Bökunarbæklingur Nóa Síríus 2020

Page 1

BAKAÐ ÚR ÞVÍ BESTA AFMÆLISÚTGÁFA

2020

1


GÓÐ RÁÐ SÍÐAN 1992 Í TILEFNI 100 ÁRA AFMÆLIS NÓA SÍRÍUS ER EKKI ÚR VEGI AÐ RIFJA UPP ÞRÓUN OG SÖGU HINS SÍVINSÆLA BÖKUNARBÆKLINGS SEM HEFUR GLATT OG FYLGT ÍSLENDINGUM Í NÆR 30 ÁR. Þegar fyrsti kökubæklingur Nóa kom út árið 1992 hlaut hann afar góðar viðtökur bæði vegna þess að hann hafði að geyma uppskriftir að margs kyns freistandi góðgæti og ekki síður vegna þess að hann bætti úr brýnni þörf. Á þessum árum voru kökubækur fáar og sumar myndalausar með öllu, lítið um kökuuppskriftir í fjölmiðlum og Internetið ekki komið til sögunnar svo að nýjum uppskriftum og hugmyndum að skreytingum var tekið fagnandi. Sumar slógu fljótt rækilega í gegn. Súkkulaði og sælgæti hafði framan af ekki verið notað sérlega mikið í kökugerð en fljótlega varð breyting þar á og bæklingarnir áttu áreiðanlega ríkan þátt í því. Fyrstu árin var það þó nær eingöngu suðusúkkulaði og rjómasúkkulaðið frá Nóa sem notað var í uppskriftunum en fljótlega fóru uppskriftahöfundarnir að seilast í sælgætið og nota það af mikilli hugkvæmni í kökur og skreytingar. Fljótlega bættust við nýjar tegundir sem gáfu aukna möguleika, súkkulaðið sjálft breyttist líka og dekkra og bragðmeira súkkulaði varð vinsælt.

að kökutískan er fljót að breytast. Þá er gott að geta leitað í uppskriftir sem má treysta og eru miðaðar við íslenskar aðstæður og vöruúrval sem þó er í takt við tímann og tekur mið af straumum og stefnum í sætmetisheiminum. Þess vegna eru uppskriftirnar í bæklingunum svo skemmtilega ólíkar. Sumar eru margbrotnar tískukökur sem leggja þarf alúð við og eru einstaklega glæsilegar en einnig einfaldari kökur sem henta til að baka með fjölskyldunni, börnunum og vinunum en eru þó ekki síður girnilegri – „Bökum saman“ hefur alltaf verið ríkur þáttur í bæklingunum. En hvort sem kakan er eins manns listaverk eða hópframtak þá er víst að vörurnar frá Nóa Síríus gera þinn bakstur enn betri.

Með tilkomu Internetsins og samfélagsmiðla varð allt í einu auðvelt að finna fjölda uppskrifta og glæsilegra mynda af alls kyns freistingum og átta sig á

Nanna Rögnvaldsdóttir

KÖKUBÆKLINGURINN 2020 Berglind Guðmundsdóttir er eigandi uppskriftasíðunnar GulurRauðurGrænn&Salt sem hefur notið mikilla vinsælda meðal landsmanna undanfarin ár. Í ár hjálpaði Berglind okkur að rifja upp gamlar og góðar uppskriftir Nóa bæklingsins. FYLGIHLUTIR:

Snúran er verslun og netverslun sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið.

ÚTLIT OG UMBROT:

VORAR Auglýsingastofa PRENTUN:

Ísafoldarprentsmiðja umhverfisvottuð prentsmiðja ÚTGEFANDI:

Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík


COCOA HORIZONS Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.


KARAMELLUÍSTERTA MEÐ SALTHNETUMARENSBOTNI FYRIR 8-10

- HRÁEFNI MARENSBOTN KARAMELLUÍS

3 eggjahvítur • 2 dl sykur • 50 g salthnetur, saxaðar

3 eggjarauður • 1 dl sykur • 200 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti • 4 dl rjómi, þeyttur KARAMELLUSÓSA SKRAUT

1 poki Nóa rjómakúlur • 1 dl rjómi

100 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

- AÐFERÐ MARENSBOTN Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar, setjið sykurinn smátt og smátt saman við og þeytið í um 5-10 mínútur eða þar til marensinn er orðinn þéttur og glansandi. Blandið salthnetunum varlega saman við með sleif. Setjið deigið í form klætt með smjörpappír og bakið í 130°C heitum ofni í um eina klukkustund.

Þeytið eggjarauður og sykur vel saman eða þar til blandan verður létt og ljós. Saxið rjómasúkkulaðið og blandið saman við. Þeytið að lokum rjómann og bætið varlega saman við með sleif. Setjið ísinn yfir botninn og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.

KARAMELLUÍS

KARAMELLUSÓSA Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita, hrærið vel í og kælið áður en þið hellið yfir tertuna. Það er mjög mikilvægt annars gæti hún bráðnað. Takið tertuna úr frysti 15 mínútum áður en hún er borin fram, hellið karamellusósunni yfir, og skreytið með söxuðu Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti.

Karamelluístertan eftir Berglindi Guðmundsdóttur frá 2016 er stórglæsileg terta sem engan svíkur. Saltkaramella, marens og ís er hin fullkomna þrenna. 4


5


DÖÐLUGOTT MEÐ LAKKRÍSKURLI UM 25 STK

- HRÁEFNI 500 g döðlur, saxaðar smátt • 250 g smjör • 120 g púðursykur 150 g Kellogg´s Rice Krispies • 400 g Síríus rjómasúkkulaði • 2 pokar Síríus lakkrískurl

- AÐFERÐ Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykrinum er bætt við og bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Bætið Rice Krispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice Krispies blönduna og frystið í um það bil 30 mínútur. Skerið í bita, berið fram og njótið.

Það má segja að döðlugottið hennar Berglindar Guðmundsdóttur frá 2016 hafi komið sem himnasending á veisluborð landsmanna. Einfalt góðgæti sem öllum finnst gott. 6


7


REGNBOGABOLLAKÖKUR FULLKOMNAR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI UM 20–22 STK

- HRÁEFNI 250 g smjör, við stofuhita • 4 dl sykur • 4 egg • 4 – 5 dl mjólk • 5 dl hveiti • 2 – 3 tsk. lyftiduft • 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar • 70 g Síríus rjómasúkkulaðidropar • 70 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum

BOLLAKÖKUR

KREM

300 g smjör við stofuhita • 200 g hreinn rjómaostur • 500 g flórsykur • 2 tsk. vanilludropar • 150 g Síríus suðusúkkulaðidropar SKRAUT

150 g Síríus súkkulaðiperlur

- AÐFERÐ Hitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu, þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft. Bætið hveitiblöndunni, matarsódanum, vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið í nokkrar mínútur eða þar til blandan verður silkimjúk. Saxið súkkulaðið með trompbitunum og setjið út í deigið ásamt rjómasúkkulaðidropunum. Setjið deigið í pappírsform. Bakið við 180°C í 15 – 18 mínútur. Kælið kökurnar áður en þið setjið á þær krem. BOLLAKÖKUR

KREM Þeytið saman rjómaost og smjör þar til það verður mjúkt. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið þar til kremið verður létt og ljóst. Bræðið á meðan suðusúkkulaðidropana og setjið svo út í kremið. Hrærið mjög vel í nokkrar mínútur. Hellið súkkulaðinu og vanilludropunum út í kremið. Hrærið mjög vel í nokkrar mínútur. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Skreytið kökurnar með litríkum Síríus súkkulaðiperlum.

Regnbogabollakökurnar hennar Evu Laufeyjar frá 2019 gleðja augað og bragðlaukana. Skemmtilegar bollakökur sem fjölskyldan getur bakað saman. 8


9


KROPPURINN FYRIR 8–10

- HRÁEFNI MARENSBOTN

5 eggjahvítur • 1 dl sykur • 3 ½ dl púðursykur

500 ml rjómi • 2 tsk. flórsykur • 1 tsk. vanillusykur 100 g Síríus karamellukurl • 150 g Nóa Kropp og geymið smá til skrauts • 3 dl smátt skorin jarðarber SÆLGÆTISRJÓMI Á MILLI

OFAN Á

250 ml rjómi • 2 dl smátt skorin jarðarber • 1 dl bláber • 1 – 2 dl karamellusósa, sjá uppskrift fyrir neðan KARAMELLUSÓSA

1 poki Nóa rjómakúlur • 1 dl rjómi

- AÐFERÐ MARENSBOTN Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða í botninn á tveimur 22 sm lausbotna formum og smyrjið þá hliðarnar með smjöri. Skiptið marensblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 50 – 60 mínútur við 150°C. Kælið botnana mjög vel áður en þið setjið sælgætisrjóma á milli. SÆLGÆTISRJÓMI Á MILLI

OFAN Á KARAMELLUSÓSA

Þeytið rjóma og bætið flórsykri og vanillu saman við. Blandið karamellukurli, Nóa Kroppi og ávöxtum varlega saman við rjómann. Smyrjið rjómanum á milli botnanna.

Þeytið rjóma og setjið yfir marenskökuna. Skerið jarðarber og dreifið ásamt bláberjum og Nóa Kroppi.

Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita, hrærið vel í og kælið áður en þið hellið yfir marenskökuna. Það er mjög mikilvægt annars gæti marensinn og rjóminn bráðnað. Hellið karamellusósunni yfir í lokin og berið strax fram.

Kroppurinn frá 2018 er uppskrift frá Evu Laufeyju og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Girnilegri verða terturnar ekki. 10


11


BROWNIES MEÐ MJÚKRI KARAMELLUFYLLINGU UM 45–50 STK

- HRÁEFNI 150 g valhnetur • 225 g smjör + smjör til að smyrja bökunarmótið 350 g Síríus 56% súkkulaði, grófsaxað • 200 g sykur • 4 stór egg • 1 msk. vanilludropar • 170 g hveiti • ½ tsk. salt BROWNIES

KARAMELLUFYLLING

300 g Síríus karamellukurl • 75 ml rjómi • 150 g Síríus suðusúkkulaðidropar

- AÐFERÐ BROWNIES Hitið ofninn í 180°C. Ristið valhneturnar á bökunarplötu í 6-7 mínútur. Takið hneturnar úr ofninum, grófsaxið þær og geymið. Klæðið bökunarmót, 23 x 33 sm að stærð, að innan með þykkum álpappír. Gætið þess að láta pappírinn ná upp á brúnirnar. Smyrjið álpappírinn ríflega með smjöri. Bræðið smjör í potti. Takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og hrærið þar til það hefur bráðnað og samlagast smjörinu. Þeytið vel saman í hrærivél sykur, egg og vanilludropa þar til blandan verður létt og ljós. Hellið síðan súkkulaðismjörinu út í og hrærið varlega saman. Bætið að lokum hveiti og salti við og hrærið vel saman. Hellið um helmingnum af deiginu í mótið og jafnið vel úr því (hinn helmingurinn bakast síðar). Bakið kökuna í 12 mínútur, takið úr ofninum og látið hana kólna í aðrar 20 mínútur.

Setjið karamellukurlið ásamt rjóma í pott og hitið varlega þar til kurlið bráðnar. Takið pottinn af hitanum og hellið karamellurjómanum strax yfir kökuna. Jafnið karamelluna með sleikju. Sáldrið helmingnum af hnetunum og suðusúkkulaðidropunum yfir og setjið afganginn af kökudeiginu yfir. Dreifið loks afganginum af suðusúkkulaðidropunum og hnetunum jafnt yfir deigið. Bakið í miðjum ofninum í 25 mínútur. Kælið kökuna alveg í mótinu, skerið í litla bita og berið fram með vanilluís eða rjóma. KARAMELLUFYLLING

Mjúk karamellufyllingin og saxaðar hneturnar fullkomna hefðbundna brownies uppskrift eftir Ingu Elsu Bergþórsdóttur frá 2012. Bakaðu þessar – þú munt ekki sjá eftir því. 12


13


EINFALT NÓA NAMMI NAMM UM 25 STK

- HRÁEFNI 150 g Síríus rjómasúkkulaði • 150 g Nóa Kropp • 150 g Síríus súkkulaðirúsínur • 150 g Síríus lakkrískurl eða karamellukurl 100 g pekanhnetur, grófsaxaðar, eða aðrar hnetur • 100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar • 2 msk. rjómi

- AÐFERÐ Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið það af hitanum og látið kólna örlítið áður en Nóa Kroppinu, súkkulaðirúsínum, lakkrískurli og hnetum er blandað saman við. Leggið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Notið matskeið til þess að búa til mola. Bræðið hvíta súkkulaðið með 2 msk. af rjóma og hrærið saman. Dreifið því yfir molana. Látið molana harðna alveg áður en þeir eru losaðir frá pappírnum. Molarnir geymast 2-3 vikur í vel lokuðu íláti í kæli.

Stundum er einfalt best. Ljúffeng Nóa nammiuppskrift eftir Ingu Elsu Bergþórsdóttur frá 2011 hentar vel fyrir þá sem vilja eitthvað fljótlegt og gott. 14


15


SÚKKULAÐIOSTAKAKA MEÐ NÓA KONFEKTFLÖSKUM FYRIR 8–10

- HRÁEFNI BOTNAR

100 g möndlur • 4 eggjahvítur • 160 g sykur • 50 g hveiti • 50 g Síríus suðusúkkulaði, saxað 4 matarlímsblöð • 2 dl rjómi • 400 g rjómaostur • 120 g flórsykur • ½ vanillustöng 1 askja Nóa konfektflöskur • 100 g Síríus 70% súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði

OSTAKÖKUKREM

- AÐFERÐ BOTNAR Hitið ofninn í 180°C. Fínmalið möndlurnar. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Blandið hveiti, möndlum og söxuðu suðusúkkulaði gætilega saman við með sleif. Teiknið tvo 24 sm hringi á bökunarpappír, og smyrjið blöndunni á pappírinn. Bakið botnana í 10-12 mínútur eða þar til þeir eru ljósbrúnir.

Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Þeytið rjómann og geymið. Hrærið síðan rjómaost, flórsykur og kornin úr vanillustönginni vel saman. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, bræðið þau yfir vatnsbaði, kælið aðeins og hrærið matarlíminu svo saman við ostakremið. Blandið að lokum þeytta rjómanum gætilega saman við.

OSTAKÖKUKREM

Leggið annan möndlubotninn á disk og setjið hring af lausbotna tertumóti utan um. Myljið helminginn af konfektflöskunum yfir botninn og dreifið svo helmingnum af ostakreminu yfir. Leggið hinn möndlubotninn ofan á, myljið afganginn af flöskunum yfir hann og dreifið afganginum af ostakreminu yfir. Hellið bráðnu súkkulaði yfir ostakremið til skrauts. Kælið kökuna í 2-4 klukkustundir.

Súkkulaðiostakakan sem kemur úr smiðju Marentzu Poulsen er hátíðleg og falleg kaka sem sló í gegn árið 2007 og gerir enn þann dag í dag. 16


17


PIPP TERTA FYRIR 8–10

- HRÁEFNI BOTNAR

3 dl hveiti • 2 ½ dl sykur • ½ dl kakó • 2 tsk. lyftiduft • ½ tsk. matarsódi • 1 tsk. vanilludropar 100 g mjúkt smjör • 2 egg • 1 ½ dl súrmjólk • ½ dl sterkt kaffi

FYLLING KREM

150 g mjúkt smjör • 1 dl flórsykur • 160 g Síríus pralín súkkulaði með pippfyllingu

1 ½ dl síróp • ½ dl vatn • ½ bolli mjúkt smjör • 300 g Síríus suðusúkkulaði • 1 tsk. piparmyntudropar

- AÐFERÐ BOTNAR

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö 24 sm lausbotna form. Blandið öllu saman í skál og hrærið vel í stutta stund. Hellið deiginu í formin og bakið í 15–20 mínútur.

FYLLING

Þeytið saman smjör og flórsykur. Saxið súkkulaðið og blandið því saman við. Hrærið vel í kreminu og smyrjið því síðan á milli botnanna.

Setjið síróp í pott ásamt vatni og smjöri. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2 ½ mínútu. Takið pottinn af hitanum. Brytjið súkkulaði saman við, hrærið og bætið piparmyntudropum út í. Hellið kreminu yfir kökuna og látið hana standa í kæli á meðan kremið stífnar. Skreytið með afganginum af pralín pipp súkkulaðinu. KREM

Myntuaðdáendur verða ekki sviknir af þessari tertu Rutar Helgadóttur frekar en árið 2003. Þessi Pipp terta er falleg, bragðgóð og öðruvísi. 18


19


TROMP TOPPAR UM 60 STK

- HRÁEFNI 3 eggjahvítur • 200 g púðursykur • 150 g Síríus rjómasúkkulaði • 1 poki Síríus trompkurl

- AÐFERÐ Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt púðursykrinum. Saxið rjómasúkkulaðið og bætið varlega saman við ásamt trompkurlinu. Setjið með teskeið í litla toppa á plötu með bökunarpappír. Bakið við 150°C í 20 mínútur eða þar til þeir eru ljósbrúnir.

Æðislegir toppar sem bráðna í munni og allir trompast af hrifningu líkt og þeir gerðu árið 1998. Fá innihaldsefni – einfalt og þægilegt. 20


21


NÓATRUFFLUR UM 35 STK

- HRÁEFNI 2 ½ dl rjómi • 4 msk. smjör • 500 g Síríus suðusúkkulaði • 6-8 Nóa konfektflöskur 4 dl Nóa Kropp, mulið • Muldar hnetur eða brætt súkkulaði til skrauts.

- AÐFERÐ Setjið rjómann og smjörið í pott og hitið að suðu. Bætið súkkulaðinu út í og hrærið þar til það bráðnar. Takið af hellunni og kælið smávegis áður en muldu konfektflöskunum og Nóa Kroppi er bætt út í. Kælið vel. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr muldum hnetum eða hjúpið með bræddu súkkulaði. Geymist vel í ísskáp.

Nóatrufflurnar frá 1997 eru einstaklega hentugar til að grípa í er gesti ber að garði. Fallegar í skál og góðar í munni.

22


23


ENGLATOPPAR UM 30 STK

- HRÁEFNI 4 eggjahvítur • 200 g sykur • 200 g kókosmjöl • 100 g Síríus suðusúkkulaði saxað ¾ poki Nóa Bismark brjóstsykur, mulinn

- AÐFERÐ Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Blandið kókosmjöli, súkkulaði og brjóstsykri varlega saman við. Setjið með teskeið í litla toppa á plötu með bökunarpappír. Bakið við 150°C í 10 mín. eða þar til þeir eru ljósbrúnir.

Himneskir englatoppar sem við sáum fyrst árið 1992 toppa allar smákökur. Þessa munt þú gera aftur og aftur.

24


25


DÖÐLUTOPPAR UM 40 STK

- HRÁEFNI 250 g döðlur, saxaðar • 2 egg • ¾ bolli sykur • 1 msk. smjör • 4 bollar Kellogg´s Rice Krispies 100 g Síríus rjómasúkkulaðidropar • 100 g Síríus pralín súkkulaði með pippfyllingu

- AÐFERÐ Hrærið döðlur, egg, sykur og smjör saman í potti við vægan hita. Blandið Rice Krispies út í. Setjið í lítil konfektform og kælið. Bræðið saman rjómasúkkulaðidropa og pralín súkkulaði. Hjúpið döðlutoppana með súkkulaðinu.

Döðlutoppar hafa notið mikilla vinsælda síðan uppskriftin leit fyrst dagsins ljós árið 1992. Hæfileg blanda af Rice Krispies, súkkulaði og döðlum gerir toppana ómótstæðilega. 26


27


ÖRKIN HANS NÓA FYRIR 6

- HRÁEFNI BOTN

3 bollar Kellogg´s Rice Krispies • 2 msk. smjörlíki • 2 egg • ½ bolli möndlur, smátt saxaðar • ½ bolli sykur ½ bolli döðlur, smátt saxaðar • 200 g Síríus suðusúkkulaði • 1 bolli Nóa Kropp SKRAUT

Nóa Kropp • Síríus súkkulaðihúðaðar krispkúlur

- AÐFERÐ Setjið smjörlíki, egg, möndlur, sykur og döðlur í pott og hitið við vægan hita í 5 mínútur. Kælið. Hrærið Rice Krispies og Nóa Kroppi saman við, mótið í rúllu og kælið. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og hellið yfir rúlluna. Skreytið hana með Nóa Kroppi og Síríus krispkúlum. Frystið í 1-2 klukkustundir. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Þessi kökuuppskrift frá 1993 er virkilega skemmtileg og öðruvísi á veisluborðið. Girnilegri gerast þær ekki.

28


29


SÚKKULAÐIPÚÐAR UM 40 STK

- HRÁEFNI 70 g smjör, skorið í bita • 150 g Síríus suðusúkkulaði, saxað • 250 g sykurpúðar • 1 tsk. vanilludropar

- AÐFERÐ Klæðið meðalstórt jólakökuform að innan með bökunarpappír. Setjið smjör, súkkulaði og sykurpúða í pott, bræðið við vægan hita og hrærið stöðugt í þar til bæði súkkulaðið og sykurpúðarnir hafa bráðnað. Takið pottinn af hellunni og hrærið vanilludropum út í. Hellið blöndunni í formið og kælið. Skerið í bita.

Súkkulaðipúðarnir eru ómótstæðilegir og engin leið að hætta að stinga hverjum púðanum á fætur öðrum upp í sig. Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eiga heiðurinn af þessari uppskrift frá 2008 sem allir verða að prófa. 30


31


HÁTÍÐARKAKA NÓA MEÐ SÚKKULAÐIPERLUM FYRIR 8–10

- HRÁEFNI HÁTÍÐARKAKA

210 g sykur • 3 egg • 160 g hveiti • 2 msk. Síríus kakó • 3 tsk. lyftiduft • 1 dl mjólk • 60 g smjör, bráðið

SÚKKULAÐIKREM

340 g smjör við stofuhita • 500 g flórsykur • 90 g Síríus kakó • 3 msk. rjómi • 1 tsk. vanilludropar SKRAUT

Síríus súkkulaðiperlur

- AÐFERÐ HÁTÍÐARKAKA Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö 20 sm hringlaga bökunarform að innan. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið hveitiblöndunni saman við ásamt mjólkinni og smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og dreifið úr því. Bakið í 18-20 mínútur. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið kremið á hana. SÚKKULAÐIKREM Hrærið smjörið vel þar til það verður mjúkt og slétt. Blandið kakói og flórsykri saman í skál og setjið saman við smjörið, smávegis í einu. Bætið rjóma saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel þar til allt hefur náð að blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið krem á milli botnanna og smyrjið síðan alla kökuna með kremi. Skreytið með Síríus súkkulaðiperlum að vild.

Þegar góða veislu gjöra skal þá er hátíðarkaka Nóa frá árinu 2014 eftir Thelmu Þorbergsdóttur stórkostleg á veisluborðið. Það hreinlega dragast allir að henni. 32


33


COCO POPS BITAR MEÐ LAKKRÍS UM 20 STK

- HRÁEFNI 150 g Síríus lakkrískurl • 150 g Síríus trompkurl • 100 g Síríus rjómasúkkulaði, saxað í bita 200 g Kellogg´s Coco Pops morgunkorn • 100 g smjör • 6 msk. síróp • 2 stk. Nóa Lakkrís Tromp, skorið í litla bita

- AÐFERÐ Blandið saman í skál lakkrískurli, trompkurli, söxuðu rjómasúkkulaði og Coco Pops. Bræðið saman smjör og síróp við vægan hita og blandið saman við hráefnin í skálinni. Skiptið blöndunni á milli 20 pappírsmóta fyrir múffur. Skreytið með Tromp bitum.

Þessir bitar eru líklegir til að höfða til allra aldurshópa. Auðveld og fljótleg uppskrift frá 2013 sem Inga Elsa Bergþórsdóttir setti saman. 34


35


LITRÍKAR TRÖLLAKÖKUR MEÐ HAFRAMJÖLI OG SÚKKULAÐIPERLUM UM 36 STK

- HRÁEFNI 80 g hveiti • 2 tsk. matarsódi • klípa af salti • 450 g haframjöl • 170 g smjör, mjúkt • 330 g ljós púðursykur • 300 g sykur 5 stór egg • 680 g hnetusmjör • 150 g Síríus suðusúkkulaðidropar • 150 g Síríus súkkulaðiperlur

- AÐFERÐ Blandið saman í stórri skál hveiti, matarsóda, salti og haframjöli. Þeytið saman í hrærivél smjör, púðursykur og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið síðan eggjunum við, einu í einu. Setjið hnetusmjörið saman við og hrærið áfram á litlum hraða. Setjið hnoðkrók á hrærivélina og bætið þurrefnablöndunni út í hrærivélarskálina. Látið vélina ganga en stoppið hana öðru hvoru og skafið botninn með sleikju til að deigið blandist vel saman. Hrærið suðusúkkulaðidropa og súkkulaðiperlur saman við með sleif. Kælið deigið í kæliskáp í 4 klukkustundir eða yfir nótt. Einnig er hægt að frysta það og baka úr því síðar. Hitið ofninn í 190°C. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Takið um 2 ríflegar matskeiðar af deigi í hverja köku og mótið kúlu. Raðið þeim á plötuna og hafið um 6 sm bil á milli. Þrýstið ofan á kúlurnar til hálfs með flötum lófanum. Bakið kökurnar í 12-14 mínútur. Látið kökurnar kólna á plötunni í 10 mínútur áður en þær eru færðar á bökunargrind. Kökurnar geymast í 3 daga í vel lokuðu íláti en einnig er hægt að frysta þær.

Ljúffengar og litríkar tröllakökur frá árinu 2012 sem Inga Elsa Bergþórsdóttir á heiðurinn af. Þessar renna ljúflega niður hjá stórum sem smáum. 36


37


HÁTÍÐARÍS MEÐ SÚKKULAÐIKARAMELLUSÓSU OG ÞEYTTUM KARAMELLURJÓMA FYRIR 4

- HRÁEFNI 250 ml mjólk • 250 ml rjómi • 1 vanillustöng (má sleppa og setja 1 msk af vanilludropum í staðinn) 3 eggjarauður • 50 g sykur • 250 g Síríus 56% súkkulaði, grófsaxað • 150 g Síríus karamellukurl

ÍSINN

KARAMELLURJÓMI

200 ml rjómi, þeyttur • 50 ml rjómi • 100 g Nóa rjómakúlur

- AÐFERÐ Setjið mjólk og rjóma saman í pott. Kljúfið vanillustöngina eftir endilöngu, skafið úr henni kornin og setjið stöngina og kornin í pottinn. Hitið saman á lágum hita að suðu. Á meðan eru eggjarauðurnar þeyttar saman við sykurinn í tæpar 5 mínútur eða þar til rauðurnar verða ljósar og léttar. Takið vanillustöngina úr pottinum og setjið saxað súkkulaðið í pottinn. Hrærið þar til súkkulaðið hefur samlagast rjómablöndunni. Hellið þá heitri súkkulaðiblöndunni saman við eggjarauðurnar og þeytið. Hellið blöndunni aftur í pottinn, hafið vægan hita og þeytið með písk í 5-10 mínútur eða þar til blandan fer að þykkna. Gætið þess að hafa hitann ekki of háan því þá getur blandan hlaupið. Kælið blönduna alveg niður. Setjið karamellukurlið í matvinnsluvél í 15 sekúndur. Geymið um 2 matskeiðar af karamellukurlinu til að skreyta ísinn með. Hrærið karamellukurlið út í ísblönduna og frystið. Hrærið í blöndunni í tvö eða þrjú skipti svo að ekki myndist stórir ískristallar í ísnum. ÍSINN

Áður en ísinn er borinn fram er karamellurjóminn búinn til. Stífþeytið 200 ml af rjóma. Hitið 50 ml af rjóma og bræðið rjómakúlurnar í honum. Kælið. Blandið bræddu rjómakúlunum saman við þeytta rjómann. Berið fram með ísnum ásamt súkkulaðikaramellusósunni og sáldrið því sem geymt var af karamellukurlinu yfir. KARAMELLURJÓMI

Þú munt uppskera fagnaðaróp þegar þú býður upp á þennan eftirrétt. Fallegur hátíðarís sem bragð er af. Uppskrift eftir Ingu Elsu Bergþórsdóttur frá árinu 2012. 38


39


SKEMMTILEGT KONFEKT MEÐ NÓAHLAUPI FYRIR 4

- HRÁEFNI 1 msk. smjör • 200 g Síríus 70% suðusúkkulaði • 1 ½ dl mjólk • ½ tsk. salt • 150 g Nóa Trítlar, skornir í bita • 50 g Nóa Kropp

- AÐFERÐ Bræðið súkkulaði og smjör gætilega í potti við vægan hita. Bætið mjólk og salti út í og látið malla þar til úr þessu er orðinn þykkur massi. Takið þá pottinn af hellunni og látið massann kólna dálítið. Blandið svo niðurskornum Trítlum og Nóa Kroppi saman við. Hellið massanum í form klætt bökunarpappír og setjið í kæli í 4 klukkustundir eða þar til konfektið er orðið nokkuð stíft. Skerið það í fallega bita. Einnig má hella massanum í lítil konfektmót og láta hann stífna.

Skemmtilegt og gómsætt konfekt fyrir börn og fullorðna. Litrík og skemmtileg uppskrift eftir Marentzu Poulsen frá árinu 2007. 40


41


MARENSTERTA MEÐ TROMPI OG JARÐARBERJUM FYRIR 10–12

- HRÁEFNI BOTNAR

4 eggjahvítur • 200 g sykur • 500 ml rjómi • 2 pokar Síríus Trompkurl

SKRAUT

Jarðarber • 2 stk. Nóa Lakkrís Tromp, skorið í litla bita

- AÐFERÐ Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur og sykur mjög vel saman eða þar til blandan verður alveg stíf. Skiptið marensinum í tvennt og mótið tvo 24 sm hringi á pappírsklæddri bökunarplötu. Bakið botnana í miðjum ofni í eina klukkustund. Lækkið þá hitann í 100°C og bakið í 30 mínútur í viðbót. Látið botnana kólna alveg. BOTNAR

SKRAUT

Þeytið rjómann og blandið trompkurli saman við. Dreifið helmingnum af rjómanum á milli botnanna og hinum helmingnum ofan á kökuna. Skreytið með jarðarberjum og söxuðu Nóa Lakkrís Trompi.

Marensterta með Nóa trompbitum og ferskum berjum er einstaklega glæsileg og girnileg. Gómsæt uppskrift úr smiðju Marentzu Poulsen frá árinu 2007. 42


43


NÓA ÞEYTINGUR FYRIR 4

- HRÁEFNI 1 dl Síríus lakkrískurl • 1 dl Nóa Kropp • 1 dl Síríus súkkulaðihúðaðar krispkúlur 50 g Síríus pralín súkkulaði með karamellufyllingu • 50 g Síríus suðusúkkulaði • 1 lítri vanilluís

- AÐFERÐ Saxið allt sælgætið í matvinnsluvél. Bætið ísnum út í og hrærið. Berið fram skreytt með afgangi af sælgæti.

Hvað er skemmtilegra en að búa til Nóa þeyting fyrir kósíkvöldið. Einfaldara verður það ekki. Rut Helgadóttir kenndi okkur þessa uppskrift árið 2004. 44


45


CAPPUCCINO LENGJA FRÁBÆR EFTIRRÉTTUR FYRIR SANNA KAFFIUNNENDUR FYRIR 6–8

- HRÁEFNI BOTN

75 g Síríus suðusúkkulaði • 50 g smjör • 125 g sykur • 100 g hveiti, sigtað • 1 tsk. lyftiduft • 2 egg

CAPPUCCINO ÍS

2 msk. skyndikaffi • 2 msk. sjóðandi vatn eða sama magn af mjög sterku og góðu espressokaffi • 2 eggjahvítur

125 g sykur • 3 dl rjómi • 3 msk. malaðar kaffibaunir • 100 g Síríus rjómasúkkulaði eða suðusúkkaði, saxað

- AÐFERÐ Setjið súkkulaðið, smjörið og sykurinn í lítinn pott og hitið við vægan hita þar til allt hefur bráðnað, hrærið vel. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman í skál og hrærið síðan eggjunum og súkkulaðiblöndunni saman við. Setjið deigið í tvö vel smurð, aflöng form og bakið við 180°C í 12 – 15 mínútur. Einnig má baka botninn í einu skúffuformi og skera í tvennt á lengdina. Kælið kökubotninn.

BOTN

Blandið saman skyndikaffinu og vatninu og kælið. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að stífna, bætið þá sykrinum smátt og smátt út í og stífþeytið saman. Þeytið rjómann og blandið kaffinu varlega út í. Fínsaxið kaffibaunirnar t.d. í kaffikvörn og bætið þeim út í ásamt eggjahvítunum. Hrærið varlega í blöndunni með sleikju.

CAPPUCCINO ÍS

Takið annan kökubotninn og leggið á miðja álpappírsörk sem er þrisvar sinnum stærri en botninn. Brjótið upp á örkina til að móta form og kanta. Setjið ísblönduna yfir botninn og leggið hinn botninn yfir. Einnig er gott að leggja botninn með álpappírnum í aflangt form. Frystið kökuna í a.m.k. 6-8 klukkustundir. Fjarlægið álpappírinn og skerið kökuna í sneiðar.

Það er ekki verra að geta fengið sér sneið af cappuccino lengju með kaffinu. Þessi uppskrift kom frá Rut Helgadóttur árið 2004. Góður eftirréttur sem geymist vel í frysti og á alltaf við. 46


47


KARAMELLUBITAR FYRIR 6–8

- HRÁEFNI BOTN

½ dl smjör • 200 g Nóa Krisp súkkulaði • 200 g Síríus rjómatöggur • 3 msk. mjólk 2 dl kókosmjöl • 200 g Síríus suðusúkkulaði SKRAUT

1-2 dl Nóa Kropp

- AÐFERÐ Bræðið smjör og Krisp súkkulaði saman. Mýkið rjómatöggurnar í örbylgjuofni eða potti. Hrærið mjólkinni saman við rjómatöggubráðina og hitið þar til blandan verður þykkfljótandi. Bætið kókosmjölinu saman við, hrærið vel og hellið út í Krisp blönduna. Látið mesta hitann rjúka úr karamellunni og hellið í form. Geymið botninn í kæli á meðan súkkulaðið er brætt við vægan hita. Smyrjið suðusúkkulaðinu yfir þegar blandan hefur stífnað og skreytið með Nóa Kroppi. Skerið í ferkantaða bita og geymið í lokuðu íláti í kæli fram að framreiðslu.

Ótrúlega einföld og sniðug uppskrift eftir Rut Helgadóttur frá 2003 sem kemur á óvart. Fá en góð innihaldsefni er oft það eina sem þarf. 48


49


KONFEKTBOX FYRIR 8–10

- HRÁEFNI 100 g Síríus suðusúkkulaði • 100 g Síríus rjómasúkkulaði • 100 g Nóa konfektflöskur 50 g Nóa Kropp • 3 egg • 1 msk. sykur • 1 tsk. skyndikaffi • 3 dl rjómi • 2 dl rjómi, þeyttur

FYLLING

SKRAUT

Marensfingur • Nóa konfekt

- AÐFERÐ Bræðið suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og konfektflöskur yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum og kaffiduftinu. Í annarri skál, stífþeytið eggjahvíturnar og að síðustu í sér skál þeytið 3 dl af rjóma. Blandið brædda súkkulaðinu saman við eggjarauðublönduna. Hrærið þeytta rjómanum varlega saman við og að seinustu eggjahvítunum. Látið hring af formi á kökudisk, hellið helmingnum af blöndunni í formið og raðið marensfingrum og Nóa Kroppi ofan á. Hellið hinum helmingnum af blöndunni ofan á og kælið þar til blandan hefur stífnað. Takið formið frá og smyrjið 2 dl af þeyttum rjóma ofan á þannig að rjóminn nái út fyrir kökuna og myndi grip fyrir fingurna. Raðið fingrunum hringinn með hliðunum og skreytið með Nóa konfekti.

Konfektboxið frá aldamótunum er eitthvað sem allir verða að prófa. Kakan er ekki aðeins góð heldur er hún líka svo falleg með gullfallegu konfektmolunum okkar. 50


51


Sælkerabakstur

Gómsætar nýjungar í baksturinn Trompaðu uppskriftirnar þínar með nýjum og krispí vörum úr baksturslínu Nóa Síríus. Súkkulaðiperlur, Trompkurl og Krispkúlur eru dýrindis viðbót sem þú verður að prófa. Þinn sælkerabakstur verður enn betri með vörunum frá Nóa Síríus.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.