10 minute read

2 .Hvernig á að þróa eigin seigluþjálfun á netinu og í staðnámi

Seigluþjálfun í staðnámi

Það er augljós ávinningur og kostur að bjóða upp á staðnám, miðað við sjálfsnám á netinu, einkum hvað varðar þátttöku, skuldbindingu, og hvatningu þeirra nemenda sem taka þátt í þjálfuninni. Í samanburði við netnám er yfirleitt minni truflun og meiri hópavinna þar sem auðveldara er að túlka hegðun, hugsanir og tilfinningar annarra.

Advertisement

Ennfremur er enginn háður stöðugri nettengingu til að taka þátt í rauntíma.

Í eftirfarandi umfjöllun er farið dýpra í hvernig skipulag seigluþjálfunar gæti litið út, hvaða þætti þarf að huga að fyrir utanaðkomandi þjálfun og hvaða þætti slík þjálfun þarf að fela í sér.

A Sta A

Nokkraralmennarkröfurumstaðnám:

Í samanburði við netþjálfun eru þátttakendur ekki heima heldur saman í einu herbergi. Aðstaðan þarf að vera nógu rúmgóð til að öllum þátttakendum líði vel. Annað sem þarf að huga að er: bergmál, rafbúnað (skjávarpi, tölvur, hátalara o.s. frv.) og hitastig.

T Mi Dags

Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða tími dags hentar best fyrir þjálfun Gott er að hafa í huga að þjálfun fari ekki fram of snemma dags eða seint á kvöldin, að þjálfun nái ekki langt inn í hádegis- né kvöldverðarhlé og alls ekki inn í lögboðin frítíma. Ef um er að ræða þjálfun sem telur 3+ klst, er mælt með því að setja hádegis-/kvöldverð inn í námstímann: t.d. 3 klst þjálfun + 1 klst hádegishlé + 2 klst þjálfun.

T Malengd

Heildarlengd þjálfunar: Hversu lengi heldur þú athygli og viðheldur hvatningu til náms ? Það kemur alltaf að því að athygli þátttakenda minnkar og þreyta gerir vart við sig og þátttakendur geta ekki lengur tekið við meiru þann daginn Mælt er með því að skipuleggja heildartímann í samræmi við fyrri reynslu eða innihald námskeiðsins og aðlaga að hópnum: t.d. gætu foreldrar eða forráðamenn ekki haft nema hálfan daginn til náms.

Hl

Eitt að því sem getur hjálpað til við að hvetja þátttakendur og halda þeim áhugasömum eru regluleg hlé Það þýðir ekki að það eigi að vera hlé á klukkutíma fresti heldur með hæfilegu millibili. Gott er að hafa eitt kaffihlé á morgnanna og eitt síðdegis (utan hefðbundins hádegis- og kvöldverðatíma). Hlé eru venjulega góð eftir að hafa lokið verkefni eða eftir innlögn á námsefni. Það gefur þátttakendum tíma til að melta efnið fyrir næstu skref.

Hér er tillaga að því hvernig má skipuleggja nám (fyrir heilan dag):

T Malengd

15 mín.

30-45 mín. 10 mín. 1 klst.

1 klst.

1 klst. 10 mín.

Innihald

Þátttakendur boðnir velkomnir og kynning á kennslu og æfingum.

1 klst.

15 mín.

Létt æfing til að þátttakendur kynnist efninu og hvort öðru.

Hlé

Æfing 2 + Yfirferð æfingar

Hádegishlé

Æfing 3 + Yfirferð æfingar

Hlé

Æfing 4 + Yfirferð æfingar

Samantekt og niðurstöður dagsins

Spurningar og svör

Ef þjálfunin tekur meira en einn dag er ráðlegt að hafa styttri kynningu á efni dagsins og fara strax í æfingar. Það er ekki nauðsynlegt að kynna efni dagsins á hverjum degi nema að efni þjálfunarinnar breytist mikið á milli daga.

N Msmat

Í lok síðasta þjálfunardags þarf að taka frá tíma, 10-20 mínútur, fyrir þátttakendur að fylla út námsmat þar sem þeir veita endurgjöf á kennslu og námsefni:

Ertu ánægð/ur með þjálfunina ?

Stöðst þjálfunin væntingar þínar ?

Hvað stóð upp úr í þjálfuninni ?

Hvað má bæta ?

Muntu nota námsefnið í framtíðinni ?

Námsmatið er hugsað til að þróa áfram námsefnið og kennsluna. Þetta er ekki hugsað sem almenn yfirferð yfir efnið.

Hvaða æfingar ættu að vera í þjálfuninn

Í staðnámi styðjast leiðbeinendur oft við glærur eða myndbönd með upplýsingum um æfingar í stað þess að kynna þær sjálfir. Ef þjálfunin er byggð upp þannig í staðnámi gæti hún allt eins verið sett upp sem netkennsla. Þegar um staðnám er að ræða er um að gera að nota tækifærið til að tala beint við þátttakendur, ekki í gegnum tölvuskjái og gera æfingar saman.

Æfingar sem mælt er með að nota í staðnámi:

Umræður og rökræður innan hópsins

Hlutverkaleikir eða hermt eftir aðstæðum

Skipst á reynslusögum og frásögnum (gefa möguleikann á víðtækari skynjun á tilfinningum og viðbrögðum sögumannsins)

Verklegar æfingar

Hópaverkefni ( t.d. sameiginleg teikning eða skapa eitthvað saman)

Ennfremur, í hléum geta þátttakendur yfirgefið kennslustofuna og fengið sér ferskt loft. Það skerpir einbeitinguna þegar hópurinn kemur saman aftur og kennsla hefst.

Seiglu netþjálfun

Þó að staðnám hafi ótvíræða kosti, er það ekki alltaf mögulegt.

Netþjálfun og -nám hefur sína kosti en áskoranirnar og hindranirnar sem tengjast netþjálfun ber að skoða áður og á meðan á þjálfun stendur til að ná fram réttum áhrifum og árangri.

Hvernig M Byggja

Upp Seiglu J Lfun

Líktogístaðnámiverðurleiðbeinandinnað hugaaðýmsumþáttumínetþjálfun:

A St Ur

Þar sem allir þátttakendur eru á netinu er engin ástæða fyrir stóru rými eða kennslustofu. Þátttakendur þurfa samt sem áður að hafa nægilegt pláss til að hreyfa sig um og án mikillar truflunar (s.s. fólk, síma, sjónvörp, gæludýr o.s. frv.).

T Mi Dags

Líkt og í staðnámi þarf að hafa í huga aðstæður hópsins þegar tímasetning þjálfunar er ákveðinn. Gott er að hafa í huga að þjálfunin má ekki hefjast of snemma né of seint, má ekki ganga of langt inn í hefðbundin hádegisog kvöldverðar hlé og alls ekki inn í lögboðin frítíma þátttakenda.

T Malengd

Að horfa á skjá tímunum saman tekur sinn toll af þátttakendum Leiðbeinandinn ætti að hafa í huga að æfingar og verkefni séu fjöbreytt til að halda athygli og áhuga þátttakenda Ef verkefnið dregst á langinn er mælt með að láta þátttakendur taka þátt með því að skrifa athugasemdir á netið, teikna í gegnum teikniborð til að breyta um skjáumhverfi hópsins.

Hlé eru nauðsynleg í netnámi. Það er mælt með því að hafa eitt hlé á morgnanna og eitt seinni partinn þegar um er að ræða heilan kennsludag, hvort hlé í ca 10-15 mínútur Í hléum er gott að þátttakendur rétti úr sér, fari út og fái sér ferskt loft og hreyfi sig Hléið ætti ekki að fara í að vafra um netið og sitja enn lengur fyrir framan skjáinn .

A Sta A Matur Og Drykkur St Ug Nettenging Og T Kni

Þar sem allir þátttakendur eru á netinu er engin ástæða fyrir stóru rými eða kennslustofu fyrir þátttakendur.

Þátttakendur þurfa samt sem áður að hafa nægilegt pláss til að hreyfa sig um og án mikillar truflunar (s.s. fólk, síma, sjónvörp, gæludýr o.s. frv.).

Það þarf að vera skýrt frá upphafi hvort þátttakendum sé heimilt að borða mat eða snarl á meðan á kennslu stendur.

Skuldbinding N Minu

Til að forðast óþarfa truflanir tengdar tæknimálum, þarf hver þátttakandi að vera með stöðuga nettengingu og netmyndavél með hljóði. Ef tölvan er ekki með myndavél eða hljóðnema er hægt að notast við snjallsíma. Leiðbeinandinn ætti alltaf að fara í gegnum það í upphafi náms hvernig nemendur tengjast, í gegnum tölvu eða síma, þar sem snjallsímarnir eru með minni skjá og ekki eins greinilegt að sjá á þá námsefnið eins og á tölvuskjám

Það getur gerst að meirihluti þátttakenda taki þátt í þjálfuninni að heiman. Þetta getur leitt til þess að þjálfunin virðist óformlegri og ekki eins fagleg. Þó að þetta sé þægilegt fyrir þá aðila sem þurfa að vera heima við þá getur þetta leitt til þess að þátttakendur far að tileikna sér ákveðið kæruleysi, t.d. mæta seinna, hætta fyrr, að taka lengri hlé en um var samið og slökkva á myndavélunum, allt til þess að sinna öðrum verkefnum. Leiðbeinandinn ber ábyrgð á að gera þátttakendum ljóst að þjálfunin er skuldbinding sem ber að taka af ábyrgð.

Það mun leiða til þess að þátttakendur munu meta námið betur er því lýkur því þau tóku þátt af áhuga og ábyrgð og tóku virkan þátt í þjálfuninni

Leiðbeinandinn þarf að skýra öll þessi atriði og kröfur fyrir þátttakendum áður en þjálfun hefst, til að tryggja að að það verði engin óþarfa truflun frá þátttakendum.

Leiðbeinandinn ætti alltaf að hafa í huga að nettengingar geta bilað, rafmagnið getur farið og hljóðnemar og netmyndavélar bilað.

Leiðbeinandinn ætti að halda ró sinni í aðstæðum sem þessum og reyna sitt að leysa þær eins vel og hægt er. Gott er að hafa í huga að slökkva og kveikja aftur á tækjum, tengjast aftur inn á fundinn getur oft lagað mikið.

Hvaða æfingar eiga að vera í þjálfuninni

Æfingar í staðnámi eru mjög frábrugðnar netþjálfun. Mælt er með eftirfarandi æfingum og aðferðafræði:

Hópumræður og rökræður: Hægt er að hefja umræður og rökræður með því að setja fram sameiginlegt teikniborð (t.d. Padlet) þar sem allir geta bætt skoðun sinni við spurningu eða fullyrðingu. Að því loknu les leiðbeinandinn upp setningarnar og hver þátttakandi getur tjáð álit sitt eða rætt frekar um það sem bætt var við. Þessi aðferð hvetur til þátttöku allra.

Annar valkostur getur verið að biðja hvern þátttakanda um að greiða atkvæði um mismunandi skoðanir og staðhæfingar og spyrja síðan mismunandi þátttakendur um sitt val.

Gagnvirk vinna: Netið býður upp á mikla möguleika til að gera sameiginlegar teikningar, klippimyndir, texta o.s. frv. Leiðbeinandinn getur notað þetta til að búa til samspil eða hópavinnu á meðan á þjálfun stendur.

Minni hópar: Hópvinna eða hópverkefni eru oft einfaldari á netinu ef hóparnir eru minni. Zoom býður upp á samtalsrás eða leiðbeinandinn getur beðið þátttakendur um að nýja rás til að ræða saman. Þetta er hægt að nota í hópavinnu, hópkynnigar eða umræður.

Síðan getur hópurinn komið saman aftur og smærri hóparnir kynna afrakstur vinnu sinnar með endurgjöf frá öðrum þátttakendum.

Hreyfing, hljóð og myndskeið eru aðferðir sem auðveldara er að nota í stafrænni kennslu. Ef leiðbeinandi vill nota þær á þjálfuninni þarf hann að hafa í huga:

Hafa þátttakendur nægjanlegt pláss til að hreyfa sig ?

Eru allir með stöðuga nettengingu til að hlusta á hljóð- eða myndbönd án bið eða tafa?

Að tryggja það að þátttakendur hafi nóg pláss til hreyfa sig þarf að vera tryggt fyrir þjálfunina. Ef nettengingin er ekki nógu sterk, þá eru hægt að senda myndbönd sem hlekk í netspjalli fyrir þátttakendur. Leiðbeinandinn ætti að ákveða tíma fyrir þátttakendur að horfa á myndböndin og koma svo aftur saman á hópfundi.

Kostir og gallar við seigluþjálfun í stað- og netnámi.

Eins og áður hefur komið fram eru margir kostir og gallar við staðog netþjálfun. Til að meta betur og öðlast yfirsýn yfir hvor aðferðin hentar betur þarf að hafa í huga:

Það að vera saman í stofu skapar aukinn áhuga og helgun meðal þátttakenda.

Aðstaða

Þátttakendur geta tekið þátt að heiman og sloppið við umferð og ferðatíma, auk þess sem þeim líður betur og eru öruggari heima

Tími og lengd

Staðnám leyfir lengri tíma fyrir hverja æfingu þar sem þátttakendur eiga í beinum samskiptum og geta átt samskipti um efnið sem gerir þá meira vakandi og eftirtektarsamari.

Netnám kallar á regluleg hlé en í staðinn má byrja fyrr og hætta seinna í þjálfun þar sem þátttakendur þurfa ekki að koma sér til og frá þjálfun.

Ennfremur verða matarhlé styttri þar sem þátttakendur eru heima og þurfa ekki að fara til að næra sig.

Myndbönd and myndefni

Á meðan myndbönd geta verið truflun í staðnámi þar sem athygli þátttakenda er á skjánum þá má prenta út myndefni sem hópurinn getur skoðað saman.

Myndbönd og myndefni eru góð leið í netnámi og góð leið til að halda athygli þátttakenda og auka fjölbreyttni námsaðferða.

Umræður og rökræður í hópum henta vel bæði í stað- og netnámi en þurfa að henta þeim viðfangsefnum sem verið er að vinna með.

Æfingar sem kalla á hreyfingu

Í staðnámi þá er alltaf kostur að brjóta þjálfunina upp með æfingum sem kalla á hreyfingu og gagnvirkni meðal þátttakenda, það ýtir undir athygli, er hvetjandi og viðheldur áhuga.

Æfingar sem kalla á hreyfingu geta einnig virkað vel í netnámi en þarf að aðlaga. Leiðbeinandi ætti að prófa æfinguna áður en hún er framkvæmd með þátttakendum.

Hvernig á að tryggja áhrif og sjálfbærni: : Hvort sem leiðbeinandinn stundar stað- eða netnám ætti öll þjálfun að uppfylla:

Inngang: kynning á viðfangsefninu og dagskrá og þátttakenda. Þetta ýtir undir meiri hvatningu, áhuga og skuldbindingu þátttakenda.

Regluleg og viðeigandi hlé

Gagnvirki: Æfingarnar ættu að vera gagnvirkar og grípandi og fá þátttakendur og stuðla að samskiptum og virkni. Ef æfingarnar ganga út á að leiðbeinandi tali stöðugt missa þátttakendur fljótt áhugann og hvatninguna og þjálfunin hefur minni áhrif.

Ígrundun: Allar æfingar verða að innihalda nokkurs konar ígrundun í lokin. Ef þátttakendur læra um eitthvað þurfa þeir að velta fyrir sér þeim lærdómi. Það stuðlar að sjálfbærni námsins auk þess að efla gagnrýna hugsun.

Samantekt: Til að tryggja réttan endi á þjálfun ætti hver þjálfun að innihalda samantekt á því hvað var lært þann daginn. Þetta gefur einnig tækifæri fyrir þátttakendur til að spyrja spurninga og tjá áhyggjur sínar.

Að hafa neðangreinda hluti með eykur gæði og áhrif hvers kyns þjálfunar. Til að tryggja sjálfbær áhrif þjálfunarinnar getur leiðbeinandinn:

Veitt frekari upplýsingar: Leiðbeinandinn getur veitt frekari upplýsingar og tengla sem nemendur geta skoðað til að fylgjast með efninu eða til að bæta enn frekar þekkingu sína í framtíðinni.

Afhent námsefni: Ef notuð voru vinnublöð eða annað námsefni ætti leiðbeinandinn að útvega þátttakendum þau, annað hvort stafrænt eða á pappír. Þannig geta þátttakendur skoðað efnið aftur í framtíðinni.

Ígrundun: Mælt er með ígrundunarlotum og ættu að vera fastur líður í þjálfuninni. Á sama tíma ætti ígrundun ekki bara að felast í

Já/Nei spurningum, t.d. “Heldurðu að þessi æfing hafi skilað árangri ?” heldur ætti hún að byggja á opnum spurningum sem kalla á persónulega ígrundun og svör. Nemendur þurfa að skilja hvað þeir lærðu eða, ef um hlutverkaleik var að ræða, að greina hvernig þessi æfing tengist lífi þeirra og hegðun.

Eftirfylgni með þátttakendum: Hvort sem það eru spurningar sem þátttakendur velta fyrir sér síðar eða snúa að viðhalda færni eða breyta hegðun, þá getur leiðbeinandinn ákveðið tíma með þátttakendum síðar. Þetta getur verið nokkrum vikum eða 1-2 mánuðum seinna, jafnvel með reglulegu millibili. Leiðbeinandinn getur lagt fyrir nýjar spurningar eða rætt við þátttakendur hvort þjálfunin hafi nýst þeim og hvernig þjálfunin nýtist í daglegu lífi.

3. Hvernig og hvar á að leita eftir stuðningi við að þróa og bjóða upp á seigluþjálfun

Til að bæta gæði, umfang og árangur þjálfunarinnar geta stofnanir og leiðbeinendur byggt upp tengslanet til að skiptast á upplýsingum, læra af hvor af öðrum eða styðja hvorn annan.

Hvernig á að meta gæði þjálfunarinnar

Þó að gæði eigin þjálfunar séu mikilvæg er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvað vandað og uppbyggilegt tengslanet getur hjálpað, en einnig að slæm ráð og tengslanet getur verið skaðlegt.

Tengsl við aðra leiðbeinendur

Tengsl við stefnumótandi aðila

Tengsl við aðila sem bjóða upp á nám