PROGRAM BROCHURE - RIFF 2025

Page 1


DAGSKRÁ PROGRAM

RIFF 25. 9–5. 10 ´25

FROM 12:30–2 P.M. FOUR COURSES OF YOUR CHOICE FOR 5,690 ISK BOTTOMLESS DRINKS FOR TWO HOURS FOR 3,990 ISK

19 STÖÐVAR 9 SUNDLAUGAR

úrið

VELKOMIN Á RIFF!

Hér er unnt að lesa allt um heiðursgestina, kvikmyndirnar og sérviðburðina okkar í ár. Við erum gríðarlega stolt og þakklát. Við þökkum frábærum samstarfsaðilum fyrir stuðninginn.

SJÁUMST Í BÍÓ!

WELCOME TO RIFF!

Here you can read all about our honorary guests, the films, and the special events this year. We are incredibly proud and grateful. We thank our amazing partners for their support.

SEE YOU AT THE CINEMA!

10 Leiðarvísir um dagskrána Program Guide

11 Miðar og passar Tickets and Passes

12 Litla sviðið The Little Stage

13 Háskólabíó

15 Meistarar og heiðursgestir Masters and Honorary Guests

16 Anton Corbijn

18 Kim Novak

20 Ursula Meier

22 Ramon & Silvan Zürcher

24 Mohsen Makhmalbaf

26 Marziyeh Meshkiny

28 Apichatpong Weerasethakul

31 Vitranir New Visions

35 Fyrir opnu hafi Open Seas

39 Önnur framtíð A Different Tomorrow

42 Heimildamyndir Documentaries

44 Sjö sniðugar Smart 7

47 Sviss í fókus Swiss Focus

49 Svissneskar stuttmyndir Swiss Shorts

52 Ísland í sjónarrönd Icelandic Panorama

54 Stuttmyndasamkeppni Shorts Competition

58 Nemendasamkeppni Student Shorts Competition

60 Alþjóðlegar stuttmyndir International

61 Stuttmyndasamkeppni I-IV Shorts Competition I-IV

68 Myndir úr norðri Films from the North 70 Triangle dagskrá Triangle Program

74 Sólveig Anspach tilnefningar Sólveig Anspach Nominations

76 Gullna eggið The Golden Egg

79 Tónlistarmyndbönd OMVF Music Videos

81 Matarbíó Culinary Screenings

82 Hellabíó Cave-in

83 Búbblubíó Bubble Screening Ljósmyndasýning Photography Exhibition

84 RIFF um víðan völl RIFF All Around

85 Mínútumyndir The One Minutes

og

LEIÐARVÍSIR UM DAGSKRÁNA

Í þessum dagskrárbæklingi eru fjölmargar kvikmyndir og mikið magn upplýsinga. Hér eru nokkrir punktar sem hjálpa þér að nýta bæklinginn sem best.

GRÆN SKREF

Við viljum minna á verðmæti þessa bæklings, ekki taka þér eintak og henda því strax í ruslið – gefðu það frekar einhverjum öðrum. Við hjá RIFF höfum tekið umhverfisvæn skref og markmið okkar er að vera í fararbroddi íslenskra hátíða í náttúruvernd. Tímarit og bæklingar RIFF eru prentaðir hjá umhverfisvænum prentsmiðjum, og blaðsíðurýmið nýtt vel. Lestu meira á riff.is.

SPURT OG SVARAÐ

Spurt og svarað sýningar eru sýningar þar sem leikstjórar eða aðrir aðstandendur myndarinnar svara spurningum áhorfenda eftir myndina.

SÉRVIÐBURÐIR

Sérviðburðir eins og hellabíó eða sjónrænar matarveislur eru ekki hefðbundnar kvikmyndasýningar og passar og klippikort gilda ekki inn á sérviðburði.

SÝNINGARTÍMAR

Athugið að sýningartímar geta breyst og myndir færst á milli sala með skömmum fyrirvara. Við mælum með að kíkja á tickets.riff.is eða í RIFF appið áður en þú leggur af stað, bara til að vera viss!

SALUR 3

Vinsamlegast athugið að Salur 3 í Háskólabíó er ekki hefðbundinn bíósalur, en verður gerður að notalegu umhverfi til þess að njóta kvikmynda og annarra viðburða. Þar munu einnig fara fram sérstakar sýningar með auknu aðgengi yfir helgar. Hljóðið verður lægra, ljósin bjartari, hjólastólaaðgengi tryggt og gestir mega hreyfa sig, gefa frá sér hljóð eða taka hlé eftir þörfum. Nánari upplýsingar á riff.is.

Miðasalan í Háskólabíói er opin frá 22.–24. september, kl 11:00–16:00 og

á sýningartímum yfir hátíðina.

Sími: +(354) 850-9459 Netfang: ticketing@riff.is

This program features a vast collection of films and extensive information. Here are some tips to help you make good use of the booklet.

GREEN STEPS

We want to remind you about the value of this brochure. Don’t take a copy if you intend to throw it in the trash right away – share it with someone else instead. We at RIFF have taken eco-friendly steps, and our goal is to lead among Icelandic festivals in protecting nature. Our brochures are printed at environmentally friendly printers, and we make sure to use the page space as well as we can. Read more at riff.is.

Q&A

After Q&A screenings, the director or another representative of the film will discuss the film and answer questions.

SPECIAL EVENTS

Special events aren’t traditional film screenings but different events, such as screenings in a cave or Cinematic Culinary Experiences. Passes and discount cards are not valid for special events.

SCREENING TIMES

Please note that screening times are subject to change and films may be relocated to different screens. Check tickets.riff.is or the RIFF app for the latest information, just to be sure!

SCREENING ROOM 3

Please note that screening room 3 is not a traditional cinema screening room, but rather a more intimate setting for enjoying film screenings and other events. There will also be special needs screenings during the weekends, with softer sound, slightly raised lights, increased wheelchair access, and the freedom to move around, make noise, or take breaks. More information on riff.is.

The ticket office in Háskólabíó will be open from 22.–24. September, 11:00–16:00 and during festival hours.

Phone: +(354) 850-9459 Email: ticketing@riff.is

MIÐAR OG PASSAR

Miðasalan á tickets.riff.is og í RIFF appinu er opin allan sólarhringinn á meðan hátíðin stendur yfir.

HÁTÍÐARPASSI

25.500 KR.**

Þessi passi gefur ótakmarkaðan aðgang að kvikmyndasýningum að eigin vali! (Sérviðburðir undanskildir). Handhafar hátíðarpassa geta tekið frá miða á stakar sýningar inn á tickets.riff.is og í RIFF appinu. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að fá miða á tvær myndir þegar sýningartímar skarast. Hátíðar passi er eingöngu fyrir handhafa hans, ekki er hægt að framselja hann öðrum. Handhafar hátíðarpassa skulu ætíð hafa hann uppi við og vera tilbúnir að framvísa skilríkjum.

SÚPER 8 KLIPPIKORT

15.190 KR

Klippikortið inniheldur 8 miða á lægra verði á hvaða kvikmyndasýningu sem er (sérviðburðir undanskildir). Korthafi getur notað klippikortið eins og hann lystir, deilt skiptunum með vinum eða farið einn síns liðs og notið 8 kvikmynda sjálfur.

U30 UNGMENNAPASSINN

FYRIR 20–29 ÁRA

9.390 KR

Passinn inniheldur 6 miða á lægra verði á kvikmyndasýningar RIFF að eigin vali (sérviðburðir undanskildir), 30 mín inneign á rafskútum Hopp*, RIFF taupoka* ásamt fleiri spennandi fríðindum þegar passinn er virkjaður í miðasölubásnum í Háskólabíói.

U20 UNGMENNAPASSINN

FYRIR 19 ÁRA OG YNGRI

6.490 KR

Passinn inniheldur 4 miða á lægra verði á kvikmyndasýningar RIFF að eigin vali (sérviðburðir undanskildir), 30 mín inneign á rafskútum Hopp*, RIFF taupoka* ásamt fleiri spennandi fríðindum þegar passinn er virkjaður í miðasölubásnum í Háskólabíói.

STAKAR SÝNINGAR / MEISTARASPJALL 2.350 KR

AÐRIR BRANSAVIÐBURÐIR 1.900 KR

BARNAMIÐI

1.175 KR

Gildir á eina sýningu, fyrir 12 ára og yngri. Athugið að sérmerktar sýningar eru ekki við hæfi barna.

* á meðan birgðir endast ** 20% afsláttur fyrir stúdenta, eldri borgara og öryrkja

TICKETS AND PASSES

Buy tickets at tickets.riff.is and in the RIFF app around the clock during the festival.

FESTIVAL PASS

25.500 ISK **

This Festival Pass is valid for all screenings during the festival, special events excluded. Festival Pass holders can book tickets for single screenings on tickets.riff.is or via the RIFF app. Please note that you cannot reserve tickets for overlapping screenings and that your Festival Pass is tied to your person. Always be prepared to show your Festival Pass and personal ID at screenings.

SUPER 8 DISCOUNT CARD

15.190 ISK

The Super 8 Discount Card includes 8 tickets to see any screenings during the festival (special events excluded). This means that the lucky pass holder can bring up to 7 friends or family members with them to one screening, or use all 8 tickets to enjoy multiple films solo.

U30 YOUTH PASS

ELIGIBLE FOR 20–29 YEAR OLDS

9.390 ISK

This pass includes 6 discounted tickets to RIFF screenings of your choice, 30 min of scooter time with Hopp*, a RIFF tote bag* along with more goodies when the pass is activated at the ticketing booth in Háskólabíó.

U20 YOUTH PASS

ELIGIBLE FOR 19-YEAR-OLDS AND YOUNGER 6.490 ISK

This pass includes 4 discounted tickets to RIFF screenings of your choice, 30 minutes of scooter time with Hopp*, a RIFF tote bag* along with more goodies when the pass is activated at the ticketing booth in Háskólabíó.

SINGLE TICKET / MASTERCLASSES

2.350 KR

OTHER INDUSTRY DAYS EVENTS

1.900 ISK

CHILDREN’S TICKET 1.175 ISK

Valid for one screening, for children up to 12 years old. Please note that some screenings are not suitable for children.

* while supplies last

** 20% discount for students, seniors and people with disabilities

Á Litla Sviðinu í Háskólabíó verða fjölbreyttir viðburðir meðan á hátíð stendur. Gestir geta m.a. prófað Zouk dans, farið á hraðstefnumót, teiknað yfir drykk eða skoðað nýjan tölvuleik Myrkur Games. Viðburðirnir eru gjaldfrjálsir og öll eru velkomin.

On the Little Stage in Háskólabíó, there will be a variety of events throughout the festival. Guests can try Zouk dancing, join a speeddating session, sketch over drinks, or explore the latest game from Myrkur Games. All events are free of charge and open to everyone.

DJ-SETT MEÐ JUHANI OIVO

DJ-SET WITH JUHANI OIVO

Laugardaginn 27.9 19:30

Plötusnúðurinn Juhani Oivo frá norður Finnlandi verður með DJ sett á Litla Sviðinu.

The DJ Juhani Oivo from Northern Finland will perform a DJ set on the Little Stage.

BRASILÍSKT ZOUK

BRAZILIAN ZOUK

Mánudaginn 29.9 19:30

Hefur þig alltaf langað til að læra að dansa? Kennarar Zouk Life Iceland bjóða upp á létta og skemmtilega byrjendakennslu í brasilísku Zouk.

Have you always wanted to learn how to dance?

The teachers of Zouk Life Iceland invite you to a fun and easy beginner’s class in Brazilian Zouk.

DRINK&DRAW

Þriðjudaginn 30.9 19:00

Drink & Draw fær kvikmyndalegan blæ þegar gestir fá tækifæri til að skapa sitt eigið kvikmyndaplagg yfir drykk í góðu andrúmslofti.

Drink & Draw takes on a cinematic twist as guests get the chance to create their own movie poster over drinks in a relaxed atmosphere.

ECHOES OF THE END

Miðvikudaginn 1.10 18:00

Myrkur Games kynnir nýjasta leik sinn, Echoes of the End, og leyfir gestum að prófa.

Myrkur Games introduces its newest video game and allows attendees to try it out.

HRAÐSTEFNUMÓT SPEED DATING

Fimmtudaginn 2.10 17:00

Komdu á hraðstefnumót fyrir X kynslóðina með Ásdísi Ósk og upplifðu kvöld fullt af stuttum spjalllotum, hlátri og nýjum tengslum.

Come to Generation X Speed Dating with Ásdís Ósk and experience an evening full of short chat rounds, laughter, and new connections.

HÁSKÓLABÍÓ HJARTA HÁTÍÐARINNAR

HJARTA RIFF slær í Háskólabíó við Hagatorg þar sem farið hefur vel um hátíðina síðustu ári. Í frábæru samstarfi við Góða hirðinn hefur Dóra Einarsdóttir hannað einstakt rými fyrir fólk til að koma saman og slappa af – með eða án passa á hátíðina. Öll eru velkomin til að hittast á Rabbabarnum, njóta þess að fá sér heitan eða kaldan drykk og virða fyrir sér glæsilega ljósmyndasýningu Páls Stefánssonar, sem ber yfirskriftina “Lights, Camera, Iceland”.

Fyrir utan verður svo hinn sívinsæli matarvagn Mijita sem selur ljúffengar krásir frá Kólumbíu. Á barnum verður svo dagleg hamingju-stund milli 16:30 – 18:30.

Fylgist með dagskránni á www.riff.is og á samfélagsmiðlum okkar @reykjavikfilmfestival. Mætið og takið vini ykkar með, því þetta verður bæði notalegt og skemmtilegt.

THE HEART OF RIFF beats at Háskólabíó by Hagatorg, where the festival has found a welcoming home in recent years. In wonderful collaboration with Góði hirðinn, Dóra Einarsdóttir has designed a unique space for people to gather and relax – with or without a festival pass.

Everyone is warmly welcome at the Rabbabarinn to enjoy a hot or cold drink and take in the stunning photo exhibition “Lights, Camera, Iceland” by Páll Stefánsson.

Outside, the ever-popular Mijita food truck will be serving up delicious Colombian treats. And every day, from 16:30–18:30, the bar will host a cheerful Happy Hour.

Keep an eye on the schedule at www.riff.is and on our socials @reykjavikfilmfestival. Come by, bring your friends – it’s going to be both cozy and fun! LITLA

10 tegundir á krana

10 beers on tap

Opið alla daga milli 12 - 01

Open every day from 12 - 01

Laugarvegur 2, at the end of the rainbowstreet

MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR MASTERS AND HONORARY GUESTS

Glænýr veislusalur í Íshúsinu í hjarta

Hafnarfjarðar

Bókaðu veisluna hjá okkur

10 bjórar á krana

Allar frekari upplýsingar: aegir220@aegirbrugghus.is S: 663-0666

þeirra og efnum til samtals.

RI FF, we celebrate filmmakers who do not settle for simply going with the flow but instead carve out their own unique path, pave it with their works, and in doing so, point the way for others to follow. In this section, we honor these individuals, showcase their works, and open a dialogue.

ANTON CORBIJN

LJÓSMYNDARI & LEIKSTJÓRI

PHOTOGRAPHER & DIRECTOR

MARGMIÐLA MEISTARASPJALL MIXED MEDIA MASTERCLASS

Anton Corbijn tekur þátt í meistarspjalli í Háskólabíó sal 1 26.09 kl. 17:15.

Anton Corbijn will participate in a masterclass in Háskólabíó room 1 on 26.09 at 17:15.

Fjölmargar rokkstjörnur líta við og leggja sitt til málanna í sögunni af Hipgnosis, hönnunarstofunni sem á að baki mörg af eftirminnilegustu og áhrifamestu plötualbúmum sögunnar. Í reynd má segja að plötuumslögin frá stofunni hafi mótað heila kynslóð.

SQUARING THE CIRCLE

(THE STORY OF HIPGNOSIS)

AÐ HANNA HIÐ ÓMÖGULEGA (SAGA HIPGNOSIS)

Anton Corbijn UK 2022 101 MIN

25.9 Háskólabíó 1 16:00 + Extended Talk

30.9 Háskólabíó 2 21:45

Numerous rock stars drop by in this vivid story of Hipgnosis, the album art design studio responsible for creating some of the most iconic album covers of all time—the artwork that defined a generation.

HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI LISTFENGI

CREATIVE EXCELLENCE AWARD

ANTON CORBIJN, heiðursgestur RIFF 2025, er einn áhrifamesti ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður síðustu áratuga, og hefur með einstakri nálgun sinni endurmótað tengsl ljósmyndar, tónlistar og kvikmynda. Hann er hvað þekktastur fyrir hráar og persónulegar ljósmyndir af tónlistarfólki—myndir sem líkjast frekar samtali en uppstilltum portrettum. En list hans nær langt út fyrir ljósmyndina: hann hefur leikstýrt mörgum af eftirminnilegustu tónlistarmyndböndum síðustu 40 ára og í framhaldinu þróað með sér sérstakan stíl í kvikmyndagerð þar sem myndmálið og stemningin eru í aðalhlutverki. Á tímum hraða og einnota upplifunar býður Corbijn upp á andstæðuna: kyrrð, íhugun og djúpa tilfinningu sem situr eftir. Hann sýnir okkur ekki bara hvernig manneskjur líta út—hann fangar kjarna fólks sem birtist annars bara þegar enginn er að horfa.

FEW ARTISTS have reshaped the dialogue between photography, music, and cinema as profoundly as Anton Corbijn. Corbijn has become one of the most influential visual voices of the past half-century. His raw, intimate portraits of musicians have defined how entire generations see music.

But Corbijn’s artistry extends far beyond the still image. Over the last 40 years, he has directed some of the most iconic music videos ever made, as well as feature films that bear his unmistakable signature: a visual style where mood and atmosphere are as crucial as the story itself.

In an age defined by speed and fleeting impressions, Corbijn offers something radical: stillness, reflection, and emotional resonance that lingers long after the image fades. He doesn’t just show us appearances—he reveals essence, the part of a person visible only when no one else is watching.

CONTROL BROTINN TAKTUR

Anton Corbijn UK, AU 2007 122 MIN

Ekki ætluð börnum

Not suitable for children

26.9 Háskólabíó 2 19:15 + Intro

29.9 Háskólabíó 4 17:15

Seint á áttunda áratugnum er Ian Curtis á barmi heimsfrægðar og frama sem söngvari hljómsveitarinnar Joy Division. En velgengnin eykur honum þunglyndi, hjónabandið er við það að sigla í strand og flogaveiki hans ágerist.

In 1970s Manchester, musician Ian Curtis is on the brink of international fame and fortune as lead singer of the band Joy Division. Soon he begins to feel the strain of his band’s growing success, his crumbling marriage to wife Deborah, and his worsening epilepsy.

KIM NOVAK

MEISTARASPJALL MASTERCLASS

Kim Novak tekur þátt í meistarspjalli í Háskólabíó sal 1 27.09 kl. 17:30.

Kim Novak will participate in a masterclass in Háskólabíó room 1 on 27.09 at 17:30.

Í þessari mögnuðu heimildarmynd kynnumst við sjálfstæðum eldhuga sem afréð að segja skilið við Hollywood til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Leikstjórinn Alexandre O. Philippe hlaut heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn.

KIM NOVAK'S VERTIGO

Alexandre O. Philippe US

HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR ÆVISTARF Í ÞÁGU KVIKMYNDANNA

KIM NOVAK , leikkona og ein af goðsögnum gullaldar Hollywood, setti mark sitt á kvikmyndasöguna í verkum sem áfram lifa góðu lífi á hvíta tjaldinu. Hún fæddist í Chicago árið 1933 og steig sín fyrstu skref í Hollywood um miðjan sjötta áratuginn. Novak skaust upp á stjörnuhimininn, ekki einungis sem tákn fegurðar og dularfulls glæsileika, heldur sem listamaður sem bjó yfir einstöku næmi til að miðla brothættum kjarna á bak við glamúrinn.

Ferill hennar spannar fjölmörg eftirminnileg hlutverk, en hún er ef til vill oftast tengd við meistaraverk Alfred Hitchcock, Vertigo (1958). Þar skapaði hún eitt flóknasta og áhrifamesta kvenhlutverk kvikmyndasögunnar. Novak starfaði með fleiri risum kvikmyndasögunnar á borð við Otto Preminger, Billy Wilder og Sidney Lumet, og sannaði með hverri frammistöðu sína mikla leikhæfileika.

Kim Novak er þó meira en kvikmyndastjarna. Hún er táknmynd tímabils þegar kvikmyndin var í senn stórbrotin list og leiksvið ímyndunaraflsins. Með verkum sínum hefur hún veitt kynslóðum áhorfenda innblástur og minnir okkur á að á bak við goðsögnina leynist ávallt kjarni mannlegra tilfinninga.

LIFETIME ACHIEVEMENT AWARD

KIM NOVAK is one of the true icons of Hollywood’s golden age, an actress whose presence has left an indelible mark on cinematic history. Born in Chicago in 1933, she began her career in the early 1950s and quickly rose to fame—not only as a symbol of beauty and enigmatic glamour, but as an artist capable of expressing fragility and humanity beneath Hollywood’s dazzling surface.

Her career spans a wide range of unforgettable performances, but she is perhaps most celebrated for her role in Alfred Hitchcock’s Vertigo (1958), where she created one of the most haunting and layered female characters in film history. Novak also worked with directors such as Otto Preminger, Billy Wilder, and Sidney Lumet, consistently proving her versatility and artistic depth.

More than a movie star, Kim Novak embodies an era when cinema was both a grand art form and a stage for the imagination. Her work continues to inspire generations, reminding us that behind the myths and the glamour, there is always the human core.

Rannsóknarlögreglumaður sem sestur er í helgan stein eftir áfall í starfi er ráðinn til að fylgjast með konu. Þegar hún hverfur svo beinist áhugi hans að annarri konu sem líkist þeirri fyrri. Þar með dregst hann inn í veröld blekkingar sem gæti reynst banvæn.

Kim Novak’s Vertigo is an intimate portrait of a fiercely independent Hollywood star who left it all behind to live life on her own terms. Director Alexandre O. Philippe was awarded the 2022 RIFF Honorary Award for Creative Excellence.

VERTIGO

Alfred Hitchcock US 1958 129 MIN

George Sidney US 1957 111 MIN

A retired San Francisco detective haunted by vertigo becomes obsessed with a mysterious woman he is hired to follow, whose life seems shadowed by a tragic past. When she vanishes, his fixation shifts to another woman who eerily resembles her, drawing him into a dangerous spiral of desire, illusion, and control.

Tungulipur og tækifærissinnaður söngvari beinir sjónum sínum að efnaðri ekkju með það fyrir augum að komast í nægilega góðar álnir til að opna eigin næturklúbb. En babb kemur í bátinn þegar hann kynnist indælli dansmær sem setur vafasöm áform hans á annan endann.

A smooth-talking nightclub singer sets his sights on a wealthy widow to secure his future, convinced he’s finally found the perfect match in scheming ambition. But his plans are upended when he falls for a sweet chorus girl whose sincerity threatens to undo his carefully laid game.

PAL JOEY

URSULA MEIER

LEIKSTJÓRI DIRECTOR

UMRÆÐUR EFTIR SÝNINGU EXTENDED TALK

Ursula Meier tekur þátt í umræðum eftir sýningu á

Heima í Háskólabíó sal 1 3.10 kl. 18:45. Hún tekur einnig þátt í pallborðsumræðum um konur í kvikmyndum Norræna húsinu 3.10 kl. 17:15

Ursula Meier will participate in an Extended Talk following a screening of Home in Háskólabíó Screening room 1 on 3.10 at 18:45. She is also a panelist on the Women in Film panel in Nordic House 3.10 at 17:15.

HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI LISTFENGI

CREATIVE EXCELLENCE AWARD

URSULA MEIER er meðal áhrifa- og áhugaverðustu leikstjóra svissneskrar samtímakvikmyndagerðar. Hún fæddist í Besançon í Frakklandi árið 1971, en hefur alla tíð starfað hinum megin landamæranna, og persónuleg sýn hennar sameinar frönsku og svissnesku kvikmyndahefðirnar á einstakan hátt. Í myndum hennar má finna bæði næmni og pólitíska dýpt, þær kanna tengsl fjölskyldu, samfélags og einstaklings með blöndu af hlýju, húmor og samfélagsgagnrýni.

Meier hefur jafnframt unnið til fjölda verðlauna fyrir stuttmyndir sínar og heimildaverk og er nú orðin ein af fyrirmyndum næstu kynslóðar kvikmyndagerðarfólks. Hún sameinar skarpt auga fyrir smáatriðum og næmt innsæi í mannlega breyskleika og skapar þannig kvikmyndir sem hreyfa við áhorfendum á sama tíma og þær varpa ljósi á samtímann.

URSULA MEIER is one of the most compelling voices in contemporary Swiss cinema. Born in Besançon, France, in 1971, she has long worked across borders, blending the traditions of French and Swiss filmmaking into a singular artistic vision.

Meier’s films combine intimacy and political depth, exploring family, society, and the individual with a rare mix of warmth, wit, and social critique.

She has also been widely recognized for her short films and documentaries, earning numerous awards and influencing a new generation of filmmakers. With her keen eye for detail and sensitivity to human vulnerability, Meier creates cinema that moves audiences while holding up a mirror to our times.

SISTER L'ENFANT D'EN HAUT SYSTIR

Ursula Meier CH, FR 2012 92 MIN

BERLINALE 2012: SILVER BEAR

Símon er tólf ára og hefur í sig og á með hnupli á skíðastað í hlíðunum fyrir ofan dalinn þar sem hann býr ásamt systur sinni. Þessi lágstemmda en áhrifaríka mynd, með Léu Seydoux í aðalhlutverki, skoðar hversu brothætt tengslin eru sem byggjast á leynd og lífsbaráttu.

Twelve-year-old Simon survives by stealing from a ski resort far above the bleak valley where he lives with his sister. Spare, intimate, and emotionally piercing, this quietly devastating film starring Léa Seydoux, traces a fragile bond built on secrecy and survival.

HOME HEIMA

Ursula Meier CH, FR, BE 2008 95 MIN

27.9 Háskólabíó 4 15:50 3.10 Háskólabíó 1 18:45 + Extended Talk 28.9 Háskólabíó 3 18:30 2.10 Háskólabíó 2 19:30 + Q&A

FILM AWARD 2009: BEST

Þegar lokaður vegur opnar loks er ein fjölskylda sem neitar að leggja í hann. En það grefur undan tilverunni meðan bílar hinna þjóta hjá og spennan tekur að hlaðast upp. Grátt gaman og annarlegt andrúmsloft einkenna þessa dæmisögu með Isabelle Huppert í aðalhlutverki, um afneitun og niðurníðsluna sem fylgir stöðnun.

A road to nowhere, finally opened. A family refuses to move. As cars scream by, tension seeps into every crack of their crumbling routine. Isabelle Huppert leads this eerie, oddly comic fable about denial, decay, and the comfort of staying put.

RAMON & SILVAN ZÜRCHER

LEIKSTJÓRAR DIRECTORS

UMRÆÐUR EFTIR SÝNINGU

EXTENDED TALK

Zürcher bræður taka þátt í umræðum eftir sýningu á Stúlkan og köngulóin Háskólabíó sal 4 3.10 kl. 14:30.

The Zürcher brothers will participate in an Extended Talk following a screening of The Girl and the Spider in Háskólabíó room 4 on 3.10 at 14:30.

UPPRENNANDI MEISTARAR

EMERGING MASTERS

TVÍBURARNIR Ramon og Silvan Zürcher tilheyra þeirri nýju kynslóð svissneskra kvikmyndagerðarmanna sem hefur vakið heimsathygli fyrir einstaka sýn og listrænan kjark. Þeir fæddust árið 1982 og hafa unnið saman að kvikmyndum frá upphafi ferils síns. Í verkum þeirra má finna listilega mótað sjónarhorn þar sem smáatriðin ráða ríkjum og hið hversdagslega verður uppspretta leyndardóma, tilfinninga og húmors. Fyrsta kvikmynd þeirra í fullri lengd, The Strange Little Cat (2013), var frumsýnd á Berlínarhátíðinni og vakti þegar í stað geysimikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína og nákvæma myndbyggingu. Með The Girl and the Spider (2021) héldu þeir áfram að þróa einstakan stíl sinn, og hlaut myndin mikla viðurkenningu, þar á meðal verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Berlinale 2021.

Myndir þeirra eru þekktar fyrir að fanga það ósýnilega í mannlegum samskiptum, það sem býr í augnablikum, rýmum og þögn. Zürcher-bræðurnir skapa kvikmyndir sem eru á sama tíma viðkvæmar og leikandi, og sýna hvernig hið smæsta getur orðið að stórri kvikmyndaupplifun.

TWIN BROTHERS Ramon and Silvan Zürcher represent a new generation of Swiss filmmakers who have captured international attention with their singular vision and artistic boldness. Born in 1982, the brothers have collaborated from the very beginning of their careers, developing a cinematic language where the smallest details hold the greatest weight, and everyday moments reveal mystery, emotion, and humor.

Their debut feature, The Strange Little Cat (2013), premiered at the Berlin International Film Festival and quickly became a cult phenomenon, praised for its inventive approach and meticulous composition. With The Girl and the Spider (2021), they further refined their unique style, winning major recognition including the award for Best Director at Berlinale 2021.

The Zürcher brothers’ films capture the invisible currents of human interaction— the fleeting gestures, silences, and spaces where meaning resides. Their cinema is at once delicate and playful, showing us how the smallest things can unfold into profound cinematic experiences.

THE GIRL AND THE SPIDER DAS MÄDCHEN UND DIE SPINNE STÚLKAN OG KÖNGULÓIN

Ramon & Silvan Zürcher CH 2021 98 MIN

BERLINALE 2021: BEST DIRECTOR

Lísa er á förum en Mara verður um kyrrt. Langanir, þrár og öfund spinna ósýnilegan en áþreifanlegan vef og það sem ætti að vera einfaldur flutningur framkallar andrúmsloft þrungið einhverju óumflýjanlegu. Spennuhlaðin og ógleymanleg mynd þar sem hið ósagða er í forgrunni.

Lisa is leaving. Mara stays. Between boxes and paint fumes, an invisible web of desire, jealousy and longing unfolds. What seems like a simple move turns into a quiet symphony of tension and transience. A chamber piece of charged glances and stray gestures.

THE SPARROW IN THE CHIMNEY DER SPATZ IM KAMIN SPÖRFUGLINN Í SKORSTEININUM

Ramon Zürcher CH 2024 117 MIN

Sparrow er saga um upplausn og endurfæðingu, sögð í gegnum Karen, móður á barmi örvæntingar sem reynir að fóta sig í stormasamri fjölskyldusamkomu. Samskipti fara úr böndunum, dýr sækja að heimilinu, leikur að kvikmyndaforminu fer af stað — og hinn nákvæmi rammatökustíll Zürchers er þaninn í hans metnaðarfyllstu og framsæknustu mynd til þessa.

SWISS FILM AWARD 2024: BEST SCREENPLAY

Sparrow tells a tale of destruction and rebirth through Karen, a mother at her breaking point as she navigates a tumultuous family gathering. Tempers begin to fray, animals encroach the household, genres are played with, and Zürcher’s precise framing threatens to give way in his most expansive, boundary-pushing effort yet.

THE STRANGE LITTLE CAT DAS MERKWÜRDIGE KÄTZCHEN KYNJAKÖTTURINN

Ramon Zürcher DE 2013 72 MIN

BERLINALE FORUM 2013

Fjölskylda í Berlín kemur saman í eldhúsinu meðan kötturinn tiplar um og þvottavélin snýst. Fyrr en varir fara undarlegar sögur á kreik. Þessi magnaða frumraun dregur fram töfra, ógnir og fáránleika hversdagslífsins með dáleiðandi hætti.

A kitchen in Berlin. A family gathers. The cat paces, the washing machine spins, and strange anecdotes slip into the air. With eerie precision and unexpected grace, this debut distills the magic, menace, and absurdity of domestic life into a hypnotic chain reaction.

MOHSEN MAKHMALBAF

LEIKSTJÓRI DIRECTOR

MEISTARASPJALL MASTERCLASS

Mohsen Makhmalbaf tekur þátt í meistarspjalli í Háskólabíó sal 2 3.10 kl.18:30.

Mohsen Makhmalbaf will participate in a masterclass in Háskólabíó room 2 on 3.10 at 18:30.

HEIÐURSGESTUR OG FORMAÐUR DÓMNEFNDAR Í VITRANAFLOKKI

HONORARY GUEST AND HEAD OF JURY IN NEW VISIONS

MOHSEN MAKHMALBAF er lykilpersóna í íranskri kvikmyndagerð, löngum hylltur fyrir djarfa frásagnarlist og ekki síður fyrir þátt sinn í að móta hina alþjóðlega viðurkenndu írönsku nýbylgju. Makhmalbaf, sem er sjálfmenntaður kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi stjórnmálaaktívisti, hefur byggt feril sinn á ljóðrænum verkum þar sem spilast saman mannúð og þung, pólitísk undiralda. Þar má telja myndir á borð við The Peddler (1987), Gabbeh (1996) og Kandahar (2001) — sú síðastnefnda færði honum heimsfrægð.

Makhbalbaf hefur alla tíð verið ákafur talsmaður tjáningarfrelsis og hefur óspart beitt mætti kvikmyndalistarinnar í þágu málstaðarins. Fyrir bragðið hefur Makhmalbaf og verk hans ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnvöldum í heimalandinu og fjölskylda hans verið í útlegð frá Íran um langt árabil. Nýrri verk Mohsens, á borð við The President (2014), bera einkenni hans; dæmisögulega frásögn og siðferðislega brýningu. Hann hefur veruið heiðraður í Cannes, Feneyjum og Berlín, og stendur enn sem einn af mikilvægustu og hugrökkustu röddum samtímans í heimi kvikmyndanna.

MOHSEN MAKHMALBAF is a seminal figure in Iranian cinema, celebrated both for his bold storytelling and for his role in shaping the internationally renowned Iranian New Wave.

A self-taught filmmaker and former political activist, Makhmalbaf has built a career on poetic works that blend humanist vision with a resonant political undercurrent. His acclaimed films include The Peddler (1987), Gabbeh (1996), and Kandahar (2001), the latter of which brought him worldwide recognition.

Throughout his career, Makhmalbaf has been a passionate advocate for freedom of expression, harnessing the power of cinema as a force for change. This stance has often placed him at odds with the authorities in his homeland, and his family has lived in exile since the mid2000s. His more recent films, such as The President (2014), continue to bear his signature qualities: allegorical storytelling and moral urgency. Honored at Cannes, Venice, and Berlin, Makhmalbaf remains one of contemporary cinema’s most vital and uncompromising voices.

CANNES 1995 OFFICIAL SELECTION

5.000 Íranir ákveða að elta drauminn og áheyrnarprufa snýst í öngþveiti sem er allt í senn leikræn tjáning, ögrun og ástarjátning til kvikmyndalistarinnar og getu hennar til að afhjúpa, sameina og kollvarpa.

A casting call turns into a frenzy—5,000 Iranians chasing their dream. What begins as an audition becomes something else entirely: part performance, part provocation, and a love letter to cinema’s power to expose, unite, and undo.

MÓÐURSKIPIÐ

LEIKSTJÓRI DIRECTOR

UMRÆÐUR EFTIR SÝNINGU EXTENDED TALK

Marziyeh Meshkiny tekur þátt í umræðum eftir sýningu á Þegar ég varð kona í Háskólabíó sal 2 2.10 kl. 17:15. Hún tekur einnig þátt í pallborðsumræðum um konur í kvikmyndum í Norræna húsinu 3.10 kl. 17:15.

Marziyeh Meshkiny will participate in an Extended Talk following a screening of The Day I Became a Woman in Háskólabíó Screening room 2 on 2.10 at 17:15. She is also a panelist on the Women in Film panel in Nordic House 3.10 at 17:15.

HEIÐURSGESTUR HONORARY GUEST

MARZIYEH MESHKINY er áberandi rödd í íranskri kvikmyndagerð og ein áhrifamesta kvenleikstýra Mið-Austurlanda. Hún hóf feril sinn innan Makhmalbaf Film House, listasmiðju sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Mohsen Makhmalbaf, og börnum þeirra. Fyrsta mynd hennar, The Day I Became a Woman (2000), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún hlaut bæði verðlaun og lof gagnrýnenda fyrir einstaka blöndu ljóðrænnar frásagnar og félagslegrar skýrleika. Myndin er í dag talin lykilverka írönsku nýbylgjunnar.

Meshkiny hefur síðan unnið sér sess sem listamaður sem þorir að takast á við viðkvæm málefni – stöðu kvenna, kynhlutverk og rétt til sjálfsákvörðunar. Hún leikstýrði einnig Stray Dogs (2004), sem vakti athygli fyrir átakanlega mynd af börnum í stríðshrjáðri Kabúl. Verk hennar endurspegla bæði nánd og samkennd en eru á sama tíma hárbeitt gagnrýni á óréttlæti og kúgun.

Sem hluti af útlægri fjölskyldu Makhmalbaf heldur Meshkiny áfram að starfa á alþjóðavettvangi. Hún stendur í dag sem mikilvæg rödd kvikmyndalistarinnar – og sem fyrirmynd nýrrar kynslóðar kvenleikstjóra.

MARZIYEH MESHKINY is a leading voice in Iranian cinema and one of the most influential female directors in the Middle East. She began her career within the Makhmalbaf Film House, the family-run collective founded with her husband, Mohsen Makhmalbaf, and their children. Her debut feature, The Day I Became a Woman (2000), premiered at the Venice Film Festival, where it won awards and wide critical acclaim for its lyrical storytelling and incisive social vision. The film is now regarded as a landmark of the Iranian New Wave.

Since then, Meshkiny has established herself as an artist unafraid to confront sensitive issues—women’s rights, gender roles, and the struggle for self-determination. Her second film, Stray Dogs (2004), drew international attention for its powerful portrayal of children in war-torn Kabul. Her work combines intimacy and empathy with sharp critiques of injustice and oppression.

Now living in exile with the Makhmalbaf family, Meshkiny continues to work internationally. She stands as a vital voice in contemporary cinema—and as an inspiration for a new generation of women filmmakers.

Stúlka, eiginkona, eldri frú—allar mótaðar af reglum sem þær brjóta í kyrrþey. Í sólbakaðri og súrrealískri röð myndbrota teiknar Marziyeh Meshkini upp þögul mótmæli kvenleikans í Íran á hnyttinn, beinskeyttan og eftirminnilegan hátt.

THE DAY I BECAME A WOMAN

ÞEGAR ÉG VARÐ KONA

Marziyeh Meshkiny IR 2000 74 MIN

A girl, a wife, an old woman—three lives bound by rules and quietly breaking them. In sunlit, surreal vignettes, Marziyeh Meshkini sketches the unspoken rebellions of Iranian womanhood with wit, clarity, and quiet defiance.

APICHATPONG WEERASETHAKUL

LEIKSTJÓRI

MEISTARASPJALL MASTERCLASS

Apichatpong Weerasethakul tekur þátt meistaraspjalli í Háskólabíó sal 1 30.9 kl. 19:40.

Apichatpong Weerasethakul will participate in a masterclass in Háskólabíó room 1 on 30.9 at 19:40.

DIRECTOR

HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI LISTFENGI

APICHATPONG WEERASETHAKUL, sem heiðraður verður á RIFF í ár fyrir einstaka listræna sýn, er meðal frumlegustu og róttækustu kvikmyndagerðarmanna samtímans., Hann fæddist í Bangkok árið 1970 og ólst upp í norðausturhluta Taílands. Hann lærði arkitektúr áður en hann hélt til Chicago í kvikmyndanám, þar sem hann þróaði sinn einstaka stíl sem snýst um minni, tilfinningu og andlega leit frekar en hefðbundinn, línulegan söguþráð.

Þó myndir Apichatpong—sem er af aðdáendum jafnan kallaður Joe—megi virðast ópólitískar við fyrstu sýn, endurspegla þær oft undirliggjandi átök: ritskoðun, félagslegt taumhald og sögu kúgunar í Taílandi. Hann miðlar fremur með stemningu en yfirlýsingum — kvikmyndir hans líkjast oft draumum sem maður man aðeins til hálfs.

APICHATPONG WEERASETHAKUL , who will be honored at RIFF this year for his artistic excellence, is among the most original and radical filmmakers of our time. Born in Bangkok in 1970 and raised in northeastern Thailand, he first studied architecture before pursuing film in Chicago, where he developed a distinctive style centered on memory, emotion, and spiritual exploration rather than conventional, linear storytelling.

Though Apichatpong—affectionately called Joe by admirers—may appear apolitical at first glance, his films often reflect underlying tensions: censorship, social constraints, and Thailand’s repressed histories. Rather than making overt statements, he conveys through mood and atmosphere—his cinema often resembling elusive, half-remembered dreams.

Tilda Swinton ráfar um götur Bogotá á flótta undan hljóði sem enginn nema hún heyrir. Úr verður framandi, fögur og draumkennd upplifun þar sem minningar og ímyndun mætast. Hér er á ferðinni hæglát og seiðandi ráðgáta sem gerist á mörkum tveggja heima.

Tilda Swinton wanders Bogotá haunted by a sound only she can hear. What follows is a strange, exquisite dream of memory and time, halfremembered, half-imagined. A shimmering, slow-burn mystery from a true master of the inbetween. MEMORIA

Apichatpong

Weerasethakul CO, TH, DE, FR, QA, MX 136 MIN 2021

UNCLE BOONMEE WHO CAN RECALL HIS PAST LIVES

BOONMEE

FRÆNDI MAN SÍN

FYRRI LÍF

Apichatpong Weerasethakul TH, UK, DE, FR, ES, US 2010 113 MIN

25.9 Háskólabíó 4 17:15 29.9 Háskólabíó 1 21:10 + Intro 1.10 Háskólabíó 2 16:30 + Q&A

Meistaraverk Apichatpongs Weerasethakul þar sem töfraraunsæið svífur yfir. Hér segir frá síðustu dögum Boonmee frænda, þar sem tíminn verður óræður og draugar birtast úr móðu minninga. Myndin er djúpt seiðandi safn frásagna sem ferðast yfir landamæri lífs og dauða, minninga og drauma — andleg upplifun sem lætur engan ósnortinn.

27.9 Háskólabíó 1 13:15

Apichatpong Weerasethakul’s magic realist masterpiece details the final days of Uncle Boonmee, where time is fluid and ghosts emerge. Delivered through a deeply immersive anthology that straddles the borders between life, death, memory and dream, this is a spiritually transcendent, unmissable experience.

MYSTERIOUS OBJECT AT NOON

DULARFULLUR HLUTUR UM HÁDEGISBIL

Apichatpong Weerasethakul TH, NL 2000 89 MIN

Dularfullur hlutur um hádegisbil sameinar heimildamynd og skáldskap þar sem íbúar víðsvegar um Taíland spinna saman óvænta, yfirnáttúrulega sögu. Tilraunakennd frumraun Weerasethakuls er draumkennd hugleiðing um minni, ímyndunarafl og sjálft frásagnarferlið.

Mysterious Object at Noon blends documentary and fiction as villagers across Thailand collectively improvise a surreal tale. This experimental debut weaves oral storytelling with cinematic invention, resulting in a dreamlike meditation on memory, imagination, and the act of narration itself.

DAGSKRÁ PROGRAM

VITRANIR NEW VISIONS

Í VITRUNUM tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra oftar en ekki viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.

IN NEW VISIONS, up-and-coming filmmakers present their first or second feature film and compete for our main prize, The Golden Puffin. These films often challenge cinematic conventions and pave the way for tomorrow’s cinema.

LIGHT THAT NEVER GOES OUT JOSSAIN ON VALO JOKA EI SAMMU

ACID CANNES

Í kjölfar taugaáfalls snýr flautuleikarinn Pauli aftur til heimahaganna þar sem hann hittir fyrir gamlan vin, Iiris, sem býr til tilraunamúsík. Í gegnum óreiðukenndar tónsmíðar hennar finnur Pauli leiðina til bata og viljann til að spila á ný.

CACTUS PEARS

SABAR BONDA FORBOÐNIR ÁVEXTIR

Rohan Parashuram Kanawade IN, CA, UK 2025 112 MIN

25.9 Háskólabíó 4 19:30

27.9

Sannkölluð perla sem sló í gegn á Sundancehátíðinni. Borgarbúinn Anand þarf að verja tíu dögum í að syrgja föður sinn í hrjóstrugum sveitum vesturIndlands. Þar í fásinninu myndar hann tengsl við bónda sem kýs að vera einhleypur. Þegar heimferðin nálgast stendur Anand frammi fyrir spurningu: á samband þeirra - sem varð til í sorginni - einhverja framtíð?

26.9 Háskólabíó 2 21:45 + Q&A

30.9 Háskólabíó 1

After a breakdown, flutist Pauli returns to his hometown where he reconnects with Iiris, an old friend making experimental music. Drawn to her chaotic energy, he finds new ways to heal — and to play again. A

In Rohan Kanawade’s Sundance-winning delight, Anand, a city dweller compelled to spend a 10day mourning period for his father in the rugged countryside of western India, tenderly bonds with a local farmer who is struggling to stay unmarried. As the mourning ends, forcing his return, Anand must decide the fate of his relationship born under duress.

SOLOMAMMA MÖMMUSÓLÓ

Janicke Askevold

26.9 Háskólabíó 2 15:00

2.10 Háskólabíó 3 18:40 + Q&A 4.10 Háskólabíó

Þegar Edith verður einstæð um fertugt afræður hún að eignast barn með aðstoð sæðisgjafa. En það reynist þrautin þyngri að vera einstæð móðir og hún fer að efast um ákvörðunina. Þegar hún kemst að því hver gjafinn er ákveður hún að hitta hann–án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. When Edith becomes single at 40, she embarks on solo motherhood with a sperm donor. Solo parenting proves harder than expected, and doubts about being enough creep in. When the donor’s identity surfaces, she seeks him out, unaware of the consequences her actions will have on those around her.

children

Kolsvart gamandrama um Agnesi, ungan háskólakennara í sveitum Massachusetts sem fótar sig í tilverunni eftir að brotið var á henni kynferðislega. Myndin hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir magnaða sögu, sem sögð er af hlýju í ólínulegum köflum, um áfall, seiglu, vináttu og bata. Eva Victor’s acclaimed and darkly comic drama about Agnes, a young professor in rural Massachusetts, navigating the aftermath of a sexual assault. Told in nonlinear chapters, the film weaves humor, resilience, and emotional nuance into a powerful portrait of trauma, friendship, and healing.

STRANGE RIVER ESTRANY RIU KYNLEGT FLJÓT

Not suitable for children

27.9 Háskólabíó 2 19:50 + Q&A

30.9 Háskólabíó 4 19:15

3.10 Háskólabíó 3 21:45 Ekki ætluð börnum

Jaume Claret Muxart ES, DE 2025 105 MIN VENICE ORIZZONTI

Hinn 16 ára Dídac fer í hjólatúr eitt sumarið ásamt fjölskyldu sinni niður eftir Dóná. Á leiðinni kemur hann ítrekað auga á Alexander, dularfullan dreng sem býr í ánni. Fljótlega fer að bera á aukinni spennu í samskiptum Dídac við móður sína og bróður - en hver er Alexander í raun og veru?

One summer 16 year old Dídac goes on a family cycling journey along the Danube. As he pedals downstream, he starts seeing the enigmatic Alexander in the river’s waters, sparking a coming of age transformation that subtly strains ties with his younger brother and mother. But who is Alexander?

Með mjúkri nálgun og mildi fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur annars konar lögmálum. Það er ljóðræna í hinu hversdagslega og minningarnar eru fallegar en hverfular eins og ljósblik á vatni í mynd Yrsu Roca Fannberg. Myndin verður einnig sýnd á Grund 3. október fyrir íbúa dvalar- og hjúkrunarheimilisins.

GROUND BENEATH OUR FEET

UNDIR FÓTUM OKKAR Yrsa Roca Fannberg IS, PL 2025 82 MIN

A soft, meditative gaze falls on the final years of life inside a Reykjavík care home, where time folds in on itself. Gentle rituals become poetry; memory flickers like light on water. Yrsa Roca Fannberg captures a tender reverence for the everyday. The film will also be screened for residents of Grund on October 3rd.

THE LAST PARADISE ON EARTH DET SIDSTE PARADIS PÅ JORD SÍÐASTA PARADÍSIN Á JÖRÐ

Sakaris Stórá FO, DK 2025 87 MIN

FYRIR OPNU HAFI OPEN SEAS

Kári nýtur síns hægláta lífs í litlu þorpi á lítilli eyju, jafnvel þó fiskvinnslan loki senn og vinir flytjist á brott í leit að betra lífi. Meðan aðrir hverfa frá kýs hann að vera um kyrrt og standa vörð um paradísina sína.

THE SHIPWRECKED TRIPTYCH DAS SCHIFFBRUCH-TRIPTYCHON ÞRÍLEIKUR UM SKIPBROT

Deniz Eroglu DE, NL, DK 2025 92 MIN

Kári loves his quiet life in a small island village, even as the local fish factory faces closure and friends leave in search of better futures. While others chase change, he chooses to stay, holding on to the place he calls paradise.

Á HVERJU ÁRI eru ákveðnar myndir sem vekja sérstaka athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim; meistarastykki úr smiðju þekktra leikstjóra jafnt sem nýgræðinga. Í þessum flokki gefur að líta rjómann frá hátíðum heimsins síðustu 12 mánuði eða svo.

E VERY YEAR there are certain films that attract special attention at film festivals around the world, masterpieces from renowned directors as well as newcomers. This section showcases the cream of the crop from the past 12 months of festivals worldwide.

LOKAMYND RIFF CLOSING FILM

THE WIZARD OF THE KREMLIN LE MAGE DU KREMLIN TÖFRAMAÐURINN FRÁ KREML

Olivier Assayas FR 2025 156 MIN

2.10 Háskólabíó 1 20:00 + Extended Talk 4.10 Háskólabíó 1 18:30 5.10 Háskólabíó 1 18:45

IFFR: BRIGHT FUTURE

Hugtakið skipbrot getur þýtt margt; að vera dæmdur til jaðarsetningar meðal manna, að lifa í viðvarandi millibilsástandi eða þurfa að fást við geðþóttaákvarðanir samfélags, stofnana og einstaklinga. Leikstjórinn Deniz Eroglu skoðar alla þætti málsins í þessari einstaklega frumlegu mynd. In this exceptionally creative anthology film, Deniz Eroglu explores the concept of shipwreck—to be relegated to the fringes of human existence; to freely function in a liminal state; to grapple with the fickle bonds of society, institutions and individuals— through three stylistically and narratively individual episodes.

Eitt sinn var hann listamaður og sjónvarpsþáttaframleiðandi–síðar varð hann spunameistarinn sem kom Vladimir Pútín til valda um leið og samin var ímynd hins nýja Rússlands. Seinna rauf hann þögn sína og opinberaði veröld byggða á lygum og blekkingum.

VENICE FILM FESTIVAL

Vadim Baranov, once an artist and TV producer, becomes the spin doctor behind Vladimir Putin’s rise, shaping the myths of a new Russia. Years later, he breaks his silence, revealing a world where truth and illusion blur.

25.9 Háskólabíó 1

3 13:00

Leikstjórinn Amalia Ulman beitir hér hárbeittri kaldhæðni svo útkoman verður sprenghlægileg. Hér segir frá óförum hipp og kúl tökuliðs, með Chloë Sevigny í fararbroddi, á leið til Argentínu. Fyrir kostulegan klaufaskap endar teymið í röngu landi svo úr verður röð grátbroslegra mistaka og óhappa.

JURY PRIZE CANNES COMPETITION

Ung kona hverfur á rave-tónleikum í eyðimörkinni í suðurhluta Marokkó og faðir hennar og bróðir leggja af stað út í óbyggðirnar að leita hennar. Þessi lágstemmda en tilfinningaríka vegamynd er knúin áfram af von, trega og dynjandi danstónlist sem skilar feðgunum jafnt sem áhorfendum gegnum hrjóstrugt landslagið.

Það er á brattann að sækja í tilverunni fyrir smiðinn og úthverfapabbann J.B. Mooney. Til að rétta sinn hlut hyggst hann fremja bíræfið listaverkarán sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér í þessari kúnstugu og lágstemmdu mynd þar sem eftirminnilegar persónur knýja framvinduna áfram.

QUEENS OF THE DEAD DROTTNINGAR HINNA DAUÐU

Tina Romero US 2025 101 MIN

SUNDANCE, BERLINALE

Amalia Ulman applies a daring off-kilter sensibility and scathing wit to her hilarious second feature film, starring Chloë Sevigny. A satirical farce where an edgy media company’s Argentina-bound film crew results in them arriving in the wrong country in search of a story. What follows is a comedy of errors, mishaps, and unexpected connections.

Ekki ætluð börnum

Not suitable for children

27.9 Háskólabíó 1 21:30 + Q&A

28.9 Háskólabíó 2 21:00 + Q&A

Fyrir meira en hálfri öld sendi George A. Romero frá sér meistaraverkið The Night of the Living Dead, og nú kveður dóttir hans Tina sér hljóðs með Queens of the Dead — stórskemmtilegum gamanhryllingi þar sem dragdrottningar og klúbbgestir í Brooklyn berjast við uppvakninga með kjarkinn, háa hæla og glimmer að vopni.

Laxe

Not suitable for children

26.9 Háskólabíó 1 22:00

2.10 Háskólabíó 2 21:50 + Intro

3.10 Háskólabíó 2 21:15 + Q&A Ekki ætluð börnum

A young woman vanishes at a rave in southern Morocco. Luis, her father, and Esteban, her brother, journey into the desert in search. A sensory, minimalist road movie blending trance rhythms with grief, found family bonds, and a spiritual trek across stark, inhospitable terrain.

Frumraun Scarlett Johansson í leikstjórastólnum segir frá hinni 94 ára Eleanor Morgenstein sem flytur til New York þegar aldavinur hennar fellur frá. Þar gengur hún óvart í stuðningshóp fyrir eftirlifendur Helfararinnar og deilir sögu vinarins látna um leið og hún vingast óvænt við ungan nema í blaðamennsku.

Suburban family man J.B. Mooney, a struggling carpentry dad in 1970s Massachusetts, plans a daring art heist from his local museum. But his amateur approach leads to unraveling consequences—quietly gripping in Reichardt’s understated, character driven style.

FATHER OTEC FAÐIR

Tereza Nvotová SK, CZ, PL 2025 103 MIN

29.9 Háskólabíó 4 19:40 1.10 Háskólabíó 1 17:00 5.10 Háskólabíó

Magnþrungin saga ungs föður sem tekst á við hið óhugsandi. Með ósveigjanlegri nánd og hugrekki gagnvart forminu tekst leikstjórinn á við sorg, sektarkennd og viðkvæma leit að fyrirgefningu – allt í einni samfelldri töku.

TRIBECA

Katy O'Brian, Margaret Cho, Jack Haven

More than 50 years after George A. Romero released his seminal masterpiece The Night of the Living Dead, his daughter Tina Romero brings us Queens of the Dead — a riotous horror-comedy in which Brooklyn drag queens and club kids fend off a zombie apocalypse with heels, glitter, and guts.

Scarlett Johansson’s directorial debut follows 94 year old Eleanor Morgenstein after her lifelong friend’s death. She moves to New York and, by accident, joins a Holocaust survivors’ support group—sharing her late friend’s story and forging an unlikely bond with a young journalism student.

NORDIC PREMIERE VENICE: ORIZZONTI

This searing new feature from Tereza Nvotová unfolds in a single, unbroken take as a devoted young father reels from the unthinkable. With unflinching intimacy and formal daring, the film confronts grief, accountability, and the fragile weight of forgiveness.

Ekki ætluð börnum

NORDIC PREMIERE LOCARNO: JURY PRIZE

Masha er fyrirsæta frá Hvíta-Rússlandi að elta framadrauma í Kína, á meðan Misha, dulur listmálari sem vinnur í líkhúsi, lifir sínu lífi í skugganum. Brothætt ástarsamband þeirra – mótað af dauðanum, sjálfsmynd og jaðarlist – umturnar veröld þeirra beggja. Frumsýnd í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í ágúst 2025.

Hér er sögð sagan af fjölbragðaglímukappanum

Mark Kerr, sem faldi flóknar tilfinningar með hrikalegum fantabrögðum sínum í hringnum. Úr verður áhugaverð svipmynd þar sem ógurlegur styrkur felur brothætta sál.

Sumar eitt hittast þau Nagisa og Natsuo við sjávarsíðuna en hittingurinn er allur hikandi. Þegar veturinn gengur í garð mætir handritshöfundurinn Li á snævi þakið gistiheimili Benzo, þar sem varfærnislegar samræður leiða til óvæntra kynna.

Elsa Kremser, Levin Peter AT, DE 2025 115 MIN

Not suitable for children

26.9 Háskólabíó 4 19:50 + Q&A

27.9 Háskólabíó 3 12:00 + Q&A

3.10 Háskólabíó 4 17:15

Masha, a Belarusian model is chasing a dream career in China, while Misha, is a brooding painter who works in a morgue. Their fragile romance—set amid mortality, identity, and outsider art—turns each other's worlds upside down. Premiering in Locarno’s international competition in August 2025. WHITE SNAIL HVÍTUR SNIGILL

ÖNNUR FRAMTÍÐ A DIFFERENT TOMORROW

The story of legendary UFC fighter Mark Kerr, whose brutal strength in the ring hid a far more complicated battle outside it. A portrait of dominance, vulnerability, and the fight to confront what lies beyond glory.

V IÐ LIFUM á flóknum og viðsjárverðum tímum þar sem ófriður, umhverfisógnir og loftslagsbreytingar lita tíðarandann. Hvað sem morgundagurinn ber í skauti sér þá trúum við því að bíó geti breytt heiminum til hins betra, myndirnar í þessum flokki þar meðtaldar.

Í kjölfar nokkurra valinna sýninga fara fram samræður til áhrifa: umræður þar sem kvikmyndagerðarfólk, sérfræðingar og áhorfendur ræða þau umhverfis- og samfélagsmál sem kvikmyndirnar varpa ljósi á.

THESE ARE indeed complex and perilous times, marked by conflict, environmental threats, and climate change. Whatever tomorrow may bring, we believe that cinema has the power to change the world for the better — including the films presented in this section.

Selected screenings are followed by impact talks, where filmmakers, specialists, and audiences talk through the environmental and social themes raised on screen.

TWO SEASONS, TWO STRANGERS

GOLDEN LEOPARD LOCARNO 28.9 Háskólabíó 3

Sho Miyake JP 2024 89 MIN

In summer, Nagisa and Natsuo meet by the sea, their hesitant words drifting like the rain around them; in winter, screenwriter Li arrives at a snowy village guesthouse run by Benzo, where fragile conversations open the way to an unexpected connection.

5 SEASONS OF REVOLUTION 5 ÁR AF BYLTINGU

SUNDANCE 2023 30.9

Lina, sýrlenskur blaðamaður, fer að taka upp vini sína þegar mótmæli brjótast út í Damaskus. Er árin líða

snýr Lina sífellt aftur að víglínum heimalandsins undir nýjum dulnefnum, meðan vinir og ættingjar glata ýmist frelsi sínu eða týna lífi.

Lina DE, SY, NO, NL, QA 2023 95 MIN

As protests break out in Damascus a young Syrian journalist begins filming her friends and her city. Over the years, she adopts aliases and returns again and again to the frontlines, even as those closest to her are arrested or killed.

THE SMASHING MACHINE BROTVÉLIN
Benny Safdie US 2025 123 MIN
VENICE

Í þessari hrífandi stórmynd Cherien Dabis, sem spannar heilan áratug, segir frá palestínsku pari sem finnur kjark og von mitt í linnulausum átökum. Þau standa frammi fyrir örlagaríkri ákvörðun sem tengist mótmælum á Vesturbakkanum — atburði sem á eftir að umbreyta örlögum fjölskyldunnar.

Cherien Dabi’s scintillating decade-spanning epic tells the story of a Palestinian couple that finds hope and courage in the midst of a relentless struggle, as they face an extraordinary life decision centered around a West Bank protest that will change their family’s destiny.

MR. NOBODY AGAINST PUTIN SMÁKARL GEGN PÚTÍN

SPECIAL JURY AWARD SUNDANCE

Áróður frá ríkinu hefur gegnsýrt skólastofu í rússnesku þorpi og dáðum grunnskólakennara er skipað að boða hugmyndafræði hernaðar. Á meðan skrásetur hann breytingar í skólanum, uns valið stendur um að vera kyrr–eða flýja.

TEENAGE LIFE INTERRUPTED

UTEN SYNLIGE TEGN

TRUFLUÐ TÁNINGSÁR Åse Svenheim

Drivenes NO 2025 90 MIN

David Borenstein & Pavel Talankin DK, CZ 2025 90 MIN

A beloved schoolteacher in a Russian village finds his classroom overtaken by state propaganda after the invasion of Ukraine. As his secret documentation of changes within the school grow riskier, Pasha must decide whether to stay or flee.

Monica

Ekki ætluð börnum

CPH:DOX

Hinn 12 ára Mikal býr í niðurnýddu hóteli með foreldrum sínum sem eru fíklar. Hann óskar sér eðlilegra lífs en óvænt áfall knýr samband feðganna til breytinga. Þessi áhrifaríka mynd var tekin yfir þriggja ára tímabil og sýnir fjölskyldulíf á jaðri samfélagsins í Bandaríkjunum.

HACKING HATE

HATRIÐ HAKKAÐ

Simon Klose SE, DK, NO 2024 87 MIN

Blaðamaðurinn My Vingren fer huldu höfði meðal öfga-hægrisinna á Norðurlöndunum þar sem tilveran gengur út á netsmelli, ósannindi og hatur. Afraksturinn er þessi mynd; barátta einnar konu gegn eitruðum undirheimum.

Twelve-year-old Mikal lives with his parents in a rundown hotel, where addiction and poverty shape daily life. Shot over three years, the film captures both the chaos and fragile hope of a family on the margins of America. FLOPHOUSE AMERICA

Tveir læknar í Tromsø berjast við að hjálpa ungu fólki með óútskýrð sjúkdómseinkenni. Á bak við þau standa fjölskyldur sem þrá svör og tveir læknar sem spyrja óhefðbundinna spurninga til að greina mynstur sem öðrum hafa yfirsést.

Two doctors in Tromsø, Norway, endeavour to treat young people with undiagnosable illnesses. An examination of how we reckon with the unknowable, and what role the teenagers have in a society that struggles to understand them.

Not suitable for children

BERLINALE SILVER BEAR

Draumkenndur óður Gabriels Mascaro til þess að eldast með reisn leiðir okkur niður eftir Amazonfljótinu, þar sem frásögnin fylgir hinni 77 ára gömlu Teca í uppreisn gegn stjórnvöldum sem vildu helst sem minnst af henni vita.

A journalist goes undercover in Nordic far-right communities online, infiltrating networks that thrive on hate. Her work reveals how deeply the groups are woven into online culture, and the personal risks she faces. One woman’s fight against a toxic underground.

THE LAST AMBASSADOR

DIE LETZTE BOTSCHAFTERIN SÍÐASTI SENDIHERRANN

Natalie Johanna Halla AT 2025 80 MIN

Sendiherra Afganistans í Vín, Manizha Bakhtari, stendur vaktina eftir valdatöku Talíbana og er skyndilega í forsvari fyrir ríki sem er ekki lengur viðurkennt. Hún heldur áfram baráttu sinni fyrir réttindum afganskra kvenna án viðurkenningar og undir sívaxandi þrýstingi.

THE BLUE TRAIL O ÚLTIMO AZUL FLJÓTIÐ BLÁA

Gabriel Mascaro’s swooning ode to ageing in style takes us on a multifaceted trip through the Amazon river, its dreamy narrative following 77-year-old Teca rebelling against the Brazilian government.

CPH:DOX

Afghan ambassador Manizha Bakhtari remains in Vienna after the Taliban takeover, representing a nation that no longer officially exists. In defiance of the regime, she courageously continues her fight for Afghan women’s rights.

Gabriel Mascaro BR, MX, CL, NL 2025 86 MIN
TROMSØ 2025: BEST FEATURE FILM CPH:DOX

HEIMILDAMYNDIR DOCUMENTARIES

Hrá og óvægin svipmynd af nautabananum Andrés Roca Rey og hvert nautaat hans á fætur öðru. Leikstjórinn Albert Serra, sem hlaut heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn, skoðar hér einveru nautabanans og þessa blóðugu dægradvöl.

AFTERNOONS OF SOLITUDE TARDES DE SOLEDAD EINMANA SÍÐDEGI

children

Í ÞESSUM flokki eru sýndar nokkrar af athyglisverðustu heimildarmyndum samtímans og spanna þær að vanda vítt svið. Þó eiga þær það sammerkt að segja frá einhverju áríðandi, miðla upplýsingum með máli og myndum, til þess fallnar að vekja umtal og umhugsun.

THIS SECTION presents some of the most noteworthy documentaries of our time, covering—as always—a wide range of subjects. What they share, however, is the urgency of their stories, conveying information through word and image in ways that spark discussion and reflection.

FILM AND HONORARY GUEST KIM NOVAK

Í þessari mögnuðu heimildarmynd kynnumst við sjálfstæðum eldhuga sem afréð að segja skilið við Hollywood til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Leikstjórinn Alexandre O. Philippe hlaut heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn.

KIM NOVAK'S VERTIGO

Alexandre O. Philippe US 2025 77 MIN

25.9 Háskólabíó 1&2 19:00

26.9 Háskólabíó

Kim Novak’s Vertigo is an intimate portrait of a fiercely independent Hollywood star who left it all behind to live life on her own terms. Director Alexandre O. Philippe was awarded the 2022 RIFF Honorary Award for Creative Excellence.

Tardes de Soledad offers an immersive, unfiltered portrait of matador Andrés Roca Rey across fourteen bullfights, through stark close ups and silent rituals. Director Albert Serra was awarded the RIFF 2022 Honorary Award for Creative Excellence.

Denis Côté CA 2025 87 MIN

Ekki ætluð börnum

Not suitable for children

25.9 Háskólabíó 3 21:45

3.10 Háskólabíó 4 19:30 + Q&A

5.10 Háskólabíó 4 16:40 + Q&A

Paul þrífur til að lifa af – bókstaflega. Á meðan hann glímir við kvíða og þunglyndi finnur hann haldreipi í undirgefni við heimilisþrif. Með húmor og mildi teiknar þessi mynd um „hreingerningaþræl“ upp óvænta leið til bata, eina Instagram-stiklu í einu.

Persónuleg heimildamynd byggð á myndsímtölum milli leikstjórans og palestínsku ljósmyndakonunnar Fatmu Hassouna í Gaza. Á mörgum mánuðum af umsátursástandi verður til lifandi heimild um hugrekki, sköpunarkraft og að lokum missi.

WALLS –AKINNI INUK MÚRAR

Sofie Rørdam & Nina Paninnguaq Skydsbjerg

Ruth situr af sér ævilangt fangelsi þegar kvikmyndagerðarkonan Nina mætir á staðinn. Upp úr svartnætti áfalla sprettur vinátta, og múrarnir milli kvenna, tveggja lífa og landa, taka að molna. Þetta er í senn falleg og óvægin saga af samkennd og uppbyggingu.

BERLINALE

Paul cleans to survive, literally. Battling anxiety and depression, he finds structure and purpose in domestic submission. With humour and tenderness, this portrait of a “cleaning simp” reveals an unlikely path toward healing, one Instagram reel at a time.

PUT YOUR SOUL ON YOUR HAND AND WALK

HINSTA KVEÐJA FRÁ GAZA

Sepideh Farsi

FR, PS 2025 112 MIN

Ekki ætluð börnum Not suitable for children

25.9 Háskólabíó 2 21:00

27.9 Háskólabíó 2 12:45

5.10 Háskólabíó 4 18:45

A personal documentary formed through video call exchanges between the director and Palestinian photojournalist Fatma Hassouna in Gaza. Across months of siege and resistance, the film is a living archive of courage, creativity, and ultimately, loss.

Ruth is stuck in indefinite detention. Nina, a filmmaker, walks into the prison—and something shifts. From trauma and silence, a friendship grows, slowly cracking the walls between two women, lives, and countries. A raw portrait of empathy and repair.

SAN SEBASTIAN. GOLDEN SHELL BEST
PAUL PÁLL
ACID CANNES

SJÖ SNIÐUGAR SMART 7

FLOKKURINN Sjö sniðugar eru afrakstur samstarfs sjö evrópskra kvikmyndahátíða.

Hátíðirnar sem taka þátt í verkefninu eru IndieLisboa í Portúgal, Alþjóðlega kvikmynda-hátíðin í Þessalóníku í Grikklandi, New Horizons í Póllandi, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Vilnius í Litháen, FILMADRID á Spáni, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Transylvaníu í Rúmeníu, og svo RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

THE SECTION Smart 7 is the result of a collaboration between seven European film festivals. The participating festivals are IndieLisboa in Portugal, the Thessaloniki International Film Festival in Greece, New Horizons in Poland, the Vilnius International Film Festival in Lithuania, FILMADRID in Spain, the Transilvania International Film Festival in Romania, and RIFF – the Reykjavík International Film Festival.

AS SILENCE PASSES BY POR DONDE PASA EL SILENCIO ÞAR FER ÞÖGNIN

SAN SEBASTIAN FILMADRID

Týndi sonurinn snýr aftur. Antonio hefur búið sér líf fjarri æskustöðvunum í sveitum Andalúsíu þar sem fjölskylda hans býr enn. Þegar þau hittast á ný, magnast spennan: allir þurfa á Antonio að halda — en er hann kominn heim til að vera?

DROWNING DRY SESES

ÞURRT VATN

The prodigal son returns. Antonio has built a life for himself outside rural Andalusia where his family still resides. Upon his arrival, tensions are exacerbated. Antonio’s twin, Javier, has a disability that requires care. Antonio’s help is needed, is he back for good?

Laurynas Bareiša LT, LV 2024 88 MIN

Lukas sigrar á bardagalistamóti og frændi hans, Tómas á afmæli. Til að fagna slá mæður þeirra upp í helgardvöl á sveitasetri fjölskyldunnar. Þar synda þau í nærliggjandi á og slappa af. En eftir óhapp þar sem hurð skellur nærri hælum, verða systurnar einstæðar mæður.

RIFF

Eldri maður sötrar te blandað ösku eiginkonu sinnar þegar vofa hennar birtist honum. Endurfundir þeirra fela í sér upprifjun á liðnum árum og misgóðum minningum þar sem kostulegt persónugallerí kemur við sögu. Launfyndinn og ljúfsár óður til lokakaflans sem bíður okkar allra.

To celebrate Lukas’ victory at the martial arts tournament and Tomas’ birthday party, the two sisters organize a weekend at the country house. With their kids, they go swimming in a nearby lake and relax, but soon the sisters become single mothers.

EPILOGUES MISSIR Ari Alexander & Ergis Magnússon IS, BE, NO 2024 90 MIN

An elderly man drinks his wife’s ashes in tea and is visited by her ghost to share memories of their life. Their reunion sparks a surreal journey through grief, love, and memory, as they encounter an array of unique characters.

29.9 Háskólabíó 4 15:00 + Q&A 4.10 Háskólabíó 3 13:10 28.9 Háskólabíó 4 15:25 + Q&A 3.10 Háskólabíó 2 14:45 + Q&A 26.9 Háskólabíó 4 22:20 29.9 Háskólabíó 4 21:40

HANAMI HVERFUL FEGURÐ Denise Fernandes PT, CH, CV 2024 96 MIN LOCARNO 2024: BEST EMERGING DIRECTOR INDIELISBOA 29.9 Háskólabíó 3

Á afskekktri eldfjallaeyju sem allir vilja yfirgefa, kýs Nana að vera um kyrrt. Þegar Nana fær háan hita er hún send að rótum eldfjalls til meðferðar. Þar mætir hún heimi sem svífur á mörkum draums og veruleika.

On a remote volcanic island from which everyone wants to leave, Nana decides to stay. When Nana comes down with a high fever, she is sent to the foot of a volcano for treatment where she encounters a world between dreams and reality.

LOCARNO 2024: BEST DIRECTION VILNIUS IFF

Dagarnir eru hver öðrum líkir hjá Cristinu, hálffertugum ritara í Búkarest sem gerir sitt besta. Dag einn er ákveðið að sviðsetja leikverk byggt á lífi hennar og þegar leikararnir fara að vasast fyrir alvöru í tilveru hennar fer hún að spyrja sig hvað sé satt og hverju logið.

Cristina drifts through work, family, and a city that feels like fiction. Then it becomes one: her life is adapted for the screen, and the actors begin to rewrite it. A sly, layered reflection on identity and performance.

SVISS Í FÓKUS SWISS FOCUS

Dimitris Nakos GR 2024 104 MIN

Leikstjórinn Dimitris Nakos leitar hér í hefð hinna forngrísku harmleikja og skoðar fjölskyldubönd, karllægan yfirgang og mismunun í nánum samfélögum. Í þessu áhrifaríka samfélagsdrama fylgjumst við með Takis, slátrara sem þarf að taka afdrifaríka ákvörðun um örlög sonar síns í kjölfar ofbeldisverknaðar.

Rooted in ancient Greek tragedy, Dimitris Nakos interrogates familial bonds, male aggression, and discrimination in close-knit communities in a captivating social drama that follows Takis, a butcher who must decide the fate of his son and the boy he raised after an impulsive act of violence.

ÞAÐ ER RIFF sönn ánægja að setja Sviss í fókus að þessu sinni og verða á annan tug svissneskra mynda sýndar á hátíðinni. Í sérstökum flokki kynnir RIFF úrval nýrra mynda sem gefa bíógestum Háskólabíós bragðið af því ferskasta sem er að koma frá bíólandinu Sviss þessi misserin.

Einnig má nefna einkar áhugaverðar svissneskar stuttmyndir sem sýndar verða í sér flokki á RIFF 2025 þar sem efnistök eru af öllum toga og jafn ólík efni og deilur á leikvelli, flækjur kringum opin sambönd og aðgerðasinnar sem líma sig fasta koma við sögu.

Komdu á RIFF og sjáðu ilmandi efni frá Sviss – sem þú annars hefðir ekki tækifæri til að njóta á hvíta tjaldinu með öllu tilheyrandi!

Blaðamaðurinn Ada er nýflutt til Hamborgar og á í erfiðleikum með á fóta sig í nýjum veruleika. Dag einn berst henni dularfullur pakki í vinnuna, með ófyrirséðum afleiðingum.

Kamila Tarabura PL, DE 2024 105 MIN

Ada is an American journalist of Polish origin. She has just moved to Hamburg with her partner and is struggling to find her way in the new reality. One day, a mysterious package arrives at the editorial office where she works.

IT IS RIFF’s great pleasure to put Switzerland in focus this year, with more than a dozen Swiss films to be screened at the festival. In a special section, RIFF presents a selection of new films offering cinema-goers at Háskólabíó a taste of the freshest work coming out of Switzerland in recent years.

Also featured is a particularly engaging program of Swiss short films, showcasing a wide range of themes—from playground disputes and the complexities of open relationships to activists gluing themselves in protest.

Come to RIFF and experience the fragrant flavors of Swiss cinema—films you would otherwise hardly have the chance to enjoy on the big screen in all its glory! EINNIG Í

NORDIC PREMIERE NEW HORIZONS

BERLINALE 2025

Floria er samviskusöm hjúkrunarkona á skurðdeild sjúkrahúss þar sem álagið er ómanneskjulegt. Kvöldvakt eina verða mistök sem hrinda af stað atburðarás í kappi við tímann í mynd sem gefur raunsanna mynd af viðvarandi streitu heilbrigðisstarfsfólks.

25.9 Háskólabíó 3 17:45 5.10 Háskólabíó 4 13:00

Floria, a dedicated nurse navigates an understaffed Swiss surgical ward during an intense late shift. As pressure mounts, a critical error sparks a nerveracking, race-against-time drama—an empathetic tribute to healthcare workers under strain.

SVISSNESKAR STUTTMYNDIR SWISS SHORTS

Klaudia Reynicke CH, ES, PE 2024 104 MIN

BERLINALE 2024: BEST FILM, GENERATION SECTION QUEENS REINAS DROTTNINGAR

Lima árið 1992. Elena býr sig undir að flytja af landi brott ásamt dætrum sínum. Eftirsjáin lætur skyndilega á sér kræla; eftir heimalandinu, fortíðinni og eiginmanninum sem hvarf, í þessari litríku uppvaxtarsögu þar sem þrár og þögul uppreisn svífa yfir vötnum.

Lima, 1992. As Elena prepares to emigrate with her daughters, the weight of what’s left behind starts to surface. A heat-hazed farewell to a country, a past, and a father who’s all but vanished. A vivid, comingof-age portrait laced with longing and quiet revolt.

Árið er 1968 og París logar í mótmælum. Ungur drengur dvelur í kostulegri íbúð full af sérvitrum frændum og byltingarkenndum bókum á meðan foreldrarnir mótmæla. Þessi líflega mynd byggir á sögu Christophe Boltanski og er margslunginn vefur minninga og þjóðsagna.

THE SAFE HOUSE LA CACHE SKJÓLIÐ

Lionel Baier CH, LU, FR 2025 90 MIN

25.9 Háskólabíó 2 17:00 1.10 Háskólabíó 2 21:35 4.10 Háskólabíó 4 15:00 + Q&A

May '68. While Paris burns, a boy watches from a fabled family flat filled with eccentric uncles, revolutionary books, and echoes of Odessa. Adapted from Christophe Boltanski’s novel, this is a playful, layered puzzle of memory, myth, and inherited identity.

CLERMONT FERRAND SPECIAL MENTION

Minni háttar ósætti á leikvelli magnast upp í alvöru ágreining þegar tveir feður blanda sér í málið. Brátt fer keðjuverkun af stað sem setur heilt bæjarfélag í uppnám þegar leyndir brestir taka að koma í ljós milli fólks, fyrirtækja og kynslóða. Hér er á ferðinni kolsvört kómedía sem sýnir samfélag rakna upp.

A minor playground argument escalates when two fathers get involved, triggering a chain reaction that unsettles an entire community. What begins as petty conflict slowly reveals deeper fractures—between men, within institutions, across generations. A darkly comic portrait of order unraveling in plain sight.

Lou er nýflutt til Amsterdam og vinnur að því að standsetja íbúðina sem hún mun deila með kærastanum sínum, Joel—sem er þó fjarverandi með öðrum elskhuga. Athygli Lou beinist því annað meðan hún leitar að jafnvægi í opnu sambandi þeirra.

Newly arrived in Amsterdam, Lou settles into the apartment she’ll share with her partner, Joel—who’s currently away with another lover. As she navigates the quiet tension of their non-monogamous relationship, Lou turns her attention to the unfamiliar rhythms and quiet revelations of her new city.

NORDIC PREMIERE BERLINALE COMPETITION

LOCARNO 2024 WINNER: PARDINO D'ARGENTO

Ungur drengur reynir að skilja eigin líkama og tilfinningar í gegnum hlaupahjólaferðir og sjálfshjálparmyndbönd. Myndin er samsett úr efni ef netinu – svokölluðu net found footage – og fylgist með tilraunum hans til að takast á við eigin tilvistarkreppu.

Jonathan Leggett

A boy navigates his relationship to his body and emotions through scooter rides and selfimprovement videos, trying to make sense of who he’s supposed to be. Made from content collected online – net found footage – the film follows the character's attempts to respond to his existential dismay.

ÍSLAND Í SJÓNARRÖND ICELANDIC PANORAMA

GOING SOUTH

IM STAU

LÓÐBEINT SUÐUR

Aðgerðasinnar í þágu umhverfisins líma sig fasta í Gotthard-göngunum og stöðva þannig jólatraffíkina. Þeir sem í bílunum eru drepa tímann með því að kvarta, daðra, rífast, hvað sem lætur tímann líða. Hér gefur að líta hárbeitta sýn á innilokunarkennd nútímalífsins.

Alan Sahin CH 2024 17 MIN

VISIONS DU RÉEL

Climate activists glue themselves to the Gotthard Tunnel, bringing holiday traffic to a standstill. Inside their cars, drivers argue, flirt, complain—anything to pass the time. With a wry and restless eye, this ensemble piece captures the claustrophobia of modern life and the uneasy silence between crisis and action.

Á RIFF finna áhorfendur vegamótin þar sem íslensk og erlend kvikmyndagerðarlist mætast og í þessum flokki er að finna myndir sem hafa ramma taug í þjóðarsálina; oftast íslenskar myndir en einstaka sinnum erlendar. Allar hafa þær til að bera eitthvað alveg sérstakt – eitthvað svo íslenskt.

AT RIFF, audiences encounter the crossroads where Icelandic and international filmmaking meet. This section features films that have struck a chord with the national soul—most often Icelandic works, though occasionally foreign ones. What unites them all is something truly distinctive—something unmistakably Icelandic.

Stefania Burla

LOCARNO

Kvöldið fyrir fyrirhugaða trúarathöfn hittir fimmtán ára táningur fyrir hóp jafnaldra sem dyljast í skjóli myrkurs í íþróttahúsi.

On the night before a religious procession, a fifteenyear-old encounters a group of teenagers hidden in the dark of the local sports hall.

Einnig í Ísland í sjónarrönd Also in Icelandic Panorama EPILOGUES »45«

ANORGASMIA Jon Einarsson

Ekki ætluð börnum

Not suitable for children

29.9 Háskólabíó 2 19:50 + Q&A

4.10 Háskólabíó 4 17:15

Gustafsson IS, CA, CZ 2025 90 MIN WORLD PREMIERE

Heimsfrumsýning á RIFF 2025. Eldgos stöðvar allt flug frá Íslandi og tveir ókunnugir ferðalangar verða strandaglópar. Með þeim takast kynni og þau ákveða að stela bíl til að komast að gosstöðvunum. Það sem hófst sem bíltúr breytist í ferðalag sem gjörbreytir lífi þeirra.

World Premiere at RIFF 2025. When a volcanic eruption grounds all flights, two stranded strangers form an unlikely alliance in Iceland. Desperate for escape—or maybe something more—they steal a car and head toward the volcano. What begins as a reckless road trip erupts into a journey with lifealtering consequences.

Í áratugi hefur Ísland staðið í viðstöðulausum endurnýjungum undir áhrifum kvenna. Þrjár þeirra –forsætisráðherra, talskona nýju stjórnarskrárinnar, og framsýn viðskiptakona – takast á við alþjóðlegar áskoranir og gera Ísland að tilraunastofu vonar á meðan heimurinn stefnir í óreiðu.

For decades, Iceland has been constantly reinventing itself under the influence of women. Three of them - the prime minister, the spokeswoman for the new constitution and a visionary businesswoman - are rising to global challenges and making Iceland a laboratory of hope as the world descends into chaos.

HIDDEN PEOPLE SKRITI LJUDJE HULDUFÓLK

WORLD PREMIERE

Guti og Sig vakna ringlaðir og handjárnaðir saman við árbakka nálægt Ljubljana. Úr verður ævintýralegt gamandrama um nýtt upphaf og ólíkleg vináttubönd sem hjálpa okkur að finna stað okkar undir sólu –jafnvel þótt leitin krefjist 4.000 kílómetra ferðalags.

Brandon Moran US, IS 2025 90 MIN

Guti and Sig wake up dazed and handcuffed together on a riverbank near Ljubljana. What ensues is a fairy-tale dramedy about new beginnings and unexpected friendships that can help us find our place under the sun—even if we must travel 4,000 kilometers to find it.

29.9 Háskólabíó

Hér er rakin saga Gunnþórs Sigurðssonar og vegferð hans frá sveitastrák til pönkara og að endingu sem hálfgert líkneski sem starfar á pönksafni þar sem áður var almenningssalerni. Meðan hann horfist í augu við gamlar tilfinningar blasa valkostirnir við: að vera áfram táknmynd fortíðar eða fagna framtíðinni með fjölskyldu og vænum skammti af sjálfsmildi.

LFiR explores the life of Gunnþór Sigurðsson and his journey from a curious farm boy, to punk rocker, and ending up as a cultural relic working in a public toilet turned punk museum. Ultimately, as he confronts long-buried regrets, Gunnthor faces a choice: remain a symbol of the past or embrace a future rooted in family and self-forgiveness.

GUNNAR'S LAST PROJECT SÍÐASTA VERK GUNNARS

Mathias Skaarup IS, DK 2025 70 MIN

85 ára að aldri ákveður Gunnar Magnússon–einn nafntogaðasti húsgagnahönnuður Íslandssögunnar–að ráðast í sitt síðasta verkefni með aðstoð Tinnu, dóttur sinnar. Þegar heilsu hans hrakar verður hún að taka af skarið og klára verkefnið ein síns liðs. Þannig verður síðasta verk hans í raun hinsta kveðja hennar. At 85, Icelandic design icon Gunnar Magnússon begins a final project with help from his daughter Tinna. As his health suddenly fails, she is left to complete the work herself, turning her father’s last creation into a daughter’s final gesture of love.

STUTTMYNDASAMKEPPNI SHORTS COMPETITION

GRANDFATHER AFI

Hefðbundinn dagur á bóndabæ hjá afa umbreytist í vegferð drengs um minningar, fjarveru og missi. Eftir því sem líður á daginn færist drengurinn sífellt nær uppgötvun sem setur tilveruna í uppnám–og verkefni sem hann átti ekki von á.

POSTCARDS PÓSTKORT

Maður leggur upp í tilfinningaþrungna ferð fyrsta sinni eftir Jakobsveginum með 46 póstkort–eitt fyrir hvert ár sem hann og eiginkona hans áttu saman. Átta árum síðar skrifar hann loks síðasta póstkortið tileinkað heittelskaðri eiginkonunni.

THEY WILL LOVE ME NOW SLEGIÐ Í GEGN

Tómas er vinafár og afskiptinn þangað til erfitt kvöld úti á lífinu skilar honum meiðslum–og óvæntum vinsældum. Úr því líkamstjón aflar honum vinsælda sér hann leik á borði.

Nikulás Tumi Hlynsson IS, CZ 2025 21 MIN

Tomas is a nobody until one rough night out leaves him bruised and oddly popular. Realizing pain pays off, he starts faking his misfortunes for status.

SARA

Feðgar grafa ástkæran heimilishundinn og uppgötva að sorg og þögn brúa bilið sem hafði myndast milli þeirra.

Gabríel Guðjónsson IS 2025 10 MIN

What begins as an ordinary day on his grandfather’s farm turns into a journey through memory, absence, and loss. With each chore, a grandson edges closer to a devastating revelation and a last duty of love he never expected to face.

THE LAST LOVE LETTER SÍÐASTA ÁSTARBRÉFIÐ Bergur Árnason IS 2025 6 MIN

Leikkona og leikstjóri stilla upp tökuvél við sjávarsíðuna til að taka upp atriði. Hlutverk þeirra verða aftur á móti óskýr þegar leikkonan hefst handa við leikinn.

An actress and a director set up a camera down by the sea to shoot a scene for a movie. Their characters start blending as the actress begins playing the scene.

Freyja Kristinsdóttir IS 2025 21 MIN

A man embarks on a poignant journey along the Camino de Santiago, marking his first pilgrimage with 46 postcards to his wife—one for each year of their shared life. Eight years later, he pens a final postcard to complete his heartfelt tribute.

LOST SOUL TÝND SÁL

Lina Maria Bullwinkel, Óttar Þorbergsson IS, DE 2025 15 MIN

Á ferðalagi finnur ung kona dularfulla bók. Hún leggur í kjölfarið af stað í leiðangur á tíu staði merkta í bókinni. Á leiðinni sér hún hvernig eigin reynsla endurspeglast í bókinni. While exploring Iceland’s raw beauty, a young woman finds a mysterious book, Týnd Sál, sparking a journey through ten marked locations. As she follows its clues, the writer’s tragic love story mirrors her own struggles.

MEMORY TRACES MINNINGASPOR

Það húmar að á hálendi Íslands og fjölskylda ein leitar að steini til að merkja gröf. Í leiðinni koma upp á yfirborðið minningar sem veikindi höfðu breitt yfir.

Steiní Kristinsson IS 2025 9 MIN

While burying their beloved dog, a father and son find that silence and shared work speak louder than words, leading them back to one another.

Grima Irmudottir IS, US 2025 19 MIN

In the fading light of Iceland’s highlands, a family searches for a stone to mark a grave. Minningaspor is a quiet exploration of grief’s winding path and the fragments of love that endure.

SUIT GIRL STEFNUMÓTIÐ

Harpa Hjartardóttir IS, CZ 2025 12 MIN

Stefnumót Petru og Jiri verður allt hið súrrealískasta þegar fyrrum kærasta hans dúkkar upp óvænt, óboðin og ólétt. Petra situr föst í skotlínunni og veltir fyrir sér hvaða erindi hún á í þetta allt saman. Petra’s first date with Jirí takes a surreal turn when his pregnant ex crashes the evening. Caught in their volatile orbit, Petra is left questioning what just happened and her own role in it.

THE 15 MINUTE RULE KORTERSREGLAN

Það er síðasti dagurinn í skólanum og bekkurinn stendur frammi fyrir spurningu sem fólk hefur velt fyrir sér um aldir alda; ef kennarinn er 15 mínútum of seinn, máttu þá fara?

Arnór Björnsson, Vignir Daði Valtýsson IS 2025 17 MIN

On the last day of school a divided class has to find the answer to the age old question: If the teacher is 15 minutes late, are you allowed to leave class?

BEASTQUEST

Klasastjóri á jaðri dýrainternetsins kemur í hinn helga GAIANET sýndaveruleika. Við fylgjumst með hetjunni þar sem hún reynir að tengja nýtt svæði á jörð við VilliDýraVefinn. A Hive Cluster Manager on the fringes of the Animal Internet enters the sacred GAIANET simulation. We follow the protagonist as they attempt to connect a new region of Earth to the Zoocratic Wild Web.

MARTEINN

Þegar Stefán, viðskiptavinur markþjálfans Marteins segir hann vonlausan í sínu fagi reynir Marteinn að sanna sig og dregur Stefán með sér í partý fullt af áhrifavöldum. En stjörnuparið Helgi og Helga mæta og eigna sér sviðsljósið.

Brynjar Leó Hreiðarsson IS 2025 17 MIN

When his client Stefán accuses him of being a useless life coach, Marteinn sets out to prove otherwise—by dragging him to a party packed with influencer friends. But glamorous powerduo Helgi and Helga swoop in and steal the spotlight.

Gunnar og Lovísa eru á leið út úr bænum í rómantíska helgarferð þegar þau verða vör við að einhver eltir þau. Í kjölfarið koma margvísleg leyndarmál upp á yfirborðið.

Alfreð Hrafn Magnússon IS 2025 17 MIN

Gunnar and Lovísa are heading out of town on a romantic getaway when they realize they are being followed, and in turn many secrets reach the surface.

THE GOLDEN RULE GULLNA REGLAN

Steingerður er búin að starfa árum saman á bæjarskrifstofunni. Nýi yfirmaðurinn vill ganga á svig við settar reglur og samþykkja nýbyggingu á reit þar sem þekktan álfastein er að finna. Er hægt að bjarga steininum?

Telma Huld Jóhannesdóttir IS 2024 9 MIN

Steingerður has worked in the town office for years. Her new young boss wants to push past the rules and approve a building permit on land that has a known elf rock on it. Is it yet possible to save the rock?

DENIM ROYALE

Tumi Björnsson ræður tökulið til að skrásetja ferlið er hann breytir 18 ára bandarískum pilti að nafni Silas í Tuma Björnsson–en getur hann blekkt mömmu Tuma Björnssonar?

Tumi Gonzo Björnsson IS, CZ 2025 17 MIN

Tumi Björnsson hires a film crew to document the process of transforming the 18 year old American, Silas into Tumi Björnsson–but can they trick Tumi Björnsson’s mom?

Hlynur Hólm Hauksson IS 2025 23 MIN

3.10 Háskólabíó 1 17:15 (Private Event) 3.10 Háskólabíó 2 20:00

Robert Wessman ásamt fremstu vínsérfræðingum heims vinna að því að gera fjarstæðukennda hugmynd að veruleika: Að sauma vínekrur ólíkra heimshorna saman í eitt vín – hið fyrsta alþjóðlega vín. The film follows Róbert Wessman, joined by the world’s best sommelier Andreas Larsson and leading oenologist Julien Viaud, to realise a crazy project: Stitching vineyards from around the world into a single wine, the first global wine. Ekki keppni Out of Competition

MAD ÓÐ
LA FOLIE VITFIRRINGIN

NEMENDASAMKEPPNI ICELANDIC STUDENT SHORTS COMPETITION

ALL DOGS WANT TO DIE ALONE ALLIR HUNDAR VILJA DEYJA EINIR

Fátt þykir Tíu jafn vænt um og Snata, gamla hundinn hans afa, og hún gerir allt til að hugsa um hann. Hún dregur hann með sér í svaðilför en kemst þá að því að áfangastaður þeirra tveggja er kannski ekki sá sami.

Kristny Eiríksdóttir IS 2025 9 MIN

ABSOLUTION AFLAUSN

Yousuf, heittrúaður innflytjandi á Íslandi, á í góðu vinasambandi við vinnufélaga sinn, Lúkas. Þegar vináttan þróast í ást verður Yousuf að horfast í augu við átök milli menningar hans og kynhneigðar.

Tía loves nothing more than Snati, her grandpa's old dog. On their adventure over the plains and through the forest to get home, she realizes their paths don't lead to the same destination and it may be time for goodbye.

STRANGERS IN THE NIGHT EINMANA Á JÓLANÓTT

Það er snjóþungt aðfangadagskvöld í Reykjavík og ein-mana, gamall rokkhundur hittir fyrir dularfulla unga konu sem geymir lykilinn að gleymdum hluta fortíðar hans.

Naila Zahin Ana IS 2025 20 MIN

Yousuf, a deeply religious immigrant in Iceland, forms an intimate bond with his co-worker Lucas. When friendship turns to love, Yousuf must confront the undeniable collision of his faith and sexuality.

IN BETWEEN THE LINES Á MILLI LÍNANNA

Leikskáld neyðist til að horfast í augu við óuppgerða fortíð sína þegar fyrrum besta vinkona hennar sækist eftir hlutverki í afar persónulegu leikverki og sár fyrri ára ýfast upp.

Vangelis Chatzopoulos IS 2025 18 MIN

On a snowy Christmas Eve in Reykjavik, a lonely, aging rocker encounters a mysterious young woman who holds the key to a hidden chapter of his past.

Luca

IS 2025 16 MIN

A struggling playwright must confront her unresolved past when her former best friend auditions for the lead role in her deeply personal play and wounds from past lives resurface.

NO MATTER WHAT, I LOVE YOU SAMA HVAÐ, ÉG ELSKA ÞIG

Ólafur Þór Gunnarsson IS 2025 11 MIN

Þegar Fanney verður bónda sínum óvart að bana hellist yfir hana eftirsjá og sorg. Þegar hún er í þann mund að losa sig við líkið tekur málið ófyrirséða stefnu þegar óvæntan gest ber að garði. After Fanney accidentally kills her husband she falls into a pit of regret and self-reflection. While trying to rid herself of the body a spanner gets thrown in the works when an unexpected visitor arrives.

THE LORD OF THE TUBE TELEVISION

TÚBUSJÓNVARPSSAGA

Líf félaganna Daníels og Randvers flækist til muna þegar þeir neyðast til að fara með heimsendingu úr búðinni þar sem þeir vinna: Túbusjónvarp… sem þeir þurfa að halda á.

HUGFANGI

Sól er grjótharður 19 ára boxari en erfiðasti andstæðingur hennar er áráttu- og þráhyggjuröskunin sem plagar hana. Hún leggur allt í sölurnar til að vinna meistaratitilinn.

Andri Freyr Gilbertsson IS 2025 20 MIN

Sól is a 19 year old boxer, but her toughest fight is against obsessive compulsive disorder. She puts immense pressure on herself to win the national championship for her mother.

THE ART OF GIVING MAMMA KENNDI MÉR AÐ GEFA

Þessi ljóðræna stuttmynd skoðar afleiðingar þess að gefa og þiggja í tveimur tilverum sem eru ekki eins saklausar og þær sýnast í fyrstu.

Karin Rós Wiium IS 2025 4 MIN

A poetic short film, "Mamma kenndi mér að gefa," explores the consequences of giving and taking in two worlds which aren't as innocent as they seem by first sight.

Egill Atlason IS 2025 15 MIN

The lives of friends Daníel and Randver are derailed when they are forced to deliver a home order from the store where they work: a tube television, which they must carry by hand.

Furlan

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR INTERNATIONAL SHORTS

HOW ARE YOU?

COMMENT ÇA VA?

HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ?

Hópur villtra dýra lifir við ósnortna strönd og reynir þar að jafna sig á meinum nútímans.

Caroline Poggi, Jonathan Vinel FR 2025 31 MIN

A group of animals live on a wild coastline and try to heal the ills caused by the contemporary world. A kind of rehab.

HÉR ER á ferðinni úrval áræðinna, áleitinna og listrænna alþjóðlegra stuttmynda sem valdar eru af kostgæfni. Hér er farið með áhorfendur í ferðalag um víða veröld, sjóndeildarhringur þeirra víkkaður um leið og kvikmyndaforminu er umbylt.

Alþjóðlega stuttmyndadagskráin í ár er óvenju vegleg og telur alls sex ólíka flokka sem birtast hér í röð. Fyrst má nefna keppnisflokk alþjóðlegra stuttmynda, en þeim flokki er skipt í fjóra hluta, I - IV. Á eftir kemur flokkurinn Myndir úr norðri; Triangle dagskráin, sem unnin er í samstarfi við hátíðirnar Vienna Shorts og Curtas Vila do Conde; keppnisflokkur tileinkaður Sólveigu Anspach; keppnisflokkurinn Gullna eggið; og loks tónlistarmyndbönd sem sýnd eru í samstarfi við OMVF.

THIS PROGRAM presents a selection of bold, compelling, and artistically crafted international short films, each carefully curated. Audiences are taken on a journey across the globe, their horizons expanded even as the possibilities of the cinematic form are reimagined. This year’s international short film program is unusually extensive and consists of six distinct categories, presented in the following order. First is the competition section for international short films, which is divided into four parts, I – IV. Following that is the category Films from the North; the Triangle program, created in collaboration with Vienna Shorts and Curtas Vila do Conde; a competitive section dedicated to Sólveig Anspach; the Golden Egg competition section; and finally, music videos, screened in collaboration with OMVF.

KOKI, CIAO

VERTU SÆLL, KOKI

Saga Koki, ódauðlegs páfagauks og trúnaðarvinar leiðtoga Júgóslavíu í 35 ár, kollvarpar hefðbundnum heimildamyndareglum með kostulegum hætti. Sagan er sögð af Koki sjálfum og er bæði leikandi létt og djúpviturt verk um arfleifð, frelsissviptingu og sögufölsun ráðamanna.

Quenton Miller NL 2025 11 MIN

An autobiography of Koki, an immortal parrot and loyal comrade of Marshal Tito, leader of Yugoslavia for 35 years, that subverts documentary orthodoxy to wonderful effect. A playful treatise on legacy, captivity, and the false constructions of history.

ARCHIPELAGO OF EARTHEN BONESTO BUNYA BEINAKLASINN

NYFF

Auðnirnar í austurhluta Ástralíu fá á sig draumkenndan blæ í mynd Malenu Szlam. Hér vinna hljóð og mynd saman til að skapa dáleiðandi upplifun þar sem sótt er í landið, tímann og arf forfeðranna.

Ash flickers between memory and dream as Malena Szlam explores Australia’s eastern ranges. Shot in shimmering exposures, scored by Lawrence English’s soundscapes, this is a visceral meditation on land, time, and ancestry.

Malena Szlam AU, CA, CL 2024 20 MIN
BERLINALE
IFFR

IN RETROSPECT RÜCKBLICKEND BETRACHTET BAKSÝNISSPEGILLINN

Áhrifarík lýsing á upp-gangi öfgahægrisins. Verslunarmiðstöðin Olympia í München var byggð af verkamönnum 1970 en varð vettvangur hryðjuverkaárásar árið 2016. Úr verður sterk mynd af sögulegu samhengi byggingarinnar.

Daniel Asadi Faezi & Mila Zhluktenko DE 2025 15 MIN

A bracing documentation on the rise of far-right extremism. Centered on the Olympia shopping mall in Munich, which was constructed in 1970 by migrant workers and became a site of terrorism in 2016.

VISIONS

DU RÉEL NYFF

FULL OUT ALLAR SAMAN

BERWICK FILM AND MEDIA ARTS FESTIVAL

Þessi djarfa, brotakennda og töfrandi kvikmynd tekst á við tengsl 19. aldar sjúkrahúss í París og hópyfirliðs klappstýra í menntaskóla.

Ballard US 2025 14 MIN

This bold, elliptical phantasm of a film explores the connection between a 19th-century Paris hospital and high school cheerleaders fainting en masse.

DARIA'S NIGHT FLOWERS

NÆTURBLÓMIN

Maryam Tafakory

IR, UK, FR 2025 16 MIN

FIDM

Stúlka setur sínar fyrstu ástríður á blað, í landi þar sem ástin er gerð glæpsamleg. En minningar og þrár fá að blómstra meðal næturblómanna í garðinum hennar Dariu.

In a country where love is criminalized, a girl writes of her first desire—blue, secret, and forbidden. Among the night flowers in Daria’s garden, memory and longing bloom in silence.

MEMORY IS AN ANIMAL, IT BARKS WITH MANY MOUTHS MINNIÐ ER MARGTYNGD SKEPNA

Í nýjustu kvikmynd Evu Giolo fléttast bergmál staða, galdurs og goðsagna saman í mynd sem fylgir okkur inn í duldar og víðfeðmar jarðmyndanir Dólómítanna.

Eva Giolo BE, IT 2025 24 MIN

In Eva Giolo’s latest work, the resonances of place, magic, and myth unfold through play. The film streams into the hidden, vast geologies of the Dolomite mountains. IFFR

ANOTHER OTHER ALLT ANNAR

Wesley Snipes leikur í þessari lævísu blöndu af hljóði og mynd þar sem leikstjórinn beinir kastljósinu að því hvort það borgi sig að sýna borgaralega hlýðni gagnvart kerfi sem er ósanngjarnt í eðli sínu.

Bex Oluwatoyin Thompson US 2025 9 MIN

Two Black figures—one fictional, one real—face reckoning in a disorienting blend of sound and image. This striking essay film, starring Wesley Snipes, views the cost of systems built to betray. VISIONS DU RÉEL

THE FLOWERS STAND SILENTLY, WITNESSING ÞÖGUL VITNI

Palestínskur kvikmyndagerðarmaður í Skotlandi finnur gamlar og gleymdar filmur af palestínskum villiblómum og ákveður að gera efninu sómasamleg skil. Myndin er rík skírskotun til ofbeldisverka samtímans.

Theo Panagopoulos UK 2024 17 MIN

When a Palestinian filmmaker in Scotland unearths a rare Scottish film archive of wild flowers he decides to preserve it. The film is a tender testimony to the fractured connection between people and land.

MERGING BODIES MANNVÉLAR

Álbræðsla verður framandi og fjarlæg í dáleiðandi mynd um varanlegt gildi líkamlegrar vinnu.

Með næmu auga leikstjórans verða mörkin milli verkamanna og véla óljós.

LANDSCAPES OF LONGING BREYTILEGT LANDSLAG

Með nákvæmri og áhrifaríkri

frásögn rannsakar þessi ljúfsára sjálfsævisögulega mynd líf þriggja kynslóða kvenna og reynslu þeirra af fólksflutningum —minning um til leit að heimkynnum.

Alisha Tejpal, Mireya Martinez, Anoushka Mirchandani IN, US 2024 14 MIN

Exploring three generations of women and their lived experiences of migration. Part memory, part a home search.

Adrian Paci IT 2024 23 MIN

An aluminium factory becomes alien in this transfixing study on the enduring value of labour.

Thorugh meticulous observation, the boundaries between workers and machinery are blurred.

INTERNATIONAL FILM FESTIVAL ROTTERDAM , WINNER

Sarah

CANNES: SEMAINE DE LA CRITIQUE

SAMBA INFINITE

SAMBA INFINITO EILÍF SAMBA

Dansinn dunar á kjötkveðjuhátíð í Rio. Gleðinni er þó misskipt. Götusópari sem syrgir systur sína gengur fram á týnt barn og finnur þá tilgang í tilverunni á ný.

THE MINE L'MINA NÁMAN

Í námubærnum Jerada heldur kolavinnsla áfram sem átti að leggja af 2001. Ásamt bæjarbúum endurskapar leikstjórinn vinnuna með 3D-skanna og filmuvél. Úr verður áhrifamikil framsetning á „lifandi minni“.

Randa Maroufi FR, MA, QA, IT 2025 26 MIN

Mining in Jerada, where coal extraction was made illegal in 2001, continues on. Recreating this informal labor with the town’s residents through 3D scans and film, here is an excavation of a “living memory”.

BLUE HEART

CŒUR

BLEU

BLÁTT

HJARTA

Marianne og Pétion búa á Haítí og bíða eftir símtali frá syni sínum í Bandaríkjunum. Óttinn og áhyggjurnar, og brestirnir í þeirra eigin lífi koma smám saman í ljós.

Samuel Suffren FR, HT 2025 15 MIN

Marianne and Pétion live in Haiti and wait impatiently for a call from their son in the USA. Their fears and worries grow, revealing the fractures in their own lives.

Leonardo Martinelli BR, FR 2025 15 MIN

During Rio's Carnival, a street cleaner struggles with the loss of his sister and his work obligations. Amid the celebrations, he finds a lost child and sets out to help him.

III/IV

Tilfinningarík svipmynd af kynslóð sem reynir að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Pol, 21 árs ungur maður fylgir fjarþjálfurum, fjárfestir í rafmynt og dreymir um fjárhagslegt frelsi.

Gala Hernández Lopez FR, ES 2025 33 MIN

An empathetic portrait of a new generation aiming to become the best versions of themselves. Po is 21, follows online coaches, invests in cryptocurrency, and dreams of financial freedom.

PORTALS PORTALES UNDRAVERÖLD

BERLINALE

í heillandi blöndu af leiknu efni og teiknimynd fylgjum við Guadalate-ánni í Cádiz á Spáni, frá fjöllum til sjávar. Stórbrotin svipmynd af landslagi—sem um leið hylur annað landslag.

CANNES: SEMAINE DE LA CRITIQUE

THE GOOD OMEN EL BON AUGURI FYRIRBOÐINN

Á skrælnaðri hæð utan við Barcelona verður steinn, forðum notaður fyrir fórnir, að helgistað. Konur sveipa hann rauðu og kindur standa vörð er bergmál fórna ómar í bland við borgarniðinn.

On a parched hill near Barcelona, a stone once used for ancient offerings becomes a site for rituals, while echoes of sacrifice stir beneath the city’s hum.

HONEY, MY LOVE, SO SWEET

HIÐ SÆTA HUNANG

Í niðurníddu kvikmyndahúsi í miðborg Manila uppgötvar Life fyrstu ástina með aðstoð bíómynda og pabba nýjasta vinar þeirra.

JT Trinidad PH 2025 20 MIN

In a decaying cinema in the heart of Manila, Life discovers first love through films and their new friend’s father.

Elena Duque ES 2025 16 MIN

A fusion of live-action and animation follows the course of the Guadalete River in Cádiz, Spain, from the mountains to the sea: a catalog of landscapes that hide other landscapes.

1:10 1 Á MÓTI 10

SPECIAL MENTION (WINNER) CLERMONT FERRAND

Minni háttar ósætti á leikvelli magnast upp í alvöru ágreining þegar tveir feður blanda sér í málið. Hér er á ferðinni kolsvört kómedía sem sýnir samfélag rakna upp.

Sinan Taner CH 2025 18 MIN

A minor playground argument escalates when two fathers get involved, triggering a chain reaction. A darkly comic portrait of order unraveling in plain sight.

CANNES: QUINZAINE
Alba Bresolí Aliberch ES 2024 14 MIN
INDIELISBOA
LOCARNO

A THOUSAND WAVES AWAY Í FJARSKA

Tilveran er í uppnámi. Jörðin þar sem garðar eru ræktaðir skelfur og allir virðast hafa tapað áttum milli trjánna, runnanna, gosbrunna og blómabeða.

Helena Wittmann DE 10 MIN 2025

The people are in turmoil. The ground where their garden grows is trembling. Between bushes and trees, flowerbeds and fountains, everyone has lost their way. IFFR

COMMON PEAR HEFÐBUNDIN PERA

Gregor Božič SL, UK 2025 15 MIN

IFFR

Í nálægri framtíð þegar loftslagsbreytingar hafa sviðið jörðina rýnir hópur vísindamanna í gamlar upptökur af bændum til að reyna að skilja samband þeirra við náttúruna.

In a not-too-distant future ravaged by climate crisis, a team of scientists analyzes archival footage of farmers from the past in an attempt to understand their connection to the land.

SLET 1988 FIMLEIKASÝNING 1988

Hin 74 ára dansmær Sonja Vukićević líður gegnum mismunandi rými sem öll bera yfirbragð hins sósíalíska módernisma, með endurlitum til 1988 þegar þjóðernisstefnan tók að krauma.

CPH:DOX

Marta Popivoda RS, FR, DE 2025 22 MIN

74-year-old dancer Sonja Vukićević moves through socialist-modernist spaces, intertwined with glimpses from 1988, as nationalism shot roots. LOCARNO

PERSEIDAS LOFTSTEINAR

Um hlýja sumarnótt fer stúlknahópur að Perseids loftsteinadrífunni með vasaljós, tónlist og hlátrasköllum. Á mörkum sakleysis og þroska deila þær spennuþrungnu ævintýri í sameiningu.

AT 10 MIN 2025

One warm summer night, laughter, music, and torchlight guide a group of girls to the unseen Perseids. Between innocence and adulthood, their shared adventure sparks joy and mystery.

GOATS!

KOZE!

NIÐUR MEÐ GEITURNAR!

Á eyju einni í Adríahafinu ráfa geitur um villtar eftir misheppnað landbúnaðarverkefni. Nú segja menn að þær séu til trafala og mæta vopnaðir byssum á eyjuna.

RAMALLAH, PALESTINE, DECEMBER 2018

RAMALLAH Í PALESTÍNU, DESEMBER 2018

Menn taka sér vígstöður á götum Ramallah. Í óklipptri töku fylgir myndavélin átökum milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna. Í einni svipan upplifir áhorfandinn hernám í rauntíma.

Juliette Le Monnyer BE 11 MIN 2025

Amid the streets of Ramallah, in a continuous shot, the camera witnesses confrontation between Palestinians and Israeli soldiers, so viewers experience military occupation in real time.

I BELIEVE THE PORTRAIT SAVED ME MUA BESOJ MË

SHPËTOJ PORTRAIT

MYNDIN SEM BJARGAÐI LÍFI MÍNU

Aldarfjórðungi eftir að honum var rænt meðan Kósovóstríðið stóð sem hæst, rifjar listmálarinn Skender Muja upp örlagaríkt augnablik þegar hann þurfti að teikna portrett af serbneskum liðsforingja, upp á líf og dauða.

Alban Muja XK, NL 2025 10 MIN

25 years after his abduction during the Kosovo war, painter Skender Muja recalls a crucial moment of survival. Held in a detention camp, he was ordered to draw a Serbian commander's portrait to save his life.

Tonći Gaćina HR, FR 20 MIN 2025

On a remote Adriatic island, goats roam freely for forty years after a failed farming project. Now deemed a problem, armed men arrive to restore 'natural balance'. LOCARNO

ALIȘVERIȘ SÖLUMENNSKA

Tatiana er atvinnulaus og hefur

í sig og á með því að selja hluti úr innbúi sínu. Nú er svo komið að hún gæti þurft að selja hluta af líkama sínum ef skuldir eiga ekki að gjaldfalla með vondum afleiðingum.

BERLINALE FORUM EXPANDED

Vasile Todinca RO 15 MIN 2025

Tatiana, an unemployed woman, spends her days selling her personal things in order to survive. Today she has an important deadline and she might end up selling a piece of her body in order to keep a roof over her head.

Natalia del Mar Kazik
SEMAINE

MYNDIR ÚR NORÐRI

FILMS FROM THE NORTH

Í þessum flokki sýnum við úrval kvikmynda og stuttmynda sem birta áhorfendum hinn margslungna og oft óhefðbundna veruleika þeirra sem búa á norðurhjara veraldar, og um leið hvernig umheimurinn birtist þeim sem fylgjast með af hjaranum. Samstarf við Tromsö kvikmyndahátíðina.

In this section, we present a selection of films and shorts that reveal to audiences the multifaceted and often unconventional realities of those living in the far north—while also showing how the wider world appears from the perspective of the Arctic. In cooperation with Tromsö International Film Festival.

Í Noregi, skömmu fyrir Ragnarrök, leitar maður með höfuð sem líkist gasgrímu að ástinni. Hér er á ferð hugleiðing um samskipti og berskjöldun andspænis yfirvofandi endalokum.

UKKO SÁ GAMLI

Kvöldið fyrir útför afa síns uppgötvar lítil stúlka að ástkær kýrin hennar er horfin og til að finna hana þarf stúlkan að stíga inn í heim hinna dauðu.

Arina Mado RU 2024 16 MIN

On the eve of her grandfather’s funeral, a little girl discovers her beloved cow has disappeared. To find the animal, she is forced to contact the world of the dead.

RAVEN HRAFNINN

Öldungur af ætt Gwich’infrumbyggja í Kanada dreymir síðasta hrafninn sem talar tungu þeirra, í þessari ljóðrænu hugleiðingu um verndun arfleiðar og töfra frásagnarlistarinnar.

IN MY HAND Í MÍNUM HÖNDUM

Áhrifarík og sönn saga sem varpar ljósi á baráttu Sama, í sögulegu sem og persónulegu samhengi og leiðir áhorfandann gegnum mótmæli, varðhald og súrrealískar uppákomur.

Liselotte Wajstedt, Marja Helander NO,SE,FI 2025 23 MIN

In My Hand is a compelling true story that explores personal and historical struggles of the Sámi people, providing a unique insight into one man’s extraordinary journey.

Simen Nyland NO 2025 20 MIN

In a pre-apocalyptic Norway, a man whose head resembles a gas mask searches for love—a reflection on human connection and hope in the face of looming destruction.

I AM THE FIRE JAG ÄR ELDEN ÉG ER ELDURINN

Hinn 53 ára gamli Kaj efast um hlutverk sitt sem kennari i sjálfsvarnaríþróttum. Í kjölfar vinnuslyss þarf hann að finna leið inn í nýja tíma. Myndin er í senn bráðfyndin og grafalvarleg.

SCRAPED KNEES HRUFLUÐ HNÉ

A mischievous group of boys in their early teens sets off to spray paint and play robbers on a beautiful summer evening, but instead, they get to deal with far too big emotions.

SE 2025 5 MIN

Hópur grallara á táningsaldri ætla að verja fallegu sumarkvöldi í veggjakrot og bófaleik, en þurfa þess í stað að fást við tilfinningar sem verða þeim næstum ofviða.

Patrik Eklund SE 2024 15 MIN

The time of change is on the threshold for fifty-three-year-old Kaj. Questioning his authority as Sensei, Kaj is forced to find a way out of the past and into the present.

Douglas Joe CA 2024 7 MIN

A Gwich’in elder drifts into a dream of the last raven in this poetic meditation on the vulnerability of heritage and the power of storytelling.

Hér segir frá viku í lífi íslenskra bænda við smölun þúsunda fjár fyrir réttir, til að koma dýrunum á hús fyrir veturinn. Harðfylgi, eldforn hefð og veröld sem er breytingum háð.

A week in the lives of Icelandic farmers as they round up thousands of sheep before winter—grit, tradition, and sense of community in a rapidly modernizing world.

Manna Bergström
EINNIG Í MYNDIR ÚR NORÐRI ALSO IN FILMS FROM NORTH WALLS - AKINNI INUK »43«
MOUNTAIN TREK FJALLFERÐ
Jesse Elliott Erwitt Smolan, Ollie Maine Smith, Josh
Mitchell Jimayu Fairmont IS 2025 16 MIN

TRIANGLE DAGSKRÁ TRIANGLE PROGRAM

SILENT CONVERSATIONS ÞÖGUL SAMTÖL

Eva Giolo skoðar nándina í faðmlögum. Myndin var tekin upp og framkölluð í höndunum á 16mm filmu og samanstendur af stuttum myndskeiðum sem saman mynda tilfinningaríka heild.

Eva Giolo BE 2023 8 MIN

A subtle yet powerful study of tender encounters. Shot on handprocessed 16mm reversal and negative color film. 20-second, silent scenes merge into a sensual and moving experience.

TRIANGLE-DAGSKRÁIN er verkefni sem komið var á fót af Vienna Shorts og samanstendur af þremur kvikmyndadagskrám. Þær hverfast um eitt þema, og verða sýndar á þremur hátíðum: Vienna Shorts, Curtas Vila do Conde og RIFF. Útfærslan er afar fjölbreytileg frá einni til annarrar; allt frá sjónarhorni innflytjendafulltrúa sem reynir að brúa fjarlægðina frá heimili sínu með nánd á hvíta tjaldinu, yfir í Intimacy Emergency og skoðun á vináttu, tengslum og tilfinningalegri berskjöldun.

THE TRIANGLE program is an initiative created by Vienna Shorts. The collection of three film programs focusing on one theme will be showcased at three festivals; Vienna Shorts, Curtas Vila Do Conde and RIFF. The approaches are quite diverse, ranging from the perspective of an immigrant curator trying to overcome the physical distance from home through intimacy on screen to Intimacy Emergency and the exploration of friendship, connectedness, and emotional vulnerability.

HAVE WE MADE IT

ACROSS THE PLAIN OF NIGHT Í GEGNUM NÓTTINA

Á einni nóttu kynnumst við íbúum í Amsterdam, og smátt og smátt nánum tengslum þeirra við vini og maka. Frá síma hér til sjónvarps þar, frá hári hér til skalla þar.

My

Own Private Program (RIFF)

LENGD DURATION 62 MIN

TALLER – WORKSHOP

TALLER – VINNUSTOFAN

Stakt skot. Myndin fjallar um rödd listamannsins sem lýsir því sem fyrir augu okkar ber í samræðum við annan listamann yfir ristuðu brauði og te.

27.9 Háskólabíó 3 21:40 + Intro

Narcisa Hirsch AR 1975 11 MIN

A single static shot. The plot revolves around the voice of the artist who, as she converses with another artist over toast and tea, describes what is seen in the shot. IFFR

PRIVATE COLLECTION COLECCION PRIVADA EINKASAFNIÐ

Skrásetning á munum í einkasafni er kvikmynduð svo úr verður eins konar listasafn, sem einnig minnir á úrklippubók eða jafnvel lýsingu á lífi og minningum eigandans.

Elena Duque ES, VE 2020 13 MIN

A filmed inventory of a private collection can be understood as a dubious art collection, or as a compilation in the spirit of philately. The emotional catalog of a life transformed.

BALCONIES SVALIRNAR

Í senn tilraunakennd stuttmynd og ljóðræn íhugun á ókláruðum svölum í Ramla, heimabæ leikstjórans Kamal Aljafari. Hér er innblástur sóttur í kvæði Federico García Lorca þar sem segir „En nú er ég ei lengur ég, og hús mitt ei lengur mitt hús" og spurt er: hvað er eftir þegar manni á heimili sínu líður ekki lengur eins og heima?

An experimental short film

Kamal Aljafari PS, DE, CH 2007 8 MIN

and poetic meditation on the deteriorated and unfinished balconies of director Kamal Aljafari’s hometown, Ramla, in central Israel. Inspired by Federico García Lorca's Romance sonámbulo and its haunting line: “But now I am no longer me, and my house is no longer my house”.

Intimacy Emergency (Vienna Shorts)

Lengd Duration 75 MIN

An intimate look into the lives and shared connections of a few Amsterdam inhabitants. A phone in one room leads to a TV in another, a receding hairline to someone else’s bald head.

29.9 Háskólabíó 3 21:00 + Intro

MESMERIZED –MONOLINK UMPÓLUN

MIN

Hér eru fangaðar tvær hliðar á ástinni með sterku myndmáli. Hjón upplifa sáran missi og sambandið hangir á bláþræði. Um leið reyna þau að endurskilgreina hvers virði ástin er þeim. The duality of love captured through striking imagery. A couple’s relationship is on the verge of ending as they try to redefine what love means to them.

IFFR
Naomi Pacifique NL 2023 22 MIN
Nicola von Leffern AT 2025 5

PLEASE SAY SOMETHING SEGÐU EITTHVAÐ

Í myndheimi sem minnir á tölvuleiki fyrri ára fylgjumst við með eitruðu ástarsambandi kattar og músar. 23 örsögur, hver um 25 sekúndur eru á víxl harmrænar eða sprenghlægilegar.

David O'Reilly DE, IE 2008 10 MIN

The aesthetics of old computer games relate a toxic relationship between a cat and mouse. 23 mini-episodes, sometimes tantalisingly funny, the next minute heartbreakingly tragic.

Lengd Duration 75 MIN 1.10 Háskólabíó 3 21:15 + Intro

PACIFIC CLUB NÆTURKLÚBBURINN

Valentin Noujaïm FR, QA 2023 16 MIN

Árið 1979 opnaði, í viðskiptahverfi Parísar, fyrsti klúbburinn fyrir fólk af arabískum uppruna. Hér er sögð litrík saga staðarins og af hremmingum gesta á borð við rasisma, heróín og alnæmi. In 1979, the first nightclub for Arabs was opened in the business district of Paris. The story of a generation facing racism, AIDS and heroin, who dreamed of integrating into France

I AM AFRAID TO FORGET YOUR FACE ÉG ÓTTAST AÐ GLEYMA ANDLITI ÞÍNU

Sameh Alaa EG 2020 15 MIN

TAPES - TELL ME EVERYTHING

BÅND – FORTÆL MIG ALT

SEGÐU MÉR ALLT

Leikstjórinn vill kynnast því hvernig föður hennar leið þegar móðirin féll frá. Minningar eru rifjaðar upp með mynd- og hljóðupptökum, og samtöl sem þau forðuðust eru loks tekin.

Adam og unnusta hans hafa verið aðskilin í 82 daga, en hann er reiðubúinn að gera næstum hvað sem er til að hitta hana á ný. Myndin hreppti StuttmyndaGullpálmann í Cannes árið 2020. Adam has been separated from his girlfriend for 82 days but willing to go to almost any lengths necessary to reunite with her. The film won The Short Film Palme d'Or in Cannes 2020.

CORRESPONDENCE CORRESPONDENCIA BRÉFASKRIFTIR

Tveir ungir kvikmyndagerðarmenn ræða kvikmyndir, arfleifð og móðurhlutverk. Persónulegar hugleiðingar þeirra fá skyndilega víðari skírskotun þegar pólitískt upplausnarástand skapast.

Two young filmmakers discuss film, heritage, and maternity. The personal is suddenly echoed by the political emergency of a country.

Smilla Khonsari DK 2021 16 MIN

Director Smilla Khonsari wants to know how her father felt at the loss of her mom. Memories are revisited through home recordings, and neglected conversations finally take place.

CHORDS CUERDAS FALSKAR NÓTUR

Kór Ritu missir styrkinn sem hefur borgað leigu á æfingarýminu. Þeim býðst þó peningur frá fyrirtæki sem er meðal helstu mengunarvalda á svæðinu. Hvað skal gera?

BACK TO GENOA CITY RETOUR À GENOA CITY AFTUR TIL GENÓU

Benoît Grimalt FR 2017 29 MIN

Bróðir leikstjórans og amma þeirra hafa horft saman á sömu sápuóperuna frá 1989. Myndin er spaugileg innsýn inn í fjölskylduhefð um gæðastund með dregið fyrir gluggana. The director’s brother and grandma have been watching the same soap operas together since 1989. Curtains are pulled shut, it’s showtime. A humorous portrait of family history.

Estibaliz Urresola Solaguren ES 2022 30 MIN

Rita’s choir is losing their municipal subsidy which allows them to rent a rehearsal room. Could the group accept sponsorship from a company causing the most pollution in the valley?

WE WILL NEVER BE ALONE AGAIN

NOUS NE SERONS PLUS JAMAIS SEULS

ALDREI AFTUR EIN

Það er partý um miðja nótt, og unglingarnir dansa og verða ástfangin eins og enginn sé morgundagurinn.

A party at night. Teenagers dance and fall in love as if it was the first and the last time.

Carla Simón, Dominga Sotomayor ES, CL 2020 19 MIN
BERLINALE FORUM EXPANDED
Yann Gonzalez FR 2012 10 MIN
BERLINALE FORUM EXPANDED

SÓLVEIG ANSPACH

TILNEFNINGAR TIL VERÐLAUNA AWARD NOMINATIONS

THE QUIET GAME LE ROI DU SILENCE ÞÖGNIN ÖSKRAR

Camille er lögfræðingur sem starfar í neyðarmóttöku og þarf þar að fást við ofbeldi og sifjaspell frá degi til dags. Eitt mál knýr Camille til að horfast í augu við eigin áföll.

Martin FR 2024 16 MIN

Camille, 27, a lawyer at an SOS Victimes center, deals with cases of incest and violence. One case pushes Camille to confront her own traumas and limits.

Stuttmyndirnar sex sem eru tilnefndar til verðlaunanna að þessu sinni verða sýndar á sérstakri verðlaunaafhendingu og móttöku í Háskólabíói þann 28. september kl. 15 í boði Franska sendiráðsins á Íslandi.

Viðburðurinn er opinn öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að taka frá (ókeypis) miða á RIFF-appinu eða á heimasíðu RIFF.

Sólveig Anspach verðlaunin eru samstarfsverkefni Franska sendiráðsins, Alliance française í Reykjavík, RIFF, Reykjavíkurborgar, Sendiráðs Íslands í París, Alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

The six short films nominated for the award this year will be screened at a special award ceremony and reception at Háskólabíó on 28. september kl. 15, hosted by the Embassy of France in Iceland.

The event is free and open to all, but it is necessary to reserve (free) tickets through the RIFF app or the RIFF website.

The Sólveig Anspach Award is a collaborative project between the Embassy of France, the Alliance Française in Reykjavík, RIFF, the City of Reykjavík, the Embassy of Iceland in Paris, the Clermont-Ferrand International Short Film Festival, and the Icelandic Film Centre.

WHIM RULES THE

CHILD,

AND WEATHER THE FIELD VEÐUR RÆÐUR AKRI, EN VIT SYNI

Í nálægri framtíð sjáum við storm nálgast niðurnítt heimili Heru. Hún sveiflast milli þess að vera um kyrrt og bjóða veðrinu byrginn, eða forða sér til borgarinnar.

Katla Sólnes IS 2024 14 MIN

In the not-too-distant future, as a storm approaches Hera's dilapidated seaside home, she grapples with whether to relocate to the city or confront the impending calamity.

Hún breyttist úr þjakaðri hafmeyju í hamingjusama konu. Gigi segir hér frá kynleiðréttingu sinni með húmor og mildi í forgrunni.

Cynthia Calvi FR 2024 14 MIN

From the tormented little mermaid to the fulfilled woman she is today, Gigi tells us about her gender transition with humor and sensitivity.

AÏCHA

Coralie Lavergne FR 2023 18 MIN

Elsa er 12 ára og býr með móður sinni í smáþorpi í SuðurFrakklandi. Afi hennar frá Alsír er væntanlegur, en endurfundirnir munu breyta sambandi mæðgnanna varanlega. Elsa, 12, lives with her mother in a small village in Provence. She awaits the arrival of her Algerian grandfather, but the visit will transform her relationship with her mother.

THE BRIDE BRÚÐURIN

Brúðkaupsdagur ungrar eistneskrar brúðar á Íslandi fer í algert uppnám þegar óvæntan gest ber skyndilega að garði.

Hjördís Jóhannsdóttir IS 2023 14 MIN

On her wedding day in Iceland, a young Estonian bride's world is turned upside down by the arrival of an unexpected guest.

Amra er nýlega flutt að heiman til að gerast fótboltakona. En amma hennar og afi–sem ólu hana upp– eru tekin að reskjast og hún treystir ekki yngri systur sinni til að annast þau. Amra afræður að koma heim eina helgi í heimsókn.

Kahina Ben Amar FR 2022 20 MIN

Amra recently left her family to make her professional football debut. But her grandparents who raised her aren't young anymore, and she isn't sure her younger sister is trustworthy. Worried, she comes back to her family for a weekend.

Héloïse
GIGI

GULLNA EGGIÐ

THE GOLDEN EGG

Lengd Duration 82 MIN

Gullna eggið er keppnisflokkur með stuttmyndum frá efnilegum leikstjórum og framleiðendum sem taka þátt í kvikmyndasmiðjunni RIFF Talent Lab.

30.9 Háskólabíó 3 21:00 + Q&A

The Golden Egg is a competition category featuring a selection of short films from up-andcoming directors and producers participating in the RIFF Talent Lab.

7 TO 10

SJÖ TIL TÍU

Eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi hefur Olivia farið sínar eigin leiðir við að vinna úr áfallinu en nú verður sífellt erfiðara að fela hve mikið áfallið hefur aftrað henni í lífinu.

FADEAWAY SKUGGAR SKÁPSINS

Tvíkynhneigður maður horfist í augu við gamlar minningar þegar boð um skyndikynni leiðir hann á vettvang banvæns ofskammts. Gamall fyrirboði og ný tengsl taka á sig nýja merkingu.

Ana Pio UK 2024 15 MIN

Olivia has been attempting to process her sexual assault trauma through hypersexuality but she finds herself unable to hide how much her past is withholding her life.

SPIDER KÖNGULÓ

Flautuleikari á táningsaldri finnur sér griðastað frá stjórnsömum væntingum föður síns í ólíklegu áhugamáli – kynferðislegri köngulóargirnd.

CLAY LEIR

Par sem býr í bíl gerir sér vonir um skjótan gróða en áformin fara í vaskinn þegar leirvasi nokkur brotnar. Á meðan konan leynir atvikinu fyrir kærastanum, neyðist hún til að leggja á ráðin á ný.

Filippo Mira UK 2025 9 MIN

Stranded in their car-home, a couple’s chance at quick cash cracks when their ceramic pot breaks. Concealing the incident from her boyfriend, the woman must devise a new plan.

Brendan Prost CA 2025 14 MIN

After a hookup text leads to the discovery of a deadly overdose, a closeted bisexual man is confronted by memories of his potentially life-saving connection with the victim, and an old omen with newfound meaning.

SORRY, IT'S A GIRL ÞVÍ MIÐUR ER ÞETTA STÚLKA

Þegar kona uppgötvar að hún er ólétt af stúlkubarni, finnur hún sig tilneydda til að íhuga þungunarrof – bæði vegna menningarlegs þrýstings og þrýstings frá fjölskyldu.

I ABSOLUTELY HATE THIS PLACE ÉG BARA HATA

ÞENNAN STAÐ

Nunes BR 2025 5 MIN

Cate Christiansen USA 2024 11 MIN

A teenage flautist finds refuge from his father's controlling expectations by exploring sexual arachnophilia.

Þegar Omar horfist í augu við spegilmynd sína í fyrsta sinn kviknar líkamsandúð hans. Í litríkri ringulreið er dregin upp mynd af tilfinningunni að finnast maður ekki vera í takt við eigin líkama. Confronting the man in the mirror for the first time, Omar's body dysmorphia comes to life through the use of mixed-media animation in a colourful and chaotic representation of what it feels like to not be in tune with your own body.

Jaskaran Gill CA 2025 10 MIN

When a woman discovers she is pregnant with a baby girl, family and cultural pressures force her to consider an abortion.

THE STRANGER STRANAC BÍLSTJÓRINN

Leigubílsstjóri án nafns ekur tilviljanakennt gegnum Zagreb um nótt. Þrír túrar á bílnum leiða í ljós brot úr fortíð hans. Smám saman opinberast samfélag borgarinnar og næturlífið.

MIN

An anonymous taxi driver drifts through a night in Zagreb. Three rides reveal fragments of his past. The city’s social fabric and nightlife slowly unfold.

Gabriel
EUROPEAN PREMIERE
Milorad Milatović HR 2024 19

TÓNLISTARMYNDBÖND OMVF MUSIC VIDEOS

LENGD DURATION 60 MIN 27.9 Háskólabíó 3 18:00 + Intro

CUT YOU OFF

Artist: Tina Janina

Director: Tina Janina Malmstrøm NO

SWITCH TO LOVE

Artist: Paradox Obscur

Director: Mariangela Pluchino

CROSSROADS

Artist: Niilas

Director: Lea Meyer NO

VICTORY OVER FAME

Artist: Daniel Savio

Director: Yulian Sanchez Ojanen SE

MÄ PELKÄÄN SUA

Artist: Alma Alanko

Director: Seena Talvi

TUOLILEIKKI

Artist: Lyyti

Director: Vili Järvinen, Vilma Tietäväinen FI

RØD BIC

Artist: Honningbarna

Director: Sander August Dahl NO

DAJAN

Artist: Hildá Länsman & Tuomas Norvio

Director: Kim Saarinen, Alice Jektevik FI, NO

TÍMI, EKKI LÍÐA

Artist: Róshildur

Director: Anna Róshildur B. Bøving and Simon Bendroth IS

DREAMWEAVERS

Artist: Trentemøller

Director: Jonas Bang DK

SINÄ LENNÄT KUIN MINÄ

Artist: Orvokki

Director: Johanna Vapaavuori NO

I'M NOT DONE (THERAPY SESSION) + NOW'S THE ONLY TIME I KNOW (THERAPY SESSION)

Artist: Fever Ray

Director: Martin Falck SE

Þessi flokkur tónlistarmyndbanda markar fyrstu alþjóðlegu tónlistarmyndbandakeppnina á Oulu Music Video Festival — elstu hátíð tónlistarmyndbanda í heimi. Sýnt í samstarfi við OMVF, hér gefst tækifæri til að kynnast nýrri kynslóð djarfra og skapandi norrænna leikstjóra.

Marking the first-ever international competition at the Oulu Music Video Festival—the world’s oldest festival dedicated to music videos—this program highlights a new generation of bold and imaginative directors. Presented in collaboration with OMVF, the selection showcases the creativity and talent shaping the future of Nordic music videos.

SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS

SÉRVIÐBURÐIR eru sérstakar uppákomur þar sem við bjóðum bæði velkomna heiðursgesti hátíðarinnar og auðgum bíóupplifuna gesta RIFF með ýmsum aðferðum, oftar en ekki í nýstárlegum umhverfi. Við berum fram gómsætar kræsingar, hverfum inn í helli, hlýðum á kvikmyndagerðarfólk miðla af kunnáttu sinni og opnum fyrir áhugavert samtal.

Miðafjöldi er takmarkaður hverju sinni, tryggið ykkur miða í tæka tíð á riff.is

SPECIAL EVENTS are unique occasions where we welcome the festival’s honorary guests and enrich the RIFF experience through a variety of approaches—often in unconventional settings. Audiences may enjoy fine culinary treats, venture into caves, listen to filmmakers share their craft, and engage in stimulating conversations.

Ticket availability is limited for each event, so be sure to secure yours in time at riff.is.

Matarbíó Culinary Screenings

HÚSIÐ OPNAR KL. 17:00, SÝNING HEFST 17:30

Þessi mynd er mannbætandi óður til gleðinnar sem góður matur veitir. Tveir vörubílstjórar slysast inn á hrörlega vegasjoppu þar sem ekkjan Tampopo selur ramen núðlur. Hún biður þá félaga í framhaldinu að hjálpa sér að gera sjoppuna að núðlusjoppu í fremstu röð. Dásamleg mynd sem bragð er af, sýnd í samstarfi við Ramen Momo.

BIG NIGHT STÓRA VEISLAN

Campbell Scott, Stanley Tucci US 109 MIN 1996

27. 9. Norræna húsið 19:00 Nordic House

Verð Price: 12.900 KR.

HOUSE OPENS AT 17:00, EVENT BEGINS 17:30

In this humorous paean to the joys of food, a pair of truck drivers happen onto a decrepit roadside shop selling ramen noodles. The widowed owner, Tampopo, begs them to help her turn her establishment into a paragon of the “art of noodlesoup making”. Interspersed are satirical vignettes about the importance of food to different aspects of human life, screened in collaboration with Ramen Momo.

HÚSIÐ OPNAR KL. 18:00, SÝNING HEFST KL. 19:00

Veisla fyrir skilningarvitin bíður þín á RIFF – í hinni árlegu Sjónrænu matarveislu! Við bjóðum þér á sýningu á hinni margverðlaunuðu Big Night, ásamt sérhönnuðum matseðli frá Plantan Bistro –innblásnum af bragði og stemningu myndarinnar. Bræðurnir Primo og Secondo leggja allt undir með veglegri veislu til heiðurs djassgoðsögninni Louis Prima, í von um að bjarga veitingastað sínum í New Jersey. Spennan magnast í eldhúsinu og fleira en pastað nálgast suðumark!

HOUSE OPENS AT 18:00, SHOW STARTS AT 19:00

A multi-sensory feast awaits at this year’s RIFF Cinematic Culinary Experience! Join us for the critically acclaimed Big Night, served alongside a specially curated menu from Plantan Bistro—each dish inspired by the film’s rich flavors and emotional flair. Primo and Secondo, two Italian immigrant brothers, pour their hearts into one last chance to save their failing New Jersey restaurant: a lavish banquet in honor of jazz legend Louis Prima. As tensions simmer in the kitchen, dreams, pride, and pasta reach a boiling point.

BÚBBLUBÍÓ BUBBLE SCREENING

Börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna. Children must be accompanied by adults.

Ira Carpelan

RIFF breytir Raufarhólshelli enn á ný í stórbrotinn kvikmyndasal með einstöku andrúmslofti djúpt í iðrum jarðar. Komið með alla fjölskylduna á hreyfimynd Ira Carpelans frá 2021 þar sem Múmínpabbi rifjar upp ævintýralega æsku sína til að gleðja Múmínsnáðann sem er rúmfastur heima. Hlýleg saga um hugrekki, vináttu og það að vaxa úr grasi.

RIFF once again transforms Raufarhólshellir into a magnificent movie theatre with a unique atmosphere deep underground. Bring the whole family to Ira Carpelan’s 2021 animated film, where Moominpappa recalls his adventurous youth to cheer up Moomintroll, who is bedridden at home. A warmhearted story about courage, friendship, and growing up.

BÚBBLUBÍÓ RIFF KYNNIR hina sígildu Pal Joey, með Frank Sinatra, Ritu Hayworth og heiðursgesti RIFF í ár, Kim Novak, sem verður viðstödd sýninguna. Snjólaug Lúðvíksdóttir er kynnir kvöldsins, en Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, söng- og leikkona, brýtur upp sýninguna með lifandi tónlistarflutningi. Gestir eru hvattir til að klæða sig í anda myndarinnar, skála í búbblum og njóta ógleymanlegs kvölds kvikmyndatöfra, tónlistar og góðrar samveru.

RIFF’s BUBBLE SCREENING features the dazzling Hollywood classic Pal Joey, starring Frank Sinatra, Rita Hayworth, and RIFF’s honorary guest of the year, Kim Novak—who will attend the screening in person. The evening will be hosted by Snjólaug Lúðvíksdóttir, while singer and actress Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, adds to the screening with live music, setting a sparkling, golden-age atmosphere. Guests are encouraged to show up dressed for the occasion, raise a glass of bubbles, and experience an unforgettable night of cinema and music.

66° NORÐUR × KEF × RIFF

LJÓSMYNDASÝNING PHOTOGRAPHY

OPNUN 25. SEPTEMBER Í HÁSKÓLABÍÓI

Vegna fjölda óska - loks kemur að því að Hellabíó RIFF kynnir aftur: The Descent (2005) er krassandi hryllingsmynd eftir Neil Marshall. Sex konur leggja í hellaferð í Appalachia, en þegar opið hrynur breytist ævintýrið í martröð—þær villast í ókortlögðum göngum og uppgötva að þær eru ekki einar í myrkrinu.

By popular demand, RIFF's Cave-In cinema finally presents again! The Descent (2005) is a chilling horror classic by Neil Marshall. Six women venture into the Appalachian caves for adventure, but when the entrance collapses, their journey turns into a nightmare—lost in uncharted tunnels, they soon realize they are not alone in the dark.

LIGHTS – CAMERA – ICELAND

PÁLL STEFÁNSSON

EXHIBITION

OPENING 25. SEPTEMBER IN HÁSKÓLABÍÓ

Páll Stefánsson er einn kunnasti og farsælasti landslagsljósmyndari Íslands. Verk hans hafa verið birt víða um heim, eftir hann liggur fjöldi ljósmyndabóka og myndir hans af íslenskri náttúru fanga hráa fegurð Íslands, ljós þess og anda. Hér gefur að líta nokkra af þekktum tökustöðum á Íslandi, með augum Páls.

Páll Stefánsson is one of Iceland’s most renowned and accomplished landscape photographers. His work has been published worldwide, and he has authored numerous photography books. His images of Icelandic nature capture the country’s raw beauty, its light, and its spirit. Presented here are some of Iceland’s most iconic film and tv locations, as seen through Páll’s eyes.

PAL JOEY
George Sidney
111 MIN 1957
9. Háskólabíó 1

RIFF UM VÍÐAN VÖLL

RIFF ALL AROUND

MÍNÚTUMYNDIR THE ONE MINUTES

RIFF UM ALLT LAND

RIFF viðheldur sterkum tengslum við samfélög á landsbyggðinni og tryggir að hluti af hátíðardagskránni nái til áhorfenda um allt land. Á Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Patreksfirði er sýnd dagskrá frá UngRIFF, kvikmyndahátíð fyrir börn og ungmenni. Auk þess býður RIFF upp á sérstakar sýningar í samstarfi við Skaftafell, þar sem sýndar eru Anorgasmia (leikstj. Jón Einarsson Gustafsson, Ísland/ Kanada/Tékkland, 2025) og Megas: Excuse Me While I Puke (leikstj. Bessi, Ísland, 2023). Nánari upplýsingar á samfélagsmiðlum Skaftafells. Sýningarnar fara fram í samstarfi við bíóhús, félagsmiðstöðvar og félagasamtök víða um land.

MÍNÚTUMYNDIR

THE One Minutes er hollensk stofnun sem framleiðir og dreifir mínútumyndum út frá listrænu sjónarmiði og býður upp á alþjóðlegan vettvang til að skapa og tengjast. Ný sería á þeirra vegum kemur út á tveggja mánaða fresti. Nánar á theoneminutes.org.

RIFF UM ALLA BORG

AUK ÞEIRRA sérstöku sýninga sem verða í Norræna Húsinu, verða Mínútumyndir einnig sýndar víðsvegar um bæinn á meðan hátíðin stendur yfir, en samstarfsaðilar RIFF um alla borg þetta árið eru Canopy hótelið, Slippbarinn (hátíðarbarinn 2025), Petersen svítan, Loft Hostel, Smekkleysa, Fischersund ilmhús, Borgarbókasafnið Grófinni og Elding hvalaskoðun, en þau munu sýna myndir um borð í bátnum Eldey sem leggur út frá Ægisgarði 5C í hvalaskoðunar- og norðurljósasiglingar oft á dag. Áhugasamir geta ráðfært sig við kortið á blaðsíðu 102, en þar má meðal annars finna þá staði sem standa fyrir sýningum á Mínútumyndunum.

RIFF AROUND THE COUNTRY

RIFF maintains strong ties with communities outside the capital, ensuring that the festival programme reaches audiences across Iceland. In Akureyri, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, and Patreksfjörður, the programme consists of screenings from UngRIFF, a film festival for children and young people across the country. In addition, RIFF presents special screenings in collaboration with Skaftafell of Anorgasmia (dir. Jón Einarsson Gustafsson, Iceland/Canada/ Czech Republic, 2025) and Megas: Excuse Me While I Puke (dir. Bassi, Iceland, 2023). Further details on Skaftafell’s socials. These screenings are organised in collaboration with local cinemas, youth centers, and social organizations around the country.

THE ONE MINUTES

THE One Minutes Foundation, located in the Netherlands, produces and distributes one minute videos from an artistic point of view, offering an international stage for people to create and connect. Every two months a new series is released. More at theoneminutes.org.

RIFF AROUND TOWN

IN ADDITION to the Nordic House screenings, The One Minutes will be screened at several locations around town. This year, guests can enjoy The One Minutes at Canopy Hotel, Slippbarinn (the festival bar of RIFF), Petersen svítan (the Petersen Suite), Loft Hostel, Smekkleysa Café-Bar, Fischersund perfumery, Grófin City Library and Elding Whale Watching. Elding will screen the films onboard the boat Eldey, on their daily Whale watching and Northern Lights tours. Those interested can consult the map on page 102, where the listed locations have been marked.

Myndaröðin ‘Þegar list er ekki líf’ í sýningarstjórn

Gagnrýnendanna (e. The Critics) — hópi ungra nígerískra kvikmyndagerðarmanna — tekst á við mörk lífs og listar og skoðar sérstaklega spurninguna

„Hvað er list ef ekki lífið sjálft?“

25.9–5.10 Sýndar á sýningarstöðum RIFF um alla borg Screened at RIFF Around Town locations

Canopy Hotel

Slippbarinn

Petersen svítan

Loft Hostel

Smekkleysa

Fischersund ilmhús

Borgarbókasafnið Grófinni

Eldey (tickets at Elding.is)

WHEN ART ISN'T LIFE ÞEGAR LIST ER EKKI LÍF NG 11 MIN

‘When Art Isn’t Life’, curated by The Critics — a collective of young Nigerian filmmakers — challenges the boundaries between art and life, exploring the question of what art is if it isn’t life.

A MAN AND A MACHINE

Yitao Yuan US, NL

KENON

Kári Thayer IS, NL

LIFE AND ART

Abraham NG, NL

ANOTHER HEART ATTACK

Moon Van den Hende BE, NL

INTERNEE M

Lieven Nollet BE, NL

BEHIND THE SCENES

Kári Thayer IS, NL

ART? 2

Victor Josiah NG, NL

MOSES

Qidubem NG, NL

IN DYING LIGHT Prime Snow NG, NL

SILENCE Emanuele Dainott BE, NL

A TRASH PAINTING

Louis van Lamsweerde BE, NL

‘Þegar kvikmyndagerð er móðurmál sem talað er til að vernda’, í sýningarstjórn Shen Xin, skoðar kvikmyndagerð sem vettvang þar sem tungumálasköpun á sér stað í gegnum sambönd og þekkingu.

WHEN FILMMAKING IS A FIRST LANGUAGE SPOKEN TO PROTECT

ÞEGAR KVIKMYNDAGERÐ ER

MÓÐURMÁL SEM TALAÐ ER TIL

AÐ VERNDA by Shen Xin

23 MIN

‘When filmmaking is a first language spoken to protect’, curated by Shen Xin, explores filmmaking as a site for co-creating language through relationships with knowledge.

Þessi myndaröð stillir upp svipmyndum af einstaklingum, vinum, fjölskyldum og hópum í því skyni að dreifa væntumþykju og fanga flóru tilfinninganna í myndræna dagbók. Hér er ástin reifuð hið lifandi afl sem drífur okkur áfram gegnum myrkrið. Myndirnar fanga augnablik sem einkennast af umhyggju, löngunum, berskjöldun og þroska.

NL 19 MIN

The series employs intimate portraits of individuals, friends, families, and collectives as a tool for circulating affection and serves as a visual diary of emotional landscapes. It draws upon love — a vital force that sustains us through darkness. The films encapsulate moments of care, longing, vulnerability, forgetting and becoming.

REED BOAT

Kaixin Chen NL

TOMOROW ISLAND

Teresa Busuttil MT, NL

FARFALLINO

Adele Dipasquale NL

CARRIER

Thierry Oussou NL

AON NOE AYE

Ali Van UK, NL

I SELL MIRROR

Plural ID, NL

HOW TO INTERVIEW A FOREST FALLING

Yanna Kok NL

I DIDN'T WASH

Huiqi He CN, NL

49 DAYS

Mina Yee NL

IN MY DREAM

Juliana Soria AR, NL

SAFE TRIP

Xiya Wang and Yuyue He UK, NL

MAHO

Guilliano Zaalman SR,NL

YOUR LANGUAGE

Arturo Navarro Villacampa NL

HANDS OXES

Nazli Dincel US, NL

BEYOND THE FILTER

Jingyi li CN, NL

TRAM THREADS

Alex Olloman NL

KARMIC SURPLUS

Toke Juhoklee Kejlow Nielsen NL

UNTITLES

feral mimesis NL

SIDEWAYS

Josefina Gilardi NL

SHIMMER-INTERMITTENT

Chao Tang CN, NL

THE WIND EDITION

Dario Ricciardi AR, NL

THE COYOTE PLAYS THE WIN

Meng Florent FR,NL

SUMMER 2010

Hamza Halloubi MA, NL

SEEING THROUGH MIRRORING

The Comet Collective NL

SELFPORTRET

Ato Malinda NL

HARD DRIVE

Theo Tajes BR, NL

FLAMER

Eduardo Garcia and Austin Miller US, NL

MIMOS

Aimar Lomo & Sen ES, NL

IS CARE A CHORE?

Julietta Acevedo CH, NL

TO NOT LIVE ALONE

Inès Heddar FR,NL

SNOW

Reda Merida FR,NL

THE BLURRED BEE

Amirali Ghasemi DE,NL

EVERY STONE IS A PERSON, AND EVERY PERSON, A STONE.

Mana Tashakorinia FI, NL

THE CANDLE bodhi_bodhisatva NL

AT LAST, A FILM ABOUT YOU Remy Ryumugabe RW,NL

THE DISAPPEARANCE OF PITA Liad Hussein Kantorowicz DE,NL

THE ROAD OF… Elif Satanaya Özbay TR,NL

FIELD STUDY

Amelie Befeldt DE,NL

CICADAS

Projektado collective IT, NL

COLLECTIVITY BEGINS FROM HOME Prashant Chavan IN, NL

MESS TO METHOD

Makmur Djaja ID, NL

UNTITLED, Radu-Mihai Tanasa NL

The One Minutes Jr. teymið fór til Dhaka þar sem fram fór fimm daga vinnustofa með 15 börnum sem búa á götum borgarinnar og þiggja aðstoð frá hjálparstöðvum UNICEF í Bangladesh. Þar lærðu þau kvikmyndagerð og klippingu fengu að kynnast kraftinum sem býr í frásagnarlist.

NO EASY DAY ENGINN DANS Á RÓSUM

UMRÆÐUR OG MEISTARASPJALL EXTENDED TALKS & MASTERCLASSES

Meistaraspjall

The One Minutes Jr. team traveled to Dhaka for a five-day workshop with 15 young people living on the streets in Dhaka and receiving support in shelters by UNICEF Bangladesh. They learned filmmaking and editing skills, discovering the power of storytelling.

ANTON CORBIJN 26.09 Háskólabíó 1 17:15

HARRASMENT

Khadija

BD, NL

ICE OF PAIN

Md. Arafat

BD, NL

NO EASY DAY

Md. Arafat BD, NL

SHADOW OF FATHER’S.

Md. Hasibul BD, NL

WHERE DO THE GIRLS SLEEP?

Md. Maruf

BD, NL

MY FAMILY

Md. Parvej

BD, NL

NO PLACE FOR THE OLD LADY

Md. Rifat

BD, NL

NOWHERE TO PLAY

Md. Sadek BD, NL

MY LOST FRIEND

Md. Sakib BD, NL

NO KID SHOULD SLEEP ON THE STREET

Md. Shafayed BD, NL

GARBAGE FIGHTER

Md. Shahadat BD, NL

SHAHIN’S DREAM

Md. Shahin BD, NL

WICKET

Md. Shahjalal BD, NL

LIFE STORYBOARD Sohan BD, NL

TAKE MY HAND

Tahmina Tania BD, NL

APICHATPONG

WEERASETHAKUL 30.09 Háskólabíó 1 19:35

MOHSEN MAKHMALBAF 03.10 Háskólabíó 2

1

Samræður til áhrifa Impact Talks

Í kjölfar valinna sýninga úr flokknum Önnur framtíð (bls. 39) fara fram umræður þar sem kvikmyndagerðarfólk, sérfræðingar og áhorfendur ræða þau umhverfis- og samfélagsmál sem kvikmyndirnar varpa ljósi á.

Masterclasses THE LAST AMBASSADOR

Natalie Halla AT 2025 (bls. 41)

ALL THAT’S LEFT OF YOU

Cherien Dabis

DE, CY, PS, JO, GR, QA, SA 2025 (bls. 40)

5 SEASONS OF REVOLUTION Lina DE, SY, NO, NL, QA 2023 (bls. 39)

Following selected screenings in the A Different Tomorrow program (p. 39), these conversations bring filmmakers, specialists, and audiences together to talk through the environmental and social themes raised on screen.

TEENAGE LIFE INTERRUPTED Åse Svenheim Drivenes NO 2025 (bls. 41)

MR. NOBODY AGAINST PUTIN

Pavel Talankin & DavidBorenstein DK, CZ / 2025 (bls. 41)

Þessi fyrirlestraröð er innblásin af sniði TED Talks en þar verður boðið upp á stuttar kynningar frá upprennandi kvikmyndagerðarfólki og skapandi fagfólki. Hver fyrirlestur er persónuleg sýn á kvikmyndagerð samtímans og framtíðarinnar. RIFF SPJALLIÐ veitir innsýn og innblástur fyrir nemendur, upprennandi listafólk og þá sem búa að mikilli reynslu í bransanum.

by emerging

and creative professionals. Each talk

a personal take on the present and future of cinema. RIFF TALKS offer insight and inspiration for students, early-career artists, and experienced guests alike.

Umræður Extended Talks

*Hluti af bransadögum RIFF. Innifalið bransadagaskráningum en einnig opið almenningi, stakir miðar seldir á tickets.riff.is *Part of RIFF's Industry Days. Included in Industry Accreditation with single tickets also available at tickets.riff.is

Yrsa Roca Fannberg THE GROUND BENEATH OUR FEET

2. 10 17:00

Háskólabíó 1

4. 10 15:45

Háskólabíó 1

Bls 33.

Ramon & Silvan Zürcher

THE GIRL AND THE SPIDER

3. 10 14:30

Háskólabíó 4

Bls. 23

Marziyeh Meshkiny THE DAY I BECAME A WOMAN

2. 10 17:15

Háskólabíó 2 Bls. 27

Anton Corbijn SQUARING THE CIRCLE (THE STORY OF HIPGNOSIS)

25.9 16:00

Háskólabíó 1 Bls. 17

1 Bls. 21

THE WIZARD OF THE KREMLIN

2. 10 20:00 Háskólabíó 1 Bls. 35

Benny Safdie (Online Intro) THE SMASHING MACHINE

1. 10 19:15

Háskólabíó 1

Bls. 38

Inspired by the format of TED Talks, this series features short presentations
filmmakers
brings
Ursula Meier HOME 3. 10 18:45
Olivier Assayas

UNGRIFF

YOUTHRIFF

UNGRIFF er barna- og ungmennahátíð sem teygir anga sína um höfuðborgarsvæðið og út á landsbyggðina. Hátíðin opnar 24. september og yfir hátíðina sýnum við fimm kvikmyndir í fullri lengd og 37 stuttmyndir, fyrir mismunandi aldurshópa, nánar kynnt í bæklingi UngRIFF, á riff.is og ungriff.is. Nefna má Hetjudáðir Múmínpabba sem sýnd verður í Raufarhólshelli þann 3. október, kl. 17:00, sjá nánar á bls. 82. Dagskráin er sett saman af metnaði og kostgæfni og gefur RIFF fullorðna fólksins ekkert eftir þegar kemur að alþjóðlegum gæðastimplum og sögum sem eiga ríkt erindi við áhorfendur. Við erum afskaplega stolt af því að bjóða upp á kvikmyndir sem eru ýmist bráðfyndnar, ögrandi eða háspennandi og hvetjum fjölskyldur til að koma saman í bíó og eiga eftirminnilega gæðastund í kvikmyndasalnum.

YOUTHRIFF is a children’s and youth film festival that extends its reach across the capital area and into the countryside. The festival opens on September 24, and throughout its run we will screen four feature films along with 37 short films, targeting different age groups.

The program is curated with ambition and care, and yields nothing to RIFF’s main program when it comes to international quality standards and stories with strong relevance for audiences. We are immensely proud to present films that are by turns hilarious, thought-provoking, and thrilling, and we encourage families to come together at the cinema for an unforgettable experience.

Með hugrekki og forvitni í farteskinu leggur Liv af stað í langferð ásamt ísbirninum Valemon, sem býr yfir konunglegu leyndarmáli. Með aðstoð vina úr dýraríkinu leitast hún við að ná markmiði sínu; að aflétta bölvuninni sem hvílir á Valemon og ráða niðurlögum nornarinnar sem lagði álögin á hann til að byrja með.

THE POLAR BEAR PRINCE KVITEBJØRN ÍSBJARNARPRINSINN

Mikkel Brænne Sandemose NO 2024 85 min

Fearless and curious, Liv leaves her woodland home with Valemon, a polar bear who hides a royal secret. As their bond grows, she embarks on a daring quest—with help from her animal friends—to break his curse and face the witch who cast it.

PIPPI LANGSTRUMPF LÍNA LANGSOKKUR

Olle Hellbom

SE, CZ 100 min 1969

ÍSLENSKT TAL

27.09 Nordic House 13:00

Tommy og Anika munu aldrei gleyma deginum þegar Lína mætti í bæinn, ríðandi á hesti. Þau hrífast þegar í stað af lífsmáta hennar þar sem frelsi og lífsgleði ráða för.

One day a red-haired, freckled girl rides into a small town. Tommy and Anika become friends with Pippi, who leads a wonderful, independent life.

LIVING LARGE STÓR Í SNIÐUM

Kristina Dufková CZ, SK, FR 2024 80 MIN

LEIKLESTUR Á ÍSLENSKU

24.9 Smárabíó

ICELANDIC KARLOVY 2024

Ben er 12 ára, elskar mat og dreymir um að verða kokkur. Með gelgjunni koma hins vegar einelti, áhyggjur foreldra og þrýstingur til að breytast. Hann er sannfærður um að megrun leysi allan vanda, meðal annars að heilla stóru ástina, Klöru, og grípur til örþrifaráða. Hann kemst þó fljótt að því að útlitið er ekki mikilvægast, heldur sjálfstraustið.

Twelve-year-old Ben loves food and dreams of becoming a chef, but puberty brings bullying, worried parents, and pressure to change. Convinced that dieting might solve everything—and even win over his crush, Klara—he takes drastic steps. Along the way, Ben discovers that what really matters isn’t appearance, but finding confidence in himself.

Hin 13 ára Honey felur bæði óreiðukennt fjölskyldulíf sitt og tónlistarhæfileika sína fyrir skólafélögum sínum, og þráir í laumi að ganga til liðs við hljómsveitina hans Liam. Þegar hún kemst að því að Marcel–tónelskur afi hennar–gæti verið á lífi einsetur hún sér að finna hann og í framhaldinu sína eigin rödd og hugrekkið til að vera hún sjálf. Mynd fyrir 12+.

Natasha Arthy DK 2025 96 min

Thirteen-year-old Honey hides her chaotic home life and her talent for music from her new classmates, secretly longing to join Liam’s band. When she learns her music-loving grandfather Marcel might still be alive, she sets out to find him—hoping he’s the key to discovering her own voice and the courage to be herself.

YOUTH RIFF OPENING FILM

VITRANIR NEW VISIONS

Head of Jury Mohsen Makhmalbaf

Kvikmyndaleikstjóri og aðgerðarsinni Film Director, humanitarian and activist

Giona A. Nazzaro

Rithöfundur og listrænn stjórnandi Locarno kvikmyndahátíðar í Sviss

Author and Artistic Director of the Locarno Film Festival, Switzerland

Saga Garðarsdóttir

Leikkona, uppistandari og handritshöfundur Actress, screenwriter and comedian

Jónas Margeir Ingólfsson

Forstjóri Act 4, lögfræðingur, handritshöfundur og framleiðandi CEO of Act 4, lawyer, film & TV producer and writer

ÖNNUR FRAMTÍÐ A DIFFERENT TOMORROW

Fiorella Moretti

Framleiðandi og framkvæmdastjóri Luxbox Films Producer, CEO and president of Luxbox Films

Pipaluk K. Jørgensen

Verðlaunaleikstjóri og handritshöfundur, stofnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðar innar Nuuk. Award winning director and screenwriter, founder of Nuuk International Film Festival

Daniel Hadenius-Ebner

Listrænn stjórnandi og meðstofnandi alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar í Vín

Artistic Director and co-founder of Vienna Shorts International Short Film Festival

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR INTERNATIONAL SHORTS

Erlendur Sveinsson

Verðlaunaleikstjóri og aðjúnkt við kvikmyndadeild LHÍ Award winning film and music video director. Assistant professor in the film department of IUA

Kahina Ben Amar

Kvikmyndaleikstjóri og kennari í kvikmyndalist fyrir börn og fullorðna Director and film educator for children and adults alike

RÚV og Upptekið munu verðlauna bestu íslensku stuttmyndina á RIFF 2025. RÚV mun kaupa stuttmyndina til sýningar og Upptekið gefur tíma í hljóðveri með upptökumanni.

RÚV and Upptekið will award the best Icelandic short film at RIFF 2025. RÚV will buy the short film for screening and Upptekið will provide studio time with a sound technician.

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR ICELANDIC SHORTS

Lisa Hoen

Frumkvöðull á sviði miðlunar og hátíðarstjórnandi alþjóðlegrar kvik myndahátíðar í Tromsø Cultural media entrepreneur and Festival Director, Tromsø International Film Festival

Hjördís Jóhannsdóttir

Kvikmyndagerðarkona sem hlaut verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina 2024 Filmmaker and winner of Icelandic Shorts Competition 2024

Francisco Dias

Kvikmyndagerðarmaður og dagskrárgerðarmaður hjá Curtas Vila Do Conde hátíðinni Filmmaker and programmer, Curtas Vila Do Conde

Elín C. H. Ramette

Handritaráðgjafi, framleiðandi og kvikmyndagerðarunnandi Script editor, producer and filmwork enthusiast

DÓMNEFND UNGA FÓLKSINS YOUNG PEOPLE’S JURY

Brynjar Daðason

Tónskáld, hljóðfæraleikari og pródúser Composer, instrumentalist and music producer

Ísak Hinriksson

Leikstjóri, heimildamyndagerðarmaður og sviðlistamaður Director, documentary film maker and performing arts director

LAB

Rúnar Guðbrandsson

Leikari, fyrrum kennari við leikaradeild LHÍ og leikaradeild Kvikmyndaskóla Íslands Actor, former professor of the acting department at IUA and the acting program at the Icelandic Film School

Gunnar Björn Guðmundsson

Leikstjóri við kvikmyndagerð, sjónvarp og sviðslistir og handritshöfundur Film and TV director, screen writer and director of stage productions

Ólöf Birna Torfadóttir

Leikstjóri og handritshöfundur við kvikmynda gerð og sjóvarpsframleiðslu Director and screenwriter in film and TV productions

TALENT

+10k

01:10

1 á móti 10

10 þúsund

5 ár af byltingu

5 Seasons of Revolution

7 to 10

Á hliðarlínunni

A Light that Never Goes Out

Á Milli Línanna

A Thousand Waves Away

Absolution

Að eilífu, Ramen

Að hanna hið ómögulega (saga Hipgnosis)

Afi

Aflausn

Afternoons of Solitude

Aftur til Genóu

Aïcha

Aldrei aftur ein

Alișveriș

All Dogs Want to Die Alone

All That's Left of You

Allar saman

Allir Hundar Vilja Deyja Einir

Allir í bíó

Allt annar

Allt sem eftir lifir

Ameríski draumurinn

Anorgasmia

Another Other

Archipelago of Earthen Bones – to Bunya

As Silence Passes By

Ástin látin ganga

Back to Genoa City

Baksýnisspegillinn

Balconies

BeastQuest

Beinaklasinn

Better Not Kill the Groove

Big Night

Bílstjórinn

Blátt hjarta

Blue Heart

Boonmee frændi man sín fyrri líf

Bréfaskriftir

Breytilegt landslag

Brotinn taktur

Brotvélin

Brúðurin

Cactus Pears

Chords

Clay

Common Pear

Control

Correspondence

Crossroads

Cut You Off

Dajan

Daria's Night Flowers

Denim Royale

Dreamweavers

Drottningar

Drottningar hinna dauðu

Drowning Dry

Dularfullur hlutur um hádegisbil

Ég bara hata þennan stað

Ég er eldurinn

Ég óttast að gleyma andliti þínu

Eilíf samba

Einkasafnið

Einmana á jólanótt

Einmana síðdegi

Eleanor the Great

Elenóra mikla

Enginn dans á rósum

Epilogues

Fadeaway

Faðir

Falskar nótur

Father

Filther

Fimleikasýning 1988

Fjallferð

Flækjustig

Fljótið bláa

Flophouse America

Forboðnir ávextir

Full Out

Fyrirboðinn

Fyrirgefðu, vina

Gigi

Goats!

Going South

Grandfather

Gullna reglan

Gunnar's Last Project

Hacking Hate

Hanami

Hatrið hakkað

Have We Made It Across the Plain of Night

Hefðbundin pera

Heima

Hetjudáðir Múmínpabba - Ævintýri ungs

Múmínálfs

Hið sæta hunang

Hidden People

Hinsta kveðja frá Gaza

Höfuðpaurinn

Home

Honey

Honey, My Love, So Sweet

How Are You?

Hrafninn

Hreiðrið Hrufluð hné

Hugfangi

Huldufólk

Hunang

Hverful fegurð

Hvernig hefurðu það?

Hvítur snigill

I Absolutely Hate this Place i am afraid to forget your face

I am the Fire

I Believe the Portrait Saved Me

Í fjarska

Í gegnum nóttina

Í iðrum jarðar

Í mínum höndum

I'm Not Done (Therapy Session) + Now's

The Only Time I Know (Therapy Session)

Iceland Sprakkar Land

In Between the Lines

In my hand

In Retrospect

Internal Zero

Ísbjarnarprinsinn

Ísland, land sprakka

Jörðin undir fótum okkar

Kim Novak's Vertigo

Kjöt

Koki, Ciao

Könguló

Kortersreglan

Kvöldvaktin

Kynjakötturinn

Kynlegt fljót

La Folie

Landscapes of Longing

Last Farm in Reykjavik

Late Shift

Leir

Leitin

Lína langsokkur

Living Large

Ljósið sem aldrei deyr

Lóðbeint suður

Loftsteinar

Looking She Said I Forget

Lost Soul

Mä Pelkään Sua

Mad

Magic Farm

Mamma kenndi mér að gefa

Mannvélar5

Marteinn

Meat

Memoria

Memory is an Animal, it Barks With Many Mouths

Memory Traces

Merging Bodies

Mesmerized – Monolink

Minnið er margtyngd skepna

Minning

Minningaspor

Missir

Mömmusóló

Mountain Trek

Mr Nobody Against Putin

Múrar

Myndin sem bjargaði lífi mínu

Mysterious Object at Noon

Næturblómin

Næturklúbburinn

Náman

Nest

Niður með geiturnar!

No Easy Day

No Matter What, I Love You

On the Sidelines

Pacific Club

Pal Joey

Páll

Passing the Love

Paul

Perseidas

Pippi Langstrumpf

Please Say Something

Portals

Postcards

Póstkort

Private Collection

Put Your Soul on Your Hand and Walk

Queens

Queens of the Dead

Ramallah í Palestínu, desember 2018

Ramallah, Palestine, December 2018

Raven

Rød Bic

Sá gamli

Sagan af lífi mínu

Salam Cinema

Sama hvað, ég elska þig

Samba Infinite

Sara

Scraped Knees

Segðu eitthvað

Segðu mér allt

Sendingin

Síðasta ástarbréfið

Síðasta paradísin á jörð

Síðasta verk Gunnars

Síðasti bærinn í Reykjavík

Síðasti sendiherrann

Silent Conversations

Sinä lennät kuin minä

Sirat

Sister

Sjö til tíu

Skjólið

Skuggar skápsins

Slegið í gegn

Slet 1988

Smákarl gegn Pútín

Solomamma

Sölumennska

Sori

Sorry, Baby

Sorry, It's a Girl

Spider

Spörfuglinn í skorsteininum

Squaring the Circle (The Story of Hipgnosis)

Stefnumótið

Stór í sniðum

Stóra veislan

Strange River

Strangers in the Night

Stúlkan og köngulóin

Suit Girl

Svalirnar

Switch to Love

Systir

Taller (Workshop)

Tampopo

Tapes – Tell Me Everything

Teenage Life Interrupted

The 15 Minute Rule

The Art of Giving

The Blue Trail

The Bride

The Day I Became a Woman

The Descent

The exploits of Moominpappa –

Adventures of a Young Moomin

The Flowers Stand Silently, Witnessing

The Girl and the Spider

The Golden Rule

The Good Omen

The Ground Beneath our Feet

The Last Ambassador

The Last Love Letter

The Last Paradise on Earth

The Lord of the Tube Television

The Mastermind

The Mine

The Polar Bear Prince

The Quiet Game

The Safe House

The Shipwrecked Triptych

The Smashing Machine

The Sparrow in the Chimney

The Strange Little Cat

The Stranger

The Wizard of the Kremlin

They Will Love Me Now

Tími, ekki líða

Töfrabýlið

Töframaðurinn frá Kreml

Travel Essentials

Trufluð táningsár

Túbusjónvarpssaga

Tuolileikki

Tvær árstíðir, tveir aðkomumenn

Two Seasons, Two Strangers

Týnd Sál

Ukko

Umpólun

Uncle Boonmee Who Can

Recall His Past Lives

Undraveröld

Veður ræður akri, en vit syni

Verði stuð!

Vertigo

Vertu sæll, Koki

Victory over Fame

Vinnustofan

Vitfirringin

Walls – Akinni Inuk

We Will Never Be Alone Again

When Art Isn't Life

When Filmmaking Is a First Language

Spoken to Protect

Whim Rules the Child, and Weather the Field

White Snail

Þar fer þögnin

Þegar ég varð kona

Þegar kvikmyndagerð er móðurmál

sem talað er til að vernda

Þegar list er ekki líf

Þögnin öskrar

Þögul samtöl

Þögul vitni

Þríleikur um skipbrot

Þurrt vatn

Því miður er þetta stúlka

Adrian Paci

Alan Sahin

Alba Bresolí Aliberch

Alban Muja

Albert Serra

Alexandre O. Philippe

Alfred Hitchcock

Alfreð Hrafn Magnússon

Alice Jektevik

Alisha Tejpal

Amalia Ulman

Ana Pio

Andri Freyr Gilbertsson

Anna Róshildur B. Bøving

Anoushka Mirchandani

Anton Corbijn

Apichatpong Weerasethakul

Ari Alexander

Arina Mado

Arnór Björnsson

Åse Svenheim Drivenes

Benny Safdie

Benoît Grimalt

Bergur Árnason

Bex Oluwatoyin Thompson

Brandon Moran

Brendan Prost

Brynjar Leó Hreiðarsson

Campbell Scott

Carla Simón

Caroline Poggi

Cate Christiansen

Cherien Dabis

Coralie Lavergne

Cynthia Calvi

Daniel Asadi Faezi

David Borenstein

David O'Reilly

Denis Côté

Denise Fernandes

Deniz Eroglu

Dimitris Nakos

Dominga Sotomayor

Doris Buttignol

Douglas Joe

Egill Atlason

Elena Duque

Elsa Kremser

Ergis Magnússon

Estibaliz Urresola Solaguren

Eugen Jebeleanu

Eva Giolo

Eva Victor

Filippo Mira

Freyja Kristinsdóttir

Gabríel Guðjónsson

Gabriel Mascaro

Gabriel Nunes

Gala Hernandez Lopez

George Sidney Gregor Božič

Grima Irmudóttir

Harpa Hjartardóttir

Helena Wittmann

Héloïse Martin

Hjördís Jóhannsdóttir

Hlynur Hólm Hauksson

Ira Carpelan

Janicke Askevold

Jaskaran Gill

Jaume Claret Muxart

Jesse Elliott Erwitt Smolan

Johanna Vapaavuori

Jon Einarsson Gustafsson

Jonas Bang

Jonathan Leggett

Jonathan Vinel

Josh Mitchell Jimayu Fairmont

JT Trinidad

Juliette Le Monnyer

Juzo Itami

Kahina Ben Amar

Kamal Aljafari

Kamila Tarabura

Karin Rós Wiium

Katla Sólnes

Kelly Reichardt

Kim Saarinen

Klaudia Reynicke

Kolbeinn Hugi

Kristina Dufková

Kristny Eiríksdóttir

Lauri-Matti Parppei

Laurynas Bareiša

Lea Meyer

Leonardo Martinelli

Levin Peter Lina

Lina Maria Bullwinkel

Lionel Baier

Liselotte Wajstedt

Luca Furlan

Malena Szlam

Manna Bergström

Mariangela Pluchino

Marja Helander

Marta Popidova

Martin Falck

Maryam Tafakory

Marziyeh Meshkiny

Mathias Skaarup

Miha Hocevar

Mikkel Brænne Sandemose

Mila Zhluktenko

Milorad Milatović

Mireya Martinez

Mohsen Makhmalbaf

Monica Strømdahl

Naila Zahin Ana Naomi Pacifique

Narcisa Hirsch

Natalia del Mar Kazik

Natalie Halla

Natasha Arthy

Neil Marshall

Nicola von Leffern

Nikulás Tumi Hlynsson

Nina Paninnguaq Skydsbjerg

Ólafur Þór Gunnarsson

Óliver Laxe

Olivier Assayas

Olle Hellbom

Ollie Maine Smith

Óttar Þorbergsson

Patrik Eklund

Pavel Talankin

Petra Biondina Volpe

Quenton Miller

Ramon Zürcher

Randa Maroufi

Rohan Kanawade

Sakaris Stórá

Sameh Alaa

Samuel Suffren

Sander August Dahl

Sandra Romero

Sarah Ballard

Scarlett Johansson

Seena Talvi

Sepideh Farsi

Sho Miyake

Silvan Zürcher

Simen Nyland

Simon Bendroth

Simon Klose

Sinan Taner

Smilla Khonsari

Sofie Rørdam

Stanley Tucci

Stefania Burla

Steiní Kristinsson

Telma Huld Jóhannesdóttir

Tereza Nvotová

Theo Panagopoulos

Tina Janina Malmstrøm

Tina Romero Tonći Gaćina

Tumi Gonzo Björnsson

Ursula Meier

Valentin Noujaïm

Vangelis Chatzopoulos

Vasile Todinca

Vignir Daði Valtýsson

Vili Järvinen

Vilma Tietäväinen

Yann Gonzalez

Yrsa Roca Fannberg

Yulian Sanchez Ojanen

SÝNINGARSTAÐIR

SCREENING VENUES

Háskólabíó HAGATORG

Norræna húsið SÆMUNDARGATA 11

Nordic house

SAMSTARFSAÐILAR

MAIN PARTNERS

Canopy Hotel SMIÐJUSTÍGUR 4

Geiri Smart Restaurant HVERFISGATA 30

Reykjavík Marina Hotel MÝRARGATA 2

Slippbarinn MÝRARGATA 2

RIFF HEITIR REITIR RIFF HOT SPOTS

Jómfrúin LÆKJARGATA 4

Snaps ÞÓRSGATA

Fröken Reykjavík LÆKJARGATA 12

Kopar GEIRSGATA 3

Napoli Pizza TRYGGVAGATA 24

Bæjarins beztu pylsur TRYGGVAGATA 1

Mijita Columbian Food Truck HAGATORG

Kastrup HVERFISGATA 6

Duck & Rose AUSTURSTRÆTI 14

Rabbabarinn at Háskólabíó HAGATORG

RIFF UM ALLA BORG RIFF AROUND TOWN

Canopy Hotel SMIÐJUSTÍGUR 4

Slippbarinn MÝRARGATA 2

Fischersund FISCHERSUND 3

Petersen svítan INGÓLFSSTRÆTI 2A

Smekkleysa HVERFISGATA 32

Loft Hostel BANKASTRÆTI 7

Elding ÆGISGARÐUR 5

Borgarbókasafnið Grófinni TRYGGVAGATA 15

STJÓRNANDI FESTIVAL DIRECTOR

Hrönn Marinósdóttir

FRAMLEIÐANDI PRODUCER

Þorbjörg Jóhannsdóttir

MEÐFRAMLEIÐENDUR CO-PRODUCERS

Margrét Erla Þórsdóttir

Saga Ísold Eysteinsdóttir

DAGSKRÁRSTJÓRI

HEAD OF PROGRAMMING

Frédéric Boyer

UMSJÓN MEÐ DAGSKRÁ PROGRAM MANAGEMENT

Ana Catalá

AÐSTOÐ ASSISTANTS

Clara Bellamy

Gus Edgar-Chan

DAGSKRÁRRÁÐ SELECTION COMMITTEE

Ana Catalá

Frédéric Boyer

Hrönn Marinósdóttir

Pedro Emilio Segura Bernal

RITSTJÓRI

EDITOR

Jón Agnar Ólason

AÐSTOÐ ASSISTANT

Ármann Pétursson

KYNNINGAR- OG MARKAÐSDEILD

PR AND MARKETING

Jón Agnar Ólason

Ármann Pétursson

Una Schram

AÐSTOÐ ASSISTANT

Anna Betleja

PRÓFARKALESTUR PROOFREADING

Ármann Pétursson

Maja Anita Jankowska

LISTRÆNT ÚTLIT FESTIVAL DESIGN

Krot & Krass

GRAFÍSK HÖNNUN OG UPPSETNING GRAPHIC DESIGN AND LAYOUT

Klara Karlsdóttir

AÐSTOÐ ASSISTANTS

Julia Giza

Klára Tylčerová

Mathis Vansantberghe

Nele Willenbrink

Vala Birgisdóttir

ævinlega

LISTRÆN HÖNNUN Í HÁSKÓLABÍÓI CREATIVE DESIGN AT HÁSKÓLABÍÓ

Dóra Einarsdóttir

UMSJÓN MEÐ SAMFÉLAGSMIÐLUM SOCIAL MEDIA MANAGER

Denisa Deac

AÐSTOÐ ASSISTANT

Hugo Dasset-Marlier

Jana Behrens

Katja Folkendt

UMSJÓN SÉRVIÐBURÐA EVENTS COORDINATORS

Margrét Erla Þórsdóttir

Ólöf Agnes Arnardóttir

BRANSADAGAR INDUSTRY DAYS PROGRAM

Maja Anita Jankowska

Saga Ísold Eysteinsdóttir

UMSJÓN GESTASTOFU GUEST OFFICE MANAGER

Maria Halina Barańczyk

AÐSTOÐ ASSISTANT

Jennifer Fritz

UMSJÓN MEÐ HÁSKÓLABÍÓI VENUE MANAGER IN HÁSKÓLABÍÓ

Kolbeinn Rastrick

TÆKNI- OG SÝNINGARDEILD TECH AND PROJECTION

Petter Trønsdal Sverre Matias Smith Jenn Raptor

Atli Sigurjónsson

UMSJÓN MEÐ SÝNINGAREINTÖKUM PRINT TRAFFIC COORDINATOR Jenn Raptor

MIÐASALA TICKETING

Jóhanna Jórunn Arnarsdóttir

AÐSTOÐ ASSISTANT Jóhanna Jórunn Arnarsdóttir

VEFSTJÓRI WEB MANAGER Ármann Pétursson

VEFHÖNNUN WEB DESIGN

Irene Smykla Jiménez

VERKEFNASTJÓRI UNGRIFF YOUTHRIFF MANAGER Hlökk Þrastardóttir

UMSJÓN MEÐ BARNADAGSKRÁ CHILDREN AND YOUTH PROGRAMMER

Pedro Emilio Segura Bernal

DAGSKRÁ

UMSJÓN MEÐ TALENT LAB TALENT LAB PROJECT COORDINATOR Hrafnkell Stefánsson

AÐSTOÐ ASSISTANT Michelle Pröstler

SAMSTARFSSKÓLAR PARTICIPATING SCHOOLS Borgarholtsskóli Fjölbrautaskólinn Ármúla

RIFF TV Guðmundur Gíslason

BÍLSTJÓRI OG “HLAUPARI” DRIVER AND RUNNER Guðmundur Gíslason

DAGSKRÁRRÁÐS UNGA FÓLKSINS YOUNG PROGRAM CONSULTANTS

Arína Vala

Artúr Siuzev Guðnason

Egill Gauti

Harpa Hjartardóttir

Ísadóra Ísfeld

Ísak Hinriksson

Melkorka Gunnborg

Nadía Hjálmarsdóttir

Nikulás Tumi

Skúli Thayer Una Schram

UNGMENNARÁÐ UNGRIFF YOUTHRIFF COUNCIL

Karólína Erlendsdóttir

Sigurrós Soffía Daðadóttir

KLIPPARAR VIDEO EDITORS

Magnús Orri Arnarson

Nikulás Tumi Hlynsson

Vala Birgisdóttir

LJÓSMYNDARAR PHOTOGRAPHERS

Gadzu

Lukáš Centek

Magnús Orri Arnarson og fleiri.

þeirra

sjálfboðaliða

FIMMTUDAGUR THURSDAY 25. 9.

10:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 4+

13:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 14+

15:15 HB 2 » 41 THE BLUE TRAIL

16:00 HB 1 » 17

SQUARING THE CIRCLE + Q&A

17:00 HB 2 » 48 THE SAFE HOUSE

17:15 HB 4 » 29 UNCLE BOONMEE WHO CAN RECALL HIS PAST LIVES

17:45 HB 3 » 48 LATE SHIFT

19:00 HB 1&2 »19 KIM NOVAK’S VERTIGO

19:30 HB 4 » 32 CACTUS PEARS

19:40 HB 3 » 48 QUEENS (REINAS)

21:00 HB 2 » 43 PUT YOUR SOUL ON YOUR HAND AND WALK

21:45 HB 3 » 43 PAUL

21:45 HB 4 » 33 SORRY, BABY

22:00 HB 1 » 36 MAGIC FARM

FÖSTUDAGUR FRIDAY 26. 9.

10:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 9+

13:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 4+

15:00 HB 2 » 32 SOLOMAMMA

15:40 HB 1 » 25 SALAM CINEMA

17:00 HB 3 » 23 THE SPARROW IN THE CHIMNEY

17:15 HB 1 » 16 ANTON CORBIJN MASTERCLASS

17:15 HB 2 » 19 KIM NOVAK’S VERTIGO + Q&A

17:40 HB 4 » 34 THE SHIPWRECKED TRIPTYCH + Q&A

19:00 HB 1 » 83 PAL JOEY (BUBBLE SCREENING)

19:15 HB 2 » 17 CONTROL + INTRO

19:15 HB 3 » 23 THE GIRL AND THE SPIDER

19:50 HB 4 » 38 WHITE SNAIL + Q&A

21:15 HB 3 » 40 HACKING HATE

21:45 HB 2 » 32 A LIGHT THAT NEVER GOES OUT + Q&A

22:00 HB 1 » 36 SIRÂT

22:20 HB 4 » 45 HANAMI

to

is

HB 1 HÁSKÓLABÍÓ, SALUR 1

HÁSKÓLABÍÓ, HALL 1

HB 2 HÁSKÓLABÍÓ, SALUR 2

HÁSKÓLABÍÓ, HALL 2

HB 3 HÁSKÓLABÍÓ, SALUR 3

HÁSKÓLABÍÓ, HALL 3

HB 4 HÁSKÓLABÍÓ, SALUR 4

HÁSKÓLABÍÓ, HALL 4

LAUGARDAGUR SATURDAY 27. 9

10:30 HB 1 » 54 ICELANDIC SHORTS + Q&A

11:00 HB 2 » 93 THE POLAR BEAR PRINCE

11:15 HB 4 » 61 INTERNATIONAL SHORTS

12:00 HB 3 » 38 WHITE SNAIL + Q&A

12:45 HB 2 » 43 PUT YOUR SOUL ON YOUR HAND AND WALK

13:00 NH » 93 LÍNA LANGSOKKUR

13:15 HB 1 » 29 MYSTERIOUS OBJECT AT NOON

13:30 HB 4 » 63 INTERNATIONAL SHORTS II + INTRO

14:30 HB 3 » 46 MEAT

15:00 HB 1&2 » 19 VERTIGO

15:50 HB 4 » 21 HOME

16:30 HB 3 » 27 THE DAY BECAME A WOMAN

17:30 HB 1 » 18 KIM NOVAK’S MASTERCLASS

17:30 HB 2 » 41 THE LAST AMBASSADOR + IMPACT TALK

17:40 HB 4 » 46 INTERNAL ZERO

18:00 HB 3 » 79 OMVF (MUSIC VIDEOS SCREENING) + INTRO

18:00 NH » 81 BIG NIGHT

19:00 HB 1 » 52 HIDDEN PEOPLE + Q&A

19:30 HB 3 » 32 CACTUS PEARS

19:40 HB 4 » 41 THE BLUE TRAIL

19:50 HB 2 » 33 STRANGE RIVER + Q&A

21:30 HB 1 » 37 QUEENS OF THE DEAD + Q&A

21:30 HB 4 » 43 WALLS – AKINNI INUK

21:40 HB 3 » 70 MY OWN PRIVATE PROGRAM + INTRO

22:10 HB 2 » 37 ELEANOR THE GREAT

10:20 HB 2 » 93 HONEY

10:45 HB 4 » 64 INTERNATIONAL SHORTS III

11:00 HB 1 » 56 ICELANDIC SHORTS II + Q&A

11:00 HB 3 » 66 INTERNATIONAL SHORTS IV

12:20 HB 2 » 29 MEMORIA

13:00 HB 4 » 68 FILMS FROM THE NORTH + Q&A

13:00 NH » 92 NOJSE SHORTS

13:15 HB 3 » 25 SALAM CINEMA

13:55 HB 1 » 58 ICELANDIC STUDENT SHORTS + Q&A

14:15 NH » 88 ONE MINUTES JR.

14:45 HB 3 » 46 TRAVEL ESSENTIALS

15:00 HB 2 » 74 SOLVEIG ANSPACH AWARDS + CEREMONY

15:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 4+ + Q&A

15:25 HB 4 » 45 EPILOGUES + Q&A

16:45 HB 1 » 34 THE SHIPWRECKED TRIPTYCH + INTRO

16:45 HB 3 » 38 TWO SEASONS, TWO STRANGERS

17:00 NH » 49 SWISS SHORTS

17:30 HB 2 » 40 ALL THAT’S LEFT OF YOU + IMPACT TALK

17:30 HB 4 » 81 TAMPOPO (CULINARY SCREENING RAMEN MOMO)

18:30 HB 3 » 21 SISTER

18:45 HB 1 » 33 SORRY, BABY

20:20 HB 3 » 53 ICELAND, SPRAKKAR LAND + Q&A

21:00 HB 1 » 36 THE MASTERMIND

21:00 HB 2 » 37 QUEENS OF THE DEAD + Q&A

22:00 HB 4 » 34 THE LAST PARADISE ON EARTH M

29. 9

10:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 4+

13:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 12+

15:00 HB 4 » 45 AS SILENCE PASSES BY+ Q&A

17:00 HB 1 » 37 ELEANOR THE GREAT

17:00 HB 3 » 45 DROWNING DRY

17:15 HB 2 » 52 TEENAGE LIFE INTERRUPTED + IMPACT TALK

17:15 HB 4 » 17 CONTROL

19:00 HB 1 » 52 LAST FARM IN REYKJAVIK + Q&A

19:00 HB 3 » 40 HACKING HATE

19:40 HB 4 » 37 FATHER

19:50 HB 2 » 41 ANORGASMIA + Q&A

21:00 HB 3 » 71 INTIMACY EMERGENCY + INTRO

21:10 HB 1 » 29 UNCLE BOONME WHO CAN RECALL HIS PAST LIVES + INTRO

21:40 HB 4 » 45 HANAMI

22:00 HB 2 » 36 MAGIC FARM

ÞRIÐJUDAGUR TUESDAY 30. 9

10:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 4+

13:00 NH » 92 CHILDREN AND YOUTH PROGRAM 6+

17:00 HB 1 » 29 MEMORIA

17:00 HB 3 » 41 THE LAST AMBASSADOR

17:15 HB 2 » 53 GUNNAR’S LAST PROJECT+ Q&A

17:15 HB 4 » 46 MEAT

17:30 NH » 85 ONE MINUTES

18:45 HB 3 » 32 CACTUS PEARS

19:10 HB 2 » 39 5 SEASONS OF REVOLUTION + IMPACT TALK

19:15 HB 4 » 33 STRANGE RIVER

19:40 HB 1 » 28 APICHATPONG MASTERCLASS

21:00 HB 3 » 76 THE GOLDEN EGG + Q&A

21:15 HB 1 » 32 A LIGHT THAT NEVER GOES OUT

21:15 HB 4 » 29 MYSTERIOUS OBJECT AT NOON + INTRO

21:45 HB 2 » 17 SQUARING THE CIRCLE

MIÐVIKUDAGUR WEDNESDAY 1. 10

11:45 HB 4 » 23 THE STRANGE LITTLE CAT

16:30 HB 2 » 29 UNCLE BOONMEE WHO CAN RECALL HIS PAST LIVES + Q&A

17:00 HB 1 » 37 FATHER

17:00 HB 3 » 90 RIFF TALKS

17:00 NH » 68 FILMS FROM THE NORTH

17:15 HB 4 » 46 TRAVEL ESSENTIALS

19:00 HB 3 » 41 TEENAGE LIFE INTERRUPTED + Q&A

19:15 HB 1 » 38 THE SMASHING MACHINE + INTRO

19:20 HB 4 » 19 KIM NOVAK’S VERTIGO

19:30 HB 2 » 34 THE LAST PARADISE ON EARTH

21:00 HB 4 » 32 A LIGHT THAT NEVER GOES OUT

21:15 HB 3 » 73 WE WILL NEVER BE ALONE + INTRO

21:35 HB 2 » 48 THE SAFE HOUSE + Q&A

22:10 HB 1 » 52 HIDDEN PEOPLE + Q&A

FIMMTUDAGUR THURSDAY 2. 10

13:30 NH » 90 FRAMING FILM PANEL

15:00 HB 3 » 49 SWISS SHORTS

15:15 HB 4 » 29 MYSTERIOUS OBJECT AT NOON

15:30 NH » 90 COPRODUCTION WITH THE NORDICS PANEL

16:45 HB 3 » 34 THE SHIPWRECKED TRIPTYCH

17:00 HB 1 » 33 THE GROUND BENEATH OUR FEET+ EXTENDED TALK

17:15 HB 2 » 27 THE DAY BECAME A WOMAN + EXTENDED TALK

17:15 HB 4 » 40 FLOPHOUSE AMERICA+ Q&A

18:40 HB 3 » 32 SOLOMAMMA + Q&A

19:15 HB 4 » 48 QUEENS (REINAS) + Q&A

19:30 HB 2 » 21 SISTER + Q&A

20:00 HB 1 » 35 THE WIZARD OF THE KREMLIN + EXTENDED TALK

21:00 HB 3 » 77 THE STRANGE LITTLE CAT + Q&A

21:35 HB 4 » 43 AFTERNOONS OF SOLITUDE + INTRO

21:50 HB 2 » 36 SIRÂT + INTRO

FÖSTUDAGUR FRIDAY 3. 10

14:30 HB 4 » 22 THE GIRL AND THE SPIDER + EXTENDED TALK

14:45 HB 2 » 45 EPILOGUES + Q&A

15:00 HB 3 » 68 FILMS FROM THE NORTH + INTRO

15:30 HB 1 » 92 LIVING LARGE

17:00 HB 2 » 25 SALAM CINEMA

17:15 HB 3 » 43 WALLS – AKINNI INUK + Q&A

17:15 NH » 90 WOMEN IN FILM PANEL

17:15 HB 4 » 38 WHITE SNAIL

18:30 HB 2 » 24 MAKHMALBAF MASTERCLASS

18:45 HB 1 » 21 HOME + EXTENDED TALK

19:10 HB 3 »53 MR. NOBODY AGAINST PUTIN + IMPACT TALK

19:30 HB 4 » 43 PAUL + Q&A

20:00 HB 2 » 57 LA FOLIE

21:15 HB 2 » 36 SIRÂT + Q&A

21:20 HB 1 » 43 AFTERNOONS OF SOLITUDE + Q&A

21:40 HB 4 » 40 ALL THAT’S LEFT OF YOU 21:45 HB 3 » 33 STRANGE RIVER

LAUGARDAGUR

4. 10 11:00 HB 1 » 93 HONEY 11:00 HB 3 » 58 ICELANDIC STUDENT SHORTS 11:00 HB 4 » 53 ICELAND, SPRAKKAR LAND 11:15 HB 2 » 40 FLOPHOUSE AMERICA

12:35 HB 4 » 43 AFTERNOONS OF SOLITUDE

12:50 HB 2 »54 ICELANDIC SHORTS I 13:00 HB 1 » 40 ALL THAT’S LEFT OF YOU 13:10 HB 3 » 45 AS SILENCE PASSES BY 15:00 HB 2 » 34 THE LAST PARADISE ON EARTH 15:00 HB 4 »48 THE SAFE HOUSE + Q&A 15:10 HB 3 » 61 INTERNATIONAL SHORTS I 15:45 HB 1 » 33 THE GROUND BENEATH OUR FEET+ EXTENDED TALK 16:45 HB 2 » 32 SOLOMAMMA + Q&A 17:15 HB 4 » 52 ANORGASMIA 17:30 HB 3 » 63 INTERNATIONAL SHORTS II + INTRO 18:30 HB 1 » 35 THE WIZARD OF THE KREMLIN 19:00

NH NORRÆNA HÚSIÐ NORDIC HOUSE

Slippbarinn is the official festival bar of RIFF 2025

Special RIFF Offer

Burger and beer 3, 500 ISK

75 Puffins – the RIFF cocktail 2,200 ISK

Negroni 2,200 ISK

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.