MAGAZINE - RIFF 2025

Page 1


TÍMARIT RIFF

2 KVEÐJA FRÁ STAFFINU OG ÁVARP

3 BÚBBLUBÍÓ MEÐ KLASSÍSKRI MYND OG KAMPAVÍNI

4 SÆLKERABÍÓ Á RIFF: ÍTÖLSK STÓRVEISLA OG NÚÐLUVESTRI

5 SAGA RIFF MEÐ STÓRUM NÖFNUM OG STJÖRNUM FRAMTÍÐAR

6 HÁSKÓLABÍÓ ER HJARTA RIFF

7 KIM NOVAK’S VERTIGO — OPNUNARMYND RIFF Í ÁR

8 SVISS ER Í FÓKUS RIFF Í ÁR

9 LJÓSMYNDASÝNING RIFF 2025 Í SAMSTARFI VIÐ ISAVIA OG 66NORÐUR

10

12 HEIÐURSVERÐLAUN RIFF: ANTON CORBIJN

14 KROT & KRASS HANNA ÚTLIT RIFF 2025

15 BENNIE SAFDIE Í BEINNI MEÐ RIFF-

Á tímum hraða og einnota upplifunar býður Corbijn upp á andstæðuna: kyrrð, íhugun og djúpa tilfinningu sem situr eftir. Hann sýnir okkur ekki bara hvernig manneskjur líta út— hann fangar kjarna fólks sem birtist annars bara þegar enginn er að horfa. Anton Corbijn, bls. 12

KREML

MIÐAR OG PASSAR

Miðasalan á riff.is er opin allan sólarhringinn á meðan hátíðinstendur yfir.

HÁTÍÐARPASSI

25.500 kr. Þessi passi gefur aðgang að öllum sýningum að eigin vali! Vinsamlegast athugið að hátíðarpassanum er ekki hægt að deila né nota á sérstaka viðburði nema annað sé tekið fram.

SUPER 8 KLIPPIKORT

15.190 kr.

Klippikortið inniheldur 8 miða á lægra verði á hvaða kvikmynda sýningu sem er (sérviðburðir utanskildir).

Korthafi getur boðið vinum eða fjölskyldu, allt að átta samtals á eina sýningu, eða farið einn og notið 8 kvikmynda sjálfur.

VINAPASSINN 7.050 kr.

Passinn inniheldur fjóra miða á verði þriggja, sem gerir þér og þremur vinum eða fjölskyldumeðlimum kleift að upplifa kvikmyndasýningu saman á RIFF, sérviðburðir undanskildir. Vinsamlegast athugið að allir 4 miðar verða að vera nýttir á sömu sýninguna.

U30 PASSINN FYRIR 20–29 ÁRA 9.390 kr.

Passinn inniheldur 6 miða á lægra verði á bíósýningar RIFF að eigin vali, 20% afslátt í sjoppunni og á barnum, 1000 kr. inneign á rafskútum Hopp,* RIFF taupoka*

U20 PASSINN FYRIR 19 ÁRA OG YNGRI 6.490 kr.

Passinn inniheldur 4 miða á lægra verði á bíósýningar RIFF að eigin vali, 20% afslátt í sjoppunni, 1000 kr inneign á rafskútum Hopp* og RIFF taupoka.*

STÖK SÝNING 2.350 kr.

Gildir á eina sýningu.

BARNAMIÐI

1.175 kr.

Gildir á eina sýningu, fyrir börn 14 ára og yngri.

* MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

HANAMI bls. 8
STRANGE RIVER bls. 18
CACTUS PEARS bls. 18

KVEÐJA FRÁ STAFFINU

KVEÐJA FRÁ STAFFINU

Oft er haft á orði að sá sem finnur sér starf sem hann hefur unun af þurfi aldrei að vinna handtak framar um ævina. Það má til sanns vegar færa þegar starfsfólk RIFF á hlut. Við hátíðina starfar fjölbreyttur hópur fólks sem á það sammerkt að hafa einlægan áhuga á kvikmyndaforminu og þeim leiðum sem það býður upp á til að segja sögu. Það er einmitt það sem Alþjóðleg kvikmynda-hátíð Reykjavík ber á borð ár hvert—úrval af sögum hvaðanæva að úr víðri veröld, allt frá mínútumyndum til kvikmynda í fullri lengd, leiknar myndir til jafns við heimildarmyndir. Um leið og dagskráin er skipuð verkum frá öllum heimsálfum þá komum við sem myndum starfsmannahópinn frá alls 15

mismunandi löndum, með mismunandi bakgrunn og menntun. Við komum því með margvíslega hæfileika að borðinu sem allir miða að því að reiða fram 10 daga veislu, sannkallað hlaðborð af upplifun og hughrifum. Við hlökkum til að sjá ykkur Háskólabíó, hjarta RIFF, þar sem gestir RIFF munu sem fyrr ganga inn forvitnir og vongóðir, og koma út með eitthvað nýtt og jafnvel óvænt farteskinu. Góð kvikmynd skapar jú ekki einasta upplifun meðan á stendur heldur einnig minningar sem fylgja oft áhorfandanum um ókomna tíð— breyta sýn hans, vekja til umhugsunar og færa út sjóndeildarhringinn.

Velkomin öll á RIFF 2025 – það er kvikmyndahátíð bæ!

STJÓRNANDI: Hrönn Marinósdóttir.

FRAMLEIÐANDI: Þorbjörg Jóhannsdóttir.

MEÐFRAMLEIÐANDI: Saga Ísold Eysteinsdóttir Margrét Erla Þórsdóttir.

DAGSKRÁRSTJÓRI:

Frédéric Boyer.

UMSJÓN MEÐ DAGSKRÁ: Ana Catalá Pedro Emilio Segura Bernal.

DAGSKRÁRRÁÐ: Ana Catalá, Frédéric Boyer, Hrönn Marinósdóttir, Pedro Emilio Segura Bernal.

RITSTJÓRI: Jón Agnar Ólason.

LISTAMENN HÁTÍÐAR: Krot & Krass.

GRAFÍSK HÖNNUN OG UMBROT: Klara Karlsdóttir.

GRAFÍSK AÐSTOÐ: Vala Birgisdóttir, Mathis Vansantberghe, Klára Tylčerová, Julia Giza, Nele Willenbrink.

LISTRÆN HÖNNUN

HÁSKÓLABÍÓI: Dóra Einarsdóttir.

UMSJÓN MEÐ SÝNINGAREINTÖKUM: Jenn Raptor.

AÐSTOÐ: Clara Bellamy.

MARKAÐS- OG KYNNINGARSTJÓRI: Jón Agnar Ólason.

TEXTASMIÐUR OG KYNNINGARFULLTRÚI: Una Schram.

AÐSTOÐ: Anna Betleja.

SAMFÉLAGSMIÐLAR: Denisa Deac.

AÐSTOÐ: Katja Folkendt, Jana Behrens.

UMSJÓN SÉRVIÐBURÐA: Margrét Erla Þórsdóttir, Ólöf Agnes Arnardóttir.

BRANSADAGAR: Maja Anita Jankowska.

UMSJÓN GESTASTOFU: Maria Halina Barańczyk.

AÐSTOÐ: Jennifer Fritz, Mikkel Odehnalu.

HRÖNN MARINÓSDÓTTIR STJÓRNANDI RIFF

Sagt er að tíminn líði hraðar þegar það er gaman, og það útskýrir sjálfsagt að stórum hluta hvernig á því stendur að síðustu tveir áratugir hafa flogið hjá svo sem raun ber vitni hér hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Í fyrra fögnuðum við 21 árs afmæli, í ár höldum við keik inn vegferðina sem verður þriðji áratugur okkar starfsemi og hlökkum til.

Margt hefur orðið okkur að verkefni á undanförnum árum, ofan á það sem telur til hefðbundinnar starfsemi alþjóðlegra kvikmyndahátíða. Bankahrun með öllu tilheyrandi, alheimsfaraldur með öllum sínum takmörkunum og annað veigaminna; allt hefur þetta orðið að misstórum innleggjum inn á reikning RIFF í reynslubankanum góða og sem fyrr er engan bilbug á okkur að finna, til þess er einfaldlega of gaman.

Þeirri tilfinningu deila áhorfendur sem hafa frá upphafi fjölmennt í bíó að sjá myndirnar sem RIFF hefur borið á borð frá fyrstu tíð, og fyrir það erum við svo þakklát. Það er ekki sjálfgefið að fá þúsundir og svo tugþúsundir áhorfenda í bíó til að horfa á kvikmyndir sem alla jafna rata ekki í bíóhúsin á Íslandi, og hvað þá á tímum snjalltækja þegar samkeppnin um tíma og athygli almennings er harðari og óvægnari en nokkurn tímann. En við fundum meðbyr frá upphafi, bæði frá hendi íslenskra og erlendra gesta, að við vorum með eitthvað í höndunum sem fólk hafði áhuga á, og kaus að missa ekki af.

Talandi um gesti; maður er manns gaman, svo mikið er víst, og frægir trekkja vitaskuld sem fyrr. Það hefur verið gæfa RIFF að njóta velvildar erlendra gesta úr röðum listamanna á sviði kvikmynda frá upphafi. Það hefur á margan hátt greitt götu RIFF, vakið aukreitis athygli á dagskránni ár hvert og 2025 er hér engin undan-tekning. Sá margverðlaunaði leikstjóri og ljósmyndari Anton Corbijn heiðrar okkur með nærveru sinni ár og það gerir einn af framsæknustu leikstjórum samtímans, Apichatpong Weerasethakul, sömuleiðis. Við munum setja kvikmyndalandið Sviss fókus til að kynna margt af því besta og ferskasta sem er að gerast svissneskri kvik-myndagerð; við munum að vanda bjóða upp á margs konar sérviðburði sem teygja enn frekar á töfrum kvikmyndanna og setja sýninguna hverju sinni eitthvert nýtt og spennandi samhengi; við munum segja áhorfendum okkar ótalmargar og áríðandi sögur, sem á móti munu vekja til umhugsunar, kveikja samræður og tendra skoðanaskipti. Við höldum áfram starfi síðustu 20 ára.

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Á RIFF 2025–ÞETTA VERÐUR NEFNILEGA GAMAN.

UMSJÓN MEÐ HÁSKÓLABÍÓI: Kolbeinn Rastrick.

TÆKNI- OG SÝNINGARMÁL: Petter Trønsdal.

MIÐASALA: Jóhanna Jórunn Arnarsdóttir.

VEFUMSJÓN OG TEXTAGERÐ: Ármann Pétursson.

UMSJÓN KAFFIHÚS/BAR: Alexandra Ósk Höskuldsdóttir.

UMSJÓN MEÐ BARNAOG UNGLINGA DAGSKRÁ: Hlökk Þrastardóttir.

UMSJÓN MEÐ TALENT LAB: Hrafnkell Stefánsson.

AÐSTOÐ: Michelle Pröstler

SAMSTARFSSKÓLAR: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn Ármúla.

VERKEFNASTJÓRI RIFF TV: Guðmundur Steinn Gíslason.

BÍLSTJÓRI OG UMSJÓNARMAÐUR „HLAUPARA”: Guðmundur Steinn Gíslason.

AÐSTOÐ: Mikkel Odehnalu.

KVIKMYNDATÖKUMAÐUR: Magnús Orri Arnarsson

VERKEFNASTJÓRI DAGSKRÁRRÁÐS UNGA

FÓLKSINS: Hlökk Þrastardóttir.

LJÓSMYNDARAR: Lukáš Centek, Ondřej Maňuch.

AÐAL SÝNINGASTAÐUR

Háskólabíó Hagatorg, 107 Reykjavík. +354 850 3353

Opnunartími: 23. til 25. september: 11:00–16:00 & á sýningartímum yfir hátíðina.

KIM NOVAK HEIÐURSGESTUR OG BÚBBLUBÍÓ Á RIFF 2025

– Með verkum sínum hefur hún veitt kynslóðum áhorfenda innblástur og minnir okkur á að á bak við goðsögnina leynist ávallt kjarni mannlegra tilfinninga.

Kim Novak er ein af goðsögnum gullaldar Hollywood, leikkona sem setti mark sitt á kvikmyndasöguna í verkum sem enn lifa góðu lífi á hvíta tjaldinu og munu gera það um. ókomna tíð. Hún fæddist í Chicago árið 1933 og steig sín fyrstu skref í Hollywood um miðjan sjötta áratuginn. Novak skaust þegar upp á stjörnuhimininn, ekki einvörðungu sem tákn fegurðar og dularfulls glæsileika, heldur sem listamaður sem bjó yfir einstöku næmi til að miðla brothættum kjarna sem bjó á bak við glamúrinn. Ferill hennar spannar fjölmörg eftirminnileg hlutverk, en hún er ef til vill hvað oftast tengd við meistaraverk Alfred Hitchcock, Vertigo (1958). Þar skapaði hún eitt flóknasta og áhrifamesta kvenhlutverk kvikmyndasögunnar. Novak starfaði einnig með fleiri risum kvikmyndasögunnar á borð við Otto Preminger, Billy Wilder og Sidney Lumet, og sannaði með hverri frammistöðu fjölbreytta leikhæfileika og listrænan styrk. Kim Novak er þó meira en kvikmyndastjarna. Hún er táknmynd tímabils þegar kvikmyndin var senn stórbrotin list og ævintýralegur leikvöllur ímyndunaraflsins. Með verkum sínum hefur hún veitt kynslóðum áhorfenda innblástur og minnir okkur á að á bak við goðsögnina leynist ávallt kjarni mannlegra tilfinninga. Þessu hafa áhorfendur fengið að kynnast svo um munar í stórmyndum þeim sem hún hefur leikið í og nægir þar að nefna tímalaust meistaraverk Alfred Hitchcock, Vertigo (1958) og stórmynd Otto Preminger, The Man With the Golden Arm (1955). Novak fór með himinskautum á 6. áratugnum og lék þá hverri stórmyndinni á fætur annarri, á móti ýmsum helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal James Stewart, Kirk Douglas, Tony Curtis, William Holden og tvisvar á móti Frank Sinatra. Þegar leið á ferilinn tók henni að leiðast að vera alltaf sett í hlutverk ljóshærðu gyðjunnar, á meðan hún leitaði stöðugt eftir fjölbreyttari hlutverkum. Hægt og rólega ákvað hún að draga sig í hlé frá

Hollywood og upp úr 1970 hafði hún að mestu hætt að leika í kvikmyndum, flutti norður til Oregon til að helga sig málaralistinni ásamt bústörfum í félagi við eiginmann sinn, dýralækninn Robert Malloy. En Kim Novak er snúin aftur sviðsljós kvikmyndanna, á sínum forsendum, og kemur til Reykjavíkur beint af alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

BÚBBLUSÝNING MEÐ KIM NOVAK: PAL JOEY (1957)

Það er engin venjuleg hátíðarsýning sem RIFF býður gestum sínum til ár. Við sýnum hina frábæru mynd Pal Joey (1957) þar sem heiðursgestur hátíðarinnar ár, Kim Novak, fer á kostum ásamt tveimur af stærstu stjörnum allra tíma, Frank Sinatra og Ritu Hayworth. Ekki nóg með það heldur verður gestum verður boðið upp á freyðivín til að skála í fyrir sýninguna og hylla stjörnu kvöldsins, Kim Novak, áður en haldið verður inn bíósalinn til að horfa á hina klassísku bíómynd. myndinni segir frá Joey Evans (Sinatra), sem er kvensamur næturklúbbasöngvari. Eftir margs konar misheppnuð ástarævintýri stendur hann frammi fyrir tveimur valkostum; að giftast Veru (Hayworth) sem er vel stæð ekkja og fá hana til að gera honum kleift að opna næturklúbbinn sem hann hefur alltaf dreymt um að eignast, eða þá taka saman við dansarann Lindu (Novak) sem hann er raunverulega hrifinn af. Urmull þekktra laga er fluttur í þessari stórskemmtilegu mynd, meðal annars eitt þekktasta lag Sinatra, „The Lady is a Tramp”. Hér má lofa mikilli og líflegri skemmtun, fyrir utan hið einstaka tækifæri að sjá myndina með einum af heiðursgestum hátíðarinnar, leikkonu sem deildi baksviðsaðstöðu með Frank Sinatra og Ritu Hayworth. Magnaðri tímavél–fyrir tilstuðlan töfra kvikmyndanna–er trauðla hægt að hugsa sér.

Kvikmyndir eru oftar en ekki veisla fyrir augu og eyru, en á RIFF bjóðum við til slíkrar veislu að úr verður upplifun fyrir öll skynfærin. Sérviðburðir RIFF þar sem hátíðin fær einhvern af betri veitingastöðum borgarinnar í samstarf við bíósýningar eru iðulega feikivel sóttir enda ógleymanleg upplifun og ómissandi fyrir sanna sælkera sem kunna að meta gott bíó.

Big Night (1996) er alkunn sælkeramynd þar sem ítalskar krásir eru í einu af aðalhlutverkum. Leikararnir Stanley Tucci, sá rómaði sælkeri, og Campbell Scott sjá saman um leikstjórn og fara báðir með hlutverk myndinni ásamt Tony Shaloub, Ian Holm, Isabellu Rossellini, Minnie Driver og Liev Schreiber.

Í myndinni kynnumst við bræðrunum Primo og Secondo, sem reka veitingastað í New Jersey með áherslu á krásir frá gamla heimalandinu, Ítalíu. Reksturinn er aftur á móti í járnum og þeir bræður ákveða að leggja allt undir með því að skipuleggja veglega veislu til heiðurs djassgoðsögninni Louis Prima, von um að viðburðurinn muni bjarga veitingastaðnum. Spennan magnast í eldhúsinu eftir því sem nær dregur stóra kvöldinu og fleira en pastað nálgast suðumark!

Plantan Bistró er samstarfsaðili þessum lystaukandi sérviðburði og mun galdra fram dáleiðandi matseðil fyrir viðstadda með kræsingum sem allar eru innblásnar af matnum í myndinni. Plantan er til húsa Norræna húsinu Vatnsmýrinni og býður upp á lítinn árstíðarbundin matseðil þar sem áhersla er lögð á heilnæman og góðan mat, allt bakkelsi bakað á staðnum og kaffið fyrsta flokks. Allt á boðstólum er plöntumiðað og sköpunargleði og breytileiki árstíða fær að njóta sín.

„Big Night er mynd um vináttu, ástríðu fyrir matargerð og heljarmikla sælkeraveislu,” segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, meðeigandi og matreiðslumeistari á Plöntunni. „Ég held að þetta sé frábær mynd fyrir matartengda kvikmyndasýningu, af því að í henni er veislan með fjölskylduyfirbragði þar sem langborð svignar undan krásum og allir fá sér af, og það gerir veisluna ennþá persónulegri og notalegri, og færir matargestina nær hvert öðru.”

SAGA RIFF

OG STJÖRNUR FRAMTÍÐAR

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fór fyrst fram fyrir 20 árum síðan, á því herrans ári 2004. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og mörg öndvegis bíómyndin verið tekin til sýninga undir merkjum RIFF fyrir allar þær tugþúsundir gesta sem hafa komið til að sjá sérvalið gæðabíó sem annars kæmi ekki fyrir sjónir áhugafólks hér á landi. Andi hátíðarinnar hefur þó ekki breyst; RIFF er ennþá tiltölulega lítil hátíð – alltént samanburði við margar erlendar kvikmyndahátíðir – þar sem persónulegt yfirbragð svífur yfir vötnum, nálægð er einhvern veginn meiri en gengur og gerist og allt með notalegasta móti.

SÉRVIÐBURÐIR SEM BJÓÐA UPP Á BÍÓUPPLIFUN

SMAKKBÍÓ RAMEN MOMO X TAMPOPO

Sumar kvikmyndir ylja áhorfendum um hjartað á meðan sumir réttir megna að verma sál þeirra sem smakka. Hvers vegna ekki að blanda þessu tvennu saman í einstaka og ógleymanlega upplifun? Þannig er einmitt Smakkbíó RIFF og Ramen Momo rétt lýst.

Myndin sem sýnd verður á þessum sælkerabíóviðburði er næsta goðsagnakennd kósýmynd, Tampopo frá 1985. Myndinni hefur verið lýst sem fyrsta japanska núðlu-vestranum og er hún senn þekkt fyrir að vera einfaldlega röð kostulegra uppákoma, en líka fyrir að keyra upp óslökkvandi löngun í ilmandi og yljandi japanskan mat. Tveir vörubílstjórar slysast inn á hrörlega vegasjoppu þar sem ekkjan Tampopo selur ramen núðlur. Hún biður þá félaga í framhaldinu að hjálpa sér að gera sjoppuna að núðlusjoppu fremstu röð. Úr verður dásamleg saga sem bragð er af og myndin er einfaldlega mannbætandi óður til gleðinnar sem góður matur veitir.

Ramen Momo við Tryggvagötu var stofnað árið 2014 af ramen-kokkinum og frumkvöðlinum Kunsang Tsering og eiginkonu hans, Ernu Pétursdóttur. Enn dag er eina ramen-gerðin á Íslandi og jafnframt fyrsti núðlubarinn til að framleiða lífrænar fersknúðlur frá grunni. Árið 2017 opnuðu þau hjónin svo Ramen Lab Reykjavík við Bankastræti 8.

„Myndin Tampopo snýst um ástríðuna í matargerð, sér lagi ramen-eldamennsku, og er ómissandi fyrir öll þau sem hafa gaman af matargerð og eru ástríðufull að eðlisfari, hvort sem það er fyrir mat eða öðru,” segir Romà Gomez Cortada, yfirkokkur á Ramen Momo. „Ég held að þessi sýning sé frábært tækifæri til að hitta aðra ramen-sælkera og eiga ógleymanlegt kvöld með ljúffengum mat og dásamlegri bíómynd. Ég á von á frábærri stemningu með sterkum tilfinningum, takt við matinn og myndina!”

Þá er dagskráin krydduð ár hvert með skemmtilegum sérviðburðum; sumir sækja í sígilda hefð eins og Bílabíó RIFF, aðrir eru svolítið skrýtnir og jafnvel séríslenskir, eins og Sundbíóið, þar sem bíógestir berskjalda sig á vissan hátt með því að deila bíóupplifuninni á sundfötunum; meiri verður jafningjagrundvöllurinn varla. Þá má ekki gleyma Hellabíóinu sem er algerlega einstök bíóupplifun, og loks eru sælkeraveislur RIFF til þess fallnar að leyfa bíógestum að dekra við öll skilningarvitin í einni bíóferð.

Allt eru þetta leiðir sem hátíðin fer til að færa töfra kvikmyndarinnar í nýtt umhverfi og höfða þannig til enn fleiri bíógesta, þó í grunninn sé kjarninn ávallt sá sami. Á RIFF segjum við sögur, leitumst við að vekja til umhugsunar og víkka sjóndeildarhring þeirra sem koma í bíó meðan á hátíð stendur. Í bíó er athygli okkar óskipt á hvíta tjaldinu, allt annað er hjúpað hulu myrkurs og hughrifin þeim mun meiri þegar ekkert er ónæðið. Sem skiptir máli, því sem fyrr segir erum við að segja sögur. Sögur sem skipta máli.

RIFF GERIR SIG GILDANDI Þessi ásetningur okkar, þetta hlutverk RIFF, hefur—hvað sem öðru líður—skilað sér bærilega og það frá fyrsta starfsári RIFF. Um það vitnar að hátíðin hefur frá upphafi verið vel sótt og átt

gott með að finna ómetanlega samstarfsaðila, marga hverja til langs tíma. Erlendir gestir úr hópi kvikmyndagerðarfólks hafa gert sér far um að mæta frá fyrstu tíð; Vestur-íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Sturla Gunnarsson var heiðursgestur á fyrstu hátíðinni árið 2004. Strax árið eftir var heiðursgesturinn stórlax á heimsvísu, íranski leikstjórinn Abbas Kiarostami, þegar með Gullpálma frá Cannes vasanum fyrir stórmyndina Bragð af Kirsuberi (Ta'm-e Gilās) frá 1997. Árið eftir mættu Alexandr Sokurov og Atom Egoyan meðal annarra og 2007 þau Peter Greenaway, Hal Hartley og Hanna Schygulla. Boltinn var farinn að rúlla –björninn unninn fyrir litla kvikmyndahátíð. RIFF var komin á kortið.

EKKI BARA STJÖRNUR SAMTÍMANS –HELDUR LÍKA FRAMTÍÐAR

Ekki mál gleyma einni helstu sérstöðu RIFF; keppnisflokkurinn Vitranir er aðeins opinn myndum sem eru fyrsta eða önnur mynd kvikmyndagerðarfólks og því oft sem kvikmyndaskáld framtíðar eiga mynd í keppnisflokki RIFF. Þá vissu fáir hver Yorgos Lanthimos var þegar mynd hans Dogtooth var sýnd á RIFF 2009 flokknum Fyrir opnu hafi og vakti geysimikla athygli; hin seinni ár hefur hann sent frá sér hvert stórvirkið á fætur öðru með mörgum þekktustu leikurum samtímans og má þar á meðal nefna The Favourite (2018), Poor Things (2023) og Kinds of Kindness (2024). Svipaða sögu er að segja um Chloé Zhao sem vann Gullna lundann fyrir mynd sína The Rider árið 2017. Fyrir næstu mynd sína, Nomadland (2020), hlaut hún Óskarsverðlaunin sem Besti leikstjóri. Þú getur lesið allt um stórstjörnur kvikmyndaheimsins sem verða á RIFF 2025 hér á síðum tímaritsins, en til að sjá hvað stjörnur morgundagsins hafa fram að færa þarftu að skella þér bíó og njóta alls þess sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur upp á að bjóða. Við sjáumst í bíó á RIFF!

WERNER HERZOG
MADS MIKKELSEN
JIM JARMUSCH

HÁSKÓLABÍÓ HJARTA RIFF

VERIÐ ÖLL VELKOMIN Í HÁSKÓLABÍÓ, HEIMILI RIFF!

Sem fyrr er Háskólabíó – þetta nafntogaða og ástsæla kvikmyndahús – aðaheimili RIFF og fer lunginn af kvikmyndasýningum hátíðarinnar þar fram. Það er Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík einskær ánægja að bera bíóveislu ársins á borð í Háskólabíói, bæði vegna þess að þar er aðstaðan eins og best verður á kosið með fjölda sala og frábærri aðstöðu til sýninga, og svo líka vegna þess að það er einfaldlega ómissandi að mati RIFF að bíósýningar fari á annað borð fram í kvikmyndahúsinu við Hagatorg – sem er laginu eins og kvikmyndavél af gamla taginu með harmonikkuhálsi, vel að merkja – en eins og alkunna er hættu almennar sýningar í sölum hússins snemma sumars árið 2023. Þá höfðu kvikmyndasýningar farið sleitulaust fram í Háskólabíói rúm sextíu ár, eða frá því húsið var vígt með viðhöfn árið 1961, að undangenginni fimm ára smíði þess. Óhætt er að segja að bygging hússins hafi vakið þjóðarathygli á sínum tíma, ekki einasta fyrir þá staðreynd að kvikmyndahús á litla Íslandi tók rétt tæplega 1000 manns (970, svo því sé haldið til haga) í sæti, heldur einkum fyrir lögun sína; Háskólabíó er jú laginu eins og gamaldags kvikmyndatökuvél. Höfðu margt samtímafólk arkitektanna–sem voru heldur betur kanónur á sínu sviði, þeir Guðmundur Kr. Kristjánsson og Gunnlaugur Halldórsson–að þeir tækju nú kannski hlutverk hússins helst til alvarlega. Árið 1991 var svo reist viðbygging við aðalbyggingu Háskólabíós með fjórum minni sölum sem hver er eins og sexstrendur stuðlabergsstöpull. Samtals rúma þessir fjórir salir 840 manns sæti og það er þessum sölum sem RIFF fer fram, í ár sem undanfarin ár og vonandi um langa framtíð. Þarna segir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík sögur sínar, gestum til ánægju, umhugsunar og umræða.

Borgarstjórinn, ráðherrann, og RIFF

BORGARSTJÓRI REYKJAVÍKUR HEIÐA BJÖRG HILMISDÓTTIR

hverju felast verðmæti menningarstarfsemi fyrir Reykvíkinga?

Menning og listir hafa mikilvægt gildi fyrir okkur Reykvíkinga. Verðmætin má mæla í hagkerfinu en fyrir mannlífið, samheldni, velsæld og framþróun samfélagsins er gildið ómetanlegt. Menningin hjálpar okkur að sjá hluti með öðrum hætti, stuðlar að skapandi hugsun og leysir úr læðingi tilfinningar sem við myndum ef til vill ekki annars kynnast. Reykjavikurborg leggur því mikla áherslu á fjölbreytt menningar- og listalíf og að fólk sem starfar í listum finni sér stað í borginni okkar allra. Hver er þín uppáhaldskvikmynd allra tíma? Og hvers vegna?

Líklega ekki viðurkennt meistaraverk en fyrsta myndin sem ég elskaði var Mary Poppins. Ein af fáum kvikmyndum sem ég hef horft á nokkrum sinnum og næstum neytt börnin mín til að horfa líka á. Það var eitthvað með töfrana sem greip mig, hugsa enn til hennar Mary þegar “vindarnir breytast”. Sú mynd sem hefur haft mest áhrif

LOGI MÁR EINARSSON, MENNINGAR-, NÝSKÖPUNAR- OG HÁSKÓLARÁÐHERRA

á mig er líklega Lilya 4-ever. Sænsk kvikmynd um unga konu Austur-Evrópu sem ákveður að stökkva á tækifæri til betra lífs. En ekkert fer eins og henni var talið trú um og örlög hennar átakanleg. Upp hugann kemur líka danska myndin Viften sem fjallar um lífið á karabískri eyju sem Danir tóku yfir og gerðu að nýlendu. Ég hef ekki áður séð Dani nálgast þá skuggalegu sögu með þessu hætti og var ekki hissa þegar myndin fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Hvers konar bíómyndir eru helst í eftirlæti hjá borgarstjóra?

Ég verð að segja að dramatískar kvikmyndir höfða mest til mín, myndir um fólk og örlög þess. Heimildamyndir og myndir byggðar á sannsögulegum atburðum heilla mig líka oft. Annars horfi ég á flest nema helst ekki á myndir þar sem eru varúlfar, zombíar eða amerísk hetja að bjarga heiminum frá glötun. Búin með það fyrir lífstíð.

Í hverju felast verð-mæti menningar-starfsemi fyrir okkur Íslendinga?

Menningar-starfsemi er ekki lúxus – hún er grunnstoð samfélagsins. Menningin styrkir sjálfsmynd okkar og varðveitir tungumálið. Hún er það sem gerir samfélagið lifandi og gefur okkur dýpri tengingu við hvort annað og við það sem við stöndum fyrir.

Hver er þín uppáhaldskvikmynd allra tíma?

Uppáhaldskvikmyndin er Babette‘s Gæstebud sem kom út árið 1987. Einstaklega falleg mynd sem snýst um eitt af mínum áhugamálum þ.e.a.s. mat og matargerð.

Hvers konar bíómyndir eru helst í eftirlæti hjá ráðherra?

Sakamálamyndir eru uppáhaldi hjá mér þegar ég vil slaka á.

KIM NOVAK'S VERTIGO

OPNUNARMYND RIFF 2025

FILMSTJARNA Á SÍNUM FORSENDUM

Óhætt er að segja að opnunarmynd RIFF árið 2025 sé með sögulegasta móti en það er heimildamyndin Kim Novak’s Vertigo sem heimsfrumsýnd var fyrir rétt tæpum mánuði á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum! Það sem meira er, stjarna myndarinnar– Kim Novak, Hollywood goðsögnin sjálf–verður viðstödd sýninguna í Háskólabíói sem ljær viðburðinum óneitanlega meiri ljóma. Novak fór sem kunnugt er með himinskautum á 6. áratugnum og lék þá í hverri stórmyndinni á fætur annarri, á móti ýmsum helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal James Stewart, Kirk Douglas, Tony Curtis, William Holden og tvisvar á móti Frank Sinatra. Þegar leið á ferilinn tók henni að leiðast að vera alltaf sett hlutverk ljóshærðu gyðjunnar, á meðan hún sóttist stöðugt eftir fjölbreyttari hlutverkum. Hægt og rólega ákvað hún að draga sig hlé frá Hollywood og upp úr 1970 hafði hún að mestu hætt að leika kvikmyndum, flutti norður til Oregon til að helga sig málaralistinni ásamt bústörfum í félagi við eiginmann sinn, dýralækninn Robert Malloy.

Það hefur ávallt þótt tíðindum sæta þegar farsælar filmstjörnur yfirgefa draumaverksmiðjuna Hollywood á eigin forsendum–bæði af því svo ótalmargir eru vongóðir um að fá þar inni, og svo af því miklu mun algengara er að kvikmyndabransinn skelli hurðinni á nefið á leikurum sem teljast ekki nógu spennandi lengur. En Kim Novak sneri því tafli við og fluttist sem fyrr segir á brott faðm náttúrunnar ásamt eiginmanni sínum, fjarri glaumnum og glysinu Hollywood. En Kim Novak er snúin aftur í sviðsljós kvikmyndanna, og sem fyrr er hún alfarið á sínum forsendum, og hún er stjarna opnunarmyndar RIFF, sem kemur beint af heimsfrumsýningunni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Sjálf mun hún svo taka þátt í spjalli beinni um gervihnött meðan á hátíð stendur. Njótið vel, RIFFarar, því þetta tækifæri mun ekki bjóðast aftur.

KIM NOVAK

Það er RIFF sönn ánægja að setja Sviss í fókus að þessu sinni og verða á annan tug svissneskra mynda sýndar á hátíðinni. sérstökum flokki kynnir RIFF úrval nýrra mynda sem gefa bíógestum Háskólabíós bragðið af því ferskasta sem er að koma frá bíólandinu Sviss þessi misserin. Þá heiðra svissneskir heiðursgestir hátíðina að þessu sinni með nærveru sinni og verkum. Annars vegar mætir hin margverðlaunaða Ursula Meier sem handahafi Heiðursverðlauna RIFF fyrir framúrskarandi listfengi, og hins vegar koma hinir frumlegu og framsæknu Zürcher-bræður, Ramon og Silvan og verða þeir heiðraðir á hátíðinni sem upprennandi meistarar. RIFF sýnir úrval af verkum þessara sérlega áhugaverðu listamanna dagana 25.september til 5.október og er allt áhugafólk um spennandi evrópska kvikmyndagerð hvatt til að missa ekki af þessu tækifæri til að berja augum myndir sem annars rata ekki svo glatt í kvikmyndahús hérlendis.

Af nýjum svissneskum myndum sem sýndar á RIFF 2025 ber einna hæst Hanami (2024), eftir Denise Fernandes, en hún hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum undanfarna mánuði. Sama er að segja um Queens (2024) eftir Klaudia Heynicke sem hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins. Nýjustu myndirnar sem sýndar verða að þessu sinni eru Kvöldvaktin eða Heldin (2025) sem vakti verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á þessu ári og sama er að segja um Skjólið (La Cache, 2025) sem leikstýrð er af Lionel Baier. Loks má nefna einkar áhugaverðar svissneskar stuttmyndir sem sýndar verða í sér flokki á RIFF 2025 þar sem efnistök eru af öllum toga og jafn ólík efni og deilur á leikvelli, flækjur kringum opin sambönd og aðgerðasinnar sem líma sig fasta koma við sögu.

ÞÖGN Á SETTI …

OOOOG ÍSLAND!

TJALDINU.

RIFF SÝNIR MYNDIR PÁLS STEFÁNSSONAR AF ÍSLENSKUM TÖKUSTÖÐUM FYRIR ÞEKKT ERLEND FRAMLEIÐSLUVERKEFNI

Það er kunnara en frá þurfi að segja hve vinsælt Ísland hefur verið hin seinni ár sem tökustaður fyrir erlend stórverkefni, bæði kvikmyndir og sjónvarpsefni. Hver framleiðslan hefur rekið aðra þar sem íslenskt landslag–dramatískt, stórskorið og framandi–spilar stóra rullu í lykilsenum. Hvort sem um ræðir einn frumhönnuðanna að drekka ólyfjan með Dettifoss sem bakgrunn í stórmynd Ridley Scott, Prometheus frá 2012, Jodie Foster að eltast við óþokka á meintum hjara veraldar Alaska en raun réttri á Íslandi í True Detective: Night Country, eða Ben Stiller að bruna niður Kamba Hellisheiðar á hjólabretti eins og ekkert sé mynd hans The Secret Life of Walter Mitty. En hvernig líta þessir staðir úr í raun? Er náttúrulegt umhverfi Íslands svona stórbrotið í raun og sann? Svarið er vitaskuld já, eins og allt

heimafólk hérlendis veit mætavel. En gestkomandi gætu skiljanlega efast enda landslagið oft eins og af öðrum heimi. RIFF, samstarfi við Isavia og 66°Norður, afréð því að fá einn þekktasta landslagsljósmyndara Íslands, Pál Stefánsson, til að leggja til auga sitt og fá hans sýn á nokkra þekkta tökustaði sem sést hafa í erlendri framleiðslu undanfarin ár og áratugi. Í kjölfarið ætti að vera dagljóst að hér er hvorki spaug spili né brellur brúkaðar; Íslandslagið er engu líkt.

Útkoman–hin glæsilega ljósmyndasýning–verður sett upp anddyri Háskólabíós gestum RIFF til enn frekari gleði en einnig verður úrval mynda sett upp á besta stað á Keflavíkurflugvelli þar sem komufarþegar sem og farþegar á leið frá Íslandi geta virt þær fyrir á besta stað, andspænis móasíkveggnum eftir Erró.

HIÐ DRAUMKENNDA TÖFRARAUNSÆI Hann fæddist Bangkok árið 1970 og ólst upp í norðausturhluta Taílands. Hann lærði arkitektúr áður en hann hélt til Chicago kvikmyndanám, þar sem hann þróaði sinn einstaka stíl sem snýst um minni, tilfinningu og andlega leit frekar en hefðbundinn, línulegan söguþráð. Draumkennt töfraraunsæi er alltumlykjandi. Myndir hans eru þekktar fyrir hæga, íhugula framvindu og draumkennda færslu milli veruleika og hugarheims. Blissfully Yours (2002) og Tropical Malady (2004) vöktu strax athygli, en það var Uncle Boonmee Who Can Recall His Past Lives (2010) sem vann til Gullpálmans í Cannes

Þó myndir Apichatpong—sem er af aðdáendum jafnan kallaður Joe—megi virðast ópólitískar við fyrstu sýn, endurspegla þær oft undirliggjandi átök: ritskoðun, félagslegt taumhald og bælda sögu Taílands. Hann miðlar fremur með stemningu en yfirlýsingum — kvikmyndir hans líkjast oft óljósum

ANDARNIR BIRTAST OG SÁLIN HLUSTAR Apichatpong vinnur einnig með myndbandsverk og innsetningar, þar sem hann heldur áfram að rannsaka skynjun og innra líf mannsins. heimi hraða og hávaða býður hann upp á kvikmyndir sem hvíld og íhugun — þar sem tíminn leysist upp, minningar renna saman, andarnir birtast og sálin

„I’m completely obsessed right now with Apichatpong Weerasethakul.” Paul Thomas Anderson í jan. 2025, leikstjóri There Will Be Blood, One Battle After Another, Magnolia, Phantom Thread, Boogie Nights o.fl.

VERTU MEÐ ÞEGAR KVIKMYND OG NÁTTÚRA MÆTAST Í IÐRUM JARÐAR. KOMDU Í RAUFARHÓLSHELLI ÞANN 27. SEPTEMBER OG UPPLIFÐU THE DESCENT EINS OG ALDREI FYRR – EF ÞÚ ÞORIR.

APICHATPONG WEERASETHAKUL: DRAUMAHEIMAR Á MÖRKUM

TÍMA OG MINNIS

APICHATPONG WEERASETHAKUL, SEM HEIÐRAÐUR VERÐUR Á RIFF ÁR FYRIR EINSTAKA LISTRÆNA SÝN, ER MEÐAL FRUMLEGUSTU OG RÓTTÆKUSTU KVIKMYNDAGERÐARMANNA SAMTÍMANS. Hellabíóið er jafnan sá sérviðburður á RIFF sem vekur hvað mesta athygli og ár er komið að myndinni sem hvað oftast hefur verið spurt um þessu sambandi. Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavík býður nú gestum sínum á sannkallaða hryllingsveislu djúpt undir yfirborði jarðar þegar kvikmyndin The Descent verður sýnd Raufarhólshelli þann 27. september 2025. Þetta er einstök sýning þar sem kvikmyndaupplifun og skuggahliðar náttúrunnar renna saman í magnaða heild sem vart er af þessum heimi. Þetta er viðburður sem þú munt hvorki gleyma – né vilja missa af.

HROLLVEKJA SEM FER UNDIR YFIRBORÐ JARÐAR – OG HÚÐ ÁHORFENDA

The Descent (2005) er kolsvört og krassandi hrollvekja frá leikstjóranum Neil Marshall sem hefur öðlast sess sem ein áhrifamesta hryllingsmynd 21. aldar. Myndin segir frá sex ævintýragjörnum konum sem halda spennandi hellaferð djúpt í Appalachiafjöllunum Bandaríkjunum. Það sem átti að vera

ævintýri lífsins breytist skjótt martröð þegar hellisopið lokast og hópurinn lendir á villigötum ókortlögðum helli, og það sem enn verra er— þær eru ekki einar myrkrinu. Myndin tekst á við ótta af mörgum toga: myrkfælni, innilokunarkennd, hið óþekkta, og síðast en ekki síst hinn nagandi efi um hversu vel maður treystir sínum bestu vinum. Marshall spilar listilega á taugarnar – enda eru þær þandar sem fiðlustrengir – og heldur áhorfendum föngnum dimmu og þröngu rými þar sem andrúmsloftið þyngist með hverri mínútu. Með magnaðri tónlist, áhrifamiklu myndmáli og frábærum leik stendur The Descent sem sígild mynd sínum flokki.

FULLKOMIN STAÐSETNING – NÁTTÚRAN SEM BÍÓSALUR

Raufarhólshellir er einn lengsti hraunhellir Íslands, rúmlega 1300 metra langur, og býður upp á magnaða stemmingu fyrir hryllingsmynd þar sem myrkrið er ekki aðeins hluti af sögunni – heldur einnig sýningarstaðnum sjálfum. Áhorfendur munu

ferðast inn iður jarðar þar sem þeir munu horfa á myndina einstöku umhverfi með hljóði sem magnar upp spennuna á óviðjafnanlegan hátt. Þessi einstaka sýning er hluti af markmiði RIFF að færa kvikmyndir út fyrir hefðbundna sýningarstaði og skapa óvæntar og eftirminnilegar upplifanir fyrir áhorfendur. Hellabíó RIFF hefur áður vakið athygli víða um heim og sýningin á The Descent í Raufarhólshelli verður án nokkurs vafa með eftirminnilegustu upplifunum hátíðarinnar 2025.

TAKMARKAÐUR FJÖLDI MIÐA – TRYGGÐU

ÞÉR SÆTI STRAX

Aðeins er boðið upp á mjög takmarkaðan fjölda miða vegna aðstæðna í hellinum – og er því ráðlagt að tryggja sér aðgöngumiða sem allra fyrst. Miðasala fer fram á riff.is þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um samgöngur, búnað og öryggisráðstafanir fyrir sýninguna.

MOHSEN MAKHBALBAF

HEIÐURSGESTUR RIFF 2025

LINSUNA

Anton Corbijn, heiðursgestur RIFF 2025, er einn áhrifamesti ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður síðustu áratuga, og hefur með einstakri nálgun sinni endurmótað tengsl ljósmyndar, tónlistar og kvikmynda. Hann fæddist Hollandi árið 1955 og er hvað þekktastur fyrir hráar og persónulegar ljósmyndir af tónlistarfólki—myndir sem líkjast frekar samtali en uppstilltum portrettum. En list hans nær langt út fyrir ljósmyndina: hann hefur leikstýrt mörgum af eftirminnilegustu tónlistarmyndböndum síðustu 40 ára og þróað með sér sérstakan stíl í kvikmyndagerð þar sem myndmálið og stemningin eru í aðalhlutverki.

ÞAÐ BYRJAÐI MEÐ JOY DIVISION

Stíll Corbijn mótaðist á áttunda áratugnum, þegar hann flutti til London til að komast í snertingu við síð-pönk senuna. Þar vakti hann fljótt athygli með djúpum og kyrrlátum myndum af Joy Division (fyrsta verkefni hans með tónlistarfólki), Siouxsie Sioux og Echo & the Bunnymen. Frægustu ljósmyndir hans af Ian heitnum Curtis, söngvara fyrstnefndu sveitarinnar hér að framan, voru teknar utan sviðs, í kyrrð sem gaf senn til kynna einsemd og undirliggjandi spennu.

SJÓNRÆNN RÁÐGJAFI STÆRSTU

SVEITA HEIMS

Hæfileiki Corbijns til að fanga tilfinningalegan kjarna einstaklingsins varð til þess að hann varð einn eftirsóttasti valkosturinn fyrir tónlistarfólk sem vildi meira en bara auglýsingamynd. Langvarandi samstarf hans við Depeche Mode og U2 mótaði ekki aðeins ímynd þessara hljómsveita—báðar meðal hinna vinsælustu í heimi—heldur um leið dægurmenningu áranna frá 1985–1990. Þegar fólk hugsar um hrátt útlit The Joshua Tree eða svarta, dulræna stemningu Violator—þá sér það Corbijn.

TÓNLISTARMYNDBÖND OG BÍÓMYNDIR

Leikstjórn kvikmynda fullri lengd var í framhaldinu rökrétt og eðlilegt næsta skref. Hann hafði þegar leikstýrt frægum tónlistarmyndböndum eins og „Enjoy the Silence“ (Depeche Mode), „One” (U2) og „Heart-Shaped Box“ (Nirvana), og árið 2007 kom út fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Control fjallar um líf, list og dauða áðurnefnds Ian Curtis og var tekin í skörpum svart/hvítum tónum. Myndin var rómuð fyrir næmni, trega og fágun—ekki bara sem tónlistarmynd, heldur sem hugleiðing um sköpun, frægð og frama í skugga þunglyndis.

SKUGGARNIR SKIPTA MÁLI Síðari myndir hans (The American, A Most Wanted Man, Life) sýna sama áhuga hans á einveru, eftirliti og sjálfsmynd. Hvort sem færir okkur návist leynilögreglu eða leigumorðingja, eru einkennin þau sömu: þögn, myndræn kyrrð og óræð fegurð sem kemur áhorfendum á óvart litlum augnablikum. Skuggarnir skipta jafn miklu máli og ljósið, og sagan er aldrei sögð til fulls á yfirborðinu einu saman.

SKURÐPUNKTUR HLJÓÐS OG MYNDAR Árið 2022 sneri Corbijn sér aftur að tónlist með heimildamyndinni Squaring the Circle, um breska hönnunarteymið Hipgnosis sem skapaði mörg frægustu plötuumslög sögunnar (Pink Floyd, Led Zeppelin, Peter Gabriel o.fl.). Corbijn nálgast þá sögu sem jafningi frekar en spyrill, og fangar með virðingu hvernig myndheimur tónlistarinnar hefur átt sinn þátt að móta hljóðheiminn. Myndin er enn ein birtingarmynd ástríðu Corbijns fyrir skurðpunkti hljóðs og myndar.

DÝPRI TENGING VIÐ MYNDEFNIÐ

Það sem gerir Corbijn einstakan er ekki aðeins einstakt auga hans og næmni, heldur virðing hans fyrir viðfangsefnum sínum. Hann leitast ekki við að berksjalda um of, gengur aldrei of nærri viðfangi sínu. Hvort sem hann tekur portrett af ungum Ian Curtis eða fangar síðustu frammistöðu Philip Seymour Hoffman A Most Wanted Man, þá leyfir hann þeim að vera mannlegir, brothættir og sannir án þess að glata reisn sinni. Það ríkir oft helg kyrrð verkum hans, sem skapar dýpri tengingu við viðfangið. Myndirnar ryðjast ekki inn á einkarými en bera þess stað þögult vitni.

AÐ SJÁ LENGRA OG DÝPRA

Þrátt fyrir alþjóðlega viðurkenningu hefur

Corbijn mikið til haldið sig til hlés. Hann forðast sviðsljósið, er lítt fyrir að vera sjálfur í mynd, og talar eigin afrek og áhrif niður ef eitthvað er. Samt er stíll hans allsráðandi víða—í tímaritum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og jafnvel tískuljósmyndun. Sú staðreynd að margir þekktustu listamenn heims leita til hans aftur og aftur segir sína sögu; Corbijn er ekki stílisti til leigu heldur samstarfsaðili, einhver sem hlustar vandlega og sér lengra og dýpra en flestir.

LISTIN AÐ FANGA KJARNANN HVERJU SINNI

Á tímum hraða og einnota upplifunar býður Corbijn upp á andstæðuna: kyrrð, íhugun og djúpa tilfinningu sem situr eftir. Hann sýnir okkur ekki bara hvernig manneskjur líta út—hann fangar kjarna fólks sem birtist annars bara þegar enginn er að horfa. Hann minnir okkur á að listin þarf ekki alltaf að hrópa. Stundum nægir að horfa—og hlusta eftir því sem þögnin hefur að segja.

Mohsen Makhmalbaf er lykilpersóna íranskri kvikmyndagerð, löngum hylltur fyrir djarfa frásagnarlist og ekki síður fyrir þátt sinn í að móta hina alþjóðlega viðurkenndu írönsku nýbylgju. Makhmalbaf, sem er sjálfmenntaður kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi stjórnmálaaktívisti, hefur byggt feril sinn á ljóðrænum verkum þar sem spilast saman mannúð og þung, pólitísk undiralda. Þar má telja myndir á borð við The Peddler (1987), Gabbeh (1996) og Kandahar (2001) — sú síðastnefnda færði honum heimsfrægð. Makhbalbaf hefur alla tíð verið ákafur talsmaður tjáningarfrelsis og hefur óspart beitt mætti kvikmyndalistarinnar þágu málstaðarins. Fyrir bragðið hefur Makhmalbaf og verk hans ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnvöldum heimalandinu og fjölskylda hans verið í útlegð frá Íran um langt árabil. Nýrri verk Mohsens, á borð við The President (2014), bera einkenni hans; dæmisögulega frásögn og siðferðislega brýningu. Hann hefur veruið heiðraður Cannes, Feneyjum og Berlín, og stendur enn sem einn af mikilvægustu og hugrökkustu röddum samtímans heimi kvikmyndanna.

RIFF 2025 sýnir mynd hand Allir bíó (Salam Cinema) frá 1995 en hún keppti um Gullpálmann Cannes það árið. myndinni segir frá því þegar 5000 Íranir ákveða að elta drauminn um að fá að leika í kvikmynd. Áheyrnarprufan snýst fyrr en varir upp öngþveiti sem er allt senn; leikræn tjáning, ögrun og ástarjátning til kvikmyndalistarinnar og getu hennar til að afhjúpa, sameina og kollvarpa.

HEIÐURSGESTUR RIFF 2025

Marzieh Meshkini er áberandi rödd íranskri kvikmyndagerð og ein áhrifamesta kvenleikstýra Mið-Austurlanda. Hún hóf feril sinn innan Makhmalbaf Film House, listasmiðju sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Mohsen Makhmalbaf, og börnum þeirra. Fyrsta mynd hennar, The Day I Became a Woman (2000), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Feneyjum þar sem hún hlaut bæði verðlaun og lof gagnrýnenda fyrir einstaka blöndu ljóðrænnar frásagnar og félagslegrar skýrleika. Myndin er dag talin lykilverka írönsku nýbylgjunnar. Meshkini hefur síðan unnið sér sess sem listamaður sem þorir að takast á við viðkvæm málefni – stöðu kvenna, kynhlutverk og rétt til sjálfsákvörðunar. Hún leikstýrði einnig Stray Dogs (2004), sem vakti athygli fyrir átakanlega mynd af börnum stríðshrjáðri Kabúl. Verk hennar

endurspegla bæði nánd og samkennd en eru á sama tíma hárbeitt gagnrýni á óréttlæti og kúgun. Sem hluti af útlægri fjölskyldu Makhmalbaf heldur Meshkini áfram að starfa á alþjóðavettvangi. Hún stendur dag sem mikilvæg rödd kvikmyndalistarinnar – og sem fyrirmynd nýrrar kynslóðar kvenleikstjóra. tilefni af komu Marzieh mun RIFF 2025 sýna mynd hennar Þegar ég varð kona (The Day I Became a Woman) sem var valin besta frumraunin árið 2000 á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Í myndinni kynnumst við stúlku, eiginkonu, og eldri frú—sem allar eru mótaðar af reglum siða, samfélags og yfirvalda og þær brjóta í kyrrþey. Í sólbakaðri og súrrealískri röð myndbrota teiknar Marziyeh hér upp þögul mótmæli kvenleikans í Íran á hnyttinn, beinskeyttan og eftirminnilegan hátt.

MARZIEH MESHKINI

KROT&KRASS

HANNA RIFF 2025

Á hverju ári leitar RIFF til ferskra og framúrskarandi hönnuða til að hanna útlit kvikmyndahátíðarinnar

það skiptið. Óhætt er að segja að nálgunin sé gerólík frá ári ti árs, sem er einmitt svo skemmtilegt. ár leitaði hátíðin til hönnunardúettsins Krot&Krass og óhætt er að segja að nálgun þeirra sé ólík öðru sem RIFF hefur teflt fram til þessa.

Krot&Krass, sem eru þau Björn Loki og Elsa Jónsdóttir, sem á heiðurinn af hinu nýja útliti sem sjá má á heimasíðu RIFF, á samfélagsmiðlum hátíðarinnar og víðar. „Hvenær sem við hefjum vinnu við nýtt verkefni byrjum við á að hugsa um hver tilfinningin verkefninu verður. Í þessu verkefni endurspeglar hönnunin hreyfingu, og flug, og kallast þannig á við kvikmyndir sem eru einskonar hliðarverkuleiki sem hægt er að fljúga inni í,” segir Elsa aðspurð um hugmyndina að baki útlitinu fyrir RIFF 2025.

HÖNNUÐIR FRJÁLSIR SEM LUNDAR

„Það er mjög gaman að vinna við þetta verkefni fyrir Alþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavík,” bætir Loki við. „Strax og við fengum þetta í hendur sáum við hversu skemmtilegt það yrði, því á hverju ári fær einhver hönnuður algert frelsi til að búa til eitthvað nýtt. Við vinnum að einhverju leyti kringum lundann, táknmynd RIFF, en að öðru leyti höfum við listrænt frelsi. Við erum frjáls eins og lundi.”

HÖNNUN SEM KALLAST Á VIÐ

HÖFÐALETUR

Tvíeykið Krot & Krass hefur komið víða við á undanförnum árum. Ásamt því að fást við kennslu við Listaháskóla Íslands, Lýðháskólann á Flateyri og Fjölbraut í Breiðholti hafa þau unnið ýmis verk almannarými og útfært hugmyndir sínar sem lágmyndir og skúlptúra. Þá hefur þeim Elsu og Loka einnig verið höfðaletrið svokallaða hugleikið, en það er séríslensk skrautleturgerð sem einkum var notuð í tréskurði og má í raun segja að sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletrið er oft torlæsilegt og það endurspeglar að einhverju leyti leturgerðina sem þau unnu fyrir RIFF ár. Það verður að teljast viðeigandi þar sem höfðaletur er sveipað ákveðinni dulúð sem fangar ímyndunaraflið, rétt eins og töfrar kvikmyndanna eiga til að gera.

„Í þessu verkefni endurspeglar hönnunin hreyfingu, og flug, og kallast þannig á við kvikmyndir sem eru einskonar hliðarverkuleiki...”

BENNY SAFDIE KYNNIR MULNINGSVÉLINA Í BEINNI MEÐ RIFF-URUM!

Benny Safdie er einn afkastamesti og djarfasti leikstjóri Bandaríkjanna um þessar mundir. Hann er sérstaklega þekktur fyrir kvikmyndir sem hann og bróðir hans unnu að sameiningu, þar sem Safdie bæði leikstýrir og leikur á móti risastórum nöfnum Hollywood, líkt og Adam Sandler (Uncut Gems, 2019) og Robert Pattinson (Good Time, 2017). Síðastliðin tvö ár hefur Safdie unnið sjálfstætt og fer nú sigurför um heiminn með nýjustu mynd sína Mulningsvélina, The Smashing Machine, með Dwayne Johnson í hlutverki glímukappans Mark Kerr. Fyrir myndina hlaut hann verðlaun sem Besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og verður hún sýnd á RIFF í Háskólabíó með sérstakri rafrænni kynningu frá Benny Safdie beinni útsendingu. Síðastliðin tvö ár hefur starfsframi Safdie verið á sannkallaðri þeysireið, en þá má nefna þáttaröðina The Curse (2023) sem hann vann með Óskarsverðlaunahafanum Emmu Stone og grínistanum Nathan Fielder. Sama ár fór hann með veigamikið hlutverk í stórmynd Christopher Nolan, Oppenheimer, og lék á móti Rachel McAdams í myndinni Are You There God? It’s Me Margaret. Honum bregður einnig fyrir í nýrri Netflix-mynd Adam Sandler, Happy Gilmore 2. Safdie er orðinn vel kunnugur staðháttum Hollywood, en leikstjórinn er þekktur fyrir frumlegar aðferðir við kvikmyndagerð. Til dæmis er Benny gjarn á að halda sjálfur á bómunni við upptökur á myndum sínum, þrátt fyrir að leikstýra þeim og jafn vel leika sjálfur. Það verður spennandi að heyra hvaða brögðum Safdie beitti við gerð á sinni nýjustu mynd.

Mulningsvélin, eða The Smashing Machine, segir frá fjölbragðaglímukappanum Mark Kerr, bandarískri goðsögn heimi bardagaíþrótta, sem faldi flóknar tilfinningar með hrikalegum fantabrögðum sínum í hringnum. Myndin er raunar frumraun Benny Safdie við leikstjórn upp á eigin spýtur en myndina skartar Dwayne ,,The Rock” Johnson í hlutverki glímukappans og hin breska Emily Blunt leikur eiginkonu hans. Rétt fyrir sýningu myndarinnar í Háskólabíóí verður Benny Safdie varpað upp á hvíta tjaldið, rétt eins og leikstjóranum Bong Joon Ho í fyrra, og kynnir hann rauntíma mynd sína sérstaklega fyrir gestum RIFF. Stjórnandi umræða verður Fréderic Boyer, dagskrárstjóri RIFF og fyrrum dagskrárstjóri kvikmyndahátíðarinnar Cannes og Tribeca Film Festival.

ÞESSI EINSTAKA SÝNING FER FRAM Í SAL 1 Í HÁSKÓLABÍÓ KL.19:15 ÞANN 1. OKTÓBER. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA ÁÐUR EN ÞEIR KLÁRAST!

URSULA MEIER

HEIÐURSGESTUR RIFF 2025

Ursula Meier er meðal áhrifa- og áhugaverðustu leikstjóra svissneskrar samtímakvikmyndagerðar. Hún fæddist Besançon Frakklandi árið 1971, en hefur alla tíð starfað hinum megin landamæranna, og persónuleg sýn hennar sameinar frönsku og svissnesku kvikmyndahefðirnar á einstakan hátt. Meier vakti heimsathygli með fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, Home (2008), sem var sýnd í Cannes og hlaut lof fyrir hugmyndaríkan og næman frásagnarstíl. Með framhaldsmyndinni Sister (2012), sem hlaut Silfurbjörn á Berlínarhátíðinni, styrkti hún stöðu sína sem ein mikilvægasta rödd evrópskrar kvikmyndagerðar. myndum hennar má finna bæði næmni og pólitíska dýpt; þær kanna tengsl fjölskyldu, samfélags og einstaklings með blöndu af hlýju, húmor og samfélagsgagnrýni. Meier hefur jafnframt unnið til fjölda verðlauna fyrir stuttmyndir sínar og heimildaverk og er nú orðin fyrirmynd næstu kynslóðar kvikmyndagerðarfólks. Hún sameinar skarpt auga fyrir smáatriðum og næmt innsæi í mannlega breyskleika og skapar þannig kvikmyndir sem hreyfa við áhorfendum á sama tíma og þær varpa ljósi á samtímann.

KVIKMYNDIR

UPPRENNANDI MEISTARAR: RAMON OG SILVAN ZÜRCHER

Tvíburarnir Ramon og Silvan Zürcher verða heiðraðir á RIFF 2025 sem Upprennandi meistarar.

Af því tilefni munu nokkur af lykilverkum þeirra verða sýnd á hátíðinni að þeim viðstöddum, ásamt því að þeir munu taka þátt í umræðum eftir sýningar.

Hinir svissnesku Zürcher-bræður hafa hlotið mikið lof fyrir einstakt myndmál sitt og sérstæða nálgun á mannleg samskipti hversdagsins. Bræðurnir, sem koma frá Aarberg í Sviss, vöktu fyrst alþjóðlega athygli með fyrstu kvikmynd sinni, The Strange Little Cat (2013), frumlegri mynd krydduð hæglátum súrrealisma sem var

frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín og hlaut lof gagnrýnenda.

Framhaldsmyndin, The Girl and the Spider (2021), festi þá sessi sem leiðandi raddir evrópskri kvikmyndagerð. Myndin, sem þeir lýsa sem hluta af lauslega tengdri „íbúðatrílógíu,“ vann leikstjóraverðlaun Encounters-flokki Berlinale og var einkum lofuð fyrir tilfinningadýpt sína, listilega samansetta myndramma og dulda spennu. Með bakgrunn bæði leikstjórn og handritagerð hafa Zürcher-bræðurnir þróað sérkennilega fagurfræðilegan stíl sem blandar lágstemmdri spennu við ljóðræna myndbyggingu.

Kvikmyndir þeirra kanna flækjurnar mannlegum samskiptum—hið smávægilega látbragð, ósögð átök og augnablik ókyrrðar—með nákvæmni og næmni. Árið 2024 sendu þeir frá sér The Sparrow in the Chimney, lokakaflann í svokallaðri „dýratrílógíu“ sinni, og héldu þar áfram samstarfi við kvikmyndatökumanninn Alexander Haßkerl og tónskáldið Philipp Moll. Verk bræðranna hafa verið sýnd á hátíðum á borð við Locarno, Rotterdam og Toronto og sífellt fjölgar hópi þeirra sem hrífast af hæglátri en um leið róttækri nálgun þeirra á frásagnarformið.

Eins og hefð er fyrir 20 ára sögu RIFF er skipa íslenskar frumsýningar sérstakan sess í dagskránni enda er hver íslensk bíómynd sem kemur fyrir sjónir áhorfenda fagnaðarefni út af fyrir sig sem hátíðin með ánægju gerir hátt undir höfði.

SVANASÖNGUR HANDVERKSMEISTARANS: SÍÐASTA VERK GUNNARS

Gunnar Magnússon er fortakslaust með nafntoguðustu og dáðustu húsgagnahönnuðum Íslands fyrr og síðar, og í þessari heimildarmynd fáum við einstaka innsýn í líf og störf þessa frumherja á sínu sviði í íslenskri hönnunarsögu. 85 ára að aldri hefst Gunnar handa við að skapa sitt síðasta verk, með Tinnu dóttur sína sér við hlið. Saman leggja þau af stað þá vegferð að endurtúlka eitt af hinum sígildu verkum Gunnars, sem ætlað er að draga saman ævilangt handverk hans og ævistarf. En þegar heilsu Gunnars hrakar skyndilega stendur Tinna ein eftir með það fyrir höndum að ljúka verkinu – á sama tíma og hún þarf að horfast í augu við yfirvofandi fráfall föður síns.

SÓLSETUR LÍFSINS OG TÖFRAR HVUNNDAGSINS: JÖRÐIN UNDIR FÓTUM OKKAR

Í ár ber vel í veiði fyrir þau sem hugsa sér gott til glóðarinnar hvað íslenskt bíó varðar og margvíslegt ilmandi efni þar boði. Fyrst er til að telja heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar sem Yrsa Roca Fannberg leikstýrir, sem þegar hefur hlotið mikið lof erlendis. Í fylgd leikstjórans–sem einkennist af mjúkri nálgun og mildi–fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili Reykjavík, þar sem tíminn lýtur annars konar lögmálum. Hér lifnar við ljóðrænan í hinu hversdagslega og minningarnar eru fallegar en hverfular eins og ljósblik á vatni í þessari fallegu mynd Yrsu sem er að heita má lofsöngur um hvunndaginn þegar húmar að.

BÍLTÚR SEM BREYTIR LÍFINU OG TILVERUNNI: ANORGASMIA Hér er um að ræða glænýja mynd Jóns Gústafssonar sem hefur heldur betur báða fætur kyrfilega á kafi íslenskum samtíma. Þegar eldgos á Reykjanesskaganum stöðvar allt flug frá Íslandi verða þau Sam og Naomi, tveir alls ókunnugir ferðalangar, strandaglópar. Með þeim takast óvænt kynni og þau ákveða að stela bíl til að komast að gosstöðvunum. Það sem hófst sem spennandi bíltúr breytist hins vegar í ferðalag sem knýr þau hvort um sig til að horfast í augu við sín dýpstu og myrkustu leyndarmál og eftir þrjá daga á ferðinni hefur líf þeirra beggja gjörbreyst.

SVEITAPILTSINS PÖNKARADRAUMUR: SÍÐASTI BÆRINN Í DALNUM Hér er rakin saga Gunnþórs Sigurðssonar og vegferð hans frá sveitastrák til pönkara og að endingu sem hálfgert líkneski sem starfar á pönksafni þar sem áður var almenningssalerni. Meðan hann horfist augu við gamlar og grafnar tilfinningar blasa valkostirnir við: að vera áfram táknmynd fortíðar eða fagna framtíðinni með fjölskyldu og vænum skammti af sjálfsmildi.

HVER ER BER AÐ BAKI NEMA HANDJÁRNAÐUR SÉ VIÐ VIN SINN: HULDUFÓLK Guti og Sig vakna ringlaðir og handjárnaðir saman við árbakka nálægt Ljubljana. Úr verður ævintýralegt gamandrama um nýtt upphaf og ólíkindaleg vináttubönd sem hjálpa okkur að finna stað okkar undir sólu–jafnvel þótt leitin krefjist 4.000 kílómetra ferðalags.

SJALDAN FELLUR FJALLKONUM VERK ÚR HENDI: ICELAND – SPRAKKAR LAND áratugi hefur Ísland staðið í viðstöðulausum endurnýjungum undir áhrifum kvenna. Þrjár þeirra –forsætisráðherra, talskona nýju stjórnarskrárinnar, og framsýn viðskiptakona – takast á við alþjóðlegar áskoranir og gera Ísland að tilraunastofu vonar á meðan heimurinn stefnir í óreiðu.

STJÖRNUR FRAMTÍÐARINNAR KEPPA UM GULLNA LUNDANN!

JÖRÐIN UNDIR FÓTUM OKKAR

THE GROUND BENEATH OUR FEET (IS, PL)

Yrsa Roca Fannberg

„Lofsöngur um hvunndaginn” þessari hugljúfu heimildamynd fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum.

Leikstjórinn Yrsa Roca Fannberg hefur sjálf starfað á hjúkrunarheimilinu Grund til margra ára og hefur þar myndað náin tengsl við heimilismenn, sem jafnframt eru viðfangsefni myndarinnar, sem er tekin upp á filmu og eftirvinnsla sérstaklega vönduð.

LJÓSIÐ SEM ALDREI DEYR

A LIGHT THAT NEVER GOES OUT (FI, NO)

Lauri-Matti Parppei

„Lækningarmáttur vináttu og tónlistar” kjölfar taugaáfalls snýr 29 ára gamli flautuleikarinn Pauli aftur til heimahaganna smábæ Finnlandi. Hann hefur gefist upp á hljóðfæri sínu þegar hann rekst á gamla vinkonu sína, Iiris, sem býr til tilraunamúsík. Í gegnum óreiðukenndar tónsmíðar hennar finnur Pauli leiðina til bata og viljann til að spila á ný.

FORBOÐNIR ÁVEXTIR

CACTUS PEARS (IN, CA, UK) Rohan Kanawade

„Hugljúfur óður til ólíklegra tengsla”

Borgarbúinn Anand þarf að verja tíu dögum að syrgja föður sinn í hrjóstrugum sveitum vestur-Indlands. Í fásinninu myndar hann náin tengsl við bónda sem er heldur vanur því að vera einstæðingur. En á samband þeirra einhverja framtíð? Þessi sannkallaða perla sló í gegn á Sundance-hátíðinni og er vís til þess að heilla gesti RIFF upp úr skónum.

MÖMMUSÓLÓ

SOLOMAMMA (NO, LT, LV, FI, DK)

Janicke Askevold

„Verður forvitnin henni að falli?”

Edith, forvitin blaðakona á fimmtugsaldri, afræður að eignast barn með aðstoð sæðisgjafa. Það reynist þrautin þyngri að vera einstæð móðir og hún fer að efast um ákvörðunina. Þegar hún kemst að því hver sæðisgjafinn er ákveður hún að hitta hann undir því yfirskini að taka viðtal við hann um farsælt fyrirtæki hans.

FYRIRGEFÐU, VINA

SORRY, BABY (US)

Eva Victor

„Lífið heldur áfram, til hvers?” þessu kolsvörtu gamandrama fer leikstjórinn og handritshöfundurinn sjálfur með aðalhlutverk. Agnes er ungur háskólakennari uppsveitum Massachusetts sem reynir að fóta sig í tilverunni eftir að brotið var á henni kynferðislega. Þessi frumraun Evu Victor hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir magnaða sögu.

KYNLEGT FLJÓT

STRANGE RIVER (ES, DE) Jaume Claret Muxart

„Þroskasaga á mörkum drauma og veruleika”

Eitt gullið sumar heldur hinn 16 ára Dídac, bræður hans þrír og foreldrar, í hjólatúr niður eftir Dóná. Ferðalagið reynist þó verða bæði fisískt og tilfinningalegt fyrir fjölskylduna.

Á leiðinni rekst Dídac ítrekað á Alexander, dularfullan dreng sem virðist búa í ánni og skýtur upp kollinum hér og þar. Dídac verður hugfanginn af Alexander, en fljótlega fer að bera á aukinni spennu samskiptum Dídac við bræður hans og móður þeirra, sem lýst ekkert á blikuna.

SÍÐASTA PARADÍSIN Á JÖRÐ

THE LAST PARADISE ON EARTH (FO, DK) Sakaris Stórá

„Fegurð í einangrun” Kári, jarðbundinn og rómantískur ungur Færeyingur, er ánægður með hæglátt líf sitt litlu þorpi á lítilli eyju, þar sem hann býr með systur sinni Silju og vinnur fiski. Þegar loka á fiskvinnslunni kýs Kári að vera um kyrrt og standa vörð um paradísina sína. Þessi hjartnæma en jafnframt dramatíska mynd fangar einstaka menningu og stórbrotið landslag Færeyja á fallegan hátt.

ÞRÍLEIKUR UM SKIPBROT

THE SHIPWRECKED TRIPTYCH (DE, NL, DK) Deniz Eroglu

„Þríþætt hugleiðing um mannlegar þarfir” Hugtakið skipbrot getur þýtt margt; að vera útskúfaður og dæmdur til jaðarsetningar meðal manna, að lifa í viðvarandi millibilsástandi eða þurfa að fást við geðþóttaákvarðanir samfélagsins, stofnana og einstaklinga. þessari einstaklega frumlegu og marglaga mynd leikstjórans Deniz Eroglu eru allir þættir málsins skoðaðir.

Á RIFF eru sýndar nokkrar af athyglisverðustu heimildarmyndum síðustu ára og spanna viðfangsefnin að vanda vítt svið. Þær eiga það þó sammerkt að segja frá einhverju áríðandi –þær fræða, ögra og veita innblástur. Dagskrá heimildamynda á RIFF ár gefur áhorfendum ferska sýn og nýjan skilning á heiminum með kvikmyndum sem kveikja forvitni. Áhorfendur fá innsýn í lífið kvennafangelsi, kynnast nautabana frá Perú, hlera samtöl blaðakonu og ljósmyndara frá Palestínu og sjá áður hulda hlið á Kim Novak, heiðursgest hátíðarinnar. Þetta eru myndir sem skilja eitthvað eftir sig, bæði hjá áhorfendum og samfélaginu öllu, og eru til þess fallnar að vekja umtal og umhugsun.

EINMANA SÍÐDEGI AFTERNOONS OF SOLITUDE (ES, FR, PT) Blóðug hefð könnuð Hrá og óvægin svipmynd af perúvíska nautabananum Andrés Roca Rey meðan hann fer í gegnum hvert nautaatið á fætur öðru. Leikstjórinn

Albert Serra skoðar einveru nautabanans og hinar aldafornu hefðir sem rígbinda þessa blóðugu dægradvöl. Hér eru myndirnar alfarið látnar tala - án orða, án frásagnar.

KIM NOVAK'S VERTIGO (US)

Líf þvert á væntingar þessari mögnuðu heimildarmynd kynnumst við sjálfstæðum eldhuga sem afréð að segja skilið við Hollywood til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Saga Kim Novak er saga seiglu, dirfsku og hugrekkis konu sem stóð með sjálfri sér og fylgdi draumum sínum þvert á væntingar iðnaðarins.

PÁLL

PAUL (CA)

Gleði finnst í ólíklegum gjörðum Paul þrífur til að lifa af – bókstaflega. Á meðan hann glímir við kvíða og þunglyndi finnur hann haldreipi í undirgefni við heimilisþrif. Með húmor og mildi teiknar þessi mynd um „hreingerningaþræl“ upp óvænta leið til bata, eina Instagram-stiklu einu.

HINSTA KVEÐJA FRÁ GAZA

PUT YOUR SOUL ON YOUR HAND AND WALK (FR, PA)

Lifandi heimild um hugrekki Nístandi persónuleg heimildarmynd, byggð á myndsímtölum milli leikstjórans Sepideh Farsi og palestínsku ljósmyndakonunnar Fatmu Hassouna í Gaza. Í gegnum mánuði af umsátursástandi og andspyrnu verður myndin að lifandi heimild um hugrekki, sköpunarkraft og að lokum missi. Djúpstæð og sársaukafull lýsing á seiglu rauntíma.

MÚRAR

WALLS - AKIN INUK (GL) Þegar persónulegir veggir taka að molna Ruth situr af sér ævilangt fangelsi, en þegar kvikmyndagerðarkonan Nina mætir á staðinn gerist eitthvað. Upp úr svartnætti áfalla og þöggunar sprettur vinátta, og múrarnir milli kvenna - tveggja lífa og tveggja landa - taka að molna. Þetta er í senn falleg og óvægin saga af samkennd og uppbyggingu.

Í FLOKKNUM Í ÁR KEPPA EFTIRFARANDI MYNDIR:

FYRIR OPNU HAFI EINTÓM VEISLA MEÐ ÚRVALSMYNDUM ÖRLAGAVALDUR HEIMALANDS OG

Flokkurinn Fyrir opnu hafi (e. Open Seas) er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni fyrir gesti RIFF og ekki að undra að opinberunar hans ár hvert er beðið með mikilli eftirvæntingu. Dagskrárstjórar RIFF velja nefnilega í þennan flokk af sérstakri kostgæfni. Á hverju ári eru ákveðnar myndir sem skara fram úr og vekja sérstaka athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndirnar fara í kjölfarið með himinskautum umræðunni, er óspart hampað af gagnrýnendum og oftar en ekki þykjast glöggir sjá þar kandidata fyrir helstu verðlaun kvikmyndabransans kjölfarið. Hér erum við að tala um meistarastykki úr smiðju þekkta leikstjóra jafnt sem stórsmelli yngri meistara. Þetta eru myndirnar sem raðast í Fyrir opnu hafi og flokkurinn ber þannig á borð rjómann frá hátíðum heimsins síðustu mánuðina, vandlega valda fyrir gesti RIFF. Þó myndirnar eigi það sammerkt að hafa gert það gott á rúntinum um helstu hátíðir heims undanfarin misseri þá eru myndirnar 9 sem flokkinn skipa jafn ólíkar að efnistökum og þær eru margar. Langar þig að sjá Chloë Sevigny kostulegum ógöngum í Suður-Ameríku með tökulið eftirdragi? Kíktu þá á Magic Farm. Eða dragdrottningar að kljást við uppvakninga með háa hæla og glimmer að vopni? Þá er Queens of the Dead málið. Þá er ótalin dásemdin Eleanor the Great, frumraun Scarlett Johansson leikstjórastólnum sem hefur verið að gera það feikigott víða um heim, og svo verðum við bara að nefna stórmyndina The Smashing Machine en fyrir hana hlaut Benny Safdie leikstjóraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í þessum

mánuði. Dwayne “The Rock” Johnson fer þar á fáheyrðum kostum og þeir sem nef hafa fyrir slíku segja kappann eiga tilnefninguna vísa til Óskarsverðlauna sem besti leikari aðalhlutverki.

TÖFRAMAÐURINN FRÁ KREML THE WIZARD OF THE KREMLIN

LOKAMYND RIFF 2025

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir gamall íslenskur málsháttur. Þessi fleygu orð gætu sem best átt við stórmyndina sem verður lokamynd RIFF ár, Töframaðurinn í Kreml, eða The Wizard of the Kremlin. Hér segir nefnilega frá hæglátum manni sem fáir telja líklegan til afreka lífinu. Samt fer það svo að þegar upp er staðið hefur vinnuframlag hans haft úrslitaáhrif á sögu heimsveldis–og heimsins alls. Við erum stödd Rússlandi á árunum eftir 1990. Sovétríkin eru liðin undir lok og heimsmynd Kalda stríðsins er gerbreytt. Rússland er á ákveðnum byrjunarreit en ómögulegt er að segja til um hvort það stefnir átt að umbótum eða glundroða. Framúrstefnulistamaðurinn Vadim Baranov er flinkur á sínu sviði en enginn–nema ef vera skyldi lítt þekktur en slyngur nýliði á pólitíska sviðinu, með skuggalegan bakgrunn frá leyniþjónustunni, maður að nafni Vladimír Pútín–sá fyrir að Baranov myndi beisla eigin sköpunarkraft í þágu ríkisins sem raun bar vitni og verða mikilvægasti ímyndarsmiður og spunameistari Kremlar. Það eru hendur þessa manns sem smíða nýja ímynd Rússlands á bakvið tjöldin og

það sem meira er, hann brúar bilið fyrir Pútín frá höfuðstöðvum FSB til Kremlar. Framhaldið þekkja Rússar, og heimurinn allur.

Löngu síðar, þegar Baranov hefur legið láginni í áravís, aldinn og öllum gleymdur, fellst hann á að segja frá þessum örlagaríka tíma og því skuggalega gangverki sem mallar að baki pólitískri maskínu Pútíns. Hér birtist ekki bara játning iðrandi manns heldur sláandi hugleiðing um það hvernig véla má um almenningsálit með bellibrögðum, hvernig valdið táldregur og spillir, og hvar raunveruleg sök liggur í lok dags. Töframaðurinn frá Kremlin er pólitískt spennudrama í leikstjórn Olivier Assayas, sem þekktur er fyrir myndir sínar Personal Shopping (2016), Clouds of Sils Maria (2014) og Wasp Network (2019). Með hlutverk spunameistarans Baranov fer Paul Dano, sem allir muna fyrir frammistöðu sína sem tvíburarnir Paul og Eli Sunday í There Will Be Blood (2007). Það er svo sjálfur Jude Law sem fer með hlutverk Vladimírs Pútín en önnur helstu hlutverk fara þau Alicia Wikander, Jeffrey Wright og Tom Sturridge.

Gjöfin er dásamlegt dekur, hugguleg hótelgisting eða dýrindis máltíð

Hjá okkur færðu gjafabréf í gistingu, mat eða dekur á ellefu hótelum, níu veitingastöðum og í þremur heilsulindum. Bókaðu endurnærandi ánægjustund fyrir þau sem þér þykir vænt um.

Skoðaðu úrval gjafabréfa

hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.