ungRIFF 2025 - Skýrsla

Page 1


HLÖKK ÞRASTARDÓTTIR STJÓRNANDI UNGRIFF

UngRIFF 2025 gekk vonum framar og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu verkefni. Eitt af meginmarkviðum RIFF frá upphafi hefur verið að efla kvikmyndalæsi barna og ungmenna og kveikja áhuga á listforminu. Við erum því stolt af því að UngRIFF er orðin að sér barnakvikmyndahátíð með metnaðarfullri og gefandi kvikmyndadagskrá sem ætluð er börnum og ungmennum um allt land. Á UngRIFF voru sýndar stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd alls staðar að úr heiminum, um áríðandi málefni líðandi stundar eins og loftslagsmál, vináttu, jafnrétti inngildingu og líkamsímynd svo eitthvað sé nefnt. Allar þessar myndir geta haft hvetjandi áhrif og aukið skilning barna á veröldinni. Kvikmyndir eru einmitt áhrifaríkur gluggi inní upplifanir og heim annarra! Ég er auk þess stolt af öllum þeim viðburðum og námskeiðum á UngRIFF bauð upp á í ár, börnum og fjölskyldum þeirra að kostnaðarlausu. Það skiptir máli að huga að barnamenningu og skapa rými og pláss fyrir þau til að kynnast menningu og listum. UngRIFF heppnaðist ótrúlega vel og ég hlakka til næsta árs!

KVIKMYNDAHÁTÍÐ OG -SMIÐJUR UNGA FÓLKSINS

RIFF hefur alla tíð lagt sig fram við að vera með metnaðarfulla barna- og ungmennadagskrá. Í ár var UngRIFF, sérstök hátíð fyrir yngstu áhorfendurna, haldin formlega í þriðja skiptið dagana 24. September til 5. Október. Starfsemi UngRIFF spannar allt árið en skipulagðar eru skólasýningar sem bjóðast öllum leik- og grunnskólum þeim að kostnaðarlausu eina skólaönn, auk þess sem kennsluvefurinn Norden I Skolen hefur aðgang að myndum UngRIFF allt árið. UngRIFF stendur einnig fyrir kvikmyndagerðarsmiðjunum Krakkar Filma og Stelpur filma sem eru haldnar allt árið. Í ár hafa verið haldnar fimm smiðjur, fjórar á landsbyggðinni og ein í Reykjavík Verkefnastjóri UngRIFF er Hlökk Þrastardóttir

Námskeiðið Stelpur filma! var haldið sl. vor í Norræna húsinu og var þátttakan góð eins og vant er, en námskeiðið hefur verið haldið mörg undanfarin ár. Námskeiðið er haldið fyrir nemendur í 9. bekk og lögð er rík áhersla á samsköpun, jákvæða nálgun og inngildingu. Leiðsögn á Stelpur filma! er sem fyrr í höndum fagfólks sem kennir undirstöðuatriði kvikmyndagerðar og veitir handleiðslu þegar ungmennin gera stuttmyndir Í ár var leiðsögnin í höndum leikstjórans og handritshöfundarins Veru Sölvadóttur

Kvikmyndadagskrá UngRIFF 2025 var ekki af verri endanum. UngRIFF sýndi fimm kvikmyndir í fullri lengd, í Háskólabíói og Smárabíói, tjékknensku hreyfimyndina Living Large eftir Kristina Dufková, teiknimyndina Ísbjarnarprinsinn eftir Mikkel Brænne Sandemose, danska Honey eftir Natasha Arthy, Múmínálfamynd í Raufarhólshelli og leiknumyndina Lína Langsokkur. Boðið var uppá stuttmyndaprógrömm fyrir alla aldurshópa í Norrænahúsinu og Háskólabíói, börnum og fjölskyldum þeirra að kostnaðarlausu. Stuttmyndirnar voru hreyfi-, teikni- og leiknarmyndir og fjölluðum um ýmis mikilvæg málefni, eins og myndin Dansað í regni, fyrir 4 ára og eldri, eftir Yeh Chao-chun frá Tævan sem fjallar um loftlagsbreytingar og Það sem við misstum um vináttu eftir Mörtu Prokopová frá Slóvaíku. Tveir leikstjórar sóttu UngRIFF, hollenski Jelle Janssen sýndi hreyfimyndina Gaggalagú! og hélt stuttan fyrirlestur fyrir börn um gerð myndarinnar og svaraði spurningum og norska Liss- Anett Steinsk svaraði spurningum eftir leiknu unglingamyndina Ljósaskipti.

LEIKLESTUR OG TEXTAÐAR MYNDIR

Lögð er mikil áhersla á að texta og leiklesa þær myndir sem sýndar eru börnum á leik- og grunnskólaaldri. Styrkur sem fengist hefur hjá Creative Europe–Media fer m.a. í að íslenska myndirnar með leiklestri. Hluti myndanna er aðgengilegur á kennsluvefnum Norden i Skolen, og þá í nokkur í nokkur ár í senn. Þá eru einnig sýndar stuttmyndir á meðan UngRIFF stendur, bæði í kvikmyndahúsum í Reykjavík og úti á landinu fyrir börn að 12 ára aldri. Það var Ólafur S.K. Þorvaldz sem leiklas myndina Stór í sniðum í Upptekinu með Gunnari Árnasyni en Fríða Þorkelsdóttir þýddi yfir á íslensku

UngRIFF 2025 | Hátíðarskýrsla

STARF ALLT ÁRIÐ VÍÐA UM LAND Í SAMVINNU VIÐ HEIMAMENN

Eitt af markmiðum UngRIFF hefur frá upphafi verið að gera myndir aðgengilegar í skólastarfi og vera í samstarfi við menningarráð og aðra sem starfa með börnum og ungmennum sem víðast á landinu til að efla kvikmyndalæsi, kenna þeim á miðilinn og kynna fyrir þeim listformið. Í ár sýndi UngRIFF myndir í bíóhúsum og bókasöfnum á landsbyggðinni. Ísbjarnarprinsinn, leiklesin á íslensku í samstarfi við Upptekið, var sýnd á Amtsbókasafninu á Akureyri og stuttmyndaprógramm UngRIFF 2025 var sýnt á Hérðaðsbókasafninu á Blönduósi og Í leik-og grunnskólanum Hofgarði á Öræfum

Í mörg ár hefur UngRIFF boðið upp á kvikmyndagerðarnámskeið fyrir börn og ungmenni. Í ár voru haldin fimm námskeið. Smiðjur voru ennfremur skipulagðar á Reykhólum og á Suðureyri við Súgandafjörð í samstarfi við barnahátíðina Púkann. Einnig voru tvær smiðjur haldnar á Egilsstöðum og nágrenni í samstarfi við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Enn fremur var haldið námskeið í Norræna húsinu, Stelpur filma! í samvinnu við Reykjavíkurborg.

STUTTMYNDIR OG STUÐNINGSEFNI Í ALLA SKÓLANA

UngRIFF hefur lengi séð um og lagt áherslu á að sýna vandaðar stuttmyndir í leik- og grunnskólum um allt land eina önn á ári, og bjóða í samvinnu við kennara sérhannað meðfylgjandi stuðningsefni sem byggir á myndunum í stuttmyndadagskránni og er byggt á alþjóðlegum stöðlum. Myndirnar hverfast iðulega um þema sem snýr m.a. að jafnrétti, inngildingu, mannréttinum, menningarlegu umburðarlyndi, samkennd, umhverfismálum og fleiru. Alls sáu um 2900 börn stuttmyndadagskrá UngRIFF í ár, og fljótlega fer UngRIFF af stað með sýningar i öllum leik- og grunnskólum landsins.

UngRIFF er meðlimur í NoJSe, samstarfsverkefni 5 fremstu barna- og ungmennahátíða á Norðurlöndunum. NojSe fundar mánaðarlega og vinnur að sameiginlegri dagskrárgerð. Markmið samstarfsins er að koma á framfæri vönduðum kvikmyndum fyrir unga fólkið og auka um leið aðgengi kvikmyndagerðarfólks sem framleiðir myndir fyrir þennan aldursflokk að norrænum kvikmyndum, og í ár bauð UngRIFF upp á dagskrá með úrvali vandaðra norrænna mynda fyrir börn og ungmenni, sem sýndar voru í Norræna húsinu.

Sjáumst á næsta ári!

23. sep - 4. okt 2026

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
ungRIFF 2025 - Skýrsla by Reykjavík International Film Festival - Issuu