1 minute read

1. Kynning á PAKKANUM

Þessi fræðslupakki var þróaður af aðilum innan “COPE-Learn to Cope and Grow” verkefnisins sem styrkt er af Erasmusplus Menntaáætlun Evrópusambandsins. Eflum seiglu Fræðslupakkinn hefur það að markmiði að styðja við starfsemi og samstarf símenntunarmiðstöðva með því að auka aðgengi þeirra að námsefni og aðferðum sem stuðla að valdeflingu einstaklinga á öllum aldri með seigluþjálfun sem stuðlar að aukinni aðlögunarhæfni og færni í að takast á við breytingar og óvissu.

Advertisement

Þessu markmiði verður best náð með því að kenna starfsfólki að kynna og kenna aðferðir við að efla seiglu. Helstu markhópar verkefnisins eru eftirtaldir: Starfsfólk fullorðinsfræðslu, símenntunarmiðstöðva, félagsmiðstöðva, menntasetra, félagasamtaka, stofnana ríkis og sveitarfélaga.

Fræðslupakkinn skiptist í tvo megin hluta:

Hagnýta notkun og kynningu á námsefninu

Tengsl og stuðning á milli þeirra sem nýta námsefnið