RIFF 2025 - Skýrsla

Page 1


SKÝRSLA OG ÞAKKIR

FYRIR SAMSTARFIÐ

RIFF 2025 Í TÖLUM

Fjöldi heimsfrumsýninga

11 33 71 90 500 hátíðardagar + viðburðir allt árið

íslenskar myndir Meira en mynd í fullri lengd

320 Um Bransadagagestir

25.700Um gestir

sjálfboðaliðar frá 26 löndum sýningar

200erlendir gestir

29 Rúmlega starfsmenn og 20 starfsnemar

HRÖNN MARINÓSDÓTTIR STJÓRNANDI

RIFF

RIFF 2025 er að baki og þakklæti og stolt er mér efst í huga á þessum tímapunkti. Ég er stolt af hinu frábæra teymi sem stendur að baki RIFF og vinnur hörðum höndum að því að bera á borð frábæra hátíð fyrir bíógesti. Það á við jafnt um fast starfsfólk hátíðarinnar, starfsnemana okkar og sjálfboðaliða. Það er í mörg horn að líta og fólkið okkar er svo dýrmætt, svo frábært. Ég er einnig ákaflega stolt af úrvali mynda í dagskrá RIFF 2025 sem var einstaklega gott. Það er ekki aðeins okkar tilfinning heldur hefur endurgjöf frá áhorfendum verið á einn veg. Dagskráin í ár, heimildarmyndir jafnt sem leiknar, höfðu áhrif, vöktu umtal og skópu minningar. Þá er ég stolt af því að RIFF skuli geta sýnt í hinu sögulega kvikmyndahúsi Háskólabíó, heimahúsi RIFF, en okkur hjá hátíðinni þykir algerlega nauðsynlegt að halda þar bíóhefðinni gangandi nú þegar kvikmyndahús borgarinnar hafa lokað dyrum sínum eitt af öðrum. Illu heilli sér ekki enn fyrir endann á þeirri óheillaþróun.

Á hinn bóginn erum við hjá RIFF þakklát fyrir allan stuðninginn og velviljann sem við finnum fyrir í aðdraganda hátíðar, nú sem fyrr. Á rúmlega 20 árum hefur hátíðin byggt jafnt og þétt upp traust og það skilar sér í ómetanlega dýrmæti samstarfi við opinbera aðila, svo sem ráðuneyti menningarmála og RÚV, en ekki síður starfseiningar úr einkageiranum á borð við fjárfestingafélagið AZTIQ og hótelkeðjuna Iceland Collection by Berjaya. Frábært samstarf okkar við alla þessa aðila og svo miklu fleiri gerir RIFF mögulega á hverju ári. Þá eru við sem að baki hátíðinni stöndum innilega þakklát fyrir áhorfendur sem koma þúsundum saman á RIFF á hverju ári og fylla sali Háskólabíós af lífi, taka þátt í samtali eftir sýningar og njóta saman sérviðburðanna. Takk til ykkar!

Allt framangreint myndar saman hinn einstaka kvikmyndaviðburð sem RIFF er. Hátíðin 2025 heppnaðist frábærlega og við hlökkum til að sjá ykkur á RIFF 2026. Takið dagana 24.september til 4.október frá.

FRÉDÉRIC BOYER

DAGSKRÁRSTJÓRI RIFF

Að stýra dagskrá RIFF er fyrir mér afar persónuleg reynsla sem hefur mótast af mörgum árum með hátíðinni. Ég met mikils það frelsi sem mér er veitt við val á myndum, og á hverju ári sé ég hvernig áhorfendur fylgja og fagna dagskrárvalinu. Viðtökurnar í “spurt og svarað” eru líka sérstaklega gefandi. Fólk kemur tilbúið til að taka þátt, tilbúið til að sökkva sér í myndir sem það hefur aldrei séð áður, allt frá tormeltum framúrstefnumyndum til aðgengilegri og vinsælli mynda–sem reyna samt bæði á hug og hjarta.

Síðustu tvö ár hef ég fundið fyrir enn sterkari tengingu milli dagskrárstýringar okkar og áhorfenda, og það minnir mig á andann sem ég hef alltaf dáðst að á hátíðum á borð við New Horizons í Wroclaw eða Karlovy Vary. Hér er raunverulegur áhugi á að heyra kvikmyndagerðarfólk tala um verk sín, og sá áhugi er einn af styrkleikum RIFF. Ég reyni að virða það með því að tryggja breidd landa, radda og kvikmyndastíla, því áhorfendur okkar eru einlæglega forvitnir og verðskulda þessa fjölbreytni.

Við fáum stöðugt sterk viðbrögð við íslenskum frumsýningum líka, og það er hvetjandi að sjá hve ríkan sess þær eiga innan dagskrár RIFF. Að móta þetta úrval mynda á hverju ári með dagskrárteyminu er uppspretta stolts og gleði fyrir mig. Það er forréttindi að móta RIFF saman og finna kraftinn frá áhorfendum sem vex með okkur.

STARFSFÓLK RIFF

STJÓRNANDI

Hrönn Marinósdóttir

FRAMLEIÐANDI

Þorbjörg Jóhannsdóttir

MEÐFRAMLEIÐENDUR

Margrét Erla Þórsdóttir

Saga Ísold Eyste nsdóttir

DAGSKRÁRSTJÓRI

Frédéric Boyer

UMSJÓN MEÐ DAGSKRÁ

Ana Catalá

AÐSTOÐ

Clara Bellamy

Gus Edgar-Chan

DAGSKRÁRRÁÐ

Ana Catalá

Frédéric Boyer

Hrönn Marinósdóttir

Pedro Emilio Segura Bernal

RITSTJÓRI

Jón Agnar Ólason

AÐSTOÐ

Ármann Pétursson

KYNNINGAR- OG MARKAÐSDEILD

Jón Agnar Ólason

Ármann Pétursson

Una Schram

AÐSTOÐ

Anna Bet eja

PRÓFARKALESTUR

Ármann Pétursson

Maja Anita Jankowska

LISTRÆNT ÚTLIT

Krot & Krass

GRAFÍSK HÖNNUN OG UPPSETNING

Klara Karlsdóttir

AÐSTOÐ

Julia Giza

Klára Tylčerová

Mathis Vansantberghe

Nele Willenbr nk

Vala Birgisdóttir

LISTRÆN HÖNNUN Í HÁSKÓLABÍÓI

Dóra Einarsdóttir

UMSJÓN MEÐ SAMFÉLAGSMIÐLUM

Denisa Deac

AÐSTOÐ

Hugo Dasset-Marlier

Jana Behrens

Katja Folkendt

UMSJÓN SÉRVIÐBURÐA

Margrét Erla Þórsdóttir

Ó öf Agnes Arnardóttir

BRANSADAGAR

Maja An ta Jankowska

Saga Ísold Eysteinsdóttir

UMSJÓN GESTASTOFU

Maria Halina Barańczyk

AÐSTOÐ

Jennifer Fritz

UMSJÓN MEÐ HÁSKÓLABÍÓI

Kolbeinn Rastrick

TÆKNI- OG SÝNINGARDEILD

Petter Trønsdal

Sverre Matias Smith

Jenn Raptor

Atli Sigurjónsson

UMSJÓN MEÐ SÝNINGAREINTÖKUM

Jenn Raptor

MIÐASALA

Jóhanna Jórunn Arnarsdóttir

VEFSTJÓRI

Ármann Pétursson

VEFHÖNNUN

Irene Smykla Jiménez

VERKEFNASTJÓRI UNGRIFF

Hlökk Þrastardóttir

UMSJÓN MEÐ BARNADAGSKRÁ

Pedro Emi io Segura Bernal

UMSJÓN MEÐ TALENT LAB

Hrafnkell Stefánsson

AÐSTOÐ

Michelle Pröstler

SAMSTARFSSKÓLAR

Borgarholtsskóli Fjölbrautaskólinn í

Ármúla

RIFF TV

Guðmundur Gíslason

BÍLSTJÓRI OG “HLAUPARI”

Guðmundur Gíslason

DAGSKRÁRRÁÐS UNGA

FÓLKSINS

Ar na Vala Artúr Siuzev Guðnason

Egill Gauti Harpa Hjartardóttir

Ísadóra Ísfeld Ísak Hinriksson

Melkorka Gunnborg Nadía Hjálmarsdóttir Nikulás Tumi Skúl

Thayer Una Schram

UNGMENNARÁÐ UNGRIFF

Karólína Erlendsdóttir Sigurrós

Soffía Daðadótt r

KLIPPARAR

Magnús Orri Arnarson Nikulás Tumi

Hlynsson Vala Birgisdóttir

LJÓSMYNDARAR

Gadzu Lukáš Centek Magnús Orri

KVIKMYNDAGERÐ

RIFF hefur lokið við 22. útgáfu sína og við þökkum fyrir frábærar viðtökur. Enn og aftur sýnir aðsókn á myndirnar sem við sýndum að það er áhugi á framsækinni og ferskri kvikmyndagerð og það skiptir ekki máli á hvaða tungumáli sagan er sögð, svo fremi sem hún hreyfir við áhorfendum. Þetta endurspeglar starf RIFF allt frá hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2004 og það verður áfram leiðarljósið okkar. Við ætlum að halda áfram að segja sögur – sterkar, áhrifaríkar, og eftirminnilegar.

Við höfum verið spurð hvort kvikmyndahátíðir eigi enn rétt á sér hér norður við heimskautsbaug, bæði vegna landfræðilegrar legu Íslands og vegna hins stóraukna úrval afþreyingar sem áhorfendum stendur til boða á streymisveitum Þurfum við að efna til kvikmyndahátíðar nú á dögum? Við myndum auðvitað svara þeirri spurningu hátt og snjallt með “Já!” en í raun þurfum við ekki að svara; áhorfendur gera það fyrir okkur. Með því að fjölmenna á bíó, með því að fylla sérviðburðina okkar svo færri komust að en vildu, með því að taka svo virkan þátt í Q&A í kjölfar sýninga að viðstöddu kvikmyndagerðarfólkinu, og með því að fjölmenna á meistaraklassa til að hlusta, upplifa og læra af þeim sem komu með áhugaverðar kvikmyndir á RIFF 2025.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir Anton Corbijn, heiðursverðlaun RIFF 2025 fyrir framúrskarandi listræna sýn

Reynslan hefur sýnt að það hefur borgað sig fyrir RIFF að halda sig við uppleggið sem hefur verið leiðarljós hátíðarinnar frá byrjun; að setja framsækna kvikmyndagerð í öndvegi, að vekja athygli á nýjum og ferskum röddum með því að einskorða keppnisflokkinn–sem réttilega er nefndur Vitranir–við fyrstu eða aðra kvikmynd leikstjóra, og að vera gluggi út í heim fyrir það sem best er gert ár hvert í íslenskri kvikmyndagerð. RIFF verður aldrei með jafn langan rauðan dregil og Cannes, sama áhorfendafjölda og Toronto eða jafn margar stjörnur í hvalaskoðunarbátunum eins og eru í gondólunum í Feneyjum. En við gerum það sem við höfum alltaf gert; við bjóðum upp á persónulegt samtal kvikmyndagerðarfólks og áhorfenda; við bjóðum upp á nánd og afslappað andrúmsloft sem er laust við tilgerð og tilstand; við bjóðum upp á hlýlega upplifun þar sem fólk kynnist í stemningu sem endurspeglar það sem segir í Hávamálum, að maður er manns gaman. Einmitt þetta hefur fengið margt af áhugaverðasta kvikmyndagerðarfólki samtímans til að koma til Reykjavíkur í haustskammdegið í lok september. Þetta er ekkert að fara að breytast–við munum halda okkar striki. Þó haustveðrið sé óútreiknanlegt þá er RIFF söm við sig.

Við ætlum því að halda áfram að segja og sýna sögur, eins og okkur Íslendingum er í blóð borið. Sem betur fer vill fólk alltaf heyra góða sögu, sagða með áhugaverðum hætti. Fólk vill fá framsækna kvikmyndagerð og hana munum við sýna áfram. Sjáumst árið 2026!

Hversu ánægð/-ur varstu með fjölbreytni og úrval kvikmynda í dagskránni?

RIFF 2025 | AÐSÓKN OG UMFJÖLLUN

Aðsókn á RIFF 2025 var með besta móti en um 25.700 manns sóttu kvikmyndasýningar og tengda viðburði auk námskeiða og skólasýninga sem haldin voru á árinu víða um land land. Hátíðina sjálfa í lok september sem er hápunktur ársins sóttu um 13.200 manns. Það jafngildir

2% aukningu í aðsókn milli ára. Gestir á öllum aldri sóttu RIFF heim en sem fyrr er ungt fólk stærsti hluti gestanna. Þetta rímar við þróun síðustu ára og í ár bauð RIFF upp á sérstaka passa annað árið í röð fyrir yngri aldurshópa, U30 og U20, sem seldust áfram vel. Ljóst er að þessir aðgöngupassar eru komnir til að vera og við komum þannig áfram til móts við unga fólkið

Umfjöllun um RIFF, í aðdraganda hátíðardaganna og meðan á henni stóð, var framúrskarandi í ár. Fréttir af RIFF voru á stóru vefmiðlunum–mbl.is, ruv.is og vísi.is–upp á hvern dag að heita má og þá birtust viðamikil viðtöl við heiðursgesti í helstu miðlunum; opnuviðtöl á prenti í Morgunblaðinu, sjónvarpsviðtal á RÚV og svo á vefnum Vísir is Erlendir miðlar sóttu að vanda hátíðina heim og gerðu henni skil í kjölfarið:

“A wealth of world cinema hit the screens during the 22nd Reykjavik International Film Festival [ ] the 10-day event offered audiences a unique look at film history through its blend of new festival hits and a stream of visiting auteurs ”

“The 22nd edition of the Reykjavík International Film Festival, RIFF, which unspooled from 25 September to 5 October, once again confirmed the Icelandic event’s dual identity as a key fixture on the autumn calendar for both audiences and the Northern European film industry at large.”

Davide Abbatescianni, Nordisk Film & TV Fond

Fylgjendum á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook fjölgaði um 2000 milli ára og til að standa undir þeirri aukningu var mikill metnaður lagður í efnisgerð og birtingar af hálfu samfélagsmiðlateymis RIFF. Sem fyrr setur kvikmyndagerðarfólk sem fær mynd sína til sýninga á RIFF upplýsingar um það á sínar síður á samfélagsmiðlum og ljóst að tenging við RIFF þykir upphefð í heimi kvikmyndanna. Þarna er áratuga uppbyggingarstarf aðstandenda hátíðarinnar að sýna sig, nokkuð sem þarf að byggja upp áfram og hlúa að í framtíðinni. Tækifærin framundan eru ótalmörg og áfram verður megináhersla RIFF fólgin í því að færa landsmönnum framsækna kvikmyndagerð sem annars kæmi ekki fyrir sjónir þeirra, beina kastljósinu að ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki og skapa vettvang til tengslamyndunar fyrir innlenda kvikmyndagerðarmenn.

BRANSADAGAR RIFF

Hinir árlegu Bransadagar RIFF voru settir miðvikudaginn 1 október Um 340 fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn komu að utan og tóku þátt í dagskránni. Á „Verk í vinnslu“ voru íslenskar og færeyskar kvikmyndir og þáttaraðir kynntar fyrir alþjóðlegum sölu- og dreifingaraðilum í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð. Þeirra á meðal voru sjónvarpsserían Bless Bless, Blesi (Death of a Horse), heimildarmyndirnar Ferlið hans Bubba og Litir, og færeyska kvikmyndin Anda.

Þrennar pallborðsumræður fóru fram þar sem innlendir og erlendir fagaðilar komu saman til að ræða hvernig gagnrýnendur og dagskrárstjórar móta kvikmyndamenningu; hvaða tækifæri og áskoranir felast í norrænu samstarfi í kvikmyndagerð og stöðu kvenna í heimi kvikmyndanna í dag. Það voru einnig haldin fjölmörg meistaraspjöll með öllum heiðursgestunum, þar á meðal um margmiðla meistaraspjall með Anton Corbijn fyrir fullum sal 1 í Háskólabíó.

Loks voru haldin samtöl til áhrifa (e. Impact Talks) í tengslum við sýningar á myndunum í flokknum Önnur framtíð en þær fjalla allar um aðkallandi samfélagsleg og umhverfistengd málefni Markmiðið var sem fyrr að efna til málefnalegra umræða um hvernig myndirnar gætu nýst sem tæki til að knýja fram samfélagslegar umbætur.

Laugardaginn 4. október var farið í sérstaka Bransadagaferð þar sem gestir fengu m.a. tækifæri á að heimsækja gamla tökustaði við Þórufossa og víðar, fara í sjóböðin við Hvammsvík til að eiga afslappað spjall, byggja tengslanetið og kynnast hvert öðru betur, en fátt er betur til þess fallið en einmitt sú berskjöldun sem fylgir heitum böðum og er svo snar þáttur í íslenskri hefð og samfélagssögu.

Hversu mikilvæga telur þú RIFF vera fyrir menningarlíf Reykjavíkur?

TALENT LAB VINNUSMIÐJAN

Talent Lab vinnusmiðjan hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem hluti af RIFF og var því vel sótt að vanda. Þar komu saman alþjóðlegur hópur sem taldi á fjórða tug efnilegs ungs kvikmyndagerðarfólks. Á vinnusmiðjunni fengu þátttakendur að hlýða á fagfólk úr íslenska kvikmyndabransanum og einnig að sitja sérstakar málstofur með heiðursgestum hátíðarinnar. Markmið þessarar fimm daga smiðju er að aðstoða þátttakendur við að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Valdir þátttakendurnir áttu svo mynd í keppnisflokknum Gullna eggið. Kanadíski leikstjórinn Brendan Prost reyndist hlutskarpastur í flokknum og hreppti hnossið fyrir mynd sína Fadeaway og var dómnefndin einróma um val sitt

Umsagnir frá þátttakendum:

„The RIFF Talent Lab was a rich, rewarding professional development opportunity that introduced me to a range of inspiring industry voices. It was an immersive introduction to the European film market, and the beautiful nation of Iceland, that I won’t soon forget.”

„Participating in RIFF Talent Lab provided me with interactive sessions, connecting with insightful mentors, networking opportunities and amazing time in Iceland Making new friends in the beautiful city of Reykjavik was a special experience on its own, and well worth the time and cost Michelle and Hrafnkell were extremely supportive. They took time and went above and beyond to accommodate participants’ needs and requests, and helped us connect with industry professionals as much as possible. Hrafnkell gave amazing feedback on my pitch deck on oneon-one meeting. RIFF Talent Lab was an unforgettable experience!”

OG UNGA FÓLKIÐ

RIFF hefur alla tíð lagt sig fram við að vera með metnaðarfulla barna- og ungmennadagskrá. Í ár var UngRIFF, sérstök hátíð fyrir yngstu áhorfendurna, haldin formlega í þriðja skiptið.

Hátíðin var sett í Smárabíói 24. september og var vel yfir 1000 grunnskólabörnum í Reykjavík boðið til að horfa á opnunarmyndirnar tvær, tékknensku hreyfimyndina Stór í sniðum eftir Kristina Dufková, og dönsku unglingamyndina Hunang eftir Natasha Arthy. Ólafur S.K. Þorvaldz leiklas Stór í sniðum í Upptekinu með Gunnari Árnasyni en Fríða Þorkelsdóttir þýddi yfir á íslensku. Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, var viðstödd opnunina og veitti KrakkaRÚV sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til íslenskrar barnamenningar.

Starf UngRIFF felst í nánu samstarfi við börn og ungmenni m.a. með því að halda námskeið og sýna kvikmyndir í skólum um allt land allt árið um kring, en í ár sýndum við einnig myndir á Amtsbókasafninu á Akureyri og Héraðsbókasafni A-Hún á Blönduósi og til stendur að halda skólasýningar í Herðubíó á Seyðisfirði. Lögð er áhersla í hvívetna á hugtakið samsköpun, e. cocreation.

UngRIFF er meðlimur í NoJSe, samstarfi 5 norræna barnahátíða og fundað er mánaðarlega fyir árið auk þess sem haldnar eru vinnustofur og unnin að sameiginlegri dagskrárgerð Smiðjur voru skipulagðar á Vesturlandi og á Vestfjörðum í samstarfi við Púkann og í Norrænahúsinu þar sem börnum var boðin þátttaka að kostnaðarlausu í námskeið sem kenndi undirstöðuatriði kvikmyndagerðar. Til stendur að hafa fleiri smiðjur í samstarfi við BRAS á Austfjörðum í nóvember og með Púkanum á næsta ári Fjöldi skólasýninga voru einnig í Smárabíói, Háskólábíói og Norræna húsinu ásamt sérviðburðum eins og pappamassasmiðja og hreyfimyndateiknismiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Myndir þú mæla með RIFF við vini?

Könnun meðal áhorfenda eftir RIFF 2025

Hin einkar vel heppnaða ljósmyndasýning frá RIFF 2025 í samstarfi með Isavia og 66°Norður var endurtekin í ár en með öðrum formerkjum. Í þetta sinn hét sýningin Lights – Camera – Iceland og átti einn fremsti og þekktasti landslagsljósmyndari Íslands, Páll Stefánsson, heiðurinn af myndunum sem sýndu nokkra af þekktustu tökustöðum hérlendis fyrir erlend kvikmynda- og sjónvarpsverkefni, séð með augum Páls. Myndirnar voru settar upp í Leifsstöð annars vegar og í Háskólabíói hins vegar og vöktu mikla athygli á báðum stöðum.

Á RIFF 2025 var sýndur í þriðja skiptið flokkur undir yfirskriftinni Sjö sniðugar. Þar er á ferðinni samstarfsverkefni RIFF og sex annarra alþjóðlegra kvikmyndahátíða; New Horizons í Póllandi, IndieLisboa í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku, Kvikmyndahátíð Transilvaníu, FILMADRID á Spáni og loks Kvikmyndahátíðin í Vilníus. Í flokknum voru sýndar sjö alþjóðlegar verðlaunamyndir eftir upprennandi leikstjóra frá hverju þátttökulandi fyrir sig. Leikstjórarnir ferðast með myndir sínar milli allra hátíðanna og þarna skapar RIFF því dýrmætt tækifæri fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk til að ferðast milli landa og koma sér og verkum sínum á framfæri.

Smart7-dómnefndin er skipuð ungu kvikmyndaáhugafólki frá öllum þátttökulöndum, þar á meðal frá Íslandi.

RIFF 2025 beindi sjónum bíógesta að svissneskri kvikmyndagerð og voru á annan tug mynda sýndar á hátíðinni sem gáfu til kynna það ferskasta í svissneskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Í flokknum var að finna myndir sem þegar höfðu gert það gott á kvikmyndahátíðum á meginlandinu ásamt þéttum flokki svissneskra stuttmynda. Frá Sviss komu líka þrír heiðursgestir á RIFF 2025, þau Ursula Meier og svo tvíburarnir Ramon og Silvan Zürcher. Myndir þeirra voru sýndar á hátíðinni og þau tóku þátt í meistaraspjalli í kjölfarið.

HJARTA RIFF

Aðalsýningarstaður RIFF 2025 var Háskólabíó, eins og verið hefur undanfarin ár, enda hentar þetta sögufræga kvikmyndahús frábærlega til sýninga á hátíðinni vegna aðbúnaðar og staðsetningar í miðborg Reykjavíkur. Eins og á síðasta ári var opna rýminu í kring um veitingasöluna breytt, í samstarfi við Góða hirðinn, í notalegu setustofu meðan á RIFF stóð. Gestir RIFF nýttu svæðið vel yfir hátíðina, sátu þar, fengu sér hressingu á „Rabbabarnum“ og röbbuðu saman milli sýninga. Þar fóru einnig fram fjölbreyttir viðburðir meðan á hátíðinni stóð, svo sem byrjendadanstími í brasilísku zouk, „Drink & Draw“ þar sem gestum hátíðarinnar bauðst að teikna eða vatnslita sitt eigið bíómyndaplakat gegn afslætti á Rabbabarnum, hraðstefnumót fyrir X-kynslóðina sem lukkaðist með eindæmum vel; DJ Set með hinum finnska Juhani sem lék raftónlist frá Norður-Finnlandi í kjölfarið á sýningu tónlistarmyndbanda frá Oulu Music Film Festival, og loks tölvuleikjasýningu á Echoes, nýjasta leik Myrkur Games. Þá var þar settur upp hluti ljósmyndasýningarinnar „Lights – Camera – Iceland“ eftir Pál Stefánsson í samstarfi við 66°Norður (hinn hlutinn var settur upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í samstarfi við Isavia).

Einnig fóru sýningar og viðburðir fram í Norræna húsinu, sem hefur verið samstarfsaðili RIFF til fjölmargra ára. Bransadagar RIFF fóru þar einnig fram ásamt margvíslegu meistaraspjalli og hinni árlegu og alþjóðlegu Talent Lab smiðju.

Hvernig var heildarupplifun þín af RIFF 2025

Könnun meðal áhorfenda eftir RIFF 2025

RIFF hefur fyrir löngu skapað sér nafn á hinu alþjóðlega sviði sem óhefðbundin kvikmyndahátíð sem fer sínar eigin leiðir. RIFF hefur mótað sterka og einstaka ímynd í huga áhorfenda, erlendra gesta og fagfólks í heimi kvikmyndanna. og skapað sér þannig margvíslega sérstöðu meðal kvikmyndahátíða.

RIFF hefur alltaf lagt áherslu á að skapa einstakar kvikmyndaupplifanir, og ár hvert býður hátíðin upp á fjölda sérviðburða. Í ár stóð RIFF fyrir tvennum matartengdum upplifunum, Smakkbíó í samstarfi við Ramen Momo þar sem sýndur var núðlu-vestrinn Tampopo, og Sjónrænni matarveislu í samstarfi við Plöntuna Bistro þar sem sýndur var ítalski mataróðurinn Big Night í leikstjórn Stanley Tucci Þá gafst hugrökkum áhorfendum tækifæri á að upplifa hryllingsmyndina The Descent í Raufarhólshelli í Hellabíói RIFF í samstarfi við Lava Tunnel, og glamúrþyrstir og uppáklæddir gestir dreyptu á kampavíni og hlustuðu á lifandi tónlistarflutning Sigríðar Ástu og búbblubandsins yfir dans- og söngvamyndinni Pal Joey.

Það þarf ótalmörg handtök til að skapa viðburð á borð við RIFF og við eigum öllum frábæru starfsnemunum og sjálfboðaliðunum sem koma til Reykjavíkur ár hvert til að vinna við hátíðina mikið að þakka. Þetta ómissandi unga fólk kemur frá ýmsum löndum og ljær vinnustaðnum svo skemmtilega alþjóðlegan blæ, og eiga það sammerkt að vera lífsglöð, skapandi og með óslökkvandi áhuga á því að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi. Sum koma aftur og aftur til að vinna við RIFF og við hlökkum til að taka á móti þeim á hverju ári.

Umsagnir nokkurra starfsnema frá RIFF 2025:

„I want to say that I’m EXTREMELY grateful for this amazing time in the office. You are the kindest people on Earth, and it was pure pleasure working with you all.“

Anna Betleja, Poland

„I truly enjoyed being in your presence and at this beautiful festival. Take care!“

Lukáš Centek, Slovakia

„Icould not be any happier with the team, every single one of you will be remembered in my mind for very very long time and I thank every single one of you forsuch a great time and amazing work we have all done!“

Gadzu Maňuch, Czechia

„Itwas very nice to have met everyone and it was truly a pleasure working with you all!“

Jennifer Fritz, Germany

„I’m so grateful for the beautiful three months I spent in Iceland, it was amazing to experience working at RIFF with so many great people in the team. I’ve been home for more than a week now, but in my mind I am still in Reykjavík :)“

Klára Tylcerova, Czechia

Þó mest sé um að vera dagana 11 meðan á hátíðinni sjálfri stendur þá er RIFF með starfsemi í gangi árið um kring. RIFF stendur fyrir skólasýningum landið um kring ásamt vinnustofum og fræðsluverkefnum sem miða að samsköpun, inngildingu og síðast en ekki síst, kennslu í kvikmyndalæsi. RIFF býður börnunum upp á fjölbreytta kvikmyndadagskrá frá öllum heimshornum, með kvikmyndum sem venjulega eru ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndirnar fjalla oft um félagsleg, umhverfis- og æskulýðsmál og kveikja umræður eftir sýningar. Markmið okkar er að hvetja ungmenni til að vera lausnamiðuð þegar þau mæta áskorunum og auka um leið lýðræðislega þátttöku.

Einnig er UngRIFF, kvikmyndahátíð unga fólksins, meðlimur í NoJSe sem er samstarf 5 norrænna barnahátíða og fundað er mánaðarlega yfir árið auk þess sem haldnar eru vinnustofur og unnin að sameiginlegri dagskrárgerð. Með því að dreifa viðburðum yfir árið stuðlum við að auknu aðgengi, lengri líftíma kvikmyndadagskrár og sterkari kvikmyndamenningu á Íslandi.

Hátíðin hefur staðið fyrir kvikmyndagerðanámskeiðinu Stelpur filma! ætlað stúlkum og kynsegin síðan 2015, ásamt Krakkar filma! námskeiðinu fyrir börn á landsbyggðinni Í maí bauð RIFF sænska leikstjóranum Loran Batti til landsins, og stóð fyrir skólasýningu á heimildarmyndinni G-21 Sena frá Gottsunda í Sambíóunum Álfabakka og Háskólabíó fyrir nemendur unglingadeilda höfuðborgarsvæðisins. Í kjölfar sýninganna átti Loran í opnu samtali við unglinganna.

Þá er RIFF í virku samstarfi við erlendar kvikmyndahátíðir víða um heim, árið um kring, m.a. til ráðgjafar varðandi sýningar á íslenskum kvikmyndum á erlendri grund. Þar á meðal má nefna alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Shanghai, New Horizons í Wrocław í Póllandi og kvikmyndahátíðina í Bamberg í Þýskalandi.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur fylgir ítarlega hinum fjölþættu stefnum sem starfsfólk RIFF hefur mótað um starfsemina á undanförnum árum. Umhverfisstefnan tiltekur sjálfbærnimarkmið RIFF og þau skref sem hátíðin hefur markað sér til í átt að grænni framtíð. Mannauðsstefnunni er ætlað að stuðla að góðum starfsanda og starfsskilyrðum þar sem virðing og jafnrétti einkennir öll samskipti. Lögð er áhersla á að skapa jákvæða vinnustaðamenningu, með sterkri liðsheild, tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 2025 tókst í alla staði með ágætum og við hjá RIFF horfum um öxl með einlægt þakklæti í huga. Margt kemur til að hátíðin var svo vel heppnuð sem raun bar vitni; dagskráin hefur sjaldan verið jafn sterk og hún var í ár, mikil aukning var í umferð á samfélagsmiðlum hátíðarinnar, heiðursgestir voru einstaklingar í fremstu röð framsækinnar kvikmyndagerðar og fjölmiðlaumfjöllun með allra besta móti. En þegar allt er sett upp á strik er velgengni RIFF að stórum hluta okkar ómetanlegu samstarfsaðilum að þakka. Án þeirra væri engin leið að gera þennan stærsta kvikmyndaviðburð hvers árs á Íslandi að veruleika

Bakhjarlar RIFF, fjárfestingafélagið AZTIQ og hótelsamstæðan Iceland Hotel Collection by Berjaya, eru sem fyrr með okkar mikilvægustu samstarfsaðilum. Þá á RIFF því láni að fagna að hafa starfað um langt árabil með traustum aðilum á borð við RÚV, Hertz, Luxor, TVG Zimsen og Íslandsstofu Reykjavíkurborg og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hafa ennfremur styrkt rekstur hátíðarinnar ásamt fjölmörgum öðrum aðilum. RIFF stendur styrkum fótum að lokinni 22. útgáfu sinnar og við horfum full eftirvæntingar og tilhlökkunar fram á veginn.

Sjáumst á næsta ári!

24. sep - 4. okt 2026

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
RIFF 2025 - Skýrsla by Reykjavík International Film Festival - Issuu