1 minute read

Leiðbeiningar um

“hvað má “ og

“hvað má ekki” í þjálfuninni

Advertisement

Við þjálfun á leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu er mælst til að leiðbeinendur séu hvattir til að skoða vel fyrir hverja námsefnið er og hvort að þau þurfi einhverja aðlögun að hópnum sem á að þjálfa.

Leiðbeinendur þurfa að aðlaga námsefni og uppbyggingu kennslunnar að þátttakendum. Sumir þátttakenda gætu haft reynslu af seigluþjálfun og verið opnir fyrir að læra meira á meðan aðrir eru skeptískir og þurfa að skilja tilganginn betur áður en þeir sannfærast um ávinning þjálfunarinnar. Sumir þátttakendur geta átt erfiðara með að læra en aðrir. Leiðbeinandinn þarf að geta tekið tillit til slíks og vera reiðubúinn að til að aðlaga ákveðin svið námsins og námsefnisins að þátttakendum.

Leiðbeinandi í fullorðinsfræðslu þarf að hafa reynslu af því að kenna og þjálfa fullorðna. Þegar þeir bjóða upp á seigluþjálfun þá skiptir máli að þeir séu að bæta við þekkingu sína samhliða því að þjálfa aðra en að þeir séu ekki að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsfræðslu. Leiðbeinandinn þarf að vera meðvitaður um að þröngva námsefninu ekki upp á þátttakendur. Þátttakendur sem glíma við streitu og seiglu þurfa ekki á aukið álag og ábyrgð heldur þarf það að vera val þátttakenda að nýta æfingarnar til að bæta lífsgæði sín.