnússonar Skipholti 33 Tannréttingar sf., Snorrabraut 29 Túnþökuþjónustan ehf., Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Ögurvík hf., Týsgötu 1

Kópavogur Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

Garðabær H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Hef ekki síður gaman af að stunda æfingar núna en í gamla daga“

Skúli Óskarsson Skúli Óskarsson lyftingamaður gerði garðinn frægan á sínum tíma og var fremstur í sínum þyngdarflokki í heiminum. Skúli hefur alla tíð keppt undir merkjum UÍA og í samtali við Skinfaxa segir hann að annað hefði aldrei komið til greina. Skúli, sem er 63 ár gamall, hefur síður en svo lagt árar í bát því hann heldur sér vel við og lyftir reglulega og leggur áherslu á efri hluta líkamans. Skúli starfar sem húsvörður hjá Landsbankanum. „Ég hefur ekki síður gaman af að stunda æfingar í dag en í gamla daga þegar maður var á hátindi ferils síns. Það er alveg nauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað. Ég fylgist vel með öllu því sem er að gerast í íþróttaheiminum í dag og í hreinskilni er fátt sem fer fram hjá mér í þeim efnum. Ég hef óskaplega gaman af að fylgjast með og íþróttirnar hafa gefið mér mikið í lífinu,“ sagði Skúli Óskarsson í spjalli við Skinfaxa.

Norðurlandamet í hnébeygju og heimsmet í réttstöðulyftu standa upp úr Aðspurður hvað stæði upp úr á ferli hans sagði Skúli margs að minnast. „Norðurlandametið í hnébeygju, sem ég setti 1978, er ofarlega í minningunni en þar lyfti ég 82,5 kg. Ennfremur heimsmetið í réttstöðulyftu í Laugardalshöllinni en þar lyfti ég 315,5 kg,“ sagði Skúli. Afrek hans á ferlinum eru miklu fleiri. Skúli var tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins, 1978 og 1980. Hann segir það hafa verið mikill heiður að hafa fengið þessa útnefningu tvisvar sinnum.

HVAR ERU ÞAU

Í DAG? Að ofan: Skúli Óskarsson fylgist með keppni í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga. Að neðan: Skúli Óskarsson var tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins, 1978 og 1980.

„Þetta var tvímælalaust mikil viðurkenning sem íþróttafréttamenn sýndu mér,“ sagði Skúli.

Boccia-íþróttin mjög skemmtileg Skúli var á meðal þátttakenda á Landsmóti UMFÍ 50+ á Hvammstanga sl. sumar en þetta var í fyrsta skipti sem mótið var haldið. „Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu fyrsta móti og þau eiga eflaust eftir að verða fleiri í framtíðinni. Ég keppti í boccia og pútti en boccia-íþróttin er mjög skemmtileg og ég hvet fólk til að kynna sér hana,“ sagði Skúli Óskarsson í samtali við Skinfaxa.


Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.45–20.45 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Mán–fös: kl. 17.30 –20.30 Helgar: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: PON – Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Varma & vélaverk, Dalshrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Hlaðbær – Colas hf., malbikunarstöð, Gullhellu 1 Rafal ehf., Hringhellu 9

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Iðavöllum 9b Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknast Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10 Útgerðarfélagið Jói Blakk, Háteigi 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Grindavík Vísir hf., Hafnargötu 16 Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Mosfellsbær Álafossbúðin, Álafossvegi 23 Ísfugl ehf., Reykjavegi 36

Akranes

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 450 kr. 10 skipta kort 2.900 kr. 30 skipta kort 6.900 kr. Árskort 25.900 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti.

Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Ehf., Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Vignir G. Jónsson hf., Smiðjuvöllum 4 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes Matstofan veitingastofa, Kjartansgötu 22 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18-20 Ungmennafélag Stafholtstungna

Stykkishólmur Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36

Grundarfjörður Hótel Framnes, Nesvegi 6 Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Hellissandur Kristinn J Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi

Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a

Selfoss–strákar með silfur í Noregi Strákar frá handknattleiksdeild Umf. Selfoss, fæddir 1997, fóru til Noregs á átta liða handboltamót sem haldið var í Horten í byrjun september sl. Liðinu var boðið á mótið eftir hafa tekið þátt í Norden Cup – Norðurlandamóti félagsliða – um seinustu jól. Á mótinu voru m.a. fimm efstu liðin frá Norðurlandamótinu. Selfyssingar sigruðu sinn riðil örugglega og unnu svo Norrköping frá Svíþjóð í undanúrslitum 25:19. Í úrslitaleiknum mætti liðið Silwing/Troja frá Stokkhólmi og leiddi 11:7 í hálfleik. Þeir sænsku voru öflugri í síðari hálfleik og höfðu 14:15 sigur. Selfoss lék mjög góðan handbolta í ferðinni og hefur liðið sjaldan leikið betri varnarleik en einmitt á þessu móti. Sumir leikjanna voru með þeim bestu sem liðið hefur spilað og fengu strákarnir því afar mikið út úr þessari ferð. Aftur var liðið á meðal bestu liða á móti erlendis og núna var liðið einungis nokkrum smáatriðum frá því að vinna sterkt mót.

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ferðaþjónustan í Heydal, Mjóafirði www.heydalur.is,

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1-3

Patreksfjörður Handknattleikslið Umf. Selfoss, ásamt þjálfara og fararstjórum.

Haldi þeir áfram að bæta sig geta þeir vafalaust sigrað næsta mót sem þeir fara á. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Richard Sæþór Sigurðsson voru valdir í stjörnulið mótsins, en þeir léku mjög vel á mótinu.

Albína verslun, Aðalstræti 89 Hafbáran ehf., Hjöllum 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Blönduós Glaðheimar, sumarhús, Melabraut 21 Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Fisk – Seafood hf., Eyrarvegi 18 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4

„Hlaupin hafa alla tíð verið stór partur af lífi mínu“

Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði

Akureyri Eining – Iðja, www.ein.is, Skipagötu 14 Haukur og Bessi tannlæknar Hlíð hf., Kotárgerði 30 Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Skóhúsið – Bónusskór, Brekkugötu 1a Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b

Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11

Dalvík O. Jakobsson ehf., Dalvík, Ránarbraut 4

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel

Laugar Gistiheimilið Stóru Laugar, Stóru Laugum Sparisjóður Suður–Þingeyinga, Kjarna Laugum Þingeyjarsveit, Kjarna

Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15

Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf., Bakkagötu 6

Þórshöfn Geir ehf., Sunnuvegi 3 Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3

Vopnafjörður Hólmi NS–56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Birta ehf., Egilsstöðum og Reyðarfirði, Miðvangi 2-4 Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21-23 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Miðás hf. (Brúnás innréttingar), Miðási 9

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Trausti

Sveinbjörnsson

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

Trausti sagði aðstæður allar hefðu tekið miklum stakkaskiptum hin síðari ár. Það hefði verið mikil breyting þegar frjálsíþróttahöllin í Laugardal var tekin í notkun. „Þar fæ ég að stinga mér inn þegar veðrið er brjálað,“ sagði Trausti.

Það munu eflaust margir eftir Trausta Sveinbjörnssyni, hlaupara úr UMSK, en hann var áberandi á hlaupabrautinni á sínum yngri árum. Trausti setti m.a. landsmótsmet í 400 metra hlaupi á Landsmóti UMFÍ á Eiðum 1968. Á árunum 1968–1987 keppti hann undir merkjum Breiðabliks. Hann keppti aðallega í 400 metra grindahlaupi og einnig í 200 og 400 metra hlaupum. Trausti var í landsliðinu á árunum 1967–1971 og tók þátt í þremur Evrópubikarmótum. „Ég er ennþá að hlaupa í öldungaflokki en ég tók upp þráðinn að nýju 1986 og hef ekki hætt síðan. Ég tók fyrst þátt í Norðurlandamóti öldunga í Malmö 1986 og síðan þá hef ég tekið þátt í um 20 Norðurlanda- og Evrópumótum,“ sagði Trausti Sveinbjörnsson, sem orðinn er 65 ára gamall, í samtali við Skinfaxa.

Hleyp nánast á hverjum degi Trausti sagði að íþróttir hefðu alltaf átt hug hans allan en synir hans hefðu smitast af pabba sínum og líka farið í frjálsar íþróttir. „Ég hleyp nánast á hverjum degi í hádeginu með hlaupahópi í Laugardalnum. Það eru bara fimmtudagarnir sem detta út. Hlaupin gefa mér mikið og hafa alla tíð verið stór partur af lífi mínu þannig að eiginkonunni hefur stundum þótt nóg um. Það má segja að ég hafi verið viðloðandi hlaupin frá 1959 þegar

ég tók fyrst þátt í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar og þar vann ég sigur í yngsta flokknum. Þessi byrjun kveikti í mér og síðan hef ég ekki hætt,“ sagði Trausti.

Bjartir tímar fram undan „Mér finnast vera bjartir tímar fram undan í frjálsum íþróttum. Bættar aðstæður eru mikil lyftistöng fyrir íþróttina og breiddin er alltaf að verða meiri,“ sagði Trausti.

Að ofan: Trausti á palli eftir 300 m grindahlaup. Sigurvegarinn, Seppo Putkinen frá Finnlandi er margfaldur heims-og Evrópumeistari í sínum flokki. Annar varð Arne Warheim frá Noregi, en hann varð Norðurlandameistari fyrir tveimur árum. Trausti varð svo þriðji, en hann hefur 5 sinnum orðið Norðurlandameistari í sínum flokki.

Til hægri: Trausti vel á undan Kari Suoniitty frá Finnlandi, en hann lenti í 4. sæti.


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð

Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur–Skaftafellsýslu, Nýheimum Skinney – Þinganes hf., Krossey

Selfoss Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Kvenfélag Hraungerðishrepps Menam, Eyrarvegi 8 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðiskirkja, Bröttuhlíð 5 Sport–Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Stokkseyri Gistiheimilið Kvöldstjarnan, Stjörnusteinum 7, www.kvoldstjarnan.com,

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur–Landeyjum Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I

Kirkjubæjarklaustur

Sigurður Ásgeirsson var landsþekkt refaskytta og einstakt náttúrubarn. Hann þekkti lifnaðarhætti refa flestum öðrum betur, hagnýtti sér atferli fuglanna til að fylgjast með ferðum lágfótu. Margar skemmtilegar veiðisögur eru í bókinni, sagðar af Sigurði sjálfum og vinum hans.

Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Vestmannaeyjar Hamarskóli Heimaey ehf. – þjónustuver, Vesturvegi 10 Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn

Bókin er um 200 blaðsíður, prýdd 153 ljósmyndum, gömlum og nýjum.

Bókin fæst hjá Landgræðslu ríkisins og í veiðibúðum og kostar 4.000 kr. Pantanasími 4883000. Netfang: land@land.is. Landsskrifstofa Evrópu Unga Fólksins, Sigtúni 42, 2. hæð, 105 Reykjavík, sími 551 9300, www.euf.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.